Heimasíða Ásgarðs

08.08.2006 23:37

Bilun í kerfinu sem er verið að laga

Komiði sæl öll sömul.

Þið hafið væntanlega tekið eftir því að síðan mín er búin að vera hálfskrítin síðustu daga en skýringin er hér fyrir neðan.Myndir hafa dottið út bæði á blogginu og heilu albúmin eru horfin.Sem betur fer þá á ég þessar myndir í tölvunni minni þannig að ég redda þessu fljótlega.Ég vona að þið hafið það öll gott,hef ekki tíma núna í blogg elskurnar mínar.Blogga fljótlega aftur

 

8.8.2006

Fréttatilkynning

Eins og allir áskrifendur 123.is hafa tekið eftir hefur 123.is verið í hálfgerðu lamasessi síðan á laugardaginn 5.ágúst.

Smá lýsing á búnaði 123.is
Öll gögn eru geymd á tvöföldu kerfi, það er: hverjir 2 diskar virka sem einn og það má annar hvor diskurinn eyðileggjast (en ekki báðir í einu). Hörðu diskarnir sem við notum er sérstakir vefþjóna diskar sem eiga að endast 4x lengur en venjilegir harðir diskar.

Við ákváðum að útskýra fyrir ykkur notendum 123.is hvað gerðist:
 - kl 11.40 á laugardaginn fær kerfisstjóri 123.is sent SMS frá kerfinu um að annar diskurinn sé bilaður í kerfinu
 - kl 12.00 kemur kerfisstjórinn og skoða málin og reynir að lagfæra á staðnum kerfið, segir því að reyna að lagfæra það sem hægt sé
 - kl 13.00 kemur í ljós að annar diskurinn er alveg ónýtur, en lítur út fyrir að hinn sé í lagi, OK þá notum við hann bara á meðan við flytjum gögnin
 - kl 16.25 dettur allt kerfið niður, og kerfisstjórinn kíkir á þetta, báðir diskarinn eru bilaðir í einu! (þetta er víst svipað líklegt og báðir hreyflar á flugvél bili í einu.
 - kl 19.00 er farið með diskana í gagnaendurheimtingu og kveikt á forriti sem greinir öll gögn á diskunum og reynir að endurheimta þau
 - endurheimtunarferlið tók hvorki meira né minna en 60 klukkustundir og það er ástæðan fyrir niðritíma / biðinni
 
Við ætlum að læra af mistökunum og höfum ákveðið að hafa 4falt lag af gagnaöryggi
 - 2faldar diskageymslur (er núna)
 - 1 "hot spare" diskur sem kveikist á sjálfkrafa ef diskur bilar
 - dagleg afrit af 2földu diskageymslunum

Verðum líklega í allt kvöld (8.ágúst 2006) að koma þessu öllu inn og láta það virka rétt.
 
Endilega látið okkur vita ef þið verðið vör við eitthvað undarlegt og við munum laga það eins fljótt og auðið er.

Vil fyrir hönd 123.is biðjast innilega afsökunar á óþægindum sem þetta olli og hvet fólk til að hafa samband við okkur ef það vill koma einhverju á framfæri vegna þessa.

Kveðja,
Stígur Þórhallsson
service@123.is

01.08.2006 01:15

Heyskapur og Króna að klikka!

Við vorum að gera tilraun til að klára kothúsatúniðí allri blíðunni í dag og vorum við búin með 24 rúllur þegar að kveiknaði í henni Krónu rúlluvél.Það er ekki í fyrsta sinn sem kveiknar í henni í látunum og náði Hebbi að stoppa hana þegar að hann sá reykinn og opna til að ná heyinu út sem kveiknaði í.Áfram var rúllað en þá fór lega.Við skiptum um legu og næsta sem skeði var að Króna neitaði að lokast almennilega og þá var ekkert annað en að fara heim að vita hvað væri að ske.Ég gaf öllum skepnum á meðan HJebbi grandskoðai Krónu og gerði einhverjar hundakúnstir við hana og á morgun á að vita hvort hún vill ekki snúast fyrir okkur.Í það minnsta klára þetta tún svo hægt verði að yfirfara hana enn betur fyrir næsta tún.Sprettan núna er alveg með ólíkindum! Loksins tóku túnin við sér og horfir maður á grasið spretta! Ég tók mynd af Meiðastaðatúninu fyrir nákvæmlega viku og aftur í dag og ætla ég að skella þeim hér inn hvor á eftir annari svo þið sjáið hvort það borgaði sig ekki að hinkra aðeins og vita hvort ekki kæmi meira gras á túnin og veður hlýnaði.

Meiðastaðatúnið 24 Júlí.

Sama tún 7 dögum síðar.Ótrúleg breyting á aðeins einni viku!

