Heimasíða Ásgarðs |
||
27.03.2011 14:45Ungar að klekjast út og matjurtaræktuninAmeraukana ungar. Það gekk ekki nógu vel að unga út hjá okkur úr síðustu eggjum en líklega höfum við klúðrað þessu sjálf með því að færa eggin á milli véla. Silkiungi vinstra megin en Ameraukana unghani hægra megin. Eini unginn undan hana heitnum og vonandi arftaki pabba síns:) En eitthvað fengum við af ungum sem eru lífvænlegir og fallegir og núna bíð ég eftir því að geta kyngreint þá og í þetta sinn eru hanar velkomnir því hænurnar misstu herrann sinn óvænt en hann varð bráðkvaddur öllum að óvörum. Ameruakana hæna vonandi:) Mig grunar að mýsnar hafi jafnvel borið eiturkornið úr kössunum og haninn hafi komist í það. Hér eftir verða bara notaðir eiturkubbar sem að mýsnar ná ekki að bera um allt en þær taka kornið og bera það útúr kössunum og í holur sínar að sögn meindýraeyða sem hingað koma og selja okkur eitur. Mín er að forrækta matjurtaplöntur útí bílskúr og þar fær maður heldur ekki frið með neitt. Lítil óþekktarmús komst í plönturnar mínar og tók sig til og gróf upp fræin og þegar að þau fræ sem eftir urðu að jurtum þá kom músarskömmin og át laufblöðin ofanaf plöntunum! Matjurtaspillirinn í gildrunni. Kallinn var fljótur að spenna upp gömlu góðu músagildrurnar og í nótt náðist skemmdarvargurinn en auðvitað þurfti hún að naga fyrst blöðin ofanaf litlu plöntunum mínum áður en hún ákvað að smakka á hnetusmjörinu í gildrunni. Ég verð bara að kaupa meiri fræ og hamast sem óðust við að setja niður enda vor í lofti og allt að ske! Hafið það gott í góða veðrinu elskurnar mínar:) Skrifað af Ransý 22.03.2011 11:11Óþekktarfolöld í Ásgarðinum!Mímir frá Ásgarði til sölu/for sale Í dag var gjafadagur hjá stóðinu og allir orðnir vel svangir eftir kolbrjálað veður sem gekk hér yfir í gær/nótt. Með réttu átti að gefa í gær en veðrið hamlaði því að nokkuð yrði gert útivið. Meðan ég drakk kaffisopann minn um hádegið og horfði útum gluggann á stóðið bíða við hliðið þá brá mér heldur betur í brún. Ægir frá Ásgarði til sölu/for sale Sé ég hann Ægir Stórstjörnu/Astróson teyga af krafti mjólkina úr henni Heilldaís! Ekki tók nú betra við þegar að hann var búinn að fá nægju sína en þá komu þeir vinirnir Gulltoppur Freistingar/Hrókssonur og Mímir Fjalladísar/Astrósonur og stilla sér upp sitthvorumegin við þá gömlu og totta svo ákaft úr henni mjólkina!! Gulltoppur frá Ásgarði Sú gamla er greinilega geld og enn að mjólka sínu eigin folaldi og þegar að ólétturnar voru að geldast upp og fóru að sparka sínum folöldum frá sér þá hafa þeir áttað sig á þessu fimm stjörnu júgra þarna hangandi neðan í henni Heilladís og ekki verið lengi að semja við þá gömlu að fá að vera með dóttur hennar um herlegheitin! Núna skil ég hversvegna sú gamla sem er að verða 22 vetra er ekki nógu fín í holdum hjá mér. Hún er laus í holdum en rifbeinin finnast glatt og ekki gaman að vita af henni í þessu þjónustuhlutverki og dreif ég mig strax út til að kippa inn sökudólgunum sem voru ekki alltof hamingjusamir með mig. Heilladís hefur áður tekið að sér folald en það skeði hér fyrir 5 árum að hryssan hennar Röggu vinkonu varð bráðkvödd hér niður á bakka og eftir stóð nokkurra daga gamalt merfolald. Heilladís frá Galtarnesi með Sif og Von. Ég ákvað að gefa þessu sólahring og skerast svo inní leikinn og gefa því en næsta dag