Heimasíða Ásgarðs |
||
18.12.2007 14:17Veður að skána og allar kindur fengnar 15 desember (Vonandi:)
Súsý litla hvolpurinn hennar Bulsu er hin mesta veiðkló og er einsog köttur.Kemur með mýsnar inn og færir mér hróðug.Hún er svo asskoti snögg sú litla að sneggra hundkvikindi hef ég ekki kynnst.Hún verður góð einn daginn í minknum. Gleymdi alveg að segja ykkur frá því að Súsý og Busla náðu loksins villikanínunni sem var hér í allt haust. Nú er maður að setjst á skólabekk takk fyrir.Fékk bækur að glugga í og er bara búin að lesa eina tvær blaðsíður og fyrsti tími er í kvöld! Hitt á það til að fara innum eitt og útum hitt ef ég segi nú ykkur bara einsog er:) Farin út að reyna að gera eitthvað fyrir skepnurnar á bænum,ekki keyra þær sjálfar rúllunum í sig eða bera undir sig spænirnar:) 14.12.2007 01:00Klikkað veður og allt á hvolfi!Veðurfréttir úr Ásgarðinum og tjónaskýrsla! Mér er svo mikið niðri fyrir núna að puttarnir virka varla á lyklaborðinu! Í gær þann 13 des þá ákvað ég eftir vægast stormasama nótt að fara út og skoða skemmdir hjá okkur.Ekki var spurning um hvort eitthvað hafi skemmst heldur hvað. Eftir að hafa skoðað gróðurhúsið og íbúðarhúsið sem stóð þetta af sér allt saman þá var haldið niðureftir til að kíkja á hesthúsið.Þar var hurð kengbogin inn og stórir timburflekar sem hafa verið geymdir hér árum saman á vagni voru einsog tannstönglar um allt hlaðið! Næst var að aðgæta skepnurnar og var allt í stakasta lagi í hólfinu fyrir eldri hross og minnimáttar:) Tittirnir voru í fínu standi enda með afbrigðum skjólgott hólf sem þeir eru í. Sömu sögu var ekki hægt að segja af aðalstóðinu en þar voru tvær hryssur sem höfðu orðið að öllum líkindum fyrir einhverju í veðurhvellnum eldsnemma í morgun. Í nótt var svo brjálað veður að ég hreinlega vaknaði um 6:00 og gat ekki sofnað aftur fyrr en seint og síðar meir.Ég hélt að rúðan á svefnherberginu ætlaði að springa yfir okkur svo mikil voru lætin.Enda frétti ég að því að í verstu hviðum (uppá Keflavíkurflugvelli) hafi vindurinn farið í 71 metra á sekúndu!!!! Á morgun á að drífa út traktorinn og gefa rúllu á línuna og svo verða aumingja hrossin að koma sér í skjól fyrir næsta hvell.Best að koma einhverju í greyin á milli lægða en eina leiðin til að fóðra þessa dagana er að rúlla út rúllu og láta þau éta hana þannig að allir fái í sig. Helga Skowronski kom hingað um daginn með næstum fullan vörubíl af önduðum öndum.Þær önduðust í höndunum á Ásgeiri hennar manni um morguninn og nú var komið að okkur að reyta og plokka og gera þær að flottum jólasteikum:) Allt gekk þetta vel hjá okkur og alveg vorum við merkilega fljótar að þessu.Það ýtti kannski á okkur að litlan hennar hún Gígja var með og var sú stutta ekki alveg að átta sig á því að mamman hennar gat ekki haft hana í kjöltunni og gefið henni sopann sinn á meðan hún var að reyta endurnar:)Helga er svo mikil hetja að vera mjólkandi móðir með ungann sinn með í öllu mögulegu. Eftir að hafa reytt og gert að öndunum þá klikkti hún út með því að prófa fyrir mig,gömlu stirðu konuna móálótta hryssu sem mér áskotnaðist í fyrra:)
