Heimasíða Ásgarðs

01.06.2011 01:06

Hrókur frá Gíslabæ og Váli sonur hans taka á móti hryssum


Hrókur frá Gíslabæ

Tekur á móti hryssunum sínum og verður sleppt í hólfið Sunnudaginn

5 Júní 2011.

Folatolli er stillt í hóf 35.000-fyrir fengna hryssu með girðingargjaldi.

Sónar er ekki innifalinn en ef hryssa hefur verið sónuð með fyli úr hólfi hér og missir fyl þá á hryssueigandinn rétt á að koma aftur með hryssuna.

Hér er mjög gott eftirlit með stóðinu,rennandi vatn í körum og hey gefið með beitinni fyrst um sinn á meðan hrossin eru að venjast grængresinu.

Salt og steinefni eru einnig hjá stóðinu.

6 pláss eru laus hjá Hrók og ekkert mál er að bæta inná hann hryssu þó hann sé kominn í hólfið.

Hafið samband í netfangið

ransy66@gmail.com

 

Váli frá Ásgarði veturgamall vorið 2010 

Verður sleppt í hólfið sitt með aðgengi að hesthúsinu Sunnudaginn 5 Júní 2011.

Vindótt/litföróttur

F: Hrókur frá Gíslabæ  (A:7.66 B:7.95 H:7.47)

FF: Kormákur frá Flugumýri II  (A:8.30 B:8.23 H:8.37)

FM: Best frá Brekkum 2

M: Eðja frá Hrísum 2

MF: Hrókur frá Stærri-Bæ (A:8.01 B:8.18 H:7.89)

MM: Kvika frá Hrísum 2

Váli sýnir allan gang og er með góð gangskil. Lundin er traust og yfirveguð. 

Hann fer aðallega um á brokki en stutt er í töltið og nóg af skeiði (alvöru) hefur hann sýnt á góðum degi.

Folinn er orðinn gríðarlega stór aðeins tveggja vetra og þroskast mjög vel. 


Váli tók fyrstu meðhöndlun vel og var auðveldur að eiga við í allri frumvinnu. Hann er spakur án þess að vera með nokkurn yfirgang.

Nú þegar er búið að taka niður pantanir fyrir fyrstu hryssurnar sem að Váli kemur til með að sinna vorið 2011.

Váli verður heima í Ásgarði í húsnotkun og verður folatolli stillt í hóf eða 20.000- fyrir hryssuna en sónar er ekki innifalinn.

Sónar er ekki innifalinn en ef hryssa hefur verið sónuð með fyli úr hólfi hér og missir fyl þá á hryssueigandinn rétt á að koma aftur með hryssuna.

5 pláss eru laus undir Vála.

Váli er laus í seinna gangmáli ef þú átt handa honum nokkrar hryssur og góðann haga.

Hafið samband í netfangið

ransy66@gmail.com

Ps.Við áskiljum okkur þann rétt að taka frá hryssur og senda heim sem að sýna grimmd eða trufla í stóðinu með óæskilegri hegðun.


24.05.2011 13:46

Embla köstuð þann 17 Maí


Embla með Astró dótturina:)

Embla Hróks kastaði jörpu merfolaldi þann 17 Maí og var ég ekki búin að sortera frá ólétturnar og setja við stofugluggann og taka úr stóðinu frá trippadraslinu og geldingunum.


Þetta má bara alsekki ske í svona stóru stóði enda var allt í rugli næsta morgunn og girðingar í druslum um alla móa.

Einn geldingurinn hafði hamast við að reka hana nýkastaða á 3 strengja rafgirðinguna með 4 þúsund voltum á (girðingin var ný yfirfarin) og hefur ekki hætt fyrren hún og folaldið fóru í gegn og yfir á Kolbeinsstaði og hann svo á eftir einsog klikkaður stóðhestur!

Ég fann fylgjuna rétt við girðingarhornið okkar megin þannig að hún hefur verið búin að kasta og orðin heil og folaldið komið vel á fætur þegar að þetta skeði.

Restin af stóðinu þorði ekki yfir strengina sem betur fer en fylgdu þeim eftir fram og tilbaka að kafna úr forvitni yfir nýja folaldinu.

Allur dagurinn fór í það að flokka frá óköstuðu hryssurnar sem voru eins og englar á meðan ég barðist við þennan bévitans gelding og svo tók einn veturgamli titturinn sig til og flaug yfir í horninu á réttinni og saman við stóðið og þá fengum við gjörsamlega nóg og hringdi kallinn á Selfoss og pantaði SS bílinn og kemur hann á morgun.

