Heimasíða Ásgarðs

01.05.2009 02:32

Dóra borin 30/4


Stolt Dóran með stelpurnar sínar.

Dóra bar í dag tveimur vænum gimbrum.Ekki málið hjá henni Dóru,gerði þetta allt sjálf á meðan ég var að stússast í fjáhúsinu.
Ég er ekki frá því að þessar gimbrar séu svolítið ásetninglegar,stórar og kraftmiklar stelpur sem voru farnar að hoppa enn blautar og nýkomnar í heiminn!

Ásetningur án vafa emoticon .

Þá eru ekki nema 6 óbornar af þessum 10.
Nú auðvitað hegðar maður sér einsog um stórbúskap sé að ræða og lifir sig inní hver augnablik þessa dagana í fjárhúsinu.
Það kemst ekkert annað að en kindur og aftur kindur.

Hestar...............? Er það eitthvað álegg ofaná brauð???
Man ekki að hafa heyrst né séð svoleiðis skepnu hehehehe........emoticon

Þartil næst elskurnar mínar,haldið ykkur fast í músina og dettið varlega af stólnum í næsta bloggi.

Ég finn alveg á mér að það verður eitthvað rosalegt!
Hmmmmmmmmm............................Held það sé kominn næturgalsi í mig emoticon
Góða nótt!

30.04.2009 03:09

Tóta og Hauskúpa bornar 29/4


Tóta tindilfætta með soninn.

Tóta var borin tveimur lömbum,gimbur og hrút í morgun þegar að Hebbi fór að kíkja á dömurnar í fjárhúsinu.
Ekki málið hjá henni Tótu þó lítil sé,hún sér alltaf um þetta sjálf þegar að enginn sér til.

Hauskúpa gerði sig líklega til að bera seinnipartinn í dag.
Allt tók þetta sinn tíma,krafsa,leggjast og standa upp á víxl þartil hún loksins ákvað að núna skildi hún fara að remba lambinu út.

Hauskúpa með sinn son.

Ég varð að grípa inní því lambið sem var greinilega hrútur stóð fastur á hornunum og ég var alveg að gefast upp þegar að hann loksins fór að mjakast út og ég var orðin dauðgrædd um að ég væri að slíta lambið í sundur í látunum.

Þetta var rosalega stór og myndarlegur hrútur,tæpara mátti það nú ekki standa með hann því að tungan var orðin blá og hann var líflaus og andaði ekki.

Eftir smá hrist og nudd þá loksins tók hann fyrstu andköfin og fór að hjaðna við og það leið ekki löng stund þartil hann var farinn að brölta á fætur og leita að spena.

Farin að sofa gott fólk,kallinn fer svo í fyrramálið og kíkir á þær óbornu á meðan ég fæ að lúlla út emoticon .
Gott að eiga góðan kall emoticon sem leyfir manni að sofa frameftir.

29.04.2009 02:01

Hermína borin 28/4


Hermína í átökum.

Hermína er borin og það gekk ekki átaklaust fyrir sig.Fyrra lambið sem var stór hrútur sneri þvílíkt vitlaust inní henni og kom hann út dauður.
En nett og sæt gimbur skaust útí í heiminn þegar að stóri bróðir hætti að blokka veginn.

Lambadrottning mætt á svæðið emoticon .

Á meðan ég var að streða við að hjálpa Hermínu með hjálp góðra vina þá var dóttirin heima að sörfa á youtube og fann þetta líka snilldarinnar kindamyndband emoticon vóv!

Bara snilld!!!!!!!!!

25.04.2009 20:47

Gleðilegt sumar!


Gleðilegt sumar og takk fyrir liðið elskurnar mínar.
Veðrið er sannarlega að verða sumarlegra með degi hverjum og grös farin að gægjast upp í túnum og högunum.
Ég fór myndarúnt í dag og Súsý litla fékk sér sundsprett í sjónum fyrir mig og cameruna.

Bloggið er að fæðast í þessum pikkuðum orðum.
Er að elda dýrindis Roastbeef kosningarsteik sem er farin að hitna ansi mikið í ofninum!
Blogga meira seinna í kvöld!
 

Næsti daguremoticon .

