Heimasíða Ásgarðs

26.11.2006 03:29

Margt að ske og gaman

Busla lætur bara fara vel um sig í stofunni á nóttunni og farin að stelast uppí stóla! Hún átti stól frammá gangi sem var tekinn þegar að hún fótbrotnaði svo hún væri nú ekki með neinar hoppuæfingar uppí hann en núna þykist hún vera orðin svo góð í fætinum að hún geti alveg hoppað og skoppað uppí hvaða húsgagn sem er á nóttunni þrátt fyrir að það leyfist ekki hér á bæ! Hebbi náði þessari mynd með því að læðast að henni án þess að hún vaknaði! Ég fann handa henni stól og setti í hann teppið hennar og núna er hún alsæl með stólinn sinn og ég fæ að hafa mína stóla í friði .

Sokkadís Hróksdóttir (Gíslabæ) og Eðja Hróksdóttir (Stærri-Bæ).

Við gáfum útiganginum rúllur og fórum yfir vatnið sem hafði náttúrulega frosið í tveimur hólfum.Ekkert mál að laga það með því að setja slönguna inn í bílskúr frá hólfinu hans Dímonar og þá þiðnaði hún skart og hjá merunum fyrir ofan veg var ekkert annað að gera en að hita vatn í stóra pottinum og bræða slönguna sem þar liggur út til þeirra en hún var frosin föst við jörðina og klaki yfir henni.Allir eru voðalega sáttir og sælir með gjöfina og hreyfast ekki hrossin frá rúllunum.Það er staðið í heyinu og sofið,þau rétt hreyfa sig til að fá sér sopa með.

Dímon Glampasonur er enn úti og fær að vera það blessaður til næstu mánaðarmóta.Hann stendur sig svo vel drengurinn,feitur og rólegur með sínum tveimur merum og folöldum.Hann er alveg hættur að kippa buxum niður um gesti og gangandi einsog hann reyndi við hana Diedrei í haust hehehehehe....Enda er maður farinn að fullorðnast og hættur svona púkaskap

Hrókur og folöldin að borða og borða .

Folöldin frá Ægissíðu eru farin að fara reglulega út og viðra sig með Hrók.Þau eru að verða kjarkaðri með hverjum deginum og í gær voru þau ekkert smá óþekk við okkur Hebba að fara aftur inn! Hrókur var látinn fara margsinnis út og inn um hurðina en nei"inn skildu þau sko ekki fara! Það var þetta fína hey í kari úti og rennandi vatn í tunnu og allt einsog ÞAU vildu hafa það .Það endaði með því að við strengdum kaðal þvert yfir réttina sem var bundinn í karið og svo hinn endinn í lónseringarstaur en það var sko ekkert sem hræddi þau því þau stukku fjórum sinnum á kaðalinn og í seinasta skiptið þá ultu tvö sem voru forsprakkararnir að þessum öllu saman um koll svo illa að þau meiddu sig.Ekkert sjánlegt en þau treystu sér ekki í að gera þetta í fimmta sinn og inn fóru þau öll með tölu! Það var eins gott að ég setti þau ekki í stóra leikhólfið strax einsog ég var að pæla í en þau hlaupa bara á allt sem fyrir verður og hugsa ekki! Ég verð að kenna þeim á rafmagn áður en þau fara í stóra leikhólfið.Best að skella vírnum upp á morgun en hann hefur komið að góðum notum við að kenna þeim á rafmagnsgirðingar.

Skvetta og Móna í leik.

Ég hef ekkert bloggað um hana Mónu hvolp! Hún kom hingað fyrir nokkrum vikum en hana vantaði nýtt heimili og þarsem við erum með minkaveiðihunda þá var alveg gráupplagt að prófa hvort að tíkurnar okkar þær Tara,Busla og skvetta myndu sætta sig við aðkomudýr.Mónu var tekið vel og er alveg merkilegt hvað tíkurnar láta hana komast upp með!Fyrir það fyrsta þá er hún svo spræk að ég á í mesta basli með að ná af henni mynd!!!!! Þetta er eina nothæfa myndin af cirka 20-30 sem ég var að reyna að taka af henni um daginn! Ég þurfti að láta Skvettu sitja og sitja kjura á meðan litla krílið hún Móna ólmaðist í henni einsog vitlaus væri og skildi ekkert í því hvað Skvetta var stillt og prúð.Ég er að vonast til að Móna geti orðið öflug með Töru og Skvettu í minknum í framtíðinni en hún er af Parsons Russell Terrier kyni.Nóg tætir hún og skoðar í hvern krók og kima!

Það komu góðir gestir í gær en hann Sverrir Heiðar "gamli"kennarinn okkar Hebba frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri mætti með nemendur sína í árlega heimsókn í kanínuhúsið okkar.Það er alltaf gaman að fá Sverri Heiðar í heimsókn,hann verður alltaf spenntari og spenntari með hverju árinu að sjá hvaða dýrategund hefur bæst við hjá okkur á milli ára.Það var mikið skrafað og skeggrætt um hinar ýmsu hliðar á kanínubúrekstrinum og kanínur skoðaðar.Ekki leist þeim illa á Fashanaræktina hjá okkur og allir sammála um að þetta yrði bara að virka.Einu vandræðin eru að fá ungana til að lifa eftir að þeir koma úr egginu en Sverrir Heiðar ætlar að forvitnast um þann þátt fyrir okkur og verður gaman að vita hvaða lausn hann kemur með varðandi matarræðið á ungunum fyrstu dagana eftir klak.

Ég er svo ánægð með hvað hún Heilladís stendur sig vel með að mjólka þessum tveimur folöldum sem ganga undir henni að ég ætla að skella inn mynd af henni með dóttur sína hana Sif Hróksdóttur .Er maður ekki að stækka og stækka!

23.11.2006 04:19

Hrókur frá Gíslabæ kominn á hús

Úpps.......þessi mynd er alltof stór!Blogga meir í dag þegar að ég hef tíma til að bulla og minnka þá myndina af drengnum honum Hrók.En afhverju er hann bara með 8.5 fyri prúðleika? Næst vil ég fá 9 á hann .

Komin minni mynd .

