Heimasíða Ásgarðs

10.11.2008 22:56

Melódía seld til Sweden

Melódía frá Kvíarhóli var að seljast til Svíþjóðar.Hún er fylfull við Hrók okkar og vonandi að nýji eigandinn fái eitthvað fallegt í vor undan þessum tveimur fallegu einstaklingum.

Melódía frá Kvíarhóli Sokka 1060 dóttir.

Ég er búin að vera drullulasin og situr þessi fj......pest enn í mér.
Sef andsk.....ekkert á nóttunni fyrir hósta og látum.
Það er langt síðan ég hef þurft að vera svona lengi inni vegna veikinda og nú finnst mér nóg komið.

Ég ætla að fara að gefa út núna fyrstu rúlluna í hrossin á allra næstu dögum.
Enn er næg beit en betra finnst mér að eiga kropp til vara á milli gjafa sérstaklega ef að veður verða svo slæm að gjöf tefst vegna ófærðar og láta í vetur konungi.

Freyja Óðinsdóttir fann nokkur strá á milli steina.

Nú fyrir utan það að feit hross éta þónokkuð minna heldur en hross í aflögn.
Dýrustu hross sem ég hef tekið að mér í fóðrun hafa verið þau sem hafa verið búin að missa hold og það er einsog ekkert stoppi holdfallið þó gefið sé af krafti í þau!
Næstum það eina sem dugar eru grænu nálarnar að vorinu.

Hylling Brúnblesadóttir hans Hebba hangir nú ekki á hor riminni og eina ferðina enn er makkinn á henni orðinn grjótharður af spiki og faxið farið að standa uppí loftið einsog á strákústi.

Hylling Brúnblesadóttir

Þegar að hún verður sem feitust þá má ekki koma við makkann á henni en hún virðist finna til.
Fyrst þegar að ég sá þetta og áttaði mig á því að skepnan fann til þá kallaði ég hið snarasta á dýralækni.
Hann hafði aldrei séð svona áður en ákvað að sprauta hryssuna með Pencillíni og bólgueyðandi.
Ekkert lagaðist skepnan fyrren Hrókur kom í hana fyli og hún eignaðist sitt fyrsta folald en þá loksins sljákkaði á makkanum og hún fór að líta út einsog venjuleg skepna.
Seinna sagði ég manni frá þessu og hló hann sig máttlausann þegar að ég sagði honum frá sprautunum sem dýralæknirinn gaf hryssunni við OFFITU!

Skarfabringur og læri í búnkum!

Nú er gott að vera búandi með veiðimanni sem á fullt af veiðimönnum að félögum sem koma færandi hendi við og við með villibráð.
Öddi skrapp á Skarfa veiðar í gærkveldi og kom til okkar í Ásgarðinn með aflann og gert var að honum hér í aðstöðunni okkar útí húsum.

Þessi Skarfur var með stóra Löngu  í mallanum!

Ekki komum við til með að svelta í komandi kreppu sem allir eru að tala um en á meðan ég er með þak yfir hausnum,hita og rafmagn þá hef ég engar stórkostlega áhyggjur.

Ég var/er svo gamaldags í hugsun að mín stefna hefur verið í gegnum tíðina að kaupa helst ekkert nema að geta staðgreitt það og núna er það að skila sér tilbaka.
OG núna klingir það í auglýsingu með Páli Óskari að það sé miklu meira gaman að safna fyrir hlutnum ÁÐUR en hann er keyptur!
Þessi auglýsing hefði átt að hljóma nokkrum árum fyrr því núna þarf að kenna unga fólkinu þessa gullnu reglu sem manni var kennt í æsku.
Ég fékk vasapening einu sinni viku og notaði ég hann stundum í búðinni á horninu en ekki keypti ég nammi fyrir hann.
Jú"poppcorn ef það flokkast undir nammi og perur voru stundum keyptar og aðrir ávextir.

Eitt sinn sá ég stóra hestabók á dönsku (Dyravennen bogen om heste) og ég varð alveg snar........mig langaði svo í hana!

Hún kostaði sem samsvaraði þrisvar sinnum vikupeninginn minn og fékk ég að taka út fyrirfram með því loforði að ég notaði bókina mér til framdráttar í dönskunni.

Ég svolgraði í mig myndirnar og teiknaði eftir þeim fríhendis en lítið fór fyrir lestrinum hehehehe.....emoticon .
Það var reyndar svolítið erfitt að horfa á hina krakkana fá vasapeninginn sinn næstu 3 föstudagana en bókin var þess virði og á ég hana enn.

Þartil næst elskurnar mínar,farið varlega í umferðinni og klæðið ykkur vel í kuldanum.
Knús emoticon 
Ps.Smá viðbót vegna fyrirspurna um læstu albúmin.
Þannig er að ég hef verið að taka myndir fyrir fólk af hrossum og það ekkert smá magn sem er ógerlegt að senda í gegnum Outlookið án vandræða.
Þessvegna nota ég myndaalbúm undir fullt af myndum sem viðkomandi viðskiptavinur fær aðgang að til að næla sér í þær myndir sem hann/hún vill.
Síðan er myndaalbúminu hreinlega eytt út.
 Þannig að læstu albúmin eru einkamál emoticon !

En takk kærlega fyrir áhugann og hrósið um myndirnar mínar!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 539
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296796
Samtals gestir: 34160
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:11:52