Við höfum hvorki heilsu né þolinmæði í svona girðingarfanta og stefnan hefur hingað til verið að hafa gaman af hrossunum en þurfa ekki að standa í svona helv...vitleysu að vera hlaupandi útum allar jarðir á eftir svona truntu rusli.

Piffffff.........þurfti að koma þessu frá mér elskurnar mínar:)

Embla er rosa stolt móðir og passar vel uppá folaldið sitt og mjólkar því vel.

Nú er bara að krossa putta og vona að hestapestin frá því í fyrra láti ekki mikið á sér kræla og að folöldin fái einhverja vörn úr móðurmjólkinni en þetta kemur allt í ljós í sumar hvernig ungviðið fer í gegn um þetta.


18.05.2011 15:10

Seinna holl búið og sauðburði lokið 13 Maí


Gullhyrnu/Topps dóttir nr.17

Þá er seinna hollinu lokið en fimm kindur af 18 gengu upp og lauk sauðburði hér þann 13 maí.

Ég er nokkuð sátt en með mikilli yfirlegu og þrjósku þá lifðu öll lömbin 34 sem að sónarinn var búinn að lofa okkur.
Sónarinn stóðst semsagt 100% og er næsta víst að við látum sóna aftur.

Gullhyrnu/Toppsdóttir nr.18

Eitt aukalamb kom frá Jóni bónda en kviðslitin kind bar tveimur lömbum og kom annað lambið hingað ókarað alveg glænýtt og var sett undir hana Gráhyrnu sem að var sónuð með einu lambi og hafði borið 6 tímum áður og tók hún til við að kara það strax og kumra við það.


Tvö að derra sig í leik:)

Hún veit af því að hún á það ekki en er góð við það.


Jón litli fær samt ekki nóg að drekka þannig að ég bæti á hann SMA þurrmjólkurduft (sem er ætluð unganbörnum og hefur reynst mér vel) til að hjálpa uppá styrk og þroska en það kemur að því einn daginn að hann verður nógu kraftmikill til að teyga mjólkina af sama ákafa og stóri fósturbróðir gerir.


Dóru/Frakkssdóttir

Lömbin eru spræk og hress en þessa dagana er maður við það að kalla í allt inn og hýsa vegna kulda.

Tvö af Forystu/Frakks þrílembingunum.

Líklega loka ég allt inni um helgina en þá á að gera leiðinda veður og gott að vita af öllum inni í góðu skjóli fyrir norðangarranum.


4 daga Brynju Beauty/Frakkssonur:)

Hérna er frábær linkur fyrir okkur sem eru að stíga sín fyrstu skref og fyrir þá reyndari að rifja upp hvað getur verið að í fjárhúsinu og hvað sé til ráða:
Sjúkdómar í sauðfé

23.04.2011 15:20

Sauðburður hafinn/fyrra holl búið


Grá lambadrottning og lambakóngur.

Erva frá Stað var fyrst til að bera og gerði það á 139 degi.
Vanalega bera þær í kringum og á 142 degi  hjá okkur.

Hún gerði þetta bara ein og óstudd án afskipta frá okkur mannfólkinu og er hún mikil móðir og mjólkin flæðir alveg úr henni.


Hún hefur ekki gefið það eftir að láta hinar kindurnar stela af sér lömbunum en þær eru að drepast úr öfund og hanga sumar fyrir utan burðarstíuna hennar mænandi á litlu lömbin hennar í von um að fá að stela þeim.

Það ætti að koma burðarhrina í kvöld eða nótt en ég var í fjárhúsunum til að verða 05:00 í morgun en dömurnar lágu bara jórtrandi um alla stíuna og skildu ekkert í þessum áhuga mínum á þeim.


Sibba Gibba nær og Forysta fjær.

Verðandi þríbúramæðurnar þær Sibba Gibba og Forysta eru komnar í sér burðarstíur og er ég að hygla þeim aukreitis en Sibba Gibba mætti vera brattari í holdum hjá mér.
Eitthvað eru lömbin að taka til sín og sést það á henni blessaðri.


Kallinn smíðar og smíðar burðarstíur og nú er hann farinn að setja lamir á hurðirnar!

Spottar hafa dugað mér hinga til:)

Ég spurði hann í dag hvort hann væri ekki farinn að sauma gardínur líka!

Ja.........Flott skal það vera hjá honum:)


Myndaalbúm Sauðburður Ásgarði 2011

Rifa Dóru/Kátsdóttir.

