Heimasíða Ásgarðs

11.03.2011 19:18

Hrossafréttir úr Ásgarðinum


Vilji og Súsý á harðahlaupum. Mynd Valgerður:)


Hann Vilji Astrósonur er aldeilis búinn að hrista af sér öll veikindin en hann veiktist frekar illa af hestaflensunni síðastliðið haust og þurfti að fá tvívegis pencillín gjöf í 5 daga hvort skipti.

Hann er þunnur í holdum ennþá en þetta smá kemur hjá honum.
Hann er algjört augnakonfekt á að líta en hans aðall er gríðarleg yfirferð á brokki með miklu svifi og fótlyftu.
Svo rúllar hann á töltinu með glæsibrag.

Ég fór í dag og skoðaði útiganginn og ég tók undir þær Heilladís,Skjónu mína,Litlu-Löpp og Freistingu og eru þær allar enn að mjólka og í bullandi hárlosi útí þessum kulda.


Ég er ekki alveg viss hvort að Heilladísin sé með folaldi í ár en í hitteðfyrra var hún geld og það eftir Hrók sem segir mér að nú sé eitthvað að fara að klikka hjá gömlu minni.

Röskva Astró/Heillardísardóttir.

Núna gengur undir henni gullfalleg hryssa undan Astró sem ég ætla að eiga og gerði sú gamla mér þann greiða að hafa hana líka í lit en hún er brúnsokkótt með væng.


Hinar hryssurnar eru líklega allar með fyli en þetta kemur allt í ljós betur þegar að líða tekur á vorið.

Saltþörfin hjá stóðinu var gríðarleg í haust og setti ég nýja  vítamínfötu til þeirra seinnipartinn í haust en hún er núna hálf sem segir mér að hjá stóði sem telur cirka 23 hross þá er heyið mjög gott og gjöf í lagi úrþví að fatan er bara rétt hálfnuð núna í Mars.


Dýralæknar gerðu mann svo logandi hræddann þegar að flensan gekk yfir og þeir hömruðu á því að hrossin þyrftu að hafa salt og steinefni og líka vítamínfötu hjá sér þannig að hér voru keyptar ef ég man rétt 3 vítamínfötur á síðasta ári.

Var þeim útdeilt samviksusamlega,ein í tittahólfið,önnur í réttina við hesthúsið þarsem takmarkað aðgengi var að henni og þriðja var geymd til haustsins og sett inná vetrarbeitina.

Fyrir nokkrum árum heyrði ég það að ung folöld ættu ekki að vera nærri slíkum fötum því að þau gætu fengið hjartsláttartruflanir ( ef að þau detta í það) og svo sannfærðist ég enn betur um að slík fata á ekki að vera þarsem ung folöld eru eftir að hafa lesið bók Ingimars Sveinssonar  en þar segir hann sá mikli snillingur að meltingarvegur folalda innan við 6 mánaða ráði ekki við það.


Maður er altaf að reyna að sanka að sér fróðleik sem nýtist skepnunum á bænum svo maður geti verið stoltur af því sem maður er að bauka við hér:)

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295268
Samtals gestir: 33923
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:34:51