Já þá er að reyna að muna eftir hvað hefur á daga okkar drifið.

Við Hrókur ákváðum það að hann ætti að fara inn svo að álagið á kellinguna minkaði hvað varðar alla þessa þeytinga með rúllur í mörg hólf en þegar að Hrókur var farinn úr sínum hryssum þá gat ég sameinað þær við annan hryssuhóp.Við löbbuðum útí stóðhestahús í myrkrinu og ég hreinlega hékk í faxinu á klárnum í hálkunni! Það var gaman að fá hann aftur í húsið en það er alveg með eindæmum hvað hann þarf alltaf að tjá sig og biðja um hitt og þetta hehehehe.Hann td veit að heyið sem hann fær og hin hrossin í húsinu er ekki eins verkað einosg kanínuheyið.Í kvöld einsog svo oft áður þá hætti hann að éta sitt hey og kumraði eftir kanínuheyi.Auðvitað fékk hann smá tuggu og svo aftur smá tuggu hehehehe.Ég hleypti honum framá gang með öllum Ægissíðufolöldunum og skipti hann sér ekkert af þeim heldur stóð í ströngu við að koma sér í kanínurúlluna.Hann er með afbrigðum geðgóður við önnur hross og þá sérstaklega folöld.Næsta dag þá setti ég hann út með þeim og þau voru að fara út í fyrsta sinn og það var ekki auðvelt að koma þeim útum dyrnar en þröskuldurinn var svo svakalega hættulegur! En loksins létu þau sig vaða yfir hann og það var sko sprett úr spori!Svo svakalega að hún Sssól Hróksdóttir datt um koll í hálkunni og fleytti kellingar eftir jörðinni.Það voru móð en sæl folöld sem komu inn aftur með Hróknum.

 

Við færðum stóðtittina uppeftir þannig að þeir eru komnir á sinn stað.Ekki var gaman að hafa þá greyin í heimahesthúsinu sem er með steyptu gólfi og gúmmímottum á.Eitthvað eru lærin á þeim skítug orðin en núna ættu þeir að hreinsast aftur.Ég þoli ekki flórlæri arg arg........

Hér eru ljóskarnir þeir Stóri Dímon frá Markaskarði (til sölu á http://www.gaedingur.com/youngsters.html ) og Glófaxi Parkerson.

Hér eru þeir Týr frá Hvammi en hann er til sölu og Hjartan frá Markaskarði.Hann Týr er brúnskjóttur að lit og er undan Tón frá Auðsholtshjáleigu og er hann Tónn undan Keili frá Miðsitju.Óska eftir tilboði í Týr fyrir hönd eiganda hans.

 
 Fæðingarnúmer IS2005156073          
 Nafn Týr
 Uppruni í þgf. Hvammi II
 Upprunanúmer 144681  Svæði 56
 Litarnúmer 2510 Brúnn/milli- skjótt
 Litaskýring  
 Land staðsett IS
 Gelding    Dagsetning  
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS2001187018 - Tónn frá Auðsholtshjáleigu
 Móðir IS1989256894 - Elding frá Syðri-Ey

21.11.2006 14:47

Silfri er kominn heim!

Silfri mömmustrákurinn hennar Sabine er kominn heim!!! !!!

19.11.2006 23:32

Hillbillies heimsækja Höfuðborgina!

Það var sprett úr spori í verkunum í gær.Ætlunin var að gerast menningar(fá)viti og fara í Þjóðleikhúsið að sjá leikritið Stórfengleg.

Við drifum rúllur í útiganginn því ekki mátti hann húka heima heylaus á meðan við færum að skemmta okkur.Merarnar sem komu deginum áður voru drifnar útí Vinkil í rúllur og rennandi vatn.Hesthúsið mokað með látum og stóðtittirnir settir inn aftur í einum grænum.Hebbi sá um allar skepnur útí búi og ég gekk frá öllum skepnum hér heima.

Boggi og Eygló biðu spennt eftir okkur og brunuðum við í bæinn á jeppanum þeirra enda ekki að ræða það að fara á litla karinu okkar og láta Björgunasveitina í R.V.K sjá um að koma okkur uppí Þjóðleikhús!Allt á kafi í snjó og urðum við að setja kaggann í fjórhjóladrifið á tímabili! Fyrst fórum við á Hróa Hött í Hafnarfirði og fengum okkur dýrindis steikur.Svo fórum við í þjóðleikhúsið og spókuðum okkur þar um og reyndum að vera svolítið menningarlegar ég og Eygló.Fórum og fengum okkur nammi í lítilli sjoppu og brá okkur við þjónustunni þar en afgreiðslu stúlkan opnaði nammipokann fyrir Eygló og hélt Eygló að hún ætlaði líka að borða nammið fyrir hana! En nei"ekki alveg.......nammið átti að fara úr skrjáfupokanum og í þöglann nestispoka áður en okkur var hleypt inní sal með hann! Og hana nú"mitt nammi fór líka í nestispoka sem ekki skrjáfaði í! Nú tók okkur að leiðast biðin og bara þrír stólar til að sitja á þarna frammi og við vorum fjögur.Ég kíkti innum vængjadyr og inní salinn sem var tómur.Fullt af góðum sætum þarna og inn drifum við Eygló kallana okkar og settumst niður spenntar.

Við biðum og biðum og vorum farin að undrast hvar allt fólkið væri?Vorum við bara fjögur að horfa á leikritið?Alein í þessum stóra sal?Við Eygló vorum farnar að gantast með að þetta yrði bara einka show fyrir okkur fjögur þegar að gall við bjölluhringing frammi og prúðbúnar stúlkur opnuðu vængjadyrnar og inn streymdu leikhúsgestirnir!!! Úppppssssss.......við urðum einsog asnar þarna í sætunum okkar sem við áttum ekkert að vera komin í! Þvílíkir hillbillies af Suðurnesjunum,kunnum ekki leikreglurnar í Leikhúsi !!

