Heimasíða Ásgarðs

04.01.2006 20:37

Fráhvarfseinkenni!

Ég er alveg miður mín!Enn eitt folaldið fór frá mér í gær og núna var það hún Ylja hennar Suus.Hún var alveg til í að vera lengur hjá "ömmu" en hún hefur það alveg örugglega mjög gott þarsem hún er núna en það er á Hrauni hjá henni Valgerði vinkonu minni.Þar á bæ er ekki notaður spænir undir hrossin:))).Enda leyndarmál hvað er notað í stíurnar þar,ekki satt Valgerður mín hehehe?Nú skal ég hætta að pína þig vinkona áður en þú ferð að skjóta á móti:(((Ég sem að var að biðja um laus skot í framtíðnni skít mest útí loftið!Skamm skamm á mig,óþekk stelpa Ransý.

Hamar kom í gær til vetrardvalar og fékk að fara niður á Vinkil til meranna sökum ungs aldurs.Fínt að hafa hann þar því að þegar að vora tekur þá sé ég hvaða merar eru fyllausar og hverjar ekki.Það leynir sér ekki þegar að þær fara að slást um hann þó að hann sé geldingur.Hvernig var það með beljuna sem að át heyvagninn,allt er hey í harðindum og svo át hún eitthvað apparat á hlaðinu.Þannig verður það með Hamarinn í vor þegar að merarnar fara að ásælast hann.Nei"ætli maður bjargi honum ekki fyrr strákgreyinu.

Rosalega er þessi endalausa rigning leiðinleg og rokið með.Það er ekki hægt að fara út til hrossanna til að taka myndir einu sinni fyrir látunum í veðrinu.Sem betur fer á að fara að kóna á Laugardaginn og þorna upp.Þá er kominn tími á næstu gjöf á hrossin.Hrikalegt að fara á traktornum í grenjandi rigningu inná túnin,hann markar allstaðar í gegn.

 

03.01.2006 18:40

Dúna seld

Jæja"þá er hún Dúna Hróksdóttir farin til nýrra eigenda og óska ég þeim til hamingju með hana.ég flutti hana með mér í Gusthverfið í gær og héldum við svo áfram 3 ég Hebbi og Magga uppí Hvalfjörð að sækja Nóttina hennar Möggu,Fífu og hálmrúllur fyrir Valgerði.Allt gekk vel fyrir sig nema auðvitað þurfti að springa á kerrunni á heimleiðinni.Þetta má nú ekki alveg ganga smurt hehehehe.Allir voru þreyttir og sælir þegar að búið var að  afferma og aðeins voru nú hryssurnar pússaðar og hófar klippti og svo fengu þær ormalyf í restina.

Þær voru svo settar út í dag niður á Vinkil og voru mikið glaðar að fá frelsið.Það voru sko mikil rassaköst um allt og tóku þær gömlu merarnar með sér í leikinn.

Í dag kom Hulda Sigurðar vinkona mín og kíkti á hana Ósk Óðsdóttir.Vorum við sammála að setja hana útí rúllu og leyfa henni að melta það sem að hún er búin að læra.Móðir hennar hún Von fer til Jóns Steinar í þjálfun og svo beint í kynbótadóm í vor.Jón Steinar kom og kíkti á Vonina og leist honum svo á að hún þyrfti að komast á hús og hætta að éta svona mikið!Merin er hnöttótt!

