Heimasíða Ásgarðs

05.08.2009 01:27

Loksins fór að rigna!

Loksins fór að rigna á okkur en haustbeitin er stórskemmd vegna þurrka.Hrossin éta ekki sölnað grasið heldur rölta á milli grænna bletta og naga þá frekar en hitt.
Við höfum aldrei séð annað eins og vonandi að þessi langþráða rigning geti eitthvað bætt úr.

Ég á Sudda teymi Biskup og Geisli utaná.
Eygló á Rjúpu Hróks og Gunnhildur á Lilla sínum.
Mynd Boggi:)

En að öðru skemmtilegu.
Hér er riðið út og hrossin þjálfuð af krafti.Ég og frænka náðum að plata hana Eygló vinkonu með okkur í reiðtúr í gær og einsog myndin sýnir þá var sko gaman hjá okkur dömunum emoticon .

Ég er líklega hætt að fara á hann Biskupinn minn og er það miður.

Þetta er besti reiðhestur sem ég ef átt en nú er eitthvað að í okkar sambandi og hættum við saman um daginn eftir smá áflog.

Hann var settur á válistann ekki nema 15 vetra gamall og sýnist óbilaður í fótum en eitthvað er að honum kallinum.

Kannski frekja/kvíði en ég ætti nú að þekkja hann það vel að ég er næstum viss um að eitthvað annað og meira en frekja er að hrjá hann blessaðann.

Ég ákvað að taka hann af válistanum í gær en hann nýtist frábærlega vel í að teyma utná honum trippi og annað dót.

Það er nú heilmikið að eiga góðan hest í það þannig að hann er kominn á gráa svæðið og ef hann heldur áfram að vera svona prúður og stilltur í þessu hlutverki þá má hann alveg vera til áfram.

Hann hefur margra ára reynslu í þessu hlutverki og kann þetta allt saman mjög vel.

Við skelltum okkur í höfuðborgina með hana Snót Prinsdóttur um daginn en hún var nýlega komin frá honum Glófaxa Parkersyni.

Það er altaf gaman að hitta Björgvin dýralækni og einsog alltaf þá reytti hann af sér hvern brandarann á fætur öðrum.

Þó maður komi í góðu skapi til hans þá er skapið enn betra þegar að maður fer frá honum.

Bíddu.......................þetta minnir eitthvað á það sem maður heyrði stundum í skólanum...........Kennarasleikja.............kennararsleikja hehehehehe..............emoticon .

En af henni Snót er það að frétta að hún var komin með agnarlítið 18 daga gamalt fyl í sig!

Innilega til hamingju Corinna and family emoticon .

30.07.2009 14:01

Snót komin heim og gestahryssur af fara


Snæfellsjökull í sólbaði.

Stemningin á kvöldin hér á Garðskaga er búin að vera ótrúleg á kvöldin.Ég gat ekki stillt mig um að hlaupa út með cameruna um daginn og smella af þegar að sólin lék eldrauðum logum sínum um Snæfellsjökulinn.

Morgunroði vætir,kvöldroði bætir.

Jökullinn hefur aldrei nokkurn tíma klikkað með spá fyrir veðri næsta dag og förum við algerlega eftir honum þegar að við erum í heyskap.

Biskup,Snót,Rjúpa og Geisli fyrir aftan.

Snót er komin heim aftur og nú er bara að krossa putta að hún sé fengin við honum Glófaxa Parkersyni.

Það gæti komið flottur litur undan þeim tveimur.

Fyrstu gestahryssurnar eru að fara héðan frá Ásgarði í dag og um helgina en þá fækkar verlulega hjá Hrók og Astró.

Ein gekk upp hjá Astró (ekki hans sök en hryssan hefur áður gert þetta).

Og ein gekk upp hjá Hrók (líklega vegna spiks:) en nú á hún að vera orðin fyljuð við honum en hún gekk ekki upp í annað sinn hjá honum.

Allar hinar eru fengnar og hafa báðir stóðhestar staðið sig frábærlega vel.

Báðir afar rólegir og góðir við hryssurnar,folöldin og ekki snert á girðingunum.

Enda hef ég sofið róleg á nóttunni og haft það verulega gott í sumar.

Semsagt frábært stóðhestasumar í sumar.

Farin út að afgreiða gestahryssur í kerrurnar!

Hafið það gott um helgina emoticon

25.07.2009 01:16

Heyskap formlega lokið


Heyskap er formlega lokið þetta árið og erum við himinlifandi með heygæðin og ánægð með sprettuna.