Þá er fyrra holli lokið en það eru 13 bornar og komin 26 lömb.
13 gimbrar og 13 hrútar er skiptingin.
5 hafa gengið upp hjá mér og svo er ein sú sjötta sem ég fékk gefins um daginn en hún sónaðist tóm í sínu fjárhúsi en það er komið undir hana þannig að von er á lambi/lömbum úr henni blessaðri.

Fröken Óþolinmóð búin að velja sér burðarstíu.

Heilt yfir litið þá hefur sauðburður hér gengið vel og kindurnar verið duglegar að koma lömbunum frá sér án mikillar aðstoðar en auðvitað liðkar maður til og hjálpar þeim en ég legg áheyrslu á að þær séu með góða burðareiginleika og geti þetta helst sjálfar.

Forysta sónaðist með 3 og kom með 3 litalömb undan Frakk.

Sibba Gibba sónaðist með 3 og kom með 3 hvít Toppslömb.

Fyrra lambið hjá Rifu að birtast.

Aðeins ein kind átti í verulegum erfiðleikum en það var hún Rák tvævetla sem var að bera í fyrsta sinn og kom með alltof stórann einlembing.

Ég ætla ekki að fara nánar útí þá lýsingar í smáatriðum en ég hélt á tímabili að lambið væri dautt í fæðingarveginum en það var lífsmark með því þegar að okkur tókst loksins að ná því út en tæpt var það.

Þetta var hrútur og var hann svo bólginn um hausinn að ég varð að mjólka kindina í viku og hella ofaní hann þartil að hann var orðinn það brattur að hann fór að geta sogið mömmu sína sjálfur.

Hann var farinn að elta mig á röndum jarmandi og leit ekki við mömmu sinni því hann vissi hvaðan mjólkin kom,frá kellingunni með pelann:)

Ég gaf honum tvisvar á dag og mjólkaði Rák fyrst tvisvar á sólahring og svo bara fyrri partinn og gaf litla kút SMA barnaþurrmjólk seinnipartinn.

Þetta kom svona vel út að hann braggaðist og fékk styrk og á endanum gat hann drukkið móðumjólkina beint úr spenanum á mömmu sinni en það sá ég í fyrsta sinn í gær enda var hann ekkert voða spenntur að sjá mig:)

Enda var kellingin farin að svindla og gefa honum þurrmjólkurduft......fusss....!

Litla Svört og Litla Hvít.

Hin "vandamálakindin" bar tveimur agnarsmáum lömbum og hefur ekkert gefið í fóstrin enda sjálf spikfeit eftir burðinn.

Hún átti tvær gimbrar og vóg sú hvíta 1.2 kg og hin sú svarta 900 grömm!

Þessi litlu lömb voru hin sprækustu og stóðu strax upp rennblaut og fóru beint á spena en ég bjóst varla við því að þau næðu uppí spenana en það er hið minnsta mál og totta þær í sig móðurmjólkina af miklum krafti.

EN svo tók kindin uppá því að stíga á Litlu Svört og afturfótur kubbaðist í sundur fyrir ofan hækil!

Ég fékk margar góðar ráðleggingar á Face Book hvað gera skildi en treysti mér svo ekki til að koma brotinu rétt saman þannig að Litla Svört fékk bílferð á Dýralæknastofu Suðurnesja þarsem Hrund setti litla gifsspelku á hana og vafði vel um litla fótinn.

Litla Svört komin heim aftur í stíuna til mömmu.

Núna dröslast hún um hagann á eftir mömmu sinni og systir og er meira að segja að myndast til við að hoppa og leika sér einsog hin lömbin!

Lífskrafturinn er alveg með ólíkindum í þessu litla lambi þannig að við ákváðum að gefa henni séns enda erum við hjónin óskaplega mjúk og meyr og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera vel við dýrin okkar en svo koma stundir þarsem við verðum að fara hina leiðina ef að dýrið er ekki að gera sig og verður maður að reyna að finn réttu mörkin hvoru megin skepnan á að falla.

Núna er smá pása og var hún vel þegin til að dunda í girðingavinnu en hér eru girðingar í tætlum eftir td óveðrin og svo er bara verið að gera klárt fyrir hryssurnar en núna fer að líða að því að þær fari að kasta en Astró frá Heiðarbrún var hér frekar snemma síðastliðið vor og megum við vænta folalda á allra næstu sólahringum.

Fleiri en við eigum von á folöldum undan kappanum og skelli ég inn mynd af Alexander og Astró en þeir hrepptu fyrsta sæti á Íþróttamóti Mána núna um daginn.