Ég er ekki sátt við sjálfan mig núna.Finnst ég vera að stirðna meira en vanalega þrátt fyrir fínu gigtarlyfin sem ég er á.Ég er ekki mikið fyrir pillur en verð að nota þær því annars kæmist ég líklega ekki útúr rúminu. Eða þannig var það á tímabili á meðan ég var ógreind og ég ekkert að pæla í því hvers vegna ég var svona í bakinu.Hélt bara að svona ætti þetta að vera þegar að maður eltist og að allir væru svona. Það er svo mikið gigtarslit í mér vinstra megin í mjaðmagrindinni að það er heilt kvalræði ef ég gleymi að taka lyfin mín. Nú ef ég tek lyfin og allt er einsog það á að vera þá er ég fljót í fimmta gírinn og gleymi mér þá stundum og enda á kvöldin einsog spítudúkka. Ég er að reyna að læra að gíra mig niður og vinna jafnar yfir daginn og komast yfir öll verkin í rólegheitum. Djö.........er erfitt að sætta sig við að geta ekki gert allt einsog maður gat fyrir einhverjum árum! Hugurinn stefnir alltaf í að gera einsog þá og skrokkurinn reynir að fylgja hlýðinn eftir þartil maður getur ekki meir. Ussssssssss...........hver nennir að lesa svona vælublogg! Best að skella inn hestamyndum af hrossunum síðan 13 Desember
11.12.2007 01:09Karen kind fengin
Við erum að fá mark,já ekki seinna vænna úr því okkur finnst svona gaman að rolast þetta innanum kindurnar. 11.12.2007 00:33Jólin að nálgast og flott hestfolald til sölu!Nú er sko Jólin á næsta leyti!Alltaf þegar að nágranninn minn er búinn að setja upp Jólaljósið á sitt hesthús þá kemst ég í Jólastuð:) Jæja"úr því ég er byrjuð að tala um Jólahaldið hér á bæ þá er best að klára að upplýsa ykkur um hvernig því er háttað hér í sveitinni. Ekkert vesen með það gott fólk.Svona hefur þetta verið í mörg ár og hefur barasta alltaf gengið upp þó stressið sé náttúrulega mikið á einum degi.Ég nenni ekki að vera að stressa mig í fleiri fleiri vikur heldur er bara stressuð einn dag og svo búið! Ég er hætt að standa á haus uppá skápum með skúringar græjur og hætt að baka svo ég geti státað mig af 18 sortum það árið Síðan þegar að það er búið þá er bara spurningin hvað klukkan er og kannski er hún ekki orðin 18:00 eða hún er orðin miklu meira en 18:00.Skiptir ekki öllu máli:) Það gerir bara ekkert til því að þennan dag er ég ekki að stressa mig neitt.Nóg var víst stressið á mér fyrri daginn hehehehehehehehe.......... Þarsem "barnið" mitt er skilnaðarbarn+einkabarn þá fær hún auðvitað extra fleiri pakka OG borðar á tveimur stöðum þetta kvöld!"Heppin" þessi skilnaðar-einkabörn:) Mér finnst alltaf svo sérstakt að fá hana til okkar á Aðfangadagskvöldið:) Hún er svo föst í gömlu hefðunum að hún má ekki til þess vita að ég ætli ekki að vaska upp fyrren eftir að búið er að opna pakkana! Hún var alveg "óþolandi"þegar að hún var lítll óviti! Ein Jólin skeði soldið mikið fyndið heehehehehehe..... Næstsíðasti hvolpurinn hennar Buslu er farinn í Skagafjörðinn og ætlar að verða minkaveiðihundur og verja Æðarvarp.Hann er algjört yndi og vona ég að nýi eigandinn komi til með að njóta hans vel:) Hér er búið að vera snjór yfir öllu og veðrið stillt og kalt alveg einsog ég hafði óskað mér.Gaman að sjá stóðhestana ólmast sama útí snjónum og velta sér. Ein vinkona okkar kom í gær til vetrardvalar en það er hún Freyja kellingin sem er alveg með það á hreinu að hestakerrur er eitthvað sem hún vill ekki ferðast með!!!! Eftir hartnær tveggja tíma streð við hana þá loksins höfðu eigendur hennar sigur úr býtum og Freyja þurfti að lúta í lægra haldi og má hún bara vera fegin að hafa ekki þurft að labba í Ásgarðinn í ár! Ég var að eignast gráa hryssu og folald:)Sú gráa er búin að sýna af sér það mikinn óþverra hátt að hún verður felld.Ekkert annað hægt við hana að gera.En þarsem þónokkur kostnaður er á þessum tveimur hrossum hér þá ákvað ég að skoða folaldið betur sem er hestfolald og ætla að skella því á sölu. 07.12.2007 00:21Hermína kind lembd![]() Hermína og Flanki eru búin að vera svooooooo.....