Heimasíða Ásgarðs

12.02.2013 23:13

Verkstæðið tekið með trompi og "heilum" bíl hent út


Sólin skein í dag og við sperrtumst öll upp við það og ákváðum að nú skildi ráðist í að henda út bílgarmi sem að setið hefur á búkkum inná verkstæði í alltof langann tíma.Hann getur bara beðið fyrir utan þartil að járnagámur kemur en það stendur til að henda bílum sem hafa "skreytt" hér hlaðið mér til mikillar armæðu.

En allt eru þetta gull og kannski hægt að finna einn og einn dýramætan varahlut ef mikið liggur við heyri ég af og til úr horni þegar að ég er að missa mig yfir hlaðskrautinu hér.
Kallinn náði bílnum niður í einum HVELLI og ég varð ekki undir í látunum guði sé lof en rosalega brá mér þegar að hann datt!
Út fór hann og Black Beauty gamli sem fær að hvíla við hlið hans en hann er líka að fara í sína hinstu ferð í brotajárn.
Ég var nú orðin býsna spennt yfir þessu öllu saman og óð fram og tilbaka á kústinum og endaði inná kaffistofu með tuskur og sápur á lofti og óbóy....óboy.............!
WC-ið varð ekki útundan heldur og núna getur hvaða kvenmaður hversu snobbaður og fínn sem hann er sest og gert bara hvað hann vill á skínandi hreinu postulíninu.
Kallinn stökk svo í RVK á einhvern strákafund og ég hélt áfram og þegar að yfir lauk og öllum gegningum hjá dýrunum var lokið þá var klukkan orðin 00:00 á miðnætti og ég labbaði heim í tunglskini og stjörnum prýddum himni þvílíkt ánægð með daginn minn.
Ég kom alsæl heim alveg búin á því og opnaði hurðina og einhver fyrirstaða var nú fyrir henni................!
Busla hafði drullað líka þessari lellu og nú smurði ég henni með hurðinni í stórum boga á mottuna!!!
GUBBBBBB................

Ég gerði ekki neitt.........:)!
Einnota hanskar og nóg af eldhúspappír og klórsprey var málið og á endanum náði ég að þrífa óhroðann undan hurðinni og af mottunni og mottan út og ég orðin græn og blá í framan við að halda niður í mér andanum.
Busla fékk svo að sofa útí bílskúr á meðan að hún var að jafna sig blessunin en henni finnst voða gott að borða ef hún kemst í gott og það hafði hún gert.


12.02.2013 00:00

Þrílembur færðar til og ormahreinsaðar

Kráka frá Hrauni verðandi þribbamóðir

 

 

 

Heilmikið gert í dag,við tókum gemsurnar úr sinni kró og

settum með tvílembunum og tókum síðan þessar 6 þrílembur og ormahreinsuðum og settum sér.Reyndar fékk ein tvílemba að vera með þeim en ég er ekki ánægð með útlitið á henni Hebu Karenar/Toppsdóttur tvævetlu en hún var eina kindin sem kom heim í haust og var ekki falleg á að líta og mögur.
Hún fékk við hrút algerlega óvart sem lamb og kom með tvö lömb í vor.
Hafnaði stærra lambinu algerlega en vildi eiga pínkulitla gimbur sem stóð ekki útúr hnefa og vóg hún aðeins 1.5 kg.
Mér tókst að venja stærra lambið hennar undir aðra kind og svo fór Heba stolt í hagann með litla gráa lambið sitt sem leit út einsog lítill refayrðlingur skoppandi á eftir henni.
Um haustið kom hún Heba heim með ekki
svo lítið lamb en sú stutta vóg tæp 15 kg fallþungi um haustið.

Fljótlega verða kindurnar rúnar og svo er næst sauðburður en það eru 10 vikur

 
 

í sauðburðinn.
Veðrið er alltaf að batna og farið að birta aðeins og þá léttist nú brúnin á manni.
Allt að ske og vorið fer að banka á enda Páskaliljur farnar að sperra sig uppúr moldinni hér og rabbarbarinn farinn að kíkja uppúr moldinni.

 

 

09.02.2013 23:49

Folaldasýning hjá AndvaraÉg skellti mér á folaldasýninguna hjá Andvara en þangað hafði ég einu sinni áður komið fyrir nokkrum árum og var fyrirkomulagið öðruvísi þá og gerð braut fyrir folöldin með snúrum þannig að þau fóru í 3-4 hringi í höllinni í staðinn fyrir að streða alltaf að hinum folöldunum í aðhaldinu sem biðu.