þá var sú stutta komin undir hana Heilladís sem mjólkaði ofaní hana og sitt eigið folald sem er hún Sif í dag. Von og Sif eru hinar vænstu í dag og Von er komin í tamningu inná Mánagrund en Sif varð svona ofboðslega skotin í honum Astró í fyrra að hún fékk að hitta hann og gengur hún með annað afkvæmið hans núna. Skrifað af Ransý 19.03.2011 23:56Áttu flottan litastóðhest?Astró og Eðja að búa til bleikvindótt/litförótt? Er með kaupanda að góðum stóðhesti í flottum lit. Hesturinn verður að vera undan 1 verðlauna foreldrum. Óskalitirnir eru Bleiklitförótt,móvindóttur,móálóttur,moldóttur eða fallega skjóttur þarsem hvítt er ekki nema cirka 50% og alsekki með hvítt andlit(Slettuskjótt). Fleiri litir koma vel til greina. Þetta er kannski svolítið langsótt en þarsem væntanlegur kaupandi á næga seðla þá ert vert að reyna að auglýsa fyrir hann ekki satt:) Ef þú ert með draumastóðhestinn handa þessum manni þá vinsamlega hafðu samband við mig í síma 869-8192 eða í netfangið ransy66@gmail.com Myndir og lýsing á grip vinsamlegast fyrirfram þakkaðar:) Vídeó væri líka alveg toppurinn! Skrifað af Ransý 17.03.2011 15:26Ugla sat á kvisti........Brandugla Ég var á ferð um daginn í Grindavík og þá gekk ég næstum á þessa Brandugla sem sat hin rólegasta á staur og góndi útí loftið. Hún sat sem fastast á meðan að ég færði mig nær og nær með cameruna og stundum varð ég að blístra á hana til að hún liti nú í linsuna en ekki eitthvað útí loftið:) Á svona mómentum á maður að hafa fullhlaðin batterýin og cameruna heita en ekki við það að frjósa eftir hvern smelltann ramma en það var rosa kalt þennan dag. En ég er nú soldið ánægð með árangurinn samt:) Skrifað af Ransý 13.03.2011 23:05Lappi lappalangi farinn heimLappi og Tobba Anna Hann Lappi síðasti hvolpurinn úr gotinu hjá Tobbu Önnu var sóttur í gær og er hann verðandi minkaveiðbani í Borgarfirðinum. Hann fór á flott heimili en hann er orkubolti mikill en mjög skemmtilegur og öskufljótur að læra. Ég dró vanalega úr því við fólk að taka hann vegna þess að ég vildi að hann færi þarsem hann kæmist í vinnu en mig grunar að hann hafi verið of vinnusamur til að geta orðið góður sófahundur. Nú bíð ég spennt eftir fréttum af honum Lappa og vonast til að hann verði nú duglegur minkaveiðihundur eins og mamma sín og pabbi. Skrifað af Ransý 11.03.2011 19:18Hrossafréttir úr ÁsgarðinumVilji og Súsý á harðahlaupum. Mynd Valgerður:) Hann Vilji Astrósonur er aldeilis búinn að hrista af sér öll veikindin en hann veiktist frekar illa af hestaflensunni síðastliðið haust og þurfti að fá tvívegis pencillín gjöf í 5 daga hvort skipti. Hann er þunnur í holdum ennþá en þetta smá kemur hjá honum. Hann er algjört augnakonfekt á að líta en hans aðall er gríðarleg yfirferð á brokki með miklu svifi og fótlyftu. Svo rúllar hann á töltinu með glæsibrag. Ég fór í dag og skoðaði útiganginn og ég tók undir þær Heilladís,Skjónu mína,Litlu-Löpp og Freistingu og eru þær allar enn að mjólka og í bullandi hárlosi útí þessum kulda. Ég er ekki alveg viss hvort að Heilladísin sé með folaldi í ár en í hitteðfyrra var hún geld og það eftir Hrók sem segir mér að nú sé eitthvað að fara að klikka hjá gömlu minni. Röskva Astró/Heillardísardóttir. Núna gengur undir henni gullfalleg hryssa undan Astró sem ég ætla að eiga og gerði sú gamla mér þann greiða að hafa hana líka