Það skeði svolítið fyndið í kvöld en þegar að ég kom heim frá heyskapnum var fyrsta verkið að gefa heimalningunum kvöldsopann sinn og þegar að ég keyrði niður að hesthúsið þá sá ég tvö lömb koma þjótandi á eftir bílnum en eitt lá spriklandi útá túni liggjandi á hliðinni!Mér datt strax í hug að nú hefði hundur tætt það í sig á meðan ég var ekki heima en þegar að betur var að gáð þá var það bara afvelta af spiki og komst ekki á réttan kjöl.Aumingja Hermína er orðin alltof feit og pattaraleg þó svo hún sé hætt á mjólkursullinu og fái einungis heitt vatn að drekka tvisvar á dag:))Hmmmm....ætli heimalningarnir þurfi að fara á Herbalife eða eitthvað svoleiðis?

Buslufréttir fyrir þá sem vilja fylgjast með Buslunni minni.

Busla er allt allt önnur en hún hefur verið undanfarnar tvær vikur eftir það sem gert var fyrir hana í gær.Sú er aldeilis breytt! Hún notar fótinn og situr með fótinn réttan undir sér en ekki teygðann útí loftið.Það er allt annað að sjá upplitið á tíkinni,góð matarlyst og ekkert mál fyrir hana að hreyfa sig sem hún á nú minnst að gera af.Núna er aðalmálið að reyna að fá hana til að labba rólega en ekki fara svona hratt einsog hún vill fara.Sem betur fer er hún mjög viðráðanleg og gegnin með afbrigðum.Það er semsagt stórbreyting á tíkinni og er ég alveg undrandi á því hve mikil hún er og það er greinilegt að núna er hún ekki kvalin í fætinum einsog hún er búin að vera frá fyrsta degi þegar að aðgerðin var gerð á henni.Það er meira að segja enginn blóðgúll aftan á henni við sárið þarsem teinninn gekk tvisvar út heldur hafði dýralæknirinn sem annaðist hana í gær vit á því að skilja eftir gat svo að blóðið og vessar gætu runnið út óhindrað.Buslan heldur bara áfram sínu striki,tekur lyfin sín á réttum tíma og hefur það endalaust rólegt.

Eitt glæsilegasta folald sem ég hef séð seldist hér í Ásgarðinum í dag.Innilega til hamingju með folaldið ykkar kæru vinir,ég læt ykkur um að segja frá kaupunum hehehe.Maður bloggar ekki fréttum annara:))) En þið takið það til ykkar sem eigið:)))

Annar gripur seldist hér líka í dag,innilega til hamingju með trippið þitt ????? mín.Vona að þið ????? verðið aðalgellurnar á Grundinni eftir fáein ár:)) Það má ekki kjafta frá svona kaupum,best að leyfa nýjum eigendum að njóta sín með fréttirnar ekki satt:)) Er ég leiðinleg hehehehehehe.......

Ég verð að fara að finna mér tíma til að setjast niður og auglýsa folöldin áður en vetur gengur í garð.Kannski kemst ég í það á morgun,fæ eina Ameríska úr Hernum ofanaf Velli til að aðstoða mig við búskapinn.Hún hringdi í dag og vantaði svo að komast frítt í vinnu við hesta áður en hún fer í Hestakóla útí Colorado.Hún ætlar að koma einu sinni í viku í nokkrar klukkustundir til að safna tímum fyrir skólann.Ég hlýt að finna eitthvað sniðugt fyrir hana að gera.Kemda,hreinsa úr hófum,lónsera,spekja trippin betur.Hafið þið einhverjar sniðugar uppástungur fyrir mig með hana? Ég er svo vön að vina ein að ég kann ekki að notafæra mér aðra! Hjálp hjálp........commentið eitthvað!

31.07.2006 23:59

Tíkarræfillinn hún Busla mín.

Eru þeir ekki flottir þessir tveir folar! Náskyldir litir og vart hægt að hugsa sér skemmtilegri svip einsog á honum Aski Stígandasyni.......áttu líka brauð kelling???? Auðvitað átti kellingin og kallinn á bænum pínulítið brauð handa dekursnúðunum sem eru við opið hesthúsið hjá okkur.Þeim finnst rosalega gott að geta komið inn og fengið tuggu með grængresinu og svo hafa þeir saltstein og ég gerði nú svolítið sem ég hef ekki gert áður,ég keypti svona vítamínstamp og setti hjá prinsunum.Ekki finnst mér þeir taka neitt verulega í þetta harða gums sem í þessum stampi er en kannski þeir séu bara ekki komnir uppá lagið með það.

Í gær fengum við Hebbi góða gesti í heimsókn en hún Sigrún systir hans og Pálmar maðurinn hennar komu og fengu kaffi og með því.Auðvitað var skundað niður tún og litið á folöld og merar og Krían talin en ég sá ekki nema einn bústinn Kríuunga.Þau hjón stoppuðu heillengi og gátum við skrafað um heima og geima:)))

Í dag fór Busla eina ferðina enn inná spítala og voru teinarnir á leið útúr beininu í annað sinn.Ekki gott mál fyrir Busluna mína.Ég fékk að aðstoða við allt og fylgdi Buslu minni í röntgen í tvígang og aðstoðaði við þetta allt saman.Mér fannst hún vita af sér þó að hún hefði verið svæfð en hún kipptist við ef hún heyrði hund gelta en hún er alger ræfill nálægt ókunnugum hundum.Núna voru teinarnir lamdir aftur inní legginn og endinn saumaður við holdið og núna má Busla varla draga andann á næstunni svo ekki fari allt af stað eina ferðina enn.Þetta var svolítið óhugnalegt að sjá,hvað finnst ykkur?