Ég átti bara bágt með mig í lengri tíma ég hló svo mikið að þessu og mátti ég ekki horfa á Eygló þá sprakk ég hehehehe! Ég verð að viðurkenna að þetta var toppurinn á kvöldinu hjá mér en leikritið var ágætt.Greinilegt var að misjafn er smekkur manna og það sem einum fnnst fyndið það finnst öðrum ekki fyndið.Enda gall við hlátur hingað og þangað um salinn og sjaldnast sem fólk hló samtímis að leikritinu.Kvöldið var samt frábært og gaman að hafa drifið sig af stað og eytt stund með góðum vinum.

18.11.2006 00:20

Vetur genginn í garð

Þessi mynd var tekin um kaffileytið.

Um kvöldið fór að snjóa með látum og svona leit allt út næsta dag! Hrókur bauð dömunum sínum "út" að borða og var aðalrétturinn grænn og vænn.Þannig að dömurnar hans Hróks eru komnar á fulla gjöf.

Veðrinu slotaði aðeins niður í dag og það hlýnaði svolítið eða nóg til þess að vatn sem fraus í leiðslum hjá okkur er farið að þiðna.Við náðum að gefa útiganginum loksins í gær og voru allir voðalega glaðir að sjá okkur og traktorinn koma með ilmandi rúllur.Folöldin nentu varla að standa upp og lágu um allt í kringum rúllurnar.Hér fyrir ofan er hún Sif Hróksdóttir og fyrir neðan er hann Pálmi Silfrason.Þau eru þau tvö yngstu á bænum en blása út enda mæðurnar afburða mjólkurhryssur.

Ég verð að skella inn einni mynda af honum Kóngi Hrókssyni svo eigandinn skammi mig ekki næst þegar að ég hitti hana .Hann gerir ekkert annað en að stækka og stækka svo manni þykir nóg um! Hvernig ætlarðu að komast á bak honum Kóng Hafdís???Hann er að verða jafn hár og Skjóna mamma sín .

Við skelltum okkur austur á Selfoss í kvöld með Fagra-Blakk en hann er að fara í "meðferð" á Ljónstaði og ekki veitir af að líta aðeins á bílinn eftir ævintýri haustsins á honum.Hann er alltaf greyið dinglandi með hestakerruna aftaní sér og svo keyrir maður bara og keyrir! Kannski engin furða að hann segi stopp og heimti að fara austur fyrir fjall í dekur .Við vorum alveg á hárréttum tíma að drífa þetta af enda spáði snjókomu og við á litla bílnum okkar eða Toyotu Corollu á slitnum sumardekkjum! Við lentum í blindhríð á Miðnesheiðinni og sáum varla framfyrir húddið á bílnum! Ég reyndi að fylgjast með hvítu línunni mín megin á meðan Hebbi reyndi að rýna í næstu stiku.Allt gekk þetta slysalaust fyrir sig og heim komumst við.

Ég dreif mig strax niður í hesthús að aðgæta að tveimur fyrstu verðlauna hryssum sem komu í dag og önnur með gulfallegt folald undan honum Gára frá Auðsholtshjáleigu ! Allt var þar með kyrrum kjörum og gott að vita af þeim inni svona nýkomnum hingað með Ágúst kastað folald.Ég ætla að koma þeim út í rúllu á morgun í rólegheitum.Halldór kom í dag og sótti hann Glóðarfeykir sem er að fara í algjört dekur inní Gust .Einhvernveginn grunar mig að hann verði vel burstaður og puntaður strax við komuna dekurdrengurinn .

 

 

 

16.11.2006 22:03

Skítkalt í dag!

Hrikalega er búið að vera kalt í dag! Folöldin frá Ægissíðu eru öll að koma til og róast.Ég er farin að leggja betur nöfnin á þeim á minnið en það er búið að vera pínulítið erfitt að greina hver er hver og hvort hann er hún eða hann.En það er eitt brúnskjótt sem ég var næstum viss um að væri meri en í dag kom það í ljós að þetta er hestfolald.Hann fór um að fínu borkki á ganginum en töltið virðist vera laust í honum.Þetta hestfolald er til sölu því það var tekið aukalega og reddað fyrir horn.Það verður sett fljótlega á sölusíðuna hjá Sabine http://www.gaedingur.com/index.html

Ljóskarnir að fá smá gotti gott útá tugguna.Verða ekki allir stóðhestar framtíðarinnar að vera með góðann prúðleika .Meiri ljóskurnar þeir Glófaxi Parkerson og Stóri-Dímon .

Nú var gott að stóðtittirnir voru komnir inn því þeir hefðu bara frosið fastir einhverstaðar greyin.Þeir hafa ekkert komist út núna í tvo daga vegna veðurs en kuldinn er alveg svakalegur.Það munar ekki miklu að vatnið í hesthúsinu sé alveg frosið en sem betur fer þá er hitaveita þarna sem rétt reddar að allt springi ekki til helv......

Buslufréttir.

Busla fór í bæinn fyrir tveimur dögum og nú var komið að Röntgenmyndatöku til að sjá hvort það væri gróandi í beininu.Auðvitað hefur hún verið dugleg að taka inn Pencillínið sitt og sérstakar beinatöflur til að hvetja beinvöxtinn og það sást greinilega á myndunum að það er mikill beinvöxtur og allt gengur að óskum með það.En því miður þá virðist vera að aðgerðin sem var gerð með plötunni og skrúfunum sé ekki í lagi og verður líklega að opna fótinn hennar Buslu einu sinni enn eða í þriðja sinn.Ástæðan fyrir því að Busla stígur ekki í fótinn er sú að skrúfurnar eru laflausar í beininu og eru að pirra hana.Líklega verða þær teknar eftir tvo mánuði úr henni ásamt plötunni sem átti ekki að gera undir venjulegum kringumstæðum.En svona er nú lífið og vonar maður núna bara það besta.Eftir cirka mánuð á Busla að byrja hjá sjúkraþjálfara og einn liður í endurþjálfun hennar er hundasund .Hún sem er ekki að fíla það að synda!

Busla er samt miklu hressari og mikill munur sjáanlegur á tíkinni.Gerir hún allskonar hundakúnstir og fíflagang sem ég hef ekki séð hana gera í fleiri fleiri mánuði.Það er góðs viti .

16.11.2006 14:52

Tvö seld tvö eftir undan Keilissyninum Snæ frá Hvolsvelli!

