Heimasíða Ásgarðs

23.02.2010 00:14

Rjúpa Hróksdóttir komin heim:)


Fékk Rjúpuna mína aftur heim eftir mánaðar tamningu og gangsetningu hjá Ólöfu sem er alveg snilldarinnar knapi og umsetin í því starfi.


Þær mæðgur skiluðu henni einni tönninni fátækari en það hefur greinilega háð henni verulega að hafa haft þessa Úlfstönn í munninum.
Bara frábær uppgötvun bæði fyrir hryssuna og knapann.


Brokkið..............

Er hennar aðall og mesta furða hvað hún er þýð miðað við skref og svif!


Töltið er komið en þarfnast þjálfunar og meiri styrks vegna stærðar hryssunnar sem er rosaleg sleggja!

Það var ekki vegur að ég gamla gigtveika konan færi að hamast við að hreinsa hana útúr hliðarsveiflunni sem hún var komin í en mér tókst þó að fá betra jafnvægi í hana á brokkinu síðastliðið sumar/haust.


Össssssss...................Þykist maður vera orðinn alltof gamall og stirður fyrir þessa vinnu og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var fegin á fá merina komna í gegnum þennan hluta í gangsetningunni,farin að stíga töltið hreint og nú er bara að halda áfram að þjálfa hryssuna............Þegar að hlýnar aðeins meir:)


Ólöf að sýna mér fíflaganginn sem að Rjúpa lærði líka:)

Rjúpan er ekki bara fimmgangshross heldur sexgangs með fíflaganginum:)

Ég á allskonar afsakanir í pokahorninu til að fara ekki á bak,síðustu dagar hafa verið svo kaldir að ég hreinlega treysti mér ekki á bak strax.


Fór nú reyndar á Hrók um daginn með Sudda gamla í taum með og ég var nett frosin þegar að heim kom!

En ég var í skýjunum með Hrókinn,hann er nú miklu ferskari utandyra áfram heldur en inní reiðhöll líkt og með mörg önnur hross.

Klárinn er frábær í beisli og gerði allt sem hann var beðinn um þrátt fyrir að trippadraslið í haganum færi á flug við hliðina á okkur í myrkrinu og stóð mér nú ekki á sama á tímabili.

Ég er nú svo rosalega gamaldags í hugsun í þessari hestamennsku en þrátt fyrir það þá getur maður nú alveg hlustað á þá sem yngri eru (búin að hlusta á þá eldri:) og þegar að járningarmaðurinn minn hann Lindi stakk uppá því að setja Hrókinn á tíur að framan þá leist mér nú kannski ekki á það að hann færi að tölta betur og myndi síður henda sér í brokkið einso hann var að gera í fyrra.

En viti menn............!Klárinn er bara frábær og töltir útí eitt og er miklu síður að klingja saman á brokkinu.

Ég finn það líka að hann er allt annar í framfótunum og höfum við komist í gegnum bólgurnar með frábærri hjálp Björgvins dýarlæknis og hófarnir eru nánast að vaxa eðlilegir niður aftur hófsperruna.
Sem betur fer þá seig beinið ekki niður í hófbotn,ég lét athuga það með röngen í fyrra.
I raun var þetta bara snertur af hófsperru og svo bólgnaði aðeins kvíslband á öðrum framfætinum en ekkert af þessu finn ég í dag og klárinn bara fínn og kveinkar sér ekkert.

Ekki veit ég hvernig Ólöf fór að því að komast á bak Rjúpunni risastóru berbakt!

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og þá fer ég á bak og læt kallinn mynda mig í bak og fyrir á Rjúpunni minni:)


En takk kærlega fyrir Rjúpuna mína,alla tamninguna,dekrið og frábæra umönnun Ólöf og Svala:)

17.02.2010 01:00

Söluhross/horses for sale


IS2009125853 - Muggur frá Melabergi

Faðir:
IS1998187045 - Klettur frá Hvammi (8.49)

FF:Gustur frá Hóli (8.57)
FM:Dóttla frá Hvammi

Móðir:
Dimmalimm frá Holtsmúla

MF:Þröstur frá Holtsmúla
MM:Fluga frá Reynistað

Lýsing eiganda að Mugg:

Muggur er hreyfinga fallegt folald. Er trúlega fimmgangs en hefur bara sýnt tölt og brokk. Hann sýnist vera mjög öflugur og hraustur en er alveg ósnertur.

