Heimasíða Ásgarðs

28.11.2006 23:08

Óþekk og góð folöld:)

Óskaplega blesóttir vinirnir!

Hér eru tvö fyrirmyndarfolöld þeir Heljar og Pálmi.Ekki vandamál ennþá minnsta kosti,en við skulum sjá til hvort þeir verða ekki rólegri en Ægissíðu folöldin sem eru að gera mig vitlausa með að koma aftur inn eftir að hafa verið hleypt út.Þau eru svo óþekk að það mætti setja þau í bjúgu! Eða það hugsaði ég í fyrradag .

En öll él birtir upp um síðir og í dag voru þau ekkert nema gæðin við mig enda fengu þau að dúsa útí rétt heylaus í klukkutíma með Hrók á meðan ég gaf útiganginum.Mér dettur sko ekki í hug að láta þau fara með mig svona aftur einsog þau hafa gert,ullað á mig pakksödd og sæl og neitað að fara inn.

Ég gleymdi að óska henni Peggy til hamingju með hann Þór frá Ásgarði .Hann fer til Sviss.

Congratulation Peggy,Þór is a wonderful foal and I hope that he will make you very happy in the future .

Annars er það að frétta að hrossin eru svo svakalega "sniðug" eða þannig að við urðum að gera meriháttar viðgerð á slöngunni sem liggur niður í merarhólfið.Eftir að ég batt voðalega vel slönguna fasta sem þau voru alltaf að draga uppúr karinu þá hættu þau ekki fyrren þeim tókst að toga samskeitin á henni í sundur! Þannig að þá lak vatnið allt saman ofaní jörðina fyrir utan hólfið hjá þeim og andatjörnin þornaði upp.Í dag var þetta allt saman til friðs hjá þeim og vonandi láta þau þetta í friði núna.

Það fer að styttast í að maður fari austur að sækja hrossin í Reiðholtið en þær Sóley og Feilstjarna ætla að koma heim í fyrstu ferð.Síðan koma þær Vænting og Vordís næst.Þá eru bara eftir tveir folar,þeir Tvistur og Þokki sem ég ætla að reyna að frumtemja í vetur.Hann er stór og stæðilegur sá foli og líklegast kallar hann ekki allt ömmu sína! En það má nú reyna:)

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59898
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 07:31:05