Ég missti af fyrstu 4 folöldunum en hugsaði mér nú gott til glóðarinnar því að folaldasýningin átti að vera frá 15:00-18:00.Eða það var auglýst á síðunni hjá þeim.

Skráð folöld voru cirka 30 stykki og mikið hlakkaði mig til.

En það datt nú alveg af mér andlitið þegar að folöldin runnu inn eitt og eitt og var þeim flestum gefinn ansi naumur tími og engar uppstillingar fyrir byggingardóm.

Nokkur folöld náðu að stoppa í naumar 45 sekúndur í salnum!

Þetta var hvorki áhorfendavænt eða boðlegt fyrir eigendur folaldanna sem sumir hverjir höfðu tekið sér frí úr vinnu og eða jafnvel komið langar leiðir keyrandi með gripi sína.

Það er algert lágmark að folald fái sinn tíma fyrir framan dómara þegar að eigendur eru búnir að greiða fyrir dóm og umsögn og að áhorfendur fái líka einhverja skemmtun útúr þessu.

Klukkan var rétt orðin 16:20 þegar að allt var búið,verðlaunafhending og ég komin útí bíl!

Það tók ekki nema rúma klukkustund að renna þessum cirka 30 folöldum í gegn á hraðferð með verðlaunaafhendingunni.

Segjum að hún hafi kannski tekið 20 mínútur (mikið bras við að ná þeim úr stíunum),þá hafa folöldin og eigendur þeirra fengið 2 mínútur hvert til að koma sér útúr stíununum og sýna sig en það tók stundum meiri tíma að ná þeim út en þann tíma sem þau fengu að spranga um salinn.

Það hefði mátt mín vegna gera þetta betur og gefa bæði sýnendum og áhorfendum eitthvað meira fyrir að mæta á staðinn.

Ég kom alla leið frá Suðurnesjum til að berja augum glæsta gripi og ég hefði alveg viljað eyða lengri tíma í að dáðst að gripunum en þau voru mörg hve ansi falleg þarna.
Ég vil óska öllum til hamingju með folöldin sín:)

Líklega er sú sem þetta ritar orðin of góðu vön því mikið er lagt uppúr sýningum hér á Suðurnesjunum og mikið kapp lagt í að hafa þær ekki síður fyrir áhorfendur en keppendur.

Í bakaleiðinni heim þá kíkti ég á hann Vála minn en hann er á leiðinni að verða að reiðhesti og fékk góða umsögn hjá tamningarkonunni sem er með hann.
Hann hefur aldrei hrekkt hvorki hnakk né knapa og ekki sett einu sinni upp kryppu.
Rúllar á brokki og töltir ef hann er beðinn um það og þegar að þetta er orðið erfitt þá fer hann á valhoppið.
Hann hefði eflaust getað orðið góður reiðhestur í den fyrir ljósmóður,mjúkur á öllum gangi og velur valhoppið þegar að hann þreytist.
Þegar að heim kom þá dreif ég mig í drullugallann og beint niður í hesthús,kallaði á Hrók úr rúllunni með tittina tvo en þeir áttu að fara uppí stóðhestahús í rúmgóðar stíur og hjálpa kindunum að éta hraðar rúllurnar þar.
Ég skellti múl á Hrók og hentist inní bíl og teymdi hann af stað á bílnum og tittirnir voru ekki lengi að skvettast af stað á eftir Hróksa.
 Þegar að ég var komin uppá veg þá æstust leikar og Spænir þandi sig sem mest hann mátti við hliðina á Hrók og var einsog bundinn utaná hann á harða brokki.
Mikið var gaman að sjá þá svona káta og spennta veturgömlu sprellana og inn runnu þeir og í stíurnar sínar.
Mér sýnist að Spænir ætli að verða ansi viljasprækur og Máni ætlar að verða einsog mamma sín og pabbi en þau voru í rólegri kantinum en svo óx viljinn jafnt og þétt eftir því sem þau tömdust.

