Heimasíða Ásgarðs

10.10.2009 23:00

Minkur í hænsnakofanum!


Það var ljót aðkoma í hænsnahúsið í Ásgarðinum í gær.

Á meðan óveðrið geysaði úti og björgunarsveitir landsins unnu hörðum höndum við að bjarga ýmsu undan óveðri stóð minkur í ströngu við að drepa hjá okkur hænurnar.

Hann náði öllum ungunum sem enn voru á gólfinu og enn ekki farnir að fara uppá prik og svo hefur minkurinn komist í hænurnar á prikunum og strádrepið þær flestar.
Talan er í kringum 20-25 dauðar hænur.

Eitthvað hefur gengið á því að við fundum hænurnar útum allt bæði innandyra sem utandyra og ekki nóg með það!

Hann hafði farið inní hænsnakofann og drepið og dregið hænurnar út og troðist með þær undir fjárgirðinguna og dröslast með þær eina 100 metra meðfram húsunum og inní annað hús sem við höfum sem afdrep fyrir kindurnar á meðan þær eru úti við.

Ég lét Buslu skanna hænsnakofann því ég treysti hennar nefi mjög vel enda erum við veiðifélagar til margra ára og þekkjum hvor aðra.

Busla skannaði hvern krók og kima á meðan hænurnar görguðu á prikum sínum af ótta við aðra árás.

Tíkin vildi ólm komast út og Súsý litla Busludóttir æstist öll upp og fann að nú var eitthvað spennandi að ske!

Busla fremst til vinstri,Súsý Busludóttir,Skvetta Busludóttir og Tobba Anna til hægri.

Þegar að ég var þess fullviss að Minkurinn væri þarna nærri þá sótti ég bara allann flotann af hundunum og við bættust þær Skvetta Busludóttir og Tobba Anna sem er að koma sterk inn.

Þær voru eldsnöggar að staðsetja minkinn þarsem hann blundaði rólegur í refakassa inní kinda athvarfinu og upphófst nú æsispennandi eltingarleikur!

Minkurinn komst út,ég á eftir öskrandi með tvær tíkur og slapp hann aftur inn,Hebbi var næri búinn að fá hann í lappirnar á sér og ég var farin að góla af æsing og reyna að stjórna en auðvitað verður allt stjórnlaust undir svona kringumstæðum!

Nú hljóp minkurinn eftir endilöngu húsinu og Hebbi á eftir og það var Skvetta sem náði honum á hlaupunum og beit hann ofaní herðarnar og hristi hann duglega.

Eftir brot úr sekúndu voru þær fjórar búnar að slíta kauða í tvennt.

Í dag ætlaði ég að taka myndir af vettvangi glæpsins en þá kom nokkuð óvænt í ljós.

Hæna sem ég fann undir girðingu í dag og setti á stétt fyrir utan húsið var nú komin meter frá stéttinni og búið að afhöfða hana!

Og við sem rétt skruppum heim í kaffi og aftur út!

Líklega er annar minkur þarna á sveimi sem er frekar óvenjulegt en þá eru það stálpaðir hvolpar úr sama goti að þvælast um.

Við töpuðum honum en spenntum upp gildru og nú er bara að bíða og sjá hvort að kauði kemur í hana í nótt.

Dauðhræddar á prikinu sínu.Helga úr Helgadal er sú hvíta og er ég mikið fegin að hún lifði þetta af.Stoltið í húsinu!

Af hænuræflunum er það að segja að eina fundum við í dag heima við hesthús og hefur hún líklega sloppið undan minknum í óveðrinu og fokið yfir hagann og alla leið heim að hesthúsi.

Alveg búin á því greyið.

Hún er stéllaus,hölt og ræfilsleg og er hún á "gjörgæslu" og er dugleg að borða bæði bygg og korn og vonast ég til að hún nái sér fljótt og vel.

Aðal haninn á bænum fannst langt útí haga í tætlum.

Kallinn er búinn að loka öllum glufum á hænsnakofanum og vonandi náum við hinum minknum  á morgun.

Busla og Súsý að hvíla sig fyrir átökin við seinni minkinn á morgun ef gildran verður ekki fyrri til.

Smá viðbót 11-10-09:
Hinn minurinn er enn á hlaupum og settum við upp aðra gildru.
Restin af hænustofninum kúrir uppá prikum lafhræddar og þora varla niður til að matast.

08.10.2009 02:00

Norðurferð og glens


Komin í kjól og hvítt Holtavörðuheiðin.

Hæ hæ allir hér.
Ég er á lífi eftir vel heppnaða helgi norður í landi en við skruppum í Víðidalstungurétt.

Er það ekki týpískt að þegar allir eru komnir í regngalla þá fer sú gula að skína emoticon !

Nenni kannski ekki alveg að blogga um það hér en ég er búin að skella inn smá bloggi á 
Freyshestar síðunni sem ég held úti fyrir hann Val vin minn.

Já............ á meðan ég man þið ofurheilar þarna úti!
Ég á svo bágt með mig þegar að íslensku máli kemur því ég vil geta gert mig skiljanlega á íslensku en ekki froskamáli (essasú:).
Ég var nú alltaf sleipari í stafsetningu heldur en í íslenskunni með öllum beygingum og þolföllum/þáguföllum hingað og þangað.
Ég hef verið talin þágufallssjúk á köflum en það er nú ekki með neinum verkjum eða hita svo ég finni.