Verð/prize:
2.500-EUR

More info:
ransy66@gmail.comBlesa er SELD/SOLD


Sinfonía frá Saurbæ
Hér er lýsing frá eigandum að hryssunni flottu:

Sinfónía frá Saurbæ er undan heiðursverðlaunahestinum Huga frá Hafsteinsstöðum. Móðir hennar er Stjarna frá Saurbæ og hefur alsystir hennar Hending frá Saurbæ meðal annars farið í 8,26 í meðaleink. 9 fyrir tölt, brokk, vilja og geð ásamt 9,5 fyrir fegurð í reið.

Sinfonía er staðfest með fyli við Sindra frá Leysingjastöðum sem er undan Stíganda frá Leysingjastöðum og Heiðu frá sama bæ.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá eigandanum honum James Bóas vini mínum í netfanginu hér fyrir neðan:

For further info please contact James Bóas:

Hefring frá Ásgarði er  SELD/SOLD


IS2007256866 - Urta frá Röðli

Faðir:
Áll frá Byrgisskarði

FF:Sörli frá Byrgisskarði
FM:Lilja frá Öxl 1

Móðir:
 Gæfa-Grána frá Röðli

MF:Geisli frá Keldnakoti
MM:Móna-Lísa frá Hólabaki

Lýsing eiganda Urtu:

Urta var inni folaldsveturinn er mjög fljót að læra með einstakt geðslag og hún er alltaf í góðu skapi, spök í haga, greinilega fjórgangshross stór og mjög falleg með einstaklega góðar herðar og háls. Var kennt að teymast folaldsveturinn.

Verð/prize:
1.900-EUR


More info:
ransy66@gmail.com


Hitti Gunna á Mel í gær og smellti af nokkrum myndum.

Gasalega flottur reiðhestur!

IS2003125853 - Melur frá Melabergi

Faðir:
Forseti frá Vorsabæ II (8.58)

FF:Hrafn frá Holtsmúla (8.56)
FM:Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.70)

Móðir:
Snót frá Melabergi (7.74) Skeiðlaus

MF:Angi frá Laugarvatni (8.26)
MM:Sveifla frá Bakka 7.81) Skeiðlaus

Taminn,þægur og prúður reiðhestur.

Hér er lýsing frá eiganda:

Melur er stór og gullfallegur hestur með allan gang og gott tölt. Ljúfur og góður í umgengni og spakur í haga. Síðasta sumar fór hann í fjórar ferðir vítt og breitt um landið og í tvennar göngu (fjár og hrossasmal) og reyndist þar mjög vel, hann er traustur og sterkur. Hann er fyrir alla aldurshópa með góðan fótaburð, þjáll og þægilegur reiðhestur. Það er hægt að teyma á honum og teyma hann sjálfann og hann er þægur í járningu.

Verð/prize:
3.400-EUR


More info:
ransy66@gmail.comVirðing frá Víðihlíð

Móðir:
Lýsa Þórunúpi IS1999280924

Faðir:Stígur Kjartansstöðum
FF:Náttfari frá Ytra Dalsgerði
FM:Terna frá kirkjubæ

Móðir:Dögg frá Strönd
MF:Lýsingur frá Uxahrygg
MM:Herva frá Litla Hrauni

Faðir ókunnur:(

Sýnir skrefmikið brokk,töltir og hefur sýnt rífandi skeið!
Er frekar stygg en þó mjög þjál þegar að búið er að koma múl á hana.
Er skráð og örmerkt og ormahreinsuð.

Verð/prize 500-EUR

For more info
ransy66@gmail.com

12.02.2010 21:14

Margt skrítið í hryssuhausnum!

Eigum við ekki að byrja á því að reyna að koma inn mynd sem ég var að vinna í Picasa..........já........ég halaði niður eina ferðina enn Picasa því ég get ekki án þess verið!

Sunna og Ýmir í Mánahöllinni.

Ég er ekki sátt við að þurfa að kaupa mér linsu uppá 300-500.000- bara til að taka myndir inní höllinni okkar nýju.

Einsog höllin okkar Mánamanna er nú glæsileg og góð þá er erfitt fyrir okkur þessi með venjulegu camerurnar að ná myndum þar inni nema með rándýrum linsum.

Samt er ég að þrjóskast við og það styttist í hina árlegu Folaldasýningu Mána sem verður með breyttu fyrirkomulagi í ár með því markmiði að gera hana áhorfendavænni.