28.07.2006 23:54

Folöldin skipta um feld

Hún Frigg Ögradóttir ætlar að svíkja mig með að verða litförótt.Það er nú kannski alltílagi því hún er svo fallega rauðblesótt sokkótt á öllum fótum.Hún er búin að missa það mikið af folaldfeldinum að það ætti að sjást í grá hár en hún kemur venjulega rauð undan folaldafeldinum.Ég spái þessari hryssu velgengni í framtíðinni,hún fer fallega um á gangi er alhliða stelpan og mjög athugul og forvitin með afbrigðum.Það fer að styttast í að maður fari að setja folöldin á sölulista og auglýsa þau á netinu.Flest ef ekki öll folöldin hér á bæ verða til sölu þannig að ef þið viljið forvitnast eitthvað meir þá er um að gera að senda mér netpóst:))

Aumingja Buslan mín þurfti að fara aftur inná spítala í gær en í fyrrinótt fór að blæða úr henni aftarlega og hélt ég fyrst að hún væri að byrja að lóða en það gat bara ekki verið miðað við blóðmagnið.Mig var farið að gruna fyrir all nokkru að pinninn sem var settur í hana væri að ganga útúr henni og fór ég með Buslu til Gísla dýralæknis seinnipartinn í gær og þá kom það rétta í ljós.Pinninn stóð útúr tíkinni rétt ofanvið skottið og var ógeðslegt að sjá þetta.Þessi ræfill hefur ekki kvartað eitt einasta boffs allann tímann og það var farið að bullgrafa í öllu! Gísli hringdi inneftir og sagði að ég væri á leiðinni með tíkina og þetta þyrfti að laga enda aðgerðin sem gerð var á tíkinni sögð einföld og mér sagt að allt hefði gengið vel.Hún hefur aldrei getað stígið almennilega í fótinn og smátt og smátt missti hún lystina á mat og þegar að Buslan mín vill ekki lifrapylsu þá er eitthvað mikið að! Á röngtenmynd sást að allt var ekki eins og það átti að vera og Busla þyrfti á annari aðgerð að halda.Sú aðgerð átti að fara fram í morgun en þegar að ég hringdi uppúr hádeginu þá var bara búið að stytta pinnan,hreinsa sárið og sauma fyrir gatið.Dýralæknirinn sem gerði aðgerðina er í sumarfríi og á Busla að bíða eftir að hún komi úr fríi eftir helgi og þá á að laga það sem misfarist hefur með fótinn.Tíkarræfillinn er kominn á tvennskonar sýklalyf og svo gaf ég henni bólgueyðandi og verkjastillandi í kvöld því hún sat skökk og skæld vælandi fyrir framan mig.Það er MIKIÐ að Buslu ef hún vælir það get ég sko sagt ykkur! Hér er sárið á tíkinni í gær áður en hún fór inneftir á spítalann.Sést kannski ekki vel en það er bunga ofanvið skottið sem pinninn gekk útum.

27.07.2006 23:27

Frábært fertugsafmæli!

Svona var afmælisdagurinn minn allur,eitt bros á minni allann liðlangann daginn:))Það var svooooooo gaman að fá til sín allt þetta skemmtilega fólk og sló maturinn hreint út sagt í gegn.Enda heimaræktuð lambalæri á grillinu ( og Skagfírsk að auki) stútfull af hvítlauksrifjum og þvílíkt meir og góð.Inga brilleraði svo rækilega í gegn, en hún bar mestallann þungann af matnum og er hún pöntuð í fermingarveislur hjá minni fjölskyldu fyrir næsta vor! Ekki amalegt að fá hana til að sjá um veislur slurp slurp nammi nammi.Mín fékk fullt af pökkum og var mikið gaman að ganga aftur í barndóm og opna þá hehehe.Ég hef ekki opnað afmælispakka í tugir ára.Mín fékk inneignarnótur í Kringluna og er ekki langt í að maður skelli sér í menninguna og sprangi um Kringluna og finni sitthvað sem mann vantar og vantar ekki.Svo fékk ég flotta kaffibolla úr Kaffitár, fína mynd,Rauðvín,sætann kertastjaka,Ísland í aldanna rás 1900-2000 sem ég á eftir að lesa spjaldann á milli.Ég er alveg sjúk þegar að ég byrja að lesa,festist algerlega við það! Svo fékk ég alveg bráðflottan álf sem minnir svolítið á mig hehehehe........Með honum fylgdi þetta flotta höfuðleður og nasamúll svart með hvítum röndum og grunar mig að þetta passi vel á þann brúnblesótta sem ég á einhverstaðar sunnan við Hafnirnar?Einnig fylgdi álfinum bók sem ég er að veltast um með og skoða og læt ég fylgja hér gullkorn með þessari mynd af MÉR en ÉG er þemað í þessu bloggi sko!