En út með sprokið og hana nú!

Hvort er réttara að segja,folaldið er undan Eitil frá Bæ eða Eitli frá Bæ????
Ég vil hafa það undan Eitil því mér líður einsog að það geti verið undan hálseitli ef það er undan Eitli!

Og svo er hér einn rosalega góður sem ég fékk sendann frá Selfossi emoticon .

Á góðum degi í framtíðinni ...

Davíð Oddsson var dauður og kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.

Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: "Eh, velkominn," sagði hann loks.
"Þakka þér fyrir," sagði Davíð, "ég vissi að ég mundi enda hér".

- "Nja," sagði Pétur , "þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo
við vildum gjarnan hafa þig hér en því eru ekki allir sammála. Þú ert
umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki. Við
urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með
því að við gerðum samning við hann."

"Samning!" Hrópaði Davíð og var sýnilega brugðið.

"Það er nú ekki alslæmt," sagði Pétur, "en djöfullinn sagðist nú þegar hafa
flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti
og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um

aldur og eilífð.

Davíð maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði

honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring. Davíð
ýtti á hnapp merktan "helvíti" í lyftunni og seig svo langt, langt niður á
við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð
djöfullinn sjálfur fyrir innan. "Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn,
gakktu í bæinn," sagði djöfsi.

Davíð fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af hans gömlu
flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman.
Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru
léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda
drykki. Davíð lék golf allan daginn og um kvöldið bauð Hannes Hólmsteinn,
sem hafði dáið nokkru áður, honum í "gúrme"grill (hafði sem sagt grætt um
daginn og grillað um kvöldið) ásamt góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast

gat. Fáum sögum fer af því hvernig Davíð eyddi nóttinni en sólarhringurinn í

helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á
ný.

Þegar Davíð kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en
það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og

fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli
skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti.  Hann fékk
reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Jóhönnu og
Steingrím sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.

Um kvöldið kom Pétur. "Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í helvíti
og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig?" Spurði
postulinn.
"Hmm," sagði Davíð, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji

helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig."
Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Davíð ofan af
ákvörðun sinni. En Davíð var harðákveðinn.
Á ný fór Davíð með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti
honum. Hann kippti Davíð inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn
áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein
flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. "En hvar er golfvöllurinn?" Spurði
Davíð. "Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?

- "Ah," sagði djöfullinn,  "þú skilur þetta mann best, í gær var
kostningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!"

Gleymum ekki hvaða flokkur og hverjir komu okkur í þær ógöngur sem við nú
búum við!!

01.10.2009 01:28

Kanínublogg á nínusíðunni


Sólarlag í Ásgarðinum í fyrrakvöld.

Héðan er allt gott að frétta og lífið hefur sinn vanagang.
Veðrið hefur skánað og blíðan síðustu dagana hefur kætt mann heldur betur.
Ég skellti loksins inn bloggi á kanínusíðuna en fólk var farið að pikka í mig og vita hvort ég ætlaði ekki að skella inn bloggi með söludýrunum.
Ég er alltaf að reka mig á það að fólk heldur að ég sé með kannski 2-3 læður og það heldur að það sé að missa af kanínum en svo er nú ekki raunin yfir sumartímann.

Svo krossbregður þessu saman fólki þegar að það kemur inní kanínusalinn og sér þar vel á annað hundrað dýr.
Þannig að það er úr nægu að velja (ennþá:) en samt getur það orðið heilmikið mál þegar að framboðið er svona mikið.
Best að vera ekkert að blogga hér meira um nínurnar því ég var að blogga um þær áðan emoticon

Ég er núna í þvílíkri dellu inná youtube að finna gömul og góð lög og sum hver eru komin í nýjan og flottan búning líkt og þetta hér fyrir neðan.

Bara flott lag á ryksuguna:)

26.09.2009 19:32

Matarlegar kvinnur

Já" gott fólk emoticon !

Hér í Ásgarðinum erum við búin að eyða síðustu dögum í að ganga frá kjöti fyrir veturinn.
Þvílík blessun að eiga ofaní sig mat og góðar frystikistur undir matinn.
Og þarsem ég er algjör dellumanneskja þegar að frágangi matvæla kemur og eyddi tíma mínum og aurum í að græja mig upp á meðan aðrir eyddu sínum tíma í annað fyrir kreppuna kemur sér vel núna.

Eftir að ég var búin að flokka,pakka og ganga frá lömbunum í viðeigandi umbúðir þá var næst að úrbeina gömlurnar.


Með Flanka afa (lambanna:) á svuntunni.

Ég var sko ekki ein um þessa vinnu í ár því ég er svo heppin að hafa haft hér í vikutíma tvær hörkuduglegar þýskar dömur í heimsókn.
Það er sko ekki pjattið hjá þeim heldur skelltu þær sér í að úrbeina og ganga frá kjötinu með mér.



Kirsten að úrbeina.



Anneke að úrbeina.



Varla arða af fitu svo vel var kjötið unnið fyrir hökkun.

Nú ekki lá hún á liði sínu hún Busla gamla og úrbeinaði hún góðan slatta en af augljóslegum ástæðum fór það kjöt ekki saman við hakkið hjá okkur emoticon .




Buslan var dugleg að "hjálpa".

