Heimasíða Ásgarðs

19.02.2017 21:58

Bjúgna og pylsugerð


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

17 og 18 Febrúar

Það var aldeilis gorgeir í mér og dóttlu í gær en við ætluðu

m sko að renna 130 kílóum af tilbúnu bjúgnahakki í gegnum Hobartinn á núll einni en þegar að 3 klukkutímar voru komnir og við búnar að gera 100 bjúgu þá fór mér að sortna fyrir augum og verða flökurt.
 Við gleymdum að stoppa í látunum og fá okkur að borða og drekka.
Við skelltum í okkur sviðasultu og sólberj
adrykk og vola,tvíelfdar!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Riddaraliðið mætt með bros á vör.

Ég ákvað samt að kalla á riddaraliðið og örfáum mínútum síðar birtust vinir okkar af næsta bæ boðin og búin að aðstoða og kæróinn hennar dóttlu ásamt börnunum sem létu sitt ekki eftir liggja í bjúgna og pylsugerðinni.
Hebbi minn sem átti nú að fá að hvíla sig enda mikið búið að mæða á kallinum skellti sér líka í eldhúsið og þá komust ekki mikið fleiri þar inn en margar hendur unnu létt verk.


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Krissan mín og kæróinn hennar.


Ungur nemur gamall temur.

En svo smátt og smátt duttu krakkarnir út og steinsofnuðu blessuð enda ekki á hverjum degi sem þau lenda í svona ævintýri að gera bjúgu og pylsur.


Pylsugerðin spennandi!

Ég frétti það í dag að þeim hlakkaði mikið til þegar að næsti hestur í Ásgarði dytti niður dauður!
Tek það fram að þessi fékk hjálp við það lol!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Smá grín í gangi með stóra "bjúgað"!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Dóttlan með fyrstu heimagerðu pylsuna sína.

Við fullorðna fólkið héldum áfram fram á rauða nótt og kláruðum verkið.
Bjúgun fóru svo öll í reyk í dag og verða reykt næstu daga og svo verður eitt tekið heim og prófað og í framhaldinu ákveðið hvort reykja eigi lengur.
Svo er það bara að vacumpakka þeim og ofaní kistu.

Dagurinn í dag fór í að þrífa almennilega eldhúsið og skúra gólf og skrúbba allt hátt og lágt.
Nágranna konan kom yfir og við umpottuðum á blómum enda vorið að banka á dyrnar þrátt fyrir að miður Febrúar sé.
Eldaði og bakaði eina eplaköku og ætla að þeyta rjóma og setja aukreitis jarðaber oná,við eigum smá dekur skilið eftir þetta hörkupúl allt saman!
Takk alveg endalaust öll sem komuð og hjálpuðu okkur í gær/nótt !

07.12.2016 15:47

Steypuvinna og slagsmál

Nóg að gera í sveitinni,ég sá um allar skepnur í dag en kallinn var í steypuvinnu hjá góðum granna.

Mjölnir lambhrúturinn sem ég hef haft áhyggjur af eftir slagsmál við Svan og svo var Skúmur að herja á hann líka varð heldur betur montinn í dag þegar að ég hleypti inn öllum kindunum 23 og beinustu leið inní krónna hjá honum.

Sá hrökk í gang,hann hentist á eftir dömunum og skoðaði í krók og kima og þreifaði fyrir sér í kvennamálunum og meira að segja prófaði að skreppa á bak við lítinn fögnuð þeirra.

Hann hefur ekki viljað skoða neinar dömur í gegnum grindurnar þegar að honum hefur verið hleypt fram á gang og hefur haldið sig til hlés.

Mér leist satt að segja ekkert á hann og taldi að hann hefði laskast í hálslið en hann hefur hegðað sér sérkennilega þartil í dag.

Jæja,hann er þá í lagi blessaður og kemur til með að virka eftir helgina en þá er kominn tími á dömurnar að fá hrút.

 

Hænur og endur fengu furuflís undir sig og hálm,einnig gimbrarnar og hrútanir hver í sína stíu.Allir fengu matinn sinn og drykkinn sinn og ég var búin að öllu um sexleytið.

Kíkti á steypukallana en þeir voru búnir að vera í einhverju brasi og var þetta tóm steypa hjá þeim og vesen.

Ég hentist heim að elda oní þá kindabjúgu með alles + sviðasulta á kantinum og grjóni í sparifötum með rjóma takið eftir í eftirrétt.

