Heimasíða Ásgarðs

01.03.2009 00:22

Rok myndir af hrossum:)


Sága Hróksdóttir 2 vetra í vor.

Brrrrrrr.............það er búið að vera hífandi rok og kuldi á milli þess sem gerir alveg blankastillu og flott veður.
Ég fór um daginn útí stóð með cameruna og endaði bara í hestakjólinu króknandi af kulda á puttunum og komst ekki lengra.

Eðja frá Hrísum vindótt/litförótt.

Hrossin urðu var við mig og komu strunsandi að athuga með kelluna sína.

Hylling Brúnblesadóttir líklega fylfull núna:)

Allir þurftu að athuga hvort það væri eitthvað hestagotterí í vösunum ( ekki sniðugt innanum svona mörg hross!) og eftir að þau voru orðin fullviss um að svo væri ekki þá stilltu þau sér bara upp og stóðu þétt í kringum mig í skjóli undan norðangarranum.

Verum góð hvort við annað og elskum heiminn emoticon !

26.02.2009 21:08

Nú er ég sár............:(Mikið agalega sárnar manni svona framkoma einsog hjá þessum aumingjans ræflum sem brutust inní nýju fínu Mánahöllina okkar Mánamanna síðastliðna nótt.
Hefur fólk ekkert annað skárra að gera en að eyðileggja eigur annara?

Þarna er fólk búið að leggja dag við nótt að gera þessa flottu aðstöðu og svo þarf svona að ske!

Ég vil biðja þá sem hafa orðið varir við mannaferðir eða bíla við Mánahöllina síðastliðna nótt eða á Mánagrundinni því Félagsheimilið okkar varð líka fyrir barðinu á þessum aumu mannverum að hafa samband við samband við lögregluna eða Gunnar Eyjólfsson í síma 617-8925
Hér er nánar fjallað um þessa frétt í máli og myndum inná heimasíðu http://mani.is/

Ein verulega sár og ábyggilega ekki ein um það!

24.02.2009 22:57

Námskeið inní Sörla:)

Ég og vinkona mín brugðum okkur af bæ síðastliðinn Sunnudag og var förinni heitið inní Sörla að berja augum Sigurbjörn Bárðarson tantra til nokkur hross og gera úr þeim væntanlega Landsmóts vinnera.
En fyrst datt okkur í huga að kíkja á vinina þá Sigurð og Dímon.
Auðvitað var Sigurður búinn að moka út,hella uppá könnuna og Dímon var útí gerði hinn sprækasti að leika við vinina sína.

Dímon á fullri ferð.

Ég og vinkonan vorum einsog papparassar á eftir hrossunum um allt gerðið vopnaðar camerum og gerðum allt brjálað hehehehe.....emoticon .
Eftir að hafa tekið nokkur hundruð myndir eða svo (kannski smá ýkt:) þá var okkur boðið uppá kaffistofu í nýlagað kaffi og auðvitað boðið uppá Koníak með.
Ekki var hægt að þiggja það í þetta skiptið en við settum það á bakvið eyrað og þar er það boð geymt en ekki gleymt Sigurður!

Eftir að hafa verið kvaddar með virktum var förinni heitið í Sörlaskjól til að berja augum hvernig skal tantra til reiðhestana og ná því allra besta útúr þeim.

Við komum ekki að tómum kofanum hjá Sigurbjössanum sem var alveg þrælmagnaður í hnakknum og það er auðséð að þarna er á ferðinni maður sem einhvertímann hefur nálægt hrossi komið.

Hlynur frá Oddhól.

Fyrst fengum við að sjá virkilega fallegann og vel taminn stóðhest Hlyn sem er úr ræktun þeirra hjóna á Oddhól.

Mér þótti mikið til koma að sjá hvað hesturinn kunni svakalega mikið af allskonar æfingum!

Og fékk klárinn ekki bara hrós að lokum fyrir sýninguna heldur mola sem hann þáði með þökkum.

Svo kom að hrossunum sem átti að tantra til og breyta úr gæðingum í lúxusgæðinga.

Sjá kallinn þeytast um salinn einsog unglingstrák á hrossunum og á meðan hann talaði til okkar 120 soltinna áheyrenda/horfanda þá vann hann í hestunum og það leið ekki á löngu þartil hrossin fóru að átta sig á því að það var kominn í hnakkinn knapi sem að lét það ekki eftir þeim að sýna sitt næstbesta...........einungis það allrabesta og var maður alveg dolfallinn hvað hrossin gátu breyst mikið á einungis cirka 20 mínútum!

Kíkið hér ef þið viljið sjá fleiri myndir og meiri upplýsingar um námskeiðið.

Eitt atriðið þótti okkur ferlega fyndið en á meðan Sigurbjörn lét móðann mása þá kom köttur skokkandi inní salinn og plantaði sér rétt við stóðhestinn og tók til við að grafa holu með framloppunni ofaní sandinn.
Hmmmmmm.................svona einsog þegar að kettir eru að fara að gera stykkin sín hehehehe.................emoticon
Salurinn fór allur á ið og fólk var farið að hlæja og beið spennt eftir að kisi setti sig í stellingar yfir holunni en þá hreyfði stóðhesturinn sig og kisi rauk á harðaspani í burtu!

Má maður hvergi vera emoticon

 Ég vil þakka fræðslunefnd Sörla fyrir frábæra skemmtun gegn mjög svo hóflegu gjaldi og kom það mér skemmtilega á óvart að kaffi og bakkelsi var innifalið í verðinu!

Ekki meira bull frá mér í bili elskurnar mínar:) Óver and át!


