Heimasíða Ásgarðs

09.11.2006 22:29

Brjálað veður!

Það var svo mikið rok hérna á Suðurnesjunum (rok á Suðurnesjum ha)? Að hann Hrókur minn fauk um allt og svo fauk fókusinn úr myndavélinni líka!

Hehehehehehehe........smá ýkjur .Í gær færðum við Hrók og merar í annað hólf og gáfum svo rúllur í hólfið hjá Dímon og dömum og hjá gömlu merunum þeim Pamelu og Heilladís.Vonar maður nú bara að brjálaða veðrið taki nú ekki alltof mikið af heyinu og feyki því á haf út einsog skeður svo oft hér.

Ég ákvað það í dag að stóðtittirnir eru formlega komnir á hús en það hefur varla verið hægt að setja þessar elskur út vegna veðurs.Fyrst um sinn verða þeir í heimahesthúsinu þartil búið er að gera stóðhestahúsið endanlega klárt fyrir veturinn.Hálmurinn er enn uppí Hvalfirði og verðum við að fara að drífa okkur í að sækja hann.Það er mikið gott að vita af þeim innandyra vegna óveðurins sem skellur hér á í fyrramálið.Við reyndum að undirbúa okkur einsog hægt er fyrir óveðrið en einhvernveginn grunar okkur um að eitthvað muni fara hér í Ásgarðinum næsta sólarhringinn.Miðað við veðrið sem gekk hér yfir fyrir nokkrum dögum þá á þetta að verða verri skellur.Við fórum extra vel yfir dýrin útí búi og vonum bara það besta.

Sabine selur og selur folöld frá Ægisíðu!!! Þau eru minnst kosti orðin 8 sem að eru pottþétt seld en það er hægt að kíkja inná sölulistann hjá henni hér http://www.gaedingur.com/s-foals.html og þar sést hvað er selt og hvað er óselt.Ég er mikið ánægð að þessi tvö jörpu undan Hrók eru seld og þetta stóra móálótta en þau eru ansi hreyfingarfalleg.Sláturdagur er ákveðinn en það sem ekki selst á næsta Sunnudag fyrir klukkan 13:00 í réttinni við Þykkvabæjarafleggjarann fer beint á sláturbílinn.Ef einhver hefur áhuga á að versla sér folald á góðu verði þá kosta þau 35.000-STAÐGREITT og afhendist folaldið sama dag.Feðurnir eru Hrókur Kormáksson frá Gíslabæ og Prins Oturssonur frá Hraukbæ en Prins var seldur til Noregs þannig að þetta eru síðustu fæddu folöldin hans á Íslandi.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59898
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 07:31:05