Þeir komu svo inn í mat um níuleytið í kvöld alsælir búnir að hræra nokkrar hrærur og allt gekk vel.

Ætla að setja inn myndband af aliöndunum þramma inn í kvöld en mér rétt tókst að furuflísa undir þær og gefa korn í dallana áður en þær komu inn rétt fyrir myrkur einsog þær ávallt gera þessar elskur :)

30.11.2016 12:35

Fréttir úr hænsnakofanum Ásgarði


Hitti Fröken Killer í dag í gegninum mínum og átti hún ekki til orð yfir ósköpunum sem dynja yfir kynsystur hennar og frænkur.

Killer spurði mig hvað yrði gert við öll brúneggin sem færu ekki í búðirnar?
Ég sagði við hana að vonandi fengju þau að fara inná heimili þar sem þeirra væri þörf því ekkert væri að eggjunum.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna gefa þau frá sér í stað þess að farga þeim.
Það fannst Killer sniðug lausn.
Kannski myndu umráðamenn eggjanna jafnvel líða betur í hjartanu ef þeir gerðu það.
Killer elti mig á röndum á meðan ég vatnaði,gaf fóður í dallana og bar sag gólfið.
Eitthvað brann á gogginum á þessari litlu brúnhænu sem hingað kom eftir mikið blaðaumtal en hún fékk aðeins að kenna á því á forsíðu DV en er nú búin að jafna sig á öllu ljótum kommentunum sem hún fékk.

En hvað verður gert við allar brúnhænurnar spurði hún og saug uppí nefið/gogginn og horfði upp til mín.

Það var fátt um svör hjá mér,hvað átti ég að segja við þesssa litlu saklausu brúnhænu sem varla skilar eggi hér en skilar bara öðru í staðinn einsog skemmilegum samræðum.

Heyrðu Killer mín,ég held að haninn úti hafi fundið eitthvað gómsætt útá haug og hann er alveg ábyggilega að kalla akkúrat nafnið þitt núna!

Killer þaut út um leið með stélið sperrt en einn unghaninn hann Aðalsteinn hefur verið að stíga í vænginn við hana síðustu dagana og hún afar spennt fyrir honum þó hún vilji ekki beint viðurkenna það.

21.11.2016 12:28

Girðingarvinna í blíðviðri


Kindurnar og lömbin una sér vel á haustbeitinni,Garðskagaviti í baksýn.

Upp og út að vinna,girtum af túnið sem við unnum í vor en merarnar eru að hreinsa upp það sem kindurnar skildu eftir og var óslegið.Vonumst til að geta klárað að vinna þann hluta næsta vor og svo fá merarnar ekki að fara aftur inná tún,þær eiga það til á vissum árstíma að grafa holur og skemma þegar að gróðurinn er að lifna við eldsnemma vors.

Veðrið var frábært,logn og sól og við unnum alveg frammí myrkur við að pota niður staurum og setja upp þráðinn,náðum að klára og opna aftur niður á tún.
Meranar átta sig á þessu þegar þær rölta aftur niður úr í björtu.

Útí kanínuhús að fóðra nínurnar sem blása út af bygginu og höfrunum sem þær fá með heyinu.
Hænurnar,aligæsirnar og aliendurnar fá líka korn og eru afar glaðar með það þó aligæsunum finnist gott að fá brauð með líka.
Þær eru hrifnar af brauðmeti en allsekki snúðum eða öðru sykurjukki.

Gimbrarnar eru að róast og 2 farnar að koma og borða brauð úr hendi en það er hún Lilla litla Höfðingjadóttir sem varð útundan en annar speninn á mömmunni eyðilagðist.
Hin sem er ansi frökk og étur brauð hjá mér er hinsvegar stærsta gimbrin í húsinu en það er hún Baugalín Kornelíusardóttir.
Semsagt minnsta og stærsta gimbrin eru orðnar brauðspakar á öðrum degi í dekrinu
Þetta lofar góð eða...........!

Vorum komin heim fyrir fréttir og ég tók smá húsmóður sveiflu og bakaði jólaköku í brauðvélinni,Roomba ryksugaði á meðan ég braut saman þvott,setti í þvottavél og hengdi svo upp.Tók wc-ið og þreif hátt og lágt,nennti ekki að þurrka af enda sé ég ekkert af viti á kvöldin í þessu myrkri.

