Heimasíða Ásgarðs

21.06.2009 16:54

Hrókur í vinnunni sinni:)


Hér er unnið á fullu alla daga og nætur,Hrókur fyllir á merarnar sínar fjórar samviskusamlega enda ekki hægt annað þegar að þær stilla sér svona fallega uppí röð fyrir hann.

Geisp...................emoticon

Næturgamanið getur teygst óhóflega fyrir eldri dömurnar og þessi Dalaprinsessa ætlaði úr kjálkaliðnum einn daginn...............Eitthvað hefur gamanið verið á þeim.

Svo er legið á meltunni og maginn bakaður í sólinni á milli,eða þannig.
Hvað er hægt að hafa það betra.

Ég ætla að skella inn cirka dagsetningum á þessar hryssur hvenær þær hleyptu Hrók að sér svo ég týni nú ekki dagsetningunum einsog vanalega þegar að ég hripa þær niður á miða.

Glóð 14 Júní
Skjóna 15 Júní
Embla 17 Júní
Glódís 20 Júní

Þetta eru dagar sem ég hef sé Hróksa sinna þeim.Þær eru að fá gott í kroppinn í cirka 5-7 daga en þá hætta þær að ganga.Hrókur sinnir þeim helst ekki nema að þær séu á líklegum tíma til að festa fyl í sér.

Hann minnir mig á gamla góða Brúnblesa 943 frá Hoftúnum sem var hér í 3 sumur en hann hafði líka þennan háttinn á,var ekkert að sóa sopanum í vitleysu heldur sinnti hryssunum þegar að von var á að þær myndu festa fang.
Svona jaxlar finna það á lyktinni hvenær best er að leggja í.

Það má bæta við 2 hryssum á Hrók ef einhver vill fá toll á viðráðanlegu verði 25.000- með öllu fyrir utan sónar en það verður fólk að sjá um sjálft því það er of dýrt að fá dýralækni hingað á Suðurnesin til að sóna kannski 4-5 hryssur.

Hér eru svo upplýsingar um hann Hrók sem gefur viðráðanleg og auðtamin hross fyrir mjög breiðann hóp af fólki.

Astró og Alexander.

Astró kemur svo á næsta Sunnudag eða Mánudaginn en hann ætlar að keppa á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Mosfellsbæ fyrst og svo verður honum sleppt í hryssurnar niður á bakka.

Hans gestahryssur þurfa að vera komnar áður en honum er hleypt í stóðið.

Það er líka betra fyrir þær að fá að kynnast okkar heimahryssum aðeins áður en stóðhestinum verður líka sleppt í.
Oft er það svo að heimahryssur geta amast meira við gestahryssum en nokkurntímann stóðhesturinn myndi gera.

1 plássi er óráðstafað undir Astró.
Hafið samband ef þið viljið fá þennan toll sem eftir er:
ransy66@gmail.com

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295999
Samtals gestir: 34036
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:59:52