Ég held að ég verði að nota flassið til að ná einhverjum almennilegum myndum og þá verða það helst uppstillimyndir af framtíðar kynbótabombum okkar Suðurnesjamanna.

Það var nokkuð skondið að koma í ljós varðandi folöld hér á bæ.

Dna sýnataka sýndi það berlega að Laufey Hyllingardóttir er ekki dóttir hennar og Draupnir Pameluson er ekki sonur hennar!

Ég fór að klóra mér í hausnum og það kveiknaði á perunni fljótlega.

Pamela og Hylling köstuðu báðar á sama sólahring,líklega á sömu klukkustund og þær voru fyrstu dagana að gefa báðum folöldunum að drekka til skiptis og á endanum hafa þær víxlað folöldunum sínum alveg!
Eldra blogg með þessum degi HÉR

Laufey Pamelu dóttir stór og stæðileg.

Pamela fór með fóstursoninn í sumarhaga í Hafnirnar en Hylling var með sína fósturdóttur alsæl hér heima í Ásgarðinum og bæði folöldin döfnuðu frábærlega vel.

Forsetinn í haust.

Þetta er ekki búið því að hann Forseti Skjónusonur á engann pabba í augnablikinu en hann er því miður ekki undan Glófaxa vini mínum samkvæmt dna.

En ég veit nú svosem hver er faðirinn en það kemur enginn annar en Hrókur til greina en það á bara eftir að staðfesta það.

Á ég að halda áfram?

Einhver sagði að ég segði allataf frá ÖLLU hér á blogginu svo ég læt það bara vaða.

Fína flotta leirljósa folaldið sem ég gaf honum Hebba mínum er ranglega sagt undan Huginsyni fyrir norðan og þykir mér það mikið miður.

Þannig að ég er heldur betur með því að folöld séu DNA testuð því það er alveg bráðnauðsynlegt,ekki bara vegna föðursins heldur líka vegna mæðranna en það er miklu algengara en við höldum hvað hryssur eru að skiptast á folöldum.

Það væri heldur betur fróðlegt að geta bakkað tilbaka og testað hinar og þessar ættlínur og þá yrði ég nú ekki hissa þó að sitthvað skrítið kæmi í ljós og þá sértaklega á þeim tímum sem ekki voru girðingar á mörgum bæjum en heilmikil ræktun í gangi.

Nýtt kanínublogg fyrir þá sem hafa áhuga.

07.02.2010 00:35

Hestastúss og gaman:)


Hrókur með nýja búnaðinn sinn.

Hrókur fékk góða gjöf um daginn en hún vinkona mín frá Þýskalandi ásamt manni sínum komu í heimsókn og voru hjá okkur í eina viku.

Síðasta daginn sem þau voru hér þá fórum við Kirsten að hestast á meðan að kallarnir skruppu í veiði.

Við renndum með Hrók með okkur á kerru inná Mánagrund og nú skildi fína nýja méllausa beislið prófað.

Klárinn er ótrúlega góður með þetta apparat en ég prófaði hann nú samt fyrst með sitt gamla beisli og ég verð nú að hrósa honum James vini mínum Bóasi fyrir  beislisvinnuna í klárnum frá í fyrra en Hróksi virðist hafa lagt það vel á minnið að vera ekki að geifla sig líkt og hann gerði hér áður fyrr.

Hann er líka orðinn þéttari á taumnum og ekki svona klökkur í beisli einsog hann var oft.

En samt situr það voðalega fast í kollinum á honum enn að það skei eitthvað stórkostlega hættulegt ef tekið er í taum og tungan flýr ofaní kok:(

En að nýja fína méllausa beislinu hans,það svínvirkaði og klárinn var ekkert að detta niður á brokk sem ég nú bjóst hálfpartinn við og hann beygði vel uppá báðar hliðar.

Eina sem ég gat sett útá var að ef ég bara togaði í tauminn og þagði þá var hann þungur að stoppa en það er kanski ekkert skrítið þarsem ég er vön að hlífa honum við slíku áreiti með mélunum heldur segi ég bara hó....... við klárinn og þá stoppar hann á stundinni.