í lit en hún er brúnsokkótt með væng. Hinar hryssurnar eru líklega allar með fyli en þetta kemur allt í ljós betur þegar að líða tekur á vorið. Saltþörfin hjá stóðinu var gríðarleg í haust og setti ég nýja vítamínfötu til þeirra seinnipartinn í haust en hún er núna hálf sem segir mér að hjá stóði sem telur cirka 23 hross þá er heyið mjög gott og gjöf í lagi úrþví að fatan er bara rétt hálfnuð núna í Mars. Dýralæknar gerðu mann svo logandi hræddann þegar að flensan gekk yfir og þeir hömruðu á því að hrossin þyrftu að hafa salt og steinefni og líka vítamínfötu hjá sér þannig að hér voru keyptar ef ég man rétt 3 vítamínfötur á síðasta ári. Var þeim útdeilt samviksusamlega,ein í tittahólfið,önnur í réttina við hesthúsið þarsem takmarkað aðgengi var að henni og þriðja var geymd til haustsins og sett inná vetrarbeitina. Fyrir nokkrum árum heyrði ég það að ung folöld ættu ekki að vera nærri slíkum fötum því að þau gætu fengið hjartsláttartruflanir ( ef að þau detta í það) og svo sannfærðist ég enn betur um að slík fata á ekki að vera þarsem ung folöld eru eftir að hafa lesið bók Ingimars Sveinssonar en þar segir hann sá mikli snillingur að meltingarvegur folalda innan við 6 mánaða ráði ekki við það. Maður er altaf að reyna að sanka að sér fróðleik sem nýtist skepnunum á bænum svo maður geti verið stoltur af því sem maður er að bauka við hér:) Skrifað af Ransý 04.03.2011 00:42Rúningur yfirstaðinnHingað komu galvaskir rúningsmenn og sviptu kindunum úr reyfunum en þeim var orðið ansi heitt og orðnar móðar í ullinni sinni.
Toppur frá Hólabrekku á rassgatinu:) Dóra forystukind sem mér þykir mikið vænt um:) 7-8 ára nagli og hraust með afbrigðum! Dóra ætlaði aldeilis að snúa vörn í sókn og tækla rúningmanninn en það gekk ekki upp:) Brynja Beauty bað um Justin Bieber klippingu en ég held að hún hafi aðeins mistekist:) Sibba Gibba verðandi þríburamóðir,sjálf þríburi:) Frakkur Forksonur alveg laus við að hafa allt á hornum sér. Toppur hinsvegar gæti gert það en hann er nú svo mikil dúlla og dekur þessi elska að hann gerir ekki svoleiðis. Eða þangað til einn daginn að maður gleymir sér og snýr rassinum í hann hehehehehe...........:) Hann hélt að við myndum þiggja hjálp um daginn þegar að Frakkur lét illa við okkur en það var nú ekki að ástæðulausu en við vorum að setja fullorðinsmerkin í hann og fann greyið til við aðfarirnar hjá okkur hjónunum. Toppur renndi sér í hann við lítinn fögnuð okkar. Krissa náði því uppá video með símanum sínum,soldið dökkt en samt furða hvað hægt er að gera með þessum símum nú til dags! Skrifað af Ransý 28.02.2011 23:25Tiltekt og ræktun matjurta í fiskikörum að verða að veruleika:)!Krissa og Massinn í aksjón..........:) Vorhreingerning stendur yfir í kotinu og um daginn komu hressir krakkar og mokuðu útúr kanínuhúsinu og gott betur. Gestur yfir ruslaþeytir.........:) Þau tóku sig til og flokkuðu allt rúlluplastið sem safnast hefur hér upp í gömlu hlöðunni til margra ára og úr varð þessi líka rosabingur sem nú er farinn á haugana. Krakkarnir klifu Plast Everest í restina fyrir myndatöku. Hörkuduglegir krakkar sem eiga stórt hrós skilið:) Ýmislegt gamalt kom í ljós sem ég hef ekki séð í mörg herrans ár og flest fékk að fylgja plastinu á endastöð enda ekki hægt að geyma hluti svona endalaust:) Endemis endaleysa er þetta blogg að verða! En