Næst var að hakka og nú kom gamli góði Hobartinn að góðum notum.



Kirsten góð á Hobartinum.

Og í gær bjó ég til hátt í 50 hamborgara og í dag var þeim pakkað í fínu Vacum pökkunarvélinni sem er alveg að gera sig.

Þannig að nú á maður holla hamborgara og það þýðir ekkert að vera að sulla sósum á þá heldur bara káli,tómötum og gúrku emoticon .

21.09.2009 20:06

Smal og Busla í dekri


Þá eru göngur í algleymingi....................ég hef aldrei getað skilið þetta orð algleymingi.
Mér hefur alltaf fundist það þýða að eitthvað sé alveg gleymt.
Eruð þið ekki sammála mér???

En nú er komið að því að þusa svolítið áfram um réttir og annað tengt.
Vinir mínir í Grindavík voru að smala fé sínu til rétta núna nýliðna helgi og fengu sem betur fer þokkalegt veður.

Féð kom fallegt af fjalli og lömbin mörg hver væn og sælleg.
Það var mikið gaman að sjá aftur suma þrí og fjórlembingana hennar vinkonu minnar á Hrauni.

Svaðalegir boltar og hlakkar mig til að sjá vigtartölurnar í vikulokin:)


Trölli að hvíla lúin bein eftir allt labbið.

Hér er einn fjórlembingurinn hann Trölli sem fékk líf enda bráðhuggulegur hrútur.

En það er er aðeins eitt sem ég gat ekki skilið þarna við réttina?

Hvernig í ósköpunum datt þeim hjá Grindarvíkurbæ að auglýsa þennan viðburð í sjónvarpinu!

Sko.............ég meina að það er alltaf gaman fyrir fólk að koma og sjá EN þetta var mannhaf og bílar útum allt!

Hvernig í ösköpunum fóru fjáreigendur að því að draga og koma bílum og kerrum að?

Nú svo voru í almenningnum stálpaðir krakkar sem enginn vissi deili á og voru að hanga í ullinni og hossast á lömbunum að gamni sínu!
Urrrrrrrrr....................Ég bara þoli ekki svona hegðun!

Væri ekki miklu sniðugra fyrir Grindarvíkurbæ að panta Tívolí fyrir þetta fólk sem þarfnast svona sárlega skemmtunar?

Nú líður mér mun betur eftir að koma þessu frá mér:)

Busla fékk sko dekurdag í gær enda veitti henni ekki af.

Hún er af og til að stelast niður á bakka þegar að ég er að skoða hrossin niður á túni og sú gamla þykist vita af mink þar.

Það er nú reyndar alveg rétt hjá henni og við æddum niður úr um daginn með hinar 3 tíkurnar henni til aðstoðar en við hefðum þurft stórar vinnuvélar til að ná kvikindu út úr sjóvarnargarðinum.

Busla verður bara skítugri og skítugri í þessari iðju sinni og þarsem hún er orðin alltof loðin þá var pöntuð snyrting á dömuna.
Þetta átti nú bara að vera svona sveitaklipping,aðalega svo að tíkinni liði betur.

Loðin og lubbaleg í snyrtingu.

Nú svo í gær mættu hér systur og Buslan fékk bað,blástur,klippingu og í lokin fékk hún sérstakt hundanudd.

Hún var alveg einsog dáleidd eftir alla þessa meðhöndlun og svaf á sínu græna langt frammá morgun emoticon .

Ný snyrt og í nuddi alsæl á svip.....dekurdolla emoticon .

Rosalega eru þessar dömur færar sem komu hingað heim með snyrtiborð og allar græjur með sér emoticon .
Ef einhvern vantar snyrtingu á hundinn sinn eða kisuna þá eru systurnar í þessu númeri Gsm 8666386.Þær eru mjög færar á sínu sviði og kunna vel til verka enda margverðlaunaðar fyrir klippingar á sýningardýrum.

Við Busla þökkum kærlega fyrir frábæra þjónustu.

15.09.2009 14:11

Smal og kindaþukl


Smalamyndir Valgerður

Ég steingleymdi að segja ykkur frá því að við vorum líklega fyrst til að smala og rétta í haust enda erum við bara 3 aðilar í þessu hólfi og það ekki stórt.

Sjonni á Blesa sínum.

En samt sem áður tók það tímann að smala hólfið en það átti að gera á hestum ásamt gangandi fólki og mæting var á milli 17:30 og 18:00.

Einn snillingurinn ákvað að senda mann uppá sitt einsdæmi á undan áætluðum tíma og sá fór inní hólfið á fjórhjóli og tætti af stað féð og kom með stærsta hlutan af því að réttinni og missti það svo í allar áttir enda ekki allir smalar mættir á hestum sínum.

Kjellan á Suddanum.

Ég var ein mætt á hesti og gat lítið gert ein á hesti með fjórhjól að tætast í kringum féð.
Sem betur fer var minn reiðskjóti öryggið uppmálað í kringum apparatið prumpandi þarna um holt og hæðir.
Sum hross hefðu getað fælst með tilheyrandi hættu á slysum.

Rúni með Mósa sinn.

Sem betur fer birtust hinir smalarnir þrír á sínum hrossum og þurftum við að fara allt hólfið á enda og þá kom í ljós fullt af fé sem ekki hafði smalast í fyrri umferðinni.

