Heimasíða Ásgarðs |
||
13.09.2007 00:00Tara litla fékk hvíldina sína![]() Þessi dagur var erfiður.Tara litla tíkin okkar fékk hvíldina eftir 10 ára vist hjá okkur. Hún kom til okkar 9 mánaða gömul alveg kolvitlaus eftir að hafa komið sér útaf þremur heimilum og er það ekki ofsagt að hún hafi verið erfiður hundur inná heimili. En eftir dágóða þjálfun og þolinmæði þá tókst okkur að virkja hana sem hinn mesta veiðivarg og varðhund. Reyndar þurfti lítið að hafa fyrir því að þjálfa hana sem minkaveiðihund því hún tók uppá því sjálf að sækja mink og reka þá í stórum stíl heim og hélt þeim þar í aðhaldi þartil "pabbi" sótti byssuna. Hún er búin að margskila öllum svitanum og tárunum sem fóru í hana í upphafi og sé ég ekki eftir því að hafa tekið hana að okkur. Reyndar var hún hundurinn hans Hebba og hún vissi það. Hebbi var húsbóndinn og byssukallinn og eins gott að vera stillt og prúð svo hún fengi nú að fara með þegar að "pabbi" opnaði byssuskápinn.Þá vældi hún stöðugt utaní honum og vék ekki frá honum svo hún myndi nú ekki missa af neinu. Hún átti 3 got hjá okkur og allir hvolparnir fengu heimili og sumir hverjir fóru á hvolpanámskeið og var gaman að fá að vita af þeim í 1-2 sætum eftir þau námskeið. Busla mín er úr fyrsta gotinu og er orðin 8 ára gömul og voru þær mæðgur mjög duglega að vinna saman hvort sem var á veiðum eða að smala með kellingunni sinni. Tara var nefnilega algjörlega ómissandi í frumtamningunum en hún tók það að sér óbeðin að elta tamningartrippin sem voru bundin utaná og bíta í hófskeggið á þeim ef þau héngu í.Eins ef trippi var með kergju við að fara úr hesthúsi þá rauk hún í hælana á þeim og eins gat ég sent hana framfyrir trippin í básnum og látið hana narta í framfæturnar á þeim ef ég vildi færa þau til. Hún var algjör snillingur í því sem hún hafði áhuga á en það var að veiða mýs,mink,smala og verja fyrir okkur bæinn.Þessvegna er nú póstkassinn uppá vegi en ekki dyralúgan notuð eins og hjá flestu fólki. Tara fékk krabbamein fyrir stuttu og skeði þetta allt mjög hratt hjá henni.Hún fékk að lifa á meðan matarlystin var í lagi en hún var strax sett á sérfæði og á meðan hún hafði gaman af því að tölta þetta með í búverkunum þá þótti okkur í lagi að bíða með það sem koma skildi.Í gær eldaði ég uppáhaldsmatinn hennar og átum við saman Lifrapylsu en í dag vildi hún ekki borða og var orðin ansi slöpp.Þá var ekki um annað að ræða en að leyfa henni að fara. Mig dreymdi skrítinn draum í fyrri nótt en Tara var í miklu uppáhaldi hjá henni tengdamömmu heitinni og tengdapabba en mig dreymdi þau bæði og ætla ég ekki að fara nánar útí þann draum en að öllum líkindum var tengdamamma að biðja okkur um að veita tíkinni hvíldina löngu. Hana fékk hún blessunin í dag og hvílir hún á góðum stað rétt hjá Sebastían hennar Röggu vinkonu. Bless Tara mín þín verður sárt saknað. 10.09.2007 00:51Matgæðingar og grillgæðingar:)![]() Við Hebbi minn vorum boðin í grill um daginn til Önnu systir og Kidda og ég formaði ekki annað sjálfur matgæðingurinn að hafa meðferðis gæðing á grillið ![]() Við vorum náttúrulega ekki á réttum tíma frekar en fyrri daginn en við erum ávalt á Ástralíu tíma þegar að okkur er boðið eitthvað. Þetta er leiðindaávani hjá okkur báðum og höfum við verið prógrömmuð eitthvað vitlaust í byrjun,eða það held ég að minnsta kosti.Þannig að ef þið lesendur kærir ætlið að boða okkur eitthvert td í afmæli eða eitthvað álíka þá endilega setjið í boðskortið klukkan í það minsta 3 tímum fyrr en áætlaður fagnaður er ![]() ![]() En það var aldeilis gaman að hitta ættingjana sem enn voru og var mikið spjallað og etið langt frameftir kvöldi. Toppa alveg að missa sig í grasinu! Ætli hún hafi aldrei heyrt talað um Bumbubana ![]() Toppa gamla átvagl var næstum búin að drepa sig um daginn í græðgi yfir öllu græna grasinu.Ég færði þráðinn aðeins meira en ég er vön að gera og Hebbi gaf brauð og eftir cirka 3 tíma þá sé ég hana Toppu greyið á hvolfi niður á túni með fæturnar kreppta að sér! Ég kallaði á Hebba að Toppa væri flækt í girðingunni og æpti að taka rafmagnið af!!!!! Hann rauk af stað niður eftir og ég svo á eftir og ég kom við í hesthúsinu og greip þar Naglbít til að losa skepnuna úr vírnum! Það var algjörlega fast í hausnum á mér að hún væri föst í vírnum og ég hugsaði og hugsaði á meðan ég hljóp við fót niður eftir hvernig í ósköpunum heimavön skepna færi að velta sér nærri rafgirðinu og flækja sig en gestahross hafa farið þannig og þá aðallega hross sem eru alin upp við annarskonar girðingar ekki með rafnagni. EN svo kom það í ljós að Toppa kellingin lá þarna á bakinu á miðju túninu með alla fætur kreppta að sér og velti sér af kvölum! Hún var með ofátkveisu!!!!!! Hebbi kom henni á fætur og við tókum undir hökuna á henni og teymdum hana heim í hesthús og þar setti ég múl á hana og labbaði með hana útí stóra hesthús. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ALDREI látið teyma sig frá stóði á hökunni einni saman en það var eins og hún vissi að við værum það eina rétta í stöðunni fyrir hana og við værum að hjálpa henni. Ég þóttist vera viss að það þyrfti ekki dýralækni því það var enn garnagaul og hún rak viðstöðulaust við og ropaði alveg svakalega...........og fýlan sem kom frá henni!!!! Svo kom grænt aftan úr henni ,algjör lella! Í morgun var lystin komin og engann veginn hægt að teyma hana á skegginu hehehehehehehehe.................Toppa aftur orðin gamla góða Toppa sem lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verkum:) Hún er enn útfrá með Vordísi og fer hún niður á tún aftur á morgun en .