eftir að hlaðan var orðin flott og fín þá var henni lokað vel og vandlega því það kom í ljós heill haugur af góðum spæni sem við blésum inn með heyblásara fyrir mörgum mörgum árum. Kallinn kom á teskeiðinni með skeljasand og slétti yfirborðið. Nú næst var að skipuleggja nýja hreina fína hornið en ég er að fara af stað með tilraunaræktun í gömlum fiskikörum en þarna verður mjög hlýtt á sumrin og skjólgott fyrir norðanáttinni og ég kemst í vatn til að vökva allar gersemarnar sem þarna koma til með að spretta upp:) Rosalega er þetta gaman! Hebbinn að hækka undir körin fyrir gigtveiku konuna sína. Konan að tjá sig...! Voðalega er maður eitthvað búralegur:) Búin að mæla fyrirfram á milli kara hvað ég verð grönn í sumar af öllu kálátinu. Neðst í körunum verður hreinn skítur,kanínuskítur og hrossaskítur sem á að hita upp karveginn (enginn jarðvegur þarna:)og svo efst verður góð mold sem ég er búinn að finna hér á landareigninni. Eina sem ég er hrædd við að sú mold sé kannski of sterk en það kemur bara í ljós. Hebbi minn að saga upphækkunina fyrir frúna. Allt nákvæmlega útreiknað svo að hæðin verði sem auðveldust að vinna við:) Á endasprettinu enda alveg búinn á því þessi elska. Vonandi að með heimaræktuðu grænmeti komist heilsan hjá okkur báðum á rétt skrið:) Fyrsta karið komið frá Nesfisk en svona úr sér gengin kör þurfa ekki endilega að enda á haugunum,þau geta orðið þessi fínustu ræktunarkör þó þau gagnist ekki lengur í sitt upprunalega hlutverki. Ef einhver þarna úti á aflóga fiskikör sem eru úr sér gengin og ekki lengur nothæf sem slík þá myndi ég þiggja nokkur en mig vantar líklega 4 kör (af minni gerðinni einsog á myndinni:) svo þau verði 10 alls en kellan er með svo miklar hugmyndir að það fossar útúm eyru,augu nef og munn! Skipulagning verður að vera rétt,jarðaber í eitt kar,gulrætur í annað,þriðja með salati og radísum,fjórða með sykurbaunum og einhverjum góðum nágranna fyrir þær í sama kari,eitt kar fyrir gulrófur og í einu kari verður Vínrabbarbarinn. Hugmyndin er einnig sú að þegar að haustar/vetrar þá verður hægt að taka körin inní geymslu og setja vel af hálmi yfir plönturnar og þá ætti ég að eiga td gulrætur frameftir öllum vetri:) En spyrjum að leikslokum hvernig þetta allt saman virkar,það hljómar nógu vel ekki satt! Endilega commenta og koma með hugmyndir handa mér því að ég er svo spennt og opin fyrir allskyns hugmyndum. Skrifað af Ransý 16.02.2011 23:11Kartöflur teknar upp í blíðunniVínrabbarbarinn er að lifna við. Vorið bankaði á dyrnar hér í Ásgarðinum í dag þrátt fyrir að haustverkum sé enn ólokið. Blálandsdrottning. Blálandsdrottningin var enn útí beði en ég hafði haft vit á því að setja vel af mold yfir þær áður en dagatalið sagði að vetur ætti að vera við það að skella á. Nokkuð vænar margar miðað við gsm inn minn. Við hér á Garðskagatánni vorum orðin hundfúl á endalausu hausti en svo fengum við grimmdarfrost í Janúar og skulfum einsog hríslur og svo loksins snjóaði í byrjun Febrúar. Stóðhestarnir og kindurnar í blíðviðrinu í dag. Í dag 16 Febrúar er hinsvegar allt útlit fyrir að vorið sé að banka fyrsta banki á dyrnar en það eru farnar að kíkja upp nálar og fé er farið að rölta um eftir kroppi og hross farin að fara úr rúllum af og til. Verst hvað hrossin eru agaleg með að róta upp jarðveginum til að næla sér í rætur og