Gullkornin:))))))

Ég er ekki að eldast! Ég er að marinerast!

Þú veist að þú ert orðinn gamall þegar að kertin kosta meira en tertan!

Ýmindaðu þér að þú gætir smellt fingrunum í afmælinu þínu og aldrei orðið eldri.HA ha ha ha.......Það er ekki einu sinni hægt í afmælum því þú ert með svo mikla gigt í fingrunum að þeir smella ekki hehehehehe.

Ég hef allt sem ég hafði fyrir 20 árum......það er bara aðeins neðar!

Miður aldur er þegar að konan þín segir þér að draga inn magann og þú ert búinn að því!!!!!!

24.07.2006 00:32

Trilla strand við Garðksagavita

Eitthvað fannst mér vera að þegar að ég kíkti útum stofugluggann í fyrradag en ég sá bát sem var óvenulega nærri landi og stukkum við Hebbi af stað til að athuga með málið.Við Garðkagaflösina var Trilla föst á rifi og Björgunarsveitin Ægir frá Garði tilbúin að veita mönnunum hjálp sem þeir afþökkuðu pent.Ég sem hélt að mannslif væri ekki metið til fjár! Höfðu þeir verið á sjónum eitthvað lengi og voru orðnir þreyttir og slæptir og sofnuðu með þessum afleiðingum.Það var eins gott að veðrið var gott og nánast logn.

Við rúlluðum fyrir Gísla og Siggu á Flankastöðum í gær.Þau fengu vel af heyi af sínum túnum og telja þau að kindaskíturinn hafi gert góða hluti hjá sér.Nóg var minnsta kosti af heyi og bjart framundan hjá þeim næsta vetur:))Sjáiði hvað hún Sigga tekur sig vel út á traktornum:))Við vorum einsog óðar um öll tún og lukum þessu af á mettíma og eftir fengu við kaffi og meðlæti.Sigga var einsog smurbrauðsvél,það var alveg sama hvað maður tróð í sig alltaf bættist á brauðfatið.Takk fyrir okkur:))))

Hebbi sló í dag (23 Júlí) Kothúsatúnið og er vel af grasi þar.Við lentum í því í fyrra að ætla að slá það síðast og gerðum en náðum svo ekki að hirða af því heyið þannig að það lá úti og svo var borið vel af áburði yfir og þvílík spretta á einu túni!Heyið sem var á túninu í vetur og vor hefur hlíft jarðveginum og haldið hita fyrir nýtt fræ að spíra undir með þessum góða árangri.Þetta hefur einu sinni áður skeð hjá okkur með að ná ekki að hirða af síðasta túni og heyið legið úti og þá sumarið eftir varð metuppskera af heyi þannig að eitthvað gott hefur hlotist af þessu.Ég er bara bjartsýn á heyfeng í ár eftir að hafa farið á rúntinn í kvöld með kallinum á milli túna en á flestum túnum hefur grasið tekið góðann kipp í hitunum síðustu daga.

Busla er öll á batavegi og farin að stíga nokkuð vel í fótinn en samt finnst mér að stálnaglinn sem settur var í löppina á henni sé of langur þó ég hafi ekki vit á því.Hann stendur stundum uppúr bakinu aftanverðu og ætla ég að láta líta á þetta eftir nokkra daga.Hún var nú svo brött tíkin í gær að hún ætlaði að hoppa uppá garðbekkinn í gær en var stoppuð af á síðustu stundu:))

Mín er á fullu að gera klárt fyrir smá grillveislu sem ég ætla að vera með á Þriðjudagskvöld.Ég fór í Bónus í kvöld að versla inn og það var ekki lítið sem ég keypti.Það verður nóg af öllu fyrir alla  vona ég en fimm lambalæri hljóta að duga ofaní cirka 25-30 manns.Veðrið átti að vera þvílíkt gott en núna spáir hann (hver sem þessi HANN er!) jafnvel rigningardropum og er ég svo þrjósk að láta EKKERT stoppa af grillveisluna mína og verður keypt stórt tjald yfir herlegheitin og þá má rigna eld og brennistein hehehehehe.

21.07.2006 23:56

Hvar er allt heyið?

Engin mynd í kvöld gott fólk því það var svosem ekkert til að mynda í heyskapnum í dag.Ég veit ekki hvar allt heyið er sem við héldum að við værum að heyja á öllum þessum túnum klór klór í hausnum!Af öllum túnunum sem voru slegin í þessu holli eru venjulega að koma yfir 70 rúllur en í ár voru þær aðeins 42!!!!!!! Við vitum að vorið var kalt og allt það en þetta er útúr öllu korti og erum við alveg handviss um að áburðurinn sem við keyptum í vor var ónýtur.Hann var svo kekkjóttur í pokunum að það var hreinasta hörmung að bera hann á túnin.Við ásamt fleirum sem keyptum áburð af þessum sama aðila fengum afsökunarbréf útaf öllum kekkjunum en það er ekki nóg ef áburðurinn var ekki að virka!! Þetta þýðir bara eitt.......bretta upp ermarnar og taka málið föstum tökum ekki satt.Taka sýni af áburðinum sem eftir er og senda til Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins og fá úr því skorið hvort að það geti verið að áburðurinn sé ekki í lagi.Ef svo er þá náttúrulega vöðum við áfram með það til aðilans sem seldi okkur áburðinn og vita hvað hann vill gera fyrir okkur í staðinn fyrir ónýtann áburð.Ekki gott mál fyrir næsta vetur.....sem betur fer vorum við að bæta túnum á okkur þannig að kannski bjargast þetta þrátt fyrir allt.