Hann er nú meira rassgatið hann Hrókur minn emoticon
Ég veit.....ég veit....:)
 
Sumir komnir með gubbuna uppí kok.....
emoticon

Þið klárið bara að lesa þegar að þið komið aftur af kamrinum hnéhnéhné..... emoticon

Hann er bara dúllan mín þessi elska og ekki orð um það meir:):):)!!!!

Kirsten var að prófa hnakk og var svo heppin að fá hana Hervöru frá Hvítárholti undir hnakkinn.


Kirsten og Hervör í Mánahöllinni.

Það mætti alveg klóna hana Hervöru svo fleiri gætu átt einsog eina slíka í hesthúsinu sínu.


Bloggaði alveg ógurlega á kanínusíðunni.
Þetta blogg var líkt og  ég væri að koma útúr skápnum ef svo mætti að orði koma.

Ekki á hverju degi sem að birtist blogg um kanínur sem verða að dýrindis kjöti og fallegum pelsum.

Þar hafið þið það.........!
Kanínukonan í Ásgarði komin útúr skápnum í öllu sínu veldi:)
Kíkið með því að klikka á hér fyrir neðan.

Kanínubúið Ásgarði

04.02.2010 22:40

Tilraunablogg:)


Er að tilraunast með forrit þarsem ég vinn myndirnar á netinu en EKKI í tölvunni minni:)


Smá þolinmæðisvinna en ég er þrjóskasta persóna EVER ef ég ætla mér eitthvað!

01.02.2010 23:26

Járningar,rökun og þurrkun:)

Fullt af fréttum héðan og ég læt ykkur bara bíða!

emoticon

Hróksi kallinn (mynd Valgerður:)

Um daginn mætti hann Lindi minn hingað galsvaskur og járnaði Hrók,Sudda og Rjúpu.

Rosalega gekk þetta vel hjá stráknum enda með afbrigðum næmur á hrossin og les þau vel og engin átök eða vesen í gangi.

Nú Rjúpan fór svo inná Mánagrund í framhaldsþjálfun.Ekki var nýji knapinn búinn að fara nema einu sinni á hryssuna þegar að uppgötvaðist Úlfstönn í henni.

Nú Bjöggi var kallaður til og snaraði hann henni úr á staðnum og vonandi að nú verði hægt að krefja hryssuna betur en hún var svo svakalega taumlétt og næm að það hlaut eitthvað að vera!
Samt svo þæg að allir gátu farið á bak henni.

Hátíð orðin svo fín..........:)

Nú svo var eitt stykki folald tekið og rakað frá toppi til táar og lítur svona ljómandi vel út eftir snyrtinguna.


Veðrið er að gera þeim óskunda,þau eru svo sveitt og eiga svo bágt með að borða almennilega í þessum hita og fann ég mikinn mun á átinu þó að bara eitt af þremur hafi verið heilrakað.

Kjarkur að moða í sig tuggunni ( mynd Valgerður:)

Ég tími ekki að taka af honum Kjarki sem flýgur fljótlega útí kuldann í Evrópu.


Ég hef ekki nennt að fara skeifnasprettinn því ég er allt annað að hugsa núna.

Kanínuskinnin eru á leið í nýja fína þurrk klefann þökk sé smiðnum og Hebba sem ruku í það einn daginn að koma honum á koppinn svo ég geti farið að senda frá mér öll þessi skinn sem ég á ofaní frystikistu.

Enda eru hér skafin skinn og skellt á þönur á milli annarar verka.

Allt barasta að verða vitlaust og næg verkefni á bænum !

Er enn að vesenast með tölvuskrattan en hún slekkur alltaf á sér ef ég reyni að vinna myndir í henni!
Þannig að þær sem birtast eru óunnar og bara hráar einsog þær koma úr camerunni.

29.01.2010 17:22

Námskeið í slátrun og frágangi á kanínukjöti


Þeir sem hafa áhuga á að læra allt um slátrun-verkun á skinnum og frágangi á kanínukjöti kíkið á Kanínusíðuna mína.
Einnig verða nokkrar kanínur tattóveraðar í eyra svo nú er um að gera að kíkja og læra réttu handtökin.

21.01.2010 20:02

Strangt en tímabærtSá tilkynningu frá yfirdýralækni inná Mánasíðunni okkar og finnst mér þetta í raun og veru tímabært þó að það hljómi svolítið strangt.

Allt sem snýst að hestamennsku er að verða dýrara og dýrara en meira professoinal og má það alveg verða það.