nálar og skilja svo allt eftir í rúst:( Hænurnar eru á vappi eftir ormum sem eru farnir að láta á sér kræla. Hlustað eftir ormum og öðru góðgæti. Silkihæna og hani. Kínverksu Silkihænurnar eru hinsvegar alsælar inni og vilja ekki fyrir sitt litla líf vera úti en fiðan á þeim gæti farið úr skorðum við að fá smá gjólu í hana:) Skrautlegur Silkihani. Það er BARA fyndið að sjá þær þegar að ég hef pínt þær út í góðu verði,þær verða hundfúlar og reyna að snúa á kellingun alveg einsog þær geta til að komast aftur inn. Það er ekki viðlit að reyna að koma þeim út þrátt fyrir algert logn og sólskin. Ég er að safna eggjum undan þeim til útungunar en fyrsta útungunarvél er að fara í vorþrif og sótthreinsun og líkur eru á ungum 12 Mars næstkomandi sem verða þá til sölu. Hafir þú áhuga á að fá keypta Silkihænuunga þá hafðu samband í netfangið ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192 Skrifað af Ransý 14.02.2011 00:13Fósturtalningar í fjárhúsinuÞá veit maður það cirka 99% hvað eru mörg lömb í kindunum eða það fullyrða þeir sem að fengu hingað á Suðurnesin hann Gunnar fósturtalningarmann og konu hans að sóna í fjárhúsunum hjá okkur ofurspenntu fjárbændum. Ég er ánægð með útkomuna en svona er staðan hjá okkar 18 kindum: 3 einlembur (tvævetlur að bera í fyrsta sinn) 13 tvílembur (Karen kind er með tvö en annað fóstrið er dautt) 2 þrílembur (Sibba Gibba sjálf þrílembingur og Forysta) Nú er maður farinn að telja niður dagana í sauðburð og á ég ekki til snefil af þolinmæði í meiri bið. Hrútarnir Frakkur Forkson og Toppur Sindrason voru teknir endanlega á hús og Frakkur sem var að missa allt niður um sig var færður úr ullinni. Hrikalega ljótt að sjá ullina flaksandi laflausa á kroppnum á kallinum..........! Enn verra að sjá hann blessaðann eftir meðferðina hjá frúnni en ég fann bara venjuleg skæri í verkið og dundaði mér við þetta en það tók voðalegann tíma. Toppur Sindrason var afar áhugasamur með þetta allt saman. Nú ekki gat ég stoppað úrþví ég var komin í klippistuð og næsta fórnarlamb varð hann Sprelli Angóra högni en hann var kominn langt frammúr áætluðum klippidag og veitti ekki af snyrtingu. Hann var klipptur í þremur hollum svo að hann fengi nú ekki kuldasjokk og svo setti ég upp hjá honum gotkassa að kúra sig í fyrst á eftir á meðan að hann er að jafna sig á nýfenginni nekt. Skrifað af Ransý 05.02.2011 21:16Stóðhestar og aðrir hestar í leikHrókur og Hrafninn að tuskast í snjónum. Váli Hróks/Eðju vildi líka vera með. Loksins fengum við snjó og eru líkur á því að han tolli hér í cirka viku en þá fer að rigna og öll drullan sem er búin að fara í taugarnar á mér birtist aftur. En á meðan snjórinn er svona fallegur yfir öllu og birtir allt upp þá ætla ég að nota tækifærið og taka myndir af miklum móð. Appolonía Spalardóttir frá Víðihlíð. Þessi dama getur teygt sig vel á brokkinu og er hrein unun að horfa á yfirferðina og svifið. Vilji Astró/Sif sonur frá Ásgarði. Vilji sýndi strax tölt og brokk þegar að hann fæddist en svo týndist brokkið og notaði hann eingöngu töltið þartil snjóaði um daginn. Síðan þá er bara brokkað með miklum tilþrifum í snjónum og verður spennandi að vita hvort töltið kemur aftur í ljós á Þriðjudaginn þegar að snjónum rignir í burtu:) Þrúður Hróks/L-Löpp frá Ásgarði. Ekkert smá faxprúð daman og ekki orðin tveggja vetra! Til sölu/for