Heimasíða Ásgarðs

02.12.2008 13:45

Loðkanínu Sigrún:)!


Halló Sigrún!

Lýsi hérmeð eftir henni Loðkanínu Sigrúnu emoticon .
Er eina ferðina enn búin að týna henni en það er enn eina ferðina verið að hringja í mig og biðja um Angóru kanínur emoticon !
Ertu ekki með netfang og eða síðu stelpa,finn ekkert emoticon ?
emoticon í síma 869-8192.
Knús emoticon
Ransý

29.11.2008 15:23

Allt er hey í harðindum:)


Nú er orðið hart í ári á skerinu Íris!



This is what we are eating now because of all the mony mess in the Icelandic bank system hehehehehehe......................emoticon

I remember when you and Gemma was almost pucing emoticon  about the sheep head both me and Valgerður was talking about and you both asked us if Icelandic people also eat the testicle from the sheep!??

Here it is in there scrotum híhíhíhí................emoticon

Going to put some sheeps head in the Salatmaster and going out to feed the animals.


Yummy...................!!!!Would you like to jump into the next airplane and have some testicle and sheepheads for dinner!

26.11.2008 14:06

Stálöruggur hestur til sölu/for sale!


Flugar IS1998125302  frá Kópavogi hennar Beggu vinkonu er til sölu.

Flugar er seldur/sold til Svíþjóðar!

Flugar is really secure and bombproof horse.

Hún sýndi mér hann um daginn í brjáluðu veðri en vindhviður fóru uppfyrir 20 metra á sekúndu en ekki haggaðist klárinn við það á nokkurn hátt.

Þessi hestur hentar frábærlega þeim sem þarf að bæta við kjarkinn hjá sér af einhverjum orsökum eða er að byrja í hestunum.

Hann er mjúkur og þægilegur á töltinu og ber sig vel.Ekkert mál heldur að fara á bak honum berbakt emoticon .

Gæti jafnvel hentað í léttari keppnir í barnaflokki.

100%öruggur og góður klár hann Flugar.

Þetta er akkúrat hesturinn sem margir eru að leita að!

Ég hefði viljað eiga þennan hest ef ég ætti ekki svona mikið af hrossum emoticon .

Ég setti inn nokkur video af Beggu og Flugari þarsem þið getið séð hann.Tek það fram að Flugar er járnalaus og spikfeitur í vídeoinu þannig að hann á mikið inni með þjálfun og á járnum.

Ef áhugi er fyrir því að fá að skoða hestinn og prófa þá er það ekkert mál.

Hafið samband í netfangið busla@simnet.is eða beint í Beggu í síma:8207093

25.11.2008 00:10

Loksins fundin!


Sérðu hana ekki á myndinni!

Ég skil það vel að þú sjáir hana ekki á þessari mynd.

Hana Drottningu Flankadóttur sem týndist fyrir nokkuð mörgum vikum og leitað var að dauðaleit í bókstaflegri merkingu.
Það sést ofaná bakið og efst á myndinni er hausinn og horn við steypuklump.

Nágranninn okkar lét okkur vita að mannaþróin hefði stíflast hjá sér og við nánari eftirgrennslan kom það í ljós að litlir guttar höfðu náð lokinu af og voru búnir að henda þarna ofaní allskonar drasli,spýtum og grjóti og þar á eftir hefur hún Drottning náð að rölta sér ofaní og drukknað emoticon .

Jæja,þá veit maður minnsta kosti hvað varð um hana greyið.

Ekkert er héðan sérstakt að frétta nema að ég er enn hóstandi og fékk.........hvað er það kallað aftur?
Rennikúk um helgina,iðrakvef var nú hitt orðið og fínna en ekki eins skemmtilegt orð emoticon .

Ekki gott þarsem ég ætlaði að vera í Villibráðaveislu en þar hefði ég ekki verið vinsæl ef ég hefði náð að mæta á svæðið.

Nóg um það,það er ekki hægt að gera allt í einu og vera veikur með því.

Nú þarf ég bara að fara að drullast til að verða hressari og dugmeiri,þarf td að drífa mig með tíkurnar á Minkaveiðar en við fengum upphringinu og vorum látin vita af einum slíkum hér rétt hjá.
Ekki gott ef að sá nær að komast í hænsakofann hjá mér.
Bara stutt svona til að láta vita af mér.
emoticon 

16.11.2008 00:25

Mótmælendur í Ásgarðinum í dag!