Þá eru hinar merarnar búnar með mesta og besta grænmetið og mér dettur EKKI í hug að færa svona mikið næst þráðinn! ![]() Blesarnir hennar Deidrie þeir Heljar og Pálmi höfðu það gott í góða veðrinu og steinlágu megnið af deginum.Eða þartil þeir vöknuðu upp við vondan draum og með miklum látun en Pálmi hafði lagst ansi nærri randbeitarþræðinum og þegar að hann stóð upp hefur hausinn farið beint upp í þráðinn,blessuð skepnan fengið stuð í haus og rokið með þráðinn á hausnum langt inní hagann og slitið hann! Þetta þýddi bara eitt,þráðurinn og staurarnir voru teknir niður og restina fengu þeir og urðu mikið glaðir eftir alla beitarstjórnunina hjá kellingunni ![]() Talandi um gott veður þá er þetta ekki einleikið með allann hitann hér á suðvesturhorninu.Í gær sá ég líka þetta svakalega fiðrildaflykki fljúga rétt við hausinn á mér og dauðbrá mér! Set hér inn mynd af eins Fiðrildi og ég sá fyrir tveimur dögum en þetta virðist farið að vera árviss viðburður hjá okkur að fá svona flykki hingað á haustin! Fiðrildið á myndinni hér fyrir ofan kom til okkar árið 2004 og nú spyr ég eins og auli ef einhver pöddusérfræðingur er að lesa þetta blogg mitt"hvaða tegund af Fiðrildi er þetta? ![]() Ég bara varð að fá að setja inn þessa mynd sem þú sendir mér Íris mín! Það hlýtur að vera gaman að fara í reiðtúr með góðum vinum og á svona mörgum tegundum af hestum! Ég sé einn Íslenskann hest,tvo Fjarðarhesta og einn Connemara og svo þekki ég ekki restina? Þetta er rosalega skemmtileg mynd og reiðtúrinn hefur ábyggilega verið skemmtilegur ![]() Vona að það sé í lagi að ég hafi birt hana ![]() 04.09.2007 23:21Fugladans og fleira![]() Smá andabull en ekki andaglas ![]() Nú ef einhver vill kaupa fallega og frjáls ræktaða önd þá gerið svo vel að hafa samband í netfangið ![]() ![]() herbertp@simnet.is ![]() Eigum einnig þó nokkuð af Quale fuglum til sölu núna.Þetta eru skemmtilegir fuglar,afskaplega líkir hænum í hegðun og verpa alveg látlaust! Ekkert mál að unga þeim út í útungunarvél og það er alveg ævintýralegt hve hratt þeir vaxa. ![]() Og úr því ég er byrjuð á blogga um fuglana á bænum en ekki hross eins og vanalega þá er það af Fashænunni að frétta og ungum hennar að öll dafna þau vel.Ekki var nú samt ásættanlegt með ungafjölda eftir sumarið en það verður ekki gefist upp hér á bæ. Við erum að fara að versla okkur fleiri Fashana/hænur og erum rétt að byrja á þessu brölti okkar ![]() ![]() Skelli inn einni mynd af pabba unganna honum Jónasi hinum grimma! Hann er hinn mesti fantur við aðra Fashana og lætur þá vita hvar Davíð keypti ölið ef þeir voga sér nærri hænunum hans.Reyndar er það nýjasta nýtt hjá okkur að gera eins og einn alvanur fashanabóndi sagði mér að gera og það er að klippa aðeins af gogginum og hælsporunum svo þeir skaði ekki hvorn annann og þá á að vera hægt að hafa þá saman í búri. ![]() Aðeins að pína ykkur meira með EKKI hestafréttum ![]() Ég var svo hrikalega dugleg í dag og tók mig til og tattóveraði 20 kanínuunga og paraði síðustu pörun,einar 5 læður. Ég er búin að merkja við nokkra unga sem ég hef ákveðið að selja ekki og núna er ég loksins komin aftur á fullt með kanínurnar mínar eftir erfið síðustu ár.Núna er ég komin með frábær dýr til framræktunar.Ég meina enn frábærari!!!! Hehehehehehe......... Ahhhhhhhh................var að fatta að ég er með sérstakt kanínublogg þarsem þetta á að standa ![]() Hafið það alveg hrikalega gott elskurnar mínar þartil næst ![]() 02.09.2007 02:30Hvolpar til sölu undan Buslu og Kubb!Komiði öll sæl og blessuð.Ég vil byrja þetta blogg á því að senda Sigrúnu og fjölskyldu samúðaróskir vegna hestsins þeirra sem þau voru að missa úr veikindum. Hestfréttir héðan eru nú ekki mjög merkilegar þessa dagana en við eigum orðið hross útum allt í tamningum og þjálfun. Hrókur fór ekki í sýningu hjá Agnari en hann taldi að hann yrði rifinn niður í byggingu vegna þess hve miklu hann hefur safnað á sig sem er náttúrulega alveg skiljanlegt en klárinn er í Borgarfirðinum þarsem smjör drýpur af hverju strái og hvernig á annað að vera að klárinn fitni svona óskaplega:)Alveg synd þarsem hann er orðinn miklu flottari og þroskaðri sem reiðhross en hann var.Bíðum bara betri tíma og sjáum til.Ekki þýðir að leggja árar í bát eða hnakk á statíf! Ég er hinsvegar að springa úr monti með afkvæmin hans og er búin að setja inn myndband http://www.123.is/asgardur/default.aspx?page=video af einu þeirra en það er hann Sleipnir undan honum og Freistingu hans Hebba. Ég vaknaði upp við vondann draum um daginn.Pálmi stóðtittur á hlaðinu,Biskup laus uppá vegi og allt í vitleysu!Svo kom skýringin á öllu saman,Blesi sem er að taka til hér í kringum húsið með Biskup hefur fengið eitthvert flogakast og hlaupið niður randbeitarþráðinn og farið á harðaspretti í gengum þrefalt vírhlið og haldið áfram í tryllingi og farið á annað rafmagnshlið og sprengt það upp hjá tittunum og sem betur fer þá fór bara hann Pálmi út en ekki líka Askur Stígandasonur og Heljar stóðtittur! Ég kíkti um daginn á Væntingu Glymsdóttur og Sif Hróksdóttur og væsir sko ekki um þær í Höfnunum hjá Eygló og Bogga.Þær alveg blása út og eru hinar föngulegastar. Við erum enn í heyskap,hvað annað þetta er svo gaman Buslu fréttir: Busla fór í röntgen og ég bara man ekki hvort ég var búin að blogga því hvernig það kom út.Seinni aðgerðin er líka misheppnuð en platan og skrúfurnar eru ekki alveg að virka.Ein skrúfan er ekki lengur í plötunni og farin á flakk.Beinið er samasem ekkert gróið á milli og er það svo örþunnt þar á milli að það er líklega ekki þorandi að taka plötuna og skrúfurnar í burtu. EN Buslan er hraust og kveinkar sér ekki.Hún hleypur um á þremur fótum og er nýfarin að labba á fjórum! Það eru fjórir rakkar eftir úr gotinu hennar Buslu og hef ég ekki verið nógu dugleg að auglýsa þá. Kindafréttir: Við fórum í heimsókn til Gísla og Siggu á Flankastöðum en þau voru að smala hólfið hjá sér og Flanki kallinn hrússinn minn kominn í fjárhús en bara rétt á meðan að lömbin eru tekin undan og svo fara þau aftur út.