Nýir vinir eru silfur, gamlir gull......emoticon

21.02.2009 00:12

Hvað eru þeir svo að væla....?


Hrókur að taka stöðuna á einni frá því síðastliðið vor.

Sá þessa gömlu frétt (neðar á blogginu:) frá í sumar og datt í hug að skella henni hér þrátt fyrir að hún fjallaði um útlenskan stóðhest.
Það kemur alltaf reglulega upp sú umræða hér á landi að það sé verið að pressa um of á stóðhestana okkar bæði með endalausum keppnum hingað og þangað um landið og svo er kreist úr þeim einsog hægt er á milli keppna með húsnotkun áður en þeir fá frelsið í hagann orðnir dauðuppgefnir og þá með jafnvel 35-40 hóp af stóðhestasoltnum hryssum sem berjast um hylli þeirra og jafnvel berja þá og sparka til að koma þeim til við sig!
Þeim er engin undankoma auðið og stundum missa þeir sig við hryssurnar og skaða þær eða þá að þeir flýja útí girðingarhorn og þykjast ekki sjá dömurnar.
Sem betur fer er þetta ekki algengt hér á landi og allt í góði hófi og allir ánægðir,bæði hryssurnar,stóðhestarnir og eigendur þeirra.

En hvað mega þeir segja sem áttu þennan fola!!!!

Kynvilltur stóðhestur kostar eigendur sína milljarða kr.

mynd

Menn vita ekki hvort hann er kynvilltur, kyndaufur eða bara húðlatur. Allavega hafa eigendur stóðhestsins War Emblem séð á eftir milljörðum kr. í tapaða folatolla því hesturinn vill ekki fjölga sér.

Þegar stóðhestastöðinni Shadai í Japan tókst að kaupa War Emblem árið 2003 þóttust menn þar á bæ hafa himinn höndum tekið. Hesturinn hafði unnið hið þekkta Kentucky Darby veðhlaup árið áður og eigendur Shadai töldu að þeir myndu hagnast mikið á folatollum á næstu árum.

War Emblem hafði aðrar áætlanir á prjónunum. Árið 2003 köstuðu aðeins sjö af 350 hryssum, sem hesturinn var kynntur fyrir, folöldum. Ári seinna voru það 35 af 500 hryssum. Árið 2005 kom ekki eitt einasta folald undan honum.

Þar sem War Emblem er af hreinræktuðu ensku kyni má ekki nota sæði hans í hryssur nema á náttúrlegann hátt, það er hann verður sjálfur að sjá um sæðisgjöfina.

Þar sem War Emblem hefur engan áhuga á að fylja hryssur hefur Shadai-stöðin tapað 55 milljón dollara eða nær 5 milljörðum kr. í glötuðum folatollum. Og við það bætist svo kaupverðið á sínum tíma sem nam 17 milljónum dollara.

Hvað eru svo íslenskir stóðhestar að væla emoticon ?

18.02.2009 16:14

Er að hressast:)


Nákvæmlega svona líður mér í dag................I like to get on with my life og fara að hreyfa mig!!!
MOVE IT!!!

Þetta eru augljós batamerki hjá mér af þessari fucking Lungabólgu en þó ég sé miklu miklu betri er ég enn veik.
Samt hálfheyrnalaus af hellum og hausinn fullur af bjakki og enn er ég að hósta upp drullu.
Núna er ég veik af pillunum sem ég er að taka inn.
Engar smá peniclillín pillur!
Fékk 3 til að byrja með og svo aftur 3 í viðbót.
Stykkið af þeim kostar BARA 1.600krónur takk fyrir!
Eins gott að maður verði einsog nýsleginn túskildingur eftir þetta.

ARGGGGG................ég er inni á meðan kallinn keyrir hrossunum í heilbrigðisskoðun,flug og annað skemmtilegt:)
Hann hefur kannski bara gaman af því að vera laus við kellinguna í nokkra daga í útiverkunum en ég á það til að finna hitt og þetta aukalega að gera ofaní venjulegu daglegu verkin emoticon
Hann er löglega afsakaður svona einn með veika kjelluna.

Annars þakka ég ykkur öllum fyrir fallegu commentin til mín og batnaðarkveðjurnar emoticon .Bara láta vita af því að ég er öll að koma til og bráðum fer að vora og þá verð ég svo rosalega hamingjusöm emoticon  Vorið er minn tími emoticon .
Sendi góðar kveðjur til ykkar allra þarna úti!

13.02.2009 19:14

Drullulasin heima:(


Himinglæva frá Ásgarði.

Ég ligg heima lasin.Smá lasin að ég hélt en svo gafst ég upp og fór til læknis og það hefði ég átt að gera í Nóvember þegar að ég varð fyrst veik.

Er komin með Lungnabólgu og Astma og fékk fullt af lyfjum og fyrirskipun að taka því rólega í nokkra daga.

Núna skil ég afhverju ég var orðin svona máttlaus og eitthvað léleg en þetta hefur læðst svona aftan að mér og ég sem hélt að þetta væri bara smá flensa.

Mikið hlakkar mig til að verða heilbrigð aftur og hress og geta gert allt á fullu afli en ekki alltaf svona 50% dag eftir dag.
Ég ætla bara að láta það vaða hér á blogginu til ykkar allra þarna úti en ég hef skammast mín alveg ógurlega fyrir það að hafa ekki komist á bak hrossunum undanfarið nema með herkjum og látum.

Hestar einsog Hrókur sem ég komst alveg á bak þrátt fyrir að hann væri stór en þá stendur þessi elska alltaf kyrr og þolinmóður á meðan ég er að brölta á bak honum þá brá það aðeins öðruvísi við núna í vetur.

