Heimasíða Ásgarðs

09.11.2013 21:27

Bötun kinda hefst og ýmislegt fleira


Flottur dagur að kveldi kominn með hinum ýsmum bústörfum.
Fórum og gáfum strokugæsunum okkar brauðið sitt,þær eru orðnar ansi spakar og koma hlaupandi við fót á móti okkur þegar að við köllum í þær.Við erum búin að venja þær við það að koma altaf á sama staðinn og bráðlega setjum við upp stórt búr (við erum að tala um risastórt!) og svo á að lokka þær inní það með brauði.

Næst var að sinna kindunum sem voru teknar inn fyrir 2-3 dögum og settar á sérfæði,úrvals rúlla opnuð handa þeim og tóku þær vel í hana en finnst samt voða gott að fá bara að vera úti við opið þannig að opnuð var önnur rúlla úti en lakari eða fyrning frá í fyrra handa Hrók sem er einn uppfrá með kindunum.

Ég veit eiginlega ekki hvort þeim finnst betra að vera úti við opið eða lokaðar inni með úrvals hey.
Beit hér er ennþá svo góð og þær eru með hálfgerðann rennikúk þannig að þær fá að vera aðeins lengur úti.
Þetta eru óttalegar dekurkindur og fá svolítið að ráða:)

Kanínurnar eru orðnar bygglausar blessaðar og eru eingöngu á heyi núna.Það er smá svekkelsi í þeim yfir þessu og rukka þær mig stíft um kornið en bráðum kemur betri tíð með korn í stórsekk og þá munu þær taka gleði sína á ný.

Hænurnar eru líka bygglausar og finnst mér lyktin í hænsnakofanum vera sterkari eftir að þær fóru eingöngu á varpköggla og brauð.
5 íslenskar hænur eignuðust nýjan eiganda í dag og þarmeð eru þær íslensku einsog þær kínversku uppseldar í ár.
Ég ætla að eiga semsagt þessar 5 íslensku sem eftir eru til að fá hvít egg á móti þeim grænu og fölbleiku sem þær amerísku verpa handa okkur.

Hrossin eru komin á kafabeit en það spratt mjög vel í sumar og eins hefur hrossunum hér fækkað duglega eftir smá tiltekt og einnig hafa nokkur selst.
Ég er óskaplega ánægð með að vera komin niður fyrir töluna 20 sem við eigum en það er markmiðið að fara ekki uppfyrir þá tölu aftur enda voða þægilegt að eiga við þennan hóp af hrossum sem hér er í td ormalyfsgjöf og öðru dúllerýi.

Hér eru einungis 2 folöld óseld eftir sumarið og eru það að sjálfsögðu hestfolöld.

Við megum búast við cirka 10 folöldum á næsta ári ef allar hryssur hafa fest fang og halda í vetur.

Mön frá Litlu Ásgeirsá  sótrauð/skjótt/litförótt.

Mön gamla fékk við Borgfjörð Aðalssyni og er þetta síðasta folaldið sem hún mun ganga með,sú gamla er að verða 25 vetra næsta vor.

Enn lítur hún mjög vel út,feit og frísk til fótanna og algerlega óbiluð hryssan.

 

01.10.2013 23:07

Vinna vinna veikindi....


Busla með beinið sitt fína.

Samantekt síðustu daga er vinna vinna vinna og svo urðum við hálflasin en ég held að við höfum farið framúr okkur en það er mikið búið og heyskap lokið og allar heyrúllurnar komnar heim í stæðu.


Þau lömb sem fóru í SS voru að stæðstum hluta þrílembingar sem dró niður vigtina þrátt fyrir að þau væru alin upp hér heima undir eftirliti á sérábornum haga.
Lömbin sem koma úr sumarhólfinu okkar eru nokkuð góð og hef ég heyrt fínar tölur hjá þeim sem eru búnir að slátra en velflestar tölur eru lakari samt en í fyrra.Við höfum verið mjög dugleg að kaupa áburð og láta bera á hólfið og beit er þar góð.
Við ætlum aðeins að fjölga en það voru settar á 3 fallegar gimbrar vel stigaðar og vænar.Einn lambhrútur Stóri Stubbur fær að lifa,ágætlega stigaður stubbur og fallegur.
Nú svo er kallinn búinn að festa sér flottan hátt dæmdann lambhrút hjá einum besta fjárræktanda í Grindavík.
Kanski maður fái hann lánaðann á nokkrar eðalkindur í Desember,verð að biðja hann fallega:)