Ég reyndi að ná góðri mynd af sprellunum í myrkrinu og varð að plata þá út með hausana með heyi í hjólbörum og þessi mynd var skárst af þeim bestu vinunum:)

08.02.2013 23:56

Bónusferð og gegningar

Fór í Húsasmiðjuna í dag og verslaði mér eitt stykki nýja Viktóríu,það var sem mig grunaði.Sú gamla heima var ekki að segja mér satt og var þarmeð sagt upp störfum hið snarasta.
Skellti mér svo í Bónus með dóttlunni og verslaði samviskusamlega eftir miða og þarsem ég er að rogast í gegnum yfirfulla búðina með allt mitt grænmeti/ávexti og allskyns ristilhvetjandi hollustu mæti ég hverri ofurmjónunni með yfirfullar körfur af snakki,súkkulaðikexi og gosi hverskonar!
Hey þið þarna mjónur,væruði vinsamlegast til í að versla á einhverjum öðrum dögum en ég:)!
Þetta er ekki sanngjarnt stelpur mínar:)!

Hrókur og Spænir.

Þegar að heim kom þá var kallinn búinn að taka inn stóðhestinn en lillarnir tveir þeir Máni og Spænir voru inni fyrir og er hugmyndin að flytja þá alla 3 uppí stóðhestahús á morgun eða hinn.

Það eru svo fáar kindur og kanínur í húsinu að það veitir ekki af hjálp við að éta heyrúllurnar þar aðeins hraðar.

Kornhænudömurnar.

Þegar að við komum í húsin þá blasti við okkur fjöldinn allur af Kornhænum um öll gólf en þær áttu nú að vera í búrunum sínum blessaðar.


Skýringin kom þó fljótt í ljós en kallinn hafði slökkt á ljósunum hjá þeim í gærkveldi til að reyna að hægja á varpinu hjá þeim og þær hafa orðið alveg snarvitlausar við að missa ljósið svona á svipstundu og flogið uppí lokið á búrunum og tekist að opna sum þeirra.

Við vorum dágóðann tíma að tína þær upp dömurnar og flestar sátu roggnar við hliðina á eggi á gólfinu og hreyfðu sig ekki.

Kallinn kveikti aftur ljós og verður það slökkt á morgun á meðan að góð birta er í húsinu.

Ekki tók nú betra við þegar að inn í fjárhús var komið!

Kráku/Toppsdóttir gemsalingur:)

Átta hamingjusamar gimbrar lausar á ganginum og búnar að dansa í kringum nýopnaða rúlluna og hún orðin ansi troðin eftir þær.

Kallinn hafði gleymt að loka á eftir dömunum þegar að hann þreif hjá þeim garðann:)

Við kláruðum verkin okkar og drifum okkur heim en á móti okkur tók Saladmaster potturinn fullur af gómsætri kjötsúpu.


06.02.2013 01:20

Fósturtalning í fjárhúsinu


Brynja Beauty með þrílembingana sína í fyrravor.

Gunnar frá Sandfellshaga kom að fósturtelja hjá okkur og bað ég hann um að stilla tækið aðeins betur en hann gerði í fyrra en af 18 kindum sem haldið var þá voru 6 þrílembur.Það er ágætt að hafa þær bara flestar tvílembdar því að meðalvigtin dettur niður hjá manni í fjárhúsinu með svona margar þrílembur en aftur á móti skilar hver kind kannski fleiri kílóum eftir sumarið heldur en hún hefði verið tvílembd.Meðalvigtin var tæp 15 kg í haust og er það svosem ásættanlegt en við girtum upp stórt heimahólf og höfðum þrílemburnar heimavið á sérábornu túni með úthaga í bland.Allt gert fyrir þessar elskur sem eru í frjósamara lagi hér á bæ.
En að talningunni í ár,Gunnar spýtti bara í og réði ég ekkert við hann á fósturteljaranum.

Svona er þetta hjá okkur núna:

Engin geld
Engin einlemba
9 tvílembur
6 þrílembur ( 1 af þeim kannski fjórlembd).Heildarfjöldi fósturvísa: 36
Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 0

Ær Fjöldi Dauðir Dagsetning Áætl.burðd. Faðir Athugasemd
04-007 Bondína 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
07-001 Brynja Beauty 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
08-001 Sibba Gibba 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
08-002 Kráka 3
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
09-003 Evra 3
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-004 Rifa 3
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-007 Fröken Óþolinmóð 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
06-001 Hermína 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber seint
09-002 Gullhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-028 Kría 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-017 Mjólkurhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
11-011 Heba 2
03.02.2013 03.05.2013 11-003 Baddi Ber snemma
07-003 Forysta 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber seint
09-001 Gráhyrna 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma
09-008 Gata 2
03.02.2013 03.05.2013 10-516 Toppur Ber snemma

5 af þessum 6 þrílembum voru einnig þrílembdar í fyrra.
Sú sem fer útaf listanum er hún Fröken Óþolinmóð og í staðinn fyrir hana fer inn hún Kráka.