Allt gekk þetta upp á gamla mátann með reiðhrossum og gangandi fólki en aumingja kindurnar og lömbin voru gjörsamlega sprungin þegar að réttinni kom.

Þetta er hlutur sem verður að laga fyrir næsta smal því svona framkomu þoli ég ekki og ekki leggjandi á skepnurnar svona vitleysisgangur.

Ásgarðs og Flankastaðabændur að hjálpast að.

Það kom lítil dama hér um daginn í heimsókn til mín og var sú stutta með bón í sínu hjarta.

Hana sárvantaði eina kind!

Til að hafa með sér á Leikskólann en það var dýradagur emoticon .

Heppin hún Hermína að fá allt þetta brauð.

Foreldrar hennar voru mikið búin að reyna að fá hana ofan af þessu en þau eiga kindur og eru þær enn í hólfinu sínu og ekki hægt að grípa eina svo auðveldlega.

Sú stutta hafði ráð undir rifi hverju og sagðist bara tala við hana Ransý því hún ætti líka kindur.

Auðvitað varð ég að láta barnið hafa eitt stykki kind með sér á leikskólann og eitt lamb að auki í bónus.

Hér er sú stutta alsæl með fenginn emoticon .

Nú svo var hér haldin Hrútasýning í Sandgerði eða kindaþukl með græjum.


Ómskoðun í fullum gangi.

Ég var ekkert að mæta með mín lömb í ár en ég hef illan grun um að þau vigti/stigist nú ekki jafnvel og í fyrra.

Tvennu vil ég kenna um en ég var með slatta af eldri kindum sem hafa verið frjálsar í fjöllunum í Grindavíkinni til margra ára og hefur brugðið við að fara í lítið hólf og svo það sem er alvarlegra en það voru þurrkarnir í sumar.

Enda voru fleiri en við að tala um hve lömbin koma allt örðuvísi út í haust en að öllu jöfnu í venjulegra árferði.

Tveir vígalegir hvor á sinn hátt.

Og tvær yndisfríðar dömur.

Nú er mín komin af stað með 
Flickr og er að læra inná það í rólegheitum.
Um að gera að hafa sem flest járn í eldinum og nóg að gera ekki satt.

Einnig er ég að setja upp almennilega 
sölusíðu sem er aðgengilegri en bara einhver hestur einhverstaðar á blogginu þó það hafi gengið ágætlega hingað til.

Ég ætla að setja þar inn hross aðalega frá mér og eitt og eitt hross frá mínum vinum og 
Mánamönnum  ,helst bara hross sem ég þekki til og get lýst vel með myndum og helst video ef til er.

Mér finnst það óábyrgt að selja tamin hross frá öðrum og ætla að lýsa þeim án þess að ég hafi séð þau eða prófað í reið.

Þetta er mín stefna og svona ætla ég að hafa það.
Þartil næst elskurnar mínar emoticon .

08.09.2009 00:35

Folöldin 2009

Loksins lagðist ég undir feld og kláraði að raða niður folaldamyndunum frá í sumar og skíra þau sem ekki höfðu enn fengið nafn.
Nú og ákveða svo hvaða folöld eiga að fara á sölulistann og hvað ég ætla að eiga aðeins lengur og sjá til með.

Bára frá Ásgarði

Fyrsta folaldið er undan henni Freistingu frá Laugarvöllum og Hrók frá Gíslabæ.Það er hún Bára frá Ásgarði.
Bára fer um á tölti og sýnir skeið og brokkið er að byrja að koma hjá henni.Virkilega glæsileg tilþrif hjá henni Báru þegar að vel liggur á henni.

Hún Bára er seld/sold til Þýskalands.

Flest folöldin undan Hrók sýna tölt og skeið fyrst og seinna þegar að líður að hausti/vetri opnast fyrir svakalega rúmt og flott brokk.
Nú eitthvað hafa mæðurnar að segja líka til um en flestar hryssurnar hér á bæ eru fimmgangs og flestar tamdar þannig að maður veit svosem hverju maður á von á í afkvæmunum.

Forseti frá Ásgarði

Næst kemur hann Forseti frá Ásgarði og hann er undan henni Skjónu minni (Fjalladís frá Drangshlíð) og Glófaxa Parkersyni frá Kópavogi.

Forseti að tuskast við Vála vin sinn.

Fjörugt folald sem er til í að tuskast og ólátast en á milli slokknar algerlega á honum.Skemmtilegur karakter og fer hann um á tölti og skeiði.
Það ætti að vera rosalegt brokk í honum þegar að það birtist því ekki er faðirinn eða afinn neitt slor þegar að þeir stika um á því!

Váli frá Ásgarði

Sá vindótt/litförótti hefur fengið nafnið Váli frá Ásgarði.Hann er undan Eðju frá Hrísum og Hrók okkar.
Váli fer um á tölti og skeiði enn sem komið er.Ég er að vonast eftir miklu rými á gangi í þessu folaldi því báðir foreldrar hafa sýnt að þau geta spýtt úr hófum duglega.
Eðja hefur gífurlegt rými á brokki og eitt sinn sá ég hana dúndrast um á hagann á þvílíku kóngabrokki og svo skyndilega skellti hún sér í fimmtagírinn og svínlá á skeið!
Og það var sko ekki teskeið skal ég ykkur segja:)
Þetta hef ég ekki séð áður að hross skipti svona af skrefmiklu brokki yfir í flugaskeið.