25.08.2007 01:57Hestastúss og fleira stússÞið eruð alveg frábær gott fólk:)50 comment og ekkert minna!Nú er best að drífa sig í að blogga um það sem liðið er elskurnar mínar:) Við drifum okkur með hestakerru austur í Útverk fyrir rúmri viku að sækja hana Sokkudís,Loka og Tinnu en þau voru í girðingu hjá honum Stæl frá Neðra-Seli. Enn eitt hesthúsið áttum við eftir að kíkja í en þar eru þær Vordís Brúnblesadóttir og Vænting Hróksdóttir í tamningu. Smá viðbót og það um annarskonar fák eða mótorfák.Þessi gamli laglegi húsbíll er til sölu og er glænýskoðaður ef einhver hefur áhuga.Kolla og Addi systir og mágur Hebba ætla að selja hann og óska eftir tilboði í kaggann.Þið getið sent fyrirspurnir til okkar á netfangið herbertp@simnet.is og ég get sent fleiri myndir ef óskað er og komið ykkur í samband við þau. 13.08.2007 16:22Sabine Sebald tók glæsilegar myndir á HM í Hollandi!![]() Stian Pedersen og hinn glæsilegi Jarl frá Miðkrika. ![]() Hér er linkur beint inná myndagallerýið hennar Sabine frá HM í Hollandi ásamt miklu fleiri myndum: http://www.skinfaxa.net/frameset.html Farin út að vinna elskurnar mínar ![]() 06.08.2007 15:50Hefring Hróksdóttir litförótt:)![]() Hefring er fyrsta folaldið hér á bæ til að sýna litförótta litinn undir folaldahárunum sem eru farin að losna af þeim. Ég held að ég vilji barasta eiga þetta folald sjálf því hún verður líklega svipuð systur sinni henni Rjúpu Hróksdóttur enda alsystur. Reyndar var ég búin að lofa einni góðri konu að ef hér fæddist litförótt folald þá fengi hún það keypt þannig að hún á enn rétt á því nú ef hún gefur sig ekki fram þessi ágæta kona þá ætla ég að eiga gripinn ![]() ![]() Sleipnir Hróksson á harðastökki og teygir sig flott á stökkinu. Sleipnir var að seljast í þessum pikkuðum orðum ![]() ![]() Á meðan ég man..................ég var að fá folald á söluskrá hjá mér en það er hrikalega spez á litinn! ![]() Bleikálótt/blesótt/hringeygt á báðum augum! Þetta er hestfolald undan Trymbil frá Akurey sem Stella vinkona á. Hér er gallerý með myndum af Trymbli :http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=2018 Móðir folaldsins er Mósa frá Kleifum en hún er af gamla kyninu þaðan. Fleiri folöld eru til sölu undan þessum sama fola.Þau eru öll á Víðidalstunguheiði og kom niður í stóðréttunum í haust. Fullt af litum og gaman gaman.Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að versla þetta myndarlega folald í netfangið herbertp@simnet.is Hundafréttir: ![]() Hvolparnir hennar Buslu dafna vel og eru hinir sprækustu.Sprækustu er reyndar vægt til orða tekið! Það eru fjórir rakkar eftir úr gotinu og seljast þeir á 30.000- stykkið,bólusettir og með heilbrigðisvottorð. Þessi hérna uppi er kallaður Zorró og er hinn mesti kelistrákur. Busla sjálf er hin sprækasta líka en ekki eru sömu fréttir að mömmu hennar henni Töru gömlu. Hún er orðin frekar þreytt á lífinu og sefur mikið.Reyndar varð hér allt vitlaust í gær þegar að Busla og Tara fundu villtann kanínuunga undir drasli og voru þær ábyggilega að grafa í 2 tíma eftir honum! Það streyma hingað viltar kanínur af og til sem fólk sleppti fyrir cirka tveimur árum og er alveg óþolandi að vita af þessum greyjum hér um allt.Ekki eru þær beint vinsælar á Golfvellinum hér skammt frá en þar eru þær að grafa allt í sundur. Kindafréttir: ![]() Gibburnar fengu rúllu til sín í hólfið fína því það hefur vantað tilfinnanlega rigningu í sumar og þar af leiðandi grassprettan í lágmarki.Sama hvað við reyndum að vökva þá dugði það ekki til. Elsta lambið undan henni Hermínu er orðið svakalega stórt og er hrússi með mikil horn. Gimbrin á myndinni heitir Brynja og er undan henni Gránu sem er upprunalega frá Tótu í Grindavíkinni.Brynja og Baddi tvíburarnir hennar Gránu dafna vel og stækka.Ég dauðsé eftir því að hafa ekki verið búin að fá mér eða finna gamla fjármarkið frá Ásgarði og merkja hana.En passa mig samt á því næsta vor að vera búin að þessu því annað má víst ekki.Lögbundin skylda að merkja öll búdýrin sín ![]() ![]() Baddi hrússi að gúffa í sig ilmandi töðunni.Nammi namm........... Fuglafréttir: ![]() Endurnar voru heldur betur duglegar að unga út í ár! Líklega er talan á ungunum hátt í 100 stykki! Og það lágu aðeins 7 endur á,reyndar 8 en ein er svoddan klaufi að hún lá á í tvo mánuði og kom ekki með einn einasta unga heim á hlað en í fyrra kom hún voðalega stolt með einn. Það sem gerir alveg útslagið með að þeim gengur svona vel að ungan út er að eftir að við vorum látin setja þær inn í hús í fyrra vegna yfirvofandi Fuglaflensu þá eru þær svo öruggar með sig og í svo góðu atlæti inni við að þetta gengur alveg glimrandi hjá þeim. Núna eru þær allar komnar út með ungana sína og eru með litla tjörn að busla í og nóg af fóðri og svo kemur haustið................ Og þá fækkar þeim aftur niður í 10 stykki ![]() Fashænan sem lá á fullt af eggjum kom með 4 unga og lifðu tveir af þeim.