ástfangin.Þá eru komin kannski og vonandi tvö kríli í hana.Hún gæti nú alveg rúmað nokkur lömb í sinni stóru bumbu.Þessi kind er alveg ótrúlega mikil um sig að hún er einsog fjárhús á fótum! Við erum að gera sér kró fyrir kindurnar okkar og erum búin að hleypa nokkrum öðrum megin í og er mikill munur að geta gefið á garðann. Ég hef voðalega gaman að þessu kindabrölti og hlakkar til vorsins og sauðburðarins.Enda erum við að verða komin með svo góða aðstöðu fyrir þær og ég tala nú ekki um fínu flottu girðinguna sem við hebbi gerðum fyrir þær síðastliðið vor þarsem þær eru fyrst með lömbin. Gott að hafa þær svona alveg við húsin ef veðrið verður vont þá er ekkert annað en að kalla í þær inn og hýsa. Þetta er bara svona sérstak kindablogg svo ég hafi nú dagsetningarnar á dömunum fyrir vorið á öruggum stað að fletta upp í hvelli ![]() 04.12.2007 22:41Gamla Hrauna lembd![]() Gamla Hrauna frá Hrauni með sonunum sínum. Gamla Hrauna var í miklu stuði í dag þegar að henni var hleypt útí góða veðrið með öllum hinum kindunum. En mér tókst að stökkva fyrir þær og sýndi gamla takta frá því maður var ungur og sprækur og stökk einsog Gasella yfir kargaþýfi einsog ekkert væri. Ég er samt ansi hrædd um að ég hafi í dag stokkið frekar líkt og Fíll á hjólaskautum en það þrælvirkaði á kindurnar sem drifu sig hið snarasta inn aftur undan kellingunni. Gamla Hrauna æddi inn með látum og stoppaði ekki fyrren hún fann hann Flanka hrút og þau voru sko ekkert að fela sinn ástaleik fyrir börnunum hennar tveimur sem horfðu undrandi á móður sína!Bara 3 mánaða kríli og fengu að sjá fyrstu skrefin hjá væntanlegum systkinum sínum en við skulum vona að sú gamla komi með tvö stykki og það helst gimbrar næsta vor:) Veðrið var með besta móti í dag og það hvorki söng né hvein í neinu hér og var maður bara hissa á því hve hljótt var í veðurguðunum í dag. Nú skal fara með hann Black Beauty austur og vita hvort hann Raggi vinur okkar finni eitthvað útúr þessu með gírstöngina sem ákveður það sjálf hvort bíllinn fer í gír eða ekki.Ef hann Raggi hefur tíma til:)Elsku besti Raggi okkar...... Ég veit ekki hvernig við færum að ef þessi drengur væri ekki svona þolinmmóður við bílinn okkar og héldi honum ávalt í góðu lagi. Þegar að það er búið þá eru sko hestaflutningar framundan í Borgarfjörðinn og austur fyrir fjall. 03.12.2007 21:35Halastjarna fallinHalastjarna var orðin of veik og kom ég að henni um helgina í hesthúsinu þarsem hún hafði lagst niður í síðasta sinn. Það er svo skrítið með skepnur og stundum líka fólk sem hefur verið mikið veikt að stuttu áður en það fær hvíldina þá er einsog að það kvikni extra líf í því rétt áður en það deyr.
Nú voru góð ráð dýr og eftir að ég grennslaðist um hvað hægt væri að gera áður en merin yrði grafin þá er þetta hið minnsta mál sem betur fer. Við tókum sýni úr hryssunni og svo verður það sent í greiningu og málinu reddað. Þá fá þær Sága og Hel Hróksdætur Rautt A í Veraldarfenginn.
