Heimasíða Ásgarðs

22.03.2011 11:11

Óþekktarfolöld í Ásgarðinum!


Mímir frá Ásgarði til sölu/for sale

Í dag var gjafadagur hjá stóðinu og allir orðnir vel svangir eftir kolbrjálað veður sem gekk hér yfir í gær/nótt.

Með réttu átti að gefa í gær en veðrið hamlaði því að nokkuð yrði gert útivið.

Meðan ég drakk kaffisopann minn um hádegið og horfði útum gluggann á stóðið bíða við hliðið þá brá mér heldur betur í brún.

Ægir frá Ásgarði til sölu/for sale

Sé ég hann Ægir Stórstjörnu/Astróson teyga af krafti mjólkina úr henni Heilldaís!


Ekki tók nú betra við þegar að hann var búinn að fá nægju sína en þá komu þeir vinirnir Gulltoppur Freistingar/Hrókssonur og Mímir Fjalladísar/Astrósonur og stilla sér upp sitthvorumegin við þá gömlu og totta svo ákaft úr henni mjólkina!!

Gulltoppur frá Ásgarði

Sú gamla er greinilega geld og enn að mjólka sínu eigin folaldi og þegar að ólétturnar voru að geldast upp og fóru að sparka sínum folöldum frá sér þá hafa þeir áttað sig á þessu fimm stjörnu júgra þarna hangandi neðan í henni Heilladís og ekki verið lengi að semja við þá gömlu að fá að vera með dóttur hennar um herlegheitin!


Núna skil ég hversvegna sú gamla sem er að verða 22 vetra er ekki nógu fín í holdum hjá mér.

Hún er laus í holdum en rifbeinin finnast glatt og ekki gaman að vita af henni í þessu þjónustuhlutverki og dreif ég mig strax út til að kippa inn sökudólgunum sem voru ekki alltof hamingjusamir með mig.

Heilladís hefur áður tekið að sér folald en það skeði hér fyrir 5 árum að hryssan hennar Röggu vinkonu varð bráðkvödd hér niður á bakka og eftir stóð nokkurra daga gamalt merfolald.

Heilladís frá Galtarnesi með Sif og Von.

Ég ákvað að gefa þessu sólahring og skerast svo inní leikinn og gefa því en næsta dag þá var sú stutta komin undir hana Heilladís sem mjólkaði ofaní hana og sitt eigið folald sem er hún Sif í dag.


Von og Sif eru hinar vænstu í dag og Von er komin í tamningu inná Mánagrund en Sif varð svona ofboðslega skotin í honum Astró í fyrra að hún fékk að hitta hann og gengur hún með annað afkvæmið hans núna.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 2545
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 293931
Samtals gestir: 33724
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 11:25:09