Váli er ekki til sölu fyrst um sinn.Ég þarf aðeins að skoða hann hvort vert er að halda kúlunum í honum eður ei.

Laufey frá Ásgarði

Dóttir Hyllingar og Hróks er hún Laufey.

Laufey er alveg svakalega forvitin með allt fólk sem kemur hingað að skoða hross og er hún fremst í flokki folaldanna að skoða mannfólkið:)Hún fer um á tölti og skeiði enn um sinn.
Hylling móðir hennar var tamin á sínum tíma og var mjög hreingeng og sýndi strax gott brokk og tandurhreint tölt undir knapa.
Því miður þá skemmdist hún á afturfæti í girðngarslysi og var ekki notuð sem reiðhross nema í 2 mánuði.

Draupnir frá Ásgarði

Sonur Pamelu og Hróks hefur hlotið nafnið Draupnir.

Mér skilst á henni Eygló sem er með Draupnir og Pamelu að Draupnir sé allsvakalega spakur og tók hann uppá þessu alveg sjálfur án aðstoðar að spekjast.
Hmmmmm...................Greinilega undan Hróksa:)
Ég er ekki með ganglagið á hreinu en líkast til er hann fimmgíra líkt og systkinin sín.

Draupnir að athuga með vatnið emoticon .

Pamela er undan honum Náttari Náttfarasyni þannig að þar eru á ferðinni góð gen hvað varðar ganghæfileika.Nú svo gat hver sem er farið á bak henni Pamelu og var hún stundum fengin að láni fyrir yngstu krakkana í keppnum.

Draupnir átti að verða hryssa en fyrir einhvern skilmysing þá kom hún Pamela með hestfolald.En svona er nú lífið.

Þrúður frá Ásgarði

Þrúður er dóttir Litlu Lappar og Hróks.

Þrúður leynir á sér,þetta folald á eftir að sýna sig og sanna seinna meir.Það er eitthvað við þessa dömu sem mér finnst spennandi þrátt fyrir að móðirin sé ótamin og "föðurlaus" en hún kom undir á Víðidalstunguheiði seinnipart sumars 1992 og fæddist um haustið á heiðinni 1993.
Á góðum degi sýnir hún rokna flotta fótlyftu og svif á brokkinu.Nóg er af tölti í dömunni en ég hef ekki séð skeið ennþá en það er ábyggilega einhverstaðar á bakvið.

Nótt frá Ásgarði

Nótt er undan Stórstjörnu og Hrók.

Nótt fæddist alveg bikasvört og höfum við kallað hana stundum Svörtu Perluna en aðeins hafa hárendarnir í faxi og tagli lýst upp.Nótt fæddist með algjörar köngulóarfætur og óð um á tölti og skeiði.Hún var með þvílík blá augu fyrst sem hafa svo dökknað.

Ég er ekki alveg viss um framtíðarganglag í Nótt en vonast eftir því að sjá brokk í dömunni einn daginn.
Móðirin hefur erft fimmtagírinn vel frá sínum foreldrum sem eru Halastjarna og Brúnblesi 943.Svolítið skeiðmegin í lífinu þessi elska:)

Völva frá Ásgarði

Völva er undan Mön og Hrók.

Hún er mitt uppáhalds folald í ár enda með afbrigðum fallega byggð og standreist.Hún er líkt og alsystur sínar Rjúpa og Hefring í ganglagi og byrjar líf sitt á tölti og skeiði.
Hef ekki frekari áhyggjur af því að brokkið komi ekki því þær eldri sýna fyrirmyndar gott brokk með góðri yfirfferð.
 Með Mön mömmu sinni.

Það er komin aðeins reynsla með Rjúpu stóru systir sem reiðhross og hef ég ekki áhyggjur af því að Völva og Hefring komist ekki áfram og verði traustar sem reiðhross því ekkert haggar henni Rjúpu minni og um daginn hengdi ég nokkur ung tryppi utaná hana og fékk hún góða einkunn fyrir frammistöðuna en sum voru algjörir ólátabelgir vægast sagt.
Rjúpan klikkaði ekki þrátt fyrir að gjörðin væri komin aftur í nára í látunum!Frábær þessi elska:)

Valva er komin á sölulsitann því ekki þarf ég á að halda þremur alsystrum þó mig dauðlangi til að eiga hana Völvu líka.Nú svo er Mön með eitt á leiðinni undan Astó frá Heiðarbrún:)
Hefring sú sem er alsystir þeirra líka og var í 3 sæti á folaldasýningu Mána 2007 er einnig komin á sölulistann.

Skinfaxi er undan Sokkudís og Draum frá Holtsmúla.

Hann er staddur með mömmu sinni uppí Borgarfirði og ég veit ekki enn hvernig ganglagið er í honum en það ætti að vera í lagi:) Systir hans sammæðra Vænting (Glymsdóttir:) var í fyrsta sæti á Folaldasýningu Mána 2006 og var svo valin glæsilegasta folaldið af 32 folöldum.
Ef hann Skinfaxi er með einhverja glóru í löppunum sínum verð ég ekki fyrir vonbrigðum með hann.Móðir hans er eitt það hreyfinga fallegasta trippi sem ég hef séð.
Rífandi yfirferð á brokki með miklu framgripi og fótlyftu ásamt tandurhreinu tölti.Ég hef ekki séð skeið í henni en það er í bakgrunninum í gegnum Hrók föður hennar.
Mig hlakkar til að komast aftur í tæri við hann Skinfaxa með cameruna en ég á eitthvað lítið til af almennilegum myndum af gaurnum.