Við fórum í Grindavíkina að sækja folaldið hennar Sabine og settum það inní hesthús og þarmeð er hann Hrókur orðinn folaldapassari.Það er hans líf og yndi á veturnar að passa folöld á og eins gott að enginn komist nærri þeim en hann hleypir engum að þeim. Auðvitað elur hann þau upp og er það hið besta mál að þau læri virðingu við eldra hross td í heyrúllu. Mér finnst svo gott að hafa rúllu útí leikhólfinu því þá er ég mun rólegri að folöldin fari sér ekki að voða á meðan ég er að dunda við annað. Ef Hrókur hreyfir sig þá elta þau hann hvert sem hann fer.Í vatnið,til baka í heyið og svo inní hesthúsið þegar að ég kalla á hann. Mig munar ekkert smá um að hafa klárinn í þessu hlutverki og sparar þetta manni sporin og slysahættan stórminnkar hvað varðar að þau greyin séu ekki að hlaupa á girðingar af ótta við okkur tvífætlingana. Ég gaf öllum hey í dag og eru þá öll hross í Ásgarðinum komin á gjöf.Ég ætla að byrja rólega til að minnka líkur á að þau fái í magann og rúllaði ég út rúllu og gaman var að sjá þau raða sér í tugguna. 29.11.2007 15:24Halastjarna veik - Kindin Afvelta lembd29 Nóvember Veðrið er búið að gera bæði mönnum og skepnum gramt í geði. Vægast sagt og var mér nóg boðið og ákvað að setja inn elstu hrossin úr heldri hrossa hólfinu áður en enn eitt veðuráhlaupið gengi yfir. Það var ekki vandamálið að fá hrossin heim að hesthúsi og eina hrossið sem var að vesenast eitthvað var hann Felix kallinn sem vildi fá allar hryssurnar sínar inn og ekki skilja neina eftir útundan. Halastjarna gamla sem er orðin gömul og hægfara var óvenju hæg þennan dag og Felix hljóp alltaf aftur útúr hesthúsinu og kallaði í hana alveg ólmur að fá hana inn líka.Sem betur fer segi ég nú bara því þegar að hryssan kom inn loksins eftir að ég varð að fara út og hjálpa Felix með hana þá sá ég fljótlega að hún var ekki í lagi. Það stórsá á henni holdafarslega séð og það lagði megna ólykt útúr munninum á henni.Hún átti erfitt með að éta og datt mér strax í hug að það væri eitthvað að tönn í henni og hringdi ég í hann Jón Steinar sem kom einsog og kallaður og kíktum við uppí hana. Ekkert athugavert sáum við uppí hryssunni nema nokkuð góðar tennur miðað við aldur en Jón renndi raspinum yfir jaxlana svona úr því að hryssan stóð svona þæg og góð. Ég var búin að hringja í dýralækninn líka og tala við hann og kom hann skömmu síðar og þá kom það í ljós að Halastjarna var komin með lungnabólgu. Það var brakhljóð í henni vinstra megin en ekki mjög djúpt en hægra lungað var hreint og engin óhljóð þeim megin.Mesta kvefið var í efri hlutanum og hryssan með nærri 40 stiga hita sem er hár hiti í hrossi. Hann gaf henni Pencillín í æð og verkjastillandi því hún átti erfitt með öndun. Inni varð hún að vera og var ég ákveðin í að gera allt sem ég gæti fyrir hana blessaða enda búin að skila okkur nokkuð mörgum afkvæmum í gegnum tíðina og sárt að sjá á eftir henni án þess að reyna að hlúa að henni einsog hægt var. Hringur er hennar elsta afkvæmi okkur fætt sá brúnblesótti en Halastjarna gerði það bara einu sinni að skila okkur þessum fallega lit. Við gengum frá hrossunum einsog hægt var miðað við aðstæður en auðvitað gátum við ekki haft öll inni með henni Halastjörnu svona fárveikri en hin voru sett í gott skjól á meðan veðrið gekk yfir með látum. Folaldið hennar var með henni inni og var ég að undra mig á því hve mikil mjólk var enn í hryssunni þrátt fyrir hve veik hún var orðin. Það er ekki nema svona cirka hálfur mánuður síðan að hryssan var tekin inn ásamt fleiri hrossum og ormahreinsuð og þá var hún bara fín í holdum en eitthvað hægari og rólegri en vanalega. Næst fórum við útí stóðhestahús og unnum þar verkin okkar og hleypti ég honum Flanka í kindurnar og núna lembdi hann hana Afveltu.Þá vonar maður bara að hún Afvelta kind standi í allar lappir og komi með falleg lömb að vori. 28.11.2007 23:58Stórar "mýs" og litlar mýs:)Smá fréttir úr Ásgarðinum fyrir suma sem eru spenntir að fá fréttir:) í kvöld spýttist hún á milli rimla og endaði inni hjá honum Völustein sem bauð hana velkomna í tuggu til sín.Held að honum hafi þótt hún soldið flott en líka soldið kindarleg:)
Hafið þið fundið það þegar að einhver virðist vera að horfa á ykkur og þið snúið ykkur við og enginn er á bakvið ykkur!?Svona er mér búið að líða í einhvern tíma þegar að ég hef verið að gefa fénu og ég ákvað að snúa mér bara nógu snöggt við og þá greip ég kauða með augnsambandinu einu saman hehehehehehe. Ég er búin að vera eitthvað veik undanfarna daga.Var náttúrulega ekkert að fatta það fyrst,hélt bara að ég væri svona þreytt en fyrr má nú fyrr vera þreyttur! Folöldin frá Val í Víðihlíð eru komin í bæinn.
