Heimasíða Ásgarðs |
|||||||||||
12.05.2006 23:59Syngjandi ljóskur!Þær voru syngjandi ánægðar ljóskurnar tvær þær Kapella og Sóley þegar að ég var búin að bursta þær og snurfusa fyrir myndatökuna.Ekkert smá flottar að verða og er Kapella nánast að verða komin í sumarbúninginn sinn.Það var gaman að geta dundað aðeins í trippunum í kvöld og vann ég svolítið í honum Týr sem er búinn að vera svolítið feiminn með mann í vetur en núna stendur þetta allt til bóta því hann verður að gefa sig að manninum í heimahesthúsinu þarsem hann lendir inná tamningabásnum ef hann er með eitthvað múður.En hann kom mér reyndar mjög á óvart í kvöld og var farinn að elta mig og rukka mig um brauðmola:)) Hann má alveg við mola í munninn sinn af og til. Ég var dugleg í dag einsog alltaf:)) Gaf útiganginum og fóðraði allt liðið uppí búi en þar eru ansi margir munnar að metta.Fönix og Pegasus fóru saman útí dag og gekk það ágætlega.Eitthvað finnst nú Fönix gaman að stríða Pegasus pabba en hann ólmaðist í gamla "manninum"látlaust þartil Pegasus varð fúll og skammaði soninn rækilega.Eftir það fóru þeir að velta sér og fóru svo í rúlluna að dunda við að belgja sig.Hrókur fékk að sprella í hólfinu um stund meðan ég gaf öllum inni og varð hann voðalega feginn þegar að ég kallaði í hann inn því það var orðið svo kalt úti. Merarnar eru bara rólegar og núna er spennan mikil að vita hver verður næst að kasta.Sumir eru að drepast úr spenningi...........hehehe. 11.05.2006 22:05Molda og folaldMolda er ekkert smá montin með folaldið sitt og var erfitt að fá hana til að stoppa og láta mynda sig með afkvæminu.Ég er ekki alveg viss um litinn en folaldið er líklega bleikt eða einhvern veginn moldótt tvístjörnótt og glaseygt.Molda heldur sig mest lengst niður á bakka en kemur af og til inná túnið.Nú bíður maður bara spenntur eftir því næsta en ég veðja á að Skjóna verði næst. 11.05.2006 16:39Sorg og gleðiÉg var mikið svekkt í gær en hún Villimey kastaði jarpskjóttu merfolaldi og þurfti það endilega að fara í girðinguna og þar endaði ævi þessi.Ekkert smá svekkjandi að koma að þessu.Villmey er mamma hennar Skjónu minnar sem er hér að ofan á mynd og má ekkert koma fyrir folaldið hennar Skjónu því að það er fermingagjöf til ungrar stúlku á Selfossi.Skjóna er við það að fara að kasta og flutti ég 6 hryssur niður á tún í gærkvöldi og bætti svo við 2 áðan.Allar voru þær ormahreinsaðar þannig að það ætti að halda túninu smitfríu að mestu við ormum en ég reyni allt sem ég get til að koma í veg fyrir orma í ungviðinu.Það tefur svo fyrir vextinum hjá þessum greyjum.En það eru líka góðar fréttir. Hún Molda kastaði í nótt og hef ég líklega verið við það að sjá folaldið koma en ég var til eitt síðastliðna nótt að koma þessum 6 merum niður á túnið.Ég sótti tvær og tvær saman og ormahreinsaði þær og þegar að við vöknuðum í morgun þá stóð Molda með glænýtt folald sér við hlið sem var að súpa ylvolga mjólkina.Molda hefur kastað 5 metra frá rúllunni á túninu því ég fann fylgjuna úr henni þar.Nú er best að drífa sig niður eftir og taka myndir af gripnum og sjá hvaða kyn eigandinn hennar Moldu fékk:))
