Heimasíða Ásgarðs

04.04.2007 23:11

Lóan og Þrösturinn komin

Ég heyrði í Lóunni fyrir 3 dögum og í dag sá ég Skógarþresti á vappi hérna í garðinum hjá mér að hlusta eftir ormum.Tún eru farin að grænka og vor í lofti,loksins!
Ég tók mig til um daginn og rúði eða öllu heldur klippti eina gibbuna mína hana Hermínu heimalning.Ég ætla ekki að leggja það á ykkur að berja hana augum eftir þá meðferð:)Hálfrúin með hestaklippum og hálf klippt með skærum.En henni finnst hún voðalega flott og líður greinilega miklu betur.Já"það fannst öðrum hún líka voðalega flott en hann Flanki hrútur rak upp stór augu þegar að hann sá hana Hermínu hálfklippta bundna fasta og rauk hann af stað og ætlaði sko að lemba þessa gullfallegu kind í einum gænum hvelli! Ég reyndi hvað ég gat að stoppa hann af og hætta þessum fíflagangi því ég sat á stól í mestu makindum og var að klippa þegar að fíflið hann Flanki gerði atlögum að Hermínu aftur og aftur.Hann varð eitthvað reiður við blessaður og ákvað að setja undir sig hausinn og renna í kellinguna og hann var rétt að leggja af stað þegar að ég ákvað að gefa honum einn góðan á túlann svo hann velti mér ekki giktveikri kellingunni um koll en þá varð hann enn reiðari þessi gæðaskepna! Nú átti sko að keyra kellu um koll og láta hana hafa það óþvegið! Bakkaði hann og setti undir sig hausinn með miklum glæsibrag og nú var að duga eða drepast fyrir mig,annaðhvort ynni ég hann eða hann mig og þá væri hans líf búið.Ekki vil ég hafa mannýgan hrút á hlaðinu!
Ég teygði mig hvað ég gat og gaf honum einn svakalegasta löðrung svo small í kauða og viti menn!Hann hætti við og rölti í burtu! Aumingja hrússinn minn er svolítið sár útí mig en hann fær að lifa áfram úr því hann lét sér segjast.
Talandi um óþekkar/misskildar skepnur,við renndum austur í gær með hest sem er hrekkjóttur og á að fara seinna meir í tunnu.Höfðum með honum hryssu sem ekkert er að gera hér heima nema að éta og éta.Það er betra fyrir hann Dauða-Rauð að hafa annað hross með sér í Reiðholtið svo stóðið þar leggin hann ekki einann í einelti.Betra að þau séu tvö saman því þá hafa þau félagskap af hvort öðru á meðan stóðið sem fyrir er er að jafna sig á nýjum hrossum.
Við komum við á Hellu hjá Huldu og Helga og tókum út hjá þeim fóðrunina á gripunum og heimsóttum ömmu og afabörnin hjá þeim þau Fríðu Hróksdóttur og Dropa Hróksson.Engin smásmíði þessi hross og væn á velli.Enda er ekki skorið við nögl gjöfin á þeim hjá Huldu og Helga:)

Fríða Hróksdóttir og Hulda að pósa fyrir myndavélina.Ég var búin að gleyma því hve dökkrauð Fríða er! Myndarinnar hryssa sem er orðin vel reiðfær og þæg og góð.

Dropi Hróksson risastór alþægur undan Litlu-Löpp frá Galtarnesi.
Þvílíkur gæðasófi í ferðalögum að sögn eigenda.
Næst skelltum við okkur aftur í Reiðholtið og náðum í hana Væntingu Hróksdóttur og er hún undan Toppu Náttfaradóttur.Tímabært að hún komi heim í frumvinnu og læri eitthvað í lífsins skóla ef hún ætlar að verða einhvern tímann reiðhross.
Við tókum líka hana Feilstjörnu Nökkvadóttur (Nökkvi er undan Smára) En Feilstjarna og Vænting Hróks vildu ekki koma heim í Janúar en núna létu þær handsama sig og setja sig uppá kerruna.Feilstjarna hefur stækkað helling og er orðin hið myndarlegasta trippi.Hún er rétt nýkomin á sölulistann ef einhver vill skoða hana með kaup í huga.Annars.......má ekki skoða hana hehehehehehehehe..............
Skelli hér inn mynd af Væntingu hans Hebba.Ég held að það sé best að kalla hana bara Væntingu Hróks úr því það eru komnar tvær Væntingar frá Ásgarði.Vænting Glyms og Vænting Hróks.

Sjáið hvað þær eru líkar hálfsysturnar Vænting Hróks og Fríða Hróks! Ég held að klárinn geti ekki þrætt fyrir að eiga þær:)
Ég tók að mér tvö merfolöld sem ganga undir heitinu steratröllin:) Enda engin smásmíði þessi folöld! Þau fengu að fara út í dag að sprella og passaði ég mig á því að setja þau bara fyrst útí rétt með honum Séra Biskupi mínum en hann er mikið notaður í svona hlutverk að leiða nýkomin hross réttu leiðirnar í gegnum hlið og hurðar og koma með þau svo ég lendi nú ekki í hlaupum(hef ekki gott af því að hlaupa gott fólk:).Svo þegar að mesti galsinn var úr þeim þá opnaði ég hliðið útí stærra hólf fyrir þau blessuð og það var eins og við hrossin mælt! Þær vonkonurnar settu stertana uppí loftið otg tættust um allt hólfið og alveg brjálðar úr spenningin yfir frelsinu! Enda enduðu þau hlaup á því að önnur þeirra hljóp á rafgirðinguna og sleit hana og hljóp uppá hlaðið og til baka sem betur fer og innfyrir aftur.Ég tjaslaði girðingunni saman þegar að ég var búin að fullvissa mig um að hrossið væri heilt og óskaddað.
Skelli hér inn myndum af þessum myndarlegu folöldum að sperra sig.




Engin smá teygja á dömunni,veit ekki hvað hún heitir en ég kalla hana Friðbínu svona nokkurnveginn í höfuðið á eigandanum:)

Jæja gott fólk,er þetta ekki orðið nóg af bulli í mér í dag!
Farin að bulla á hinni bloggsíðunni minni  http://www.123.is/kaninur/ sem ég stofnaði fyrir svolitlu.Ég er með svo mikið af dýrum að ég ákvað að gera aðra síðu fyrir kanínurnar og jafnvel flyt ég fuglana þangað yfir líka.
Fyrsta kanínulæðan gaut í dag og er hún sú sem ég hélt að væri hvorugkyn því hún hefur aldrei átt unga áður og hefur hingað ekki viljað parast hjá mér.Hvorki með högnum eða læðum.Einkennileg kanína en hún virtist í fyrstu vera högni en breyttist svo og núna er húin gotin og á með honum Risa sem er 5 kílóa loop kanína.
Og svo eru fréttir fyrir konuna í Sandgerði en hún bíður spennt eftir hænuungum en loksins í í gær settum við egg í útungunavélina.
Þannig að það er von á hænuungum eftir 21 dag og svo er Busla langt gengin en hennar hvolpar líta dagsins ljós eftir cirka tvær vikur!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297311
Samtals gestir: 34232
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:16:41