Moldótta merfolaldið er selt og ljósa merfolaldið sem er hringeygt á báðum augum er selt.Tvö eru eftir,kíkið á þau á http://www.gaedingur.com/foals.html

Fyrstur borgar fyrstur fær!

15.11.2006 23:54

Fleiri folöld til sölu!

Ég var beðin um að auglýsa 4 folöld til sölu eftir vel heppnaða sölu hjá öðrum og geri það hér með.Eitt folaldið sem er þetta ljósa þarna uppi er virkilega spennandi hvað varðar ætt en það er kannski svolítið skuggalegt til augnanna en þetta er merfolald ljóst að lit,hringeygt á báðum augum! Öll fjögur folöldin eru undan Snæ frá Hvolsvelli sem er Keilissonur og bera folöldin það með sér að vera lík afa sínum hvað varðar reisulegann frampart.

Hér eru upplýsingar um Snæ:

 Fæðingarnúmer IS2001184891               
 Nafn Snær
 Uppruni í þgf. Hvolsvelli
 Upprunanúmer 860600  Svæði 84
 Litarnúmer 5500 Moldóttur/gul-/m- einlitt
 Litaskýring Moldóttur
 Land staðsett IS
 Gelding    Dagsetning  
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS1994158700 - Keilir frá Miðsitju
 Móðir IS1992286390 - Skálm frá Brekku
 Eigandi IS2001632149 - Hubertine Petra Kamphuis       
 Ræktandi IS2001632149 - Hubertine Petra Kamphuis       
 Skráningardags. 2003-03-21 15:10:41.0
 

Sköpulag

Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7
Sköpulag

7.93

 

 Moldótt merfolald undan

IS1991280923 - Synd frá Þórunúpi og Snæ

Móvindótt tvístjörnótt hestfolald undan

IS1997280926 - Bleik frá Þórunúpi og Snæ

Leirljóst merfolald undan

IS1992284956 - Leira frá Þórunúpi og Snæ

Ljóst merfolald með nös og hringeygt á báðum augum undan

Lýsu frá Þórunúpi og Snæ.

Látið í ykkur heyra ef þið viljið redda þessum greyjum frá SS!!!!!

 

 

 

 

 
 

14.11.2006 01:08

Folöldin sótt í Ægisíðuna

12-11-06

Dagurinn byrjaði ekki vel.Við vöknuðum eldsnemma eða uppúr 6:00 og allt klárt til að fara austur að Ægissíðu til að ná tímalega áður en sláturbíllinn kæmi að sækja folöldin.Úti stóð Fagri-Blakkur tilbúinn á nagladekkjum með hestakerruna aftan í sér líka á nagladekkjum en þá þurftu endilega bremsurnar að bila! en sem betur fer þá skeði það hér heima en ekki td á Hellisheiðinni! Við brenndum af stað á litla bílnum okkar og var ég næstum komin með fæturna í gengum gólfið,ég stóð hreinlega á ýmindaðri bremsu alla leiðina því kallinn hélt það væri sko sumarfæri en ekki var Hellisheiðin spennandi að fara yfir á litlum illa dekkjuðum bíl! En yfir komumst við og alla leið.Stóðið var ekki komið í réttina þannig að við fengum okkur kaffi hjá Huldu og Helga (Helluskeifu hjónunum:) Mona var líka lögð af stað og hringdi hún í okkur og lét okkur vita að stóðið væri að renna að réttinni og nú var sko hlaupið af stað! Ég ætlaði sko ekki að missa af folöldunum sem fólk var búið að borga! Ég var með myndir af þeim öllum til að þekkja þau en kveið samt fyrir vegna þess að ekki var veðrið til að gera þau greyin auðþekkjanleg,rigning og hvasst.Flutningabíllinn sem ég var búin að panta kom á háréttum tíma en það gerði hinsvegar ekki sláturbílinn! Hann kom alltof snemma og allt varð vitlaust! Flutningarbíllinn minn var drifinn að réttinni og svo byrjuðu allir að æpa og öskra,hvaða folald næst Ransý? Ég mátti hafa mig alla við að bera kennsl á gripina en með góðri hjálp frá Monu þá tókst þetta vel. Útprentuðu myndirnar frá Sabine redduðu þessu alveg!

Folaldaræflarnir voru ekki alveg að fatta lífgjöfina og tóku ansi mikið á.Réttin varð eitt allsherjar svað svo fólk stóð fast í drullu og endaði þetta með slysi.Eitt folaldið sem búið var að mýla og var verið að draga að bílnum prjónaði upp og datt afturfyrir sig og beint á unga stúlku sem stóð föst í drullunni og gat ekki forðað sér.Hún fékk folaldið ofan á sig og skall aftur á bak með höfuðið í girðingarstaur og rotaðist! Ég og annar maður drifum okkur uppá veg og hringdum í 112 og eftir smástund kom læknir og Lögregla á staðinn en þá var hún komin með meðvitund aftur.Eftir að læknir hafði litið á hana og við drifið hana úr drullugallanum fór hún í læknisskoðun og sem betur fer þá er í lagi með hana.Þetta sló mig alveg útaf laginu svo ég vissi varla hvað ég var að gera þarna,allir farnir aftur að æpa hvaða folöld ég ætlaði að taka næst.Ég kláraði þau folöld sem seld voru og fékk að velja tvö folöld aukalega.Annað er brúnsk´jott merfolald undan Prins Oturssyni og hitt bara varð ég hreinlega að taka vegna þess hve tignarlega það stóð inní sláturdilknum! Höfuðið og hálsinn gnæfði yfir öll hin folöldin og línurnar í þessu folaldi eru hreint magnaðar! Enda undan Hróknum mínum .Ég skil ekki hversvegna ég var ekki búin að sjá þetta folald fyrr! Sabine var búin að sjá það og fleiri sem komu til að reyna að bjarga folöldum en voru ekki með veskið á sér og enginn peningur ekkert folald .

