Heimasíða Ásgarðs

01.07.2007 01:36

Hrókur setur í fyrir næsta ár:)


Það er mikið að gera hjá þeim feðgum Hrók og Óðni Hróksyni.Báðir alveg á fullu að fylla á merarnar svo við fáum folöld að ári.
Hrókur er alveg á þönum við að verja sitt svæði en það er soldið þröngt á stóðhestunum hérna í Ásgarðinum.Þetta sleppur samt vegna þess hve rafmagnshræddur Hrókurinn minn er en hann stígur varla yfir band sem liggur á jörðinni nema að purra og hnusa mikið fyrst.
Hann hefur nú svosem gott af því að halda sér í formi þó það sé ekki nema fyrir þolið áður enn hann fer í þjálfunina uppí Borgarfjörð.
Það styttist nefnielga óðum í það að klárinn fari í þjálfun til hans Agnars Þórs sem ætlar að vita hvort hægt sé að tutla eitthvað meir úr klárnum.
Mér þykir ekki ólíklegt að drengurinn sá fari létt með að kreista úr klárnum það sem til er en það hefur ekki verið reynt til hins ýtrasta hvað hann getur.



Hvað haldiði að kallinn minn hafi verslað sér um daginn! Litla netta gröfu til að létta undir með okkur störfin hér á bæ.
Vorum ekki lengi að prufukeyra gripinn og byrjað var að klára að laga hólf fyrir þá Heljar og Pálma sem eru stóðhestefni sem fara svo til Bandaríkjanna þegar að fram líða stundir.
Þetta apparat er ekkert smá þægilegt og verður hægt að moka útúr stóðhesta stíunum líka með því að kippa húsinu ofanaf á meðan!
Kallinn minn alveg ljómaði með nýja gripinn og varð ég næstum því afbrýðisöm! Nei" hehehehehe.............ekki útí gröfu .

Ég bara varð að fá að setja þessa fallegu mynd af Íris á Lokk Brúnblesason frá Ásgarði sem hún sendi mér í gær.
Klárnum er mikið riðið berbakt og dillar hann sér á tölti og brokki á vídeóinu sem ég fékk líka sent.
Ekkert smá þægur og vel taminn hjá henni Íris!
Takk fyrir öll videóin Íris mín,klárinn er orðinn mjög flottur hjá þér!
Og ég sé að hann fær nóg að borða hehehehehehe.........ömmustrákurinn .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 194
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297191
Samtals gestir: 34211
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:43:23