20.07.2006 22:28

Heyskapur hafinn

Heskapur er formlega hafinn hjá okkur Hebba og sló hann Vitatúnið,Grundina,Hofið,Blómsturvellina og Sjávargötuna í dag og ég rakaði á honum Ödda gamla(gamli Massey Fergusoninn).Við höfum haft það fyrir sið að skíra traktorana eftir fyrrverandi eigendum og er ég td.alltaf á henni Sæunni að pakka en Sæunn er alger dýrgripur í mínum augum.Hún er Massey Ferguson 135 mjög sjálfstæð í stýri og fer stundum sínar eigin leiðir með mig.Hægfara en fer það og getur pakkað þó svo að margir hafi sagt að við yrðum að fá okkur öflugri Traktor fyrir pökkunarvélina.Ég rauf 5000 þúsund rúllu múrinn í gær á túninu hjá Villa og Karen og allt pakkað með Sæunni!Skelli inn mynd af henni Sæunni minni frá Þórustöðum í Ölfusi.

Það er ekkert svosem að frétta markvert nema að Busla er öll að koma til og eldaði ég handa henni Lifrapylsu ( takk Magga:)) og renna pillurnar ljúflega niður í magann vel faldar í Lifrapylsubitunum:)) Engin slagsmál við Busluna og allir sáttir.Hún er þó mjög aum og stígur ekki í fótinn en er dugleg að koma útá blett og gera alla sína hluti þar.Ekki er verra að Buslan fær harðfiskbita að launum fyrir dugnaðinn fram og til baka.Hún er svo matarmegin í lífinu að með þessari aðferð skröltir hún þangað sem ég ætla henni en ef hún væri ekki svona mikill matarfíkill þá þyrfti ég að bera hana fram og tilbaka hehehe.

 

19.07.2006 15:12

Busla komin heim!!!!!

Busla litla hetjan mín er komin heim og líður greinilega miklu betur í fætinum sínum.Hún var alsæl við heimkomuna og fegin að fá að leggjast inni í bælið sitt en ekkert voðalega fegin að fá aftur kragann á sig sem hún reif víst af sér síðastliðnu nótt inná Dýraspítala.En hún verður að hafa kragann í einhverja daga á meðan saumarnir eru að jafna sig þó hún sleppi kraganum á meðan hún borðar og fer út að pissa undir eftirliti:))) Allt lítur þetta vel út og vil ég þakka starfsfólki Dýraspítalans í Víðidal góða þjónustu og sérstakar þakkir til starfsmanns sem tók á móti okkur Buslu.Þessi ungi drengur tók svo vel á móti okkur og var svo kurteis og hlýr.Takk kærlega fyrir okkur.Busla og Fjölskylda Ásgarðinum:))

19.07.2006 01:39

Heilladís frá Galtarnesi köstuð!

Ég rétt missti af fæðingunni á síðasta folaldi hér í Ásgarði í ár.Við sáum að Heilladís var búin að taka sig útúr hópnum og ákváðum að fara niður eftir með cameruna en urðum nokkrum mínútum of sein.En það er alltílagi því ég fékk jarpskjótta hryssu sem er undan Hrók og hér sannar hann það aftur og eina ferðina enn að hann er ekki frekur á litinn sinn ef merarnar eru skjóttar.Ég er að hugsa um að eiga þetta folald sjálf og setja það ekki á sölusíðuna.Mig reyndar dauðlangar til að eiga hana Frigg (rauðblesótt sokkótt á öllum) en það er ekki hægt að eiga allt.

Hér er sú stutta innan við hálftíma gömul að skoða kallinn sem ætlar að fara að heyja handa því fyrir veturinn.Um að gera að sleikja sig nógu vel upp við hann!

18.07.2006 21:40

Busla búin í aðgerð.