Áframhald á blogginu eftir mikla vökunótt.
Ætla nú ekki að fara að tjá mig um stjórnmál en mér líst ágætlega á allt þetta nýja fólk sem inn er komið á þing.
Bara gott að fá nýtt blóð inn og gamalt út.

Ég fór rúnt í merarstóðið í gær og smellti af nokkrum bumbulínu myndum.

Heilladís frá Galtarnesi er því miður geld,hún hefur aldrei áður klikkað en auðvitað er hún farin að reskjast blessunin enda orðin 20 vetra.
Ég læt kíkja á konuverkið í henni fljótlega til að athuga hvort allt sé ekki í lagi og jafnvel láta skola hana út.
Doksi sér um að ákveða hvað sé best að gera fyrir hana.

Ég er langt í frá tilbúin til að leggja henni sem ræktunarhryssu enda er Heilladís mjög hraust og með afbragðsfínar fætur.
Þetta var alveg þrusudugleg reiðhryssa á sínum tíma og fór inná LM 2000 í unglingaflokki.

Toppa Náttfaradóttir er einnig geld og fær hvíldina í haust,Hebbi vill gefa henni sumarið og svo fær hún að fara enda orðin 25 vetra gömul.
Búin að skila 8 lifandi afkvæmum eftir að hætt var að nota hana sem reiðhross.
Hennar aðalvandræði í gegnum tíðina hefur verið að fyljast en skepnan hefur gríðarlega matalyst og blæs út einsog hvalur í holdum og það hefur tafið oft á tíðum fyrir því að hún fyljist.

Hún skilur eftir sig hér í Ásgarðinum tvær hryssur sem Hebbi minn ætlar að eiga.
Hana Hyllingu Brúnblesadóttur sem var tamin í tvo mánuði og kom bara vel út sem reiðhross.

Hylling í góða veðrinu í gær.

Það þurfti ekkert að gangsetja hana neitt sérstaklega,hún bara tölti og brokkaði einsog herforingi strax með góðum áframvilja.
Hún var alþæg og traust reiðhryssa líklega klárhross með tölti því við urðum aldrei vör við fimmta gírinn í henni,kannski leyndist hann þarna á bakvið enda Náttfari gamli afi hennar.

Hylling þurfti endilega að skemma á sér sin í afturfæti þannig að hún var bara tveggja mánaða tamin og sett svo útí stóð en ör sést enn á fætinum en meiðslin há henni ekkert í dag.

Hin hryssan sem Hebbi minn ætlar að eiga undan henni er hún Drottning Askdóttir sem Toppa kom með óvænt í fyrra.
Sú stutta er með frábært geðslag,spektist hratt og vel og er hin þægilegasta í allri umgengni.

Drottning Askdóttir.

Kallinn var svo heppinn að fá þennan líka flotta lit en hún Drottning er leirljós tvístjörnótt.

Frábærar fréttir fékk að utan í dag en hún Kirsten sem keypti Ask Stígandason pabba Drottningar er farin að ríða honum um allt og er himinlifandi með hversu jákvæður og þægilegur reiðhestur hann er.
Hún segir þetta vera ævintýri líkast að fengið þennan stóðhest og sér ekki eftir því að kaupa hann.

Hinar hryssurnar eru allar fylfullar og sú sem ætlar að gleðja okkur allrafyrst með folaldi er hún Skjóna mín (Fjalladís) en hún fékk snemma við honum Glófaxa Parkersyni frá Kópavogi.

Dísus hvað ég er spennt,krossa fingur að ég fái merfolald!!

Skjóna var eitt af mínum allra bestu reiðhrossum í mörg ár.
Hennar aðall var rosaleg yfirferð á tölti og brokki með hárri fótlyftu sem ekki þurfti að smíða í hana.

Skjóna er ein af þessum hrossum sem þú sérð ekki á básnum og labbar framhjá,hún er ekki falleg blessunin en þegar að hnakkur og maður er kominn á hana þá gerir hún meira úr sér:)

Stundum háði það henni hversu háa fótlyftu hún hafði og sérstaklega af stað fyrstu metrana áður en hún hitnaði.