Talandi um myrkur,keyptum meira af þessum yndislegu perum sem lyfta manni upp í skammdeginu!
Ég er ekki frá því að ég sé bara miklu aktívari núna en við erum að verða komin með þessar perur á flesta staði og í fyrra voru settar ansi margar upp í kanínusalnum og fjárhúsinu og það er allt annað að vinna þar núna.


20.11.2016 12:21

Tókum gimbrarnar undan


Mjölnir með Mjólkurhyrnu móður sinni í September

Jæja,fórum í að aðskilja gimbrarnar frá mæðrum sínum og settum mömmurnar útí rúllu.
Sumar eru enn að mjólka og eftir smá stund þá fóru kindurnar að týnast úr rúllunni og jarma á hurðinni og nokkrar af gimbrunum inni fóru að hágráta.
Lambhrútarnir þeim Svanur,Skúmur og Mjölnir eru farnir að tuskast ansi mikið og slást og um daginn fékk Mjölnir blóðnasir en það lagaðist svo.
Í fyrradag þurfti að taka hann frá en hann var hálf vankaður blessaður og greinilega með hausverk,lagðist niður og var slappur en í dag var hann orðinn góður.

Gáfum merunum og folöldunum líka rúllu og einnig fengu stóðhestarnir Hrókur og Náttfari sína rúllu.
Enn er auð jörð og næg beit með og veðrið alveg dásamlegt.


23.04.2016 14:05

Garðskagavitinn gamli fékk ljósakúpul aftur.Gamli Garðskagavitinn fékk ljósakúpulinn sinn aftur í dag en þyrlan TF -Líf setti kollinn á hann og nú lítur hann svo fallega út blessaður.

Hef verið löt við að blogga hérna en síðan er þung í vöfum en von er á að 123.is uppfæri kerfið hjá sér og þá verður allt hraðvirkara og nýtt útlit með allskonar spennandi hlutum.

Hér er vorverkin á fullu,búið að þrífa útihúsin hátt og lágt,smúla skrúbba og bóna.
Erum að vinna í túninu og "stagbæta" eftir hrossin undanfarin ár og gera fínt aftur því að nú á að slá hér heima í fyrsta sinn í mörg mörg ár aftur og hlakka okkur mikið til.

Þartil næst,farið varlega elskurnar mínar og eigið góða helgi.

12.11.2015 22:41

Borgarnes skreppur og kindurnar ormahreinsaðar


Falleg kona hún Ingigerður.

Við skruppum af bæ og alla leið í Borgarnes en nú vorum við orðin á síðustu stundu með að sjá sýninguna Gleym þeim ei, sem er um sögu fimmtán íslenskra kvenna. Sýningin er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur og er sett upp í tilefni af kosningaafmæli kvenna. Sýningin er óvanaleg að því leyti að efniviðurinn í hana kemur frá aðstandendum kvennanna fimmtán: texti, munir og myndir.

Amma hans Hebba hún Ingigerður Kristjánsdóttir fékk sinn sess á sýningunni ásamt forláta klukku sem hún átti og var virkilega gaman að sjá og lesa um þessar konur sem hafa átt dagana misjafna í gegnum tíðina bæði gleði og sorg.
Sannakallaðar hetjur síns tíma og dugnaðurinn mikill í þeim.

Svo drifum við okkur tilbaka og komum við í Bauhaus en það fannst Hebbanum ekki borga sig,urðum einhverjum þúsundköllum fátækari fyrir vikið en ég brosti mínu breiðasta með minn feng sem var ýmislegt smálegt inná baðherbergið.

Heim komumst við en það var komin hálka og allir saltbílar landsins á þönum.
Drifum okkur í skítagallann og útí dýrahús að gefa.
Ég kallaði inn kindurnar og endurnar og allir voru voða fegnir að fá að komast inní hús.Kindurnar voru nýbúnar með rúlluna og endurnar orðnar sársvangar.

Ég dreif mig í að ormahreinsa ásetningsgimbrarnar og svo kindurnar og var snögg að því.
Þurfti varla hjálp við það svo skipulega fór ég í þetta.
Reyndar er ég orðin svo mikið breytt til verka eftir að hafa komist á skjaldkirtilslyfin að líf mitt er rétt að byrja núna!

Best að vera ekki of ánægð með sig og montin því það kemur bara í bakið á manni síðar.
Það er vaninn!


Kallinn fór vel yfir alla fuglana og kanínurnar og við vorum búin í verkunum á einum og hálfum tíma.