Svo koma inn 7 nýjar tvævetlur sem bera í fyrsta sinn næsta vor og verður gaman að vita hvort maður hafi ekki gert rétt með því að halda þeim frá hrút fyrsta árið.
Í það minnsta eru þær stórar og flottar og eru tvær af þeim í algjöru uppáhaldi hjá mér en það eru þær Frekja og systir hennar sem að voru hvað styggastar um veturinn og sneru svo alltíeinu við blaðinu þegar að ég ætlaði að fara að merkja við þær í fjárvís "fella næsta haust".Núna koma þær labbandi að mér útí haganum og sníkja klapp á kinn með því að snerta mig laust með snoppunni:)

Hænufréttir

Flokkaði Ameríkanana úr ungabúrinu í dag þannig að núna eru bara Íslendingar og Kínverjar saman enda eiga þeir betur saman skaplega séð og eru ekki eins mildir og hrekklausir og Ameríkaninn sem að ekki gerir flugu mein.
Núna þarf ég að skoða íslendingana og kínverjana betur og kyngreina eftir bestu getu en það eru tveir kaupendur að bíða eftir því að get sótt sína fugla.

Hrossafréttir

Hrossin eru í hausthögunum sínum að fitna og verða glansandi flott.Máni er farinn til síns heima til Þýskalands.
Tveiri tittir eru í frumvinnu hér en það eru þeir Lúxus Astrósonur og Nói Válasonur.
Hrók tók ég úr merunum um daginn og er hann kominn í rúllu með vinkonu sinni henni Þrá Þristdóttur.


Buslufréttir

Buslan er hin hressasta og vill ólm koma með á rúntinn og er fljót að hafa veður af því þegar að maður fer að taka sig til í vinnugallann.Hinsvegar ef maður fer í betri fötin þá verður hún álút og eftir því sem fötin verða fínni þeim mun aumlegri verður hún enda veit hún að betri föt og fínni föt geta auðvellega þýtt það að hún verði að bíða heima.
Hún er alltaf að sýna það betur og betur hversu skynug hún er á okkur mannfólkið og hún skilur ansi mikið það sem okkur fer á milli.Enda orðin 14 og hálfs árs þessi elska.

Í dag hljóp heldur betur á snærið hjá henni þegar að hún fékk nýtt bein úr nautshúð.Það er ekki sama hvaða tegund hún fær en hún fúlsar við stóru beinunum með hnútunum á endunum en vill þessa tegund.
Fyrirsæta dagsins er:
Buslan í dag að naga beinið sitt:)26.09.2013 23:34

Tiltektardagur hjá frúnni í brúnni


Roomba að störfum
Alveg dásamlegur dagur að kveldi kominn og konan lúin og næstum búin eftir daginn.
Byrjaði á kaffisopa og smá rölti um netið einsog vanalega.
Næst var að skella sér í sturtu og svo var Buslu gömlu skellt á eftir í sturtu og nú vorum við vinkonurnar orðnar alveg ilmandi og fínar og tilbúnar inní daginn.
Hún Busla mín hætti nefnilega við að deyja um daginn og er bara orðin svo hress og kát þessi elska.
Meira að segja nöglin sem ég klippti til blóðs er orðin góð og tíkin farin að nota fótinn sinn aftur:)

Næst var húsið mitt tekið í gegn en hún rúmba vinkona mín er komin heim aftur úr viðgerð og sveif hún hér yfir gólfin malandi ánægð að vera komin aftur í vinnu og sogaði uppí sig ryki,sandi og drullu af mestum móð.
Til að létta henni verkið og ofgera henni ekki þessari elsku þá réðist ég með hinni ryksugunni á undan enda kofinn algerlega á hvolfi og ekki sjón að sjá hann enda erum við búin að vera að gera allt allt annað en að þrífa undanfarið.