sale ransy66@gmail.com Kóngur Fjalladísar/Hróks frá Ásgarði. Ég tók nú bara ekkert eftir því þegar að ég smellti myndinni af Kónginum að hann var að pissa "perlufesti":) Von Sylgju/Ögradóttir frá Ásgarði. Fallega hringaður makkinn á þessari dömu:) Hvað ætlar þú að gera litla hundspott skín úr augnaráðinu hjá henni þegar að hún lítur á hund lúsina við fætur sér? Biskup frá Gíslabæ. Gamli minn í lofköstum undan Súsý og Buslu sem enn heldur að hún geti hjálpað til við hrossin þó hálfblind sé,með 3 og hálfann virka fætur og hálfheyrnalaus:) Komnir gestir og verð að hætta í bili:) Taka 3 eða 4...........:) Rafmagnið er meira að segja búið að fara af í miðri blogg vinnu og ég hélt að talvan mín fína hefði bara dáið en hún lifnaði aftur við:) Mön frá Litlu Ásgeirsá. Gamla Mönin verður fyrst til að kasta í vor og er hún orðin vel digur. Hróksafkvæmi þarna inní bumbunni:) Nótt Stórstjörnu/Hróksdóttir frá Ásgarði. Nótt er til sölu/for sale Gulltoppur Freistingar/Hrókssonur. Skrautskjóninn á bænum hann Gulltoppur klikkaði í DNA testinu og breytti um föður en það kom í ljós að Hrókur á þennan skjótta strák en ekki Astró. Ég var nú soldið sár ............. ![]() Eitthvað sagði mér að skutla Hrók í stóðið eftir að Astró fór en Hrókur var með merunum í eina viku en svo fór hann í stóðhestahólfið hér heim og þetta varð útkoman hjá honum. Hann hefur alltaf átt brún folöld með Freistingu en í þetta skiptið vandaði hann sig alveg extra vel svona til að leggja áheyrslu á að ég sé ekki að fá aðra stóðhesta hingað því hann segist alveg getað opnað fyrir litatúpuna ef hann vill:) Freisting hefur reyndar aldrei getað fyljast með öðrum stóðhestum en Hrók hvernig sem á því stendur. Við höfum reynt nokkuð marga stóðhesta en hún var reyndar með legbólgur og var skoluð út og gefið pencillín og eftir það hefur Hrókur komið fyli í hana en enginn annar stóðhestur. Ætli það sé ekki best að hún fái bara Hróksa framvegis:) Albúm af hrossunum í Ásgarði 6 Febrúar 2011 Skrifað af Ransý 19.01.2011 23:26Hrossastúss og fleira.......Rjúpa Hróks haugblaut síðasa Sunnudag. Útigangurinn 16 Janúar 2011 Pictures of the horses 16 Januar 2011 Ég er ekki alveg dottin út héðan en ég er farin að eyða alltof miklum tíma í Face Bookið. Málið var að ég var farin að halda að ég væri að missa af svo miklu og líka missa ykkur héðan og yfir á Fésið en þá bara átta ég mig á því að ég er næstum búin að yfirgefa mína eigin síðu! Nú og svo eru hjá mér fullt af fólki sem ekki eru á fésinu og líður bara ágætlega með það og þeim verður að sinna:) En hér er það helsta úr fréttum héðan. Dóttirin er að detta inní hestamennskuna aftur eftir áralanga pásu. Hún fór fyrir nokkrum árum á hestbak með vinkonu sinni fyrir austan og það endaði afar illa. Hestarnir ruku heim á leið og dóttlan mín datt af baki á harðastökki og festi fót í ístaðinu og dróst með hestinum. Hún fékk höfuðhögg og rotaðist og fann fólk hana liggjandi utan vegar með brotinn hjálm á höfðinu. Hún var lengi að jafna sig bæði líkamlega og andlega en hún skaddaðist á hné og baki og varð að fara í aðgerð á hnénu en það hefur háð henni síðan og ekki lagast mikið. Djákni og Krissa Fyrir nokkrum dögum fékk hún lánaðann gamlann höfðingja og nú er burstað og puntað og dekrað við Djákna og svo er hún að æfa sig að leggja við hann og príla á bak og af