Ég þurfti að draga bretti að hestinum til að komast á bak!
Líka að hrossum sem eru miklu minni en hann!

Ég veit ég veit..............rassinn er soldið síður á minni en EKKI svona síður!!

Ég er bara orðin svona svakalega máttlaus útaf lungnabólgunni að ég er ekki að geta þetta.

Svo verð ég ennþá máttlausari útaf astmanum.

Hvernig gat þetta farið svona algerlega framhjá mér!

Nú er bara að taka inn lyfin sín og vera stillt og prúð í einhvern tíma og svo halda áfram við það sem mér finnst skemmtilegast,að snúast í kringum skepnurnar á bænum.

Farið varlega þið þarna úti elskurnar mínar þartil næst.
Ps.Svara ykkur öllum sem commentuðu síðar þegar að ég er orðin hressari:)

09.02.2009 20:01

Bloggedí blogg.....:)


Freisting,Blær og Stórstjarna að úða í sig töðunni.

Hvað er eiginlega að ske með mig sem hef bloggað reglulega!

Hmmmmm........smá lasin og kannski líka bara búin að vera að ríða út og selja líka hross út.

Og þarmeð að koma peningastreymi inní landið og taka þátt í að rétta við peningamálin hér.
Margt smátt gerir eitt stórt ekki satt.

Talandi um að hér sé allt að stefna í óefni og fullorðið fólk lætur útúr sér allskonar vitleysu í fjölmiðlum!

Ég get bara ekki vorkennt sumu fólki (sumum vorkenni ég þó) en mig rak á rogastanz þegar að kona ein lét það útúr sér að börnin hennar spyrðu hvort þau gætu gert þetta eða hitt þegar að það yrði næst til peningur!!!

Það urraði innra með mér!

Kannski var ég alin upp við fátækt,kannski þótti mér það bara eðlilegt að sjá ekki peninga enda voru peningar ekki aðalumræðuefnið þegar að ég var að alast upp.

Okkur krökkunum komu peningar ekki við!!

Ég man þá tíð þegar að ég var pínkulítil stelpa líklega 5-6 ára gömul og langaði mig í Karamellu sem þá kostuðu einhverja aura og eina góða aðferð kunnum við krakkarnir í mínu hverfi til að komast yfir slíkt góðgæti og það var að þræða stoppustöðvarnar hjá strætó og finna strætómiða því fyrir þá fengum við slikkerí í sjoppunni.

Nú svo var líka hægt að fara í Mjólkurbúðina og sníkja sér Vínarbrauðsenda.

Næst var farið í Apótekið og þar sníktur brotinn Apótekalakkrís.

Nú ef að enn var pláss fyrir meira þá skottuðumst við niður í Dairy Qween og fengum brotin brauðform.

Þarmeð var maður alsæll þann daginn.

Þá var lífið einfaldara og ekki bar maður þær byrðar á öxlunum að hafa áhyggjur af því hvenær næst yrði til peningur.Maður var bara barn og lék sér með það sem til var.

Mér finnst persónulega að maður eigi að vera ánægður með það sem maður á en ekki óánægður með það sem maður á ekki!
Og hana nú!

Að einhverju skemmtilegra elskurnar mínar.

Glói gæðingur er seldur til Hollands.Þrælsætur jarpvindóttur ungur foli með forvitna lund.

Ekki var hún lengi að seljast heldur hún Vala frá Víðihlíð.Ég hafði ekki undan að svara fyrirspurnum og ég sem hélt að það væri að draga saman í hestasölunni sem hefur blómstrað frá því snemma í haust.

Eðja og Perla að kljást.

Veðrið er búið að leika við útiganginn hér,kalt og stillt og hrossin njóta þess að úða í sig tuggunni á milli þess sem þau flatmaga í snjónum eða eru að kljást og treysta vinaböndin sín á milli. 

02.02.2009 01:00

Útreiðarveðurblíða:)


Ég og Gunnhildur frænka að leggja í hann í gær.

Veðurblíðan undanfarið er búin að vera stórkostleg enda hef ég ekki slegið slöku við og notað tækifærið til að ríða út af krafti.

Líka innandyra því fyrsti tíminn hjá Jóa G í fínu flottu reiðhöllinni inná Mánagrund var í fyrradag.
Gaman að stráknum,hann er hress og kátur við okkur stelpurnar í mínum hóp en við erum nú einungis 4 saman í tímum í vetur.

Mér líst alveg svakalega vel á þetta en reiðskjótanum mínum leist ekkert á þetta og verð ég að gefa Rjúpunni minni frí frá námskeiðinu í vetur og mæta með annað hross sem er meira tamið til að ég njóti mín og læri í stað þess að bægslast um salinn á lítið tömdu trippi.

Það er líka ekki sanngjarnt fyrir hina nemendurnar að ég sé á hrossi sem er ekki í þokkalegum takti við þeirra hross.

Biskupinn verður því fyrir valinu og nú er bara að saxa af honum spikið í rólegheitum og vinna hann aftur sem reiðhest en ekki rokuhross.

Leiðtogahlutverkið er aðeins brenglað en ég held að þetta eigi alveg að heppnast hjá okkur og það jafnvel með sóma.

Minnsta kosti ætla ég að fara með hann og vera jákvæð og gera allt sem ég get til að endurheimta gamla góða hestinn minn sem er einhverstaðar þarna undir öllu spikinu emoticon .

Snót Prinsdóttir frá Ægissíðu.