10.05.2006 00:48Stóðhestefni í búnkum!Þessi spræki stóðtittur kom í dag til dvalar hér í Ásgarðinum og voru engir smá taktar í tittnum sem hreinlega sveif um með stertinn hátt á lofti Ég verð nú að segja frá gærdeginum(8 Maí) en við vorum sko ekkert smá dugleg við Hebbi minn.Folarnir sem voru hér heimvið hús í vetur í rúllu þeir Silfri,Askur og Stirnir voru settir um borð í hestakerruna og keyrt uppí stóra hesthús þarsem þeir ætla að vera stilltir þartil þeir verða sóttir.Þar er langt í merar svo þeir geta dólað sér rólegir útivið í rúllu þar.Við tókum svo folöldin 6 sem þar voru í vetur og keyrðum þeim í heimahesthúsið en þar verða þau bundin á bás og ormahreinsuð og kenndir góðir siðir.Það er líka svo gott að geta hleypt þeim útá smá grænt gras en það er allt að verða grænt og fagurt hér. Næst var að ná heim merunum en ég tók frá tvær sem að Magga á en þær voru að fara uppí Hvalfjörð í hagagöngu.Tinna er fylfull og best er að flytja merarnar áður en þær kasta.Það er minna stress á þeim heldur en með lítið kríli við hliðina á sér í kerrunni Það gekk vel að keyra merarnar uppí Hvalfjörð og var tekið vel á móti okkur einsog vanalega í Katanesinu.Við Magga röltum með merarnar hennar í hólfið og röltum svo meðfram girðingunni til að fullvissa okkur um að allt væri í stakasta lagi.Það er allt orðið fagurgrænt og ekki bara áborin túnin heldur hagarnir orðnir mjög fallegir og finnst manni það óvenju snemmt að sjá.Sveinn og Hebbi hurfu í bílahugleiðingar inná verkstæði en þar er forláta fallegur bíll sem Hebbi varð voða hrifinn af en það er Cevrolet Nova Concorse 1977.......vona að þetta sé rétt stafað hjá mér hehehe.Ef þetta væri nafn á stóðhesti þá gæti ég stafað það Í dag (9 Maí) vorum við komin á lappir frekar seint.....segi ekki hvenær hehehe.En við skiptum út staurum í hólfinu sem tittirnir verða í fyrst um sinn og bættum við þriðja streng í girðinguna til að gera hana öruggari.Það var svoooooo.....heitt að á tímabili flúðum við inn í húsið okkar sem er nú venjulega vel heitt í! Það var bara ekki hægt að vera úti við í steikjandi sól og alveg stafalogni!!! Ég var á stuttermabol í dag og ég er ekki frá því að ég hafi tekið smá lit(Rauðann) í andlit og handleggi.Ég dauðvorkenndi fylfullu hryssunum sem að stóðu kófsveittar í sólinni og gerðu ekki annað en að þamba vatn úr karinu.Villimey er lystalaus og er ég viss um að nú fer hún að kasta og verð ég að hafa hraðar hendur á morgun og ormahreinsa hana áður en það skeður útaf folaldinu.Mér finnst alveg nauðsynlegt að ormahreinsa merarnar áður en þær kasta, til að folöldin drekki nú ekki mjólkurormana svokölluðu í sig.En núna verður maður víst að fá recept frá dýralækninum til að geta keypt 1 liter af ormalyfi,ekki skil ég alveg hversvegna? Hvað ætti maður svosem að gera við ormalyf fyrir skepnur annað en að ormahreinsa þær með því? Fara með brúsann útí búð og ota honum ógnandi að afgreiðslu manneskjunni og heimta peningana úr kassanum!