Þetta eru folöldin í ár og er ég ánægð með þau öll að tölu.Það er mikils vert að fá þau heilbrigð í heiminn og engin slys og nú krossa ég bara putta að það haldist þannig áfram.

Hafið það gott elskurnar mínar:)

04.09.2009 01:30

Goggle translate vélin á Íslensku


Eðja frá Hrísum/Sludge from Color

Mig langar að sýna ykkur hvað það getur verið skondið það nýjasta hjá Goggle vélinni.
Þeir hjá Goggle Translate voru að bæta við íslenkunni og það er BARA fyndið hvernig allt fer í vitleysu í þýðingunni þar.

Ég sló inn enskum texta um reiðtúr sem ég fór í fyrradag en ég ásamt Eygló riðum frá Ásgarði og inná Mánagrund.
Þetta var frábær reiðtúr enda reiðskjótarnir ekki af verri gerðinni.

Ég fór fyrst á Hervöru sem er nú bara hryssa sem myndi sóma sér vel í mínu stóði sem ræktunar hryssa.
Yndisleg skepna í alla staði með frábæra lund.

Inní Skeifu skipti ég yfir á hann Húma kallinn sem var einsog sófi af bestu gerð og fór hann mjúklega með skrokkinn minn.

Hvernig væri að ég setti þennan texta uppá ensku og sýni ykkur hvernig Goggle Translate vélin fer með hann híhíhí.........emoticon .


Hylling frá Ásgarði/Homage from Asgard

Hér fyrir neðann er textinn skondni emoticon

Ég sló inn enska texta á ferð ég fór fyrradag en Eygló og ég reið frá Ásgarði og inn Þjófnaður áheyi.
Þetta var frábær ferð enda og þetta snemma þýðir ekki af verri gerð.

Ég fór fyrst Hervör sem er nú bara að hryssa sem myndi heiðra hann vel í stöðinni minni ræktun Mare.
Lovely vera með mikla lund.

Hestar í skipti ég um Human kallinn hann var eins og sófi á sitt besta, og hann varlega í gegnum líkama minn.

Hvernig ætti ég að setja þennan texta upp á ensku og sýna þér hvernig GOGGLE Translate vél fer með honum Jokes .........:)

Ég á bara ekki til einasta orð yfir nafnið á Mánagrundinni hvernig þeir hjá Goggle þýða það sem Þjófnaður áheyi!

Varð bara að deila þessu með ykkur emoticon .
Hafið þið það gott um helgina elskurnar mínar!

02.09.2009 18:34

Sigrúnu vantar aupair til Danmerkur

Hana Sigrúnu vinkonu í Danmörkunni bráðvantar aupair strax til sín.
Hér er póstur frá henni til ykkar þarna úti ef þið hafið áhuga á að breyta til í einhvern tíma og sjá aðeins út fyrir landsteinana í leiðinni emoticon

Sigrún og Biskup á góðri stundu fyrir nokkrum árum síðan.
Hér kemur svo rullan frá dömunni.........emoticon

Ef þú kæmir þá er starfið fólgið í því að keyra stelpurnar til og frá leikskóla og dagmömmu á virkum dögum, Þú myndir oftast vekja þær á morgnana því ég fer oft snemma á fætur ef ég á að vera komin í skólan kl 8 því ég þarf að keyra í um klukkutima til að komast þangað.
Þú myndir finna föt fyrir þær bursta tennur og smyrja nesti á morgnana og sækja þær um kl halv 5 um eftirmiðdaginn og leika við þær ef ég er að elda eða þarf að læra,  og stundum að passa þær á laugardögum ef ég þarf að læra mikið.

Á meðan þær eru í pössun að taka aðeins til, skúra og ryksuga 1 sinni í
viku, og fóðra dýrin á hverjum degi.

 Það tekur ekki langan tíma ca 1 tíma af
maður fer vel yfir og gefur þeim hálm osv.

Ég er í námi sem sjúkraþjálfi og hef mikið að gera því það er mikill lestur og heimanám.

Við erum að leyta að manneskju sem er opin og mannblendin og sem hefur gaman
af því að vera útivið og umgangast dýr, einnig er það stór plus að geta
unnið sjálfstætt og planlagt sjálf það sem þarf að gera.

Ef þú hefur reynslu af hestum og öðrum dýrum þá er það líka stór plús.

Þú fengir bil til umráða og ef þú vilt dönskunámskeið
Við erum að leyta að Au-pair og þú yrðir ráðin samkvæmt þeim reglumþó svo að
þú ert ekki að passa börn5 tíma á dag Þannig að launin/ vasapeningur eru
2500 Dk Kr á mán.
 og ca 5 tima vinna á dag.

Við erum með sitt lítið af hverju af dýrum: Hund 3 ketti, kaninur og
naggrísi ca 10-15stk úti hesthusi ásamt hænum 20 stk og páfagaukum.

Við erum
með 1 gyltu og nuna 12 smágrísi, 6 islenskar rollur 4 hesta og 4 beljur.

Hestarnir og beljurnar ásamt rollunum eru úti á beit mest allt árið.

