Heimasíða Ásgarðs

24.09.2013 23:46

Heyskap lokið,réttir og lömbin farin


Nett biluð helgi liðin með réttum,slætti og kindaragi.

Kallinn sló síðasta túnið og lét það liggja í sláttugörðunum enda veðurspáin með eindæmum góð.
Sláturlömbin áttu að fara á bílinn á Þriðjudeginum en svo kom það í ljós á síðustu stundu að það var
ð einhver skilmysingur hjá einum manni uppí Grindó með dagsetninguna og var bíllinn á leiðinni til okkar á Mánudeginum.
Við spýttum bara í lófana og vigtuðum öll lömbin og tókum frá ásetningana sem eru nú einungis 3 gimbrar og einn hrútur þetta árið.

20 lömb þaraf 11 þrílembingar voru svo merkt og geymd inni yfir nótt svo þau væru nú örugglega tilbúin og á sínum stað þegar að bíllinn kæmi.
Toppur gamli fékk að fara á vigtina og vóg 91 kg þessi litli hrútur sem hann er og svo var honum bara hent einum út e
n hann er alltaf að sníkja klapp og trufla okkur í kindaraginu og best geymdur úti.
Mynd frá í fyrra en sami bílstjóri og bíll.
Daginn sem að bíllinn kom þá þurfti að koma lömbunum inní Skothúsið svokallaða þarsem gott er að bakka að og ferma þau um borð og treysti ég mér ekki til að koma þeim þangað utandyra þannig að Hermína gamla fékk hundaól um hálsinn og svo var hún teymd í gegnum kanínusalinn með 20 lamba halarófu á eftir sér.

Allt gekk þetta vel enda Hermína alvön svona vinnu og búin að fara í leiksóla og allt að sína sig og sjá aðra.
Lítil vinkona mín þá 4-5 ára fékk hana lánaða um haust og lambið hennar í leikskólann sinn en það var að mér skildist gæludýradagur:)
Hún var sú eina sem kom með heila kind og lamb LOL :)

Eftir að allt var tilbúið hér þá kíktum við á Siggu og Gísla á Flankastöðum en Gísli var alveg farinn í bakinu eftir einhver átök og vildum við ólm hjálpa þeim með þeirra fé en Gísli reyndi allt hvað af tók að sýnast í lagi en á endanum gaf hann sig og við ákváðum að við Hebbi færum heim og sæktum hestakerruna og keyrðum þeirra fé til okkar bæði til að spara tímann fyrir SS bílinn og hlífa Gísla sem gekk um boginn í baki (hann sagðist vera hokinn af reynslu sárþjáður maðurinn!).

Nú þegar að við komum heim sé ég þá ekki tvö lömb merkt SS útí haganum á kroppinu með honum Topp og bíllinn alveg að koma!!!!!!
Ég hentist út nánast á ferðinni og sagði við kallinn að ég skildi redda þessum lömbum aftur á sinn stað og eftir að hann hafði fundið gat sem þau komust útum þá hélt kallinn áfram einn aftur á Flankastaði.

Sem betur fer þá eru flestir gripir hér á bæ með sterka matarást á kellingunni og það dugði að hrista fötu með byggi og Toppur kom hlaupandi einsog fætur toguðu með strokulömbin á eftir sér og alla leið inní fjárhús þarsem ég gómaði þau og setti aftur á sinn stað.

Hebbi kom svo með Flankastaðalömbin en hann hafði sömu sögu að segja frá Flankastöðum,þar voru líka strokulömb sem að ekki létu ná sér aftur.

Svo kom hann Halldór vinur minn á SS bílnum en það er alltaf gaman að spjalla við hann og er hann alltaf jafn kátur og skemmtilegur.
Lömbin farin og við inní tesopa sem okkur veitti nú ekki af eftir allt stressið þennan dag.

Í gær átti ekki að rigna en það rigndi vel í heyið okkar.Hebbi sagðist bara vera að þvo heyið fyir veturinn.

Í dag átti að vera glaða sólskin,svolítill vindur og hiti.
En það brást líka eða þetta með sólina sem var hulin skýjum.
En það þýddi ekki annað en að drífa heyið sama og í rúllur og plast og gefa það svo sem fyrstu gjafa hey fyrir útiganginn.
Eygló kom og reddaði okkur algerlega eina ferðina enn en hún er búin að vera ansi drjúg í sumar að raka fyrir okkur.
Hún er eiginlega orðinn fastráðin og sérfræðingur á gamla Ödda (Massey Ferguson 1974) með gömlu rakstrarvélina aftaní.
Nú svo kom maðurinn endalausi og gekk frá endunum,guð minn góður hvað ég er fegin að hafa hann Bogga að ganga frá öllum þessum lausu endum.
Takk innilega fyrir alla hjálpina elsku Boggi og Eygló:)













Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295126
Samtals gestir: 33891
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:16:50