24.11.2007 11:00Hryssan sem missti fóstrið fundin!Líklega er það komið í ljós hver af þremur hryssunum lét fóstrinu sínu útá túni eftir veðurlætin nóttina og morguninn sama sólarhring. Gráa gestahryssan kom uppað hliði í dag og tók ég hana inn og sá þá að hún er með í taglinu brúnann lit og á hæklunum sem ekki hefur verið áður.Greinilegt var að þetta hafði verið klístur sem nú var þornað. Hún hefur hríðlagt af á aðeins 6 dögum frá því ég tók á henni en það var síðasta Sunnudag þegar að allir voru teknir inn af túninu og meirihlutinn ormahreinsaður og settur inná vetrarhagann. Svo stendur hún núna gleið eins og hún sé að fara að pissa.Það segir mér að hún sé sú sem missti fóstrið.Eða það er mín kenning. Henni líður ekki vel og er alveg greinilegt að hún er eitthvað lasin eftir þetta.Aumingja skepnan að lenda í þessu.Ömurlegt fyrir hana. Verst að ég næ ekki enn í eigandan að henni! Hún gengur við opið hesthúsið með sínu folaldi og hryssu frá okkur sem er líka með folaldi. Ég fór á röltið í dag brrrrrr.........rosalega var kalt! 23.11.2007 23:26Tóta kind fengin 21-11 og búmannsraunirNú er eiginlega nóg komið af þessum ömurlega veðri. Tvær voru teknar inn en von var á dýralækni að ormahreinsa og hafði hann á orði að eitthvað yrði undan að láta í þessum veðurósköpum og það væri veðrið og ekkert annað sem hafi ollið þessu. Tvær af hryssunum eru gestahross hérna og ein frá okkur. Sú hryssa sem er frá okkur var að hnusa af belgnum með folaldinu í þegar að Magga kom að. Önnur kom inn með henni og virtist hún vera í lagi eða virkaði þannig í hegðun. Sú gráa slæga var lengst niður á túni og var á kroppinu og kærði sig kollótta um það sem við vorum að gera uppí hesthúsi. Nú spyr ég,er einhver þarna úti sem les þetta og getur sagt hvernig best sé að sjá hvort hryssa hefur látið svona stóru fóstri??? Flanki var ekki lengi að koma sér að verki daginn eftir að við settum inn kindurnar en sú fyrsta sem gekk fyrir hann var hún Tóta litla tindilfætta úr Grindavíkinni. Næsta dag var svo ætlunin að setja Flanka aftur saman við eftir að hafa fengið að hafa hana Tótu hjá sér í stíu en þá þurfti ég endilega að vakna upp við vondann/góðan draum! Við vorum í svaka stuði að setja inn 7 rúllur í stóðhestahúsið þegar að Valgerður vinkona hringir og spyr mig "hvar ertu"??? Úpppssss!Á þessari sömu mínútu átti ég að vera inní Hafnarfirði á Saladmaster matreiðslu námskeiði!!! Ég henti öllu frá mér og æddi heim í sturtu og brunaði inneftir og mætti akkúrat þegar að var verið að byrja að bera fram fyrstu kræsingarnar:) Hver frábæri rétturinn af öðrum var borinn fram og var maður orðinn ansi pakksaddur í restina. Það sár vantaði manninn sem maður stólaði að kæmi með spurningar úr sal!!! Sigurður heitir hann úr Borgarfirðinum þarsem rjóminn liðast niður hlíðarnar hehehehehe..........Alveg satt! EN það var mættur annar maður sem reddaði þessu en það var hann Hörður frá Hrauni sem spurði úr sal í staðinn og stóð með með sóma:) Þetta var mikið gaman og góður maturinn!Nammi namm:) Þegar að heim kom þá spurði ég náttúrulega minn mann hvernig hafi gengið að láta Flanka skanna kindurnar en það var fátt um svör.Held hann hafi ekkert kært sig um að hreyfa mikið við hrútnum án mín:)Enginn til að bjarga kalli ef hrússi hefði gert aðra atlögu að honum:) EN hann reddaði þessu bara snilldarlega í dag skal ég segja ykkur! Hann Herbert sleppti bara öllum kindunum á ganginn og setti Flanka saman við og fór svo bara heim og sagði ekki eitt einasta orð við mig um þetta frægðarverk sitt fyrren seinnipartinn! Ég get svo svarið það að ég trúði honum ekki fyrren en ég sá þetta sjálf með eigin augum!