Þá vaggaði hún hausnum hægri-vinstri og það gat verið skondið að sitja á henni og finna hvernig hún tók mann með í hreyfingunni.
Svo þegar að hún hitnaði þá lagaðist hún.

Hún var rosalega fótviss skepnan! Það var alveg sama á hvað maður beindi henni á,hún fór það án þess að skrika nokkurn tíma fótur.

En hún þurfti endilega að slasa sig á afturfæti í ferð fyrir nokkrum árum og hefur hún verið í folaldseignum síðan.

Í dag er ætlunin að ragast aðeins í hrossunum og taka trippin úr merarhópnum en fylfullu hryssurnar þurfa að fara að fá frið fyrir öllum þessum fíflagangi í ungviðinu.

Vala frá Víðihlíð.


Sæladís Stælsdóttir frá Ásgarði.

Sæladís Sokkudísardóttir hefur blásið út úti í vetur og er orðin hærri en mamma sín.
Perla vinkona hennar er í baksýn.

Veturinn hefur verið afar hestvænn fyrir útiganginn og okkur líka.
Við höfum ekki þurft að moka snjónum frá að útigangsstæðunum líkt og í fyrra og hitteðfyrra.
Alltaf verið traktorafært.

Í gær var aldeilis stuð á stóðhestum í góða veðrinu.


Völusteinn Álfasteinsson
 á harðaspretti.

Þegar að ró var komin á stóðhestana og þeir komnir aftur inní stíurnar sínar þá fengu kindurnar að fara útá kroppið.

Hermína frá Stað.

Þær eru að springa og eiga tal á Þriðjudaginn ef mér reiknast rétt út.
Verð samt að hafa auga með þeim frá deginum í dag til öryggis.

Alltaf á vaktinni þessi svarti gemsi og vakir yfir hinum á meðan þær eru á kroppinu.

Hauskúpa frá Hrauni.

Brynja Beauty frá Ásgarði á kroppinu.

Og alsystir Brynju hún Sibba Gibba þribbalynguremoticon .

20.04.2009 17:01

Dáð frá Ásbrú til sölu/for sale

Það var að detta inn hjá mér á sölulistann spennandi hryssa og ekki síður spennandi það sem inní henni er emoticon .

Það er hún Dáð frá Ásbrú undan Þristi frá Feti og Dögun frá Feti.


Dáð frá Ásbrú

Það þarf ekki að kynna föður hennar hann Þrist frá Feti flestir ef ekki allir þekkja þann glæsilega hest.

Þristur frá Feti.

Móðir hennar Dáðar er hún Dögun frá Feti sem er sýnd hryssa með fínann klárhesta dóm.Sú hryssa er undan Blika frá Höskuldstöðum og Gullrönd frá Reykjavík.

Dáð er með IS númerið IS2003281382 fyrir þá sem vilja skoða hana nánar í 
http://www.worldfengur.com/Vökull frá Síðu.

Dáð er fylfull við hinum geysiflotta og faxprúða 1 verðlauna hesti Vökli frá Síðu sem hefur verið að gefa folöld sem hafa verið í efstu sætum á folaldasýningum bæði hjá Sörla í Hafnarfirði og Mána í Keflavík.

Jaki frá Síðu vann folaldasýningu í Sörla 2008.

Hér er umsögn um Jaka:
Folaldið sem sigraði, Jaki frá Síðu, er undan heimahesti frá Síðu sem heitir Vökull og er undan Adam frá Meðalfelli og Védísi frá Síðu. Vökull er 1. verðlauna stóðhestur en móðir hans er Saga frá Syðra-Langholti, undan Ljóra frá Kirkjubæ. Jaki er sótrauðtvístjörnóttur, vel þroskaður, stór og háfættur. Hann fór mest um á hreyfingafallegu og fjaðrandi brokki en greip líka tölt. Hálsinn einstaklega langur og vel settur og höfuðið frítt og fínlegt.

Aldís frá Síðu sem er einnig dóttir Vökuls sigraði í merfolalda flokknum hjá Mána 2009 og var einnig valin glæsilegasta folaldið af ríflega 40 folöldum sem mættu á sýninguna.

