Heimasíða Ásgarðs

19.11.2006 23:32

Hillbillies heimsækja Höfuðborgina!

Það var sprett úr spori í verkunum í gær.Ætlunin var að gerast menningar(fá)viti og fara í Þjóðleikhúsið að sjá leikritið Stórfengleg.

Við drifum rúllur í útiganginn því ekki mátti hann húka heima heylaus á meðan við færum að skemmta okkur.Merarnar sem komu deginum áður voru drifnar útí Vinkil í rúllur og rennandi vatn.Hesthúsið mokað með látum og stóðtittirnir settir inn aftur í einum grænum.Hebbi sá um allar skepnur útí búi og ég gekk frá öllum skepnum hér heima.

Boggi og Eygló biðu spennt eftir okkur og brunuðum við í bæinn á jeppanum þeirra enda ekki að ræða það að fara á litla karinu okkar og láta Björgunasveitina í R.V.K sjá um að koma okkur uppí Þjóðleikhús!Allt á kafi í snjó og urðum við að setja kaggann í fjórhjóladrifið á tímabili! Fyrst fórum við á Hróa Hött í Hafnarfirði og fengum okkur dýrindis steikur.Svo fórum við í þjóðleikhúsið og spókuðum okkur þar um og reyndum að vera svolítið menningarlegar ég og Eygló.Fórum og fengum okkur nammi í lítilli sjoppu og brá okkur við þjónustunni þar en afgreiðslu stúlkan opnaði nammipokann fyrir Eygló og hélt Eygló að hún ætlaði líka að borða nammið fyrir hana! En nei"ekki alveg.......nammið átti að fara úr skrjáfupokanum og í þöglann nestispoka áður en okkur var hleypt inní sal með hann! Og hana nú"mitt nammi fór líka í nestispoka sem ekki skrjáfaði í! Nú tók okkur að leiðast biðin og bara þrír stólar til að sitja á þarna frammi og við vorum fjögur.Ég kíkti innum vængjadyr og inní salinn sem var tómur.Fullt af góðum sætum þarna og inn drifum við Eygló kallana okkar og settumst niður spenntar.

Við biðum og biðum og vorum farin að undrast hvar allt fólkið væri?Vorum við bara fjögur að horfa á leikritið?Alein í þessum stóra sal?Við Eygló vorum farnar að gantast með að þetta yrði bara einka show fyrir okkur fjögur þegar að gall við bjölluhringing frammi og prúðbúnar stúlkur opnuðu vængjadyrnar og inn streymdu leikhúsgestirnir!!! Úppppssssss.......við urðum einsog asnar þarna í sætunum okkar sem við áttum ekkert að vera komin í! Þvílíkir hillbillies af Suðurnesjunum,kunnum ekki leikreglurnar í Leikhúsi !!

Ég átti bara bágt með mig í lengri tíma ég hló svo mikið að þessu og mátti ég ekki horfa á Eygló þá sprakk ég hehehehe! Ég verð að viðurkenna að þetta var toppurinn á kvöldinu hjá mér en leikritið var ágætt.Greinilegt var að misjafn er smekkur manna og það sem einum fnnst fyndið það finnst öðrum ekki fyndið.Enda gall við hlátur hingað og þangað um salinn og sjaldnast sem fólk hló samtímis að leikritinu.Kvöldið var samt frábært og gaman að hafa drifið sig af stað og eytt stund með góðum vinum.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59959
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:49:50