Heimasíða Ásgarðs

08.04.2007 01:48

Þari frá Njarðvík kominn

Ég er alveg að verða búin að fá nóg af þessari endalausu rigningu!Ég hélt að vorið væri komið en nei"byrjaði ekki bannsetta rigningin aftur! Allt í drullusvaði og ógeði og maður dettur úr öllu stuði að gera umhverfið fínna í kringum bæinn okkar.
Ég var ekki búin að blogga um það!!!! Það voru pantaðir 3 gámar um daginn og svo fengum við Gröfu lánaða og það tók ekki langann tíma að fylla þessa 3 gáma af bílhræjum og öðru leiðinda rusli.Alveg merkilegt hvað þetta drasl safnast upp.Sumt hafði ekki verið drasl eins og td gamla baggabindivélin sem lagt var fyrir nokkrum árum á hlaðið eftir að við bögguðum fyrir Sigmar og Möggu.Það var eitthvað smá vesen á henni þá en hún skar ekki bandið og allt fór í vitleysu og auðvitað voru allir með ráðleggingar og allir vissu hvað að var.Vélin átti að vera vitlaus á tíma og ég veit ekki hvað og hvað.Allir farnir að rífa hana í tætlur í huganum og í smá búta og á endanum minnir mig að við höfum gefist upp og farið með hana heim og þá kom hið rétta í ljós.Eina sem við þurftum að gera var að setja sandpappír á hnífinn sem skar bandið og þá var allt komið í lag! Svona fer stundum fyrir manni þegar að hlutirnir eru OF augljósir!
Síðan fékk gamla KR baggatína að fjúka líka.Ég sá svosem ekki eftir þessum hlutum en þeir voru í stakasta lagi þegar að þeim var lagt en auðvitað voru þessar vélar orðnar haugryðgaðar og ónýtar eftir mörg ár útí öllum veðrum.
OG ekki vildi ég skipta á þeim og rúlluvélinni góðu og pökkunarvélinni! Heygæðin eru líka miklu meiri núna eftir að plastheyskapurinn hófst.Ég tala nú ekki um hvað þetta er líka miklu hollara bæði fyrir menn og skepnur að fá ryklaust hey.

Trausti að leiðbeina Hrefnu formannsfrú.

Ég fór á námskeiðið hjá Trausta Þór um daginn og skildi Hrókinn eftir heima.Eitthvað hafði ég ofgert mér í verkunum og var með verk í bakinu sem leiddi niður í rófubein og niður annan fótinn.Ekki gott að fara þannig á hestbak og ég tala nú ekki um ef ég hefði fengið bakverkjakast.Ég geri allt til að fara ekki í bakinu því þá verð ég ósjálfbjarga aumingi og verð að liggja í rúminu í einhverja daga.
Ég verð nú að segja það að eftir námskeiðið þá öfunda ég ekki Trausta að standa þarna og hringsnúast í fleiri klukkustundir.
Ég var með honum í höllinni og voru ekki nema 5 stelpur á námskeiðinu og ég var oft orðin ringluð af því að snúast þarna með og reyna að fylgjast vel með öllu.Þetta er bara heilmikið mál að vera reiðkennari og þurfa að fylgjast vel með og kenna og snúast í hringi!
Síðastliðinn Fimmtudag kom hann Þari Þjarksson (hálfbróðir Þengils frá Kjarri:) hingað í smá pössun.Hann er gríðarstór 3 ja vetra stóðhestur með svakalegt brokk! Þvílík yfirferð á einum hesti og fótlyfta!!!! Það er ekki langt þangað til að ég hleypi honum útí stóra hólf og þá skal ég sko taka myndir af þessum svakalega fola!
Í dag fór enginn úti rigninguna og leiðindaveðrið og ég held að allir hafi verið sáttir við það.Ég var að dunda mér við að pússa og snyrta stóðhestana í húsinu.Alltaf gaman að finna smá tíma til að dunda sér svona.

Glófaxi Parkerson að gæða sér á graskögglum á meðan hann var pússaður og snyrtur.Svona stóð hann lengi lengi og leitaði að molunum í heyholunni:)

Glenna og Pjakkur eru enn inni og una sér bara vel í stíunni sinni.Pjakkur þrífst mjög vel og er þvílíkt kátur og hress.Við erum búin að kaupa girðingarefni fyrir kindurnar og hestana.Núna bíðum við spennt eftir því að það komi þokkalegt veður svo hægt verði að girða og þá komast Glenna og Pjakkur út í gott hólf yfir daginn.Ég held að það verði hægt að hafa kindurnar þar líka því Glenna lætur þær alltaf í friði á ganginum.Hún er hinsvegar ekkert voðalega kát ef að önnur hross nálgast stíuna hennar!Þá verður hún reið og glefsar yfir hliði og glennir sig á alla kanta hehehehehehehehe..................

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295351
Samtals gestir: 33941
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:10:41