Heim drifum við okkur því spáin var ekki góð.Ég var mikið fegin þegar að þessi 10 folöld sem heim komu með okkur voru komin í stíuna sína hér í Ásgarðinum.Alls voru þetta 11 folöld sem okkur Sabine tókst að bjarga en það ellefta er of ungt til að yfirgefa móðurina strax.Ég var einsog sprungin blaðra eftir þetta allt saman og kanski ekki skrítið að ég hafi verið orðin eitthvað rugluð þenna dag því á tímabili var ég komin með 3 Gsm síma,minn og tvo aðra sem hringdu látlaust,og ég hreint út sagt vissi ekki hverjir áttu! Einn sími er nóg til að rugla mig! Ég datt svo útaf um 10 leytið um kvöldið og svaf vel um nóttina.

13-11-06

Í dag fórum við í verkin okkar og var gaman að geta skoðað folödin í ró og næði.Þetta eru myndarinnar gripir,stór og stæðileg.Öll eru þau framfalleg og reisuleg.Auðvitað þeyttust þau fram og aftur um stíuna á meðan gefið var en svo smá róðuðust þau.Ég fór extra vel yfir kanínusalinn,þreif búrin og setti inn hálm.Dreif mig svo heim að setja út stóðtittina í heimahesthúsinu og mokaði þar út og spónaði vel yfir gólfið.Svo þegar að þeir áttu að koma inn þá hlýddu þeir mér ekki því það var víst nóg af heyi fyrir þá úti að moða úr.Þá mokaði ég bara mesta skítnum út úr húsinu mínu og gerðist húsmóðir og eldaði þennan fína Kjúllarétt í ofninum.Svo tók við heilmikil tölvuvinna því það voru margir spenntir að bíða eftir fréttum af sínum folöldum og meira að segja fleiri folöld sem bíða eftir því að komast á söluskrá hjá okkur Sabine.Eftir alla tölvuvinnuna fórum við Busla niður í hesthús og nú vildu tittirnir tala við okkur enda komið myrkur og leiðindaveður og gott að komast inní hlýtt hesthús og meira hey .

Buslufréttir:

Busla er í hægri framför og á morgun á að taka röntgen myndir af henni og sjá hvort það er einhver gróandi í beinunum.Við ætlum að hafa með okkur 3 kanínur í bæinn sem eru að fara að leika í Þjóðleikhúsinu.Snjóber verður í aðalhlutverki og svo tvær litlar,hvít og brún.Þetta er Jólaleikrit sem verður frumsýnt 26 Desember og ætli maður drífi sig ekki að sjá nínurnar sínar á fjölunum hehehehehe.Í fyrra fóru 3 kanínur í Borgarleikhúsið og núna 3 í Þjóðleikhúsið! Kannski þær slái í gegn og endi í Hollywood .

12.11.2006 01:53

Biskupinn lasinn!

Veðrið er búið að vera alveg einstaklega leiðinlegt bæði fyrir menn og skepnur.Í fyrrakvöld átti að koma annar veðurskellur og fórum við extra vel yfir dýrin í húsunum og gengum vel frá öllu.Eitthvað fannst mér samt hann Biskup minn hegða sér undarlega ef ég nálgaðist stíuna hans og þegar að ég kom og stóð fyrir framan hann þá fór hann að tifa um stíuna einosg hann langaði til að velta sér og auðvitað skildi ég það þannig að hestræfillinn væri ekki búinn að vera nógu mikið úti (hann er algjör veltifíkill) og auðvitað hleypti ég honum framá ganginn til að hann gæti velt sér þar í sandinum.Ekki var hægt að opna neina hurð til að hleypa skepnunni út þannig að gangurinn varð að duga enda breiður og fínn.Biskup lagðist strax niður við fæturna á mér og stundi og stundi.Þá skildi ég að ekki var allt með felldu! Ég rak klárinn á fætur og þá sýndi hann hrossasóttareinkenni,geispaði og geispaði og fílaði grön alveg ógurlega.Aftur henti hann sér niður og nú ætlaði hann að fara að velta sér en þá rak ég hann á fætur og rak hann fram og til baka eftir ganginum og setti hann svo í stóru folaldastíuna og sótti svo Stíg hennar Sabine og setti hjá honum til að Biskup fengi að hreyfa sig svolítið.Auðvitað vildi Stígur ólmur leika og Biskupinn fékk engann frið til að leggjast niður og velta sér sem hann mátti alsekki gera.Ekki fengu þeir blessaðir neina tuggu og við svo búið fór ég heim.

Veðrið tók að versna allverulega seint um kvöldið og nóttina en um 3:00 þá skánaði það og út stökk ég að aðgæta að Biskupnum mínum.Auðvitað var hann Stígur búinn að hrista úr honum hrossasóttina og Biskupinn tilbúinn að fá tugguna.Nei"ekki fékk hann tugguna sína en hann fékk að fara aftur í stíuna sína svo hann gæti nú fengið smá svefnfrið fyrir Stíg sem var alveg hissa á því að fá ekki að hamast meira í klárnum .

Svona var veðrið fallegt um kaffileytið 11-11-06 og gaman að stússast í hrossunum.Við klipptum hófana á henni Moldu frá Tunguhlíð og settum hana og Feng niður á Vinkil og þá eru þau komin á heygjöf.Það er alveg merkilegt hvað hún Molda er orðin spök og góð meri!Fyrst þegar að hún kom hingað í Ásgarðinn þá var hún alveg svakalega slungin að láta mannshöndina alsekki snerta sig og alltaf þegar að átti að fara á bak henni þá þurfti mannskap til að ná henni inn í hesthús með öllum tiltækum ráðum!Núna gengur maður bara að henni úti og mýlir hana .

Og svona var veðrið cirka klukkutíma síðar! Við Inga sóttum þá Biskup,Glóa og létum Stíg elta og eru þeir þá komnir heim úr stóðhestahúsinu.Þetta gekk þrusuvel og Stígur tók ekkert á rás útí loftið frá okkur enda er víst alveg nóg um laus hross hérna þessa dagana og næturnar.Eftir að við vorum búin að sleppa þeim saman við nýju hestana sem komu hingað í dag þá náttúrulega þurfti Biskupinn að gera gestahrossunum grein fyrir því hver ÆTTI Ásgarðinn og hver RÉÐI ÖLLU hér hehehehehe.....Aðalega með öskrum og rassaskellum en sem betur fer þá lemur hann ekki þessi stóri jálkur,ég biði ekki í það ef hann reiddist illa!