Útigangurinn dafnar vel í kuldanum.
Það var nokkuð skemmtilegt að koma í ljós með eitt folaldið hér á bæ.
Himinglæva undan Stórstjörnu Brúnblesadóttur og Óðni Hrókssyni er litförótt!
Hún er öll í hvítum hárum ef maður greiðir þau í sundur.

Himinglæva að fá sér sopa í kuldanum.

Freyja Hróks að fá sopa hjá Mön mömmu sinni:)

Skelli hér inn í lokin myndasyrpu af folaldinu hans Hebba undan Toppu Náttfaradóttur og Aski Stígandasyni.

Gott að velta sér í snjónum.

Og teygja vel..............!

Ahhhhhhhh.............emoticon

Og slaka á................:)

Er ég ekki sætust emoticon !

30.01.2009 14:16

Allt í Rjúpum í Ásgarðinum:)


Rjúpa í felum.

Ég bara varð að blogga smá fyrir bæði mig og ykkur á þessum fallega Föstudegi.

Hér fylltist allt af Rjúpum fyrir nokkrum dögum og þegar að ég fór í reiðtúr á Hrók í fyrradag þá sá ég þær ekki í vegkantinum fyrr en þær flugu undan fótunum á klárnum!
Vá...............hvað þær eru samlitar snjónum!!!

En það eru smá leiðindafréttir af Hróksanum mínum sem ég stólaði á í vetur bæði á reiðnámskeið,Kvennatöltið,aðstoðartamingarhest og bara allt.
Hann verður bara haltari og haltari á öðrum framfætinum eftir því sem ég fer oftar á hann.

Það er einsog einhver hafi kippt undan mér öðrum fætinum að missa klárinn undan hnakknum.

Ég verð bara að bíta í það súra og gera eitthvað sniðugt með næsta hross.
Rjúpa dóttir hans ætlar að koma í hans stað á reiðnámskeiðinu í vetur hjá Jóa G.

Eða ég ætla að vona að við slípumst skemmtilega til saman en ég prófaði hana í gær í reiðhöllinni nýju og var ég himinlifandi með beislisvinnuna á hryssunni en vinkona mín hún Eygló hefur séð alfarið um að gangsetja hryssuna og gera hana góða í beisli.

En djö...................er hryssan stór! Það er ekki fyndið að komast á bak þessari himnalengju!! Verum bara ekkert að ræða það nánar!

Ég fór líka á bak Vordísi Brúnblesadóttur sem er bara fín,smá skap í henni en það vinnst vel úr hnakknum og er þetta prýðisreiðhryssa.

Tandurhreint tölt,brokkar ágætlega en það þarf aðeins að passa sig að hún fari ekki beint yfir í töltið af því.

Ekki slæmt að eiga hross sem sækir í töltið.
Frábær bremsubúnaður í þessari hryssu,bara hvísla hóóó......þá neglir hún niður.

Nú svo skellti ég mér á sjálfann skápinn hann Biskup!
Djö.............er klárinn feitur! OG djö.............er þetta mikill sófi á sitja á!

Hann er einsog Vordísin vill bara tölta og tölta enda enginn tími til að brokka hjá þeim höfðingja nema að hann fái að þrusa á því á hans hraða.
Þá má ekki taka í tauminn því þá er hann strax kominn aftur inní töltið.
Rosalega sé ég eftir því að hafa misst þennan hest í svona mikið spik og svo er hann orðinn kvíðinn fyrir verkefninu og var farinn að flýja hlutverkið með því að læsa sér í beisli og rjúka.

Ég fékk góðar leiðbeiningar frá frábærri tamingardömu í bænum og það er ekkert annað en feta og feta og feta og kenna honum sveigjustopp.
Bara gefast ekki upp sagði hún.

Farin út í góða veðrið að taka myndir!!!
Nú svo er þorrablótið hjá Mánamönnum og konum í kvöld klukkan 19:00!
Eigið góða helgi elskurnar mínar.

28.01.2009 15:19

Silver dapple bay for sale and Dun/Buckskin


IS2006136822 - Glói frá Hrafnkelsstöðum for sale/special offer.

Var að fá til mín jarpvindóttan tveggja vetra spakann fola sem ég er alveg til í að láta á góðann pening.
Sá heitir Glói og er frá Hrafnkelsstöðum.

Gloi is 2 years old gelding,very calm and easy to handle.Will by great family horse like his mother.
Special offer this week!
Please make contact for further info in this e mail adress:

ransy66@gmail.com

His pedigree:
Hér er ættin að folanum:

Faðir: Styrmir frá Selfossi
FF:Dagur frá Kjarnholtum
FM: Freyja frá Selfossi

Móðir:Birta frá Ökrum 2    
MF:Vindur frá Ökrum 2
MM:Ljóska frá Ökrum 2

IS2006255338 - Vala frá Víðihlíð for sale.

Vala frá Víðihlíð er einnig komin á söluslistann.
Verklegt trippi sem fer um á hágengu rúmu brokki.Mátulega spök þ.e.a.s þægilegt að eiga við hana á húsi td í ormalyfsgjöf.
Vala er moldótt með hvítt í snoppu.

Hér er ættin að Völu:

Faðir:Snær frá Hvolsvelli
FF: Keilir frá Miðsitju
FM: Skálm frá Brekku

Móðir: Synd frá Þórunúpi
MM: Eva frá Strönd

Frekari upplýsingar sendist á:
ransy66@gmail.com

27.01.2009 00:00

Hrossin (loksins:) sótt í Reiðholtið


Í frelsinu í Reiðholti rétt áður en smalað var.

