Heimasíða Ásgarðs |
||
20.09.2010 22:31Þórkötlustaðarétt 19-09-10Alltaf stuð í Grindavíkinni og margt um manninn í réttunum.Allt fór miklu betur fram í ár heldur en í fyrra þegar að réttin fylltist af malbikshausum sem vildu ólmir hanga í ullinni og hornunum.Fjárbændur höfðu allt á hornum sér og upphófst æðisgenginn leikur í almenningnum við að handsama kindur og hausana af malbikinu og endaði þetta nánast inní Hæstarétti Íslands í fyrra áður en yfir lauk. Í ár sá maður varla neinn hanga í kind en þó varð maður var við einn og einn sem annaðhvort gerði sér það að leik að bregða fæti fyrir kindurnar og lömbin og svo skríkti í viðkomandi eða að maður sá örmagna lömb liggjandi á maganum með krakka sitjandi ofaná sér hlægjandi. Semsagt þetta fór miklu betur fram í ár en í fyrra. Batnandi fólki er best að lifa og vonandi að maður sjá minna og minna af svona hegðun að ári. Skrifað af Ransý 14.09.2010 22:43Haustverkin hafinÞá eru fyrstu gripirnir komnir ofaní frystikistuna þetta haustið. Kátur Flankasonur kallinn minn góði. Kátur Flankason var einn af þeim en hann var orðinn alltof skyldur kindunum og hefði orðið atvinnulaus blessaður. Ég tók nokkrar myndir af honum áður en hann fór blessaður og satt best að segja þá sakna ég hans. Altaf gaman að kalla á hann því hann svaraði altaf með löngu jarmi á meðan hann rölti til manns til að fá klappið sitt:) Tvö lömb fengu faraleyfið í kistuna en annað þeirra tolldi illa innan girðingar en það var hún Unnur litla Forystu/Kátsdóttir. Hún vóg 14 kg en hitt var undan Brynju Beauty og Fork frá Stað og vóg það 18.5 kg. Góður tvílembingur það og spennó að vita hve þungt hitt lambið á móti verður. Karenar dætur eru að stimpla sig vel inn og er mjólkurlagnin og góðir móðureiginleikar sem þar ber hæðst. Nú eitthvað á hann Forkur frá Stað í þessu líka en ég er svo hrifin af lömbunum undan honum að ég ætla að setja eitt stykki kollóttan flekkóttan lambhrút á undan honum og Sibbu Gibbu Karenardóttur. Sibba Gibba með sín fyrstu lömb. Tveir Forkssynir á beit. Ekki amalegt að fá svo Forkinn hingað í einsog 1-2 sólahringa um fengitímann en þessi flotti flekkótti hrútur stigaðist mjög vel í fyrra og náði góðum fyrstu verðlaunum. Skrifað af Ransý 10.09.2010 01:59Örmerking,dna og ormahreinsunGulltoppur frá Ásgarði Í dag kom Gísli dýralæknir og örmerkti folöldin ásamt því að taka dna sýni úr þeim og í restina voru þau öll sprautuð með ormalyfi. Ægir frá Ásgarði dasaður eftir átökin:) Þetta gekk alveg ótrúlega vel enda ekki mörg folöld ásamt mæðrum sínum inni og vorum við snögg að þessu. Alltaf flottastur þessi:) Pestin er í rénun hér á bæ en við urðum fyrir því að missa eitt folald úr pestinni um daginn. Hann Þrymur Astró/Hyllingarsonur fékk niðurgang og það var ekki aftur snúið og hann drapst. Ég er farin að hafa opið hesthúsið fyrir hrossin allan sólahringinn en aldrei þessu vant þá eru þau farin að standa inni en ekki útundir vegg einsog vanalega. Eitthvað virðast þau þiggja ylinn í hesthúsinu og þurrka sig á milli þess sem þau eru á beit. Ég hef komið niður í hesthús á kvöldin og talið allt að 12 hausa inni en hesthúsið rúmar 14 stykki á básum. Röskva Astró/Heilladísardóttir hress í dag. Gaman