Við Busla vöknuðum snemma í morgun,fengum okkur meira verkjastillandi og brunuðum uppá Dýraspítala í Víðidal.Þar fékk hún meira af dópi og svo sett í röngtenmyndatöku og þar kom það í ljós að afturfóturinn hennar var alveg kubbaður í sundur.En sem betur fer var ekkert annað sjáanlegt að og mjaðmagrindin í góðu lagi.Þannig að næst var að setja hana í aðgerð og Katrín Dýralæknir sá um að setja pinna í beinið og gekk þetta allt saman mjög vel.Á meðan á þessu stóð þá fékk ég mér kaffi hjá henni Möggu minni til að halda mér vakandi en ég svaf næstum ekkert nóttina áður.Ég var spurð að því uppá Dýraspítala hvort að eitthvað fólk frá Sjónvarpinu mætti mynda aðgerðina á Buslu og gaf ég leyfi til þess og svo átti að taka viðtal við mig þegar að ég sækti hana en ég er nú ekki alveg manneskjan í svona sjónvarpsviðtöl,fer bara að stama og gleymi að anda af stressi! Sem betur fer þá mátti Busla vera yfir nótt á Spítalanum þannig að ég slepp við camerurnar,mér finnst öllu betra að vera fyrir aftan cameru heldur en framan:)) Katrín hringdi um kvöldið til að segja mér endalega upphæð á aðgerðinni og er þetta ekki beinlínis ódýr aðgerð en það var aldrei neitt hik á hvorugu okkar.Busla skildi fá þá aðstoð sem hægt væri að veita henni og ekkert minna en það.Katrín hafði á orði hvað tíkin væri mössuð af vöðvum,hún var alveg hissa og sagði að það hefði verið meira mál að komast að beininu á henni en öðrum hundum vegna stórra vöðva sem voru bókstaflega fyrir! Ég sagði henni að Busla væri minkaveiðihundur en samt ekki í neinni þjálfun þessa dagana og fannst henni samt hún vera með óvanalega mikla og massaða vöðva.Ég ætla rétt að vona að hún Katrín haldi ekki að Busla mín sé á einhverjum sterum einsog vöðvabúntin í ræktinni:)) Ég skellti inn frekar gamalli mynd af Buslu og mömmu hennar og þar er Buslu rétt líst.Lét sko ekki kolbrjálað veðrið aftra sér í því að fara út að pissa! Tara mamma hélt bara sem fastast í sér og var ekki haggað úr stólnum:))

18.07.2006 00:59

Busla fótbrotin!

Aumingja Busla mín fótbrotnaði í kvöld.Henni lá svo á að vera fyrst af pallinum á bílnum til að vera fyrst á staðinn þarsem ég taldi að minkur væri að hún lét sig vaða áður en ég gat stoppað alveg.Ræfillinn steig ekki í annann afturfótinn og kom vælandi til mín.Það er mikið að ef að hún Busla lætur í sér heyra.Ég náttúrulega hringdi í Gísla og Hrund og kom Gísli í kvöld á öðru hundraðinu með verkjalyf í sprautu og liggur Busla núna frammí á gangi og bíðum við eftir því að klukkan silist áfram en 5 í fyrramálið á ég að gefa henni annann skammt af verkjalyfi og keyra henni svo uppá Dýraspítala í fyrramálið.Aumingjans tíkaræfillinn er alltof þung í ofanálag og erum við báðar að spekúlera í DDV kúrnum enda veitir okkur báðum ekki af að fara að huga að okkar málum!

Ég sá fyrstu Kríuungana í dag enda þótti mér Krían vera orðin full frek niður á túni í dag þegar að ég var að stússast í stóðinu.Mávurinn er búinn að éta megnið af eggjunum í ár og líklega lenda litlu krílin á kjaftinum á honum síðar meir.Ég hef aldrei séð Flugvöllinn (túnið okkar var Flugvöllur ) svona Kríulausann áður og hefur þetta greinilega mikið að segja fyrir sprettuna sem er ekki góð nema þarsem Krían er sem þéttust en þar er gróðurinn mikill og fallegur.Mávurinn er greinilega að fara í kantana og tína í sig eggin og er þetta mikill skaði fyrir okkur því að Krían er búin að vera litlu skítadreifarararnir okkar í mörg ár en núna verðum við líklega að kaupa áburð á haustbeitina.

Askur fékk að fara í hólfið með þeim Glófaxa,Óðinn og Týr og var sko stuð á drengjunum:))Það sáust margir flottir taktar og var ég eltandi þá um allt með cameruna og náði nokkrum góðum skotum og hér er einn sem fær hátt fyrir stökk í framtíðinni,minnsta kosti umsögnina fyrir stökk: Hátt og skrefmikið!Hvað finnst ykkur gott  fólk!

Og ein af Aski Stígandasyni sem skemmti sér konunglega með yngri deildinni:))

16.07.2006 00:00

Vanþakklátar kanínur!

Við Herbert fórum í það í dag að stoppa af þann mesta kanínugröft EVER.Það munaði minnstu að þær væru komnar undir sökkulinn á húsinu og út í buskann þarsem bæði Rebbi og Minkurinn hefði etið þær fljótlega.Ég sem var svo ánægð fyrir þeirra loppu að hafa allt þetta pláss sem ég var svo samviskusamlega búin að girða af en "NEI!!! Ég mætti heilum hóp af grallaralegum kanínuungum um allt Stóðhestahúsið og kanínusalinn.Við tókum á það ráð að setja net í botninn á hestastíunum og settum svo hálminn aftur yfir og núna mega þær sko reyna að grafa að vild hehehehehe.Ef einhver vill kaupa óþekka kanínuunga þá kosta þeir 3000 krónur takk fyrir.