Loksins var hægt að fara í Reiðholtið og sækja hrossin sem þar voru og hefðu mátt koma fyrr heim.

Veðrið er margbúið að setja strik í reikninginn og einnig aðstöðuleysið til að handsama stygg hross en það bráðvantar góða rétt til að ná því sem ekki er hægt að ganga að og mýla.

Rög við hálkublettina og erfitt að koma þeim áfram!

Ég asnaðist til að setja þangað trippi fyrir tveimur árum sem voru kannski ekki alveg fullunnin en mannvön og búin að læra grunnreglurnar en það sem skeði var að þau aftömdust þessir
kjánar og létu manninn ekki koma of nærri sér sérstaklega ef múlar og bönd voru nærri.

Þetta geri ég ekki aftur því það er búið að liggja á mér einsog mara að ná þessum trippum ekki heim!

Snót Prinsdóttir (Oturssonar)

En loksins í gær náðist að koma þeim í þessa fínu rétt á næsta bæ og þar var sko aldeilis flott aðstaða til að flokka þau í rólegheitum í sundur í réttinni og voru þau rekin inní hlöðu og þaðan beint uppá flutningarbíl!

Vala Snæsdóttir (Keilissonar)

Þannig að ég tók 7 stykki,1 fór af í RVK og á annan bíl sem fór norður í land með það næsta dag.

Raketta Hróksdóttir (Kormákssonar:)

Annað trippi fór svo til nýs eiganda í dag og tvö gömul hrossi verða felld núna á allra næstu dögum vegna fótaleysis.

Restin fer útí rúllu og svo verða tvö af þeim tekin inn fljótlega í fortamningu.

Mikið er ég rosalega fegin að þetta er búið,mér er meinilla við að ferðast yfir Hellisheiðina (eða bara heiðar yfirleitt) yfir vetratímann.

Núna er það bara ekkert nema gleðin framundan,reiðnámskeið hjá http://mani.is/ og sömuleiðis Þorrablót.

Svaðalegar ferðir hjá Svaðilfara!!!


Ég var beðin um að skella hér inn smá auglýsingu fyrir eina hressa stelpu en hún ásamt öðrum skipuleggur frábærar hestaferðir í stórbrotnu landslagi fyrir fyrir vestan.

Hér er leiðarlýsing/kynning á styttri ferðinni hjá Hörpu:

Svaðilfari er lítið fjölskyldufyrirtæki hjá þeim Þórði og Dúnu á Laugarholti í Ísafjarðardjúpi, þau hafa verið með langar ferðir í kringum Drangajökul í meira en 10 ár og ferðirnar mjög vinsælar.

Ferðin er 22-27 Júní 2009 
 
Dagur 1 - 22 Júní 2009
Komudagur
Þessi dagur er mjög svipaður eins og komudagurinn í löngu ferðinni. V Fólk kemur um kaffi leiti og hefur þá tíma til að koma sér aðeins fyrir og kynnast hestunum. Við munum hafa kvöldmat í fyrra fallinu og svo skellum við okkur í stuttan reiðtúr fram dal. Svona til að leyfa fólkinu að venjast hestunum. Stuttur en góður reiðtúr.  Svo munum við slaka á það sem eftir er að kveldi, kíkja í albúm og bara njóta sveitasælunar.
 
Dagur 2
Þessi dagur er alveg eins og dagur 2 í löngu ferðunum.  Við munum fara yfir Kaldalón á fjöru svo við vitum ekki alveg enn hvenær við leggjum af stað.
En við skiljum hestana ekki eftir á Tyrðilmýri - við förum fram Unaðsdal og skiljum þá eftir í girðingu þar.  Og fara til baka til Laugarholts.
 
Dagur 3
Núna leggjum við af stað yfir í Jökulfirðina. Við förum frá Unaðsdal og yfir Öldugilsheiði, förum vegarslóða sem lagður var um 1970 og kláraður fyrir nokkrum árum - Við erum mjög nálagt jökli og förum mikið yfir á snjó. Vegurinn liggur niður í Leirufjörð og við heilsum upp á Jökulfirðina. Við löbbum niður og er það fyrsta labbið í ferðinni. Við komum að Höfða sem er aðeins lengra en Flæðareyri
Við gistum á Höfða, þett er gamalt hús sem hefur sál, æðislegur staður. Í fyrra var tekin upp bíómynd þar  - Eitur í æðum og voru hestarnir okkar í henni
 
Dagur 4
Þetta er stuttur reiðdagur, við förum frá Höfða að Grunnavík. Þar sem Friggi og Sigurrós taka á móti okkur og sjá um að kynna okkur fyrir lífinu á svæðinu. Það er allt eftir því hvernig veðrið mun leika við okkur þennan dag hvernig hann verður. Ef við fáum gott veður munum við skella okkur í siglingu.. Í þau skipti sem ég hef komið í Grunnuvík hefur mér alltaf langað til að vera lengur - enda svæðið gull fallegt og Figgi og Sigurrós alveg frábær.
Við munum borða kvöldmat og gista hjá þeim. Fáum eitthvað grafið og gott með öllu tilheyrandi að hætti Sigurrósar. Mun ekki svíkja neinn
 
Dagur 5
Þetta er lengsti dagurinn. Enda í eðlilegri ferð er þetta síðasti dagurinn.
Við leggjum af stað frá Grunnavík og upp á Snæfjallaheiði - þarna er aftur labb.
Við komum niður að Sandeyri  þar sem við munum taka gott stopp - enda hestarnir vanir að stoppa þar og best að breyta því ekki.
Við förum framhjá Tyrðilmýri og aftur fram Unaðsdal. Gæti verið að við stoppum á Tyrðilmýri  - ekki alveg ákveðið
Við förum svo í mat hjá Sigga á Dalbæ - Gaggandi gæs að hætti Sigga. J
 
Dagur 6
Eðlilega væri þetta brottfarardagur - en þar sem þetta er fyrsta ferðin þá getur verið að við munum lengja hana um einn dag fyrir þá sem vilja þar sem hrossin eiga eftir að koma heim. Þetta er enn óvíst.
 