Tveir flottir að kynnast í veðrinu í dag.Biskup og Stellu-Blesi.

Jæja gott fólk,best að skella sér í háttinn.Fullt að gerast á morgun,nefnilega folaldabjörgunardagur og er ég búin að panta hestaflutningarbíl undir litlu hnollin sem koma hingað heim á morgun! Vona bara að við rignum ekki niður á morgun í Ægissíðunni,enn eru nokkuð mörg folöld óseld ef einhver hefur áhuga.Síðasti sjens því Sláturbíllinn kemur í réttina klukkan 12:30 og tekur það sem ekki selst.

09.11.2006 22:29

Brjálað veður!

Það var svo mikið rok hérna á Suðurnesjunum (rok á Suðurnesjum ha)? Að hann Hrókur minn fauk um allt og svo fauk fókusinn úr myndavélinni líka!

Hehehehehehehe........smá ýkjur .Í gær færðum við Hrók og merar í annað hólf og gáfum svo rúllur í hólfið hjá Dímon og dömum og hjá gömlu merunum þeim Pamelu og Heilladís.Vonar maður nú bara að brjálaða veðrið taki nú ekki alltof mikið af heyinu og feyki því á haf út einsog skeður svo oft hér.

Ég ákvað það í dag að stóðtittirnir eru formlega komnir á hús en það hefur varla verið hægt að setja þessar elskur út vegna veðurs.Fyrst um sinn verða þeir í heimahesthúsinu þartil búið er að gera stóðhestahúsið endanlega klárt fyrir veturinn.Hálmurinn er enn uppí Hvalfirði og verðum við að fara að drífa okkur í að sækja hann.Það er mikið gott að vita af þeim innandyra vegna óveðurins sem skellur hér á í fyrramálið.Við reyndum að undirbúa okkur einsog hægt er fyrir óveðrið en einhvernveginn grunar okkur um að eitthvað muni fara hér í Ásgarðinum næsta sólarhringinn.Miðað við veðrið sem gekk hér yfir fyrir nokkrum dögum þá á þetta að verða verri skellur.Við fórum extra vel yfir dýrin útí búi og vonum bara það besta.

Sabine selur og selur folöld frá Ægisíðu!!! Þau eru minnst kosti orðin 8 sem að eru pottþétt seld en það er hægt að kíkja inná sölulistann hjá henni hér http://www.gaedingur.com/s-foals.html og þar sést hvað er selt og hvað er óselt.Ég er mikið ánægð að þessi tvö jörpu undan Hrók eru seld og þetta stóra móálótta en þau eru ansi hreyfingarfalleg.Sláturdagur er ákveðinn en það sem ekki selst á næsta Sunnudag fyrir klukkan 13:00 í réttinni við Þykkvabæjarafleggjarann fer beint á sláturbílinn.Ef einhver hefur áhuga á að versla sér folald á góðu verði þá kosta þau 35.000-STAÐGREITT og afhendist folaldið sama dag.Feðurnir eru Hrókur Kormáksson frá Gíslabæ og Prins Oturssonur frá Hraukbæ en Prins var seldur til Noregs þannig að þetta eru síðustu fæddu folöldin hans á Íslandi.

 

07.11.2006 22:02

Bölvaður aumingjaskapur!

Snúður í fanginu á Eygló "mömmu"!

Það er nú meiri aumingjaskapurinn í manni þessa dagana,ég er búin að vera í bælinu fárveik og asnaðist svo til að fara á Sjúkrahúsið í Keflavík síðastliðinn Sunnudagsmorgunn fárveik og alveg einsog drusla.ég man ekkert voðalega mikið eftir þeirri heimsókn en ekki fékk ég Pencillín enda greinilega ekki með þá tegund af hálsbólgu sem pencillín ræður við eða svo skildist mér á lækninum.Ég fékk hinsvegar verkjalyf til að getað kyngt niður vökva og munnvatni og til að lækka hitann.Eitthvað er mín að hressast enda sest við tölvuna og er að komast í pikkhaminn .

Ég var orðin veik síðastliðinn Laugardag en það stoppaði mig ekkert í því að fara og sjá Hringinn minn á Sölusýningunni í Víðidalnum.Skellti ég bara í mig nokkrum Ibúfen og komu Boggi og Eygló með okkur.Núna gekk drengnum mínum svakalega vel og var ég mjög ánægð með sýninguna á honum hjá Stjána.Hringur hefur aukið yfirferðina á töltinu og lagað höfuðburðinn og er hinn prúðasti í reið.Hann má bæta brokkið en það kemur allt saman enda er hesturinn í mikill framför núna og ég tími ekki að hætta með hann hjá Sigga Matt og Stjána.Mér er eiginlega farið að standa á sama hvort hann selst eða ekki,þó manni vanti nú auðvitað peninginn .

Næst var ferðinni heitið uppí Hvalfjörð að sækja Fagra-Blakk sem Sveinn var auðvitað búinn að laga óbeðinn drengurinn.Við fengum okkur kaffi hjá Sveini og svo var lagt af stað með hrossin hennar Möggu í bæinn en þar beið tamningarmaður eftir þeim.Ekki leist honum á okkur í veðrinu sem var að bresta á en allt gekk þetta vel og við komumst heim með kerruna og bílinn heim í heilu lagi.

Boggi og Eygló voru svo almennilega að keyra á eftir okkur allann tímann ef að eitthvað skildi klikka aftur en sem betur fer þá gekk þetta allt saman upp.Fengum við okkur kjúlla saman á Kentucky í Keflavík enda orðin svöng eftir alla keyrsluna.