Inga frænka með mótmæl.....endurnar.

Mótmælendur í Ásgarði héngu í andaslitrunum eftir atburði dagsins í dag.
Hér þýðir ekkert að kvabba um kreppu og drulla um allt hlað í von um eitthvað betra að borða.
Allt svoleiðis kvabb er snögglega kæft í fæðingu.

Bull er þetta í manni alltaf hreint emoticon !

Í dag mætti hér hópur af þrælduglegu fólki til að aðstoða okkur við hina árlegu Andslátrun.
Allar Endurnar 28 að tölu voru teknar og reyttar,snyrtar og sviðnar.
Við ákváðum að taka okkur frí frá Öndum,allavegana í vetur.
Kannski fáum við okkur Andaregg næsta vor og setjum í útungarvél,hver veit.

Dóttlan mín að reyta,bara dugleg stelpan emoticon .

Það er viss léttir að vera búinn  að þessu enda er þetta engin smá vinna!

Reytingin er þreytandi en sem betur fer þá erum við með í láni frábæra reytingarvél með sugu útbúnaði fyrir fiðrið.
Svo ekki sé nú minnst á allar hendurnar sem komu hér í dag að hjálpa okkur!

Ég má vera svakalega stolt af frændfólki mínu ofanúr Borgarfirði en sá yngsti sem mætti hingað og sat og reytti án þess að kvarta í fleiri klukkustundir var 10 ára gamall frændi minn hann Björn Hákon.
Hún verður heppin sú sem nælir í þennan dreng í framtíðinni emoticon .

Hann sló ekkert af drengurinn við vinnuna í dag emoticon .

Systir hans hún Gunnhildur kom líka og reytti sem mest hún mátti en hún er rétt innan við fermingu.

Gunnhildur frænka að vanda sig emoticon .
Þessa dömu er ég búin að panta fyrirfram til að hjálpa mér við trippatamningar. Enda er hún sérstaklega lagin við skepnur stelpan sú arna emoticon .

Jólaöndin snyrt vel og vandlega.

Nú dóttirin á bænum mætti líka og var ekki lengi að pikka út Öndina sem mamma á að elda um Jólin.

Þyngsta Öndin takk fyrir og vóg hún ein 2,4 kg komin úr fiðrinu og búið að taka innan úr henni og snyrta.
Vanaleg þyngd á þeim hjá okkur hefur verið cirka 1,5.

Helga Skowronski alltaf hress emoticon .

Helga Skowronski mætti á svæðið með sínar Endur þannig að hennar Jólasteik er þá bara klár í kistunni.

Nú þegar að heim kom var Saladmasterinn búinn að sjóða fullan pott af sviðum og úr varð heljarinnar góð sviðaveisla í lokin.

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir hjálpina í dag og kvöld elskurnar mínar!
Það er alveg ómetanlegt að fá svona hjálp og miklu meira gaman þegar að við erum nokkur saman við þetta.

Margar hendur vinna létt verk átti vel við í dag.

Skelli inn albúmi á eftir með öllum myndunum frá í dag.
emoticon  

13.11.2008 19:39

Týndur hundur á Suðurnesjum!



Þessi miði kom í póstkassann okkar uppá veg í gær.

Mér finnst það virðingarvert af eigendum hans að leggja það á sig að keyra um langann veg og bera út miða með mynd af hundinum sínum í viðleytni til að finna hann aftur.
Ég hafði samband við eigendurna í gegnum sms áðan og ekki hefur sést enn  til tíkarinnar.

Mér datt í hug úr því að bloggið mitt er svona mikið lesið að skella inn beiðni til ykkar þarna úti sem búið í nágrenni Sandgerðis að líta í kringum ykkur og vita hvort að þið sjáið nokkuð tíkarskottið einhverstaðar.
Margar hendur létt létt verk eða mörg augu sjá víðar en eitt emoticon .

12.11.2008 15:17

Nýtt netfang/new E-mail adress!!!

Ég fiktaði svo mikið í tölvunni í fyrradag að Outlook Expressinn hrundi og ég týndi fullt af pósti og upplýsingum!

Mín var samt svo heppin að geta skipt yfir í Microsoft Office Outlook sem ég er ekki alveg að finna mig í en þar mitt netfang

busla@simnet.is

Hebba netfang virkar líka þar en hann er með 

herbertp@simnet.is

I have lost nerly all my e-mails and adresses so please contact me in this address

busla@simnet.is

Most important is to contact again with Kirsten who bought Askur and also with the new owner of Melódíu!