hjá dömunni. Sprikli...........sprikl..........:) Ekki veit maður nákvæmlega hvernig maður á að hegða sér varðandi þessa pest en ég er að hára í hrossin tuggu í stallana og er nýbyrjuð að setja smá lýsi yfir heyið í von um að það veiti þeim einhverja vörn. Vítamínfata var opnuð og eins hafa þau aðgang að saltsteini. Nú svo þarf ég að hreinsa þetta gamla hesthús og verður það ekki auðvelt verk. Allt í hrukkum og skorum en húsið er sambland af steyptum veggjum og timbri og allt í glufum hingað og þangað. Ég tók nú smá rispu á hesthúsinu í fyrradag og henti og henti gömlum reiðtýgjum og allskonar drasli og taldi það 6 ruslapoka sem fengu að fjúka. Ég dansaði þarna stríðdans reglulega þegar að kóngulóa hlussur þustu af stað! Þær fengu hverja gusuna af annari yfir sig af klór en samt hlupu þær bara hraðar! Skrítið............!:) Alltaf á haustin breytist fuglalífið hér á bæ og núna er tími smáfuglanna sem að dúndrast reglulega á rúðurnar og rota sig eftir að Fálki eða Smyrill er búinn að vera að hrella þá. Þessi litli fugl sat á tröppunum í kvöld og hreyfði sig ekki þó ég tæki hann upp. Ég gat ekki séð að hann væri brotinn neinsstaðar og setti hann aftur niður en eftir klukkustund þá var hann enn á stéttinni og tók ég hann með mér útí kanínuhús og fær hann að vera inni í hlýrri kaffistofunni þartil á morgun. Vonandi lifir hann og kemst á flug á morgun:) Skrifað af Ransý 07.09.2010 14:32Kálið tekið upp og smalBlómkálið og hvítkálið. Mín er búin að vera á kafi í sultu og hlaupgerð með dótturinni sem kom hingað færandi hendi með allskonar ber sem hún týndi fyrir austan. Rifsberjahlaup er komið á krukkur,krækiberjasaft og sulta. Sólberja/bláberjasultan er hreint út sagt himnesk hjá okkur og tókst langbest af öllu. Síðastliðna helgi dreif ég mig útí kálgarð til að bjarga restinni af grænmetinu en ég er búin að vera í hörkusamkeppni við sníglana í sumar. Hvítkálið blanserað og frosið. Sigga á Flankastöðum nágranna kona mín er alveg snillingur í ræktun hverskonar matjurta og með alla sína 10 putta fagurgræna kenndi mér að blansera grænmetið svo hægt sé að frysta það með góðum hætti og nota nánast ferskt uppúr frystikistunni í vetur. Blómkálið komið í umbúðir. Þetta tók dágóðann tíma en tókst að ég held með ágætum. Eitt appratið lofa ég hástöfum á mínu heimili á haustin en það er vacum pökkunarvélin mín góða sem ég hreint út sagt elska. Þessa vél keypti ég í Esjugrund. Sykurbaunirnar tilbúnar í kistuna. Ég er komin uppá lag með að láta hana stoppa rétt áður en hún er alveg búin að lofttæma pokana en þannig þarf það að vera með lausfrysta grænmetið svo það fari ekki í klessu. Ég er komin með glænýja tölvu! Loksins eftir að hafa verið að tjasla endalaust uppá gömlu tölvuna sem keypt var árið 2000 þá var keypt ný núna sem ég er voðalega ánægð með. Siggi besti frændi er búin að sýna frænku sinni í sveitinni ómælda þolinmæði með þá gömlu en hann er búinn að taka hana reglulega á gjörgæslu og blása nýju lífi í hana og kannski bara endurnýja hana smátt og smátt og kannski var þetta ekki lengur gamla talvan sem fór héðan út um daginn með honum heldur fullur turn af samtýningi og varahlutum:) En nú þrælvirkar nýja talvan sem var