Heimasíða Ásgarðs

02.03.2010 23:18

Loksins alvöru vetur!


Hér fór allt á kaf í snjó um daginn og gott var að eiga litlu "teskeiðina" til að grafa í gegnum skafla og að heystæðunni sem  gjörsamlega varð ófært að.

Reyndar þurfti "teskeiðin" að grafa sig útaf verkstæðinu til að byrja með því það var risastór skafl alveg fyrir hurðinni.

Stóðið hafði það bara gott og gróf eftir heyrúllunum sem að fennti yfir.
Reyndar hafa hryssurnar það of gott því að Toppa gamla er í hestalátum þessa dagana og er hann Váli "litli" að gera sig til við hana gömlu konuna sem er rétt að verða 26 vetra í vor.

Dóttir hennar Toppu hún Hylling er að verða komin með sína árvissu hártísku því nú er makkinn orðinn svo kakkaður af spiki að faxið stendur einsog strý uppí loftið og líkist hún strákústi á beit við fyrstu sýn!

Fyrst þegar að þetta skeði kallaði ég á dýralæknir sem að hafði ekki séð svona áður og sprautaði hann hryssuna með pencillíni og bólgueyðandi en ekkert batnaði skepnan!
Skrítið?
Ef henni hefði batnað þá væri ég komin á STÓRANN Pencillín kúr hehehehehe........:)

Það var ekki fyrren um vorið þegar að hún kastaði og fór að mjólka og sjá fyrir ungviði að makkinn lagaðist og versta fitan seig af skepnunni.

Þetta er ekki gott veit ég vel og jaðrar við dýraníðslu að gera hrossin svona feit.

Litlir snjóungar:)

Reyndar hafa fleiri hér á bæ ruglast í ríminu en ein hænan stóð föst á sínu og lét ekki reka sig af eggjum í Febrúar og í lok mánaðarins komu 3 litlir sætir ungar úr eggjum en einn týndist og tveir lifa.


Kjarkurinn í miðjunni:)

Í fyrramálið fer hann Kjarkur litli frá Víðihlíð af stað í sína utanlandsreisu en hann er á leið til Þýskalands.

Hann er seinkastaður en þvílíkt sprækur og skemmtilegur að umgangast.

Dömurnar þær Hátíð og Glampadís passa vel uppá strákinn sinn en þær eiga eftir að grenja úr sér augun þegar að vinurinn fer.
Hann er ávalt mitt á milli þeirra á hlaupum og sérstaklega ef að hundarnir á bænum eru látnir sækja þau niður í leikhólfið.

Mont montrófa sem elskar cameruna og cameran hana:)

Súsý litla er voðalega dugleg að hlaupa fyrir kellinguna sína og hún veit uppá hár hvert folöldin eiga að fara og hættir ekki fyrren þau eru komin innfyrir þröskuldinn á hesthúsinu.

geggjað að eiga svona góðan smalahund þó lítill sé:)

Hún meira að segja tuskast í hælunum á Sudda gamla sem að getur verið afar tregur að fara úr rúllu og koma inn aftur og stendur sem fastast í allar fætur og maular í sig tugguna á meðan að tíkin nartar í hófskeggið á honum.
En Súsý litla hefur alltaf betur og sá gamli drullast hundfúll með rassaköstum uppeftir og inná básinn sinn fyrir rest hehehehehehe................:)

Nokkrar myndir af ferfætlingum teknar undafarna daga.....:)

Og jörðin nötraði og skalf...........!

Ví............Buslan að renna sér í snjónum:)
Hálfblind,heyrnalaus og á þremur og kvart fæti að verða ellefu ára gömul þessi elska..........:)

Komin inn í hlýjuna aftur eftir leik og störf.

Farið varlega í snjónum og hálkunni elskurnar mínar.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297178
Samtals gestir: 34206
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 13:58:10