Heimasíða Ásgarðs

05.11.2015 21:11

Kindurnar farnar að fá rúllu út með beitinni.


Gaf kindunum út rúllu,þær eru ennþá inná stóra haganum með aðgengi að Sléttabóli þarsem er gott skjól og rennandi vatn fyrir þær.
Mér finnst alveg upplagt að skera göt í rúlluplastið en þá fer minnst til spillis og heyið ést vel upp.

Þetta er rúlla nr 2 sem ég gef útí hólf og eru þær 19 að tölu með 9 ásetninglömb.
Þær eru í cirka 6-7 daga með rúlluna.

Svo setti ég inn rúllu í fjárhúsið en þar eru 11 gimbrar sem bíða þess að fara í stóra ferðalagið alla leið ofaní kistu.
Þær ásamt kanínunum eru í cirka 8 daga með rúlluna.
Og í augnablikinu eru í kanínusalnum 50 kanínur með ungum.


Viku áður þegar að ég gaf fyrstu rúlluna út þá liðu ekki margir klukkutímar þartil ein kindin lá afvelta en það var hún Heba kellingin.

Hún horfði bara uppí himininn og beið eftir norðaljósasýningu sýndist mér.
Ég reisti hana upp og var hún orðin ansi útblásin og völt á fótunum sínum en fyrsta verkið hennar var að drífa sig í rúlluna og fá sér aðeins meiri tuggu.
Ég rak hana aðeins til og lét hana rölta þartil ég sá að hún var komin með gott jafnvægi.

Enn rignir og rignir og við að gera okkur vonir um að fá tækifæri til að hreinsa í það minnsta hánna sem endar í útiganginum.Best væri auðvitað að geta hreinsað af því sem eftir er,það lítur betur út og túnin verða auðveldari viðureignar næsta sumar.



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 296083
Samtals gestir: 34050
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 23:33:49