02.01.2006 01:20

Hrossaflutningar

Þá eru hrossaflutningarnir í algleymingi.Ég hef aldrei skilið þetta algleymi orð.Mér finnst að þá sé allt alveg gleymt en það er víst þveröfugt.En hvað um það,við Magga fórum í dag uppí Hvalfjörðinn að sækja hrossin hennar.Ekki varð mér um sel þegar að bíllinn minn fíni fór að gefa frá sér undarleg hljóð á Reykjanesbrautinni.Það var einsog eitthvað væri að dragast á eftir honum eða brotna undir honum og mín renndi sér útí kant og rauk út til að kíkja undir gripinn.Vá" hvað maður verður ímyndaveikur svona einn á ferð!Ég var einsog leitarhundur sniffandi undir bílinn tínandi upp allskonar drasl sem ég sá,þefandi af illa lyktandi rusli sem ég fann í vegkantinum.Sem betur fer þá voru þetta bara druslur úr öðrum bílum.Helsta skýringin sem fannst var sú að bíllinn hafði bara verið að fara úr fjórhjóladrifinu á ferð.En sú heppni að vera ekki stopp og eftir vægt sjokk hjá okkur Möggu þá héldum við áfram för okkar.Hrossin hennar voru í hólfi lang langt ( að mér fannst) í burtu frá aðhaldinu.Eftir að hafa handsamað Heru með brauðmútum þá var næst að mjaka þeim í áttina að bænum en hrossin voru frísk og hress og tóku strauið um allt.Þar fuku öll jólakílóin af mér úffffffff.En eftir hlaupin og lætin þá náðust þau aftur og tókst okkur að mjaka þeim í aðhald við bæinn.Við Magga vorum helst á því að þau þjáðust af blýskorti og eftir miklar skammir og læti í okkur þá held ég barasta að þau hafi flest verið farin að hiksta.Þegar að við náðum andanum aftur og hjartað hætti að ólmast svona og lungun fóru að slaka á þá lagaðist þetta allt saman.Með góðri hjálp frá Sveini í Katanesi þá komum við Heru,dóttur hennar Kapellu og Díönu uppá kerruna.Það voru hróðugar kellingar sem að óku úr hlaði um kvöldið með þessi þrjú hross.Gasalega er gaman þegar að vel gengur í þessu hrossastússi.Þegar að heim í Ásgarðinn kom þá fóru Hera og Díana Indíánadóttir í heimahesthúsið en Kapella var tekin undan og sett útí stóra hesthúsið.Kapella er virkilega væn og stór,næstum því eins stór og mamma hennar.Díana verður bara fallegri og fallegri eftir því sem að hún stækkar.Hún er fallegri á skrokkinn en hún systir hennar hún Skjóna mín.Það verður gaman að vita hvað verður með hana Díönu í framtíðinni.

 

 

31.12.2005 00:52

Gestir og hestagestir

Éta mat éta maaaaat Étaaaaa lon og don sagði hann svangi Mangi Langi Mangi Svanga Mangason.Kannist þið við lagið folks.Svona er maður búinn að vera undan farna daga en nóg um það því að Sigrún og Gert komu til okkar með litluna sína og gistu.Litlan bara borðaði og borðai og svaf og svaf.Svona eiga lítil kríli að vera.Sigrún komst í svakalegan ham þegar að hún komst niður í hesthús til mín.I LOVE IT hljómaði um hesthúsið á meðna hún ruddist í gegnum skítinn í flórnum einsog Bobcat.Fæturnir tifuðu undir henni í gegnum skítinn dauðfegnir að komast af malbikinu í Kópavoginum.Þetta var nú öllu mýkra og betra.Næst skelltum við okkur í Kanínuhúsið og stóra hesthúsið.Settum við hálm undir Hrókinn og folöldin og gáfum vel.Svo æddum við inná Mánagrund að taka út nýju innréttingarnar hennar Guddu(ekki bóstaflega sko þó mig langi í þær).Mikið agalega fer vel um hrossin hjá henni og innréttingarnar fínar og flottar.Innilega til hamingju með þetta Gudda mín.Fengum við æðislega gott kaffi hjá Guddu minni,Já" ég sagði æðislega gott kaffi!Henni fer fram stúlkunni.