sett upp með það fyrir augum að ég geti unnið á hana við allt sem ég er að gera varðandi hestasölu,vinna myndir og annað slíkt. Við erum búin að smala hóflið sem við erum með ásamt 3 öðrum bæjum. Kjarkur og Þjarkur Kráku/Forksynir 17 Júní. Þetta átti að taka örskotstund enda hólfið ekki stórt (cirka 150 hektarar)en allt frá því við vorum mætt á svæðið og komin heim með okkur skjátur liðu 5 klukkustundir og var bæði mér og kallinum mínum oft hugsað til Svans í Dalsmynni og smalahundana hans! Dísus kræst................ hvað nokkrar voru óþekkar! Ég sem skildi Buslu mína eftir inní bíl dauðsá eftir því þegar að ég sá nokkra af hinum smölunum með hunda (í bandi:) en rolluskjáturnar virtu smalana miklu betur sem voru með hunda en okkur hin hundlausu. Auðvitað voru þetta allskonar hundar sem vart höfðu séð kind áður en þarna var einn sem bar af öðrum en það var Springer Spaniel sýningarhundur en hann stóð fastur fyrir þegar að óþekkustu ullarpöddurnar ætluðu að smeygja sér framhjá okkur smölunum! Við tókum öll lömb heim og tvær óþekktar skjátur sem þurfti að eltast við en það voru þær Sibba Gibba og Kráka með sitthvorum 2 lömbunum. Þetta var líka svona í fyrra,tvævetlurnar voru einnig með óþekkt þá við okkur.Ætli það geti verið að þær séu of spakar hjá okkur og þori þessvegna að brúka sig við okkur smalana? Já..............Sjaldan launar kindin okkur ofeldið:) Eða var það kálfurinn? ![]() Skrifað af Ransý 31.08.2010 00:31Heyskap lokiðÞessir tveir(Suddi og Biskup:) sáu um að snyrta rósirnar og stóðu sig með sóma í því. Við erum búin að vera á kafi í heyskap og erum loksins búin. Fórum seint af stað vegna þess að þegar að heyskapur átti að hefjast þá fór lega í olnboganum á kallinu og glussaslanga sprakk og kallinn endaði í gifsi og fatla. Kannski soldið ýkt sagt frá en raunin var að það fór að grafa í olnboganum á kallinum með þessum líka voðalegu afleiðingum að hann var með þvaglegg í æð og þurfi að fara í hjólastól alla leiðina á Sjúkrahúsið í Keflavík tvisvar á dag í allt sumar nærri því! Kallinn minn hress að keyra heim rúllunum. Össssss..................Meira bullið í manni alltaf hreint! Er ekki að koma þessu rétt frá mér en kallinn var lasinn en er batnað:) Forseti Hróksson í fótsnyrtingu. Ég tók tittina tvo heim í hesthús fyir cirka hálfum mánuði og fékk hann Jón Steinar til að fara með þeim yfir grundvallar atriði í samskiptum við manninn svo þeir yrðu viðráðanlegir fyrir kellinguna og eins svo að hann Forseti sitji nú stilltur og prúður í flugvélinni þegar að hann fer út til nýrra eigenda. Nú mega engin ómeðhöndluð hross fara um borð í flugvél og nú verða öll hross tekin skipulega hér á bæ og unnið sérstaklega vel í þeim. Váli og Forseti voru teknir í tíma og skólun tvo daga í röð og eru útskrifaðir og kunna nú að teymast,lyfta upp fótum og láta mýla sig. Það er mikill munur að eiga við þá tvo eftir þessa meðhöndlun og hlakkar mig til að halda áfram með þá þarsem frá var horfið. Sága Hróks orðin ansi sótrauð og flott. Hér er pestin að grassera í hrossunum í annað sinn og er heldur verri. Gulltoppur sprelligosi. Að stríða stóra bróður honum Mímir.............:) Samt eru þau hress niður í stóði og sprella sem