Heimasíða Ásgarðs

18.07.2006 21:40

Busla búin í aðgerð.

Við Busla vöknuðum snemma í morgun,fengum okkur meira verkjastillandi og brunuðum uppá Dýraspítala í Víðidal.Þar fékk hún meira af dópi og svo sett í röngtenmyndatöku og þar kom það í ljós að afturfóturinn hennar var alveg kubbaður í sundur.En sem betur fer var ekkert annað sjáanlegt að og mjaðmagrindin í góðu lagi.Þannig að næst var að setja hana í aðgerð og Katrín Dýralæknir sá um að setja pinna í beinið og gekk þetta allt saman mjög vel.Á meðan á þessu stóð þá fékk ég mér kaffi hjá henni Möggu minni til að halda mér vakandi en ég svaf næstum ekkert nóttina áður.Ég var spurð að því uppá Dýraspítala hvort að eitthvað fólk frá Sjónvarpinu mætti mynda aðgerðina á Buslu og gaf ég leyfi til þess og svo átti að taka viðtal við mig þegar að ég sækti hana en ég er nú ekki alveg manneskjan í svona sjónvarpsviðtöl,fer bara að stama og gleymi að anda af stressi! Sem betur fer þá mátti Busla vera yfir nótt á Spítalanum þannig að ég slepp við camerurnar,mér finnst öllu betra að vera fyrir aftan cameru heldur en framan:)) Katrín hringdi um kvöldið til að segja mér endalega upphæð á aðgerðinni og er þetta ekki beinlínis ódýr aðgerð en það var aldrei neitt hik á hvorugu okkar.Busla skildi fá þá aðstoð sem hægt væri að veita henni og ekkert minna en það.Katrín hafði á orði hvað tíkin væri mössuð af vöðvum,hún var alveg hissa og sagði að það hefði verið meira mál að komast að beininu á henni en öðrum hundum vegna stórra vöðva sem voru bókstaflega fyrir! Ég sagði henni að Busla væri minkaveiðihundur en samt ekki í neinni þjálfun þessa dagana og fannst henni samt hún vera með óvanalega mikla og massaða vöðva.Ég ætla rétt að vona að hún Katrín haldi ekki að Busla mín sé á einhverjum sterum einsog vöðvabúntin í ræktinni:)) Ég skellti inn frekar gamalli mynd af Buslu og mömmu hennar og þar er Buslu rétt líst.Lét sko ekki kolbrjálað veðrið aftra sér í því að fara út að pissa! Tara mamma hélt bara sem fastast í sér og var ekki haggað úr stólnum:))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 300929
Samtals gestir: 34952
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 01:31:24