08.05.2006 00:18Hópreið og læti! 7 MaíÞað var vígalegur hópur af mönnum og konum sem komu ríðandi í dag í Ásgarðinn.Eitthvað á þriðja tuginn af hrossum og hressu fólki sem var auðvitað drifið uppá blettinn góða og gefið kaffi og útíða fyrir þá sem það vildu.Þar fór restin af Brandýinu sem að Grindjánarnir vildu ekki í Páskareiðinni:))Eitthvað gátum við nú smakkað á Amarúllanu sem að keypt var um daginn þannig að sú flaska kemur ekki til með að skemmast einsog sú sem ég skilaði í Ríkið um daginn en torkennilegar flyksur voru í henni og fékk ég samstundis aðra í staðinn. Við Eygló vorum sem spenntar að sjá hrossin taka rassakastasyrpu fyrir okkur en eitthvað stóð á henni þrátt fyrir að við færum og prumpuðum duglega á þá en það var sko ekki að virka Þegar að hópurinn var farinn þá náði ég í hann Tvist Brúnblesason en hann er að fara í frumtamningu til Jóns Steinars.Vonandi að hann verði að góðum reiðhesti handa mér.......nú ef ekki þá er frystikistan hjá tíkunum að verða tóm Það er nú aldeilis að fuglafánan er mikil þessa dagana í Ásgarðinum en í dag var ofsalega fallegur steindepill í garðinum og náði ég þokkalegri mynd af honum í gegnum eldhúsgluggann og með aðdráttalinsunni.Svo voru tvær Stormsvölur niður við hesthús að leika sér og flugu rétt við hausinn á manni og voru þær alls óhræddar við mann.Þennan fugl hef ég aldrei séð áður nema þá í dýralífsmyndum í sjónvarpi og var gaman að sjá hversu fimir þeir eru á fluginu.Þetta eru flækingar sem líkilega stoppa stutt við,en hver veit?Er ekki alltaf að verða hlýrra og hlýrra á Íslandi og allskonar pöddur farnar að lifa hér af veturinn ár eftir ár einsog allar þessar ógeðslegu Geitungar sem ég er svo hrædd við Best að skella inn einni góðri af óþekktarössunum frá í dag og setja svo eitthvað inní Albúmin líka 05.05.2006 23:37Alveg að koma folöld!Nú fara folöldin að detta útúr merunum,ég get svo svarið það Firmakeppnin hjá Mána var skemmtileg að vanda en ég stoppaði nú ekki lengi en nóg til þess að ná myndum af þeim hrossum og manneskjum sem ég þekki.Dætur hennar Guddu sýndu góða sýningu en móðurinni hljóp heldur betur kapp í kinn þegar sú eldri reið framhjá og spennan bar móðurina ofuliði Mín er alltaf með einhverjar leiðindapestir og núna greip ég einhverstaðar ælupest.Ég hélt náttúrulega fyrst að ég hefði etið einhvern óþverra td verkjatöflurnar hans Hebba en svo var þetta bara pest.Það var ekki hátt á mér risið í fyrradag þegar að Stella og Valgerður komu en Valgerður var að sækja sér spæni sem við eigum sama í hlöðunni hjá mér Ég plataði Möggu með mér að kíkja á "skóginn"minn sem ég var að bauka við að gera fyrir 16-17 árum.Ég plantaði niður nokkrum grenitrjám og einhverju öðru sem ég fékk héðan og þaðan og með mikilli vinnu kom ég upp nokkrum trjám og þónokkru af allskonar gróðri uppí Miðnesheiðinni rétt hjá Mánagrundinni.Þarna vorum við dóttir mín að dunda okkur nokkur sumur og undum við okkur aldeilis vel þarna.Hún með skóflurnar og föturnar sínar á meðan mamman gróf og puðaði plöntunum niður um allt.Flestar plönturnar eru þarna ennþá en reyndar hurfu nokkuð margar plöntur eitt árið og voru skóflustungur um allt 01.05.2006 13:19Nálin að koma!Þá er maður farinn að sjá það á hrossunum að nálin er að gægjast uppúr jörðinni því að unghryssurnar eru ekki eins kjurar í rúllunni sinni og eru að þvælst um allt kroppandi og snöflandi eftir nálinni.Ég hélt í gær að þær væru heylausar sem þær eiga allsekki að vera því þær voru bókstaflega útum allt borandi nefinu ofaní hverja smugu en aldeilis ekki,það var hellingur eftir af rúllunni þeirra þegar að ég kom með aðra! En þarsem þær eru nú að stækka og þroskast þá skellti ég hinni rúllunni niður hjá þeim.