Þeir eru sprækir og sprautast um allt búrið hressir og kátir á eftir mömmu sinni.Við gáfum þeim allt sem okkur datt í hug,meira að segja suðum egg og muldum ofaní dall fyrir þá! Við erum enn að leita að upplýsingum um hvar við fáum besta start fóðrið handa þeim en það er ekki auðvelt að finna það út á öllum þessum útlensku síðum sem við höfum verið að lesa. ![]() Krían er komin með fullt af ungum niður á túni og er hin grimmasta. Auðvitað varð hún alveg vitlaus þegar að ég steig inn fyrir varnalínuna sem ég setti upp svo að hrossin tröðkuðu ekki á eggjunum hennar og hún fengi að hafa sitt svæði í friði eins og undanfarin sumur.Ekki er eins mikið af Kríu og hefur verið og líklega er það vegna Sílaskorts eða svo segja fræðingarnir. Hún er öllu seinni hjá okkur með varpið heldur en td í Norðurkoti sem er í cirka 6-8 km frá okkur í Ásgarðinum. Hebbi var þar á ferðinni í morgun og voru komnir fullt af Kríuungum á veginn en þeir setjast gjarnan á vegina þegar að þeir eru að verða fleygir. Ungarnir hér í Ásgarðinum eru enn að brölta um í túninu og eru þetta orðnir svakalegir boltar.Dúnninn er að byrja að detta af þeim og fallegar fjaðrirnar farnar að sjást. ![]() Þessi ungi á vonandi eftir að komast með ættingjum sínum til Suður-Afríku. Eggið á myndinni er vonandi fúlegg en ef þar kemur út ungi þá er hann alltof seinn að verða fleygur,veslast hér upp í túninu hjá okkur ásamt fullt af öðum ungum.Mestmegnis vegna þess að við náum stundum ekki að verja hér varpið dag og nótt fyrir fólki og þegar að týnt er undan Kríunni þá verpir hún aftur og aftur og ungarnir sem út klekjast verða eftir og svelta til dauða ef vargurinn nær þeim ekki á undan. Og allir að hægja á sér þegar að keyrt er framhjá Ásgarðinum og fleiri stöðum þarsem ungar eru á vegi ![]() 01.08.2007 01:31Minkaveiðar á Snæfellsnesi í góðra vina hópi:)
Það voru höfðinglegar móttökur sem við fengum,sér hús til að sofa í og dýrindis kræsingar bornar á borð fyrir okkur.Holugrilluð lambalæri með meðlæti eins og hver gat í sig troðið. Þarna voru tvær fjölskyldur fyrir utan okkur og tveir hrikalega sætir Silki Terrier hundar. Fyrst var farið niður með árósnum og svæðið skimað um allt og skyndilega urðu tíkurnar spenntar! Fóru að grafa og grafa í moldarbarð og æstust nú leikar! Skvetta hvarf næstum ofaní sína holu og upp kom hún hróðug með agnarlítinn músarunga hehehehehehe........... Ekki veiddist meira þennan daginn en við Hebbi og Bjöggi gengum þónokkurn spöl í viðbót en ekki urðum við vör við þann ljóta.Við köllum alltaf mink þann ljóta og Tara,Busla og Skvetta vita sko alveg hvað það þýðir. Um kvöldið var setið úti á palli með öl og sögur sagðar alveg hægri vinstri og brandarar flugu á víxl. Við skemmtum okkur alveg konunglega í góðra vina hópi og fórum seint að sofa.Ég dröslaði Buslu minni með mér alveg innað rúmstokk því hún átti sko að passa kellinguna.Einhver var svo "vinsamlegur"að reyta af sér nokkrar draugasögur í lokin og eins gott að hafa hana Buslu sér við hlið hehehehehe............ Ein vesældarleg könguló asnaðist yfir gólfið og var Busla ekki lengi að gleypa hana og bjarga þarmeð minni geðheilsu þessa nótt:) Engi smá veiðitík hún Busla mín! Næsta dag vöknuðum við kát og hress og eftir að hafa gleypt í okkur brauð og kaffi þá gerðu sig allir klárir fyrir næstu gönguferð með tíkurnar og núna skildi Garpur kallinn (Silkiterrier:) koma með og redda málunum og finna eitt stykki Mink fyrir okkur.Við örkuðum af stað með fimm hunda og vorum við bara rétt komin niður túnið þegar að Busla og Skvetta ruku uppeftir skurði og gengdu okkur ekki. Auðvitað voru þær búnar að finna Ljóta í skurðinum og geltu og geltu alveg trylltar undir jarðfalli í skurðinum.Allir stilltu sér upp,ég öskraði og öskraði eins og vitleysingur (missi mig alltaf á þessu augnalbiki:) út þaut Minkurinn og Bjöggi sýndi þessa líka rosalegu Minkabana takta að annað eins hefur ekki sést og verður eflaust lengi í minnum haft.Ljóti féll í valinn og þá er einu villidýrinu færra í Íslenskri náttúru. Þá hættu allir að vorkenna honum Garpi hehehehehehehe..............Hann var sko látinn veina þartil hann fór útí og yfir og sá kunni nú hundasund og allir hættu að vorkenna honum:) Skvetta fann Hunangsflugubú og stórskemmdi það með trýninu og Hunangsflugurnar uður alveg trylltar! Verra var það samt með hana Buslu sem lenti í Geitungum en það var sko nóg af þeim þarna!!!!! Ég sá að tíkin var eitthvað voðalega skrítin þegar að hún kom uppúr einum skurðinum og hentist niður rassgatið og var að reyna að ná einhverju á bakinu við skottið á sér.Ég beygði mig niður og ætlað aldeilis að klóra tíkinni minni á bakinu en ég hélt að hana klægjaði þar sem hún næði illa til með að klóra sér en hvað haldiði þið að ég hafi séð!!! Geitung á kafi í bakinu á henni að stinga Busluna mína!!!! Ég náttúrulega stökk í burtu með mitt litla hjarta og Buslan bólgnaði öll upp undan stungunni! Me hero!!! Við meira að segja óðum úti eyjur þarna en fundu ekki fleiri Minka en fegurðin þarna er alveg ómótstæðileg. Við vorum þreytt og sæl eftir þennan skemmtilega göngutúr með eina 6 hunda með okkur.
Góður og skemmtilegur félagskapur í náttúrfegurð sem þessari er ógleymanleg fyrir okkur. Takk kærlega fyrir okkur Bjöggi og Ragna. Heim komum við seint og um síðir og allt var á sínum stað í Ásgarðinum.Við mættum alveg gera þetta oftar við Hebbi minn að drífa okkur aðeins út fyrir landareignina,maður kemur bara hressari og endurnærðari heim aftur. 27.07.2007 12:57Minkaveiðar og hrossastúss![]() Við tókum okkur til um daginn og girtum niður að nýja grjótvarnargarðinum og rifum svo upp bakkagirðinguna og hleyptum Hrók og merunum niður í Melgresið. Mikið var gaman að fylgjast með hrossunum purra og ganga svo hikandi yfir þarsem rafgirðingin hafði verið.Folöldin urðu öll eftir og trylltust gjörsamlega yfir því að týna mæðrum sínum en þau voru sko ekki að fatta þetta! ![]() Folöldin eru farin að missa folaldafeldinn og gaman að sjá hvaða litur leynist undir.Sérstaklega þau sem eru undan litföróttum foreldrum.Líklega er aslystir hennar Rjúpu litförótt en hún er rauðstjörnótt og sú heitir Hefring.Við erum búin að sjá það út hér í Ásgarðinum að litförótt hross eru misjafnlega litförótt eða með öðrum orðum,þau geta verið mikið ljós á búkinn eða mikið dökk með fáum ljósum hárum á búknum. Þannig að það getur tekið óratíma fyrir sum folöldin að sýna framá það að þau séu litförótt á meðan önnur eru greinilega litförótt. EN.......