baki. Núna bíðum við eftir betra veðri til að fara út og prófa gæðinginn. Allt verður þetta tekið í hænuskrefum enda engin ástæða til að æða af stað og missa þann litla kjark sem er að koma. Allt er hey í harðindum sagði beljan og át heyvagninn. Ég segi"allt er kjöt í harðindum og einn af hönunum er á leið í ofninn". Reyttur og sviðinn hani Er ekki tímabært að prófa heima alinn hana úrþví þeir eru svona gríðarlega vænir og fallegir í stað þess að láta þá bara hverfa en það koma alltaf alltof margir hanar úr eggjum miðað við hænur svo að maður er í standandi vandræðum að fóðra þetta allt saman. Nú fyrir utan öll slagsmálin og lætin þegar að karlkynið fær náttúruna. Ussssssss.........Hænugreyin eru bara fegnar að losna við eitthvað af þessum umfram ólátabelgjum. Freisting frá Laugardal Ég tók inn stóðið síðastliðinn Sunnudag og gaf þeim í nýju stallana í hesthúsinu og í kör fyrir utan í skjóli fyrir veðurlátunum. Það er svakalega gaman að sjá hve trippin eru að þroskast og stækka. Við erum með 3 veturgamlar undan Hrók og eru þær þvílíkt faxprúðar og flottar. Það eru Nótt Stórstjörnudóttir,Þrúður Litlu Lappardóttirog Laufey Pameludóttir. Nótt Hróksdóttir til sölu/for sale Þrúður Hróksdóttir til sölu/for sale Laufey Pameludóttir og Himinglæva til sölu/for sale rauðblesótt á bakvið. Svo eigum við 1 tveggja vetra gamla en það er hún Himinglæva sem er rosa stór undan Stórstjörnu og Aski Stígandasyni. Embla Hróksdóttir pregnant after Astró frá Heiðarbrún til sölu/for sale. Mynd frá í haust. Og svo eigum við 1 þriggja vetra en það er hún Embla Hróks/Heilladísar frá Galtarnesi. Hún er með staðfest fyl undan Astró frá Heiðarbrún og verður gaman að sjá folald það í vor ef hún verður ekki seld. Ég er að átta mig á því að þetta eru ekki svo mörg hross óseld úr yngri deildinni. Það stoppaði nánast salan í sumar útaf kvefpestinni og gosinu en vonandi að þetta lifni allt við með hækkandi sól. Útlendingurinn verðu að átta sig á því að kvefpestin var ekki útaf gosinu. Enda kom kvefpestin á undan gosinu. Svolítið sorglegt að heyra svona kolrangar fullyrðingar. Sem betur fer þá er það komið á hreint hvað skeði og það hafa áður fallið hross hér á landinu vegna ýmissa veikinda en íslenski hesturinn hefur alltaf risið upp aftur og jafnað sig. Hafið það sem allra best elskurnar mínar:) Skrifað af Ransý 09.01.2011 21:53Fyrstu hrossin tekin á húsÉg gær var nýmálaða og fína hesthúsið fyllt af hrossum og þau tekin inn sem áttu að koma inn. Vilji litli Astró/Sif sonur er greinilega hættur á spena og er kominn á innigjöf og nú skal kýla fóðri í hann jafnt og þétt. Ingimar Sveinsson í formi bókar verður lesinn spjaldanna á milli en þá bók fékk ég í jólagjöf frá kallinum mínum og þar eru nú mörg gullkornin varðandi fóðrun á folöldum og ungviði:) Appollonía Spalardóttir var líka tekin inn sem félagsskapur en hún er alveg að standa sig í rúllu úti en ekki finnst mér gott að hafa bara eitt folald inni. Himinglæva Ask/Stórstjörnu dóttir (tveggja vetra) kom einnig inn í smá frumtamningu. Ég þarf líka að láta athuga uppí hana en það er þvílík pest útúr hrossinu! Vonandi er þetta bara fóður að úldna á milli tanna en ekki eitthvað tengt kvefpestinni. Hún étur vel,er flott í holdum og er mikið hress að sjá. Gæti verið eitthvað tengt tanntökunni. Hún er orðin rosalega há og falleg hryssan en