23.04.2011 00:55

Ræktun....hvað er það?


Glimra Hróksdóttir í Svíþjóð nýbúin að vinna töltmót.

Ég fæ stundum sendar myndir af hrossum frá okkur og þá helst af Hróksafkvæmum sem að gleðja eigendur sína í útlandinu.


Þula Hróksdóttir í Svíþjóð.

Maður leggur upp í ræktun með ýmsar hugmyndir í kollinum hvað maður ætli sér að rækta.

Völva Hróksdóttir í Þýskalandi 1 sæti á folaldasýningu ytra.

Geðgóð hross,faxprúð og í fallegum litum sem barnið,foreldrarnir og amman og afi geta notið er það sem er mér ofarlega í huga.

Lóa Hróksdóttir í Danmörku

Hrókur leggur til gott geðslag ásamt miklum prúðleika en ekki mikla litadýrð sem að hryssurnar hér á bæ redda í staðinn.

Flestar eru þær tamdar og hafa verið notaðar sem venjulegir útreiðarhestar/ferðahestar og sumar hafa verið notaðar sem keppnishross með ágætis árangri.

En ég er bara örsmátt peð í þessari ræktun því að á undan mér voru aðrir að rækta hrossin sem mín eru undan í dag.

Hvað skildu þeir hafa verið að rækta???

Góða vagnhesta eða fótviss smalahross???

Og þar á undan þeim??

Góða plóghesta eða mjúkgenga pósthesta sem nýttust einnig þegar að mikið lá á að sækja ljósmóður???

Hvernig hross ætli þeir sem á eftir mér koma séu að fara að rækta eftir minn dag??

Ég er bara peð að leika mér með nokkrar hryssur og stóðhest sem mér hugnast og ég hef gaman af.

Það gleður mig ósegjanlega að geta glatt aðra með því sem ég er að gera í minni ræktun þó hún spanni ekki yfir langann tíma.

19.04.2011 14:19

Beðið eftir lömbum og vorinu


Gullhyrna frá Hrauni að týna í sig fyrstu nálarnar.

Hér á bæ er verið að undirbúa allt sem best fyrir sauðburðinn sem hefst eftir slétta eina viku ef Fjárvís hefur reiknað þetta allt saman rétt út fyrir mig.
Samkvæmt sónar þá eigum við von á ríflega 35 lömbum en eigum við ekki að spyrja að leikslokum og vita hvað kemur.

Einn galli er þó á Fjárvís en ég get ekki nýskráð inn nýja kindur og vantar þær Evru og Sóley inn og er Evra sónuð með tvö en Sóley var sónuð tóm en það er komið undir hann og hún lítur út fyrir að vera með tvö lömb eða þá eitt stórt.

Annar stór galli er einnig á Fjárvís.

Ég skipti í haust á lömbum við nágranna minn en hann er ekki í Fjárvís með sitt fé sem þýðir það að ég get ekki eytt út lambinu hjá mér í Fjárvís!

En annars er þetta kerfi mjög skemmtilegt þegar að maður fer að átta sig á vinnu umhverfinu og er farinn að sjá alskonar útreikninga td hvaða kind er að gefa vel.Þetta auðveldar manni líka mikið við að hafa yfirsýn yfir hópinn og frábært að geta prentað út og haft með sér upplýsingar á blaði td þegar að fósturtalning stendur yfir.
Þá er bara að krossa við nafnið á kindinni á blaðinu hver er með hvað í sér:)

Eitthvað er vorið að láta bíða eftir sér.Hér er ennþá kalt og það meira að segja snjóar af og til en tekur samt upp aftur jafnharðann.

En lömbin koma í heiminn þrátt fyrir að vorið láti bíða eftir sér og það er eins gott að vera búin að gera allt eins fínt og hægt er því ef að hann Kári ætlar að hegða sér svona þá verð ég á harðahlaupum með féð út á daginn og inn á nóttunni þartil óhætt er vegna veðurs að hafa það úti við.

Ætla að skella hér inn að gamni fósturyfirlitin hjá okkur en ég setti þau upp sérstaklega fyrir tvævetlurnar og svo annað yfirlit fyrir eldri ær.

Fósturtalning hjá tvævetlum Ásgarði 2011

 

Heildarfjöldi fósturvísa: 15

Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 0

 

Ær 

Fjöldi

Dauðir

Dagsetning

Áætl.burðd.