Can you please send me mail so I can keep in touch because of those two horses emoticon please!

Við drifum okkur í Víðidalinn í gær með Ask og Sóley svo nú eru þau komin til Krissu og Gunnars og bíða þar eftir fluginu sínu sem verðu næstkomandi Föstudag.

Hæ hæ Kirsten! Looking forward to see you again emoticon .

Hæ hæ Corinne and family! I´m so exited to see you all again and my new home emoticon !

10.11.2008 22:56

Melódía seld til Sweden

Melódía frá Kvíarhóli var að seljast til Svíþjóðar.Hún er fylfull við Hrók okkar og vonandi að nýji eigandinn fái eitthvað fallegt í vor undan þessum tveimur fallegu einstaklingum.

Melódía frá Kvíarhóli Sokka 1060 dóttir.

Ég er búin að vera drullulasin og situr þessi fj......pest enn í mér.
Sef andsk.....ekkert á nóttunni fyrir hósta og látum.
Það er langt síðan ég hef þurft að vera svona lengi inni vegna veikinda og nú finnst mér nóg komið.

Ég ætla að fara að gefa út núna fyrstu rúlluna í hrossin á allra næstu dögum.
Enn er næg beit en betra finnst mér að eiga kropp til vara á milli gjafa sérstaklega ef að veður verða svo slæm að gjöf tefst vegna ófærðar og láta í vetur konungi.

Freyja Óðinsdóttir fann nokkur strá á milli steina.

Nú fyrir utan það að feit hross éta þónokkuð minna heldur en hross í aflögn.
Dýrustu hross sem ég hef tekið að mér í fóðrun hafa verið þau sem hafa verið búin að missa hold og það er einsog ekkert stoppi holdfallið þó gefið sé af krafti í þau!
Næstum það eina sem dugar eru grænu nálarnar að vorinu.

Hylling Brúnblesadóttir hans Hebba hangir nú ekki á hor riminni og eina ferðina enn er makkinn á henni orðinn grjótharður af spiki og faxið farið að standa uppí loftið einsog á strákústi.

Hylling Brúnblesadóttir

Þegar að hún verður sem feitust þá má ekki koma við makkann á henni en hún virðist finna til.
Fyrst þegar að ég sá þetta og áttaði mig á því að skepnan fann til þá kallaði ég hið snarasta á dýralækni.
Hann hafði aldrei séð svona áður en ákvað að sprauta hryssuna með Pencillíni og bólgueyðandi.
Ekkert lagaðist skepnan fyrren Hrókur kom í hana fyli og hún eignaðist sitt fyrsta folald en þá loksins sljákkaði á makkanum og hún fór að líta út einsog venjuleg skepna.
Seinna sagði ég manni frá þessu og hló hann sig máttlausann þegar að ég sagði honum frá sprautunum sem dýralæknirinn gaf hryssunni við OFFITU!

Skarfabringur og læri í búnkum!

Nú er gott að vera búandi með veiðimanni sem á fullt af veiðimönnum að félögum sem koma færandi hendi við og við með villibráð.
Öddi skrapp á Skarfa veiðar í gærkveldi og kom til okkar í Ásgarðinn með aflann og gert var að honum hér í aðstöðunni okkar útí húsum.

Þessi Skarfur var með stóra Löngu  í mallanum!

Ekki komum við til með að svelta í komandi kreppu sem allir eru að tala um en á meðan ég er með þak yfir hausnum,hita og rafmagn þá hef ég engar stórkostlega áhyggjur.

Ég var/er svo gamaldags í hugsun að mín stefna hefur verið í gegnum tíðina að kaupa helst ekkert nema að geta staðgreitt það og núna er það að skila sér tilbaka.
OG núna klingir það í auglýsingu með Páli Óskari að það sé miklu meira gaman að safna fyrir hlutnum ÁÐUR en hann er keyptur!
Þessi auglýsing hefði átt að hljóma nokkrum árum fyrr því núna þarf að kenna unga fólkinu þessa gullnu reglu sem manni var kennt í æsku.
Ég fékk vasapening einu sinni viku og notaði ég hann stundum í búðinni á horninu en ekki keypti ég nammi fyrir hann.
Jú"poppcorn ef það flokkast undir nammi og perur voru stundum keyptar og aðrir ávextir.

Eitt sinn sá ég stóra hestabók á dönsku (Dyravennen bogen om heste) og ég varð alveg snar........mig langaði svo í hana!