Bondína stolt með sín 3 lömb.

Ég hef smá áhyggjur af henni Bondínu sem er á 9 vetri en reyndar var hún sú sem stóð sig einna best í fyrra með sín 3 lömb ölll jöfn og falleg og hún var í flottum holdum frameftir en svo fór hún að flóðmjólka af sér holdunum.
Um haustið skilaði hún lömbunum sínum svo fallegum að ég setti á 2 gimbrar undan henni en hrússinn fór í SS.
Í ár var ætlunin að setja á undan henni hrút og það er eins gott að hún komi þá ekki með 3 gimbrar.
Hún fékk við Badda sem er Laufasonur en á bakvið hann er gríðarleg frjósemi en það var nú kannski ekki það sem ég var að eltast við heldur er verið að reyna að koma upp góðum hrút sem hægt er að nota á flestar kindurnar í húsinu án þess að úr verði stórt ættarmót hjá þeim í Desember.

20.01.2013 23:50

Ýmsar veiðar stundaðar í dag


Byssuvinafélagar mættu hér í morgun og fengu að fara í fjöruna okkar.

Ekki veit ég hvort þeir komu með höglin/byssuna heim í rassinum eða fengu fugl (Skarf) því ég svaf á mínu græna á meðan þeir voru hér.

Okkur Hebba gekk hinsvegar vel í okkar veiðiför en við fórum á matvöruveiðar í Bónus og náðum að fylla eina kerru eða næstum því.
Nú er allt verslað eftir miða og lítið um sveigjanleika frá þeirri ákvörðunartöku sem sett er á blað áður en lagt er að stað.

Síðan kíktum við á Önnu sys og Kidda og kynntist ég enn einni "frænkunni" en á heimilið er komin þessa líka sæta tík sem heitir Skvetta.Hún er nú svosem engin skvetta heldur voða róleg og blíð en soldið feimin,eða alveg þangað til að hún fékk smá kexbita hjá mér.

18.01.2013 23:37

Stytti aðeins upp......


Rólegur dagur og lítið að ske annað en að fóðra skepnur hér á bæ,veðrið þokkalegt.
Í það minnsta ekki hellirigning einsog í gær.


Þeim finnst gott tíkunum að halda sig inní hundakassanum niðri hesthúsi á meðan ég sinni þessum tveimur stóðhestum sem eru við opið hús og er gefið innandyra þessa dagana.
Þarna er enginn að amast við þeim eða hrasa um þær.
Kassinn er þeirra eign og fengu þær hann í arf frá gamla Labrador hundinum hans Hebba honum Tinna heitnum.
Þessi kassi var hafður uppá pikkup og fór Tinni í margar veiðiferðir í honum og átti hann þennan kassa með húð og hári.

17.01.2013 01:04

Góðir gestir frá Germany


Kát hjón í rigningunni við gamla Garðskagavitann.

Fengum góða gesti frá Þýskalandi í dag en Martina og hennar maður eyddu heilum degi með okkur.

Auðna haugblaut að kíkja á okkur.
Martina ætlaði að kíkja á hana Auðnu sem að hún Katja á og var rigningin slík að við ákváðum að keyra útí stóð með þau þó að stóðið væri nú bara hér nokkrar metra frá húsinu í rúllum en rigningin var slík að ekki var mönnum út sigandi.

Menja alveg haugblaut.


Við fórum smá rúnt með þau niður að Garðaskagavitanum gamla og stukkum við út stundarkorn og gengum hringinn í kringum hann og smellti ég mynd af þeim hjónum.

Þau óku svo til RVK um kvöldið og við fórum í verkin okkar.
Það má alveg fara að stytta upp!

16.01.2013 23:29

Útigangi gefið og fuglabúrið tekið í notkun


Litla Löpp og Rjúpa

Gáfum útiganginum,erum orðin ansi fljót að gefa enda komin föst vinnuregla á þetta.