ég fékk póst um daginn þarsem líst var fyrir mér hvernig líkurnar á því að fá litförótt folald eða bara folald yfir höfuð eru ef maður parar saman tvö litförótt hross. Hér er það sem einn litaspekúlantinn sendi til mín: Varðandi litföróttu hrossin þá er arfhreint litförótt dauðagen, þ.e ef þú parar saman 2 litförótt hross þá færð þú 25 % færri folöld þar sem að þau folöld sem eru arfhrein drepast á fósturskeiði. 25% ættu að verða arfblendin litförótt og 25% "einlit" Folaldið á myndinni hér fyrir ofan er undan tveimur litföróttum foreldrum og greinilega ekki með dauðagenið ![]() ![]() Hringur kallinn fór í heilbrigðisskoðun um daginn og flaug í gegnum hana.Hann var röngen myndaður í bak og fyrir með nýjustu græjum hjá sínum dýralækni og var mikið gaman að geta skoðað myndirnar strax í tölvu. Nú er hann kominn með heilbrigðisvottorð og hægt að tryggja drenginn í bak og fyrir.Hann er nefnilega að fara að heimann í hálfann mánuð í prufu hjá einni sem er að pæla í honum sem verðandi reiðhesti og kannski meira. Tvistur bróðir hans er seldur og fór norður í gær til nýs eiganda. Innilega til hamingju með Tvistinn,hér er linkur inná nýja síðu hjá eiganda hans http://www.123.is/storholl/ ![]() Ég sjáft afmælis"barnið" verð nú eð skella inn einni mynd af mér sem hún Magga tók af okkur Töru niður í fjöru á afmælisdaginn minn.Kellan orðin 41 og sér ekki á henni! Smá rispa á húddinu hehehehehehehe....................Nei" segi nú bara svona ![]() Alveg rétt" ég steingleymdi að segja hvað hún Tara er hress og spræk þrátt fyrir veikindin!Hún gaf hinum tíkunum ekkert eftir á hlaupunum í Grindavíkinni um daginn.Hljóp og hljóp í hitanum og góða veðrinu og fann mink sem reyndar var svo slunginn og djúpt niðri að það var ógerlegt að ná kauða. Tara var meira að segja svo hress í gær þegar að við Hebbi skruppum í kaffi á næsta bæ að á meðan hún átti að vera heima stillt í fína stóra hundabúrinu sínu frammá gangi þá braust hún útúr því með kjafti og klóm,fór uppá öll borð í eldhúsinu og kláraði af diskunum kjúklingabeinin! Klikkti svo út með því að pissa á mottuna framá gangi og þegar að við komum heim þá stóðu englavængirnir á henni útí loftið og hún lét okkur sko vita að það hefði ekkert verið til að drekka með öllum kræsingunum! Hún er sko hreint út sagt ótrúleg þessi tík!!! Ég á sko til margar sögur af henni Töru og ein sú minnistæðasta og er það kannski ekki skrítið en hún hafði þann háttinn á þegar að hún fór með manni í bíltúr td útí búð þá varð annað okkar að vera hjá henni útí bíl og bíða því EF maður vogaði sér að skija hana ALEINA eftir í bílnum þá dundaði hún sér við það að skíta í sætin afturí,farþegasætið frammí og LÍKA í bílstjórasætið!!! Eitt sinn ætluðum við að leika á hana þegar að við fórum á sýningu hjá Stóðhestastöð Ríkisins og bundum hana þétt niður við gólf í framsætinu og settum rifur á gluggana.Hún var ekki lengi að rífa í sig útvarpið í bílnum og eyðileggja það,rústa hanskahólfinu,losa sig og rífa niður klæðninguna í kringum gluggana og tæta bílinn í tætlur! Hún kenndi okkur það að ein skildi hún ekki vera til friðs nema í járnbúri.Plastbúrin léku í loppunum á henni eins og fis.Út komst þessi litla tík líkt og hún gerði í gærkveldi. Hún var nefnilega innilokuð að mestu fyrstu 9 mánuði ævi sinnar þegar að við fengum hana og vorum við 4 eigendur að henni. En þrátt fyrir allt sem gekk á með hana blessaða þá hefði ég ekki viljað missa af því að eignast þessa elsku.Góðu dagarnir hafa verið mörgum sinnum fleiri en þeir erfiðu sem eingöngu þroskuðu okkur sem hundeigendur ![]() ![]() Tara að njóta veðurblíðunnar niður á fjörubakka við Garðskagavita. 22.07.2007 15:07Folaldaalbúm loksins gerð!Það tók mig óratíma að gera 4 folaldaalbúm skal ég segja ykkur.Ég byrjaði á hádegi í fyrradag og var að til að vera 1:30 um nóttina og stóð nánast varla upp frá tölvunni og ég fékk vægt ógeð á tölvuvinnu.Aumingja fólk sem þarf að sitja við tölvu allann daginn í vinnunni og verður að vinna við þetta svo mánuðum og árum skiptir. Það var einhver villa í kerfinu sem olli því að myndirnar af folöldunum birtust ekki í fyrstu en svo notaði ég annað kerfi og þá komu myndirnar tvöfalt! En þær eru loksins komnar og getið þið kíkt á albúmin í flokknum myndaalbúm hér uppi til hægri ![]() ![]() Tara gamla mamma hennar Buslu var að greinast með krabbamein. Hrikalegt að uppgötva að gamla tíkin okkar sem við héldum náttúrulega að væru eilíf sé á förum frá okkur.Hún er orðin 11 ára gömul og búin að ganga í gegnum súrt og sætt með okkur í ein 10 ár. Við fengum hana til okkar í smá þjálfun sem endaði með því að hún fór ekkert frá okkur aftur.Hún var svo erfið blessunin og illa öguð að það var ekki hægt fyrir venjulegt fólk að eiga hana. En með þolimæði og tíma þá tókst okkur að aga hana til og virkja hana sem minkaveiðihund en reyndar var það hún sjálf sem benti okkur á það að hún gæti sko nýst okkur hér á bæ og sjáum við ekki eftir því að hafa tekið hana endanlega að okkur. Hún nefnilega tók uppá því óbeðin að smala heim minkum og halda þeim við td húshorn og gelta alveg brjáluð þartil "pabbi" sótti byssuna og skaut þá.Hún hreinlega hreinsaði megnið af minknum hér í Ásgarðinum en hún smalaði heim 15 minkum á fyrstu 8 mánuðum eftir að hún kom til okkar. Enda hefur Æðarfuglinn ákveðið að hér sé gott að vera eftir að Tara kom í Ásgarðinn. Eftir það pöruðum við hana við frábærann og geðgóðann minkaveiðihund frá Veiðimálastjóra sem hét Lubbi og var undan Buslu gömlu hans þorvaldar Björnssonar Aðstoðarveiðistjóra. Útúr því goti fengum við fullt af skemmtilegum hvolpum þarámeðal henni Dimmu sem býr í Njarðvíkunum og heimsækir stundum "ömmu" og "afa" í sveitina en hún þekkir okkur alltaf og tryllist af kæti þegar að hún sér okkur ![]() Busla okkar er líka úr þessu sama goti en þær systur eiga bróðir í RVK sem er hreint út sagt frábær veiðihundur í bara allt. Púlli kann að ná mink, tekur stand á Rjúpu og sækir allan fugl og líka í sjó hvað sem brimið lemur á honum þá fer hann alveg glerharður útí til að sækja.