Eina sem hægt er að kvarta undan eru þessir rosalegu þurrkar en við vorum í vandræðum með að heyja fyrir útiganginn.
Það hey viljum við hafa í hrárri kantinum svo það bæði sé lystugra og fjúki síður frá þeim.

Það var alveg sama þó að ekki kæmi heytætla nálægt grasinu eftir að slegið var,það bara þornaði svo skart að við höfum aldrei séð annað eins.
En allt gekk þetta að óskum og "nýja" Krone 130 vélin sem við versluðum okkur í sumar stóð sig einsog hetja.

Hva...............það slitnaði bara einu sinni hlekkur og ég var nú ekki að stressa mig á því enda var kallinn innan við 10 mínútur að gera við þetta á túninu.

Kallinn tróð og tróð í vélina þartil traktorinn var alveg að kafna og er vel í rúllunum í ár.

Megnið af rúllunum er komið heim í stæðu og rest verður sótt fljótlega.

Við erum svo heppin að eiga góða vini að með bæði traktor með ámoksturstækjum og stóran rúlluvagn sem við höfum fengið lánað í verkin enda eru túnin hreint útum allt hér á Suðurnesjunum sem við erum að heyja.

Takk allir sem lögðu hönd á plóg,ekki amalegt að eiga góða að emoticon

Gunnhildur frænka á Geisla sínum.

Nú ekki má gleyma henni frænku sem hefur staðið sig vel í öllum verkum heimavið á meðan við vorum að hossast um á túnunum við heyskapinn.
Ekkert smá dugleg stelpan og hægt að treysta henni vel fyrir dýrunum.
Enda sést það á skepnunum eftir að hún hefur verið að hirða um þær,allir glansandi flottir og pattaralegir emoticon .

Umvafin folöldum.

Astró kallinn flottur.

Astró er kominn inná tún með dömurnar sínar en bakkinn er skrælnaður af þurrki og ekkert sprettur þar þessa dagana.
Klárinn er líklega búinn að fylja allar merarnar sínar 12 því engin er gengin upp ennþá.

Reyndar er bara ein sem við erum að bíða eftir hvað gerir en sú hryssa er mjög líklega fengin.
Já...................hmmmmmmmmmm.....................þar kom ég upp um mig.

Eðja og Sif Hróksdóttir

Þær voru 10 talsins þegar að Astró mætti á svæðið en ég laumaði 2 aukahryssum undir hann og var það ekki nokkurt mál.
Frábært að hafa svona þægilegann og geðgóðann stóðhest sem hægt er að bæta við hryssum eftirá.

Heilladís frá Galtarnesi og Hylling frá Ásgarði.

Önnur hryssan sem bætt var við missti af sínum stóðhesti og það eru ekki allir gráðugir í að fá hryssur eftirá í hólfin þannig að hún kom hingað og allt gekk þetta einsog smurt.
Ég lét fara með henni unghryssu frá mér svo hún færi ekki ein inn en ég hafði smá áhyggjur af því hvað hryssurnar sem fyrir voru myndu gera.
Sumar hryssur þola það ekki að bætt sé hryssum í hólf hjá stóðhesti eftirá.

Lilli og Suddi bestu vinir emoticon .
Brjálað hefur verið að gera í sölu á kanínuungum og kom hér um daginn afar skemmtilegur og fróður maður að versla sér unga.

Sá kom að norðan og er hann þýskur og vissi hann hreint út sagt um allt á milli himins og jarðar í bæði kanínumálum og fuglamálum.

Fashani og hæna nýkomin í heiminn.

LOKSINS.......................Fengum við upplýsingar um það hversvegna íslendingum gengur svona rosalega illa í fashanaræktinni!

Sá þýski gat frætt okkur allt um það og hann var rétt farinn þegar að við frænka settum á okkur sparilyktina og ókum greitt til Reyjavíkur og beinustu leið í dýrabúð sem selur lifandi mjölorma.

Það er trikkið við að fóðra Fashanaungana þannig að þeir lifi!!!

Enda missti hann sig alveg Fashanaunginn fyrsti þegar að hann sá iðandi orminn og réðist hann á hann með látum,sló honum utaní gólf og veggi og kokgleypti hann svo.

Nú er svo málum komið að við erum farin að rækta mjölorma.........oj.............bjakk!
Hvað gerir maður ekki til að halda lífinu í litlu Fashanakrílunum emoticon .