21.11.2007 00:56Kindur teknar á hús ogÞá er búið að "smala" Ásgarðinn og allt féð komið á hús. Ekki málið að fá þær heim í hús,beint uppá hestakerruna og beint á sinn stað í stóru húsunum útfrá. Flanki var leystur úr sinni stíu og látinn tékka á því hvernig stadusinn væri og hvort áhugi væri fyrir smá hmmmm......hvað kallast það eiginlega hjá kindum? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið hjá svona rollu byrjendum einsog mér og Hebba:) Ein lyktaði svona ferlega vel að hans sögn og átti hann voðalega bágt með sig og elti hana á röndum. Svo tók hann sér smá pásu en hann sá húsbóndann á heimilinu með fötu og auðvitað var hann alveg handviss um að þar væri nú eitthvað gott í gogginn. Hebbi sýndi honum ofaní fötuna og hún var tóm! Áææææææ"..... æpti kallinn og Flanki bakkaði og gerði sig líklegann í aðra atlögu í hann.Hebbi stappaði og öskraði á hann og var illa staðsettur og hálf af króaður. Ég hentist af stað og rétt náði að grípa í rassgatið á Flanka og togaði hann til svo hann missti jafnvægið og árasin misheppnaðist hjá honum. Ég held að geðslags einkunn Flanka míns hafi hrapað eilítið í dag.OG ég held að hann Hebbi minn gefi hrússa kannski aðeins minna brauð á næstunni hehehehehe..... Í fyrradag vorum við í hestaflutningum og komum við við í þessu flotta hesthúsi í Víðidalnum. Það var svo svakalega snyrtilegt og flott að ég hefði líklega ekki tímt að setja þarna inn hross:) Við erum of sein að gera nokkuð í okkar hesthúsi í vetur þannig að núna verður maður bara að láta sér dagdrauma nægja þartil næsta haust. 19.11.2007 01:08Ormahreinsun og gestagangurLoksins hætti að rigna og kom skínandi gott veður með rjómalogni.Kalt var en það gerði bara ekkert til:) Við réðumst í að ormahreinsa nokkur folöld og mæður þeirra og eru einungis eftir 3 merar niður á túni og ætla þær að bíða þar af ýmsum ástæðum. Ein af þeim var næstum skotin hér í dag vegna þess að hún lét löpp vaða í átt að mér tvívegis og munaði minnstu að hún hitti mig.Ef eigandinn að þessari skepnu fjarlægir hana ekki fyrir næstu mánaðarmót þá verður hún felld. Þetta eru stór orð sett hér á bloggið en mér finnst ekki hægt annað en að pikka þetta niður þarsem ég næ ekki sambandi við eigandann að þessu hrossi hvorki símleiðis né í gegnum internetið. Öll voru folöldin óskaplega þæg í ormalyfsgjöfinni og hefur þetta aldrei gengið eins vel hjá okkur áður.Líklega er það vegna þess að folöldin voru margsinnis búin að fá að koma inní hesthúsið og skoða það í krók og kima og fá auðvitað tugguna:) Kindurnar eru bara feitar og pattaralega kannski um of. Ég fékk skemmtilega gesti seinnipartinn í dag en hún Anna systir kom með litlu frændsystkinin mín í heimsókn. Þá var arkað útí móa og kallað á kindurnar sem komu þjótandi og Pálmi var sko ekki hræddur um puttana sína og tróð í Hermínu kind kúlukögglum.Perlu Sóley þótti öruggara að halda sig nærri ömmu sinni og horfa á bróður sinn litla þeytast á milli kindanna óðamála með nammi í lófanum:) Áttu meiri dýr? Auðvitað átti frænka meiri dýr handa börnunum og næst voru Endurnar skoðaðar. Pálmi var alveg til í að fara svo næst og sjá meiri dýr útí stóru húsum en kuldinn var að drepa alla svo við fórum heim og hituðum okkur te. Eftir kvöldmatinn drifum við okkur útí stóðhestahús en öllum var hleypt útí rúllu í dag.Það er nú meira hvað stóðhestarnir eru góðir og þægir saman. Núna er hægt að skella öllum útí einu og eru þeir pollrólegir að maula í sig heyi á meðan við vinnum við annað. 