Í gær kom Biggi með fjóra hesta í smá jólafrí til mín.Það voru Hávaði og þessi svarti fallegi og fölrauð meri og ein enn hjálp"ég man ekki hver það var en það var meri.Shittur ég er farin að kalka.Svo kom hún Hel Hróksdóttir hingað til vetrardvalar.Alltaf er hún falleg sú meri og gaman að fá hana hingað til "ömmu"í vetur.Við gáfum hrossunum einar 10 rúllur út til að þau hafi nú eitthvað að maula við ef að vindáttin stendur á Ásgarðinn og sprenginarnar heyrast úr Garðinum eða Sandgerði.Reyndar tek ég inn graðtittina og geldingana svo að það verði minni hætta á að þeir fari sér að voða vegna sprenginna og hávaða.Merarnar eru vanalega rólegri og líka þyngri á sér vegna óléttu.Svo eru gömlurnar mínar hér í Ásgarðinum vanar hvellum og látum þegar að maður minn tekur sig til og fer á veiðar niður í fjöru.Þá eru þær vanar að koma hlaupandi til hans til að vita hvaða asskotans læti þetta séu í honum.Þannig að ég er ekki hrædd um að þær fari sér að voða.

Í dag kom hún Sýn frá Feti og verður hún hér í vetrarpössun.Sú hefur nú stækkað í sumar og er að verða hið myndarlegasta trippi.gama þegar að sömu hrossin birtast aftur að ári,þá veit maður að fólk er ánægt með atlætið hér á bæ.Já"og ég er búin að skila inn öllum stóðhestaskýrslunum í ár! Núna náði ég inná Pósthúsið tveimur mínútum fyrir lokun! Mér fer fram því að í fyrra var nánast lokað á mig.Hvernig stendur á því að maður gerir þetta ár eftir ár að vera með skýrslurnar á síðustu stundu?Ég sem að var búin að lofa mér því að vera tímanlega í ár með þær.Það verður bara áramótaheitið mitt í ár að vera búin að þessu tímalega fyrir næstu áramót!

 

25.12.2005 23:26

Yndislegur tími

Mikið agalega small allt saman hjá mér fyrir jólin.Svona er að vera vel skipulögð(ekki mín stærsta hlið hingað til)en núna varð þetta allt saman svo auðvelt viðureignar.Reyndar brá okkur hjónunum svolítið daginn fyrir Þorláksmessu en þá þurfti bílinn okkar endilega að bila.Stýristöng datt úr sambandi en svo vel vildi til að það skeði hér heima á mjög lítilli ferð.Vorum við að enda við að gefa öndunum brauðið sitt og svo var ætlunin að skella sér í bæinn í fimtugsafmælið hans Magga mágs hennar Lillu systur.Sem betur fer þá fór stýristöngin úr sambandi þá en ekki á Reykjanesbrautinni á fullri ferð!En við fengum far með Önnu systir og Kidda mág.Skemmtum við okkur öll mjög vel og var mikið sungið og hlegið.Ég hafði ekki undan að mála á mig nýtt andlit því að það lak stöðugt af mér í hláturrokunum.

Á Þorláksmessunni þá gerði Hebbi við bílinn og brunuðum við fyrst í Bónus í Njarðvík og versluðum allann matinn fyrir hátíðirnar og svo skelltum við okkur í bæinn að kaupa jólagjafirnar og deila þeim út.Því lauk á slaginu tólf og þá var eftir að fá sér Skötuna en Hebbi afþakkaði kurteislega og fékk soðinn Þorsk.Eftir að ég hámaði í mig Skötuna þá var næst að gefa dýrunum að borða matinn sinn en því lauk klukkan fjögur um nóttina.Það gerði svosem ekki mikið til því að gjöfin á undan var vel ríflega og enginn orðinn sársvangur nema við Hebbi.Skreið ég þreytt og sæl uppí rúm klukkan fimm og sofnaði vært.Segi ekki hvenær ég vaknaði næsta dag hehehe!

21.12.2005 19:11

Best að fara að byrja!

Góðan daginn allir saman.Er ekki best að fara að skella sér í jólagírinn og fara að gera eitthvað.Ég er vön að taka þetta með trompi á tveimur dögum,annar fer í að versla og hinn í að versla því sem ég gleymdi að versla og keyra út gjöfunum.Reyndar er kallinn minn búinn að setja upp seríur og ljós í gluggana því hvað er jólalegra en ljósin í öllum regnboganslitum.Annars vantar allan dúnþykka jólasnjóinn en hann finnst mér alveg ómissandi.En þessir veðurfræðingar nú til dags eru alveg handónýtir við þetta og ekkert hægt að múta þeim.