Við vorum extra dugleg í dag og löguðum vatnið sem að er búið að vera til vandræða í kanínusalnum og ákváðum í leiðinni að fara ekki aftur heim með Endurnar eftir útgöngu bannið á þeim vegna yfirvofandi Fuglaflensu heldur breyta helmingnum af Kanínusalnum í Andasal (ekki verður farið í Andaglas þar hehehe).Það hefur gengið svo rosalega vel að láta þær sjálfar unga út þar að annað eins af Andarungum höfum við ekki verið með.Við lögðum vatnið út og nú er bara að setja buslutjörnina þeirra fyrir utan og vita hvort þær vilja ekki vera í stóðhestagirðingunni sem er samasem Andarheld eftir smá lagfæringar á einum stað.Reyndar var ég búin að opna út fyrir þær en þær eru annaðhvort svona innilega heimskar að þær fara ekki út eða vilja það ekki.Nema að hvortveggja sé:))

Hrókur er duglegur að sinna hryssunum sínum og er ein hjá honum enn óköstuð og er það hún Heilladís mín en hún var hjá honum í fyrra.Við höfum verið að slá handa Hrók og hryssunum hans Vitatúnið og keyrt því  beint í þau við mikla gleði.Þetta vor eða sumar er hreint hörmung og sprettan léleg.Okkur er líka farið að gruna að áburðurinn sem við fengum spili kanski líka inní því að það er svo lítið að ske þarsem hann var borinn á.Minnsta kosti var alveg hræðilegt að bera hann á því hann var svo kögglaður í sekkjunum að það var tómt vesen að brjóta hann niður í dreifaranum.

Dímon Glampasonur er líka duglegur þó hann sé ekki nema tveggja vetra tappi.Núna er hún Sokkadís að byrja í látum og sinnir hann henni af mikilli samvikusemi.Þetta er hinn duglegasti foli og afar þroskaður.Eitt er það sem hann þolir allsekki og það eru hundar á hans yfirráðasvæði.Það kom sér vel um daginn þegar að við vorum ekki heima(vorum fyrir austan)en þá var mágur hans Hebba að fá sér bíltúr um ellefuleytið um kvöldið og stoppaði hér uppá vegi og sér hann þá hvar heimalningarnir okkar þrír eru á harðahlaupum undan stórum svörtum hundi og Dímon alveg urrandi illur á eftir hundinum!Mágur hans Hebba keyrði niður að hesthúsi og þar hentust lömbin í skjól og hundurinn rétt slapp með skrekkinn undan hófunum á Dímon! Góður Dímon:))

Nú er ég að lenda í vandræðum með Hindberjatréð í gróðurhúsinu mínu.Það er að sligast undan berjum og tíndi ég í kvöld heilt kíló af því og hafði sem eftirétt á eftir a la Önd frá Ásgarði:)) Þannig að ef þið eruð á ferðinni í Ásgarðinum, endilega elskurnar mínar tínið berin af trénu en þau eru þegar farin að detta af þessi ofþroskuðu og brátt verður gólfið í gróðurhúsinu þakið Hindberjum ef þið hjálpið mér ekki með þetta!

Skelli inn hér einni af barna,barna,barni hennar Töru minnar en hún heitir Ransý hvað annað og var ég í hinum mestu vandræðum þarsem ég var gestkomandi á bænum hennar nöfnu minnar og það var alltaf verið að segja "Ransý sestu,kyrr,leggstu og ég vissi hreint ekki hvernig ég átt að vera!

 

13.07.2006 18:14

Glæsilegt folald fætt!

Innilega til hamingju Sabine mín með þetta glæsilega fallega merfolald! Hvernig getur nokkur skepna verið svona fullkomin,falleg bygging,frábært ganglag með fótlyftu frá náttúrnnar hendi og liturinn geggjaður! Ef hún Skinfaxa erfir svo góða geðslagið líka frá móðurinni þá getur þetta ekki orðið betra.Það er ekki skrítið að hann Glymur frá Inri-Skeljabrekku hafi orðið hæstur í fyrra af fjagra vetra stóðhestunum miðaða við ganglagið í þessu folaldi en sú stutta hreinlega fjaðrar áfram á töltinu og hef ég aldrei séð svona fjaðurmagnað ganglag hjá folaldi áður.Við skulum vona að Skinfaxa hafi erft það besta frá báðum foreldrum:))

Heyskaður er hafinn hér á bæ og annars staðar þrátt fyrir einhverja seinkun á gróðri vegna kuldakastsins í vor.Gróður virðist hafa hægt verulega á sér en þetta er nú samt allt að koma núna.Við rúlluðum fyrir Sigmar og Möggu 32 rúllur síðastliðinn Sunnudag í brakandi þurrki.Eitthvað er heymagnið minna af túnum enn sem komið er miðað við í fyrrasumar og þá er nú ætlunin hjá okkur Hebba að vera ekkert að spenna okkur upp með að slá meira en Vitatúnið fyrst sem er næst okkur og keyra því bara beint heim óplöstuðu og leyfa hrossunum að éta það.Það er hundleiðinlegt að plasta það tún vegna þess hve mikið Kúmen hefur myndast í því og gata Kúmenstönglarnir plastið jafnharðann og rúllurnar eru palstaðar.Ér þá ekki einsgott að keyra því heim óplöstuðu og dreifa heyinu um bakkann og leyfa hrossunum að róta í því og rest fer sem uppgræðsla.