Þennan hund þjálfuðum við að stórum hluta en eigandi hans á bara eftir að fara með hann á Gíraffaveiðar þannig að hann Púlli er fjölnota veiðihundur þótt lítill sé og frábær heimilihundur líka ![]() Þannig að hún Tara okkar er aldeilis búin að gera það gott á þessum 10 árum sem við erum búin að eiga hana.Skila áfram frábærum einstaklingum jafnvel betri en hún sjálf er til veiða enda er Taran okkar frekar fínleg tík og er blanda af puddle-Terrier. En þrautseigjan í þeirri gömlu er lofsverð og í dag ætlar hún að fara með okkur í sína síðustu minkaveiðiferð til Grindavíkur. Þrátt fyrir veikindin þá getur hún enn tekið sínar rispur og virðist ekki kveinka sér neitt líkamlega ennþá. Matarlystin er kannski ekki einsog hún var en glöð er sú gamla og tætir tuskubeinið sitt alveg hægri vinstri og eitt alveg elskar hún........................... ![]() Það er að skammast í ryksugunni! Hún alveg elskar að bíta í ryksuguhausinn og togar í hann og urrar og geltir á hann ![]() Alveg rétt! Fyrir þá sem keyptu sér hvolp undan Buslu og Kubb þá fann ég heilsubækurnar þeirra! Ég lét þær á svo góðan stað til að týna þeim ekki að ég týndi þeim. En semsagt þær eru fundnar og ég ætla að senda þær á morgun til eigenda sinna en hvolparnir eiga að fara í næstu Parvó sprautu þann 26-07 eða þar um bil sagði Dýralæknirinn okkar. Það eru 4 rakkar eftir úr gotinu ef einhver hefur áhuga á því að kaupa sér efnilegann veiðifélaga eða bara heimilishund því við höfum sett það sem kröfu að hvolparnir frá okkur séu undan barnvænum foreldrum og Busla og Kubbur eru nátturulega afbragðs geðgóð við börn og bara alla þrátt fyrir að breytast í hörkuduglega veiðihunda þess á milli. Þangað til næst,njótið veðurblíðunnar og farið vel með ykkur. ![]() Ps. Íris í Þýskalandi sendi mér lag sem kom mér í algjört tiltektarstuð!!!! Hér er lagið http://www.youtube.com/watch?v=1ojlSsxqIM8 Og svo allir út að ryksuga hehehehehe.........eða inn,veðrið er bara svo gott að það er ekki hægt að rysksuga inni!!!!!! 15.07.2007 13:44Heyskapur hafinn:) Meiðastaðir og Kothúsatún slegin.![]() Veðjar frá Ásgarði með vinkonu sinni Klökk í blíðunni. Það er alveg brakandi þurrkur og jörð farin að skrælna hreinlega hér í Ásgarðinum.Folöldin blása út og leika sér í veðurblíðunni á milli þess sem þau fá sér volgann sopann úr mæðrum sínum og lúra svo í hitanum. Við erum byrjuð á okkar heyskap og búin að slá Kothúsatúnið og Meiðastaðatúnin.Heyfengur verður greinilega góður í ár þrátt fyrir þessa þurrka sem ég ætla að leyfa mér að segja að geysi hér um.Maður kann nú varla að tala um svona veður sem er búið að vera hér í fleiri vikur en vinafólk okkar var hér um daginn og vorum við að tala um að loksins hafi ringt en sögðum alltaf"loksins hætti að rigna í tvo daga! Ætluðum að reyna að segja að loksins hafi ringt í tvo daga hehehehehehehe................... ![]() Týr Hróksson Litlu-Lapparson að sperra sig í blíðunni.Til sölu sá sperrti.Fallegt svifbrokk og töltið laust. Hér er búið að vera gestkvæmt með afbrigðum.Síðastliðinn Mánudag og Þriðjudag komu hingað milli 20-30 manns.3 dömur frá Sviss gistu hér í tjaldi fyrir utan og sváfu nú ekki mikið vegna þess að það kom aldrei myrkur? Svo voru fuglarnir að "ráðast" á tjaldið um morguninn???Kannski löbbuðu endurnar kvakandi framhjá hehehehehehe.............. En veðrið þótti þeim frábært en það var mun hlýrra hér og skemmtilegra veður en í Sviss þegar að þær fóru þaðan. En þær skemmtu sér konunglega og skoðuðu hross og fleira og fóru svo af stað en þær ætla hringinn í kringum Íslandið. Mona og Hekla komu líka að mynda og skoða hross.Gaman að fá þær í heimsókn og spjalla ![]() Magga og Inga kíktu hér líka en þær teljast nú varla til gesta enda heimalningar hér á bæ ![]() Siggi Dímonar og Sibba komu úr Borgarfirðinum með krílin sín 3 að skoða öll dýrin á bænum.Það var nú sko stuð hjá þeim litlu en ekki gaman hjá Sigga og Sibbu þegar að Blakkur (bíllinn) þeirra ákvað að læsa lyklana inni! Þetta er svo fínn og flottur bíll að ég bjóst bara næst við því að hann æki sjálfur á brott! Allur í tölvukerfi og flottheitum. Já"hann Black Beauty okkar kæmist nú ekki upp með neina svona stæla því honum yrði nú einfaldlega hótað að fara á næstu partasölu og í brotajárn! En svona er nú gott að vera í Ásgarðinum að bílarnir læsa sér og verða staðir á hlaðinu hehehehehehehehe.............Ég skal sko alveg ættleiða hann Blakk þinn Siggi minn ![]() ![]() Tvistur og Sigrún. Tvistur er seldur/sold! Sigrún,Gert og Ástrún komu frá Danmörkunni og er Sigrún alveg óð að fá að fara á hestbak og er búin að vera að vinna í honum Tvist okkar.Aumingja Tvistur skilur ekkert í mannfólkinu sem skreytir hann með allskonar búnaði,prílar á bak og lætur hann fara hring eftir hring með "þunga" byrði ![]() Ef einhver hefur áhuga á að versla sér þennan klár þá endilega hafið samband í netfangið herbertp@simnet.is .Eða í síma 869-8192 Ransý Hann er skeiðmegin í lífinu en töltir á hringnum. ![]() Biskup fékk líka sína hreyfingu þó járnalaus væri enda betra að hafa hemil á honum án skeifna.Smá spotti gerði honum nú bara gott og vel var hann viðráðanlegur blessaður svona akfeitur og fínn hehehehehehehe............... Hann er núna að passa nýju hryssurnar sem Sigrún var að versla sér og gerir það nú bara gott! Önnur er í hestlátum og hossar klárinn sér óspart á henni líkt og fullkominn stóðhestur væri en