aldrei fyrr á milli þess sem þau snýta sér rækilega útí loftið og þá er nú eins gott að standa ekki nærri þeim. Ein í lokin af honum Ægi Astró/Stórstjörnusyni. Skrifað af Ransý 16.08.2010 14:45Til sölu/for sale Þruma frá ÞorkelshóliÞruma frá Þorkelshóli Hreingeng tölthryssa með ágætu brokki.Hrekklaus,órög og hefur dugað vel í smalamenskur. Alveg ekta reiðhryssa fyrir mjög breiðann hóp af fólki. Fleiri myndir af Þrumu hér Frekari upplýsingar/further info os@bondi.is Það eru að detta inn ný hross á sölulistann þessa dagana:) Einsog hann Styrmir frá Langárfossi.For sale! Lovísa frá Garði frænka hans og fleiri:)For sale! New horses on my salespage! Sjá nánar á sölusíðunni Skrifað af Ransý 14.08.2010 19:24Fashanar og hænur til söluDúfnaræktin gengur vel hér á bæ og er eitt parið að koma upp ungum og ekki get ég sagt að þetta sé fallegt ungviði. Afskaplega ljótir en algjörir boltar og þroskast geysilega vel. Ungt ástfangið dúfupar:) Fashanakallarnir eru afar skrautlegir. Fashanaræktin gengur illa en það er einungis 1 ungi eftir sumarið og núna nennum við þessu ekki lengur enda þolinmæðin ekki mikil hjá okkur hjónum gagnvart fiðurfénaði sem þarf að nánast hafa á milli brjóstanna fyrstu dagana og handmata. Þó að frúin á bænum sé brjósgóð þá er hún kannski ekki alveg svona brjóstgóð:) Þannig að nú eru til sölu 6 Fashænur og 4 Fashanakallar. Þeim fylgir slatti af Mjölormum eða Mjölbjöllum sem verpa eggjum sem verða að ormum sem að er fyrirtaksfæða handa ungunum þegar að þeir eru komnir úr eggi. Mjölbjöllur að éta kartöflu. Það er ekkert mál að fá ungana úr eggi en svo er það málið að halda í þeim lífinu. Ef þú hefur áhuga á að eignast par eða fleiri Fashana þá hafðu samband í netfangið ransy66@gmail.com Skrifað af Ransý 13.08.2010 15:20Heimaeinangrun v/útflutningshrossaÞá er kerfið loksins búið að koma frá sér boltanum og að hluta til yfir á okkur hestamenn sem hafa beðið óþreyjufullir eftir einhverjum viðbrögðum. Sala á randbeitarþráðum ætti að taka kipp ef að líkum lætur sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki úr fleiri hólfum að skipta. Hér í Ásgarði bíður hún Sága Hróksdóttir eftir því að komast til Danmerkur og einnig eru fleiri hross á mínum snærum sem bíða úflutnings. Skrifað af Ransý 12.08.2010 12:50Íris og Jessy í heimsókn:)Íris mín kæra vinkona kom á afmælisdaginn minn þann 25 Júlí ásamt Jessy dóttur sinni og eyddum við saman skemmtilegum dögum í kringum hross og myndatöku á þeim ásamt fleiri skemmtilegheitum. Fyrst fórum við norður til að mynda folöldin hans Vals hjá freyshestum en í ár fæddust 5 folöld hjá honum undan Speli frá Hafsteinsstöðum. Þau eru vel töltgeng folöldin í ár og gaman að virða þau fyrir sér. Vindótt hestfolald undan Deplu og Speli (mynd Íris). Til sölu/for sale Busla fékk að fara með norður enda ekki mikið fyrir henni haft blessaðri. Lísfreynd tík sem hefur lifað dagana tvenna ef ekki þrenna og komin á tólfta aldurs árið sitt. Það var heldur betur svipur á henni þegar að við vorum öll búin að troða okkur aftur inní bílinn og ég skellti hurðinni rösklega á eftir mér og er að spenna á mig beltið þegar að ég sé hana greyið alveg einsog lykkjufall í framan aleina sitjandi í