Þær drekka ekkert smá af vatni en þær eru með fiskikar hjá sér sem að við fyllum reglulega og fara líklega cirka 3-4 kör á viku í þær og eru þær 7 þarna saman! Í fyrradag vorum við kominn inn óvenjulega snemma og borðuðum á réttum tíma meira að segja.Góða gesti bar að (Ás)garði og voru það þau Boggi og Eygló og ekki má gleyma litla stubbnum honum Snúð sem að situr og liggur og bíður þolinmóður eftir því að tvífætlingarnir fái nóg af að tala um hesta og aftur hesta.Við Eygló gleymdum okkur alveg yfir Hrafnmessunni en það er svo þægilegt að geta horft á helstu viðburði í tölvunni með því einu að fara inná http://www.hestafrettir.is/ og sjá þar fullt af skemmtilegum viðburðum á vídeói. Sama dag kom hann Eiríkur Hjalta og sótti sinn flotta stóðhest hann Stirni sem nú á að fara að temja.Í gær fór hún Grindavíkur-Skjóna heim til sín en hún fer að kasta og vitanlega vilja eigendur hennar fylgjast grant með henni og væntalegu folaldi.Það er alltaf spennandi að sjá þessi háfættu kríli bögglast af stað á sínu völtu fótum:)) Í gær rak ég kallinn minn í frí.Byssuvinir voru að fara í Svartfugl og ætlaði hann að vera heima að taka á móti fólki sem að á hér húsbíla og annað dót í geymslu en ég hélt nú að ég gæti afgreitt það á meðan hann færi með félögunum að veiða.Það er nú ekki svo ósjaldan sem að hann er búinn að trússa með mér á hestaferðalögum og þeytast í kringum mig í mínu áhugamáli.Svo er svo gaman að taka á móti kallinum sínum ferskum og þreyttum eftir að gera það sem að þeir hafa allir í genunum,að veiða og afla matar fyrir fjölskylduna.Það er á mismunandi hátt sem að þeir gera það hver og einn hvort sem það er í formi veiðibráðar,Bikars eftir íþróttaleik eða launaumslag eftir vinnuna.En allir koma þeir með eitthvað heim í kot.Það er í genunum að draga björg í bú bæði hjá mannfólkinu og dýrunum ef maður fer að hugsa það vel. Ég afgreiddi í gær þónokkuð af dóti og gaf útiganginum.Þvínæst kláraði ég að slóðadraga bakkann og vona ég að hann grói upp í gengum sandinn í sumar en ég er ekkert alltof spennt að setja merarnar snemma á hann.Þeim þykir reyndar voðalega gott að komast þarna niðureftir og kasta þar í friði og ró og verður það svo að vera áfram.Það má ekki loka fæðingardeildinni þeirra:)) Geldingarnir hér heima og stóðtittirnir voru heldur betur búnir að "taka til" í heimahesthúsinu í gær arg arg! Ég get sjálfri mér um kennt því ég hafði ekki loka hliðinu inná gang nógu vel og var sko stuð hjá þeim þar.Þeir lentu í óvæntri brauðveislu og voru búnir að rífa í sig fullan svartann brauðpoka og tæta heyið um allt og skíta um allann gang arg arg.Einsog við Magga og Inga gerðum allt voðalega fínt þarna um daginn! En svona er nú lífið og tek ég bara til aftur. Núna ætla ég að skjótast útá Mánagrund og berja þar augum alla gæðingana í Firmakeppninni sem þar verða:)) 29.04.2006 21:41Vorhreingerning og áburði dreift.Mikið er búið að gerast hér síðustu dagana.26-4 fórum við á Búnaðarfélagsfund og var þetta 20 ára afmæli og matur og alles.Það er alltaf gaman að sjá hina bændurna og heyra hvað þeir eru að bralla á sínum bæjum.Núna er mesta spennan hvernig Æðarvarpið gangi fyrir sig hér á Suðurnesjum því að það á að fara að friða rebba kallinn svo að núna verða menn að girða vel hjá sér og vakta enn betur svæðin sín.Ég varð voðalega spennt að sjá allar þessar myndir sem að Árni Snæbjörnsson Ráðunautur sýndi af Æðarvarpi hjá hinum og þessum bændum víða um land.