Íslenska verðið er 105.000
Erlenda verðið er 1050 Evrur
 
Fyrirspurnir sendist á
harpa@gstuning.net
 
Einnig erum við með langar ferðir sem eru í júlí og eru þær nærri því fullbókaðar, ferðin 2-10 Júlí er ekki alveg full svo ef einhver hefur áhuga á vikuferð í kringum Drangajökul þá bara endilega sendið mér póst!

Harpa Eiríksdóttir
15 Leicester street
Derby - de22 3pw
England
www.123.is/harpaskarpa
www.blog.central.is/harpae
harpa@gstuning.net
Tel: 00447766892691 (England)
Tel: 894-1011 (Island - Iceland)

Smá viðbót á lýsingunni :

Svaðilfari - alvöru hestaferðir eins og þær gerast bestar


Lífsreynsla sem mun fylgja þér allt þitt líf

Hestaferðir með Svaðilfara er ómetanleg lífsreynsla að upplifa ósnorta vestfirska náttúru og komast frá öllu stressi.
Með Svaðilfara getur þú upplifað fegurð Jökulfjarða og Hornstranda á einstaka vegu.

Afhverju er ferð með Svaðilfara svona sérstök
 • Ferðast um með trússhross og hóp lausra hesta sem sýna þér hve frjálsir þeir eru
 • Tækifæri á að upplifa óspillta villta náttúru Vestfjarða
 • Fara yfir jökull á hesti (einstakt á Íslandi)
 • Heimilislegt andrúmsloft í litlum hópum
 • Leiðsögn frá fararstjórum sem hafa farið þarna um í mörg ár og endalaus þekking á svæðinu
 • Ekta íslenskur matur að hætti vestfirðinga

Dagsetningar fyrir sumarið 2009

 • 2. júlí - 10 júlí 2009 enn nokkur pláss laus
 • 13 júlí - 21 júlí 2009 fullbókað

Verð 150.000 kr (þetta verð er fyrir Íslendinga og þá sem búsettir eru á Íslandi)

Innifalið er

 • 8 daga svefnpokagisting
 • allur matur
 • allt sem þarf fyrir hestinn (beisli, hnakkur, hnakktaska ofl)
 • Reynsla og þekking á svæðinu
 • far frá og til Hólmavíkur (til rútu)

Ekki innifalið: flug til Íslands, gisting í Reykjavík og rútufar til Hólmavíkur

Ferðadagarnir geta verið langir og er það mjög gott ef farþegar geta hjálpað til með hestana sem lausir eru
Mjög mikilvægt er að farþegar hafi reynslu af hestum og séu í góðu formi enda þar sem bratt er munum við labba með hestunum

Ef þig langar í ferðina en ert ekki viss um að hún henti þér, endilega hafðu samband við getum hjálpað þér.

Dúna og Þóður s: 451-4858
eða talaðu við aðstoðarmanneskjuna okkar sem sér um bókanir
Harpa Eiríksdóttir  harpa@gstuning.net  0044-1332-595041 (búsett erlendis yfir vetrartímann)

Svaðilfari - Real Horseback Expeditions

More than just a simply horse riding in the Westfjords

Horse expedition with Svaðilfari is not only chance to leave the civilisation behind, but also an opportunity to experience the breathtaking wilderness of the Westfjords of Iceland and feel the power of nature for yourself. With Svaðilfari you can experience the magic of Iceland in a very special way!

What makes our expeditions unique?

   Travel with packhorses and a free-running herd as has been traditionally done for centuries in Iceland.
   Experience the unspoiled wilderness of Iceland´s wild Westfjords
   Cross a glacier on horseback (unique in Iceland)
   Family-like atmosphere in very small goups
   Local guide with years of experience and endless local knowledge
   Accomodation in a communal tent (Laplandic Kota) and in old abandoned farms
   Traditional Icelandic food

  Dates for Summer 2009:

  • 2. July - 10. July 2009 - Still places left
  • 13. July - 21. July 2009  Full

  Price: 1.500,00 Euro per person

  Price includes:

  • 8 nights accommodation
  • all food
  • horse equipment and helmet
  • experienced and knowledgable local guiding
  • transfer from and to the bus in Hólmavík

  (Not included; flight to Iceland, accomodation in Reykjavík, bus to Hólmavík)

  Pre-Requirements for the
  Svaðilfari Horseback Expedition

  The days can be long on the Svaðilfari horseback expedition and it is useful if everyone can help to chase the free-running packhorses.

  Because of this, it is important that you have some prior experience at horse riding. In addition you need to be in good physical shape as we dismount and lead the horses through the steeper sections of the mountain paths. Significant sections of the route are therefore done on foot.

  If you are not sure if the tour is suitable for you, then do not hesitiate to get in touch with us to ask further questions.

  Contact by e-mail:  harpa@gstuning.net og call 0044-1332-595041

Ég held barasta að ég hafi komið þessu (ýkt:) til skila Harpa emoticon !
Knús og kossar til ykkar allra þarna úti emoticon .

24.01.2009 13:55

4 stykki járnuð:)


Vordís Brúnblesadóttir járnuð.

