Heimasíða Ásgarðs

10.04.2007 00:33

Góðir gestir um Páskana

Ekki þurftum við Hebbi að kvíða því að fá ekki gesti um Páskana til okkar.Það komu skemmtilegir gestir í dag en Lilja kom með krakkana sína og svo Anna systir með ömmubörnin og Mónu.
Auðvitað voru krakkakrílin búin að ákveða það að hér væri hestur sem þau mættu fara á bak eins og síðast og var stefna tekin á hesthúsið.
Bræðurnir Hrókur og Biskup voru kallaðir inn úr rúllunni og svo burstuðu krakkarnir hestana hátt og lágt á meðan frænka mokaði út og háraði í folöldin.Mikið er nú gott að vera með svona þæg hross og geta leyft litlum krökkum að spreyja og pússa á meðan maður er rólegur í öðrum verkefnum.Þetta er alveg ómetanlegt að hafa svona hross og alveg bráðnauðsynlegt.
Næst var hnakkur lagður á Hrókinn og fyrst fór hún Sunneva á bak.Hún er búin að fara í Reiðskóla og greinilega heilmikil hestakona.Hún fékk að stýra Hrók um gerðið svona nokkuð ein en ég var nú samt með langan spotta í honum til öryggis.
Það er alveg merkilegt hvað þessir krakkar sitja vel og það frá nátturunnar hendi.Um leið og þau eldast og fara að læra meira þá er eins og að þau fari að reyna of mikið að sitja rétt og þá vill ásetan fara svollítið forgörðum.Um að gera að leyfa börnunum að vera börn eins lengi og hægt er:)

Sunneva frænka að máta ístöðin.

Ekkert smá dugleg hún Sunneva.Stýrði Hrók frá mér og lét hann ekki komst upp með að minnka hringinn.)

Benóný frændi kominn í hnakkinn og tilbúinn í slaginn.


Benóný vandaði sig ekkert smá! Flottur knapi sá stutti:)

Anna stóra systir kom aðvífandi með Ara og Fanney börn.Auðvitað vildu þau líka fá að fara á hestbak hjá frænku í sveitinni:)

Perla Sóley var ansi spennt að prófa líka en vildi ekki fara nema tvö skref áfram og eitt afturbak.En virklega gott hjá henni og næst ætlar hún að fara lengra.Það skríkti í henni spenningurinn og var gaman að sjá hvað hún var ánægð með að komast aðeins á bak eins og hin börnin:)

Sá yngsi hann Pálmi fór heilann hring en með með stuðning líka því ekki er maður hár í loftinu og hátt fallið ef manni sundlar þarna uppi hehehehehehehe.En þetta fannst honum gaman og skein ánægjan úr litla andlitinu:)
Svo var farið heim í bæ og haldin heljarinnar Snúða og Vinarbrauðsveisla í boði Önnu ömmu.Fullorðnir fengu kaffi og litlu svöngu munnarnir fengu Svala.
Gestagangurinn var ekki búinn en þegar að allir voru farnir þá taldi ég að 13 gesti hefði borið að garði í dag.
Við ákváðum eftir verkin okkar að gerast gestir sjálf og héldu til Grindavíkur nánar tiltekið til Valgerðar vinkonu á Hrauni.
Þar setti Hebbi upp minkagildrur í Fjárhúsið og nú er að vona að "ljóti"láti sjá sig og endi sína lífdaga í gildru.
Gaman að sjá féð hjá Valgerði,jórtrandi og rólegt yfirbragð var á þeim.Þær eru ekki svona rólegar og prúðar hjá okkur!Síbetlandi brauð og alveg á háa C-inu þegar að þær sjá mann!
En nú fer að koma að burði og áætla ég að hún Hermína frá Stað verði fyrst til að bera og það á samkvæmt mínum útreikningum að ske 1 maí.
Busla er að verða ansi þykk og þung á sér!!! Það eru komnar 3-4 pantanir fyrir hvolpa og er spennan að verða mikil fyrir þá sem bíða eftir að fá að velja sér hvolp.Fyrsta val á sá sem lagði til hundinn Kubb en líklega tekur hann hvolptík.
Það skeði soldið fyndið í gær en Boggi og Eygló komu í gær og vorum við að gefa Snúð og Buslu smá súkkulaði af Páskaegginu mínu og það er alveg með eins dæmum hvað Busla er afbrýðisöm útí hann Snúð.Eygló setti smá súkkulaði mola á stofuborðið og Busla var svo snögg að ætla að ná því að hún hálfsjónlaus (blind á öðru auga:) greip penna sem var á borðinu í staðinn fyrir súkkulaði molann hehehehehehehehehehe.............Djö.......er maður ömurlegur að hlægja að þessu! Það á ekki að hlægja að fötluðum hvorki fólki eða Buslu!Skamm skamm á mig og Eygló!
EN þetta var bara svo fyndið hehehehehehe.................


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295433
Samtals gestir: 33958
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:36:36