Ég vildi óska þess að ég hefði meiri tíma til að hlú betur að þessu hjá okkur en við erum með friðlýst Æðarvarp og er ætlunin að reyna að lokka fuglinn inná hjá okkur í rólegheitum næstu árin en þónokkuð af fugli verpir nú þegar hjá okkur:))Allt tekur þetta tíma og mundi ég ætla að maður tali um Æðarvarpið í tugum ára heldur en í árum. 28-4 fengum við hjónin tiltektarkast á jörðinni okkar.Reyndar byrjaði mitt kast innan dyra en ég tók til og ryksugaði einsog vitleysingur.Setti í þvottavél,tók allt útúr fataskápnum og henti því sem að hefur minnkað með árunum(skil ekkert í því hvað fötin mín minnka)! Tók haug af þvotti og braut saman,æddi út og gaf útiganginum í þremur hólfum,gaf stóðhestum og geldingum hér heima,gaf folöldunum og fullorðnum hrossunum sinn skammt eftir að allir höfðu farið út að ærslast á meðan ég tók til í stíunum þeirra,kanínurnar fengu sína gjöf ásamt öndum,hænum,Quail,Fashanar og hænur fengu sitt og síðan gaf ég tíkunum kvöldmatinn sinn.Hebbi var sko ekki síður duglegur en hann byrjaði daginn á að setja dreifarann aftan í traktorinn og bar á Golfvöllinn fyrir Sandgerðingana.Svo kom hann heim og bar á vorbeitina fyrir merarnar sem verða hjá Hrók í sumar.Ég náði honum inn um háltvö leytið í hádegismatinn en svo var hann rokinn út aftur að skipta um dekk undir nágranna okkar honum Júlla í Hofi.Næst sótti hann Gröfu inní Garð og réðist hann á refabúrin á bakvið bú sem að voru svo gróin föst í grasið að vonlaust var að ná þeim öðruvísi upp nema með vél.Það fengu 2 bílar að fjúka með í gáminn sem var kjaftfullur um kvöldið en í staðinn er komið þetta fína port á bakvið fyrir ný "gull"sem ekki má henda:))Við vorum ansi þreytt eftir daginn og skriðum inn að ganga 12 á miðnætti en sem betur fer þá hafði ég fjareldað (nýyrði bóndakonunnar tímalausu) steik í ofninum og ilmurinn tók á móti manni opnum örmum og glorsoltnum munni.Ég ákvað að dekra mmig ærlega eftir daginn og fór í heitt freyðibað með kertaljósum um allt baðið......þvílík sæla:)) Blessaðar endurnar eru nú innilokaðar en ég held að þær séu ekkert óánægðar með það enda aðstaðan hjá þeim alveg til fyrirmyndar myndi ég segja.Við urðum að fækka aðeins í hópnum en núna eru 7 endur og tveir steggir.Og þær eru að skila 7 eggjum á dag og ekki veit ég hvað ég á að gera við öll þessi egg.Þær sula látlaust í litlu tjörninni sinni sem er veðurhlíf af þotuhreyfli nánar tiltekið Douglas DC 8.Við tímdum ekki að splæsa í milljón krónu heita pott fyrir þær hehehe.En þetta dugar þeim vel með sírennsli svo að hún haldist hrein og fín. Góðir gestir komu í gær en hann Róbert Smith kom ásamt vini sínum Dúa Landmark og skoðuðu þeir öll herlegheitin í húsunum okkar.Hebbi sýndi þeim hrossin og fannst þeim hann Biskup minn stór enda stæðilegur og vel alinn gripur:))Þeir voru að sækja hann Bismark sem er bátur sem að þeir eiga nokkrir saman en stefnan er tekin á Svartfuglaveiðar sem því miður hann Hebbi minn kemst ekki á vegna vinnunnar hér heima.Aldrei tími til að leika sér:((( Í dag vorum við nú ekki að gera neitt voðalega mikið(miðað við undanfarna daga) en ég afhenti einn stóðhest sem hefur verið hjá mér í vetrarpössun og var eigandinn ánægður með hann og þá er ég ánægð.Hebbi afhenti eitthvað af dóti úr geymslunni og svo var þetta vanalega gefa mat og taka til í stíum.Við komumst inn snemma og var ég búin að elda og alles um áttaleytið og dagurinn búinn að vera alveg yndislegur.Enda veðrið með eindæmum gott hér og maður getur sko ekki kvartað þegar að maður sér grasið bókstaflega kreistast uppúr jörðinn með látum:)) Gleymdi einu sem mér finnst voðalega merkilegt! Ég fann stillingu á vélinni minni sem að ég breytti og núna tekur hún stærri myndir eða öllu heldur í meiri gæðum:)) Þið sjáið líklega muninn á efstu myndinni af fjörunni okkar og hinum tveimur hvað fjörumyndin er miklu skýrari:))Bara flott:))