Þegar að við Rúmba vorum búnar að ryksjúga þá vorum gólfin þrifin og skúrað útúr dyrum.
Og til að reka endahnútinn á þetta þá gerði ég það sem ég mest hata en það er að þurrka af,þoli það bara ekki enda sér sést það oft langar leiðir að ég er ekki þessi tuskuóða á þessum bæ.

Nú var komið að því að lækka niður í græjunum en ég reyndi að blasta rykinu út en minnsta kosti eru hátalarnir ryklausir eftir daginn og næst var að steikja hammara ofaní glorhungraðann bónda minn sem var búinn að taka heilmikið til útí húsum og gera fínt fyrir komandi slátrun en það fer að styttast í að lömbin fari sína leið ásamt tveimur fullorðnum.

Ekki var ég hætt að þrífa og eftir kvöldmatinn fórum við útí dýrahúsin og þreif ég öll kanínubúrin hjá nínunum og gerði fínt hjá þeim og gaf bygg og vel af heyi.Sópaði svo alla gangana og var bara nokkuð sátt eftir dagsverkið.
Setti upp tvo gotkassa en síðustu læðurnar eru að fara að gjóta eftir 2 daga.

Heim aftur og blandaði í freyðibað og fékk mér glás af soðnum Kornhænueggjum með kallinum og svo er að kveikja á kertum og fá sér rautt á kantinn og láta sig síga ofaní sjóheitt baðið.24.09.2013 23:46

Heyskap lokið,réttir og lömbin farin


Nett biluð helgi liðin með réttum,slætti og kindaragi.

Kallinn sló síðasta túnið og lét það liggja í sláttugörðunum enda veðurspáin með eindæmum góð.
Sláturlömbin áttu að fara á bílinn á Þriðjudeginum en svo kom það í ljós á síðustu stundu að það var
ð einhver skilmysingur hjá einum manni uppí Grindó með dagsetninguna og var bíllinn á leiðinni til okkar á Mánudeginum.
Við spýttum bara í lófana og vigtuðum öll lömbin og tókum frá ásetningana sem eru nú einungis 3 gimbrar og einn hrútur þetta árið.

20 lömb þaraf 11 þrílembingar voru svo merkt og geymd inni yfir nótt svo þau væru nú örugglega tilbúin og á sínum stað þegar að bíllinn kæmi.
Toppur gamli fékk að fara á vigtina og vóg 91 kg þessi litli hrútur sem hann er og svo var honum bara hent einum út e
n hann er alltaf að sníkja klapp og trufla okkur í kindaraginu og best geymdur úti.
Mynd frá í fyrra en sami bílstjóri og bíll.
Daginn sem að bíllinn kom þá þurfti að koma lömbunum inní Skothúsið svokallaða þarsem gott er að bakka að og ferma þau um borð og treysti ég mér ekki til að koma þeim þangað utandyra þannig að Hermína gamla fékk hundaól um hálsinn og svo var hún teymd í gegnum kanínusalinn með 20 lamba halarófu á eftir sér.

Allt gekk þetta vel enda Hermína alvön svona vinnu og búin að fara í leiksóla og allt að sína sig og sjá aðra.
Lítil vinkona mín þá 4-5 ára fékk hana lánaða um haust og lambið hennar í leikskólann sinn en það var að mér skildist gæludýradagur:)
Hún var sú eina sem kom með heila kind og lamb LOL :)

Eftir að allt var tilbúið hér þá kíktum við á Siggu og Gísla á Flankastöðum en Gísli var alveg farinn í bakinu eftir einhver átök og vildum við ólm hjálpa þeim með þeirra fé en Gísli reyndi allt hvað af tók að sýnast í lagi en á endanum gaf hann sig og við ákváðum að við Hebbi færum heim og sæktum hestakerruna og keyrðum þeirra fé til okkar bæði til að spara tímann fyrir SS bílinn og hlífa Gísla sem gekk um boginn í baki (hann sagðist vera hokinn af reynslu sárþjáður maðurinn!).