Hún kostaði sem samsvaraði þrisvar sinnum vikupeninginn minn og fékk ég að taka út fyrirfram með því loforði að ég notaði bókina mér til framdráttar í dönskunni.

Ég svolgraði í mig myndirnar og teiknaði eftir þeim fríhendis en lítið fór fyrir lestrinum hehehehe.....emoticon .
Það var reyndar svolítið erfitt að horfa á hina krakkana fá vasapeninginn sinn næstu 3 föstudagana en bókin var þess virði og á ég hana enn.

Þartil næst elskurnar mínar,farið varlega í umferðinni og klæðið ykkur vel í kuldanum.
Knús emoticon 
Ps.Smá viðbót vegna fyrirspurna um læstu albúmin.
Þannig er að ég hef verið að taka myndir fyrir fólk af hrossum og það ekkert smá magn sem er ógerlegt að senda í gegnum Outlookið án vandræða.
Þessvegna nota ég myndaalbúm undir fullt af myndum sem viðkomandi viðskiptavinur fær aðgang að til að næla sér í þær myndir sem hann/hún vill.
Síðan er myndaalbúminu hreinlega eytt út.
 Þannig að læstu albúmin eru einkamál emoticon !

En takk kærlega fyrir áhugann og hrósið um myndirnar mínar!

07.11.2008 16:14

Dúfan er flottust:)

"Hvað ertu búin að gera Ransý".................!
Þetta æpti góð vinkona mín í símann í gær en ég hafði í sára sakleysi mínu sent henni myndir af hrossunum sem ég tók í gær og þar á meðal var hún Dúfa Eðju/Hróksdóttir sem seld er til Swiss og það bara nokkurra daga gömul.

Vinkonan hélt áfram með öndina í hálsinum"sérðu ekki að hún er jarp vindótt litförótt!

Úppppsssss..................ég starði á myndina og jú það var mikið rétt.

Eftir mikið grúskt í Verladargfengnum góða þá komumst við að því að Dúfa verður eina skráða jarpvindótta litförótta hryssan í dag en einn hestur er til með þessum lit skráður í Fenginn.
Reyndar er hún skráð rauð litförótt en ég þarf að láta laga þetta hið snarasta.

Dúfa með vinum.

Og nú verð ég að éta það ofaní mig og afsaka mig í bak og fyrir "Helga Skowronski þú hafðir rétt fyrir þér með litinn á folaldinum nýköstuðu!

Ég sem stóð fastar á þeim fótunum að Dúfa væri rauð litförótt.

Ég er búin að vera drullulasin og er enn.Hálsbólga,eyrnaverkir,hiti og beinverkir.
emoticon 
Ojjjjjjjjjjjjjjjjjj.................ég er líka að brjálast á því að geta ekki farið út að vesenast í skepnum á bænum og stússast.

Kallinn er í Apótekinu að versla eitthhvað handa mér því núna er ég að brjálast á slími og kítli í hálsinum á nóttunni og get ekki sofið fyrir þessu emoticon .

Varð samt að skella inn smá bloggi því ég er farin að sakna ykkar þarna úti og commentanna frá ykkur emoticon .

Farið varlega og klæðið ykkur vel svo þið endið ekki uppí rúm með þessa bévuðu pest............!

01.11.2008 14:40

Hross sótt í Reiðholtið


Fórum í frábæru veðri síðastliðinn Fimmtudag og sóttum 4 trippi en aðalatriðið var að ná henni Sóley heim fyrir hana Corinne í Sviss.

Sóley komin heim í hesthús.

Sóley er að fara út og ekki seinna vænna að drífa hana heim.


Hrossin líta frábærlega vel út,spikfeit og pattaraleg.

Auðvitað var smá vesen einsog alltaf,trippin voru með fíflagang og rassaköst og létu mig ekki setja múlinn á sig svo auðveldlega.

En ég á gott ráð við því þarna í þessum 100 hekturum með ekkert aðhald.

Ég hef alltaf heytuggu með sem ég strái inní kerruna og svo stend ég bara þolinmóð þartil að óþekktarhrossið hoppar upp í kerruna til að ná sér í tuggu.

Þá er um að gera að loka í grænum hvelli og mýla það og binda emoticon

Sóley var einsog engill við mig blessunin.

Hefring (óþekka) og Sóley (stillta).....emoticon .
Með henni var hún Hefring sem var ekki einsog engill þartil hún féll á þessu bragði og var mýld hið snarasta uppá kerrunni.