15.11.2007 22:09Sokkadís,Loki og Kóngur heimVið fórum austur fyrir fjall um daginn og sóttum Sokkadís og son hennar hann Loka Dímonarson.Sokkadís var orðin verulega hnjúskuð en með því að koma henni í rúllu fyrir austan þá snarlagaðist hún á meðan við vorum að koma honum Blakk bílnum okkar í það stand að geta farið í svona langferð. Í bakaleiðinni var hann kóngur Hróksson sóttur á annan bæ en hann var líka orðinn hnjúskaður og þurfti að komast heim í aðhlynningu en hann var orðinn líka kvefaður í öllu vatnsveðrinu sem dynur á öllum þessa mánuðina. 14.11.2007 00:41Askur Stígandsonur til sölu (síðast fædda afkvæmi Stíganda 1087)Við erum búin að vera á miklu flandri við hjónin um síðust helgi. Laugardagurinn var eitt allsherjar span en það kom fólk alla leið frá Hornafirði að versla kanínur og Quail fugla en ég er víst að verða uppiskroppa með kanínur til sölu og þarf þá ekki að fella eina einustu fyrir veturinn og er ég mikið fegin að svo er. Mikið hafði ég gaman af þessum gestum og var alveg endalaust hægt að spjalla um allt sem viðkom skepnum.Þau eru með ferðaþjónustu fyrir austan og ef þið eruð á ferðinni og vantar gistingu hjá yndislegu og skemmtilegu fólki þá endilega kíkið við hjá þeim. Það kom að því að ég hitti aðra kanínubændur sem hafa sömu sögu að segja og ég.Alsherjar vandræði alltaf hreint ef að einhverjar smá fóðurbreytingar verða þá bara hviss púfffff.........og gefa kanínurnar upp öndina og drepast! Annars er ég með aðra síðu þarsem allar kanínufréttir eiga að birtast hehehehehhehe........... En aftur að Borgarfiðinum fagra. Ég auðvitað var alltof sein að koma mér af stað (annars væri það ekki ég:)en sem betur fer þá voru fleiri seinir en ég og meira að segja maturinn var enn að malla í rólegheitum þegar að ég loksins mætti uppeftir um klukkan 20:00. Takk æðislega fyrir mig matinn og gistinguna Gro og fjölskylda. Við ákvaðum um daginn að setja stóðhestinn hans Hebba á sölu.Við höfum ekkert með tvo stóðhesta að gera á svona lítilli jörð og Askur var settur á sölulistann. Alveg ekta stóðhestur fyrir þann sem langar að spreyta sig á tamningum og sýningum á komandi ári. Ekki alltof mikið dúllaður eða dekraður og svarar hann mjög vel öllu því sem honum hefur verið kennt td hringteynmingu.Mjög næmur foli og vakandi fyrir ábendingum. Við erum alveg að verða gráhærð á villtri kanínu sem er hér að tæta allt í sundur! Síðast (og fyrir það er hún réttdræp) var hún undir rúllustæðunni!!! Arg.....hundarnir urðu alveg spólvitlausir en náðu henni ekki enda Busla hálfsjónlaus og á þremur fótum með hana Súsý litlu sem er nú ekki nema hvolpur ennþá. Busla er svo þrjósk að það er engu lagi líkt. Grefur og grefur undir allt og reynir hvað hún getur að troða sínum stóra búk á eftir kanínunni. Ég heyrði í henni Sigrúnu (Danmörku) minni í kvöld.Allt gengur vel með hryssurnar tvær sem fluttar voru út og er sú jarpvindótta fengin við honum Dímoni Glampasyni og mjög líklega sú rauðglófexta við honum Óðinn Hróksyni þeim litförótta.Það verður gaman þegar að vorar og þá heimtum við hér á þessu bloggi myndir frá Danaveldi af folöldunum!!!! Hér er linkur http://horseinharmony.dk/litteratur.htm inná síðu sem Sigrún benti mér og datt mér í hug að setja hann hér inn eftir alla umræðuna um tungubasl og erfiðleika með að finna mél eða mélausann beislabúnað.Klikkið á vídeóið og sjáið! |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is