Ég varð alveg hlessa um daginn þegar að ég fékk rukkun um að ég hefði farið í gegnum Hvalfjarðargöngin án þess að greiða fyrir það! Það var alveg sama hvað ég lagði hausinn í bleyti ekki gat ég með nokkru móti munað eftir þessu atviki.Hebbi minn hringdi í þá og jú viti menn það var til mynd af bílnum fara í gegnum áskriftarhliðið og mynd af ökumanninum.Var bílnum stolið eða hvað? En svo kveiknaði ljós í litla kollinum mínum! Þetta hafði skeð þegar að við Sabine fórum á Fjórðungsmótið á Kaldármela og þegar að við komum til baka þá var algjörlega stíflað ofaní göngin og löng bílalest beið.Málið var að þeir sendu einn út til að rukka handvirkt þá sem að voru með miða eða pening og var okkur hleypt í gegnum áskriftarhliðið! Þar tók myndavélin myndir af öllum þeim sem höfðu verið "handrukkaðir"og svo var þeim send rukkun! Sem betur fer þá mundi ég þetta því að það voru ansi margir sem að fengu rukkun á þannan dag og málið orðið ansi flókið.Skrítið að senda manni rukkun fleiri mánuðum síðar!

19.12.2005 23:10

Allar kistur að fyllast

Ég held að við séum að verða búin að fylla allar kistur af mat fyrir Jólin og veturinn.Flestar dýrategundirnar á bænum að verða að dýrindis kræsingum.Ussssss.......svona á maður ekki að setja á prent en svona er að vera bóndi.Og svona er lífið sagði einhver.

Það er búinn að vera gestagangur hér á bæ en þó í litlum mæli miðað við venjulega.Í gær kom fólk að kíkja á hest sem kom hingað í smá fitun og er mér að takast að fita klárinn og fólkið var ánægt með gripinn.Þá er ég líka ánægð.Það er nefinlega svo merkilegt hvað sum hross og sumt fólk getur verið grannt en étið og étið á meðan ég ......uhuhuhuh grát grát má ekki opna ískápinn án þess að bæta á mig kílói! Kannist þið við þetta?

Í dag fékk útigangurinn rúllurnar sínar og brauð í ofanálag.Silfri var svo glaður að fá brauðið að hann beit mig í einn puttann! Næst hendi ég brauðinu til hans! Það rigndi alveg látlaust á mig og varð ég holdvot eftir gjöfina.Ég sem hélt að það væri nóg að sitja inní heitum traktornum og stýra á meðan hliðin opnuðust og rúllurnar klæddu sig úr plastinu og garninu! skritið hvað tækninni fleygir hægt fram!

Biggi og ung dama komu í dag með fjögur hross úr Reiðskólanum og eru það að koma til að slappa af yfir jólin.Mikið voru hryssurnar lukkulegar þegar að þær komust niður á vinkil í rúllurnar með hinum merunum.Annars vissu þær ekki hvort að þær ættu að bíta gras eða borða rúllu eða bara skvetta úr hófunum! Gaman að þessum greyjum.

18.12.2005 15:03

Hvernig líst ykkur á!

Jæja gott fólk,vinir og vandamenn.Hér er lausnin á vanda mínum komin.Fann á netrölti mínu snilldarlausn fyrir mig varðandi blogg og heimasíðugerð og allt á íslensku!Hér getur maður prófað sig áfram í einn mánuð frítt og ef manni líkar kerfið þá kostar þetta ekki nema rúmar 2000 krónur á ári!

Nú er um að gera að fikta nógu mikið og prufa sig áfram.Ekkert annað að gera þegar að kuldaboli lemur rúðurnar með fyrsta snjóbyl hér í Ásgarðinum í vetur.Ég fer ekki fet út fyrren þessu slotar og hananú!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296628
Samtals gestir: 34140
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:19:24