Endilega hafið samband við mig ef þið viljið vita eitthvað frekar um hana Dáð frá Ásbrú í netfangið ransy66@gmail.com


18.04.2009 00:15

Kanínur paraðar á fullu og eggjasöfnun

Ég stend varla í fæturnar eftir síðust tvo daga því þegar að kanínurnar vilja fara á stefnumót þá verð ég að hlýða kalli náttúrunnar og opna búrin hjá dömunum og flytja þær yfir í karlalínuna og skoða ættir og finna út óskyldann eða fjarskyldann herra handa þeim.

Nú svo þarf að skúra og skrúbba og bóna búrin á fæðingarganginum svo þær geti nú skilið við kallana eftir fjörið því það er ekki hægt að bjóða þeim uppá að vera hjá þeim í marga daga eins óstýrlátir og þeir verða á þessum tíma emoticon .

Nú svo er maður á höttunum eftir hænueggjum (frjóum:)og nú er svo komið að stóra útungunarvélin fer í gang enda búið að safna allmörgum eggjum í hana.
Ég fékk hátt í 50 egg úr þessum flottu dömum.

Hér er svo annar pabbinn að eggjunum en hinn var vant við látinn að kroppa eftir ormum og öðru góðgæti í veðurblíðunni í gær.

Núna liggja ansi margir yfir stóðhestablaðinu og hvar sem maður kemur inná kaffistofur er verið að vega og meta hvaða stóðhestur/ar eigi nú að verða fyrir valinu í sumar.

Ég sá einn flottan í vikunni og slef.....................emoticon
Hvernig var lagið aftur "ef ég væri ríkur"dararararararara.........emoticon

Hversu glögg eruð þið kæru lesendur mínir?

Þekkið þið þennan faxprúða höfðingja??

13.04.2009 15:58

Áttu þvottavél og ískáp?

Hæ hæ kæru lesendur mínir emoticon

Mig bráðvantar að finna fyrir vin minn þvottavél og ískáp á mjög sanngjörnu verði!
Ég er búin að þvælast um allt á netinu en er að gefast uppá að finna eitthvað þar,enda alltaf á eldgömlum auglýsingum þarsem hlutirnir eru löngu seldir.
Sendið póst á netfangið ransy66@gmail.com ef þið hafið eitthvað handa honum emoticon .

Annars er allt gott að frétta,komnir ungar úr hænueggjum og verð ég víst að setja strax í aðra vél því fyrirspurnir um íslenska hænuunga fara vaxandi.

11.04.2009 22:09

Páskatúr Mánamanna

Gleðilega Páska allir nær og fjær.

Einhverntímann hefði maður ekki mátt missa af árlegri Páskareið Mána en í dag sat ég bara inni í hlýjunni og horfði á hópinn renna framhjá Ásgarðinum og niður að Garðskagavita þarsem stoppað var á veitingastaðnum Flösinni.

Yndislegt að koma þangað ríðandi á vorkvöldum og leyfa hrossunum að kroppa í hólfi sem þar er á meðan maður fer og fær sér Rjómatertu eða eitthvað annað girnilegt.

Verst hvað það er stutt fyrir mig að fara,það tekur því ekki að leggja hnakk á hest hehehehehehe.................emoticon

Heldur var napurt og vindasamt í dag en þrátt fyrir það þá taldi ég 32 ríðandi og sumir með tvo þrjá til reiðar.

Ég gat ekki á mér setið þegar að hópurinn lagði af stað tilbaka og stökk útí bílskúr á stuttbuxunum og kom mér fyrir í dyragætt og skaut svo á hópinn í gríð og erg.

Siggi Vill er greinilega með haukfrán augu og sá kallinn mig þarna og það var sko gefið í og kom kallinn ríðandi nánast innum bílskúrsdyrnar hjá mér!

Kallinn var vel ríðandi og engin lognmolla þegar að hann er kominn í hnakkinn.

Ég kem í hlaðið á hvítum hesti.......................emoticon


Það var gaman að spjalla við hann Sigga en ekki mátti hann stoppa lengi og
skildi hann við mig í rykmekki miklum svo ég stend enn á öndinni!

Hvar skildi nú pústið mitt vera?Hóst.................hóst...............emoticon!