Nú þegar að við komum heim sé ég þá ekki tvö lömb merkt SS útí haganum á kroppinu með honum Topp og bíllinn alveg að koma!!!!!!
Ég hentist út nánast á ferðinni og sagði við kallinn að ég skildi redda þessum lömbum aftur á sinn stað og eftir að hann hafði fundið gat sem þau komust útum þá hélt kallinn áfram einn aftur á Flankastaði.

Sem betur fer þá eru flestir gripir hér á bæ með sterka matarást á kellingunni og það dugði að hrista fötu með byggi og Toppur kom hlaupandi einsog fætur toguðu með strokulömbin á eftir sér og alla leið inní fjárhús þarsem ég gómaði þau og setti aftur á sinn stað.

Hebbi kom svo með Flankastaðalömbin en hann hafði sömu sögu að segja frá Flankastöðum,þar voru líka strokulömb sem að ekki létu ná sér aftur.

Svo kom hann Halldór vinur minn á SS bílnum en það er alltaf gaman að spjalla við hann og er hann alltaf jafn kátur og skemmtilegur.
Lömbin farin og við inní tesopa sem okkur veitti nú ekki af eftir allt stressið þennan dag.

Í gær átti ekki að rigna en það rigndi vel í heyið okkar.Hebbi sagðist bara vera að þvo heyið fyir veturinn.

Í dag átti að vera glaða sólskin,svolítill vindur og hiti.
En það brást líka eða þetta með sólina sem var hulin skýjum.
En það þýddi ekki annað en að drífa heyið sama og í rúllur og plast og gefa það svo sem fyrstu gjafa hey fyrir útiganginn.
Eygló kom og reddaði okkur algerlega eina ferðina enn en hún er búin að vera ansi drjúg í sumar að raka fyrir okkur.
Hún er eiginlega orðinn fastráðin og sérfræðingur á gamla Ödda (Massey Ferguson 1974) með gömlu rakstrarvélina aftaní.
Nú svo kom maðurinn endalausi og gekk frá endunum,guð minn góður hvað ég er fegin að hafa hann Bogga að ganga frá öllum þessum lausu endum.
Takk innilega fyrir alla hjálpina elsku Boggi og Eygló:)

10.08.2013 15:59

Folöld/foals 2013 for sale


SELD/SOLD Iceland

Eldey frá Ásgarði

 Marefoal born 19 Maí For sale

M:Embla frá Ásgarði
MF:Hrókur frá Gíslabæ
MM:Heilladís frá Galtarnesi...

F:Borgfjörð frá Höfnum
FF:Aðall frá Nýja-Bæ
FM: Perla frá Neðra-Skarði

Price 800-Eur


SELD/SOLD to Germany

NN marefoal born 22 Maí Til sölu/for sale
M:Freisting frá Laugardal
MF:Sörli frá Stykkishólmi
MM:Kvika frá Hvíteyrum

F:Borgfjörð frá Höfnum
FF:Aðall frá Nýja-Bæ
FM: Perla frá Neðra-Skarði

Price 800-Eur


SELD/SOLD to Germany

Pandra frá Ásgarði

M:Eðja frá Hrísum 2

F: Hrókur frá Gíslabæ


Óvæntur  frá Ásgarði

Stallion foal born 5 Júní
M.Von frá Þórukoti

F:Borgfjörð frá Höfnum
FF:Aðall frá Nýja-Bæ
FM: Perla frá Neðra-Skarði
Fivegaited and uses mostly trot but use pace when he is in a hurry:) Also a lot of tölt in this one.
Price 600-EurDemantur frá Ásgarði

Stallion foal born 16 June

M:Fjalladís frá Drangshlíð

F:Borgfjörð frá Höfnum
FF:Aðall frá Nýja-Bæ
FM: Perla frá Neðra-Skarði
 Fivegaited and uses mostly tölt with good footlift.
Price 600-Eur


Dreyri frá Ásgarði

 Stallion foal born 1 Juli 2013

M.Hylling frá Ásgarði
MM:Toppa frá Ásgarði
MF:Brúnblesi frá Hoftúnum...

F:Astró frá Heiðarbrún
FM:Fjöður frá Heiðarbrún
FF: Smári frá Skagarströnd
Fivegaited with soft and nice movements.
Very elegant neckline!
Price 600-Eur

04.07.2013 15:21

Hylling köstuð


Hylling kastaði þessum líka flotta Astró syni uppúr miðnætti og er Hebbi voða montinn með gripinn en hann á hana Hyllingu sem er Toppu/Brúnblesadóttir.