engin meðlög eða eftirmálar verða eftir það enda klárinn geltur á unga aldri.Sko minn dreng................... ![]() Askur greyið er alveg miður sín yfir því að hafa verið tekinn frá hryssunum sínum! Segist vel geta gert það sem ætlast var til af honum!!! Kannski var ég of fljót á mér að dæma hann of kjarklausann í verkefnið en hann var svo vægur og alltof dannaður við hryssurnar sínar sem ég setti hann í. Hann er búinn að gráta yfir girðinguna og sýna allt sitt stolt og gera allar hundakúnstir sem ég vil fá að sjá hjá hesti sem á að sinna sínu stóði.Merkir með taðhrúgum og sprænir í allar áttir ![]() Verð ég ekki að finna eina geðgóða þæga handa honum að æfa sig á???? Farin út í heyskapinn ![]() 04.07.2007 16:09Allt að skrælna í blíðunni![]() Hér er allt að skrælna af þurrki og spretta í lágmarki.Sem betur fer þá er enn næg beit handa hrossunum og veðurfréttakallinn á RUV lofar að það muni þykkna upp um helgina og fara að rigna. Það er alveg furðulegt hve erfitt er að gera manni til hæfis með veður.Í vetur ringdi látlaust með roki svo útigangurinn stóð blautur og erfitt var að halda almennilegum ballans á fóðurgjöfinni. Heyið vildi fjúka frá þeim í allar áttir og og traktorinn sporaði allt út svo ljót för mynduðust á jörðinni okkar. Svo kom vorið og sumarið með þvílíkum hita og yndislegu veðri þá veinar maður eftir rigningu og smá andvara! En það er ekki hægt að kvarta yfir því hve ofboðlega fallegt er að sitja útí seint á kvöldin þegar að sólin er að setjast. ![]() Það var tilkomumikið að sjá þetta risastóra skemmtiferðaskip sigla útúr Faxaflóanum!Þvílíkur risi og það var eins og það skriði eftir túninu! Þegar að ég verð stærri þá kannski fer ég í ferð með einu svona ![]() ![]() Hvolparnir eru farnir að renna út eins og heita lummur.Tveir fara í Sandgerði,einn fer í Þykkvabæinn og einn fær að búa hjá okkur áfram þannig að það eru eintómir strákar eftir. Það er ekkert smá gaman hjá þeim en þeir eru farnir að vera útí risastórri girðingu á daginn og fannst þeim þetta algjört ævintýri að fá að skottast svona einir um í hinum stóra heimi.Auðvitað er ekki langt í mömmu Buslu og ömmu Töru.Einhver verður að reyna að hafa hemil á þessum orkuboltum. Mér finnst þetta got vera alveg einstaklega skemmtilegt og fjölbreyttir kartakterar í hópnum. ![]() Blesarnir hennar Deidrie þroskast vel og eru hinir sprækustu.Heljar og Pálmi verða heima í sumar en það er ekki um margar girðingar að velja ef maður vill koma tittum í fóstur.Sérstaklega þegar að maður vill aðeins geta fylgst með og jafnvel tekið þá heim snemma að hausti þegar að veður geta farið að bíta í rassinn á svona ungum og óhörðnuðum tittum.Það skiptir nefnilega svo miklu máli að trippin nái að fita sig vel fyrir veturinn og haustbeitin sé góð og ekkert komi fyrir þau þá pluma þau sig betur yfir veturinn. Ein vika til eða frá þarsem þau lenda í kalsa rigningu og slyddu getur skipt sköpum fyrir þau hvað varðar fituforða fyrir veturinn. Jæja elskurnar mínar,hafið það gott og ég er farin út að vinna við dýrin mín bæði stór og smá ![]() 01.07.2007 01:36Hrókur setur í fyrir næsta ár:)![]() Það er mikið að gera hjá þeim feðgum Hrók og Óðni Hróksyni.Báðir alveg á fullu að fylla á merarnar svo við fáum folöld að ári. Hrókur er alveg á þönum við að verja sitt svæði en það er soldið þröngt á stóðhestunum hérna í Ásgarðinum.Þetta sleppur samt vegna þess hve rafmagnshræddur Hrókurinn minn er en hann stígur varla yfir band sem liggur á jörðinni nema að purra og hnusa mikið fyrst. Hann hefur nú svosem gott af því að halda sér í formi þó það sé ekki nema fyrir þolið áður enn hann fer í þjálfunina uppí Borgarfjörð. Það styttist nefnielga óðum í það að klárinn fari í þjálfun til hans Agnars Þórs sem ætlar að vita hvort hægt sé að tutla eitthvað meir úr klárnum. Mér þykir ekki ólíklegt að drengurinn sá fari létt með að kreista úr klárnum það sem til er en það hefur ekki verið reynt til hins ýtrasta hvað hann getur. ![]() Hvað haldiði að kallinn minn hafi verslað sér um daginn! Litla netta gröfu til að létta undir með okkur störfin hér á bæ. Vorum ekki lengi að prufukeyra gripinn og byrjað var að klára að laga hólf fyrir þá Heljar og Pálma sem eru stóðhestefni sem fara svo til Bandaríkjanna þegar að fram líða stundir. Þetta apparat er ekkert smá þægilegt og verður hægt að moka útúr stóðhesta stíunum líka með því að kippa húsinu ofanaf á meðan! Kallinn minn alveg ljómaði með nýja gripinn og varð ég næstum því afbrýðisöm! Nei" hehehehehe.............ekki útí gröfu ![]() ![]() Ég bara varð að fá að setja þessa fallegu mynd af Íris á Lokk Brúnblesason frá Ásgarði sem hún sendi mér í gær. Klárnum er mikið riðið berbakt og dillar hann sér á tölti og brokki á vídeóinu sem ég fékk líka sent. Ekkert smá þægur og vel taminn hjá henni Íris! Takk fyrir öll videóin Íris mín,klárinn er orðinn mjög flottur hjá þér! Og ég sé að hann fær nóg að borða hehehehehehe.........ömmustrákurinn ![]() 30.06.2007 00:58Hvolparnir í bólusetningu og læknisskoðun![]() Það gekk ekkert lítið á í dag þegar að ég fór með alla 9 hvolpana í fyrstu Parvó sprautuna og heilbrigðisskoðun.Ég setti þá í tvö búr og ók svo af stað með alla hersinguna gólandi og vælandi aftur í. Hrund dýralæknir tók vel á móti okkur og gekk þetta allt hratt og vel fyrir sig.