26.04.2006 23:58Hrókur frá Gíslabæ (húsnotkun)Þá er ballið að fara að byrja hjá honum Hrók og fyrsta hryssa var að fá pantað hjá honum í dag.Hann mun þjónusta hryssur fyrst um sinn á húsi en fer svo snemma útá tún líklega um miðjan Maí til að taka á móti sumarhryssunum sínum.Tollurinn hjá honum er 20.000- á húsi en þær merar sem að koma til hans í stóðið fá að vera hjá honum í 3 mánuði og verður tekið 2000 krónur í girðingargjald per mán fyrir utan folatollinn.Hrókur er alveg einstaklega geðgóður og má bæta hryssum á hann þó að búið sé að sleppa honum í stóðið.Ég hef vanið hann á það að bæta hryssum á hann alveg síðan hann var 3 vetra.Hann fyljaði 100%í hitteðfyrra og árið þará undan var fyljunarprósentan 94% sem er mjög gott.Stefnt er með hann í dóm árið 2007 ef allt gengur að óskum.Hann á meira inni segir Agnar Þór sem að sýndi hann síðastliðið vor en það sem hefur aðallega háð honum er full lítill vilji til að byrja með en úr því rættist duglega í fyrra og er hesturinn vel viljugur og áframsækinn í dag.Hann gefur virkilega háfætt,bollétt og geðgóð afkvæmi. 24.04.2006 23:58Hressir stóðtittir og geldingar.Það var sko ekkert smá stuð í dag þegar að við Hebbi vorum að flokka og vesenast með geldinga og setja með tittunum heim við hesthús.Fyrst settum við hana Jasmín hennar Guddu í merarhólfið og Vindur beið inni í hesthúsi á meðan svo að hann færi nú ekki einn útí tittahólfið og lenti ekki aleinn í útreiðinni sem að ný hross fá hjá tittunum:))Næst sóttum við hann Pegasus í merarhólfið því að nú fer að líða að því að merarnar fari að kasta og þá er nú gott að þær séu í ró og næði yfir forvitnum geldingum.Svo sóttum við hann Dauða Rauð Roðason frá Múla uppí stóra hesthús því hann var orðinn fyrir þar útaf nýja folaldinu henni Sóley.Næst var að stilla sér upp fyrir myndatöku og vera við þegar að þessum 3 geldingum yrði blandað saman við tittina og þessa tvo geldinga sem þar voru með.Þvílíkt stuð á þeim.......jess merar!!!!! Og svo reyndu þeir að máta og máta einsog þeir gátu:))Pegasus þótti mest sexý hesturinn að þeirra mati og fannst honum hann líka fá full mikla athygli á köflum.Enda á að rækta skjótt og aftur skjótt ekki satt:)) Þarna hefði getað komið flott ef að Pegasus hefði verið meri! Þessi ásfangni foli á honum er undan Hálfbróður Þengils frá Kjarri honum Þjark frá Kjarri. Ég er búin að vera að æsa mig upp í dag að ganga frá bókhaldinu svo að bókarinn fái nú allt saman frá okkur á síðustu stundu einsog venjulega en ég er að verða búin að flokka allt en á eftir að koma því í möppurnar og fara með það í Keflavíkina.Skal það gert í fyrramálið og verð ég afar fegin þegar að það er búið.Það er svo miklu skemmtilegra að vera útivið og sérstaklega þegar að veðrið er svona gott einsog það varð seinnipartinn í dag. Ég steingleymdi að blogga um eitt sem að ein ung dama verður ánægð með að lesa! Hún Skjóna er að byrja að stálma og þá eru nú ekki margar vikur í folaldið hennar og Hróks!!! Fróðir menn segja að það séu ekki nema 2-4 vikur í köstun eftir að þær stálma.Hvað segið þið??? Og endilega kommenta!!!!! Ég ætla að skella inn skemmtilegum mynd af deginum í dag í albúm.Það var svo fyndið að sjá þessa litlu og stóru perra hehehehe.Set samt eina enn hér inn af honum Ask Stígandasyni að reyna sig við Dauða-Rauð Roðason.