Við fórum austur í gær með hryssu fyrir Huldu vinkonu en sú fór til Sigga Sig í þjóðólfshaga í þjálfun.Auðvitað skelltum við einum frá okkur með í kerruna en hann var að koma úr tamningu og átti skilið að fá frí og éta á sig gat í Reiðholtinu eitthvað framá haustið en þá verður að taka hann blessaðann aftur og halda áfram með hann áður en hann rennur út á dagsetningu! Þetta er gullfallegur "foli"7 vetra og rétt farið að gera hann reiðfærann! Stundum verða hestar útundan og það á við hann Tvist Brúnblesason.Hann er bróðir hans Hrings að móðurinni til og er hann til sölu og ættu þeir sem naga sig núna í handarbökin yfir að hafa EKKI verslað hann Hring bróðir hans á sínum tíma að stökkva á þennan nú þegar áður en hann springur út einsog Hringur gerði.Þessi verður ekki síðri,kannski betri! Skelli hérmeð mynd af honum Tvist einsog hann leit út í gær en eftir örfáar vikur verður hann orðinn einsog flóðhestur í Reiðholtinu:)) Og fyrir þá sem vilja skoða hann nánar og það litla sem búið er að gera fyrir hann þá er hér linkur inná albúmið hans í Dýragellrýinu mínu:  

http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=5115

Eftir að hafa sett salt í kassann handa hrossunum í Reiðholtinu og bjargað einni kind uppúr skurði þá héldum við áfram austur á Torfastaði í Fljótshlíð til Bjarna og Þuru.Þar var sko margt að sjá og mynda! Fiðurfénaður hvert sem litið var og hundar og hross af öllum stærðagráðum.Hrifnust var ég samt af folaldi sem þarna var 8 daga gamalt undan engum öðrum en honum Þengli heitnum frá Kjarri! Eftir að hafa úðað í okkur pönnukökum og heimalagaðri sultu (eftir Bjarna,hvern annan!) þá drifum við okkur af stað að fanga Fashanana sem við vorum að versla af þeim og svo var brunað heim á leið enda óunninn  verk heima.Skelli hér inn mynd af hænum frá Bjarna en hann er að selja Íslenskar hænur á fæti og Hana (ekki hana Þuru hehehe) uppstoppaða (ekki á fæti)Eða þannig sko.Skilduð þið þetta elskurnar mínar!

 

 

09.07.2006 10:37

Uppskerutími

Jæja gott fólk.Loksins gefur maður sér tíma til að blogga PÍNU því nú er maður að fara að setjast á traktorinn og þá verður maður þar þangað til einhverntímann í haust.Ef þið viljið kíkja á mig/okkur í kaffi þá skuluð þið gjöra svo vel elskurnar mínar að koma þegar að það rignir.

Kallinn minn skrapp til Tenerífe um daginn í heila viku með systkinum sínum og hlaut gott af.Fengu þau gott veður allann tímann mikinn hita og sól.En ég afturámóti var heima að passa allann bústofninn en fékk líka þessa fínu cameru sem hann Hebbi minn keypti úti en hún er BARA 11 milljón pixla!Núna er ég að bröltast um og brjóta heilann hvernig hún virkar best og er vídeóið fínt í henni en ég er ekki alveg að ná tökum á henni hvað varðar hestamyndir.Skelli samt hér inn einni af Hrók mínum sem var að kljást við eina vinkonu sína niður á túni um daginn en hún er undan Hrafninum gamla frá Holtsmúla og get ég ómögulega munað hvað hún heitir blessunin en kala hana alltaf Hrafnsdótturina.En einsog ein sagði réttilega við mig um myndirnar af honum Hrók þá er klárinn fjólublár jarpur á myndinni!

Ein kom hér í gær að kíkja á folaldið sitt sem hún fékk í fermingargjöf frá foreldrum sínum og er folaldið hennar hestfolald,skjótt að lit.Sá stutti er yfirleitt með allt sitt úti og í sólinni í gær þá hékk sá stutti nábleikur niður undan folaldinu og datt mér og móður fermingarbarnsins að gera henni smá hrekk þegar að hún kæmi úr foldlaskoðuninni.Rétti ég dömunni brúsa með sólarvörn númer 20 og sagði henni að nú nennti ég ekki meir að eltast við hann Kóng til að spreyja á bibbann á honum sólarvörn í svona veðri,hún skildi sjá um það þennan daginn! "Ja.....hááá".........og svo rauk uppúr kollinum á henni hvernig hún gæti nú stoppað folaldið og spreyjað sólarvörninni á það allra heilagasta og sagði svo"ég gat snert hann áðan! Og svo hugsaði hún og hugsaði þartil ég sprakk úr hlátri hehehehehehehe.Hún má eiga það að ekki sagði hún þvert nei heldur ætlaði sér að reyna að gera þetta samviskusamlega fyrir folaldið sitt í sólinni svo bibbinn brynni nú ekki undan honum:)))) Er maður púki  .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31