Heimasíða Ásgarðs

19.01.2011 23:26

Hrossastúss og fleira.......


Rjúpa Hróks haugblaut síðasa Sunnudag.

Útigangurinn 16 Janúar 2011
Pictures of the horses 16 Januar 2011

Ég er ekki alveg dottin út héðan en ég er farin að eyða alltof miklum tíma í Face Bookið.

Málið var að ég var farin að halda að ég væri að missa af svo miklu og líka missa ykkur héðan og yfir á Fésið en þá bara átta ég mig á því að ég er næstum búin að yfirgefa mína eigin síðu!

Nú og svo eru hjá mér fullt af fólki sem ekki eru á fésinu og líður bara ágætlega með það og þeim verður að sinna:)

En hér er það helsta úr fréttum héðan.

Dóttirin er að detta inní hestamennskuna aftur eftir áralanga pásu.
Hún fór fyrir nokkrum árum á hestbak með vinkonu sinni fyrir austan og það endaði afar illa.

Hestarnir ruku heim á leið og dóttlan mín datt af baki á harðastökki og festi fót í ístaðinu og dróst með hestinum.

Hún fékk höfuðhögg og rotaðist og fann fólk hana liggjandi utan vegar með brotinn hjálm á höfðinu.

Hún var lengi að jafna sig bæði líkamlega og andlega en hún skaddaðist á hné og baki og varð að fara í aðgerð á hnénu en það hefur háð henni síðan og ekki lagast mikið.

Djákni og Krissa

Fyrir nokkrum dögum fékk hún lánaðann gamlann höfðingja og nú er burstað og puntað og dekrað við Djákna og svo er hún að æfa sig að leggja við hann og príla á bak og af baki.

Núna bíðum við eftir betra veðri til að fara út og prófa gæðinginn.

Allt verður þetta tekið í hænuskrefum enda engin ástæða til að æða af stað og missa þann litla kjark sem er að koma.

Allt er hey í harðindum sagði beljan og át heyvagninn.

Ég segi"allt er kjöt í harðindum og einn af hönunum er á leið í ofninn".

Reyttur og sviðinn hani

Er ekki tímabært að prófa heima alinn hana úrþví þeir eru svona gríðarlega vænir og fallegir í stað þess að láta þá bara hverfa en það koma alltaf alltof margir hanar úr eggjum miðað við hænur svo að maður er í standandi vandræðum að fóðra þetta allt saman.

Nú fyrir utan öll slagsmálin og lætin þegar að karlkynið fær náttúruna.
Ussssssss.........Hænugreyin eru bara fegnar að losna við eitthvað af þessum umfram ólátabelgjum.

Freisting frá Laugardal

Ég tók inn stóðið síðastliðinn Sunnudag og gaf þeim í nýju stallana í hesthúsinu og í kör fyrir utan í skjóli fyrir veðurlátunum.

Það er svakalega gaman að sjá hve trippin eru að þroskast og stækka.
Við erum með 3 veturgamlar undan Hrók og eru þær þvílíkt faxprúðar og flottar.
Það eru Nótt Stórstjörnudóttir,Þrúður Litlu Lappardóttirog Laufey Pameludóttir.

Nótt Hróksdóttir til sölu/for sale


Þrúður Hróksdóttir til sölu/for sale


Laufey Pameludóttir og Himinglæva til sölu/for sale rauðblesótt á bakvið.

Svo eigum við 1 tveggja vetra gamla en það er hún Himinglæva sem er rosa stór undan Stórstjörnu og Aski Stígandasyni.

Embla Hróksdóttir pregnant after Astró frá Heiðarbrún
til sölu/for sale.
Mynd frá í haust.


Og svo eigum við 1 þriggja vetra en það er hún Embla Hróks/Heilladísar frá Galtarnesi.
Hún er með staðfest fyl undan Astró frá Heiðarbrún og verður gaman að sjá folald það í vor ef hún verður ekki seld.

Ég er að átta mig á því að þetta eru ekki svo mörg hross óseld úr yngri deildinni.

Það stoppaði nánast salan í sumar útaf kvefpestinni og gosinu en vonandi að þetta lifni allt við með hækkandi sól.

Útlendingurinn verðu að átta sig á því að kvefpestin var ekki útaf gosinu.
Enda kom kvefpestin á undan gosinu.
Svolítið sorglegt að heyra svona kolrangar fullyrðingar.

Sem betur fer þá er það komið á hreint hvað skeði og það hafa áður fallið hross hér á landinu vegna ýmissa veikinda en íslenski hesturinn hefur alltaf risið upp aftur og jafnað sig.

Hafið það sem allra best elskurnar mínar:)



Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295337
Samtals gestir: 33940
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:24:17