09.04.2009 20:04

Kanínusalurinn mokaður:)

Ég var svo heppin um daginn að fá galvaskann hóp af krökkum hingað sem eyddu tveimur eftirmiðdögum í að moka undan kanínubúrunum.

Gestur yfirmokari og Dögg undirmokari.

Mitt bak ræður ekki lengur við að bogra undir búrin þannig að ég var  næstum því bara uppá punt á meðan krakkarnir rusluðu út skítnum á mettíma!

Siggi öðru nafni ...........Massssssinn...............emoticon !

Það fóru líka nokkrir lítrar af Kóki ofaní mannskapinn og héldum við veglega pizzaveislu um kvöldið.

Kristján að stöffa brauði í gibburnar emoticon .

Seinni daginn sporðrenndu krakkarnir niður einum hrygg og læri takk fyrir enda búin að vinna vel fyrir því emoticon .

Krissa yfirharðstjóri.

Þakka ykkur æðislega fyrir krakkar mínir,það er alveg ómetanlegt að vita af svona ungu,hraustu og skemmtilegu fólki emoticon .

Þið eruð LANGFLOTTUST!!!!!!!!!

07.04.2009 19:45

Kvennatölt og Vænting Hróks seld

Rosalega er ég búin að vera á miklum þönum síðustu dagana.

Bilað að gera hér á bæ og með flensu með því.Það þýðir víst ekker að leggjast uppí rúm og væla stöðugt,ég tók bara verkjalyf og hitalækkandi og hélt mínu striki.

Teipið flaug af í einni beygjunni emoticon ! Mynd Valgerður Hrauniemoticon .

Einhverntímann um daginn var Kvennatöltið hjá Mánakonum og drifum við Hrókur okkur af stað hann nýstíginn uppúr básnum/bælinu einsog ég.

Það kom í ljós hvað var að í vetur með framfæturnar en karlræfillinn minn hefur fengið snert af hófsperru fyrir norðan,ekki hefur hann átt að svelta þar og fengið fullmikið af góðu fóðri.

En hvað um það,við tókum þátt og það var mjög gaman en það vantaði alveg alla snerpu í okkur.
Gerum bara betur næst og pössum okkur að taka inn lýsið okkar og að vera aðeins heilsuhraustari.

Rosalega voru flott hross þarna,Mánakonur eru sko vel ríðandi það get ég svo svarið emoticon .

Ekki leiddist manni heldur að horfa á 4 flokkinn sem kallast því virðulega nafni Fíflaflokkurinn emoticon .

Salurinn argaði af hlátri og þulurinn missti á tímabilið andlitið þegar að hún sá múnderingarnar á dömunum hnéhnéhné.............emoticon .
Til hamingju stelpur og takk fyrir skemmtilegt kvöld.

Um helgina fórum við með Cathy vinkonu okkar inní Fák að prófa hryssu sem hún er búin að kaupa af okkur en þetta var önnur ferð hennar til að skoða gripinn.

Cathy komin á Væntingu sína.

Vænting Hróksdóttir er víst á leið út til Ameríkunnar í haust en ekki fyrren hún er búin að hitta flottan stóðhest í fallegum lit.

Cathy kolféll fyrir merinni sem er einsog vænta mátti algjörlega bombproof og þægt reiðhross með þægilegann vilja.


Alsæl á íslenskum hesti og það bara í 6 sinn  emoticon .

Mest þótti henni varið í að það voru þrennskonar bremsur á merinni.
Mjúk var hún undir bossanum á henni og það skipti höfuðmáli líka.

Við fengum að sjá gríðarlega flotta og vel tamda hryssu hjá henni Hrefnu inní Fák.

Sú er undan Tígur gamla frá Álfhólum og Piltsdóttur.
Rosalega rúm á gangi og stálörugg hryssa sem ég væri alveg til í að eiga.
Djös....................mar..............!
Ég er að selja en ekki kaupa!!!!En ég veit svosem ekki hvort hún er til sölu.

Hún væri flott fyrir mig á Knapamerki 3 því hún er búin að fara í gegnum fyrstu Knapamerkin með stæl.

Það má láta sig dreyma er það ekki emoticon ?