Haldiði ekki að það hafi dottið uppí hendurnar á mér þessi flotti járningarmaður sem nýfluttur er að norðan hingað suður til Reykjavíkur.
Auðvitað dreif ég inn 4 stykki til járningar.
Þau Sudda,Biskup,Vordísi og Rjúpu.Fyrir eru á járnum Hrókur og dóttir hans Vænting þannig að það verður ábyggilega hægt fyrir mig að komast á milli bæja í vetur/vor.

Rosalega gekk vel að járna hrossin en þeim var raðað upp fyrir járningarmanninn minn eftir erfiðleikaröð sem reyndist bara vera alger óþarfi því þau fyrstu 3 hreyfðu sig ekki í höndunum á stráknum.

Suddi stóð nú bara einsog hann er vanur og ekkert mál.

Vordís Brúnblesadóttir gat ekki verið stilltari þessi elska.

Biskup sem er vanur að rífa af manni (alltaf einu sinni í járningu) afturfótinn sleppti því í þetta skiptið!

Hmmmmmm..........klárinn setti eitt sinn fjöður beint inní vöðva á mér fyrir ofan hné en ég var svo rosalega heppin að fjöðurin fór beina leið til baka þannig að það kom bara gat.

Nú eitt skiptið reif hann kuldagalla í tætlur utanaf kallinum mínum í járningu þegar að það datt skeifa undan klárnum í miðju ferðalagi og hann ætlaði að vera svo vænn að halda afturfæti fyrir mig á meðan ég nældi skeifunni undir.

Einhverja lagni hafði strákurinn á því að láta klárinn standa stilltann og prúðann!

Rjúpa Hróksdóttir járnuð.

Rjúpan mín var nú það sem mér kveið fyrir að yrði með læti.

Enda hefur hún í síðustu tveimur járningum endað margsinnis á hryggnum!!Gert járningarmanninum lífið leitt og verið kolvitlaus.

Við tókum okkur tímann í hana og höfðum hana lausa og stráksi vildi ekki hefta hana á einn eða annan hátt.

Ég sem var komin með sterkasta múlinn á skepnuna ógurlegu og fullt af böndum til  að binda hana með.

Gömlu skeifurnar rifnar undan.

Við ákváðum það að annaðhvort stæði hryssa í járningunni eða hún yrði bara úrbeinuð á staðnum enda er stráksi kjötiðnaðarmaður og kann að handleika skepnur á hinn ýmsa máta hehehehe.......emoticon .

Ekki var hann lengi að tantra hryssuna til og hún stóð alla járninguna í gegn og slapp við úrbeiningu sem við vorum búin að hóta henni í hljóði.

Stráksi er æviráðinn hér á bæ eftir að ég sá hvernig hann fór að hrossunum.

Hann er ákveðinn,fljótur og vandvirkur drengurinn við járningarnar.

Ef einhvern vantar góðann járningarmann með mikla reynslu þá heitir drengurinn Erlendur og býr hann á höfuðborgarsvæðinu og síminn hjá honum  845-1253.
Hann útvegar skeifur,fjaðrir og allt sem viðkemur járningum.

Svakalega hress og skemmtilegur strákur emoticon . 

21.01.2009 16:38

Heimsókn að Hrauni

Það var stuð hér á bæ í fyrradag þegar að folöldin fengu loksins að fara útá tún að spretta úr spori eftir viku innilokun.
Hrókur var fljótur að taka þau að sér og var hann ekki par hrifinn ef að geldingarnir tveir þeir Biskup og Suddi kæmi nálægt þeim!

Hróksi að verja folöldin.

Urrr og argg........þessi folöld á hann og það skal enginn koma nálægt þeim emoticon  .

Biskup fékk bit í rassgatið þartil hann skildi það að halda sig fjarri en Suddi kallinn er svolítið skynsamari og var ekkert að þvælast fyrir Hróksa með börnin sín.

Biskupinn í rassaköstum og jörðin skalf!

Þennan dag komust Biskup og Suddi ekki að rúllunni og sá ég að þetta þýddi nú kannski ekki alveg.

Hrókur stóð þar með folöldunum og úðaði í sig heyinu og passaði að það færi ekki strá ofaní neinn nema hann og folöldin.

Ekki það að Biskup megi ekki við því að missa af tuggu og tuggu hehehehehe.............emoticon
Allir þurfa að borða.

Ég skellti mér í skemmti bíltúr til vinkonu minnar hennar Valgerðar á Hrauni.

Valgerður með sprækann ungfola.

Auðvitað tók ég cameruna með og elti hana um allt í verkunum og fékk að sjá fullt af flottum gullmolum í stíunum hjá henni en hún hefur verið að taka að sér frumtamningar á trippum og það eru sko engin smá nöfn á bakvið þessi trippi sem hún er með!

Orri frá Þúfu,Suðri frá Holtsmúla,Geisli frá Sælukoti,Þrist frá Feti,Þrist frá Þorlákshöfn,Eldjárn frá Tjaldhólum,Þokka frá Kýrholti,Ás frá Ármóti,Borða frá Fellskoti og síðast og ekki síst undan Þóroddi frá Þóroddstöðum.

Sáttur við manninn.

Það var gaman að sjá trippin í höndunum á henni,vakandi,lífleg og sum hver ansi frísk en gáfu sig fljótlega og urðu sátt við hana enda kröfum stillt í hóf.
Eitt lítið skref í okkar augum er stórt skref fyrir ungviðið að skilja í viðskiptum við okkur tvífætlingana og um að gera að gefa þeim þann tíma sem þau þurfa.