  


08.11.2015 21:43

Ásetningarnir sprautaðir með þrívirka bóluefninu


Kolla Krákudóttir
Kölluðum kindurnar heim úr haganum og opnuðum hliðið og yfir veginn streymdu þær og á eftir kellingunni með brauðið og inn í fjárhúsið þarsem meira brauð beið þeirra í garðanum.

Það er voðalega þægilegt að eiga svona brauðkindur sem að er hægt að stýra fram og tilbaka með góðgæti í poka eða fötu.
En eitt er ég búin að læra að það má aldrei svíkja þær eða plata því þær muna það næst eða þarnæst.
Gegna ekki eins vel og geta verið með vesen.

En þegar inn var komið og þær búnar að úða í sig góðgerðunum og tuggunni þá tók ég frá ásetningsgimbrarnar og sprautaði með þrívirka bóluefninu.
Ein lítil gimbur var þarna sem ég var að furða mig á en hún var ekki skráð í Fjárvís sem ásetningur.
Því hringdi ég í vinkonu sem var við tölvu og gat frætt mig á því hvaða gimbur nr 118 væri en það er þrílembingsgimbur sem missti móður sína snemma en naut mjólkur í einhverntíma ásamt systrum sínum.
Blúnda móðir þeirra systra fór í afveltu í vor og skildi eftir sig 3 litlar dömur sem ekkert var hægt að tjónka við með pela þannig að ég bara setti þær aftur út uppá von og óvon.
Svo fóru þær niður á tún með öllum kindunum og lömbunum og svo bara týndust þær í fjöldanum en þær þroskuðust  bara ágætlega og ekkert mikið síður en hin lömbin sem höfðu mæður sínar.

Þessi þrílembings gimbur var svo hnellin þó lítil væri í haust að ég kippti henni með að gamni í dóm og stigaðist hún alveg ágætlega miðað við sína móðurlausu ævi.

Hún heitir Vala og er undan Blúndu (Bondínudóttur) og Fána (Borðasyni).
Svona stigaðist sú stutta: Þungi 33 óm 25 ómfita 2,2 lögun 2.5 h+h 8.0 læri 16.5 ull 7.5 = 32 stig.

Sumir hefðu nú ekki birt þennan dóm en ég er montin með þá stuttu og set hana á í vetur og skoða hana næsta haust varðandi framhaldið en nú veltur allt á að fóðra hana vel.
Það er eitthvað sem kítlar við að setja þessa á þó smá sé,einhver hvíslaði yfir öxlina á mér að gefa henni séns.

Ég á alveg eftir að setja svo inn blogg með hinum ásetnings gimbrunum sem eru með fína dóma en ég er alveg að verða komin þangað sem ég vil með tölurnar.
Meira um það seinna.


05.11.2015 21:11

Kindurnar farnar að fá rúllu út með beitinni.


Gaf kindunum út rúllu,þær eru ennþá inná stóra haganum með aðgengi að Sléttabóli þarsem er gott skjól og rennandi vatn fyrir þær.
Mér finnst alveg upplagt að skera göt í rúlluplastið en þá fer minnst til spillis og heyið ést vel upp.

Þetta er rúlla nr 2 sem ég gef útí hólf og eru þær 19 að tölu með 9 ásetninglömb.
Þær eru í cirka 6-7 daga með rúlluna.

Svo setti ég inn rúllu í fjárhúsið en þar eru 11 gimbrar sem bíða þess að fara í stóra ferðalagið alla leið ofaní kistu.
Þær ásamt kanínunum eru í cirka 8 daga með rúlluna.
Og í augnablikinu eru í kanínusalnum 50 kanínur með ungum.


Viku áður þegar að ég gaf fyrstu rúlluna út þá liðu ekki margir klukkutímar þartil ein kindin lá afvelta en það var hún Heba kellingin.

Hún horfði bara uppí himininn og beið eftir norðaljósasýningu sýndist mér.
Ég reisti hana upp og var hún orðin ansi útblásin og völt á fótunum sínum en fyrsta verkið hennar var að drífa sig í rúlluna og fá sér aðeins meiri tuggu.
Ég rak hana aðeins til og lét hana rölta þartil ég sá að hún var komin með gott jafnvægi.

