Heimasíða Ásgarðs

15.04.2011 01:46

Skítmokstur og sauðburður framundan:)!


Duglegi kallinn minn á duglega apparatinu:)

Ég verð nú bara að hrósa mér og kallinum mínum fyrir dugnaðinn síðastliðna tvo sólahringa en við tókum á leigu svona líka flotta vél og mokuðum útúr stóðhestahúsinu og kindamegin í sama húsi á mettíma og sváfum við mest lítið þessa tvo sólahringa.


Seinni törnin var ansi öflug en kallinn var kominn út að moka um morguninn og fór varla af vélinni fyrren að verða klukkan 07:00 næsta morgunn.

Ég stökk heim af og til og smurði handa honum brauð og setti heitt kakó á brúsa og lét hann það duga þrátt fyrir að heima biði steik í ofninum en við smökkuðum á henni um 07:00 semsagt kvöldmaturinn var 12 tímum of seinn í mallakútinn á okkur.

Kallinn var kominn með svipuð einkenni og þeir sem verða sjóveikir eftir fína apparatið.

Hann riðaði allur og víbraði lengi á eftir og var kominn með rassæri eftir að sitja í vélinni hehehehe........:)

Hann hefði átt að fara í einsog eina Vigdísarvallaferð á honum Funa mínum heitnum!

Ég var stundum komin með kúkabragð í munninn hann var svo hastur!

Þær sváfu vært þrátt fyrir lætin og sumar eru orðnar sverar.

En þetta er búið og gekk vel og við erum að jafna okkur í skrokknum og ég veit ekki hvernig ég væri ef ég hefði ekki þessar frábæru gigtartöflur sem héldu mér gangandi þó ég hafi verið orðin einsog drusla um morguninn og þurfti að styðja mig með veggjum til að komast þangað sem ég þurfti að fara.


Þessi dama lúllaði einnig vært en soldið er "koddinn" harður undir kinn.

Í dag var seinni bólusetningardagurinn á kindunum og þá er búið að bólustetja þær tvisvar en ég klikkaði á því í fyrra og bólusetti þær bara einu sinni mánuði fyrir burð.

Sem þýddi að ég varð að bólusetja lömbin þegar að þau voru komin í heiminn og er það miklu meiri vinna heldur en að bólusetja bara kindurnar tvisvar sinnum.

Ég ætla að vera tímanlega í því að panta alt sem ég þarf fyrir sauðburðinn en aðalatriðin sem ég man eru:
Prólac-broddbúst-Joð(bera á naflastrenginn)-Selen-og ég man ekki meira í augnablikinu:)

Nú á að reyna að slappa bara af um helgina einsog kostur er en ég gekk þannig frá kindum og stóðhestum uppí húsi að þau ganga í rúllu í sitthvorri stíunni og þá þarf ég bara að passa uppá vatnið en annað hafa þau.

Núna hlakkar mig BARA til að fara að skipuleggja hvernig og hvar burðarstíurnar eiga að vera og dúlla í kringum kindurnar en sauðburður hefst þann 26 Apríl eða eftir 12 daga!

Minni á sláturbloggið hér að neðan en ef þú átt folald og/eða uppí gamlann hest sem þú vilt senda á SS á Selfossi þá kemur bíllinn hingað í Ásgarðinn eftir einhverja daga.

Gott verð er að fást fyrir hross sem flokkast vel og er mikil vöntun á hrossakjöti núna.

Öll hross verða að vera örmerkt og verður örmerkingarmanneskja hér til að örmerkja þau hross sem þurfa á því að halda.

Ég er þegar byrjuð að taka hross hingað sem bíða í hólfi með rúllu og aðgengi að opnu hesthúsi þannig að það er bara að koma hrossinu hingað til mín.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296305
Samtals gestir: 34092
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:17:16