Hefur þú möguleika á að senda meðmæli ?
Hvernig myndir þú lýsa þér í 5 orðum?

Vona að ég heyri frá þér sem fyrst
Kær kveðja
Sigrun og fjölskylda.
sigrunoggert@os.dk

29.08.2009 00:00

Gamlir tímar rifjaðir upp

Ég var að skanna inn gamlar hestamyndir frá því í den og þá datt mér í hug að leyfa ykkur að njóta þeirra líka með mér.

Helgi Helluskeifum,Jón Söðli,Halli og Frú Alda að mata Halla emoticon á einhverju góðgæti.

Ég fór með þrælhressu fólki í hestaferð sumarið 1997 og riðum við frá Gunnarsholti og enduðum við í Leirubakka og riðum svo til baka.

Fararstjórinn Billi frá Botnum (villti:) með 6 til reiðar á spjalli við Dóra í Gunnarsholti.

Í þessari ferð var ég með 3 tamningartrippi sem voru stutt á veg komin en þó orðin ágætlega reiðfær og drulluþæg.

Einn fulltaminn hest var ég einnig með,hann Fork sem er hreinræktaður Hornfirðingur svona til að komast klakklaust yfir ár og annað slíkt.

Reyndar eru þetta nú engar ár var mér sagt sama hvernig ég skríkti og hélt mér í hnakknefið!

Vanir hestamenn fyrir austan sögðu þetta vera læki.

Fuss og svei..................Þetta voru sko stórfljót í mínum augum!

Ein hryssan í ferðinni er seld fyrir löngu og í dag þætti mér nú gott að eiga hana til í stóðinu mínu.

Glódís,Hekla og Skjóna og Helga.

Það er hún Glódís frá Drangshlíð undan einum hæðst dæmda Náttfarasyninum sem seldur var út snemma.

Ég seldi hana til Sandgerðis,frétti svo af henni inní Hátúni við Víðidalinn og þaðan var hún seld gömlum hjónum ásamt brúnum hesti og tveimur hnökkum eitthvað uppí Borgarfjörð.

Þessi gömlu hjón voru að byrja uppá nýtt í hestamennskunni og tel ég að þau hafi nú ekki farið oft á bak þeim brúna því hann var hvorki fyrir börn né gamalmenni.

Glódís hefur líklega ekki hentað þeim heldur eftir vesen sem hún lenti í.

Ef einhver les þessar línur og getur frætt mig um hvar Glódís er niðurkomin í dag þá þætti mér vænt um að vita hvað hafi orðið af henni blessaðri.

Sara Finnbogadóttir á Skjónu minni.

Nú hún Skjóna mín (4 vetra) var líka í þessari ferð og lánaði ég hana undir 6 ára dömu og fór krakkinn varla af henni enda voru þær flottar saman.

Nú Biskupinn var nú ekki heldur ekki nema 4 vetra einsog Skjóna og skellti ég Helgu Björk á hann einn legg og voru þau flott par.

Helga Björk á Biskup.

Ég hafði nefnilega aldrei fengið að sjá klárinn undir fyrr.

Hún var algjört stýri í hnakknum og sá varla framfyrir sig á yfirferðinni.

Djö..................voru þau flott saman:)!

Enda fékk ég feitt tilboð í klárinn eftir þennan dag sem ég hafnaði.

Biskupinn fer aldrei að heimann enda gersemi að sitja á.

Orðinn samt gamall og vitlaus í dag en ég á margar frábærar minningar um hann.

Eina hryssu enn átti ég í ferðinni en það var hún Heilladís frá Galtanesi.

Helgi hjá Helluskeifum var með hana og var mikið hrifinn af henni.

Hann fékk hana lánaða í 1 ár en þau urðu 4 og varð ég að slíta hana útúr höndunum á honum í restina emoticon .

Hann á í dag risastórann og flottan reiðhest undan henni og Morgni frá Feti þannig að hann getur verið ánægður.

Hulda á Læk frá Ásgarði um daginn í útreiðatúr.
Engin smásmíði þessi foli!

Ussssssss.....................ég verð að halda áfram að skanna inn myndir og senda þangað sem þær eiga að fara!!!!

Vona að þið hafið haft gaman af þessari frásögn frá því í "gamla" daga þegar að ég var ung/yngri emoticon .

24.08.2009 13:28

Flott höfuðleður frá Önnu í Þýskalandi



Vegna margra fyrirspurna um fína flotta skrauthöfuðleðrið á Hrók þá vil ég benda fólki á linkinn hjá henni Önnu sem smíðar þessi höfuðleður ásamt mörgu fleira:
Anna Sivers

22.08.2009 01:16

"Stolinn sopi":)


Bára Hróksdóttir frá Ásgarði að stelast í sopann og Freisting mamma steinsofandi!

Var mig að dreyma Bára að þú værir að fá þér hádegissopann eða?
Bára klóraði sér bara í hausnum og þóttist ekkert vita emoticon .

20.08.2009 00:43

Frábær dagur


Hrókur var í myndatöku í kvöld en hann fékk það verkefni að prófa þetta glæsilega handgerða höfuðleður.

Anna í Þýskalandi smíðar þessi höfuðleður og var ég svo heppin að fá eitt gefins
emoticon frá henni elsku Íris vinkonu minni sem einnig er frá Þýskalandi.

