Heimasíða Ásgarðs

16.10.2009 23:09

Haustveður og læti


Smá fréttir handa ykkur dúllurnar mínar.

Skinfaxi frá Ásgarði er seldur/sold til Þýskalands.

Bára frá Ásgarði er seld/sold til Þýskalands.

Ekki náðist hinn minkurinn en tvær gildrur eru spenntar og bíða hans ef hann reynir að koma og fá sér hænu í gogginn.

Það er lítið hægt að vesenast úti við í þessu endalausa leiðinda veðri.
Rigning og rok er eitthvað sem ég er ekki spennt fyrir að vinna úti vinnu í.

Kallinn minn var svo elskulegur að panta tíma fyrir konuna sína hjá gigtarlækninum okkar því ekki geri ég það.

Vanalega bít ég bara á jaxlinn og fer mér hægar og eitthvað þótti honum ég hafa hægt of mikið á mér hehehehehe.............emoticon

Ég er ein af þeim sem að læknast á biðstofunni meðan ég bíð eftir að verða kölluð inn og þegar að þangað er komið þá er ég bara mállaus og man ekki alveg hvað það er sem er að hrjá mig(eða kem ekki orðum að því).
Helst fer ég ekki nema að ég slasist og þurfi að sauma eða ég sé við það að vera rænulaus.

Líklega er ég orðin svo samdauna öllum þessum verkjum í gegnum árin að ég held að þetta eigi að vera svona og allir séu svona.

Svo fær maður það á tilfinninguna að maður sé bara helvítis aumingi og bölvað væl í manni ef maður vogar sér að opna munninn og segja eitthvað!

Enda er fólk óspart á að láta mann vita af fólki sem á enn meira bágt en maður sjálfur og uppúr þeim vella hryllingssögurnar svo maður þegir bara og þakkar fyrir að vera ekki í slíkum málum.

En hvað um það,ég gerðist sniðug áður en ég mætti í tímann til okkar frábæra gigtardoksa og hripaði niður á blað hvað væri helst að hrjá mig.

Á leiðinni inní RVK þá bættist alltaf meira og meira á blaðið og á endanum var það orðið fullt af fínum upplýsingum sem ég hefði ekki getað ropað uppúr mér svona einn tveir og þrír óundirbúin.

Nú eftir allt vælið um verki,nálardofa hingað og þangað þá fékk ég í hendurnar blað um beiðni í röngten og blóðprufur.

Ég er bara pínu fegin og hlakkar til að fá að vita hvort ég fái ekki ný lyf svo ég geti drösslast áfram á hestbak í vetur/vor.

Hvert skipti sem ég kemst í hnakkinn eftir að ég fékk gigtina er dýrmætt.

Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að lenda í þessum sporum að halda í hvert skipti sem ég fer á bak að það sé í síðast skipti sem ég kemst í hnakkinn.

Þetta er rosalega óþægileg tilfinning og bjóst ég ekki við henni fyrren eftir einhverja tugi ára.

Nóg af væli elskurnar mínar emoticon .

Ég skaust út (hver var að tala um gigt og fara sér hægt:) og smellti nokkrum myndum af litla stóðinu okkar en við gáfum út rúllur fyrir óveðrið um daginn til að halda hrossunum í skjóli heimavið á meðan lætin geisuðu.

Hér eru þær: Haustmyndir af stóðinu þann 11-10-09

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297103
Samtals gestir: 34189
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:03:01