22.04.2006 23:42Allt á kafi í ungum!Mikið eru kanínurnar mínar duglegar að gjóta þessa dagana.Ein þeirra gaut þessari hrúgu um daginn og taldi ég 10 unga og geri aðrir betur! Þetta er Castor Rex læða frá Hrauni á Skaga (fyrir norðan)sem er svona dugleg og faðirinn er hann Gammur gamli.Hann er svolítið merkilegur fyrir þær sakir að vera undan innfluttum dýrum og er orðinn nokkuð gamall í þokkabót.Enda treð ég fóðri í móðurina til að hún mjólki vel handa öllum skaranum:)) Um daginn fékk ég fullt af skemmtilegu fólki í heimsókn.Það kom hér par að líta eftir fylfullri hryssu sem þau eiga hér og mikið var nú skrafað um hross og aftur hross.Það er alveg með eindæmum hvað maður getur blaðrar um hesta! Enda hvað annað skemmtilegra. Siggi (besti frændi:) og Lilja komu með krílin sín tvö og voru þau dugleg að þramma með okkur á milli móa og hesthúsa.Auðvitað varð frænka að bjóða þeim á bak og varð Biskup fyrir valinu enda voðalega góður fyrir börn ef hann er í aðhaldi.Ég er heldur betur hrædd um að þau ráði ekki við hann úti á götu þannig að þau fengu að ríða honum fram og tilbaka á stóra ganginum í stóra hesthúsinu.Það var sko engin smá sæla sem skein úr litlu andlitunum á þeim:)) Og hvað hesturinn áttaði sig fljótt á því að það voru litlar hendur á taumunum sem að tóku létt á og hann snerist hægri vinstri og bakkaði fyrir þau allt hvað þau báðu um:))Reyndar stóð hann á tímabili bara í þrjá fætur því hann heilsaði svo ákaft með framfæti til að fá sem mest af nammi og fékk hann óspart nammi verðlaun fyrir vinnuna sína. Eitthvað var ég linkuleg í fyrradag en ég harkaði af mér og tók við að slóðadraga beitarhagana þrátt fyrir að vera við það að stökva útúr traktornum og æla.Ojjjjj.....þetta var ógeðsleg tilfinning en sem betur fer þá lagðist ég ekkert alvarlega í rúmið.En nú er búið að slóðadraga allt nema bakkann sem að er sandi drifinn og þegar að ég skoðaði hann eftir norðanáhlaupið um daginn þá hefur Kári kuldaboli náð að þekja bakkann allsvakalega með skeljasandi.1/3 af honum er undir frekar þykku lagi af sandi og núna fékk mín alveg í magann með vorbeitina fyrir Hrók og merarnar.Ég er vön að byrja á bakkanum en núna verð ég að breyta þessu einhvernveginn.Líklega fá merarnar hluta af túninu í vor með bakkanum. Í kvöld fórum við hjónin í bæinn eftir henni Sóley folaldi en hún beið okkar í Rauðu Myllunni við Fák.Nóttin hennar Ingu fékk far í bæinn eftir góða vetrahvíld í rúllu og verður hún að öllum líkindum járnuð á morgun þannig að Inga getur farið að ríða útum allann Víðdalinn á hryssunni sinni:)) En hvern haldið þið að við höfum hitt í hesthúsinu þarsem Sóley beið okkar? Enginn annar en hann Markús sjálfur í fremstu stíunni svona líka flottur og með þvílíkan topp og fax! Ég klappaði honum og núna er ég að pikka með skítugum puttunum því hverjum dettur í hug að þvo sér um hendurnar eftir að hafa klappa sjálfum Markúsi frá Langholtsparti!!!! 20.04.2006 00:08Gleðilegt sumar!
16.04.2006 23:23Monty Roberts og Páskareiðin
12.04.2006 19:30Vor í lofti eina ferðina enn!
10.04.2006 00:50Minkurinn náðist!
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is