Sá stutti fer um á tölti og sýnir líka skeið.
Hann er skemmtilega rauður að lit og verður gaman að sjá hvernig hann kemur undan folaldasnoðinu en ég býst við því að hann dökkni og verði jafnvel dreyrrauður.

Fallega byggður og hálsinn alveg perfect:)
Albúmið hans er hér fyrir neðan/more pics here below.

NN stallion foal frá Ásgarði

25.06.2013 19:43

Fyrstu Kínversku Silkihænu ungarnir tilbúnirTil sölu Silkihænungar (ókyngreindir) orðnir vel stálpaðir og hættir að þurfa hitaperu.

Seljast á 5000-krónur stykkið.
Vinsamlegast sækið ungana til okkar og munið eftir ferðabúri :)

Amerísku hænu ungarnir verða tilbúnir til afhendingar þann 1 Júlí næstkomandi.

Hlakkar til að hitta ykkur sem eruð búin að bíða svo lengi eftir ungunum ykkar:)

Með bestu kveðju
Ransý
Gsm 869-8192

Netfang

ransy66@gmail.com


25.04.2013 22:05

Hamsagerð og lifrarpylsaFlottur dagur í dag,fengum góða gesti og svo fór kallinn út í gjafir og að kíkja aðeins á bílinn en hann er á leið í skoðun á morgun.

Ég er í inniverkum í dag og svona rétt fyrir sauðburð er nú ekki amalegt að skella sér í sláturgerð og hamsatilbúing.
Ég átti svo mikið eftir af lifur og hömsum að ég ákvað að drífa bara allt saman uppúr kistunni og er að dunda við þetta í dag og í kvöld.

Í gær fengum við góða gesti en systur hans Hebba komu í kaffi,alltaf gaman að spjalla við þær um heima og geima.


Evra frá Stað vorið 2011

Sauðburður hefst um mánaðarmótin en ég ætla að byrja að vakta kindurnar 1 maí en þá gæti hún Evra átt það til að bera.
Hún er gjörn á að ganga með í 139 daga þannig að allur er varinn góður.


25.04.2013 16:27

Kindurnar viku fyrir burð að borða bygg:)

https://docs.google.com/file/d/0BxhXCL8FNasOb1dMNDVVWjBweTA/edit

Þeim leiðist nú ekkert kindunum að fá Byggið góða sem hingað er pantað frá honum Svan í Dalsmynni en reyndar er það ætlað nínunum en bæði kindur og fuglar fá líka.
Allir að deila og vera vinir:)

30.03.2013 00:51

Páskareið Mánamanna


Páskareið Mánamanna var heldur betur vel sótt en við fengum allan mannskapinn til okkar og hrossin þeirra hingað í Ásgarðinn.

Við settum upp gott hólf fyrir hrossin með rennandi vatni og aðgengi að réttinni og hesthúsinu svo að vel færi um alla og auðvelt yrði svo að ná hrossunum aftur.


Reiðmenn vindanna sýnist mér :)

Hrossin alveg misstu sig niður í leikhólfi:)

Ég náði að telja hrossin flestöll á myndunum þegar að þau fóru og taldist hópurinn vera í kringum 90 hross en ég hef ekki hugmynd um hve margir reiðmennirnir voru.

Hógværustu höfðingjar stukku um með rassaköstum.

Við gerðum svo fínt verkstæðið og allir gátu komið inní hlýjuna og yljað sér og tyllt sér niður.

En það var mikið gaman að fá alla hingað og hellti ég uppá kaffi í gríð og erg og Hebbi var búinn að hafa egglos (eða öllu heldur Kornhænurnar hans:) og sauð hann 300 hundruð Kornhænuegg handa mannskapnum og ekki fara sögur af því hve vel þau fóru í mannskapinn.
Það kemur bara í ljós eftir 9 mánuði LOL :)

Sumir gestir komu meira að segja alla leið frá Kabúl í Afganistan:)

Hópurinn stoppaði vel og lengi og gat ég hitt ansi marga og rölt um og kynnst nýju fólki.

