Heimasíða Ásgarðs

17.03.2006 23:03

Stássa gotin!

Nú er ég sko eina ferðina enn orðin "amma"eða þannig sko.Hún stássa Opal Rex læða var að gjóta og komu 6 feitir og pattaralegir ungar í heiminn.Þei reu undan Castor Rex högna einum þeim allra fallegasta á búinu.Stássa er afar róleg yfir þessu öllu og var ekkert að stressa sig á því þó ég hafi verið að moka undan búrinu hennar í kvöld með tilheyrandi látum.Ég setti svo í flórinn hvítan skeljasand sem að er mjög svo fráhrindandi fyrir bakteríur og annarskonar óþverra.Núna bíð ég bara spennt eftir að hún snjóber fari að gjóta en það á að ske á allra næstu dögum.

Ég hleypti út í stóra hólfið þeim Hrók og Hring og það var sko stuð á þeim báðum skal ég segja ykkur.Svo setti ég folöldin út en ég þorði ekki að fara frá ef að Hrók skildi mislíka það að Hringur væri í sama hólfi og hann og folöldin en ekki var Hrókur að gera neitt veður útaf því.eftir smá leik og rassaköst þá fóru þau öll að éta rúlluna sem er í hólfinu.Týr litli er að verða hinn hressasti og farinn að trylla um allt og hendist áfram á tölti og skeiði.Það verður gaman að vita hvernig faðir hans kemur út í vor ef hann verður sýndur en hann heitir Tónn frá Auðsholtshjáleigu.Svo ætlar Gísli dýralæknir að koma og sprauta við ormum og lús á morgun en ég er lengi búin að bíða eftir að foaldaumferðin um húsið hjá mér stoppi svo að hægt sé að sprauta þau öll samtímis.Auðvitað hafa þau fengið ormalyf í munninn en einhvernveginn líður manni betur ef að þau fá líka sprautuna.Kannski er þetta einhver sérviska en ég held þó að hún sé af hinu góða:)))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295921
Samtals gestir: 34021
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 09:55:24