Heimasíða Ásgarðs |
||
10.08.2009 14:30Þægur og góður reiðhestur til sölu
Hefur verið notaður sem smalahestur og er margreyndur sem slíkur í Víðidalstungurétt og hefur hann staðið sig afbragðvel. Einnig notaður sem reiðskólahestur í Gusti í Kópavogi. Hann teymist vel og gott er að hengja utaná hann trippi og gott að teyma á honum. Þetta er hest týpa sem ætti að vera til í flestum hesthúsum. Allir geta riðið þessum hesti og fer hann vel með knapann. Frekari upplýsingar eru hjá Val í síma 895-5300. Skrifað af Ransý 07.08.2009 18:52Vindótt/litförótt stóðhestefni?
Skrifað af Ransý 05.08.2009 01:27Loksins fór að rigna!Loksins fór að rigna á okkur en haustbeitin er stórskemmd vegna þurrka.Hrossin éta ekki sölnað grasið heldur rölta á milli grænna bletta og naga þá frekar en hitt. Skrifað af Ransý 30.07.2009 14:01Snót komin heim og gestahryssur af fara
Snót er komin heim aftur og nú er bara að krossa putta að hún sé fengin við honum Glófaxa Parkersyni. Skrifað af Ransý 25.07.2009 01:16Heyskap formlega lokið
Eina sem hægt er að kvarta undan eru þessir rosalegu þurrkar en við vorum í vandræðum með að heyja fyrir útiganginn. Það var alveg sama þó að ekki kæmi heytætla nálægt grasinu eftir að slegið var,það bara þornaði svo skart að við höfum aldrei séð annað eins. Hva...............það slitnaði bara einu sinni hlekkur og ég var nú ekki að stressa mig á því enda var kallinn innan við 10 mínútur að gera við þetta á túninu. Kallinn tróð og tróð í vélina þartil traktorinn var alveg að kafna og er vel í rúllunum í ár. Megnið af rúllunum er komið heim í stæðu og rest verður sótt fljótlega. Við erum svo heppin að eiga góða vini að með bæði traktor með ámoksturstækjum og stóran rúlluvagn sem við höfum fengið lánað í verkin enda eru túnin hreint útum allt hér á Suðurnesjunum sem við erum að heyja. Astró er kominn inná tún með dömurnar sínar en bakkinn er skrælnaður af þurrki og ekkert sprettur þar þessa dagana.
Klárinn er líklega búinn að fylja allar merarnar sínar 12 því engin er gengin upp ennþá. Reyndar er bara ein sem við erum að bíða eftir hvað gerir en sú hryssa er mjög líklega fengin. Já...................hmmmmmmmmmm.....................þar kom ég upp um mig. Eðja og Sif Hróksdóttir Þær voru 10 talsins þegar að Astró mætti á svæðið en ég laumaði 2 aukahryssum undir hann og var það ekki nokkurt mál. Frábært að hafa svona þægilegann og geðgóðann stóðhest sem hægt er að bæta við hryssum eftirá. Heilladís frá Galtarnesi og Hylling frá Ásgarði. Önnur hryssan sem bætt var við missti af sínum stóðhesti og það eru ekki allir gráðugir í að fá hryssur eftirá í hólfin þannig að hún kom hingað og allt gekk þetta einsog smurt. Ég lét fara með henni unghryssu frá mér svo hún færi ekki ein inn en ég hafði smá áhyggjur af því hvað hryssurnar sem fyrir voru myndu gera. Sumar hryssur þola það ekki að bætt sé hryssum í hólf hjá stóðhesti eftirá. Lilli og Suddi bestu vinir ![]() Brjálað hefur verið að gera í sölu á kanínuungum og kom hér um daginn afar skemmtilegur og fróður maður að versla sér unga.
Sá kom að norðan og er hann þýskur og vissi hann hreint út sagt um allt á milli himins og jarðar í bæði kanínumálum og fuglamálum. Fashani og hæna nýkomin í heiminn. LOKSINS.......................Fengum við upplýsingar um það hversvegna íslendingum gengur svona rosalega illa í fashanaræktinni! Sá þýski gat frætt okkur allt um það og hann var rétt farinn þegar að við frænka settum á okkur sparilyktina og ókum greitt til Reyjavíkur og beinustu leið í dýrabúð sem selur lifandi mjölorma. Það er trikkið við að fóðra Fashanaungana þannig að þeir lifi!!! Enda missti hann sig alveg Fashanaunginn fyrsti þegar að hann sá iðandi orminn og réðist hann á hann með látum,sló honum utaní gólf og veggi og kokgleypti hann svo. Nú er svo málum komið að við erum farin að rækta mjölorma.........oj.............bjakk! Hvað gerir maður ekki til að halda lífinu í litlu Fashanakrílunum ![]() Skrifað af Ransý 16.07.2009 13:12Sala á kanínum hafin
Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að ala upp hópinn í ár en ég held að lausnin við að missa sem fæsta unga sé fólgin í því að leyfa þeim að vera eins lengi hjá mæðrum sínum og hægt er. Málið er nefnilega það að læðurnar eru að mjólka miklu lengur en maður heldur og er það rosalegt sjokk fyrir ungana að fara frá mæðrum sínum of snemma. Ég tel það vera algert lágmark að þeir nái 8 vikna aldur áður en þeir yfirgefa móður sína en læðurnar eru enn að mjólka í ungahópana sína hér á þessum aldri. Byggið íslenska frá Svan í Dalsmynni er að þrælvirka.