Enn rignir og rignir og við að gera okkur vonir um að fá tækifæri til að hreinsa í það minnsta hánna sem endar í útiganginum.Best væri auðvitað að geta hreinsað af því sem eftir er,það lítur betur út og túnin verða auðveldari viðureignar næsta sumar.22.08.2015 23:25

Festi mér lambhrút í dagKragi frá Melabergi

Melabergsbændur tóku nokkar kindur og lömb inní dag og vigtuðu.

Við Hebbi fórum og kíktum í fjárhúsið en þarna var lambhrútur sem ég er búin að vera spennt fyrir en það er alveg orðið tímabært að fara að nota litahrút hér á bæ og leika sér aðeins.

Við Gunni tvístégum í kringum hvort annað,hann var að sverma fyrir því hvort ég hefði ekki áhuga og ég að athuga hvort að kauði fengist ekki keyptur.

Það endaði með því að við ætlum að hafa skipti og ég fæ hrútinn sem er vel ættaður og rekur sig í Grábotna.

Mig er lengi búið að langa í Grábotnagen og ekki skemmir það fyrir að móðir hans Kraga er tvævetlan Þröm sem við Gunni drógum út í sameiningu en þvílíkt risalamb sem hún var fædd og er þetta gríðarlega mikil kind í dag.

Þröm með Kraga og svörtu gimbrina sína.

Þröm er svo undan kind sem að Friðbjörn á og heitir Lóa sem er undan Korna og er frá Dóra á Bjarnarstöðum.

Lömbin eru ansi falleg hjá þeim Melabergsmönnum og gaman að sjá hve væn og flott þau eru.


Falleg gimbrin á móti Kraga.Þessi gemlings gimbur er gríðarlega stór og vóg yfir 50 kg 22 Ágúst.Hér er hún með móður sinni Þöll Snæsdóttur sem er keypt frá Hjarðarfelli.Gimbur undan Gulkollu  (12-775 Skalladóttir)
Gimbur undan Gulkollu  (12-775 Skalladóttir)Með mömmu sinni Gulkollu.Mæðgurnar komnar út.Þessi hvíta gimbur er engin smásmíði undan gemsa.

01.08.2015 23:46

Endalaus blíða hiti og sólHér er endalaus blíða,hiti sól en vantar rigninguna til að vökva.

Þá er gott að fá sér ferska og kalda melónu í hitanum
Silkihænu ungar í öllum regnbogans litum eru enn til á sölulista en þeir erum óðum að tínast að heiman til nýrra hamingjusamra eigenda sinna.

14.06.2015 19:21

Silkihænur til sölu útungun 2015
Allt fullt af flottum Silkihænu ungum tilbúnir til að fara að heiman.

Komu úr eggjunum í lok Mars 2015.
Flottir litir og í ár er mjög mikið af toppskúfum svo þær varla sjá út.
Mikið til af gráum ungum sem vöntun var á í fyrra en nú er ég aldeilis búin að laga það til og úrvalið gott.
Verið velkomin að kíkja og velja ykkur fallega unga en stykkið kostar 5000-krónur.
Nýmalað kaffi á könnunni og heitt kakó fyrir þá sem vilja.
Er við flesta daga seinnipartinn en gott að mæla sér mót og hringja með dags fyrirvara eða senda mér skilaboð í gegnum FB.
Sumarkveðja
Ransý Ásgarði
Sími 869-8192

09.04.2015 16:51

Skemmtileg kartöflusíða


Matjurtakörin mín 2014.

Rakst á nýja síðu um kartöflur en nú fer maður að undirbúa sig og láta kartöfurnar spýra en líklega verð ég að drífa mig fyrst í að taka þær upp því þær eru ennþá ofaní moldinni niður í matjurtakörunum frá því í fyrra.

Hér er linkur á Kartöflur.is

06.02.2015 00:25

Eldey frá Ásgarði í fortamingu
Þessi fallega unga snót hún Eldey frá Ásgarði undan Emblu Hróks og Björgfjörð Aðalssyni fór inná Mánagrund fyrir tæpri viku í smá fortamningu til Eygló ömmu.

Hún fær hæðstu einkunn fyrir geðslag og er hún hreint út sagt yndislegt trippi.

Fljót að læra og dugleg stelpan.

Það er alveg nauðsynlegt að forvinna trippin strax á unga aldri því þá verður eftirleikurinn mun auðveldari ef þau kunna grunnreglurnar einsog að teymast og lyfta fótum og að þau séu óhrædd við manninn.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 775
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208460
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:18:02