16.07.2009 13:12

Sala á kanínum hafin


Loksins rann upp dagurinn sem margir biðu eftir en þann 15 Júlí opnaði ég fyrir sölu á fyrstu kanínuungunum.

Ég og hún Gunnhildur frænka voru ekki alveg búnar að tattúvera í eyrun á öllum en þó vorum við komnar langt áleiðis með Loop ungana.

Þeir ungar sem keyptir voru fengu þá bara tattú við afhendingu þannig að nú fara þeir til nýrra eigenda löglega merktir og geta tekið þátt í hvaða kanínusýningum í heimi sem er.

Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að ala upp hópinn í ár en ég held að lausnin við að missa sem fæsta unga sé fólgin í því að leyfa þeim að vera eins lengi hjá mæðrum sínum og hægt er.

Málið er nefnilega það að læðurnar eru að mjólka miklu lengur en maður heldur og er það rosalegt sjokk fyrir ungana að fara frá mæðrum sínum of snemma.

Ég tel það vera algert lágmark að þeir nái 8 vikna aldur áður en þeir yfirgefa móður sína en læðurnar eru enn að mjólka í ungahópana sína hér á þessum aldri.

Byggið íslenska frá Svan í Dalsmynni er að þrælvirka.
Eina sem ég klikkaði á var að fóðra dýrin aðeins of mikið fyrir pörun þannig að sumar læðurnar voru ekki að koma með nema 3 unga í goti.

Þau got eru reyndar afskaplega falleg með feitum og pattaralegum ungum.

Stærri gotin verða með minni ungum líkt og er hjá kindum sem eru með þrílembinga og einlemburnar eru með stór og pattaraleg lömb líkt og ungi 9609 er en  hann seldist á Stokkseyri í gær.


Algjör rúsínu bolla enda einbirni og sat að allri mjólkinni einn emoticon .

Are you talking to me emoticon .I am all ears emoticon .

Loop ungar að fíflast í Fíflunum.

Við bjuggum til stórar ungastíur og kemur það mjög vel út að hafa nokkra unga saman og gefa gott hey,Bygg að vild og reyta svo Fíflablöð daglega í þær.

Farin út í heyskap!!!!

09.07.2009 00:32

Heyskapur hafinn í veðurblíðunni


Hér á Garðskagatánni er þvílík veður blíða að það hálfa væri helmingi of mikið!

Fjaran okkar er ekki lengur kölluð fjara heldur sólarströnd og hingað koma allskonar kroppar og stunda sjóböð og sleikja sólina af miklum móð á milli þess sem þeir henda sér í sjóinn og taka hraustlega á því.
Bara gaman að sjá allt þetta hressa fólk hér fyrir nokkrum dögum.

Kanínu ungarnir dafna vel og eftir viku mega ungarnir fara frá mæðrum sínum.
Reyndar er alltaf svolítill titringur í manni þegar að mæðurnar eru teknar frá en sumir systkinahóparnir eru ekki alveg að þola það.

Ég þurfti að setja 2 læður til baka og vonandi rétta ungarnir þeirra aftur úr kútnum.

Nú svo kom hann Elli járningarmaður og skellti járnum undir 3 hross og var snöggur að því.

Fór sér samt að engu óðslega og var rólegheitin uppmáluð.

Gaman að sjá svona menn vinna sem fara rólega en vinna samt hratt og vel.
Hrossin verða líka svo mikið auðveldari fyrir vikið og rólegri.

Í gær kom svo vinnukrafturinn okkar sem verður hér eitthvað á meðan að við erum að heyja.

Við vorum svo heppin að fá aftur hana Gunnhildi frænku úr Borgarfirðinum og kom hún með 2 hross með sér.

Nú auðvitað drifum við okkur á hestbak í dag og fór hún á hann Geisla sinn sem er nú algjör Biskupa týpa.

Sá var sko að missa af strætó megnið af reiðtúrnum hehehehe.......emoticon
Ég var ekkert smá ánægð með sjálfa mig þegar að ég fór í reiðbuxurnar mínar en ég hef sko staðið vel við áramóta heitið að borða heilnæmara fæði og ná þannig af mér kílóunum.

10 kg eru fokin síðustu 6 mánuði og það fann ég vel á buxunum mínum í dag.
Nú er bara að tosa næstu 10 kg af í rólegheitunum emoticon

Við erum byrjuð að slá og fyrsta túnið sem slegið var er Lambastaðatúnið.

Það er svo mikið gras á því að það er nánast ófært nema að setja traktorana í fjórhjóladrifið!