Næsta dag komu Boggi og Eygló til okkar í Ásgarðinn og einsog hendi væri veifað skutluðu drengirnir upp eldhúsinnréttingunni eftir að hafa hækkað sökkulinn upp þá lítur eldhúsið mitt allt öðruvísi út! Núna er komið bæði heitt og kalt vatn í eldhúsið mitt aftur og allt að verða einsog það á að vera

"Loksins loksins fáum við grjótvarnargarð og eru framkvæmdirnar komnar á fullt skrið.Ekki veitir af enda þegar að norðanáhlaupin gerast sem verst hér þá fýkur ljós skeljasandurinn yfir allt hérna hjá okkur og stórskemmir vorbeitina fyrir okkur.Við höfum ekki haft undan að draga girðingarstaurana upp á vorin og laga það sem aflaga hefur farið um veturinn.Líklega getum við tekið upp girðinguna meðfram fjörubakkanum og þá á garðurinn að vera hestheldur.Við báðum reyndar um að á einum stað yrði gert ráð fyrir að Æðarfuglinn komist upp úr fjörunni og var það ekkert mál þannig að gerð verður slétt renna fyrir fuglinn að labba upp og þar verðum við að setja hlið svo hrossin fari nú ekki í fjöruferð.

Nýja Cameran mín er svo flókin að ég er í mesta basli með að læra á hana.En hún er samt mjög góð að sögn Sabine sem veit ALLT um Camerur! Það er sérstök stilling fyrir börn og dýr og tók ég myndina af honum Snúð þeirrar Bogga og Eyglóar hér að ofan með þeirri stillingu og er ég voðalega ánægð með þá mynd! Svo hef ég greinilega stillt á draugastillingu eða hvað haldið þið hehehehehe,sjáið þennan gelludraug á þessari hér fyrir neðan!.

 

03.11.2006 01:05

Sabine kvaddi Ísland dag

Við Sabine vöknuðum snemma (hún einsog vanalega:) Þetta voru síðustu klukkustundirnar sem við áttum saman eftir frábærann tíma í tæpar 3 vikur.Við drifum okkur út með allra nýjustu cameruna sem ég fékk mér í gær í Elco en hin var dæmd ónýt og með því að bæta við upphæðina sem hún var metin á þá gat ég keypt mér þessa líka fínu vél sem heitir Canon Power Shot A 700 og er hún 6.0 mega Pixla og 6x Optical Zoom.Sabine hjálpaði mér að velja þessa Cameru og á ég að vera orðin nokkuð vel sett og geta tekið enn betri myndir .

Sabine tókst að koma fullt af upplýsingum inní kollinn á mér áður en við kvöddumst í Flugstöðinni og hlýt ég að ná þokkalegum myndum í framtíðinni.Skárra væri það nú með hana Sabine sem kennara!

Það var ekki laust við að hrossin væru svolítið sorgmædd til augnanna þegar að Sabine var að knúsa þau bless í haganum.Sjáiði bara svipinn á Sokkudís og Dímon Glampasyni!

Agalega er leiðinlegt að vera með hálsbólgu og hita ojjj.........barasta .Það er ekki spurning að ég fer snemma að sofa....shittur,klukkan er eitt um nótt! Er ekki best að drífa sig í háttinn því við ætlum í bæinn í fyrramálið með Bogga og Eygló að sjá Sölusýninguna í Víðidalnum á morgun og verður hann Hringur minn þar á meðal söluhesta.Vonandi tekst sýningin á honum betur núna enda er hann löngu kominn yfir múkkið sem hrjáði hann á síðustu sýningu.Hann náði engri yfirferð blessaður kallinn minn sama hvað hann reyndi þessi elska .

Stjáni og Hringur flottir saman! Skil ekkert í stráknum að kaupa hann ekki bara sjálfur?Þeir passa svo vel sama eða hvað finnst ykkur .

En elsku Sabine mín og Íris! Þakka ykkur kærlega fyrir heimsóknina til mín í Ásgarðinn,þetta var alveg frábær lífsreynsla og mikið gaman .

02.11.2006 01:12

Norðurland-Austurland og Borgarfjörður

Við fórum vinkonurnar norður í land að mynda hross fyrir fólkið á Háleggstöðum.Sabine er að gera vefsíðu fyrir þau og eru þarna margir og skemmtilegir litir í stóðinu þeirra.Það var snjór yfir öllu og allt svo hvítt og hreint yfir að líta.Þetta var heilmikil en skemmtileg vinna.Verst var að Sabine var aftur komin með hálsbólgu og skemmdi það svolítið fyrir þó að hún hafi nú ekki verið að kvarta stelpan enda hörkukvendi og lét engann bilbug á sér finna.Ferðalagið tók þrjá daga og það munaði ekki miklu að við yrðum bara fyrir norðan vegna snjókomunnar sem var heilmikil og tafðist rútan sem átti að sækja okkur í Varmahlíð um hálftíma eða meir vegna þess að bílstjórinn þurfti að setja undir keðjurnar sem svo slitnuðu í látunum og stórskemmdu rútuna! En heim komumst við og náðum að "hvíla" okkur í einn dag hér heima og vinna aðeins upp það sem Hebbi minn hafði ekki ráðið við einn áður en við stungum hann aftur af en það var ferðinni heitið austur fyrir fjall.

Fyrst fórum við í Ægisíðuna og þar tók mamma hennar Sokkudísar hennar Sabine á móti okkur.Hún er svo yndisleg og sæt meri þrátt fyrir að vera alveg ótamin.Þarna voru fullt af flottum folöldum,Hróksafkvæmi sem voru voðalega falleg og flottar hreyfingar í þeim! Prins Oturssonar afkvæmin voru líka falleg en þar hafði Prins vinninginn framfyrir Hrók en Prins gefur afskaplega mikið af skjóttum folöldum.Hinsvegar að hinum ólöstuðum þá voru Hróksafkvæmin yfirleitt með fallegri hreyfingar og afskaplega stilltu þau sér flott upp!

Held að þetta sé strákur,er þó ekki viss en hann er ansi stór og stæðilegur þessi.Þessi sama meri kom með alveg eins folald í fyrra undan Hrók,svona risastórt og myndarlegt en þetta folald hreyfir sig mun betur en það frá í fyrra.

Móna og Félagi Barrasonur frá Fellskoti.Þessi er með kúlunum og á að sjá til með hann,spennó!