ég þarf að mæla hæðina á henni til að sjá hvort hún sé að nálgast stærstu hross sem hér eru á bæ. Eitt af ræktunar áheyrslunum eru stór hross en það eru takmörk fyrir öllu. Biskup og Suddi eru stopp í bili inní hesthúsi til halds og traust fyrir ungviðið. Svo mega þeir bráðlega fara á járn svo maður geti farið að skottast aðeins á bak. Ég og dóttlan á bænum erum búnar að berja saman video brot af hrossunum en þessi vinna er búin að standa yfir nánast þrotlaust síðan í gærkveldi. Vá.............hvað það er erfitt að koma þessu saman einsog maður vill hafa það nákvæmlega! Annars er allt gott að frétta á nýju ári þrátt fyrir nístingskulda og ofsaveður hér í fyrradag og daginn þaráður. Allt fraus niður í hesthúsi í miðjum viðgerðum á brynningartækjunum en sem betur fer þá tókst okkur að fá vatnið þar í gang aftur. Allar vatnsleiðslur hjá kanínunum eru frosnar og þarf ég að handvatna öllum. Þær fá volgt vatn daglega og allir fuglar líka. Veðurfræðingarnir lofuðu okkur snjó í dag en sviku það og enn lofa þeir snjó á morgun. Það væri gaman að fá soldinn snjó til að gera allt svo hvítt,hreint og fallegt aftur. Vitlausa veðrið jós hér yfir mold og ösku og sést vart útum glugga fyrir drullu og allt er svo skítugt úti núna. Svo er svo erfitt að taka myndir á þessum árstíma,myrkrið mikið og cameran ekki að ráða við þetta almennilega. En öll él birta upp um síðir einsog einhver sagði:) Þar til næst........passið ykkur á kuldabola og klæðið ykkur vel! Skrifað af Ransý 01.01.2011 00:32Gleðilegt nýtt árGleðilegt nýtt ár elskurnar mínar og takk fyrir öll fallegu commentin á árinu og hérna fyrir neðan á jólakveðjublogginu. Mikið agalega hlýnar manni um hjartaræturnar að vita af ykkur kíkja hér inn regulega. Án ykkar myndi ég eflaust ekki nenna að drepa niður putta á lyklaborðið. Þá vitið þið það! Þið eru ekkert smá dýrmæt og skiptið máli:) Og nei............ég er ekki búin að fá mér í glas,bara oggu ponsulítið rauðvínstár í pínku litlu staupi. Einn góður úr sveitinni í lokin til að létta lundina eftir sorglega ekki fyndið skaup. Bóndahjón lágu uppí rúmi eitt kvöldið, húsbóndinn strauk um brjóst konunnar og sagði:"Ef það fengist nú mjólk úr þessum miðað við stærð þá gætum við losað okkur við kýrnar." Svo strauk hann neðar á konu sinni og sagði:"ef þetta gæti nú gefið af sér egg, þá væri hægt að losa sig við hænurnar." Konan hans strauk bónda sínum frá bringu og niður og sagði: "Ef þessi gæti harðnað þá gætum við losað okkur við bróðir þinn." Og þessi verður að fá að fljóta með: Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana spurði hann "Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera?" Mamman alveg vandræðaleg og ekki tilbúinn að útskýra þetta fyrir Nonna. "Já", segir hún, "Þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga. og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður!" "Það er algjör tímasóun hjá þér", sagði Nonni litli, alltaf þegar þú ferð í Kringluna á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!" Skrifað af Ransý 24.12.2010 14:53Gleðilega hátíðKæru vinir nær og fjær. Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hafið það sem allra allra best. Erum farin út til gegningar og svo er það jólabaðið og skella sér í eldamenskuna. Knús á línuna elskurnar mínar! Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is