Heimasíða Ásgarðs

09.01.2011 21:53

Fyrstu hrossin tekin á hús




Ég gær var nýmálaða og fína hesthúsið fyllt af hrossum og þau tekin inn sem áttu að koma inn.


Vilji litli Astró/Sif sonur er greinilega hættur á spena og er kominn á innigjöf og nú skal kýla fóðri í hann jafnt og þétt.

Ingimar Sveinsson í formi bókar verður lesinn spjaldanna á milli en þá bók fékk ég í jólagjöf frá kallinum mínum og þar eru nú mörg gullkornin varðandi fóðrun á folöldum og ungviði:)

Appollonía Spalardóttir var líka tekin inn sem félagsskapur en hún er alveg að standa sig í rúllu úti en ekki finnst mér gott að hafa bara eitt folald inni.

Himinglæva Ask/Stórstjörnu dóttir (tveggja vetra) kom einnig inn í smá frumtamningu.
Ég þarf líka að láta athuga uppí hana en það er þvílík pest útúr hrossinu!

Vonandi er þetta bara fóður að úldna á milli tanna en ekki eitthvað tengt kvefpestinni.

Hún étur vel,er flott í holdum og er mikið hress að sjá.
Gæti verið eitthvað tengt tanntökunni.

Hún er orðin rosalega há og falleg hryssan en ég þarf að mæla hæðina á henni til að sjá hvort hún sé að nálgast stærstu hross sem hér eru á bæ.

Eitt af ræktunar áheyrslunum eru stór hross en það eru takmörk fyrir öllu.

Biskup og Suddi eru stopp í bili inní hesthúsi til halds og traust fyrir ungviðið.

Svo mega þeir bráðlega fara á járn svo maður geti farið að skottast aðeins á bak.

Ég og dóttlan á bænum erum búnar að berja saman video brot af hrossunum en þessi vinna er búin að standa yfir nánast þrotlaust síðan í gærkveldi.

Vá.............hvað það er erfitt að koma þessu saman einsog maður vill hafa það nákvæmlega!

Annars er allt gott að frétta á nýju ári þrátt fyrir nístingskulda og ofsaveður hér í fyrradag og daginn þaráður.

Allt fraus niður í hesthúsi í miðjum viðgerðum á brynningartækjunum en sem betur fer þá tókst okkur að fá vatnið þar í gang aftur.

Allar vatnsleiðslur hjá kanínunum eru frosnar og þarf ég að handvatna öllum.
Þær fá volgt vatn daglega og allir fuglar líka.

Veðurfræðingarnir lofuðu okkur snjó í dag en sviku það og enn lofa þeir snjó á morgun.

Það væri gaman að fá soldinn snjó til að gera allt svo hvítt,hreint og fallegt aftur.

Vitlausa veðrið jós hér yfir mold og ösku og sést vart útum glugga fyrir drullu og allt er svo skítugt úti núna.

Svo er svo erfitt að taka myndir á þessum árstíma,myrkrið mikið og cameran ekki að ráða við þetta almennilega.

En öll él birta upp um síðir einsog einhver sagði:)

Þar til næst........passið ykkur á kuldabola og klæðið ykkur vel!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297123
Samtals gestir: 34193
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:20:50