Ég opna öll hlið og kallinn kemur á traktornum og nær í rúllurnar.Konan drífur síg jafnaharðan og þær koma og sker af þeim plastið og gerir klárar, stekk og opna hliðið hjá stóðinu en neðst í hliðinu er kaðall með gúmmíteygju  (mín uppfinning:) og er hann rétt yfir jörðinni en nóg til að hrossin treysta sér ekki yfir hann og halda að það geti verið rafmagn í honum.
Traktorinn kemst auðveldlega yfir kaðalinn og teygjan slakar á honum svo hann slitnar ekki.

IS2012225865 - Menja frá Ásgarði
Til sölu/for sale

Á meðan að kalllinn gefur stóðinu rúllurnar þá gef ég stóðhestunum inni og moka og geri fínt hjá þeim og geng frá plastinu af rúllunum.

Svo er bara að loka og ganga frá og beint útí hús að huga að restinni af hinum skepnunum.
Ég kláraði stóra fuglabúrið og bar inn einn og hálfann poka af spónum blönduðu sagi og setti upp vatns og matarsílóin og þreif svo rækilega sitthvorn varpkassann handa hænunum.Lítinn handa Silkihænunum sem er með lítið op þannig að Amerísku hænurnar komast ekki inní hann og stóran refakassa sem að ég setti það hátt upp að ég vonanst til að Silkihænurnar fari ekki inní.Það er svo mikið vesen á Silkihænunum en þær eru altaf að rembast við að liggja á og stundum liggja tvær í einu á eggjum inní refakassanum og hleypa ekki Ameríkönunum inn til að verpa.
Þegar að þessu var lokið þá fórum við í að flytja allar Amerísku dömurnar og allar Silkihænurnar og tvo flotta Silkihana yfir og gekk það vel enda eru þær Amerísku ansi spakar þrátt fyrir að ég vinni ekkert í því að gera þær spakar.
Nú svo vantaði alveg prikið til að setjast á en það var löngu kominn háttatími hjá þeim og allt í voða.

Hamingjusöm hæna á priki.

Hebbi hjálpaði mér að skella upp priki og hamingjan var svo mikil að þær voru komnar uppí tröppuna hjá kallinum að máta og sátu ofaná hallarmálinu hjá mér og var ég að berjast við að reyna að mæla með 3 hænur sitjandi á því.
Þetta leit allt saman voða vel út hjá þeim þegar að við fórum og vonandi verða eggin á réttum stað á morgun og allt einsog ég vil að það verði en það er nú önnur saga og kemur í ljós.
Eftir kvöldmatinn þá röðuðum við öllu aftur inní gestaherbergið og lítur þetta voða vel út og erum ánægð með útkomuna.
Frábær dagur að kveldi kominn,góða nótt:)

14.01.2013 23:02

Útigangi gefið


Lúxus Astrón,NN merfolald og Nói Hróksson.

Gáfum útiganginum í dag og voru þau himinlifandi með okkur.

Skiptum út rúllu í hesthúsinu því að þessir tveir stóðhestar sem hér eru ná engan veginn að éta heila rúllu áður en hitnar í henni.
Settum inn stórbagga í staðinn.Hróksi og Máni sonur tóku vel í heyið og allir glaðir.

07.01.2013 21:24

Sóldögg Hróksdóttir frá Ægissíðu til sölu/for sale

  
Sóldögg og Helga að sulla útí Rauðavatni:)

 

 

Það eru að detta inn söluhross á síðuna þessa dagana og hér er ein ansi snyrtileg og hreingeng undan honum Hrók mínum en Helga Björk vinkona mín er með hana í bænum núna í sölumeðferð og trimmi.

Endilega hafið samband við hana Helgu ef þið viljið vita meira um hryssuna og jafnvel prófa:)

hbhvberg@gmail.com

Gsm 695 7965

16.11.2012 23:31

Seinna smalið í dag


Mættum í smal á slaginu 13:00 í dag og vorum við alltof fá og bjartsýn til að byrja með.
Lögðum af stað 3 manneskjur en svo bættust við fljótlega fleiri og í restina vorum við orðin 7.
Það snjóaði á okkur og gerði soldið dimmt stundum og snjófjúkið ruglaði mann algerlega í ríminu og voru flestir farnir að tapa áttum og farnir að labba í kolvitlausa átt.

Ég átti að ganga í átt að rennunni á eftir fénu þegar að það kom að en ég tók mið af röngum staur og gekk beint í veg fyrir féð eða það sagði kallinn minn mér að ég hefði gert.
Ég gerði mér enga grein fyrir því.