Náði ykkur hnéhnéhné.............emoticon

Nei".......án gríns þá er rosalega mikið gras á Lambastöðunum í ár og það verður gaman að vita hvað kemur af rúllum af því.

Reyndar erum við með stærri rúlluvél en vanalega og ef ég þekki minn kall rétt þá á hann sko eftir að troða alveg rosalega í nýju Krónuna sem er Krone 130.

Kallinn vill ekkert annað því hann er orðinn sérfræðingur í að gera við þær og gerir það bara útí á túni.

Nú svo geta þær endalaust tekið við heyi og heygæðin eru flott í rúllunum þegar að vel er troðið í.

Farin í háttinn,nú má ekkert slóra við tölvu því heyskapurinn er hafinn hér á bæ emoticon

Bremmmsssssss...........emoticon !!! 

Steingleymdi að biðja ykkur um að líta í kringum ykkur eftir albinóa hestfolaldi sem ég er með kaupanda að!

Og þið hin öll sem hafið sent mér hross til að setja á sölulista,ég er ekki búin að gleyma ykkur.

Þau eru bara orðin svo rosalega mörg að ég kem þeim ekki á bloggið.

Ég læt vita reglulega af þeim þegar að ég sé fyrirspurnir um þær hestgerðir sem ég er með í sér albúmi frá ykkur.

Litir eru rosalega auðseljanlegir út og stundum finnst manni vanta metnað hvað varðar ræktun litahrossa en einn og einn er þó að reyna að vinsa úr vænleg hross í litum og rækta þau áfram.

Verst hvað þetta tekur langann tíma og í hvert sinn sem hæfileikaríkt og flott litahross birtist almenningi þá er það selt úr landi.

Svona er nú lífið..........dæs............ emoticon

04.07.2009 01:01

Allt í rólegheitum hér á bæ


Héðan er allt gott að frétta nema hvað.

Lífið gengur sinn vanagang í sveitinni og báðir stóðhestarnir enn að vinna vinnuna sína.
Hrókur fékk gestahryssu til sín og aðra að auki frá okkur svona til þess að fylgja henni inní hólfið en hryssurnar sem fyrir eru vilja verja sitt og þá er ekkert vit að senda bara eina inn í hólfið.


Astró er alveg að standa sig á bakkanum með sínar dömur.

Frábært að fylgjast með honum því hann hegðar sér nákvæmlega einsog sá gamli okkar en þegar að dömurnar eru búnar að fá gott í kroppinn í x marga daga í röð þá neitar hann þeim um meira heldur snýr sér að næstu dömum sem eru að byrja í hestalátum.

Róa sig Sokka!

Hann er ekkert að ofgera sér en vinnur vinnuna sína samviskusamlega og passar vel uppá að kroppa á milli stunda og heldur þar af leiðandi frábærum holdum.

Svona eiga stóðhestar að vera emoticon

Það eru í dag 5 dömur sem leggja hann í einelti og eru það þær Mön-Stórstjarna Skeifa-Heilladís og Eðja en eina hryssan sem hann er spenntur fyrir núna er hún Eðja en það er soldið mál fyrir kappann að fá stund með henni í friði fyrir hinum dömunum.

Yngri dömurnar sem eru heimvið hesthús í smá forvinnu horfa hugfangnar niður á bakka í von að að ná athygli hans.


Embla Sokku/Hróksdóttir lætur sig dreyma.

Folöldin blása út og gaman að fylgjast með þeim og vonandi fer ég að gefa mér tíma í að klára að gefa þeim nöfn.

Eðju/Hrókssonur vindóttur.

Vænting Glymsdóttir með vini sínum vindótta NN Aðalssyni frá Höfnum.

Þau eru í pössun hér tímabundið og gaman að fylgjast með þeim en sá stutti er alveg límdur við Væntingu á milli þess sem hann skreppur í mjólkursopann til mömmu.

30.06.2009 01:44

Hláturinn lengir lífið:)

Ég bara verð að fá ykkur til að hlægja með mér!
Vitið þið hvað það er aulalegt að sitja svona aleinn og þurfa að hlægja og enginn á staðnum til að hlægja með!

Þetta sendi dóttir mín mér um daginn með þeim orðum"mamma mín," ég var nú stundum slæm en EKKI svona slæm!"


llllll

Svo datt ég um þessar snilldarinnar setningar á vef sjúkraliða:

Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.

Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.

Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.

Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall.

Fékk vægan verk undir morgunsárið.

Hún hefur þroskast eðlilega framan til.

Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.

Húðin var rök og þurr.

Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr.

Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring.

Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf.

Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum.

Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur.

Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.

Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt.

Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði.

Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur.

Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill.

Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð.

Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni.

Það sem fyllti mælinn var þvagleki.

Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa.

Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt.

Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann.

Sjúklingur borðar reglulegt mataræði.

Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.

Vefur Sjúkraliðafélags Íslands

28.06.2009 22:48

Astró frá Heiðarbrún mættur:) 27/6


Astró búinn að sjá dömurnar.

Þá er hann mættur í Ásgarðinn hann Astró og ekki var hann lengi að drífa sig í verkin og fann hann strax tvær dömur sem höfðu mikinn áhuga á að stofna til vinskaps við hann.

Mön sem kastaði þann 15 Júní síðastliðinn var akkúrat tilbúin og náði honum á undan henni Stórstjörnu sem beið prúð og stillt þartil kom að henni í röðinni.

Þú ert svo sæt Mön.............emoticon

Vonandi fæ ég merfolald undan þeim  emoticon .

Í dag 28 Júní gerði hún Skeifa Piltsdóttir sig líklega til lags við hann en annaðhvort er hún að byrja í hestalátum eða enda.

Líklega er hún að byrja því hún var ögn blíðari við Astró í dag heldur en í gær.

Þessi mynd var tekin í gær emoticon

Hrókur unir sér vel fyrir ofan veg með sínum dömum og veit ég ekki af honum þar.

Veðrið er búið að vera frábært síðustu daga og nú bíður maður bara rólegur á meðan grasið sprettur á túnunum.

Það á að rigna (lítlsháttar) næstu daga og góður hiti með því þannig að sprettan verður frábær í ár en ekki veitir af að fá sem mest af hverju túni því nógu var áburðurinn dýr í ár!!! 

26.06.2009 20:27

Sokkadís köstuð 22 Júní


Ég fékk sms þarsem stóð að Sokkadís væri köstuð og síðar um daginn að það væri brúnskjótt hestfolald.
Hann hefur fengið nafnið Skinfaxi.

Skinfaxi: er hestur Dags en fax hans lýsir allt loft upp og jörðuna. 

Faðirinn er Draumur frá Holtsmúla.

Draumur frá Holtsmúla.

 Nebbinn lenti undir pissubununni hjá mömmu emoticon

Hin hliðin á kappanum.

Hitinn og mýið ætlaði okkur að kæfa þannig að stutt var stoppið í stóru sveitinni þarsem Sokkadís og Skinfaxi eru.
Það væsir ekki um þau og það verður gaman að hitta þau aftur en það verður líklega ekki fyrren í haust.

24.06.2009 11:34

Nafn á dömuna?


Mig vantar fallegt kvenlegt nafn úr Goðafræðinni á þessa dömu sem er undan Mön og Hrók.
Einhverjar tillögur kæru lesendur mínir emoticon .
Fleiri folaldamyndir birtast fljótlega emoticon .

Röskva frá Ásgarði skal það vera!

Röskva: er systir Þjálfa. Hún fylgir Þjálfa sem þjónn Þórs. Foreldrar hennar og Þjálfa unnu sér það til lífs að bjóða Þór að fá þau í stað sem þjóna.

Takk æðislega fyrir öll nöfnin sem verða sett í nafnabankann og notuð svo fyrir folöldin emoticon .

21.06.2009 16:54

Hrókur í vinnunni sinni:)


Hér er unnið á fullu alla daga og nætur,Hrókur fyllir á merarnar sínar fjórar samviskusamlega enda ekki hægt annað þegar að þær stilla sér svona fallega uppí röð fyrir hann.

Geisp...................emoticon

Næturgamanið getur teygst óhóflega fyrir eldri dömurnar og þessi Dalaprinsessa ætlaði úr kjálkaliðnum einn daginn...............Eitthvað hefur gamanið verið á þeim.

Svo er legið á meltunni og maginn bakaður í sólinni á milli,eða þannig.
Hvað er hægt að hafa það betra.

Ég ætla að skella inn cirka dagsetningum á þessar hryssur hvenær þær hleyptu Hrók að sér svo ég týni nú ekki dagsetningunum einsog vanalega þegar að ég hripa þær niður á miða.

Glóð 14 Júní
Skjóna 15 Júní
Embla 17 Júní
Glódís 20 Júní

Þetta eru dagar sem ég hef sé Hróksa sinna þeim.Þær eru að fá gott í kroppinn í cirka 5-7 daga en þá hætta þær að ganga.Hrókur sinnir þeim helst ekki nema að þær séu á líklegum tíma til að festa fyl í sér.