Faðir

Athugasemd

09-001 Gráhyrna

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl

09-002 Gullhyrna

1


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

Gekk upp

09-004 Rifa

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-005 Stygg

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl

09-006 Lind

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-007 Fröken Óþolinmóð

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-008 Gata

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl

09-009 Doppa

1


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl

09-010 Rák

1


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl


Fósturtalning hjá eldri ám Ásgarði 2011

 

Heildarfjöldi fósturvísa: 18

Heildarfjöldi dauðra fósturvísa: 1

 

Ær 

Fjöldi

Dauðir

Dagsetning

Áætl.burðd.

Faðir

Athugasemd

03-001 Karen

2

1

07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl


04-007 Bondína

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl


06-001 Hermína

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl


07-001 Brynja Beauty

2


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

Gekk upp en sást ekki í sónar


07-003 Forysta

3


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl


08-001 Sibba Gibba

3


07.02.2011

26.04.2011

10-516 Toppur

26 Apríl


08-002 Kráka

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

Gekk upp


xx-001 Dóra frá Stað

2


07.02.2011

26.04.2011

10-517 Frakkur

26 Apríl17.04.2011 00:14

SS bíllinn kemur á Mánudaginn 18 AprílÞeir sem vilja bæta við hestum á SS bílinn sem kemur á mánudag eru velkomnir að koma með þau í dag 17 Apríl til okkar í Ásgarðinn.


Hrossin mega vera á hvaða aldri sem er en verða að vera grunnskráð í Veraldarfeng og helst vera örmerkt.

Annars verður örmerkingarmanneskja hér á morgun til að örmerkja þau hross sem vantar merki í.

Gott verð er að fást fyrir hrossakjöt núna og vöntun er á þeim.
Nánari upplýsingar á síðu Sláturfélags Suðurlands.

Hafið samband við Ransý í síma 869-8192 fyrir frekari upplýsingar.

15.04.2011 01:46

Skítmokstur og sauðburður framundan:)!


Duglegi kallinn minn á duglega apparatinu:)

Ég verð nú bara að hrósa mér og kallinum mínum fyrir dugnaðinn síðastliðna tvo sólahringa en við tókum á leigu svona líka flotta vél og mokuðum útúr stóðhestahúsinu og kindamegin í sama húsi á mettíma og sváfum við mest lítið þessa tvo sólahringa.


Seinni törnin var ansi öflug en kallinn var kominn út að moka um morguninn og fór varla af vélinni fyrren að verða klukkan 07:00 næsta morgunn.

Ég stökk heim af og til og smurði handa honum brauð og setti heitt kakó á brúsa og lét hann það duga þrátt fyrir að heima biði steik í ofninum en við smökkuðum á henni um 07:00 semsagt kvöldmaturinn var 12 tímum of seinn í mallakútinn á okkur.

Kallinn var kominn með svipuð einkenni og þeir sem verða sjóveikir eftir fína apparatið.

Hann riðaði allur og víbraði lengi á eftir og var kominn með rassæri eftir að sitja í vélinni hehehehe........:)

Hann hefði átt að fara í einsog eina Vigdísarvallaferð á honum Funa mínum heitnum!

Ég var stundum komin með kúkabragð í munninn hann var svo hastur!

Þær sváfu vært þrátt fyrir lætin og sumar eru orðnar sverar.

En þetta er búið og gekk vel og við erum að jafna okkur í skrokknum og ég veit ekki hvernig ég væri ef ég hefði ekki þessar frábæru gigtartöflur sem héldu mér gangandi þó ég hafi verið orðin einsog drusla um morguninn og þurfti að styðja mig með veggjum til að komast þangað sem ég þurfti að fara.


Þessi dama lúllaði einnig vært en soldið er "koddinn" harður undir kinn.

Í dag var seinni bólusetningardagurinn á kindunum og þá er búið að bólustetja þær tvisvar en ég klikkaði á því í fyrra og bólusetti þær bara einu sinni mánuði fyrir burð.

Sem þýddi að ég varð að bólusetja lömbin þegar að þau voru komin í heiminn og er það miklu meiri vinna heldur en að bólusetja bara kindurnar tvisvar sinnum.

Ég ætla að vera tímanlega í því að panta alt sem ég þarf fyrir sauðburðinn en aðalatriðin sem ég man eru:
Prólac-broddbúst-Joð(bera á naflastrenginn)-Selen-og ég man ekki meira í augnablikinu:)

Nú á að reyna að slappa bara af um helgina einsog kostur er en ég gekk þannig frá kindum og stóðhestum uppí húsi að þau ganga í rúllu í sitthvorri stíunni og þá þarf ég bara að passa uppá vatnið en annað hafa þau.