vegkantinum og skildi ekkert í því afhverju hún ætti að hlaupa alla leið suður! Auðvitað fékk Buslið að hoppa um borð í bílinn:) Hrókur frá Gíslabæ og Íris í Mánahöllinni Hrókur var sóttur niður í merarstóð og drifnn á kerru og brunuðum við með hann í Mánahöllina aðeins svona til að skemmta bæði honum og okkur. Issssssss................Hrókurinn var þungur og járnalaus en samt var nú alveg hægt að buna á honum um höllina og mátti vart sjá hvort honum þætti þetta meira gaman en okkur. Held samt að okkur hafi þótt þetta aðeins meira gaman hehehe.........:) Méllaust er inn......hvað með hnakklaust:) Takk fyrir myndatökuna Valgerður mín og takk fyrir frábæra heimsókn Íris og Jessy! Skrifað af Ransý 07.08.2010 18:28Þrá Þristdóttir frumunninJón Steinar og Þrá frá Ásgarði að spjalla saman. Það gengur vel með Þrá Þristdóttir sem að kom hingað fyrir stuttu en hún var rammstygg í fyrstu blessunin en er aldeilis búin að snúa við blaðinu og eltir mann á röndum eftir aðeins tvær meðhöndlanir þarsem henni var kennt að teymast og virða manninn og í seinna skiptið var upprifjun og henni kennt að lyfta fótum og hún klippt allann hringinn og stóð daman einsog stytta. Stilltust í fyrstu fótsnyrtingunni. Henni var haldið um daginn undir hann Astró frá Heiðarbrún sem er að gera það gott á keppnisvellinum með honum Alexander knapa sínum. Nú er bara að krossa putta og vona að það komi eitthvað voðalega spennó undan þeim tveimur. Svo er í bígerð risablogg um ævintýri undanfarinna daga:) Skrifað af Ransý 01.08.2010 00:51Montin Hróksdóttir:)Á fljúgandi montbrokki:) Það er alltaf gaman að fá myndir af Hróksafkvæmum og ekki verra þegar að þau eru að sprerra sig svona líka einsog hún Saga frá Skarðsá. Eitthvað hefur hún erft gott frá báðum foreldrum en móðir hennar Glóð frá Blönduhlíð er undan Stíg frá Kjartansstöðum og Hróksi undan Kormák frá Flugumýri. Innilega til hamingju með flottan grip Edda. Skrifað af Ransý 27.07.2010 17:53Þyrstir Mánamenn og hestar:)Friðbjörninn ekkert á slórinu:) Hingað kom fríður hópur ríðandi alla leiðina frá Mánagrund en tilefnið var afmælið hans Gísla Garðars sem stóð fastur á því að hann væri aðeins 20+ og er ég honum alveg sammála með það. Maður er aldrei deginum eldri en maður vill vera og hana nú. Afmælisbarnið vaxið fyrir löngu uppúr Ópal pökkunum og Ópalið komið í vökvalíki. Kíkið á fleiri myndir af hressu fólki á frískum hrossum. Skrifað af Ransý 25.07.2010 14:30Uppskera það sem ég sáði:)Premier kartöflurnar orðnar ansi stórar og fallegar. Ég var úti í garði þann 20 Júlí síðastliðinn að vökva og eitthvað var kartöflugras í moldragötunni að trufla mig,orðið ansi stórt og úrsér sprottið í fyrsta beðinu og taldi ég að ekkert væri undir grösunum í ár því að þvílíkan yfirvöxt í grösum hef ég bara ekki séð áður. Nú ég beygi mig niður og hrifsa grasið upp og fleygi til hliðar svo ég komist nú með slönguna á sinn stað án þess að detta um þessi úr sér sprottnu grös sem liggja ofaní götunum en viti menn! Allt fullt af flottum kartöflum undir! Ég setti niður í fyrsta beðið 20 maí og 20 Júlí eru komnar þessa fínu kartöflur og ég alveg í skýjunum af monti:) Hvítkálið er byrjað að vefja sig og einnig Blómkálið. Salatið í