Hann minnir mig á gamla góða Brúnblesa 943 frá Hoftúnum sem var hér í 3 sumur en hann hafði líka þennan háttinn á,var ekkert að sóa sopanum í vitleysu heldur sinnti hryssunum þegar að von var á að þær myndu festa fang.
Svona jaxlar finna það á lyktinni hvenær best er að leggja í.

Það má bæta við 2 hryssum á Hrók ef einhver vill fá toll á viðráðanlegu verði 25.000- með öllu fyrir utan sónar en það verður fólk að sjá um sjálft því það er of dýrt að fá dýralækni hingað á Suðurnesin til að sóna kannski 4-5 hryssur.

Hér eru svo upplýsingar um hann Hrók sem gefur viðráðanleg og auðtamin hross fyrir mjög breiðann hóp af fólki.

Astró og Alexander.

Astró kemur svo á næsta Sunnudag eða Mánudaginn en hann ætlar að keppa á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Mosfellsbæ fyrst og svo verður honum sleppt í hryssurnar niður á bakka.

Hans gestahryssur þurfa að vera komnar áður en honum er hleypt í stóðið.

Það er líka betra fyrir þær að fá að kynnast okkar heimahryssum aðeins áður en stóðhestinum verður líka sleppt í.
Oft er það svo að heimahryssur geta amast meira við gestahryssum en nokkurntímann stóðhesturinn myndi gera.

1 plássi er óráðstafað undir Astró.
Hafið samband ef þið viljið fá þennan toll sem eftir er:
ransy66@gmail.com

17.06.2009 23:54

Mön frá Litlu Ásgeirsá köstuð 15 Júní


Hún Mön frá Litlu Ásgeirsá kastaði þann 15 Júní og eina ferðina enn kom hún með þessi elska hryssu handa okkur.

Öll hennar folöld hafa verið litförótt en Mön hefur átt 6 afkvæmi fyrir utan glænýju dömuna sem er 7 unda en ég get ekki verið fullkomnlega viss um að hún sé litförótt fyrr en hún fer að fella folaldahárin seinna í sumar.

Leitað eftir spena.

Hún má ekki klikka á því næsta vor að koma með litförótta dömu því hún verður undan honum Astró og verður sett á fyrir okkur.

Astró kemur líklega til með að skila jafnfótaháu og Hrókur gerir ávalt með henni Mön.

Reyndar finnst mér á köflum þau skila of fótaháu og það tók mig ansi langann tíma að sætta mig við hvað hún Rjúpa mín er hrikalega háfætt og stór sem er undan  þeim Mön og Hrók!

Það jaðrar við að það sé orðið of mikið af því góða.

Maður hleypur ekkert í hnakkinn þegar að Rjúpa er annarsvegar!
Ég ætti að mæla hana að gamni en síðast þegar að ég brá máli á hana þá var hún ekki orðin tveggja vetra og var þá 1,48 bandmál á herðakamb.

Ég margmældi hana aftur og aftur og ætlaði ekki að trúa þessu en þetta var um Páska og um sumarið stækkaði hún enn meira!


Hér eru svo myndir af nýju dömunni hennar Litlu Lappar sem er með mön eftir bakinu og svo rosalega ljós á skrokkinn en höfuðið er dökkt og brún hár inní eyrunum sem segja mér að hún verður brún.

Er það ekki rétt hjá mér Freyja að ef hárin inn í eyrunum væru ljós og dökk rönd meðfram jöðrunum þá yrði folaldið móálótt????

Rosalega er nú gott að hafa hana Freyju til að útskýra þetta allt saman fyrir manni:)

Folaldahár geta verið ansi strembin hvað varðar framtíðarlitinn á skepnunni sem gerir þetta allt saman svo miklu meira spennandi.

16.06.2009 14:26

Kaníndagurinn Hvanneyri 13 Júní

Haldinn var á Hvanneyri þann 13 Júní  Kanínudagurinn og þangað stormaði ég með 3 kanínukalla með mér svo fólk gæti barið augum hvað ég er að gera og rækta á mínu kanínubúi.


Kermit Castor Rex.

Gulli Orange Rex.

Gassi gamli Loop (Holdakanína)

Nú svo hélt ég líka smá fyrirlestur um mitt kanínulíf og held ég barasta að fólk hafi verið ánægt með þetta hjá mér.