Við gistum hjá frábæru fólki á Selfossi og var mikið gaman að kynnast henni Mónu sem er þýsk en hefur búið hér á landi í ein fimm ár og er nánast orðinn Íslendingur .Hún fór með okkur á nokkra bæi að mynda en hún á þessa líka fínu cameru,svipaða vél og Sabine er með! Allstaðar var tekið vel á móti okkur en á einum bænum gafst ég upp vegna þess að ég er með eitthvað sem heitir hælspori (bein sem vex útúr hælbeininu) og beið ég í fjárhúsi á einum bænum og fylgdist með þegar að var verið að flokka lömbin á Sláturbílinn.Eftir það var ég drifin inní kaffi og kræsingar á bænum hjá fólki sem ég hvorki þekki né þekkir mig! Þetta var alveg ekta íslenskt sveitaheimili,konan búin að baka sjálf heilmikið og virkilega búmannslegt um að litast hjá þeim.Hvenær kemur að því að ég get orðið svona "ekta"bóndakona með svuntu,sveitt yfir vöfflujárninu og rjóð í kinnum .

Mér tókst nú reyndar að stórskemma (eyðileggja) cameruna mína í leiðangrinum fyrir austan en í einhverju óðagoti í skítakulda þá missi ég cameruna á steinsteypta stétt og hún fór alveg í klessu! Ég reyndi að notast við þá nýju sem er nú reyndar fín í að mynda smáhluti einsog blóm og pöddur og vídeóið á henni er bara nokkuð gott.En ég var ekki alveg að fíla mig með hana enda kann ég ekkert að stilla hana blessaða og ætti ég bara að reyna að selja hana einhverjum sem hefur meira vit á svona myndavél.Einhverjum sem hefur áhuga á að mynda td. pöddur á hægri ferð hehehehehehe.

EN það eru góðar fréttir að myndavélinni sem ég missti,þeir hjá Elkó ætla einfaldlega að láta mig hafa glænýja cameru í staðinn fyrir hina sem var dæmd ónýt en ég hafði sem betur fer tryggt hana til 3ja ára ef eitthvað skildi nú koma fyrir hana! Ég fæ reyndar ekki alveg sömu tegund en sambærilega vél og er ég hin ánægðasta með þetta allt saman.

Ferðin í Hvalfjörðinn var alveg með ólíkindum!Það gekk vel uppeftir en við fórum ég,Magga og Sabine á Fagra-Blakk með hestakerruna aftaní og var ætlunin að sækja tvo skjótta gæðinga fyrir hana Möggu en þeir voru nú ekki alveg á þeim buxunum að verða við ósk okkar um að koma með okkur,annar var vant við látinn lengst lengst í burtu að belgja sig út og ekki viðlit að ætla að reyna að ná honum enda birtan að hverfa.Hinn þáði gott úr hendi og lét það duga og vildi ekki meiri samskipti af okkur tvífætlingunm,í múlinn skildi hann sko ekki.Á endanum tókum við gamla þæga reiðskólameri og eitt þriggja vetra trippi leiðitamt með henni og settum á kerruna.Þá var bara að leggja í hann og fannst mér nú ekki vera vit í öðru en að hafa Fagra-Blakk í fjórhjóladrifinu að göngunum vegna hættu á hálku en hjá Verksmiðjunni þá kom brothljóð og högg undir honum og þegar að ég steig út þá flæddi olían undan honum af millikassanum! Sem betur fer þá var hægt að keyra hann aftur til baka og beint inná gryfjuna hjá Sveini í Katanesi sem var snöggur að finna útúr þessum vandræðum okkar kvennanna.Hann var að sníða til bót fyrir millikassan svo við gætum minnsta kosti komið hrossunum í bæinn og bílnum heim en hvað þá????? Fer ekki rafmagnið af öllum Hvalfirðinum! Við drifum okkur bara í hús og sló Sveinn bara upp veislu fyrir okkur og drukkum við ískalda mjólk og ruddum í okkur brauði og allskyns kökum.Þarna biðum við þrjár með Sveini í heila tvo tíma við kertaljós og voðalega rómó,vona bara að Sveinn bíði þess bætur eftir þetta ævintýri að sitja uppi með okkur í myrkrinu svona einhleypur á besta aldri! Held nú bara að hann hafi haft lúmskt gaman af þessu brölti öllu saman hehehehe.Ég hringdi í hann Hebba minn og kom hann á svipuðum tíma og rafmagnið en þá var Sveinn búinn að hita kaffi og gefa okkur Koníak og Opal snafs til að skerpa aðeins á okkur .Enda veitti okkur ekki af eftir allt þetta ævintýri.

23.10.2006 01:07

Góðar móttökur og fótlyftudagur!

Í gær fórum við á Grænuhól og heimsóttum Gunnar og Krissu. Þar var frábærlega vel tekið á móti okkur. Krissa fór með okkur stelpurnar í safaríferð og sáum við ca. 200 hestastóð. Sabine og Íris náðu frábærlegum myndum. Við fengum líka að sjá stóðhestana á bænum og voru þeir ekkert slor! Eftir kaffi og kökur var farið í hesthúsið þeirra og sáum við væntanlegar kynbótabombur og eigum við eftir að fylgjast vel með þeim í brautinni í vor.

Síðan fórum við í Reiðholt að skoða hrossin þar og ná myndum af Sóley fyrir Corinnu og fjölskyldu. Það var mjög kalt og sólin að setjast.

Næst fórum við á Ægisíðu III að skoða folöldin hans Hróks. Auðvitað var þarna folald sem við féllum fyrir. Við skýrðum hann/hana Aladdín. Aladdín óð yfir þúfurnar á hágengu yfirferðatölti! Hvað erum við búnar að koma okkur í?  .

Eftir að hafa tekið myndir í ískulda fórum við til Huldu á Hellu og var hún fljót að koma hitta í okkur aftur með capuccino.

Í dag 22.10. fórum við stöllurnar að taka fótlyftumyndir í Ásgarðinum. Það var mjög gaman að sprella í folöldunum og hlupu þau um allt skelfingu lostin .

Okkur fannst Skinfaxa flottust . Að öðrum ólöstuðum .

Gamla rörið mitt hann Biskup var alveg viss um að hann væri líka folald og montaði sig alveg ógurlega!!!!!!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208496
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:02:15