Núna hlakkar mig BARA til að fara að skipuleggja hvernig og hvar burðarstíurnar eiga að vera og dúlla í kringum kindurnar en sauðburður hefst þann 26 Apríl eða eftir 12 daga!

Minni á sláturbloggið hér að neðan en ef þú átt folald og/eða uppí gamlann hest sem þú vilt senda á SS á Selfossi þá kemur bíllinn hingað í Ásgarðinn eftir einhverja daga.

Gott verð er að fást fyrir hross sem flokkast vel og er mikil vöntun á hrossakjöti núna.

Öll hross verða að vera örmerkt og verður örmerkingarmanneskja hér til að örmerkja þau hross sem þurfa á því að halda.

Ég er þegar byrjuð að taka hross hingað sem bíða í hólfi með rúllu og aðgengi að opnu hesthúsi þannig að það er bara að koma hrossinu hingað til mín.

11.04.2011 20:43

Tiltekt í stóðinu........Sláturbíll kemur í ÁsgarðinnHið óumflýjanlega við hestamennskuna er að þurfa að kveðja reiðhestana sína og nú er komið að því.

Ég er búin að panta sláturbíl fyrir tvö frá okkur en mikil vöntun er á hrossakjöti og því ekki að fá greitt fyrir hrossin í stað þess að pota þeim ofaní holu.

Ég er að taka niður á lista hross fyrir fólk en það getur komið þeim til mín og kvatt þau hér í hólfi þarsem rúlla er og þau ganga við opið hesthús og ég sé svo um að koma þeim á SS bílinn þegar að hann kemur en það verður eftir cirka rúma viku.

Ef þú hefur hross sem þú vilt koma á bílinn þá vinsamlegast hafðu samband við mig, Ransý í síma 869-8192

Bíllinn tekur 18 hross og eru 6 hross komin á listann.

Gott verð fæst fyrir besta flokkinn og hér eru upplýsingar frá
SS Suðurlands


10.04.2011 00:16

Folaldasýning Mána 2011


Funi frá Heiðarbrún 1 sæti og valinn glæsilegastur.

Í gær var haldin folaldasýning Mána og var fyrirkomulaginu breytt aðeins en gríðarlegur áhugi er hjá Mánamönnum í ræktun og metnaðurinn mikill.

Binni og Ásdís ekki óvön að sækja sér bikar á folaldsýningum:)

Folaldasýningin var farin að taka ansi mikinn tíma og hætt að vera eins áhorfendavæn og hún á að vera og var sá háttur hafður á að Maggi Lár var pantaður og fór hann á milli hesthúsa og forskoðaði gripina og gaf þeim einkunnina frá 1-5 fyrir þá þætti sem skipta máli varðandi bæði byggingu og hreyfingar.

Svenni síkáti:)

Ég heyrði töluna hátt í 70 folöld hafi verið skoðuð sem er alveg gríðarlegt magn af folöldum.

Flott feðgin með tvo gullmola.

Tek það fram að folöld hjá Brimfaxa í Grindavík voru einnig með en þeir eru afar harðir í Grindavíkinni og gefa sko ekkert eftir í ræktun og margir flottir gripir hafa komið á sýningar og hreppt bikara í bunum:)

Maggi í útskýringarham......:)

Maggi Lár er mörgum kunnur fyrir góða fyrirlestra og hef ég farið á líklega  5 fyrirlestra hjá honum og einnig á námskeið þarsem unnið var með hross og ungviði.

Það var gaman að hlusta á hann og sjá hve fyrirlestrarnir hjá honum hafa verið að þróast áfram en eitt stendur samt í stað og það er hesturinn hans á teiknitöflunni:)

Ég á svona hest.....:)

Mig grunar að margir í salnum hafi getað rétt upp hönd og sagst eiga svona hest eftir því sem Maggi teiknaði og teiknaði hestinn fram og til baka.
Minnsta kosti sá ég hest frá mér þarna á töflunni en þagði því hann er ekki alveg innan rammans sem leitast er eftir í dag hehehehe......:)

En eftir frábæra kjötsúpu og fyrirlestur var skundað inní salinn og gripirnir streymdu inn sem öðlast höfðu rétt til að mæta í úrslit.

7 Hestfolöld og 5 merfolöld mættu til leiks og nú vantar mig úrslitin!!!

Folaldið sem vann hestflokkinn er hann Funi frá Heiðarbrún undan Klett frá Hvammi og Sóllilju frá Feti.

Erpur frá Heiðarbrún frændi hans var einnig í verðlaunasæti.