öllum regnbogans litum brýst þarna um innanum stóru kálhausana en eitthvað setti ég þétt niður en það er alltílagi,ég er alltaf að grysja og taka inn salatblöð með grillinu og bara öllu sem eldað er hér. Sykurbaunirnar blómstra á fullu og mynda baunir eftirá. Yfirleitt næ ég ekki inn með sykurbaunirnar heldur stend ég á beit og borða þær beint af plöntunni! Rabbarbarinn þýtur upp aftur og aftur.....:) Ég tók mig til í Júní og sultaði sem mest ég mátti úr Rabbarbaranum og einnig gerði ég Rabbbarbara saft sem er geggjuð frískandi í þessum sjóðandi hita sem hefur verið í sumar. Það er eitthvað öðruvísi við þetta sumar,plöntur vaxa hraðar og meira og uppskeran er miklu fyrr á ferðinni. Reyndar verð ég að taka það fram að garðurinn er með þónokkrum kanínuskít í sem er að svínvirka:)! Læt að endingu fylgja með uppskriftina að Rabbarabara saftinum góða en hlutföllin eru kannski ekki alveg rétt en ef fólk vill prófa sig áfram þá er um að gera að fikra sig bara áfram og smakka saftina til þartil rétta blandan er komin. Rabbarbarasaft: 1 kg rabbarbari 1 líter vatn 2-3 bollar sykur/agave Sýróp (má vera meira) 1 Sítróna kreist útí og börkur raspaður saman við 1 góð Engifer rót röspuð eða skorin Allt sett í pott og soðið við vægann hita. Kælt og síað í gegnum góða grysju. Hitað aftur upp og smakkað til. Ég set nýþvegnar glerkrukkur/lokin í heitann ofninn,tek þær út með hönskum eins heitar og hægt er. Set saftina/sultuna nánast upp að börmum og fylli uppað rest með góðu Vodka sem kemur algerlega í veg fyrir að saftin/sultan fari að mygla. Á heitum degi þá set ég saftina í glas með fullum klaka og sötra í mig og er þetta alveg himneskur drykkur. Endilega setjið inn skemmtilegar uppskriftir eða góð ráð varðandi garðrækt! Ég veit að þið þarna úti lumið á allskyns skemmtileg heitum. Og koma svo............. ![]() Skrifað af Ransý 24.07.2010 12:37Kríuvarpið farið forgörðumHingað koma á hverju ári starfsfólk Náttúrufræðistofu Ílslands að mæla og vega Kríunga ásamt öðrum athugunum varðandi hana. Lítill hlunkur í mælingu. Og í vigtun. Ég skaust með cameruna með þeim niður á Vinkil en það er eina almennilega friðaða svæðið hér í Ásgarðinum þarsem Krían er með afar þétt varp en hún hefur hrakist úr heiðinni hingað til okkar undan ágangi fólks og hef ég reynt eftir minni bestu getu að stugga fólki útúr girðingunum og á ég ýmsar áhugaverðar frásagnir af þeim viðskiptum við fólk og það eflaust einnig af viðskiptum við brjáluðu kellinguna í Ásgarðinum. Ástandið var gott á ungum hér miðað við aðeins sunnar á skaganum en þar voru þeir farnir að drepast úr hungri en Sílaskortur hefur verið áberandi núna í 5 ár í röð og nánast enginn ungi komist á legg. Hér er grein úr Víkurfréttum eftir heimsókn starfsmanna Náttúrufræðistofnunarinnar í Ásgarðinn fyrir rúmri viku þarsem allt leit svo vel út. Núna þegar að þetta er skrifað þá stráfalla ungarnir í stórum stíl og þarsem varp er mjög þétt þar eru egg og ungar hlið við hlið að úldna og ömurlegt yfir að líta. Fræðingarnir telja að hitinn sé að hækka svo ört í sjónum í kringum landið að sílið sé að hverfa vegna þess. Einnig hef ég heyrt um að makríllinn sé í harðri samkeppni um sílið og hafi betur. Ég