Sjonni á Arnarhól hélt hann væri í allt öðru horni á girðingunni og var víst farinn að snúast eitthvað í hringi til að reyna að átta sig á stöðunni.

Við sem erum vanalega í cirka 40 mínútur að labba hólfið og smala vorum í fimm klukkustundir að eltast við óþekktar skjátur um allt sem að tvístruðu sér í allar áttir og fóru um í aðskildum hópum.

Þrisvar sinnum taldi ég þær fara framhjá rennunni og stukku þær bara á smalana í fyrirstöðunni og var ég farin að hugsa stíft til Svans í Dalsmynni og hundanna hans meðan ég bölvaði skjátunum sundur og saman.

Forysta rallý rolla!
Við náðum þó góðum hóp inn en þá var hún Forysta okkar farin með stóran hóp á eftir sér og var einsog rallý rolla um allt hólf!

Líklega var hún með megnið af okkur kindum (áttum ekki nema 9 stykki) með sér og tætti um allt létt á fæti.

Hún náðist inn ásamt góðum hóp og var það holl númer 2 sem þá rakst inní réttina.

Hundurinn Pjakkur frá Arnahól var farinn að sýna góða smalatakta og létti það strax miklu álagi af öllum en hann mætti vera harðari í kindunum og ákveðnari þá væri hann nú bara nokkuð góður.

Ég mætti með hana Súsý litlu í löngu bandi,ekki veit ég hversvegna en það er kannski ekki sniðugt að vera með minkaveiðihund með í smali en þó!

Hún getur gelt frá sér allt vit og spangólaði ógurlega ef maður stoppaði,þvílík sorg að þurfa að vera í bandi og mega ekki taka aðeins í lurginn á stóru "minkunum":)

En það lagaðist nú í restina því nú voru smalarnir að verða ansi úríllir og öskureiðir eltandi 4-5 gemsur og ein galhörð hreinræktuð forysta sem fór fyrir hópnum og ætlaði sko ekki að láta tækla sig.

Á endanum byrjuðu kindunar að uppgefast og leggjast niður og þá var um að gera að keyra í hvelli og sækja þær.

Sjonni og Pjakkur náðu að stoppa af forystugemsann og stökk Sjonni á hann og var honum skutlað öfugum uppí kerruna okkar.

Silla sat hjá annari og var að verða ansi köld loksins þegar að við fundum hana og kindina.

Næstu tvær voru keyrðar uppi þartil þær lögðust en það var nú allur vindur að tæmast úr þeim fyrir.

Súsý litla fékk loksins að spretta úr spori á eftir þeirri síðustu og stökk í hana aftanverða og hengdi sig fasta í ullina þartil kindin missti kjarkinn við þennan 7 kg aðskotahlut dinglandi aftaní sér rífandi kjaft.

Hún var voða stolt að hafa náð svona stórri bráð og vonandi verður þetta ekki til þess að hún fari að sækjast í kindurnar.

Reyndar hefur hún engan áhuga á kindum nema bara uppí hólfi,þá missir hún sig algerlega enda allir æpandi og hlaupandi og auðvitað veit hún að þá er eitthvað meiriháttar skemmtilegt er að ske.

Á endanum var orðið svo dimmt að við urðum að hætta því við áttum eftir að draga í sundur féð og keyra heim.

2 skjátur eru ennþá eftir uppfrá en það svosem væsir ekki um þær og næg beit eftir í hólfinu.

Þegar að við komum niður í rétt með óþekktar skjáturnar þá beið eftir okkur sá besti sjóðheitur kaffisopi sem ég hef þegið.

Mér hlýnaði vel og enn betur þegar að við fórum að draga í sundur.

Allar 9 kindurnar okkar skiluðu sér og allar litu vel út og verður gaman að fóðra þær í vetur svona flott útlítandi eftir góða haustbeit.

Við drifum okkur svo beint heim og ég tók upp gulrætur,dreif súpukjöt í pottinn og gerði allt klárt og stillti pottinn á klukkutíma.

Setti ofninn í botn inní svefnherbergi og svo drifum við okkur út en kindurnar biðu ennþá í hestakerrunni.

Þær voru nú ansi glaðar að hittast flestar nema Kráka sem var fyrir heima og hún Forysta sem var að koma heim.

Þvílíkur slagur sem upphófst á milli þeirra!

Forysta var ekki einu sinni komin inní krónna heldur stökk uppí garðann og slóst við Kráku þar í gegn!