Erpur er undan Héðinn frá Feti og Fjöður frá Heiðarbrún.

Funi var svo valinn glæsilegasta folald sýningar!

Þess má geta að Astró frá Heiðarbrún sem hér var síðastliðin tvö sumur í merum er í eigu Tóa og Sigrúnar og er  Fjöður móðir hans og Sóllilja amma hans.
Gríðarlega góður árangur hjá Sigrúnu og Tóa og innilega til hamingju með árangurinn.

Allar skárstu myndirnar af folaldasýningunni eru komnar í albúm
Folaldasýning Mána 2011

07.04.2011 23:17

Súsý hitti verðandi kærasta eða....!Kisi Minkabaninn ógurlegi


Við skelltum okkur í aðra sveit um daginn og með í för var hún Súsý litla minkaveiðibani með meiru og var ætlunin að hitta hann Kisa sem er ekki minni bani en hún.

Kisi er margrómaður í sinni sveit og þarna var allt fuglalíf þagnað vegna ágangs Minks en eftir að Kisi kom í sveitina og tuskaði til Minkana þá ómar allt í fuglasöng svo undir tekur.

Kisi skók sér í trylltum dans fyrir Súsý en allt kom fyrir ekki.Hún vildi bara klapp og kjass hjá bóndanum í stóru sveitinni sem henni fannst miklu skemmtilegri en þessi slefandi hundur sem lét sér ekki segjast!

URRRRRRRRRRRR...........................!!!!!!

Ekki árennileg sú stutta með tennurnar svona skínandi á lofti!

Okkur fannst hann Kisi óttalega líkur henni Súsý okkar og ekki voru nú veiðisögurnar heldur ólíkar og á endanum var einsog við værum að tala um sama hundinn.

Yfir kaffibolla fóru svo að renna á okkur tvær grímur og á endanum hringdi hann Hebbi minn suður í Sandgerði og þá kom sannleikurinn í ljós.

Við vorum búin að keyra 500 kílómetra leið með Súsý til að hitta hálfbróður sinn!!!!!!!!!!

Þau eru bæði undan honum Kubb heitnum sem var frábær minkabani hjá Palla í Norðurkoti en þar er næst stærsta Æðarvarp á Íslandi.

Svona fór um sjóferð þá en við fengum loforð fyrir Kisa hingað ef við skildum vilja nota hann á annaðhvort Skvettu eða Tobbu Önnu.

Skvetta væri frábær á móti honum en þau eru bæði svipuð að stærð og nánast alveg eins á litinn.

Þar kæmu hörku góðir veiðihundar.

02.04.2011 21:08

Frænka og frændi á Suddanum:)


Suddi og Sunna að koma frá Hólabrekku

Stundum koma börn í heimsókn og þá er nú ekki leiðinlegt að geta boðið þeim á bak traustum og öruggum hesti.


Suddi kallinn er þá dreginn út með de samme en hann er einn af þessum traustu hestum sem ætti að lögleiða í flest ef ekki öll hesthús.

Frænka fékk Suddann á stökk:)


Gaman.......gaman:)

Ganglagið er náttúrurlega alveg útúr kú.

Hann skröltir áfram á tölti,skoppar svo uppá fótinn og víxlar yfir í lull og svo á góðum degi kemur smá brokk.


Frændi gat nú ekki minni verið og fór líka bunu útað Hólabrekku.

En mjúkur og traustur er hann og hefur veitt mörgum knapanum mikla gleði og fengið marga til að brosa sínu breiðasta.

Frændi alveg suddalegur á Suddanum

Er þá ekki tilgangnum náð:)

29.03.2011 18:50

Tenglar að detta út!?Eitthvað er kerfið að stríða þeim hér hjá 123.is og okkur bloggurum en ég sá og er búin að fá kvartanir yfir því að Svanur í Dalsmynni (Lifandi bloggarar) var dottinn út hjá mér og meira en það,hann datt líka útaf listanum yfir 20 vinsælustu síðurnar hjá 123.is.

Nú er ég búin að laga þetta og það verður gaman að sjá hvort að Svanur og frú detta ekki inná listann aftur:)

Ef einhverjir fleiri eru dottnir út eða vilja hafa tengilinn sinn inni hér þá endilega láta mig vita í netfangið
ransy66@gmail.com
Vinsælastar hjá mér eru alíslenskar síður sem einhver hreyfing er á af og til.
Farin út í vorveðrið að gera eitthvað af mér!

27.03.2011 14:45

Ungar að klekjast út og matjurtaræktunin


Ameraukana ungar.