Þessi dagur var rosalega vel heppnaður og margt var um manninn og mikið að sjá og skoða fyrir fólk.


Pelsar af Rex kanínum.

Pelsar af Loop kanínum.

Aðalsprautan varðandi þennan dag var hún vinkona okkar hér á blogginu hún Loðkanínu Sigrún.
Þetta er nú meiri dugnaðarforkur þessi stelpa og mikið í hana spunnið!


Angóra kanínurnar hennar Sigrúnar.Hún á líka hvítar.

Hún er með síðustu Angórakanínurnar (líklega einn aðili annar líka á landinu) sem til eru í landinu og ef ekkert verður að gert þá deyr þessi stofn út!!!!

Mér finnst þetta alveg hrikalegt því það er hægt að vinna svo mikið af Angórakanínunni og er það þá helst fiðan af henni sem er að gefa vel af sér í ýmisskonar handverk.

Ef einhver þarna úti lumar á Angórakanínum eða jafnvel blendingum þá endilega hafið samaband við hana Sigrún í þetta netfang:
islandur@yahoo.com


Spunnið úr fiðunni frá Sigrúnu.

Allt sem að Sigrún nær að framleiða er fyrirfram uppselt til handverkskvenna í Ullarselinu á Hvanneyri og þó að fleiri vilji kaupa fiðu þá er hún hreinlega ekki til í landinu.

Á fundinn kom merkur maður hann Jón í Vorsabæ 86 ára gamall og lét það ekki eftir sér að halda heillanga ræðu og var mikið gaman að fá að hitta þennan fróða,þrælskýra og skemmtilega mann.

Jón í Vorsabæ.

Hann er gamall kanínubóndi og má muna tímana tvenna og allt hans kanínulífshlaup hefur verið ansi spennandi og merkilegt.

Í lok dagsins var stofnað nýtt Kanínufélag KRÍ (Kanínuræktarfélag Íslands)og voru stofnendur 13 talsins.


Nýja stjórnin ásamt Jóni í Vorsabæ.

Takk fyrir daginn allir sem ég hitti á Hvanneyri..........Þetta var langur en frábær dagur.......emoticon .

15.06.2009 00:48

Litla Löpp kastaði 11 Júní


Litla Löpp frá Galtarnesi lét öllum illum látum daginn sem hún kastaði einsog síðastliðin 3 ár en ég breytti aðeins til með staðsetninguna á hryssunum á köstunartíma og eru þær sumar ekki enn sáttar við mig um staðarval.

Hún vill komast niður á bakka og niður að tjörninni en þar er mjög vinsæll staður fyrir köstun hjá þeim.
Þar eru þær í skjóli fyrir öllu bæði veðrum og forvitnu fólki og hrossum.

Hún sem sagt óð meðfram girðingunni og kastaði sér svo niður við hliðið og var komin að því að kasta og ég hljóp eftir camerunni til að ná þessu öllu saman á mynd.

Ég settist niður róleg í hæfilegri fjarlægð og beið átekta.
Pokinn var kominn og sást í tvo fætur og allt að ske.

Kemur ekki Eðja æðandi á brokki til að forvitnast og stuggaði ég henni frá!

Ekki gaf hún sig og kom aftur og aftur þartil Litlu Löpp var nóg boðið og reis hún upp og lentu dömurnar í hörkuslag!!

Folaldið sem var að koma í heiminn ýttist inn aftur!

Nú kom kallinn þrammandi niður tún og hann sá um að halda henni Eðju frá og öðrum forvitnum og Löppin gat lagst aftur niður róleg og haldið áfram að koma folaldinu sínu í þennan heim.

Myndirnar segja meira en nokkur orð svo hér er syrpan af öllu saman emoticon .

Löppin horfir á Hebba stugga Eðju frá....emoticon

Verkirnir farnir að aukast.....

Rembingur og folaldið að mjakast út......

Átökin orðin rosaleg.........

Allt að gerast.....

Þarna var ég orðin rauð í framan af að hjálpa henni!
Munaði ekki miklu að það kæmi bremsufar í buxurnar hehehe....emoticon

Út rann folaldið í rólegheitum.....

Lyftir yfir hausinn á sér......emoticon

Byrjar að gapa eftir fyrsta loftinu.....

Hálf loftlaust inní pokanum.....

Halló.......er einhver þarna úti.......hjálp?

"Afi" hjálpaði aðeins til því mamma var alveg búin á því...

Vá...........hvað það var þröngt orðið þarna inni!