Það upphefst alltaf skrítið jarm þegar að svona slagur brýst út og verða hinar kindurnar hálf aumar yfir látunum.

Jæja,en við kláruðum verkin okkar og drifum okkur heim.

Kallinn í heita sturtu og ég í heitt bað og svo vola,sjóðheit kjötsúpan tilbúin og Saladmasterinn hélt henni vel heitri á meðan við vorum úti þó potturinn væri búinn að slökkva á sér fyrir löngu.

Er ekki lífið yndislegt:)!

15.11.2012 19:30

Ormahreinsun og hrossin komin inná vetrarbeitinaVon og Hugmynd

Þá er búið að ormahreinsa stóðið hér á bæ og flokka aðeins.

Ég fékk kærkomna hjálp frá góðum vinum mínum,takk fyrir Boggi og Eygló.

Ekki veit ég hvar við værum án ykkar:)

Hér á bæ voru sett á 2 folöld í von um að einn dagnn seljist þau.

Nói frá Ásgarði undan Mön gömlu og Vála sem eru bæði litförótt og er þetta gert að gamni í annað sinn að leiða saman tvö litförótt og í bæði skiptin small þetta allt saman og Mön hélt strax og gekk ekki upp.

Hitt folaldið er hún Menja frá Ásgarði undan Eðju og Hrók.

Vindótt snoturt folald sem ég veit að selst einn daginn.

Flest eru svo seld en sala hefur verið þokkaleg.

Ég var búin að gera voðalegt reiðiblogg sem að hvarf bara útí loftið þegar að sprakk hér pera og rafmagnið fór af.

Þarsem stundum fýkur í mig þá rýk ég frammá lyklaborðið með látum en það er nú ekki lengi að fara úr mér aftur.

Málið er að þegar að selst hér hross og ég get ekki þagað um það og set það á netið að eitt stykki hafi selst þá haugast á mig póstur frá hinum og þessum sem vilja fá mig til að setja inná síðuna mína hross í öllum gerðum og stærðum og er það svosem alltílagi og bara gott mál EF að viðkomandi sýnir af sér þann heiðarleika að bjóða fram heilbrigða og góða vöru en ekki skemmda og hættulega.

Eitt hættulegt hross getur stórskaðað og hefur stórskaðað grandalausa kaupendur útí heimi og það er meira að segja til fólk sem að situr í hjólastól með smekk og þarf að mata.

Viljum við hafa slíkt á samviskunni að hafa vitandi selt hross sem er steikt í hausnum bara af því að við vildum ekki vera sá/sú í röðinni að hafa þurft að senda það á vit feðranna og tapað þarmeð peningnum sem við greiddum fyrir það......?

Trúi því bara varla uppá nokkra manneskju.........

Ég tek ofan fyrir því fólki sem hefur það að stefnu sinni að láta óknyttahrossin fara í hvíta húsið því einn svoleiðis gripur auglýsir viðkomandi ræktanda verr en 10 góð hross gera.

Ég sjálf er búin að fara nokkrum sinnum í gegnum þennan pakka og oft var ég sem unglingur sett á hin og þessi tamningartrippi án þess að mig óraði fyir því hve lítið þau væru tamin eða þau voru búin að vera með kúnstir og vesen.

Sem betur fer þá hef ég sloppið vel og bara einu sinni brotnað en þá rófubeinsbrotnaði ég á einum ansi hressilega klikkuðum hesti.

Ég gat með engu móti setið hann alla rokuna og datt þegar að hnakkurinn fór undir kvið þegar að hann stökk útundan sér í rokunni og snarsnerist.

En ég náði helvítinu aftur og girti hnakkinn betur og á bak aftur og sú roka var öllu lengri og endaði á því að ég varð að henda mér af baki áður en klárinn endaði með mig útá þjóðveg í veg fyrir bíla.

Ég var svosem ekki hætt svona ævintýrum og tók að mér hin og þessi hross og sum tókst að laga en fóru svo aftur í sama farið hjá eigandanum/eða nýjum eiganda.

Eftir að hafa kynnst mörgum hestgerðum og slasað mig á þeim á alla kanta þá sé ég alveg rautt þegar að fólk er að reyna að pranga svona skepnum áfram.

Ég sé aðallega rautt þegar að fólkið veit að það er að pranga truntu inná td lítið vanann ungling sem er kannski búinn að skrapa saman pening fyrir fyrsta hestinum sínum.