Það gekk ekki nógu vel að unga út hjá okkur úr síðustu eggjum en líklega höfum við klúðrað þessu sjálf með því að færa eggin á milli véla.

Silkiungi vinstra megin en Ameraukana unghani hægra megin.
Eini unginn undan hana heitnum og vonandi arftaki pabba síns:)

En eitthvað fengum við af ungum sem eru lífvænlegir og fallegir og núna bíð ég eftir því að geta kyngreint þá og í þetta sinn eru hanar velkomnir því hænurnar misstu herrann sinn óvænt en hann varð bráðkvaddur öllum að óvörum.


Ameruakana hæna vonandi:)

Mig grunar að mýsnar hafi jafnvel borið eiturkornið úr kössunum og haninn hafi komist í það.

Hér eftir verða bara notaðir eiturkubbar sem að mýsnar ná ekki að bera um allt en þær taka kornið og bera það útúr kössunum og í holur sínar að sögn meindýraeyða sem hingað koma og selja okkur eitur.

Mín er að forrækta matjurtaplöntur útí bílskúr og þar fær maður heldur ekki frið með neitt.

Lítil óþekktarmús komst í plönturnar mínar og tók sig til og gróf upp fræin og þegar að þau fræ sem eftir urðu að jurtum þá kom músarskömmin og át laufblöðin ofanaf plöntunum!

Matjurtaspillirinn í gildrunni.

Kallinn var fljótur að spenna upp gömlu góðu músagildrurnar og í nótt náðist skemmdarvargurinn en auðvitað þurfti hún að naga fyrst blöðin ofanaf litlu plöntunum mínum áður en hún ákvað að smakka á hnetusmjörinu í gildrunni.


Ég verð bara að kaupa meiri fræ og hamast sem óðust við að setja niður enda vor í lofti og allt að ske!

Hafið það gott í góða veðrinu elskurnar mínar:)

22.03.2011 11:11

Óþekktarfolöld í Ásgarðinum!


Mímir frá Ásgarði til sölu/for sale

Í dag var gjafadagur hjá stóðinu og allir orðnir vel svangir eftir kolbrjálað veður sem gekk hér yfir í gær/nótt.

Með réttu átti að gefa í gær en veðrið hamlaði því að nokkuð yrði gert útivið.

Meðan ég drakk kaffisopann minn um hádegið og horfði útum gluggann á stóðið bíða við hliðið þá brá mér heldur betur í brún.

Ægir frá Ásgarði til sölu/for sale

Sé ég hann Ægir Stórstjörnu/Astróson teyga af krafti mjólkina úr henni Heilldaís!


Ekki tók nú betra við þegar að hann var búinn að fá nægju sína en þá komu þeir vinirnir Gulltoppur Freistingar/Hrókssonur og Mímir Fjalladísar/Astrósonur og stilla sér upp sitthvorumegin við þá gömlu og totta svo ákaft úr henni mjólkina!!

Gulltoppur frá Ásgarði

Sú gamla er greinilega geld og enn að mjólka sínu eigin folaldi og þegar að ólétturnar voru að geldast upp og fóru að sparka sínum folöldum frá sér þá hafa þeir áttað sig á þessu fimm stjörnu júgra þarna hangandi neðan í henni Heilladís og ekki verið lengi að semja við þá gömlu að fá að vera með dóttur hennar um herlegheitin!


Núna skil ég hversvegna sú gamla sem er að verða 22 vetra er ekki nógu fín í holdum hjá mér.

Hún er laus í holdum en rifbeinin finnast glatt og ekki gaman að vita af henni í þessu þjónustuhlutverki og dreif ég mig strax út til að kippa inn sökudólgunum sem voru ekki alltof hamingjusamir með mig.

Heilladís hefur áður tekið að sér folald en það skeði hér fyrir 5 árum að hryssan hennar Röggu vinkonu varð bráðkvödd hér niður á bakka og eftir stóð nokkurra daga gamalt merfolald.

Heilladís frá Galtarnesi með Sif og Von.

Ég ákvað að gefa þessu sólahring og skerast svo inní leikinn og gefa því en næsta dag þá var sú stutta komin undir hana Heilladís sem mjólkaði ofaní hana og sitt eigið folald sem er hún Sif í dag.


Von og Sif eru hinar vænstu í dag og Von er komin í tamningu inná Mánagrund en Sif varð svona ofboðslega skotin í honum Astró í fyrra að hún fékk að hitta hann og gengur hún með annað afkvæmið hans núna.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31