Heimasíða Ásgarðs

16.07.2006 00:00

Vanþakklátar kanínur!

Við Herbert fórum í það í dag að stoppa af þann mesta kanínugröft EVER.Það munaði minnstu að þær væru komnar undir sökkulinn á húsinu og út í buskann þarsem bæði Rebbi og Minkurinn hefði etið þær fljótlega.Ég sem var svo ánægð fyrir þeirra loppu að hafa allt þetta pláss sem ég var svo samviskusamlega búin að girða af en "NEI!!! Ég mætti heilum hóp af grallaralegum kanínuungum um allt Stóðhestahúsið og kanínusalinn.Við tókum á það ráð að setja net í botninn á hestastíunum og settum svo hálminn aftur yfir og núna mega þær sko reyna að grafa að vild hehehehehe.Ef einhver vill kaupa óþekka kanínuunga þá kosta þeir 3000 krónur takk fyrir.

Við vorum extra dugleg í dag og löguðum vatnið sem að er búið að vera til vandræða í kanínusalnum og ákváðum í leiðinni að fara ekki aftur heim með Endurnar eftir útgöngu bannið á þeim vegna yfirvofandi Fuglaflensu heldur breyta helmingnum af Kanínusalnum í Andasal (ekki verður farið í Andaglas þar hehehe).Það hefur gengið svo rosalega vel að láta þær sjálfar unga út þar að annað eins af Andarungum höfum við ekki verið með.Við lögðum vatnið út og nú er bara að setja buslutjörnina þeirra fyrir utan og vita hvort þær vilja ekki vera í stóðhestagirðingunni sem er samasem Andarheld eftir smá lagfæringar á einum stað.Reyndar var ég búin að opna út fyrir þær en þær eru annaðhvort svona innilega heimskar að þær fara ekki út eða vilja það ekki.Nema að hvortveggja sé:))

Hrókur er duglegur að sinna hryssunum sínum og er ein hjá honum enn óköstuð og er það hún Heilladís mín en hún var hjá honum í fyrra.Við höfum verið að slá handa Hrók og hryssunum hans Vitatúnið og keyrt því  beint í þau við mikla gleði.Þetta vor eða sumar er hreint hörmung og sprettan léleg.Okkur er líka farið að gruna að áburðurinn sem við fengum spili kanski líka inní því að það er svo lítið að ske þarsem hann var borinn á.Minnsta kosti var alveg hræðilegt að bera hann á því hann var svo kögglaður í sekkjunum að það var tómt vesen að brjóta hann niður í dreifaranum.

Dímon Glampasonur er líka duglegur þó hann sé ekki nema tveggja vetra tappi.Núna er hún Sokkadís að byrja í látum og sinnir hann henni af mikilli samvikusemi.Þetta er hinn duglegasti foli og afar þroskaður.Eitt er það sem hann þolir allsekki og það eru hundar á hans yfirráðasvæði.Það kom sér vel um daginn þegar að við vorum ekki heima(vorum fyrir austan)en þá var mágur hans Hebba að fá sér bíltúr um ellefuleytið um kvöldið og stoppaði hér uppá vegi og sér hann þá hvar heimalningarnir okkar þrír eru á harðahlaupum undan stórum svörtum hundi og Dímon alveg urrandi illur á eftir hundinum!Mágur hans Hebba keyrði niður að hesthúsi og þar hentust lömbin í skjól og hundurinn rétt slapp með skrekkinn undan hófunum á Dímon! Góður Dímon:))

Nú er ég að lenda í vandræðum með Hindberjatréð í gróðurhúsinu mínu.Það er að sligast undan berjum og tíndi ég í kvöld heilt kíló af því og hafði sem eftirétt á eftir a la Önd frá Ásgarði:)) Þannig að ef þið eruð á ferðinni í Ásgarðinum, endilega elskurnar mínar tínið berin af trénu en þau eru þegar farin að detta af þessi ofþroskuðu og brátt verður gólfið í gróðurhúsinu þakið Hindberjum ef þið hjálpið mér ekki með þetta!

Skelli inn hér einni af barna,barna,barni hennar Töru minnar en hún heitir Ransý hvað annað og var ég í hinum mestu vandræðum þarsem ég var gestkomandi á bænum hennar nöfnu minnar og það var alltaf verið að segja "Ransý sestu,kyrr,leggstu og ég vissi hreint ekki hvernig ég átt að vera!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295158
Samtals gestir: 33896
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:39:55