Ef þið þarna úti elskurnar mínar biðjið mig um að setja hross inná síðuna mína verið þá viss um að hrossið sé í þeim gæðaflokki sem bjóðandi er og ekki verra að hrossið sé A vottað.

Það er nú eiginlega algert skilyrði því að það er óhemju mikið af merum í ræktun sem er faðernið stenst engann veginn dna og tala ég af eigin reynslu.

Ein Náttfaradóttir hjá okkur er í dag föðurlaus,vorum einnig með Náttarsdóttur sem er föðurlaus,frekar leiðinlegt að vera búin að rækta undan td Náttfaradóttur í mörg ár og svo á hún bara einn daginn engan pabba!

Góðar myndir af hrossi í reið og video er nú eitthvað sem ég verð himinlifandi með:)

Og A vottun þá er ég í skýjunum!

Dæssssssss..........:)Þetta var nú meira pústið á kellunni!
10.11.2012 22:43

Elding Hróksdóttir seld:)


Elding frá Ásgarði
SELD/SOLD Iceland

Það kom að því að hún Elding seldist,ég er svo ánægð og hún er seld innanlands og fær gott heimili.

Það getur verið erfitt að vera BARA rauður (nösótt  reyndar líka:) en þau hross vilja verða soldið útundan hér á bæ og lítið sem ekkert spurt um þau.

Á morgun á að vera gott veður en kalt og núna er kjellan að hugsa um að rísa úr rekkju og hætta þessu veikindavæli og ná heim stóðinu og flokka það svolítið niður og koma merum og folöldum inná vetrarhagann þarsem þau verða frammá vor.

En fyrst fá folöldin fyrstu kennslu í hesthúsinu og verða ormahreinsuð áður en þau fara yfir á nýja beit.

Beitin er að minnka á haust stykkinu en enn er svolítið eftir af beit á túnunum og mega þau sem eftir verða klára það.
Mikið hlakkar mig til að takast á við þau en eins gott að grófflokka hópinn fyrst úti svo að ég komi inn hópnum sem á að ormahreinsa núna.

Hin fara bara beint niður á tún og inná hausthagann aftur og bíða þar þartil þeirra örlög verða ákveðin en það er tiltekt framundan.

Svo á að verða kolvitlaust veður strax aftur á mánudaginn,ég er ekki að nenna þessu veðri:(

04.11.2012 22:39

Í lagi með allt og alla eftir óveðriðBlankalogn í dag og vaknaði upp við fuglasöng eða tíst í einhverjum litlum fugli sem hefur lifað af veðurlætin:)


Hélt eitt augnablik að mig væri að dreyma og svo heyrði maður ekkert!

Enginn barningur og söngur í Kára og var það svolitið skrítið eftir margra daga ólæti.
Fór niður í merarstóð og þar voru allir í lagi og í fínu standi,sá ekki á þeim eftir veðrið.

Mokaði hesthúsið og gerði fínt en ég var með innilokuð hross alla helgina og hesthúsið orðið einsog svínastía enda ekki tekinn séns á því að moka út í klikkuðu veðri.

Nú er taka tvö í fyrramálið hjá henni Nótt Hróksdóttur en hún er að fara til Þýskalands á Miðvikudaginn.

Rjúpa og Pascale í smá gríni:)

Rjúpan mín kom heim í kvöld en hún er búin að vera fyrir austan á Völlum hjá henni Pascale í þjálfun og hefur staðið sig vel,báðar stóðu sig reyndar mjög vel og náðu vel saman:).

Rjúpan kenndi ansi mörgum trippum að teymast en merin er alveg frábær við trippin og alveg sama hve erfið þau eru,Rjúpan leggst bara á og dregur þau áfram alveg sama hvað þau setjast á rassgatið:)

Rjúpa er svolítið sérstök í hesthúsi en hún á bágt með að vera með öðrum hrossum í stíu en Pascale komst að því að það er hægt að setja hvaða trippi sem er með henni.
Hún elskar ungviðið og er góð við þau.

Hún verður einhverntímann góð mamma:)

Nú er ég að fá hálsbólguskít í mig og hausverk og þarsem mikil umræða var um lauk á Fésbókinni um daginn þá ætla ég að skera einn til helminga og setja á náttborðið mitt í kvöld og vita hvort þetta virkar!

Ef þetta er satt um laukinn og lækningamáttinn hans þá á ég að rísa upp alheil í fyrramálið:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31