Komin til mömmu sem var alveg uppgefin....

Þessi líka fína Hróksdóttirin komin í heiminn emoticon .
 

10.06.2009 02:41

Astró frá HeiðarbúnNú get ég bara ekki haldið í mér lengur og skelli hér inn myndum af leynigestinum sem verður hér í Ásgarðinum í sumar og eitthvað framá haustið.

Astró og Alexander (aðeins 11 ára guttinn:) í fyrra.

Astró frá Heiðarbrún heitir kappinn sem ætlar að sjarmera hryssurnar uppúr skeifunum í sumar og stíga trylltan dans hér niður á bakka á meðan Hrókur klórar sér í ennistoppnum og reynir að átta sig á því hvar allar gömlu dömurnar hans séu?

Astró ætlar að fá þessar gömlu góðu uppáhaldshryssurnar á bænum og er ætlunin að reyna að fá úr þeim merfolöld sem verða sett á fyrir okkur en ekki seldar.
Astró er þessa dagana að gera góða hluti í keppnisbrautinni með honum Alexander vini sínum og verða dömurnar að bíða aðeins lengur eftir kappanum.

Flottir saman strákarnir.

Fyrir þá sem langar að halda undir stórglæsilegann 1 verðlauna hest (skeiðlaus) þá eru einungis 4-5 pláss laus undir hann og verða hryssur að vera komnar í hólfið 26-27 Júní.
Hesturinn verður svo settur í hópinn örfáum dögum síðar.

Astró frá Heiðarbún er undan hinum geðþekka Smára frá Skagaströnd og Fjöður frá Heiðarbrún.
Hann er alveg með magnað geðslag og er frábær höfðingi þessi klár.

Það má segja að hann sé öflugri útgáfan af honum Hrók mínum og það er þetta geðslag sem ég er að eltast við.

Liturinn skemmir heldur ekki og er hann gjafmildur á litina og hafa margir flottir litir komið fram í folöldunum hans.

Myndirnar af Astró og Alexander hér fyrir ofan voru teknar seinnipart sumars í fyrra og þennan dag var hávaðarok og læti en það skipti klárinn engu máli.
Svona hestar eru alveg gulls ígildi.

                       Sköpulag                         
                      
                            Höfuð 7.5                                
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 7.5
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 7.5
Sköpulag 7.96

Kostir

Tölt 8.5
Brokk 9
Skeið 5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 8
Hæfileikar 8.03
Hægt tölt 8
Hægt stökk 8
Þess má geta að hesturinn er spattfrír samkvæmt röntgenskoðun af hæklum og með grænt S í Veraldarfeng

Viðbót við bloggfærslu:)

Það voru að birtast glænýjar myndir af Astró og Alexander sem voru teknar fyrir nokkrum dögum á Gæðingarmóti Harðar en þar voru þeir efstir með einkunina 8.61 og hinsvegar frá Gæðingamóti Fáks en þar voru þeir í þriðja sæti með einkunina 8.50.

Þeir eru allir að eflast og slípast saman vinirnir og verður gaman
að fylgjast með þeim í náinni framtíð á keppnisvellinum.

Innilega til hamingju með árangurinn Alexander emoticon .

Ef þið hafið áhuga á að skella hryssu undir hann Astró þá endilega sendið mér línu á ransy66@gmail.com eða hringið í mig í síma 869-8192.

Nú af honum Hrók er það að frétta að hann fékk til sín í gær tvær Dalaprinsessur og ekki voru nú lætin í honum við þær.

Það var smá ferðaþreyta í þeim og þær létu hann vita að þær væru sko með "höfuðverk" og ekki alveg tilbúnar í að djamma strax með honum.

Ég bætti svo á hann í dag henni Vordísi Brúnblesadóttur en hún er orðin 11 vetra og aldrei verið við hest kennd og klárinn tók vel á móti henni.

Ég minni Hrók á það á hverju vori að hægt sé að bæta hryssum í hólfið hans og hann er bara alltaf eins í viðmóti við þær.

Rosalega er þægilegt að vera með svona stóðhest einsog hann,ég sef bara róleg og þarf ekki að hafa áhyggjur af einu eða neinu.

Hann bara er einsog geldingur í hópnum!
Nema að hann fyljar dömurnar fljótt og örugglega.

Eitthvað er enn á leiðinni af hryssum undir Hrókinn og er ekkert mál fyrir fólk að hafa samband ef það vill fá að stinga hryssu inn til hans.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 825
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208510
Samtals gestir: 23187
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:23:22