Heimasíða Ásgarðs

01.06.2011 01:06

Hrókur frá Gíslabæ og Váli sonur hans taka á móti hryssum


Hrókur frá Gíslabæ

Tekur á móti hryssunum sínum og verður sleppt í hólfið Sunnudaginn

5 Júní 2011.

Folatolli er stillt í hóf 35.000-fyrir fengna hryssu með girðingargjaldi.

Sónar er ekki innifalinn en ef hryssa hefur verið sónuð með fyli úr hólfi hér og missir fyl þá á hryssueigandinn rétt á að koma aftur með hryssuna.

Hér er mjög gott eftirlit með stóðinu,rennandi vatn í körum og hey gefið með beitinni fyrst um sinn á meðan hrossin eru að venjast grængresinu.

Salt og steinefni eru einnig hjá stóðinu.

6 pláss eru laus hjá Hrók og ekkert mál er að bæta inná hann hryssu þó hann sé kominn í hólfið.

Hafið samband í netfangið

ransy66@gmail.com

 

Váli frá Ásgarði veturgamall vorið 2010 

Verður sleppt í hólfið sitt með aðgengi að hesthúsinu Sunnudaginn 5 Júní 2011.

Vindótt/litföróttur

F: Hrókur frá Gíslabæ  (A:7.66 B:7.95 H:7.47)

FF: Kormákur frá Flugumýri II  (A:8.30 B:8.23 H:8.37)

FM: Best frá Brekkum 2

M: Eðja frá Hrísum 2

MF: Hrókur frá Stærri-Bæ (A:8.01 B:8.18 H:7.89)

MM: Kvika frá Hrísum 2

Váli sýnir allan gang og er með góð gangskil. Lundin er traust og yfirveguð. 

Hann fer aðallega um á brokki en stutt er í töltið og nóg af skeiði (alvöru) hefur hann sýnt á góðum degi.

Folinn er orðinn gríðarlega stór aðeins tveggja vetra og þroskast mjög vel. 


Váli tók fyrstu meðhöndlun vel og var auðveldur að eiga við í allri frumvinnu. Hann er spakur án þess að vera með nokkurn yfirgang.

Nú þegar er búið að taka niður pantanir fyrir fyrstu hryssurnar sem að Váli kemur til með að sinna vorið 2011.

Váli verður heima í Ásgarði í húsnotkun og verður folatolli stillt í hóf eða 20.000- fyrir hryssuna en sónar er ekki innifalinn.

Sónar er ekki innifalinn en ef hryssa hefur verið sónuð með fyli úr hólfi hér og missir fyl þá á hryssueigandinn rétt á að koma aftur með hryssuna.

5 pláss eru laus undir Vála.

Váli er laus í seinna gangmáli ef þú átt handa honum nokkrar hryssur og góðann haga.

Hafið samband í netfangið

ransy66@gmail.com

Ps.Við áskiljum okkur þann rétt að taka frá hryssur og senda heim sem að sýna grimmd eða trufla í stóðinu með óæskilegri hegðun.


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285032
Samtals gestir: 33354
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:13:38