Heimasíða Ásgarðs

08.10.2009 02:00

Norðurferð og glens


Komin í kjól og hvítt Holtavörðuheiðin.

Hæ hæ allir hér.
Ég er á lífi eftir vel heppnaða helgi norður í landi en við skruppum í Víðidalstungurétt.

Er það ekki týpískt að þegar allir eru komnir í regngalla þá fer sú gula að skína emoticon !

Nenni kannski ekki alveg að blogga um það hér en ég er búin að skella inn smá bloggi á 
Freyshestar síðunni sem ég held úti fyrir hann Val vin minn.

Já............ á meðan ég man þið ofurheilar þarna úti!
Ég á svo bágt með mig þegar að íslensku máli kemur því ég vil geta gert mig skiljanlega á íslensku en ekki froskamáli (essasú:).
Ég var nú alltaf sleipari í stafsetningu heldur en í íslenskunni með öllum beygingum og þolföllum/þáguföllum hingað og þangað.
Ég hef verið talin þágufallssjúk á köflum en það er nú ekki með neinum verkjum eða hita svo ég finni.

En út með sprokið og hana nú!

Hvort er réttara að segja,folaldið er undan Eitil frá Bæ eða Eitli frá Bæ????
Ég vil hafa það undan Eitil því mér líður einsog að það geti verið undan hálseitli ef það er undan Eitli!

Og svo er hér einn rosalega góður sem ég fékk sendann frá Selfossi emoticon .

Á góðum degi í framtíðinni ...

Davíð Oddsson var dauður og kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.

Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: "Eh, velkominn," sagði hann loks.
"Þakka þér fyrir," sagði Davíð, "ég vissi að ég mundi enda hér".

- "Nja," sagði Pétur , "þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo
við vildum gjarnan hafa þig hér en því eru ekki allir sammála. Þú ert
umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki. Við
urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með
því að við gerðum samning við hann."

"Samning!" Hrópaði Davíð og var sýnilega brugðið.

"Það er nú ekki alslæmt," sagði Pétur, "en djöfullinn sagðist nú þegar hafa
flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti
og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um

aldur og eilífð.

Davíð maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði

honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring. Davíð
ýtti á hnapp merktan "helvíti" í lyftunni og seig svo langt, langt niður á
við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð
djöfullinn sjálfur fyrir innan. "Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn,
gakktu í bæinn," sagði djöfsi.

Davíð fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af hans gömlu
flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman.
Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru
léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda
drykki. Davíð lék golf allan daginn og um kvöldið bauð Hannes Hólmsteinn,
sem hafði dáið nokkru áður, honum í "gúrme"grill (hafði sem sagt grætt um
daginn og grillað um kvöldið) ásamt góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast

gat. Fáum sögum fer af því hvernig Davíð eyddi nóttinni en sólarhringurinn í

helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á
ný.

Þegar Davíð kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en
það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og

fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli
skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti.  Hann fékk
reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Jóhönnu og
Steingrím sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.

Um kvöldið kom Pétur. "Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í helvíti
og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig?" Spurði
postulinn.
"Hmm," sagði Davíð, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji

helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig."
Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Davíð ofan af
ákvörðun sinni. En Davíð var harðákveðinn.
Á ný fór Davíð með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti
honum. Hann kippti Davíð inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn
áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein
flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. "En hvar er golfvöllurinn?" Spurði
Davíð. "Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?

- "Ah," sagði djöfullinn,  "þú skilur þetta mann best, í gær var
kostningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!"

Gleymum ekki hvaða flokkur og hverjir komu okkur í þær ógöngur sem við nú
búum við!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 555
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296812
Samtals gestir: 34160
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:35:06