Þartil næst farið varlega með ykkur emoticon .

29.03.2009 13:05

Folaldasýning Mána


Listaverk frá Binna og Ásdísi Keflavík.

Þvílík folaldasýning sem var hjá Mána í gær! Þarna sáust þvílíkir gullmolar að manni langaði til að stinga þeim í vasann og stökkva með þau heim:)
Mikið er líka gaman að sjá hve þroskuð og vel fóðruð þau eru og það er greinilega mikið lagt á sig að halda þeim hreinum og fallegum.

Glæsigripur frá Palla Jóa og frú úr Grindavík.

Þetta var meira á köflum listaverkasýning í mínum augum og vona ég að eitthvað af þeim hátt í 600 myndir sem ég tók skili sér í þokkalegum gæðum og komist fyrir sjónir ykkar sem fyrst.


Gullfallegt folald úr Garðinum frá Jóni Steinar og family.

Ég þarf svolítinn tíma til að pikka út þær bestu og flokka og svo set ég þær inní albúm þarsem alir geta skoðað.
Gefið mér bara smá tíma elskurnar mínar emoticon .

Búin að setja inn bestu myndirnar frá folaldasýningunni.
Klikkið HÉR til að sjá.

26.03.2009 22:30

Tölt og smali framundan:)


Suddi,Hrókur og ég alveg suddaleg í kuldanum.

Veðrið er búið að vera heldur napurt ef sú gula hefur ekki sýnt sig og falið sig á bakvið skýin.

Þrátt fyrir það er farið samviskusamlega á bak í þessari viku enda er ég komin með liðstjóra sem sér um að við Hrókur púlum svolítið.

Já" ég er sko komin á Hrókinn minn aftur þessa elsku og búin að skila stóra bróður honum Biskup útí rúllu aftur.

Framundan er keppni sem verðu mikið skemmtileg en það er tölt og smali takk fyrir sem við ætlum að skella okkur á við Hróksi.

Það verður ekkert gefið eftir á morgun og ætlunin er að rústa þessu,
að sögn liðstjórans okkar í rauða liðinu en það er hún Sunna Sigga sem sér um að berja í okkur keppnisandann með sóma emoticon lemji lemj........hnéhnéhné.....emoticon .

Ég tek bara undir það og við Hrókur gefum ekkert eftir og munum taka á öllu okkar sem við getum á morgun.

Það var æfing í kvöld og gekk allt upp og það svo vel að Hrókur var farinn að gera allar æfingar hugsunarlaust og sat mín bara einsog hefðardama á meðan klárinn púlaði þetta innanum allar smalakeilurnar hehehehehe................emoticon

Það er ýmislegt lagt á mann emoticon .
Ég held bara að liðstjórinn hafi verið þokkalega sátt með okkur:)

Væri samt ekki skemmtilegra að hafa nokkar skjátur í salnum bara í staðinn fyrir appelsínugular keilur?
Spurning hvernig það færi emoticon !
 

23.03.2009 12:38

Heljar og Pálmi farnir af skerinu:)


Farnir til Ameríkunnar að leita nýrra ævintýra.

Þá eru vinirnir farnir og þrátt fyrir að ég hafi verið farin að óttast að sitja uppi með þá hér þá kom smá söknuður í mig þegar að ég kom í stóðhestahúsið að sinna verkunum en þá vantaði blesana tvo.
Yndislegir folar með frábært geðslag!

Vorið er sko komið skal ég ykkur segja!

Síðastliðinn Fimtudag heyrði ég í Tjaldinum niður í fjöru og næsta dag kom Lóan í Ásgarðinn með sinn yndislega söng og sá ég hana líka á fluginu.

Sílamávurinn kom svo um helgina og það er farið að grænka í lautum.

Í dag verða kindurnar rúnar og þá ætla ég að telja í þeim fóstrin hehehehe............emoticon .

Brynja Beauty.

Nei"kannski ekki alveg en þá ætti ég að sjá hvort hann Kátur Flankasonur hafi lembt þessar 10 sem hann fékk og svo fór ég með mömmu hans og systur annað undir gamlann höfðingja.

Hauskúpa.