Við bjuggum til stórar ungastíur og kemur það mjög vel út að hafa nokkra unga saman og gefa gott hey,Bygg að vild og reyta svo Fíflablöð daglega í þær. Farin út í heyskap!!!! Skrifað af Ransý 09.07.2009 00:32Heyskapur hafinn í veðurblíðunni
Kanínu ungarnir dafna vel og eftir viku mega ungarnir fara frá mæðrum sínum. Ég þurfti að setja 2 læður til baka og vonandi rétta ungarnir þeirra aftur úr kútnum. Nú svo kom hann Elli járningarmaður og skellti járnum undir 3 hross og var snöggur að því. Það er svo mikið gras á því að það er nánast ófært nema að setja traktorana í fjórhjóladrifið! Náði ykkur hnéhnéhné............. Nei".......án gríns þá er rosalega mikið gras á Lambastöðunum í ár og það verður gaman að vita hvað kemur af rúllum af því. Kallinn vill ekkert annað því hann er orðinn sérfræðingur í að gera við þær og gerir það bara útí á túni. Farin í háttinn,nú má ekkert slóra við tölvu því heyskapurinn er hafinn hér á bæ Bremmmsssssss........... Skrifað af Ransý 04.07.2009 01:01Allt í rólegheitum hér á bæ
Lífið gengur sinn vanagang í sveitinni og báðir stóðhestarnir enn að vinna vinnuna sína. Astró er alveg að standa sig á bakkanum með sínar dömur. Frábært að fylgjast með honum því hann hegðar sér nákvæmlega einsog sá gamli okkar en þegar að dömurnar eru búnar að fá gott í kroppinn í x marga daga í röð þá neitar hann þeim um meira heldur snýr sér að næstu dömum sem eru að byrja í hestalátum. Hann er ekkert að ofgera sér en vinnur vinnuna sína samviskusamlega og passar vel uppá að kroppa á milli stunda og heldur þar af leiðandi frábærum holdum. Svona eiga stóðhestar að vera Það eru í dag 5 dömur sem leggja hann í einelti og eru það þær Mön-Stórstjarna Skeifa-Heilladís og Eðja en eina hryssan sem hann er spenntur fyrir núna er hún Eðja en það er soldið mál fyrir kappann að fá stund með henni í friði fyrir hinum dömunum. Yngri dömurnar sem eru heimvið hesthús í smá forvinnu horfa hugfangnar niður á bakka í von að að ná athygli hans.
Folöldin blása út og gaman að fylgjast með þeim og vonandi fer ég að gefa mér tíma í að klára að gefa þeim nöfn. Skrifað af Ransý 30.06.2009 01:44Hláturinn lengir lífið:)
Þetta sendi dóttir mín mér um daginn með þeim orðum"mamma mín," ég var nú stundum slæm en EKKI svona slæm!" Svo datt ég um þessar snilldarinnar setningar á vef sjúkraliða: Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn. Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið. Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum. Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall. Fékk vægan verk undir morgunsárið. Hún hefur þroskast eðlilega framan til. Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember. Húðin var rök og þurr. Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr. Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring. Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf. Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum. Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur. Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur. Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt. Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði. Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur. Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill. Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð. Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni. Það sem fyllti mælinn var þvagleki. Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa. Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur. Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt. Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann. Sjúklingur borðar reglulegt mataræði. Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð. Vefur Sjúkraliðafélags Íslands Skrifað af Ransý 28.06.2009 22:48Astró frá Heiðarbrún mættur:) 27/6
Mön sem kastaði þann 15 Júní síðastliðinn var akkúrat tilbúin og náði honum á undan henni Stórstjörnu sem beið prúð og stillt þartil kom að henni í röðinni. Í dag 28 Júní gerði hún Skeifa Piltsdóttir sig líklega til lags við hann en annaðhvort er hún að byrja í hestalátum eða enda. Líklega er hún að byrja því hún var ögn blíðari við Astró í dag heldur en í gær. Hrókur unir sér vel fyrir ofan veg með sínum dömum og veit ég ekki af honum þar. Veðrið er búið að vera frábært síðustu daga og nú bíður maður bara rólegur á meðan grasið sprettur á túnunum. Það á að rigna (lítlsháttar) næstu daga og góður hiti með því þannig að sprettan verður frábær í ár en ekki veitir af að fá sem mest af hverju túni því nógu var áburðurinn dýr í ár!!! Skrifað af Ransý 26.06.2009 20:27Sokkadís köstuð 22 Júní
Skrifað af Ransý 24.06.2009 11:34Nafn á dömuna?
