Heimasíða Ásgarðs

23.04.2007 01:58

Hringur farinn og Hermína borin!

Loksins get ég sest niður og bullað svolítið um síðustu daga.
Hringur kallinn var járnaður upp að frama og Eygló fór prufurúnt á honum til að vita hvort hann væri enn að kveinka sér í framfætinum en það bar ekki á því og hesturinn orðinn sprækur og hress.Guð sé lof fyrir það .Ég sá nefnilega að hann var farinn að leika sér og djöflast og hlaupa um allt og beitti sér af öllu afli í leiksprettunum með hinum geldingunum.
Lítil frænka mín kom svo og prófaði hann og ákvað að fá hann heim með sér í sína sveit og þjálfa hann fyrir mig og fara með hann á námskeið og alles.Líst svolítið vel á þessa stelpu,efnilegur knapi og svolítið töff í hnakknum .

Hringur fékk þessa flottu ábreiðu yfir sig og hann varð svolítð montinn með sig þegar að hann vinkaði til hinna hestana og hoppaði um borð í kerruna.Farinn í stóru sveitina strákar mínir!

Þetta er sjaldgæf sjón í minni sveit en þetta fallega Rjúpupar sat á gamla Kanínukassanum mínum sem nú er brak og hreyfði sig varla þegar að ég nálgaðist það! Það kurraði svolítið í Karranum og vona ég að hann sé að hugsa um að hafa Óðal sitt nærri okkur,það væri nú gaman.Það hafa verið tvö Óðul hér rétt hjá okkur og höfum við séð forledrana úti á vappinu með ungaskarann á eftir sér,bara krúttlegt.
Verð að segja ykkur frá því en í hitteðfyrra þá hringdi ein góð vinkona okkar í mig,nefnum engin nöfn  en hún var alveg óðamála í símanum og sagði mér að Íslensku hænurnar okkar væru sloppnar og það alla leið uppá tipp sem er fyrir ofan Sandgerðisveg!
Hún sagðist standa vörð um þær á meðan við drifum okkur á staðinn! Við hentumst af stað alveg rasandi hissa yfir hænuskröttunum okkar að æða þetta svona útí heiði og þvílík heppni að eiga svona góða og glögga vinkonu!
En hvað haldiði þið! Þarna stóð þessi elska baðandi út öllum öngum standandi yfir Rjúpufjölskyldu með skarann af ungum á eftir sér í haustbúning!!!!! Auðvita fórum við öll að hlægja að þessu hehehehehehehe....................

Hermína heimalningur bar þessum flotta lambhrút í kvöld.Ég var búin að sjá það út með góðra vina hjálp að það væri farið að styttast í þetta hjá henni.Fór klukkan 5:00 í morgun að kíkja en þá var allt með kyrrum kjörum.
Um 20:00 var hún farin að rembast og ég var hjá henni og sendi sms í Fjármálaráðgjafann minn hana Valgerði á Hrauni og gengu skilaboðin ótt og títt á milli.
Ég stökk aðeins heim og gaf folöldunum í heimahesthúsinu og dreif mig svo uppeftir aftur.Ekkert gekk hjá henni belssaðri og ég prófaði að toga pínulítið (fast:) því þarna voru tvær fætur að koma en hausinn var soldið stór á greyinu.
Ég ákvað að hringja í Gísla og Siggu á Flankastöðum (langömmu og Langafa lambsins:) þegar að það voru komnir hátt í þrír tímar og ekkert gekk hjá Hermínu minni.Hún var orðin nokkuð dösuð og með hjálp þá rann út þessi stóri og myndarlegi lambhrútur með stórum hníflum.Mikið var ég fegin að þetta gekk og bæði kindin og lambið hress.
Hrússi var karaður í bak og fyrir og svo var hann risinn á fætur á undan mömmu sinni og vildi fá broddinn sinn og það í einum hvelli. Hann var fljótur að finna spenana og fá í sig fyrstu mjóljursopana sem skipta svo miklu máli fyrir svona nýfædd kríli.

Hermína stolt með Óskýrðann Flankason.

Farin á kanínubloggið mitt að blogga þar meiri fréttum.Ég er EKKI í lagi hehehehehehe...........
http://www.123.is/kaninur/

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 397
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285108
Samtals gestir: 33355
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:30:20