Ekki væri ég sátt ef ég væri með 100 hrossa stóð eða meira og þyrfti að láta örmerkja hvern grip svona einn tveir og þrír!

En hvernig líst ykkur annars á þetta???
emoticon
Tilkynning til hestamanna frá yfirdýralækni

                       


 Til hrossaeigenda
Neytendavernd - lyfjaskráning - örmerkingar
1.        Aukin eftirfylgni með lögum sem eiga að tryggja að ekki séu lyfjaleifar í hrossakjöti.


Matvælastofnun hefur eftirlit með notkun dýralyfja í íslenskum landbúnaði og er ætlað að tryggja að engar lyfjaleifar séu í íslensku kjöti hvort sem það er ætlað á innlendan markað eða til útflutnings. Samkvæmt lyfjalögum lýtur öll notkun dýralyfja ströngum reglum og er löggjöfin í samræmi við lyfjalöggjöf Evrópusambandsins. Þar eru m.a. settar kvaðir á dýralækna um útgáfu lyfseðla og að þeir skrái alla notkun á dýralyfjum. Nánari reglur um skráningu á notkun dýralyfja, svo og um ábyrgð dýraeigenda í því sambandi, er m.a. að finna í reglugerðum um aðbúnað hrossa nr. 160/2006 og merkingar búfjár nr. 289/2005, með síðari breytingum.  

Matvælastofnun hafa nú borist ábendingar frá Evrópusambandinu  vegna eftirlits með framkvæmd framangreindra laga og reglugerða  og kröfur um aukna eftirfylgni, þannig að áfram verði heimilt að flytja út hrossakjöt til aðildarríkja Sambandsins.
         
Kröfurnar lúta fyrst og fremst að bættri skráningu á allri lyfjanotkun og þeim  biðtíma til afurðarnýtingar sem við á.  Þannig geta sláturhús sannreynt að hross sem koma til slátrunar séu ekki í sláturbanni vegna lyfjanotkunar. Til þess að hægt sé að tryggja öryggi afurðanna og ganga úr skugga um að þær séu lausar við lyfjaleifar, þarf að auka eftirlit í sláturhúsum og tryggja eftirfylgni með einstaklingsmerkingum hrossa. Í reglugerð um merkingar búfjár er kveðið skýrt á um að skylt  sé að einstaklingsmerkja öll hross í landinu eldri en 10 mánaða.
Úrbætur þessar þurfa að vera komnar í gagnið fyrir miðjan apríl 2010,  eigi að vera um frekari útflutning á hrossakjöti til Evrópusambandsins að ræða.  

2.        Hestapassi

Í Evrópusambandinu er gefinn út hestapassi fyrir öll hross með nákvæmri lýsingu á hrossinu auk ýmissa annarra upplýsinga. Þar er kveðið á um hvort nýta megi sláturafurðir af hrossinu til manneldis og skylt er að skrá í hestapassann meðhöndlanir með tilteknum lyfjum sem leiða af sér langan  biðtíma til afurðarnýtingar. Hestapassinn fylgir hrossinu við eigendaskipti, flutninga og að lokum í sláturhús. Evrópureglugerðin um hestapassa hefur ekki verið innleidd hér á landi enda vart talið framkvæmanlegt miðað við þann hjarðbúskap sem algengastur er í íslenskri hrossarækt og á sér ekki hliðstæður í Evrópu.

Við útflutning á hrossum verður að gefa út hestapassa og er sú útgáfa á hendi Bændasamtaka Íslands sem einnig halda utan um allar skráningar hrossa í gagnagrunninum Veraldarfeng (www.worldfengur.com ), WF. Nýjasta útgáfan af hestapassanum gerir ráð fyrir lyfjaskráningu með sama hætti og annars staðar í Evrópu og þurfa því upplýsingar um lyfjanotkun a.m.k. 6 mánuði aftur í tímann að liggja fyrir þegar hestapassinn er prentaður út.  

Matvælastofnun hefur í samvinnu við Bændasamtök Íslands lagt alla áherslu á að fá WF viðurkenndan af Evrópusambandinu sem rafrænan hestapassa. Með því móti teljum við okkur geta haldið utan um allar upplýsingar er varða neytendavernd og sjúkdómavarnir.


Búið er að byggja inn í WF möguleikann á skráningu allrar lyfjanotkunar í hross auk þess sem upplýsingar um biðtíma til afurðarnýtingar birtast nú á forsíðu þeirra hesta sem við á.  Þetta  auðveldar sláturhúsum að fyrirbyggja að kjöt af hrossum í sláturbanni fari inn í fæðukeðjuna.