Stutt blogg í dag,er að fá járningarmann hingað og ætla að fara að tína til skeifur undir þessi 4 stykki sem ég var að taka inn.
Eitthvað hlýt ég að eiga undir hrossin nýtanlegt þó það sé kannski ekki allt alveg glænýtt útúr búðinni.
Knús til ykkar allra þarna úti emoticon .

18.01.2009 21:21

Járna og á námskeið

Þetta er nú búið að vera meira ruglið með austurferðina til að ná í trippin mín og annarra.
Bóndinn sagðist verða heima báða dagana þannig að ég lét hestabílstjórann ráða hvort hann færi austur á Laugardegi eða Sunnudegi og hann valdi Laugardaginn.
Þegar að Laugardagsmorguninn rann upp þá mundi bóndinn að hann var á leið í jarðaför þennan dag.
Hestaflutningarbílstjórinn var við það að leggja af stað en ég náði að stoppa hann af á síðustu stundu.
Á Sunnudeginum var hann að flytja hross fyrir aðra þannig að ég verð bara að bíða eftir næstu helgi til að sækja trippin.

En að öðru,ég tók tvö folöld inn í síðustu viku.Toppa gamla sem er orðin háöldruð var ekki að mjólka nægilega ofaní folaldið sitt og var farin að leggja verulega af.

Drottning og Snót saman.

Þá var ekkert um annað að ræða en að kippa Askdótturinni henni Drottningu undan og inní hesthús með öðru folaldi.
Ég er búin að vera að frumvinna þær og kenna þeim það sem er öllum hrossum nauðsynlegt en það er að vera bundin stillt á bás.
Núna þakkar maður fyrir að vera með bása við að vinna ungviðið.
Ég hef undanfarin ár verið að fá hross sem eru alin uppí stíum til mín og það er ekkert smá óþægilegt að eiga við þau sum.

Þau kunna litla siði og vaða bara á mann að vild og ekki er þorandi að binda sum þeirra því þau geta farið sér að voða bundin föst á básnum.

Þessvegna bind ég alltaf ungviðið (gúmmíkallinn er frábært tæki til þess:) og kenni þeim góða siði td víkja fyrir manninum í staðinn fyrir að þrykkja manni uppað vegg eða traðka á tánum á manni.

Hrókur og Snót í dag.

Ég er búin að fara tvo spretti á hann Hróksa minn og er ég himinánægð með beislisvinnuna á klárnum!
Það er einsog klárinn hafi ALDREI átt við vandamál að stríða í munni! Og hægt að nota venjuleg mél uppí hann án þess að hann verði vitlaus og hristi hausinn og maldi í móinn.
En hann er reyndar aðeins múkkaður og er hann kominn í smá hvíld vegna þess.
Hann á bágt með að beita sér á yfirferðartöltinu og fann ég þegar að ég ætlaði að þrykkja honum áfram á því á heimleiðinni þá stakk hann aðeins við á öðrum framfætinum.

Ég tek bara þá næsta hross og læt járna núna á næstum dögum og skrái mig á námskeið hjá Mána í nýju höllinni okkar en skráning er á morgun eða annað kvöld í Mánahöllinni á milli 20:00 og 21:00.

14.01.2009 22:48

Reiðholtið smalað næstkomandi Laugardag!

Enn meiri breyting.Erum hætt við að fara austur vegna fljúgandi hálku,ofankomu og skafrennings.
Næsta tilraun verður á næstu helgi til að ná villitrippunum í hús emoticon .

Breyttur smalatími á hrossunum!!!
Vegna jarðarfarar í dag Laugardag verður smölun frestað þartil á morgun!!

Þá er næst á dagskrá að laga annan höfuðverk en þennan hér á síðasta bloggi en það er að ná þessum villitrippum úr Reiðholtinu um helgina.

Ég "á" 7 stykki þarna og af þeim eru 3 dömur á þriðja vetur sem sýna manni bara afturendann þegar að maður ætlar að sýna þeim múlinn.

Við erum sko farnar! Yrja og Snót Prinsdætur Oturssonar.

Nei sko kelling................Þetta setur þú ekki á minn haus,man alveg hvað skeði síðast. Maður var bara fastur og einhverju ógeði sprautað uppí munninn á manninn!
Gubb gubb............!

Raketta Hróksdóttir 2ja vetra síðastliðið vor.

Djö.................hlakkar mig að fá þær dömur aftur á hús.Reyndar fer ein þeirra fljótlega norður til síns heima hún Yrja frá Ægissíðu,Raketta Hróksdóttir fer til nýs eiganda (best að leyfa nýjum eiganda að blogga því sjálfum:) en Snót verðu hér áfram í Ásgarði í frumtamningu/meðhöndlun þartil hún fer undir stóðhest í sumar og flýgur svo fylfull út til Sviss.

Þannig að þeir sem eiga hross í Reiðholti geta komið næstkomandi Laugardag klukkan 12:00 á hádegi með kerrur og eða flutningarbíla og sótt sín hross.

Stóðinu verður smalað í rétt við Meiritungu og verða þar í fáeina tíma í réttinni en verður svo smalað til baka.

Bóndinn í Reiðholti byrjaði að gefa út um áramótin og er því mánuðurinn kominn uppí 5000- með heygjöf.

Sumar/haust gjaldið var 2000-á mánuði.

Verum dugleg að rífa upp veskin og borga kalli svo við getum fengið að koma aftur að vori með hross til hans emoticon  Ef ykkur vantar frekari upplýsingar þá er símanúmerið mitt hér:869-8192.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208436
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 14:56:40