Mikið þykir mér nú vænt um alla þessa gömlu og nýju félaga þó ég sé hætt að ríða út.
Þetta er frábært fólk í alla staði og mikið gaman að hitta það.
Vín sást á einum manni og þykir mér það nú ekki mikið í svona stórum hóp.

Unga kynslóðin

Allir komust heim glaðir og saddir af eggja áti og kaffisopa en ekki má gleyma því að hér var skellt upp sjoppu á vegum ferðanefndar sem seldi veitingar handa ungnum sem öldnum og tókst þetta allt saman frábærlega vel.

Takk innilega allir sem að koma hingað til okkar um Páskana:)!
Allar bestu myndirnar eru í þessu albúmi fyrir ykkur að skoða.
Albúm

05.03.2013 00:22

Rúningur búinn


Bondína nr. 007 frá Hrauni og vinkonur.

Í byrjun Mars komu rúningmennirnir hressir að vanda og rúðu féð.
Ég er alltaf jafn ánægð þegar að búið er að taka af þeim ullina en veturinn í vetur er búinn að vera ansi mildur og heitur og allir komnir með nóg af því að vera í ullarkápunum sínum.
Núna fer að styttast í næsta atburð en það er bólusetningin fyrir burð svo maður þurfi nú ekki að bólusetja lömbin.

Toppur steinsofandi í sinni kápu.

Melur Melabergi kominn úr sinni ullardragt.

En það er nú líka spurning hvort að það sé betra að sleppa við að tækla fullorðnar fílhraustar kindur og sleppa því að sprauta þær tvisvar fyrir burð og sprauta þá lömbin í staðinn?

28.02.2013 23:55

Váli reiðfær og myndataka af kappanum


Við fórum inní Hafnarfjörð að kíkja á Vála en hann kemur vel út eftir tamninguna.Er þægur og góður og  gerir það sem hann er beðinn um.

Meira er ekki hægt að biðja um eða ég geri það ekki.


Ganglagið er gott,hann rúllar áfram á brokki og dettur svo inní töltið ef hallar undan fæti eins ef tamningarkonan tekur aðeins í taum og sest dýpra í hnakkin þá kemur töltið um leið.
Hann er afskaplega þýður og ásetugóður.

Taugarnar eru líka í fínu lagi hjá honum líkt og í Hrók pabba gamla:)
Þetta er að verða vörumerkið hennar Pascale að standa svona á trippunum en þetta var nú bara í gamni gert og fyrsta tilraunin að gera þetta við Vála og kippti hann sér ekki meira upp við það en að hann hvíldi annan fótinn á meðan á þessu brölti uppá bakinu honum stóð.

Smá berbakt líka.Smá video af honum.

Váli kemur svo heim í hvíld og er þetta fínt í bili fyrir hann að melta.

22.02.2013 14:03

Hesthúsaheimsóknir


Fórum í RVK í gær að sækja fóður handa dýrunum á bænum.
Kíktum í bakaleiðinni á hann Vála en hann er í tamninguna hjá Pascale og var búið að hreyfa hann þennan dag og engar myndir til af kappanum í reið.

Við kíktum þá bara á hinn stóðhestinn okkar hann Hrók inná Mánagrund en hann er einsog blóm í eggi og er dekraður í bak og fyrir hjá nýju vinkonu sinni.
Hann verður líklega járnaður um helgina þannig að hún ætti að geta farið að bregða sér á bak honum þá.

Það er einsog hann hafi alltaf átt heima þarna enda vel kunnugur í þessu hesthúsi en hann hefur fengið að gista þar þegar að við höfum verið á námskeiðum og að keppa.

Hróksi úti að láta blása aðeins í faxið sitt.

Borgfjörð í snyrtingu

Þarna á ég stórvin en það er hann Borgfjörð Aðalssonur frá Höfnum.
Hann var nýkominn úr baði,var í hárgreiðslu og fléttun þegar að okkur bar að garði.
Hann er jafngamall og Váli og byrjuðu þeir í tamningu í sömu vikunni.
Borgfjörð var strax þægur í tamningu og afar auðveldur á allan hátt.
Mikið hlakkar mig til að sjá afkvæmnin undan honum í vor en aðalmálið er að ég fái merfolald undan honum og henni Fjalladís (Skjónu) minni.
Hún hefur bunað útúr sér hestfolöldum í mörg ár og nú er komið að því að ég fái fallega hryssu undan henni.