Ég vigtaði og kom með einn í einu,allir fengu Parvó sprautu og allir karlhundar voru með eðlileg eistu og feldur fallegur og glansandi.Sá léttasti var 2.0 kg og sá þyngsti vóg 4.9 kg! Enda fæddust þeir allir misjafnlega stórir og litlir. Þegar að ég kom heim aftur með alla pappíra og hvolpana þá tók við myndataka á þeim en ég hef ekki verið nógu dugleg við að taka myndir af þeim enda allt verið á haus hér í hrossastússi. Það var ekki heiglum hent að festa þessi hvolpaskott á mynd og tók þetta allt voðalegan tíma og árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir.Mest voru þetta myndir af grasi og kannski sást í löpp eða skott einhverstaðar á myndinni. En núna er um að gera að kíkja við hjá okkur um helgina og fá sér hvolp af gæðakyni þ.e.a.s "hreinræktuðum" minkaveiðihundum ![]() Busla er móðirin og betri minkaveiðitík og heimilishund hef ég ekki átt.Hún er það allra ljúfasta í heimi og bregður ekki skapi við börn en mink má hún náttúrulega ekki sjá. Hvolpurinn kostar 30.000-staðgreitt sem samsvarar 10 minkaskottum en við höfum miðað verðið á hvolpunum við sama verð og Veiðistjóra embættið hefur verið að selja þá á. Það fæst nefnilega 3000-fyrir minkaskottið í dag. ![]() Issss......pisssss........hver vill kaupa svona pissudúkku eins og mig? 27.06.2007 15:26Heilladís köstuð merfolaldi faðir Hrókur![]() Einlitt en samt í lit! Sigurður Dímonar stóð á öndinni þegar að hann hringdi og tilkynnti mér að LM-Sokka væri köstuð og folaldið væri í ólýsanlegum lit? Einhvernveginn mósótt en samt ekki mósótt með rauðum blæ en samt ekki rautt? Það lá við skilnaði á milli Sibbu og Sigga þegar að aumingja Sibba var að reyna að lýsa litnum á því fyrir sínum heittelskaða í síma hehehehehehe......... Sibba mín" svona hestalitur er EKKI til sagði hann umvöndunartóni við Sibbu sína ![]() En þessa mynd tók hún Sibba og sendi mér,takk kærlega fyrir Sibba mín! Mér sýnist þetta folald vera kolótt eins og kýr með rendur á fótum? Hvað segja litafræðingarnir? Svona enga feimni og commenta um þetta litaafbrigði! ![]() Askur Stígandasonur var ekki alveg að sinna hlutverki sínu með merarnar sínar tvær þannig að við ákváðum að skipta út á öðrum degi og settum Óðinn Hróksson í staðinn sem er tveggja vetra virkilega geðgóður og sætur brúnlitföróttur/stjörnóttur foli undan Eðju. Óðinn var ekki lengi að tuska dömurnar til og vorum við steinhissa á því hve ákveðinn þessi tveggja vetra foli er strax á fyrstu mínútunum í hryssum! Hann lét sko ekki vaða ofaní kok á sér og lenti í slag við hana Mön.En svo féll allt í ljúfa löð og hann er bókstaflega í sjöunda himni með merarnar og þær með hann enda gegnir hann hlutverki sínu alveg í botn. Nú er semsagt verið að gera tilraun með að para saman tvö litförótt og verður spennandi að fylgjast með því hvort merin fyljast strax á folaldagangmálinu og hvort hún heldur fóstrinu. Maður er búinn að heyra þvílíkar tröllasögur um að það sé eki hægt að para saman tvö litförótt því fóstrin deyi alltaf og ætla ég að athuga þetta af eigin raun.Þau eru hvort sem er alveg við stofugluggann hjá mér þannig að ég get fylgst mjög náið með öllu ferlinu á milli Manar og Óðins og í gær hleypti hún honum fyrst að sér.Hann er búinn að afgreiða hana Stórstjörnu í nokkra daga og núna er Mön í stuði og allt gengur bara bráðvel hjá Óðinn litla. Vonandi fáum við skjóttan/litföróttan undan þeim og þá verður nú aldeilis athugað með gæðin í gripnum áður en kallað verður á dýralæknir með geldingatöngina. ![]() Buslu var heldur brugðið um daginn þegar að vinur okkar kom í heimsókn með "litla"hundinn sinn með sér.Henni leið leið ekkert smá illa yfir því að þurfa að stilla sér upp með honum í smástund á meðan myndum var smellt af.En þarsem hún er tík og hann er rakki þá var þetta alltílagi og hann lúffaði algjörlega fyrir henni enda með afbrigðum mikill herramaður"hundur"! ![]() Á að láta þenna risa borða mig eða hvað!!?? Hvolpafréttir! Sá sem á hundinn hann Kubb(kærasta Buslu) er búinn að velja sér hvolp úr gotinu.Hann valdi sér ljósa tík sem er númer 2 Annar sem beið voðalega spenntur er líka búinn að velja sér hvolp (númer 1)og nú er um að gera að skella sér í Ásgarðinn um helgina þið sem ætlið að versla ykkur skemmtilegann ævifélaga og líka veiðifélaga en ég get ekki betur séð en þarna séu mjög spennandi og upprennandi minkaveiðihundar á ferðinni.Foreldrarnir eru feikilega duglegir minkaveiðihundar sem hafa nýst frábærlega til að verja æðarvörp hér á Suðurnesjunum. Ég fer með hvolpana í fyrstu sprautuna sína á Föstudaginn og þá mega þeir fara í hendur á nýjum eigendum. Hvolpurinn kostar 30.000-staðgreitt. ![]() Kóngur Hróksson fór um daginn austur fyrir fjall til eiganda síns. Það tóku á móti honum algjör bolluhross og einn var ansi grimmur og tætti hin hrossin sundur og saman.En hann var svo hrifinn af honum Kóngi og vildi hafa hann einan og útaf fyrir sig því það var svo góð lykt af Kóngi síðan hann var geltur.Sá grái elti hann á röndum og sleikti lærin á Kóngi á meðan Kóngur úðaði í sig grængresinu og skipti sér ekki af þeim gráa. Alveg er þetta merkileg árátta í hrossum að sleikja sótthreinsi lyktina af nýgeltum og meðhöndluðum hrossum! ![]() Kolluhreiður í Ásgarði. Þessa dagana sjáum við stoltar Æðarkollur streyma niður í fjöru með ungahópana á eftir sér.Eitthvað ætlar þeim að takast þetta í sumar en eitthvað eru þær færri í ár en í fyrra. ![]() Æðarkolla með ungana sína á heimatilbúinni tjörn í Ásgarði. Eitthvað finnst okkur fuglalífið vera minna í ár en Krían er í hinu mesta basli með að koma upp ungum og gengur varpið mjög illa hjá henni í ár eins og undanfarin tvö ár.Alveg ferlegt að vita til þess að þessi litli fugl skuli fljúga alla þessa leið (yfir hálfann hnöttinn) bara til þess sitja hér svöng og sár og bíða eftir haustinu svo hún geti flogið til baka.Ég hef í mörg ár friðað fyrir Kríuna stærstann hlutann af túnunum okkar og einn úthagann svo hún fái frið fyrir fólki og ég líka frið fyrir henni.Þetta hefur tekist svona afbragðs vel og ég og Krían erum mjög sátt. Farin út að vinna gott fólk! Farið vel með ykkur...............þangað til næst ![]() |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is