ætlaði að fara með videó cameru með mér um daginn og taka uppá vídeó kríuna í öllu sínu veldi,goggandi og skítandi á mann í varpinu og eiga videó af hennar baráttu við bæði fólk og aðra varga sem á hana herja en nú er ég orðin of sein. Skimað eftir unganum sínum. Það eru ekki nema örfáar kríur með stálpaða unga að berjast fyrir lífi þeirra og hef ég ekki séð nema 2 unga sem komnir eru með hvítan kropp og svartann koll,það eru nú öll ósköpin þetta árið. Hér í Ásgarðinum voru fyrir nokkrum árum stærra varp heldur en á Rifi á Snæfellsnesi sem verður að teljast ansi gott. Núna er það vart sjón að sjá og fer bara minnkandi ár frá ári. Krían hefur verið hér hjá okkur vorboðinn ljúfi ásamt lóunni auðvitað en innan örfárra ára þá hverfur hún alveg. Ég hef oft verið spurð af því af fólki sem hingað kemur og er að troða sér inní girðingar í leyfisleysi að taka egg hvað gangi eiginlega að mér að vera að láta svona!? Málið er það að þetta sama fólk yrði algerlega tryllt ef maður kæmi til þeirra klukkan 02:00 að nóttu og færi að slíta upp túlípanana og rósirnar þeirra úr beðunum og jafnvel brjóta einsog einn eða tvo staura í grindverkinu í kringum húsið þeirra. Nú síðan færi ég með alla túlípanana og grýtti þeim í bíla sem keyrðu framhjá mér og færi einnig með slatta af þeim og grýtti í hús þarsem mér væri illa við fólk td kennarana mína úr skólanum. Það er alveg með eindæmum hvað fólk er að nota kríueggin í. Nú þeir sem hegða sér svona að grýta þeim í hús og bíla eru aðallega yngri kynslóðin,þeir eldri tína oft einnig lóuegg og spóaegg og hafa sýnt okkur STÓRU kríueggin sem þeir fundu!! Ekkert smá heppnir...........! Nú svo má ég ekki vera vond við þá sem hingað hafa flust frá öðrum löndum og nefna frá hvaða landi þeir koma en þá verð ég kölluð rasisti. Ég veit það vel að mér finnast svið góð en þeim finnst afar gott að komast hingað í varpið um það leyti þegar að unginn er skríða úr eggi og fylla þeir þá marga poka og fara með heim og steikja nýklakta lifandi unga á pönnu og gera einhver gómsætann þjóðarrétt úr þeim! Ég gómaði eitt sinn hóp af fólki með fulla poka og gerði ég mál úr því og kallaði til lögregluna og næsta dag kom heill her af strákum í hefndarhug inná tún með Baseball kylfur á bakvið sig og þegar að ég kom niður í tún þá sýndu þeir kylfurnar ógnandi og börðu þeim í lófann og komu 7 á móti mér. Nú skildi taka þessa helv.....kellingu og berja hana í kássu. Ég var með beint símasamband við löggimann og lét þá vita hvað væri að ske og hafði símann á lofti og strákarnir tóku ekki séns á að fara í mig með löggimann hlustandi á hvað ske myndi ef þeir réðust á mig. Ég fylgdi þeim niður að bílnum og þegar að þangað var komið þá reyndu þeir að komast inní bílinn en ég stóð vörð um bílstjórahurðina uns lögreglan kom á staðinn. Þá kom hið sanna í ljós! Konan ÉG var einskis virði í þeirra augum og var réttdræp og það var þeim deginum ljósara að ég gat ekki átt þetta land því að KONA GAT EKKI ÁTT LAND!!! Þeir voru lengi að reyna að útskýra þetta fyrir lögreglunni að ég væri ekki landeigandi því það væri bara ekki hægt! Ég væri BARA KONA..........! Ég á margar svona sögur,hef næstum verið keyrð niður í nokkur skipti af