20.02.2013 21:10

Húsbruni, tittasprell og Hrókur farinn inná Mánagrund

Hér er vorveður og hlýtt,bara peysuveður dag eftir dag og allir að kafna úr hita.

Við fréttum af "íkveikju" inní Garði og auðvitað fórum við að kíkja á hvaða hús var að brenna.
Það var húsið Móar sem hefur staðið autt í all langann tíma og var slökkviliðið með æfingu og allir stóðu þeir hinir rólegustu á meðan að húsið brann.

Sprellarnir þeir Spænir og Máni léku við hvern sinn fingur í góða veðrinu,þeir eru voða kátir að fá að fara út og tuskast á og leika sér.

Þeir eru orðnir einir uppfrá en hann Hrókur er farinn í lán inná Mánagrund en þar er ung dama sem ætlar að leika sér aðeins með hann og ríða út.

Klárinn hefur nú afskaplega gott af því að líta uppúr rúllu og fara á járn og hreyfa sig aðeins.

Toppur minn er alltaf að láta mig fá nett hjartaáfall en hann liggur stundum steinsofandi á hliðinni einsog dauður væri.

Stundum jórtrar hann svona liggjandi með lokuð augun,skildi það geta verið að kindur jórtri sofandi?

14.02.2013 23:14

Reykjavíkur ferð og útréttingar

Fórum í RVK en uppáhalds búðin þar hjá okkur er auðvitað Lífland.
Altaf gaman að koma þar inn,góð þjónusta og lipurt starfsfólk er í hverju horni.
Mig vantaði að fylla á stóðhestahúsið en þeir félagar Hrókur,Máni og Spænir fluttu uppeftir um daginn og ekkert til þar sem þeir höfðu í heimahesthúsinu.
Bíllinn var fylltur af vítamíni,saltsteinum og fóðurbætir ásamt nýju fóðurtrogi fyrir tittina að borða fóðurbætinn sinn úr.
Gamla trogið var komið í hengla eftir bæði kindur og hross en höldurnar voru í lagi og græjaði kallinn þær yfir á nýja dallinn þannig að nú er hægt að hengja hann á stíuna hjá tittunum.
Við renndum á nokkra staði og útréttuðum ýmislegt og komum svo við hjá Lilju og Bigga í nýja Gusti að sækja grænmeti og kartöflur sem ég verslaði í gegnum þau til styrktar dömunni þeirra sem er að fara í ferðalag.
Auðvitað var allt á fullu á þeim bæ,verið að járna trippi og dýralæknir að raspa tennur.Hross að leika í gerðinu og önnur inni nýkomin úr reiðtúr vel sveitt að þorna undir teppum.
Áður en við vissum af vorum við komin inná kaffistofu með rjúkandi kaffi í bolla og var mikið skrafað og hlegið:)

Glóð frá Ásgarði fædd 24 apríl 2011.
M:9503 Fönn
MF:Gassi
MM:7619
F:Sprelli Angóra


Ég fékk að sjá þá stærstu kanínu sem til er á Íslandi,þori bara alveg að fullyrða það!
Hún lifir í vellystingum inní hlöðu í tvöföldu búri og fær svo á skottast um frjáls á daginn.

Lilja og Glóð :)
Þetta er alveg gríðarlega stór og mikil kanína,geðslagið alveg frábært og er ég að spá í því hvort ég eigi að para mömmu hennar aftur við hann Sprella því að þessi blanda kemur svo skemmtilega út.
Þarf að hugsa málið,má passa mig í að staðna ekki heldur framrækta vel.
En takk kærlega fyrir kaffið og skemmtilegt spjall kæru hjón:)
Frábært að sjá svona mikið líf í hesthúsinu hjá ykkur.

Brunuðum svo heim sæl og södd af höfuðborginni en það er alltaf jafn gott að koma heim í litlu sveitina sína.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208496
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:02:15