Við skruppum í góðan reiðtúr í dag og prófaði hún Íris hana Rjúpu og náði hún ágætis tökum á merinni á heimleiðinni en Rjúpa er aðeins að missa sig í brokkið ef hún heldur að knapinn sé ekki alveg að fylgjast með.

Frábær reiðtúr í frábæru veðri.

18.08.2009 17:18

Gæðingur eða trunta?


Anna að kíkja á Hrók afann að henni Freyju frá Ásgarði sem hún á og flutti út.

Það er aldeilis að ég læt ykkur bíða eftir bloggi!

Skamm skamm................. á mig.

Ég hef svosem haft í nógu að snúast undanfarna daga.

Hingað streyma útlendingar af öllum stærðum og gerðum í leit að draumahestinum og reyni ég að leiðbeina þeim eftir bestu getu og hjálpa þeim að finna sér hest við hæfi.

Kólga frá Ásgarði

Úrvalið er nú svosem ekkert mikið finnst mér þessa dagana enda seldist vel í fyrra af hrossum og frameftir.

Nú svo voru margir sem tóku vel til í stóðunum hjá sér síðastliðið haust og það er ég ánægð með.

Forseti frá Ásgarði á kafi í blómum.

Það er víst alveg jafn dýrt að fóðra truntu einsog gæðing.

Talandi um truntur og gæðinga þá vil ég meina að trunta geti verið gullfalleg á bás en ekki viðlit að koma hnakk á hana hvað þá knapa.

Búin að eiga svoleiðis truntu og það meira að segja í flottum lit þannig að ég er búin að fara í gegnum þann pakkann.

Það er alveg nauðsynlegt hverjum hestamanni að eignast slíka truntu og það helst sem fyrst svo hægt sé að spara bæði tíma og peninga og hafa meira gaman í framtíðinni.

Svona helv...............truntur eru bráðnauðsynlegar til þess að maður kynnist því hvað maður vill EKKI!

Nú eða forðast það að rækta svoleiðis gripi.

Gæðingurinn getur hinsvegar verið bæði lítill og ljótur inná bás en vaknað við það að fá hnakkinn á sig og knapa í ofanálag.

Ég átti slíkann gæðing og á enn en sú skepna sem ég hef mest skammast mín fyrir sem trippi (útlitslega séð) var ein af mínum bestu reiðhrossum.

Alveg einsog skeytt saman úr sláturafgöngum blessuð skepnan því byggingarlega séð eru hlutföllin alveg herfileg.

Stuttur háls,langt bak,stutt lend og bollþung er hún blessunin.

En hæfileikarnir ótvíræðir,ofboðsleg yfirferð á tölti með frábærri fótlyftu,brokkið alveg úrval og stökkkrafturinn ógurlegur!

Ég man ekki eftir því að hún hafi verið tamin enda sjálftamin blessunin og hægt að setja alla á bak henni.

Einu má ég ekki gleyma sem ég met mikils í fari þessarar hryssu en það er hversu fótviss hún er.

Nú er hún komin í ræktun og kann ég vel að meta hana í dag eftir kynnin við hana sem alhliða reiðhross og ég tala nú ekki um öll ferðalögin sem við fórum í.

Bíddu við...........................?

Ég ætlaði nú ekki að tala um mig heldur alla útlendingana sem eru að leita sér að hesti og koma spenntir hingað með vonarglampa í augum.

Eigum við ekki að reyna að hafa pínulítið vit í kollinum og hjálpast að,við öll sem erum að selja hross og leiðbeina væntalegum kaupendum til þeirra sem eru með góða gripi og eru heiðarlegir í viðskiptum.

Ég hef ekkert selt í lengri tíma núna enda bara með ungviði og allt sem var reiðfært og eldra er farið og fór síðastliðið haust.

Ég er svo heppin að hafa haft vit á því að lýsa hverjum grip eins heiðarlega og hægt er enda er megnið af þeim útlendingum sem hafa komið hingað undanfarna daga ánægðir kaupendur frá því í fyrra.

Ég er ekkert smá ánægð að allt þetta fólk skuli hafa samband aftur og vilja kaupa fleiri hross og finna að það treystir manni til að hjálpa sér.

Ef þú veist um sölu/heimasíður hjá fólki sem er að selja hross og hefur að leiðarljósi að hjálpa væntanlegum kaupanda að finna draumahrossið endilega láttu mig vita svo ég geti leiðbeint fólki áfram.

Við erum að tala um fólk með mikla reynslu og traust orð á sér.

10.08.2009 14:30

Þægur og góður reiðhestur til sölu



Það var að detta inn hjá mér frábær reiðhestur fyrir alla og nothæfur í allt.

Völundur frá Bergstöðum þann 25 Júlí í Víðidalstungurétt.

Hefur verið notaður sem smalahestur og er margreyndur sem slíkur í Víðidalstungurétt og hefur hann staðið sig afbragðvel.

Einnig notaður sem reiðskólahestur í Gusti í Kópavogi.

Hann teymist vel og gott er að hengja utaná hann trippi og gott að teyma á honum.

Þetta er hest týpa sem ætti að vera til í flestum hesthúsum.

Allir geta riðið þessum hesti og fer hann vel með knapann.

Frekari upplýsingar eru hjá Val í síma 895-5300.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296645
Samtals gestir: 34141
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:47:51