Röskva: er systir Þjálfa. Hún fylgir Þjálfa sem þjónn Þórs. Foreldrar hennar og Þjálfa unnu sér það til lífs að bjóða Þór að fá þau í stað sem þjóna. Skrifað af Ransý 21.06.2009 16:54Hrókur í vinnunni sinni:)
Næturgamanið getur teygst óhóflega fyrir eldri dömurnar og þessi Dalaprinsessa ætlaði úr kjálkaliðnum einn daginn...............Eitthvað hefur gamanið verið á þeim. Svo er legið á meltunni og maginn bakaður í sólinni á milli,eða þannig. Ég ætla að skella inn cirka dagsetningum á þessar hryssur hvenær þær hleyptu Hrók að sér svo ég týni nú ekki dagsetningunum einsog vanalega þegar að ég hripa þær niður á miða. Hann minnir mig á gamla góða Brúnblesa 943 frá Hoftúnum sem var hér í 3 sumur en hann hafði líka þennan háttinn á,var ekkert að sóa sopanum í vitleysu heldur sinnti hryssunum þegar að von var á að þær myndu festa fang. Það má bæta við 2 hryssum á Hrók ef einhver vill fá toll á viðráðanlegu verði 25.000- með öllu fyrir utan sónar en það verður fólk að sjá um sjálft því það er of dýrt að fá dýralækni hingað á Suðurnesin til að sóna kannski 4-5 hryssur. Hér eru svo upplýsingar um hann Hrók sem gefur viðráðanleg og auðtamin hross fyrir mjög breiðann hóp af fólki. Astró kemur svo á næsta Sunnudag eða Mánudaginn en hann ætlar að keppa á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Mosfellsbæ fyrst og svo verður honum sleppt í hryssurnar niður á bakka. Skrifað af Ransý 17.06.2009 23:54Mön frá Litlu Ásgeirsá köstuð 15 Júní
Öll hennar folöld hafa verið litförótt en Mön hefur átt 6 afkvæmi fyrir utan glænýju dömuna sem er 7 unda en ég get ekki verið fullkomnlega viss um að hún sé litförótt fyrr en hún fer að fella folaldahárin seinna í sumar. Hún má ekki klikka á því næsta vor að koma með litförótta dömu því hún verður undan honum Astró og verður sett á fyrir okkur. Astró kemur líklega til með að skila jafnfótaháu og Hrókur gerir ávalt með henni Mön. Reyndar finnst mér á köflum þau skila of fótaháu og það tók mig ansi langann tíma að sætta mig við hvað hún Rjúpa mín er hrikalega háfætt og stór sem er undan þeim Mön og Hrók! Það jaðrar við að það sé orðið of mikið af því góða. Maður hleypur ekkert í hnakkinn þegar að Rjúpa er annarsvegar! Ég margmældi hana aftur og aftur og ætlaði ekki að trúa þessu en þetta var um Páska og um sumarið stækkaði hún enn meira! Hér eru svo myndir af nýju dömunni hennar Litlu Lappar sem er með mön eftir bakinu og svo rosalega ljós á skrokkinn en höfuðið er dökkt og brún hár inní eyrunum sem segja mér að hún verður brún. Rosalega er nú gott að hafa hana Freyju til að útskýra þetta allt saman fyrir manni:) Folaldahár geta verið ansi strembin hvað varðar framtíðarlitinn á skepnunni sem gerir þetta allt saman svo miklu meira spennandi. Skrifað af Ransý 16.06.2009 14:26Kaníndagurinn Hvanneyri 13 JúníHaldinn var á Hvanneyri þann 13 Júní Kanínudagurinn og þangað stormaði ég með 3 kanínukalla með mér svo fólk gæti barið augum hvað ég er að gera og rækta á mínu kanínubúi.
Nú svo hélt ég líka smá fyrirlestur um mitt kanínulíf og held ég barasta að fólk hafi verið ánægt með þetta hjá mér. Þessi dagur var rosalega vel heppnaður og margt var um manninn og mikið að sjá og skoða fyrir fólk.
Aðalsprautan varðandi þennan dag var hún vinkona okkar hér á blogginu hún Loðkanínu Sigrún.
Hún er með síðustu Angórakanínurnar (líklega einn aðili annar líka á landinu) sem til eru í landinu og ef ekkert verður að gert þá deyr þessi stofn út!!!! Mér finnst þetta alveg hrikalegt því það er hægt að vinna svo mikið af Angórakanínunni og er það þá helst fiðan af henni sem er að gefa vel af sér í ýmisskonar handverk.
Allt sem að Sigrún nær að framleiða er fyrirfram uppselt til handverkskvenna í Ullarselinu á Hvanneyri og þó að fleiri vilji kaupa fiðu þá er hún hreinlega ekki til í landinu. Á fundinn kom merkur maður hann Jón í Vorsabæ 86 ára gamall og lét það ekki eftir sér að halda heillanga ræðu og var mikið gaman að fá að hitta þennan fróða,þrælskýra og skemmtilega mann. Í lok dagsins var stofnað nýtt Kanínufélag KRÍ (Kanínuræktarfélag Íslands)og voru stofnendur 13 talsins.
Takk fyrir daginn allir sem ég hitti á Hvanneyri..........Þetta var langur en frábær dagur....... Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is