Líklega eru flestar með lambi en þær blása út þessa dagana og eru orðnar stirðar þegar að þær standa upp þessar elskur.

Forysta.

Ég er nú alger nýgræðingur í þessu kindastússi en þetta er einkum gert með það í huga að fá kjöt í kistuna og hafa auk þess gaman af þessu.
Þessvegna er ræktunarstefnan hjá mér kannski ekki alveg einsog á stórbúunum sem þurfa að stóla á að hver kind gefi sem mest og að skrokkarnir stigist nú sem hæðst.

Mín ræktunar markmið sem hobbý bónda er fyrst og fremst góð mjólkurlagni+góðir móðureiginleikar,frjósemi verður að vera í lagi,handföng eru alveg nauðsyn til að bæði prýða kindurnar auk þess að auðvelda vinnu við þær og liti vil ég hafa auganu til skemmtunar emoticon .

Tóta tindilfætta.

Allar kindurnr á bænum fyrir utan eina eru með þessa kosti en þessi eina er sæðingur og við köllum hana Hermínu.
Hermína er gríðarlega stór og mikil um sig,frekar stuttlappa kind og það eina sem kemst að í kollinum á henni er að borða.
Hún varð afvelta sem heimalningur á sléttu túni en náði að velta sér aftur á réttan kjöl.

Hermína ofurbolla.

Að reka hana smáspöl er henni algerlega ofviða.
Hún er svo þung á sér og mikil að hún rekst ekki og það þýðir að hún er alltaf hér heima við allan ársins hring.

Móðureiginleikar eru í lágmarki því að þörfin fyrir að næra sig er ávalt efst í huga hennar.Hún skilur lömbin sín nýborin eftir fyrir brauðmola eða bara heytuggu.

Lömbin hennar hafa þurft að passa sig á því að fylgja henni eftir annars verða þau bara eftir á meðan hún rigsar um hagann að leita að bestu stráunum.

En við fáum okkur ekki til að fella hana blessaða.

Hermína nýtur sín að borða..............emoticon .

Nú svo gegnir hún líka því stóra hlutverki hjá okkur að minna okkur reglulega á hvað við viljum EKKI rækta.

Sibba Gibba sætasta.

Það styttist óðum í sauðburð hjá okkur og hlakkar manni mikið til að "flytja" útí fjárhús og bíða þar eftir litlu krulluðu vorboðunum.

11.03.2009 23:56

Biskupinn að komast í þjálfun:)

Rok og aftur rok og ískalt....................brrrrrr...............nenni ekki á hestbak í þessum kulda þó mér væri borgað fyrir það.

Biskupinn er að megrast í rólegheitum þrátt fyrir að hann hreyfi sig nú ekki mikið þegar að hann fer út á daginn.

Eina sem ég geri er að vigta nákvæmlega ofaní hann tugguna.

Það hljóp nú heldur betur á snærið hjá mér samt um daginn varðandi þjálfun á klárnum en ég tók að mér hestfolald aðalega til að hafa með honum Sváfnir inni en það eru að birtast kúlur í hestfolöldunum  og ekki gott að geyma það mikið lengur að hafa þá útí stóði.

En þessi nýji gaur er heldur betur þroskaður og stór og rosalega ákveðinn við sér stærri hesta!

Feiknastórt folald frá í vor......Biskup er yfir 1.50 á herðarkamb!

Hann tuskast alveg ólmur í Biskupnum og hann er búinn að finna nokkra "takka" á hálsinum á honum og þegar að hann nær að bíta í þessa "takka" þá heyrast alveg svakalega skemmtileg hljóð í þeim gamla og þá er honum mikið skemmt honum "litla" Prins.

Betra verður það ekki hjá mér,Biskup kemur inn sveittur eftir lætin og  tuskið.Það er af sem áður var þegar að hann hékk við dyrnar á meðan ég mokaði út og beið eftir að fá að komast inní meiri tuggu!

Meira að segja Hrókur og Suddi gamli eru að tuskast útí við!

Ég get ekki vorkennt 14 vetra hestinum að hreyfa  sig aðeins!

Hróksi að verja folöldin fyrir Biskup stóra bróður sem var ekkert að gera af sér emoticon ?