Nú næst tók ég hana Sif Hróksdóttur sem er algjör perla.

Sif Hróks komin heim.

Hún er þvílíkt góð og verður að öllum líkindum bombproof einsog útlendingurinn vill hafa hrossin.EN hún er ekki til sölu þessi elska.She is MINE emoticon urrrrr.

Kóngur risi emoticon !

Með henni hoppaði Kóngur (óþekki:) Hróksson uppá kerruna.

Þá var bara brunað af stað á Hellu í heitt kakó til Huldu enda var ég orðin ansi loppin á höndunum við að mýla hrossin útí nístingskulda.

Ætlunin var að halda áfram til Álfhóla en ég er bara orðin svo skíthrædd að keyra í hálku þannig að förinni var vara beint heim á Suðurnesin aftur í hlýjuna emoticon .

Það munaði 5 gráðum á því hvað var kaldara fyrir austan!

Farin út að huga að skepnum með cameruna enda veðrið frábært!

30.10.2008 00:20

Ransý the Róbót:)

Ransý Róbot ryksuga mætti í Ásgarðinn í dag enda veitir ekki af þegar að Ransý manneskja hangir allan liðlangann daginn í tölvunni!

Nú get ég hangið alla liðlanga nóttina í tölvunni líka á meðan Ransý Róbot sér um gólfin emoticon .

Best að fela sig á bakvið mömmu emoticon !

Buslu og Súsý leist nú ekkert alltof vel á þetta apprat svífandi um öll gólf,klifrandi yfir þröskulda og rekandi sig í hundakörfuna þeirra!

Nei"án gríns þá hefur mig langað lengi í svona Róbót ryksugu og sérstaklega þá útaf öllum hundahárunum.
Með henni fylgir aukabursti sérstaklega ætlaður fyrir hunda og kattahár.

Auk þess ef að óhreinindi sitja djúpt í teppum eða mottum þá bankar hún þau upp með sérstökum bankara og fer extra vel yfir það svæði!

Þetta apparat er hrein snilld! Ég sé ekki eftir þessum aurum í hana Ransý Róbót og nú get ég bara stillt hana á tíma td 10:00 á morgana og hún byrjar daginn á því að svífa yfir gólfin og þegar að hennar störfum er lokið þá fer hún sjálf í hleðslustöðin og setur sig í samband!

Hér er allt um þetta frábæra tæki fyrir þá sem eru þreytt á td hunda og kattahárum eða bara með bilað bak eða bæði einsog ég:
http://www.irobot.is/

Vinkona mín hún Begga kom hér í dag.Hún ætlar að selja klárinn sinn hann Flugar en þetta er frábær hestur í bara allt!
Flugar er hestur með reynslu og verður 10 vetra í vor.

Begga á Flugari sínum í dag í góða veðrinu.

Alþægur og prúður töltari,vanur ýmsum stærðum og gerðum af knöpum og frábær í ferðirnar.
Allir sem eitthvað hafa komið nálægt hrossum geta riðið þessum hesti.
Einnig flott að hengja utaná hann trippi sem er verið að temja.

Ég mæli sterklega með þessum hesti fyrir alla sem eitthvað hafa komið nálægt hestum.
Hann er fallegur undir og ber sig vel svo knapinn getur horft stoltur fram á veginn emoticon .
Þið getið haft samband í netfangið

busla@simnet.is

eða bara beint í símann hennar Beggu en hann er: 8207093

25.10.2008 19:17

Restin af hrossum ormahreinsuð


Gunni Arnars kom í morgun og sótti þær stöllur Feilstjörnu og Lilju en þær eru að fara til Hollands.

Ég gaf mér góðan tíma og dúllaði svolítið við þær,ormahreinsaði og fór aðeins yfir reglurnar með þeim einsog að muna að spenna beltin fyrir flugtakið emoticon .

Ég kláraði að ormahreinsa þau hross sem enn áttu eftir að fá ormalyf og sleppti þeim svo inná vetrarbeitina til folaldshryssanna.

Eðja með Dúfu Hróksdóttur.


Biskup frá Gíslabæ bróðir Hróksa.

Biskup gamli reiðhesturinn minn er orðinn svo feitur að það er ekki fyndið lengur......í alvöru!
Hvað gerir maður við svona belg?


Drottning Hróksdóttir þandi sig sem mest hún mátti.