 
3.        Helstu atriði sem eigendur og umráðamenn hrossa verða að hafa í huga:

·        Öll hross eldri en 10 mánaða eiga að vera skráð og örmerkt. Hross sem fædd eru árið 2008 eða síðar skulu vera örmerkt en frostmerking er áfram tekin gild sem einstaklingsmerking eldri hrossa.
·        Ekki má meðhöndla hross nema þau séu einstaklingsmerkt. Í bráðatilfellum er þó vikið frá þessari reglu og hrossin annað hvort örmerkt samtímis meðhöndluninni eða tilvikið tilkynnt Matvælastofnun sem mun ganga eftir að ákvæðum merkingarreglugerðarinnar sé fylgt. Hross með svo óskýr frostmerki að ekki er hægt að lesa af þeim með öryggi skoðast ómerkt. Sama á við um hross sem skráð eru með örmerki sem ekki finnst. Hafi hross verið örmerkt en merkingin ekki skráð í WF,  þarf eigandinn að sjá til þess að skráningu verði lokið innan viku. Að öðrum kosti verður tilvikið tilkynnt Matvælastofnun sem mun ganga eftir að ákvæðum merkingarreglugerðarinnar  verði fylgt.
·        Allar lyfjameðhöndlanir og upplýsingar um biðtíma til afurðarnýtingar ber að skrá í WF.  Bæði dýralæknar og eigendur bera ábyrgð á að svo sé gert.
·        Aðeins má senda einstaklingsmerkt hross til slátrunar. Undanþegin eru folöld yngri en 10 mánaða en þau skulu merkt með einstaklingsnúmeri móður, t.d. með hálsbandi. Af því leiðir að aðeins er leyfilegt að nota skráðar og einstaklingsmerktar hryssur til kjötframleiðslu. Berist ómerkt dýr í sláturrétt sláturhúss skal því slátrað og eiganda þess gefinn 24 klst. frestur til að færa sönnur á uppruna dýrsins. Yfirdýralæknir metur í hverju tilviki hvað telst fullnægjandi sönnun. Takist ekki að sanna uppruna/einstaklingsnúmer dýrsins er óheimilt að setja afurðirnar á almennan markað.


19.01.2010 02:00

Kanínublogg og tölvuvesen


Þá er talvan mín komin í nokkuð gott lag en ein góð vinkona mín ásamt mér rákum augun í ( ég endaði hjá augnlækni en hún uppá slysó!)  frétt þarsem árás er í gangi á explorerinn en ég var einmitt með hann en er búin að fá mér Mozilla Firefox og nú þarf ég vart að koma við músina,næstum bara að hugsa á hvaða síðu ég ætla næst og hún opnast!


Hér getið þið lesið fréttina um Árás á Internet Explorer þið sem eru enn að brasa við þetta hundleiðinlega vandamál.

Það er bara eitt alveg ferlega fyndið með Firefoxinn,hann er allur á íslenku og ég er bara í standandi vandræðum með það í augnablikinu.
En gamall nemur,ungur temur...................takk æðislega fyrir hjálpina vinkona!

En nú er mál að linni,búin að blogga heilmikið á nínusíðunni minni, blogga fljótlega aftur hér en allt er á fullkum snúning í Ásgarðinum og fullt af skemmtilegheitum í gangi.

Kíktu á nínusíðuna mína líka!
Gerðu það...................suðsuðsuð......!
emoticon15.01.2010 00:26

Áttu albinóa par?


Snæugla frá Víðihlíð

Bráðvantar albinóa hross,eitt stykki hryssu og eitt stykki hest með kúlunum:)!

Er með kaupendur sem koma hingað fljótlega að skoða og þá er gott að vera komin með eitthvað fyrir þá að sjá.

Ef þið eruð með eitthvað slíkt falt,vinsamlegast sendið mynd,ætt og smá lýsingu af gripunum.

ransy66@gmail.com

Annars er allt gott héðan,var að fá myndir í morgun af honum Skinfaxa sem er lentur í útlandinu heill og hamingjusamur ásamt ferðafélögum.

Skinfaxi með vinum og kominn í rúllu emoticon


Tilly nýstigin á þýska grund emoticon

Og Tilly (Tilviljun) er einnig lent heilu og höldnu og er kaupandinn í hæðstu skýjum með hryssuna sína.