eggjaþjófum,verið kærð fyrir of mikinn straum á rafgirðingum og ég get lengi haldið svona áfram. En núna er krían nánast þögnuð hér í Ásgarðinum og farin og vargurinn er að týna upp bæði lifandi og dauða unga og er þetta þá enn eitt sumarið sem að varpið gjöreyðileggs hjá kríunni. Næsta sumar næ ég vonandi videói af henni blessaðri í ham niður á Vinkli,vonandi kemur hún aftur eitt árið enn. Mig langar til að eiga myndir af kríugerinu með hljóðum áður en það verður of seint. Skrifað af Ransý 18.07.2010 12:52Þrá Þristdóttir og Sylgjudóttir mættarErum símasambandslaus,tölvu og sjónvarpslaus og ég komin með pung að láni til að flytja ykkur fréttir úr Ásgarðinum. Vonandi koma símakallar fljótlega að gera við línuna inní húsið sem er líklega í sundur útí bílskúr. Von Ögra/Sylgjudóttir frá Ásgarði og Þrá Þrists/Manardóttir frá Ásgarði bakatil. Ég skrapp uppí Borgarfjörð um daginn til þess að sækja tvær hryssur sem eru í eigu Röggu vinkonu en hún býr í Noregi og nú er ætlunin að gera eitthvað sniðugt varðandi hryssurnar hennar. Okkur finnst alveg svakalega spennandi að setja fyl í Þristdótturina sem er sammæðra henni Rjúpu minni og er hún einnig litförótt einsog Rjúpan,bara annar grunnlitur en hann fékk hún í arf frá Þristi pabba sínum en það er einn af mínum uppáhaldslitum síðan að ég var barn. Brúnsokkótt er geggjaður litur og ekki skemmir það að litförótti liturinn skín svo skemmtilega í gegn á þessum árstíma en á öðrum tíma getur hann verið ansi ljótur. Aðallega þó þegar að þau eru að fara úr snemma á vorin en þá eru þau ekkert sérlega falleg þessi litföróttu. En að merunum aftur,þær voru ekki alveg á því að yfirgefa Borgarfjörðinn sísvona en eftir dágóða stund voru þær báðar komnar um borð í kerruna og sú sem ég spáði að yrði erfiðari,var miklu stilltari og auðveldari uppá. Svo snerist það við þegar að heim í Ásgarðinn var komið,sú sem var stilltari uppá ætlaði nú alsekki að yfirgefa kerruna hehehehe..........:) En allt gekk þetta nú slysalaust fyrir sig og nú hefst undirbúningsvinna og fortamning við dömurnar en önnur þeirra er nú þegar farin að temja sjálfa sig og er kúnstugt að fylgjast með henni en hún þarf að skoða allt með munninum einsog lítið barn sem er að byrja að uppgötva veröldina. Von að kenna sér að teymast:) Stuttu síðar tók hún upp lónseringarbandið og gekk hálfan hring á staurnum með það hehehehe....:) Sjáiði svipinn á Biskupnum! Þrá Þristdóttir komin aftur heim. Þristdóttirin er hinsvegar allt önnur týpa,styggari og meira vakandi fyrir því sem að er í kringum hana en svarar mjög vel þegar að hún er beðin um að gera eitthvað. Er virkilega næm og nóg að rétt snerta hana þá víkur hún undan og svarar öllum ábendingum fljótt og vel. Er fimmgangs og gangskil hrein og skörp. Nú er það bara á næstu dögum að reyna aðeins Ingimarsaðferðina við þær í bland við Magga Lár aðferðina. Ég fór með Hrók á námskeiðið "af frjálsum vilja" hjá Ingimari fyrir nokkrum árum og var það frábært námskeið. Einnig fór ég á nokkur námskeið hjá Magga Lár og Svanhildi Halls sem hafa gert mikið fyrir mig og opnað margar skemmtilega gáttir inní sýn hestanna á okkur mannfólkinu. Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is