Flott folald með rosa yfirferð á brokkinu og skrefar stórt.


Sváfnir Hróksson á fullri ferð.

Þetta risastóra folald er til sölu,lofa ykkur því að þarna eru góðir reiðhestahæfileikar og traust lund á ferð.

Móðir:
Fjalladís frá Drangshlíð
MF:Vaðall frá Oddgeirshólum 2
MM:Villimey frá Drangshlíð
Faðir:
Hrókur frá Gíslabæ
FF:Kormákur frá Flugumýri
FM:Best frá Brekkum

Verð/prize 180.000-ISL/1.200-EUR
Innifalið Örmerking-dna og vetrahagaganga.

Sváfnir is big and beautyful guy with nice temperament.

Included microchip-Dna and feeding until spring 2009.


Himinglæva Óðinsdóttir.

Til sölu/for sale

Himinglæva er rólyndis skepna líkt og foreldrar sínir.Fer um á brokki og hefur sýnt tölt.
Real nice mare with very good temperament.

Móðir/Mother:
Stórstjarna frá Ásgarði
MF:Brúnblesi frá Hoftúnum
MM:Halastjarna frá Drangshlíð

Faðir/Father:
Óðinn frá Ásgarði
FF:Hrókur frá Gíslabæ
FM:Eðja frá Hrísum 2

180.000-ISL/ 1.200-EUR

Himinglæva afhendist Dna testuð og örmerkt.
Included microchip-Dna and feeding until spring 2009.
Vinsamlegast hafið samband í netfangið/Please contact us here: 
busla@simnet.is

22.10.2008 16:35

Fjárveiting í Ásgarðinn


Í gær áskotnaðist mér gimbur í sjaldgæfum lit og var ég snögg að sækja hana ásamt Fjármálaráðgjafa mínum henni Valgerði vinkonu.

Þreifingar í fjármálum emoticon .Vóv.....sú er væn!
Kolótt er hún og afar samarekin og þykk lítil gimbur.
Alveg úrvals ræktunargripur að sögn Valgerðar og ég var ekki lengi að smella nafni á gripinn en hún heitir Valmína.

Fé lagt til hliðar emoticon .
Við eyddum löngum tíma í kindakofanum við fjárþreyfingar og mal enda þegar að tvær kindarlega konur koma saman þar er gaman emoticon .

Er hún ekki fín hún Valmína emoticon !
Ég er svo stolt af nýja gripnum að ég bara varð að skella inn myndum af dömunni.
Sem Valgerður á http://www.123.is/hrauni/ tók!
Takk fyrir myndirnar emoticon .
Bara stutt í dag elskurnar mínar emoticon .

20.10.2008 15:49

Vinda á leið út til Sweden

 


Vinda á leið út til nýrra eigenda.

Enn streymir fólk til landsins að skoða hross og versla.Stóðhestar virðast vera í miklum metum hjá úrlendingnum ásamt ungum fylfullum hryssum og vel tömdum hrossum sem dúllast mest um á tölti.

Ég er uppiskroppa að mestu með hross en ég ætla að biðja ykkur samt í lengstu lög um að hella ekki yfir mig meilum með hrossum og myndum heldur gerast bara dugleg sjálf og auglýsa td á
http://hestafrettir.is/
og hafa auglýsingarnar á ensku og þýsku.

Málið er að það er best að hver og einn beri ábyrgð á sinni sölu og á sínu hrossi!

Djö....................er kalt núna! Mig langar ekkert út að vinna en auðvitað verður maður að harka bara af sér og skella sér í gamla góða kuldagallann og setja undir sig hausinn og út!

Þeim var kalt á stélinu í dag þessum ræflum.

Það rokgengur að koma upp verkstæðinu,þakið var sett á í gær og á morgun þegar að lægir ætla kallarnir að príla upp aftur til að ganga endanlega frá því.

Það verður mikill munur að geta haft aðaltraktorinn hér heima við í upphituðu húsi þegar að ég fer að gefa útiganginum í vetur.

Við búumst við því að byrja snemma útigjöfina og er það tilhlökkunarefni að fara að sýsla við það.

Það verða fá hross hjá okkur í vetur en við tökum ekki að okkur hross fyrir aðra nema bara folöld inní hesthús á gjöf.

Tveir stóðhestar eru hjá okkur í vetur og meira verður það ekki.

Farin út í gegningarnar.
emoticon  

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295410
Samtals gestir: 33950
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:10:48