Þori ekki að blogga meir!

Talvan lætur einsog fífl og var ég áðan búin að færa inní kanínuforritið fína fullt af nýjum kanínum (sölu:) þegar að apparatið slökkti á sér og allt sem ég var búin að pikka inn hvarf!

Geri mitt besta til að koma nínunum inná söludálkinn en það er fólik að bíða eftir að geta valið sér dýr og ég komin í skömm með þetta allt saman:(

Er að vanda mig líka svo rosalega:) Ekkert gaman að gera þetta með hangandi hendinni,það er svo gaman að gera svona hluti vel.

Stundum tefur það fyrir mér!

10.01.2010 02:09

Allt að verða vitlaust:)

Þarmeð talin talvan mín sem er alveg að gefa upp öndina!
Hún er farin að slökkva á sér í miðri vinnu og sit ég bara einsog steinrunnin fyrir framan bilað apparatið!
Nú verð ég að hringja í hann frænda sem sér um gripinn og væla hann til mín.
SIGGI.....................emoticon Áttu lausann dag einhverntímann fljótlega....please emoticon !
Ég skal setja læri í ofninn og alles emoticon

En að öðru skemmtilegra en bilaðri tölvu.

Hún Hel frá Ásgarði er seld og fékk frábært heimili þarsem hún verður dekruð í tætlur.
Hún þarf meira að segja ekki að fara með flugvél til nýs eiganda hehehehehe................emoticon

Mynd Íris:)
Skinfaxi er farinn út til Þýskalands og vakti mikla lukku hjá nýjum eiganda.

Bára frá Ásgarði fer í loftið á Miðvikudaginn ásamt systur sinni

Völvu Hróksdóttur.

Með þeim í för verður hún Tilviljun og fá þær að vera á Saga Class hef ég eftir áræðanlegum heimildum:):):)

En vill enginn kaupa mig td yfir eina helgi eða svo????

Nú þori ég ekki að blogga mikið meir en kíkið á alla vinnuna mína á kanínusíðunni minni.
Var að setja upp söludálk fyrir nínurnar sem eru eftir......þessar örfáu.

02.01.2010 23:40

Átt þú þennan hest???


Melur is for sale,bombproof gorgios horse for every one to ride!

Nei......................emoticon
En þú gætir alveg eignast hann!

Þetta er hann Melur frá Melabergi algjör öðlingur og tilvalinn fyrir td þá sem eru að leita sér að skotheldum og öruggum hesti í Knapamerkin

Hér er lýsing eiganda Mels:
Melur er stór og gullfallegur hestur með allan gang og gott tölt. Ljúfur og góður í umgengni og spakur í haga. Síðasta sumar fór hann í fjórar ferðir vítt og breitt um landið og í tvennar göngu (fjár og hrossasmal) og reyndist þar mjög vel, hann er traustur og sterkur. Hann er fyrir alla aldurshópa með góðan fótaburð, þjáll og þægilegur reiðhestur. Það er hægt að teyma á honum og teyma hann sjálfann og hann er þægur í járningu.


Faðir:
Forseti frá Vorsabæ II (8.58)

FF:Hrafn frá Holtsmúla (8.56)
FM:Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.70)

Móðir:
Snót frá Melabergi (7.74) Skeiðlaus

MF:Angi frá Laugarvatni (8.26)
MM:Sveifla frá Bakka 7.81) Skeiðlaus

For more info about Melur please contact

ransy66@gmail.com

30.12.2009 23:17

Örmerking+dna testi lokið:)Gleðilegt nýtt ár!


Kjarkur og Glampadísin að maula í sig kögglana sína í kvöld.

Það er aldeilis að ég er búin að áorka í Desember.

Ég er nefnilega korterí manneskja (oft korter yfir:) en nú hef ég snúið vörn sókn heldur betur.

Það sem ég er að montast með er að ég er búin að skila inn öllum stóðhestaskýrslum,láta örmerkja öll folöldin og í dag kom Gísli dýralæknir og tók dna sýni úr þeim.

Búin að láta sprauta gimbrarnar í leiðinni við Garnaveiki og hundana við Parvó og ormahreinsa þá.

Hvað á ég eiginlega að gera eftir áramótin emoticon ?
Nei.................segi nú bara svona.