Hróksi tók strax "litlu" drengjunum sem smá folöldum sem hann ver með kjafti og klóm ef honum finnst þeim á einhvern hátt ógnað.

Eina sem er öðruvísi núna með þessi folöld núna er að Prins sem er enn folald en hegðar sér einsog hann væri eldri og tuskast þessi ósköp, líka í Hrók!

Vanalega gapa folöldin og geifla sig framan í Hrók og sýna þarmeð að þau eru bara lítil og lágt sett og virða hann en Prins tætist bara áfram í áflogum við hann hehehehehe...............emoticon .

Ekkert smá duglegur og hraustur hann Prins kallinn emoticon .

Ég rakst á fyndið vídeó á youtube en í kvöld verða víst flest ef ekki öll tónlistarmyndböndum eytt útaf youtube og mikið rifrildi er í gangi á þeim bænum.

Þá sýnir maður ykkur bara eitthvað annað en tónlistarmyndbönd.


Kíkið á þennan voffa ganga í svefni! Hann hlýtur að hafa verið að dreyma að hann væri að elta kött!!!!!!!!!
 

05.03.2009 23:27

Folöldin örmerkt:)

Hér gengur allt sinn vanagang þrátt fyrir kulda og rok.
Við vinkonurnar tókum okkur til í gær og örmerktum folöldin hér á bæ.
Ekki lengi gert enda fá eftir,því hluti af þeim eru flogin útí heim til nýrra eigenda.
Eitt hestfolald var tekið á hús enda hefur hann ekkert með mömmu sína lengur að gera og orðinn alveg gríðarlega stór og vænn.

Sváfnir Hróksson er búinn að orga síðan í gær emoticon !

Ef ykkur vantar örmerkingu þá klikkið hér og pantið emoticon .
Hún vinkona mín er alveg eldsnögg að þessu!

Stóðtittirnir urðu ástfangnir af geldingunum emoticon .

Nú svo í dag voru tveir geldingar teknir úr merarstóðinu og settir uppí stóðhestahús. Ég er alltaf svolítið rög að hafa geldinga með fylfullum merum og ungviði,þó maður sjái kannski ekki að þeir séu með læti þá þurfa þeir ekki nema rétt að líma aftur eyrun í rúllunum og þá eru elstu og rögustu hrossin fari frá um leið.
Gamla goggunar röðin riðlast til og það er alveg næsta víst að geldingarnir standa alltaf í besta skjólinu og passa sig á því að standa alltaf við bestu rúlluna þó þeir séu jafnvel pakksaddir.
Leggjast jafnvel í heyið til að passa að enginn komist að!

Við vorum að panta áburð..................þetta er bara ekki fyndið lengur.
Hefur reyndar aldrei verið fyndið en núna þarf maður að fara alvarlega að spá í því hvaða skepnur eru að gefa það af sér að þær fái að lifa áfram.
Það er niðurskurður framundan en auðvitað ekki fyrren í haust.

Einn ég sit og sauma...........emoticon

Hrókur er óðum að ná sér og farinn að fara út og leika við hann vin sinn Sudda.
Gaman að sjá þá slást einsog þeir séu orðnir  fjagra vetra hehehehehehe:):):)
Biskup sem er allur að verða einsog hestur í laginu eyðir sínum útí tíma á meðan ég er að moka og gera fínt í hesthúsinu í að standa við hliðið og horfir hann bænaraugum á mig og það skín úr svipnum á klárnum "afhverju fæ ég ekki að hafa rúllu hérna hjá mér........eða tvær"!
Nei" væni minn"...............nú er sko vigtað nákvæmlega ofaní hann tuggan og ekki gramm yfir skammtinn hans á sólarhring!
Hann getur bara farið og leikið sér við hina hestana og verið einsog hross!


Kíkið á þetta þrælskemmtilega myndband og hlustið á þetta frábæra lag og takið eftir.............!!!
Segi ekki meir því að það lesa stundum ungar sálir bloggið mitt emoticon .
Jú"......smá...........emoticon
En ég orgaði þegar að ég fattaði neyðina hjá manngarminum á sviðinu!
Ekki meir um það emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208496
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:02:15