Á morgun verður sett vel af rúllum út fyrir útiganginn því södd hross eru alltaf rólegri gagnvart flugeldaprumpinu sem stundum heyrist hingað.
Við höfum verið heppin öll okkar ár hvað varðar vindátt á Gamlárskvöld en stundum hefur lyngt (á Suðurnesjunum!!!:)og þá heyrast lætin hér um alla haga en hrossin eru  ekkert að spenna sig upp við það.

Ég hef ljós um nóttina bæði í hesthúsinu og kanínusalnum og útvarpið aðeins hærra stillt.

Krossa svo puttana og vona að allir verðir stilltir og prúðir meðan að tvífætlurnar fara hamförum í púðurreyk og svælu.
Það er nú alveg makalaus dýrtategund og uppátækjasöm.

Fariði varlega þarna úti og góða skemmtun annað kvöld:)

Viðbót á Gamlársdag:

Þakka ykkur öllum fyrir allt á liðnu ári elskurnar mínar emoticon !
Gerum árið 2010 að árinu sem við munum minnast sem upprisu eftir þessi skakkaföll og lítum björtum augum framá við.
Við erum stoltir íslendingar og höfum áður þurft að taka á honum stóra okkar og gerum það með stæl!

Skemmtið ykkur vel og varlega í kvöld emoticon
Drekkum í hófi svo við lítum ekki svona út emoticon
Nema við viljum bara vera þannig....... hehehe emoticon
Og munum.......við erum öll langflottust!
emoticon 
Gleðilegt nýtt ár frá Ransý,Hebba og öllum dýrunum í Ásgarðinum.
 emoticon

28.12.2009 02:04

Bóka+Konfekt Jól


Eðja frá Hrísum og Váli frá Ásgarði.

Takk fyrir mig elsku vinir mínir sem sendu mér skemmtileg jólakort og frábærar gjafir:)

Ég fékk fullt af bókum og fullt af súkkulaði!!!

Þá eru jólin hjá mér emoticon .

Þessi jól verða lengi í minnum höfð vegna þess hve allt gekk smurt og vel fyrir sig,ekkert stress í gangi og fólk svo rólegt og þægilegt allstaðar í viðmóti.

Ég var með skötuna á borðum deginum fyrir Þorláksmessu og græddi heilan dag fyrir vikið!

Var ég sniðug eða var ég sniðug hehehehe............emoticon !

Á Þorlák fórum við í bæinn og keyptum gjafir,pökkuðum inn og útbýttum í mestu rólegheitum.

Fengum okkur meira að segja kaffi,konfekt og spjall hjá vinum og nutum okkar alveg í botn.

Ég var meira að segja svo nett á taugunum að ég hló þegar að kallinn læsti bíllyklana inní bílnum með öllum pökkunum og matnum.

Hann æstist allur greyið upp og beið eftir ræðunni frá kjellunni sinni en mér var gaman skemmt enda vissi ég að það myndi leysast með bílinn.

Til hvers að vera að æsa sig upp yfir einhverju svona ómerkilegu,það hefði kannski sett mig úr jafnvægi ef við hefðum við fjarri byggð í vondu veðri og enga hjálp að fá.

En svona fyrir ykkur hin sem þolið illa svona uppákomur,þá kostaði þetta litlar 7000-krónur að fá mann til að opna bílinn sem tók allt í allt 1 og hálfa mínútu með undirskrift frá kallinum að það mætti opna bílinn.

En að Aðfangadegi,þá eyddum við stórum parti í skepnurnar og átti ég friðsæla og skemmtilega stund útí stóði með cameruna mína.

Hrossin hafa það alltof gott,svo gott að þau eru farin að losa hár!

Meira að segja folöldin eru farin að losa hár og ég sem hef bara verið að gefa fyrninarhey.

Þetta hefur skeð hér áður í kringum áramótin og er svosem ekkert til að hafa áhyggjur af.

Fín leið til að sleppa algerlega við hnjúska er að gefa aðeins fyrr út rúllu og svo er miklu ódýrara að fóðra feit hross heldur en þau grennri.

Allir eru feitir og flottir og vel undirbúnir undir vetur konung.

Skellti inn albúmi með hrossunum fyrir þá sem vilja sá hestana sína sem hér eru í pössun í vetur.

Here is brand new albúm of the gueshorses this winter on our farm.

Hestarnir í Ásgarði desember 2009.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208496
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:02:15