Heimasíða Ásgarðs |
||
20.10.2008 15:49Vinda á leið út til Sweden
Ég er uppiskroppa að mestu með hross en ég ætla að biðja ykkur samt í lengstu lög um að hella ekki yfir mig meilum með hrossum og myndum heldur gerast bara dugleg sjálf og auglýsa td á Málið er að það er best að hver og einn beri ábyrgð á sinni sölu og á sínu hrossi! Djö....................er kalt núna! Mig langar ekkert út að vinna en auðvitað verður maður að harka bara af sér og skella sér í gamla góða kuldagallann og setja undir sig hausinn og út! Það rokgengur að koma upp verkstæðinu,þakið var sett á í gær og á morgun þegar að lægir ætla kallarnir að príla upp aftur til að ganga endanlega frá því. Það verður mikill munur að geta haft aðaltraktorinn hér heima við í upphituðu húsi þegar að ég fer að gefa útiganginum í vetur. Við búumst við því að byrja snemma útigjöfina og er það tilhlökkunarefni að fara að sýsla við það. Það verða fá hross hjá okkur í vetur en við tökum ekki að okkur hross fyrir aðra nema bara folöld inní hesthús á gjöf. Tveir stóðhestar eru hjá okkur í vetur og meira verður það ekki. Farin út í gegningarnar. Skrifað af Ransý 18.10.2008 00:09Askur fékk heimsókn:)
Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir. Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma.
Skrifað af Ransý 17.10.2008 00:35Smá ró í kotinu.....
Skrifað af Ransý 15.10.2008 12:51Snæugla frá Víðihlíð óseld/unsold og draumur....
Skrifað af Ransý 13.10.2008 21:12Tveir alþægir vel tamdir reiðhestar til sölu.Two good horses for sale!Var að fá tvo voðalega þæga reiðhesta á sölulistann hjá mér. Litur Bleik/fífilskjóttur 6410
F Hilmir frá Sauðárkróki
M Tara frá Breiðstöðum
Þetta er mjög góður töltari gengur og skemmtilegur fjölskyldu hestur sem hentar fyrir alla, traustur, geðgóður og þægilegur í umgengni. Þú getur náð honum hvar sem er og fór hann í nokkrar hestaferðir í sumar og reyndist mjög vel þar.
Verð 330.000-ISL / 2200-EUR Og fallegt,vænt mertrippi rak á fjörur mínar líka ![]() IS2005284731 Kilja frá Ey Kylja er flott trippi á fjórða vetur undan hún er undan Andvarasyni frá Ey, og Þorradóttur frá Þúfu. Verð 200.000-ISL / 1.300-EUR Helga Björk svara fyrir hana Ey í netfanginu helgulius@gmail.com Skrifað af Ransý 12.10.2008 22:53Lífleg hrossasala og ormahreinsun
Í gær voru merarnar og folöldin tekin inn og ormahreinsuð fyrir veturinn. Það er alltaf gaman að fá að skoða hvern grip fyrir sig svona nálægt og alveg merkilegt hvað ósnertu folöldin eru miklu þægari við mann og næmari við alla meðhöndlun en þau spakari. Sum folöldin hafa orðið spök við alla umferðina í hagann og sum kannski svolítið mikið spakari en önnur. Enn eina ferðina verð ég að hrósa Hróksbörnunum sem eru mjög meðfærileg upp til hópa. Þetta gekk allt saman miklu hraðar fyrir sig í ár en Boggi og Eygló sem hafa undanfarin ár hjálpað okkur við ormahreinsanir og annað skemmtilegt hrossastúss höfðu með sér forláta ormalyfsprautu sem gerði þetta allt miklu auðveldara og fljótlegra Eftir að hafa komið hryssunum og folöldunum aftur á sinn stað fórum við heim en þar beið okkar heilmikil veisla,Lambalæri og alles en ég fjareldaði í (Saladmaster) pottunum góðu á meðan ég var að stússast úti við í hrossunum. Hver einasta bóndakona (og allar önnum kafnar konur:) þyrftu að eignast Saladmaster græjurnar en td pannan er hrein snilld með hita og tímastillingu sem slekkur á sér og heldur svo matnum heitum þartil maður er búin í verkunum útivið og kemur inn glorhungraður! Það er búin að vera brjáluð sala í hrossum og hef ég verið meira og minna föst við tölvuna þessa vikuna að útbúa saminga og svara pósti í alllar áttir. Enn eru fyrirspurnir að hrynja inn og ég sé mig í anda fasta við lyklaborðið næstu dagana. Skrifað af Ransý 07.10.2008 21:43Stóðréttir VíðidalstunguréttVið lögðum af stað norður yfir heiðar snemma síðastliðinn Föstudagsmorgun með Hrók í hestakerrunni. Ég var mikið fegin þegar að við komum að Stórhól en þar átti Hrókur pantaða gistingu yfir nótt hjá þeim heiðurshjónum Maríönnu og Garðari. Fyrstu reiðmennirnir sem birtust ullu mér pínku vonbrigðum! Enda kom það í ljós að hér voru útlendingar á ferð alls óvanir að mér sýndist (flestallir) en með bros á vör að taka þátt í hrossasmöluninni. Ég er að berja saman smá síðu fyrir Val en hún er að komast á koppinn þó fullgerð sé hún ekki. Laugardagurinn rann upp og þvílík blíða og sól! Ég verð nú að hrósa Húnvetningum fyrir það hve meðferðin á hrossunum í sundurdrættinum var fagmannleg. Þetta var glæsilegt að sjá og mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar norðar en ég frétti af barsmíðum og látum í annari rétt þarsem hross fengu að finna fyrir því. Hross sem lenda illa í átökum í réttum jafna sig sum hver aldrei aftur. En aftur að mönnum og hrossum í Víðidalstungurétt. Eftir að þónokkur fjöldi hrossa hafði verið "dreginn"í sína rétta dilka var happadrætti en hestfolald var í vinning.
Síðar var uppboð haldið á nokkurm hrossum og boðið var í hægri vinstri en allt ætlaði um koll að keyra þegar að folald undan Hóf frá Varmalæk og Kilju frá Steinnesi mætti í almenninginn. Mér varð orða vant þegar að það var slegið á 1.4 millur! Ég myndaði í gríð og erg en einn dilkur fannst mér bera af hvað varðaði stærð á hrossum!
Skelli svo inn bestu myndunum í kvöld frá Stóðréttunum! Skrifað af Ransý 02.10.2008 00:55Askur og Hrókur til tannlæknisÍ gær fórum við með hann Ask okkar í skoðun til Bjögga dýralæknis en klárinn var á leið á Hóla um helgina. Við nánari skoðun á klárnum kom annað í ljós en eistun eru ekki einsog þau eiga að vera þannig að sú ákvörðun var tekin að láta gelda hann fljótlega. Þá voru nú góð ráð dýr,við svona agalega spennt að fara að Hólum og James vissi ekki betur en að hann væri að fá hest til sín um helgina. Málinu var bara reddað en Hrókur verður bara staðgengill fyrir Ask á meðan hann er að bíða eftir geldingu og jafna sig eftir hana. Nú þá þurfti að drífa Hrók í lækniskoðun og röspun líka og var það gert strax næsta dag (í dag:). Engin Úlfstönn þar á ferð en hann var raspaður vel og yfirfarinn fyrir Hólaferðina. Eftir bæjarferðina renndum við til húsfreyjunnar á Hrauni en hún var svo yndisleg að nenna að standa í því að taka Toppu og folaldið hennar hana Drottningu með í bæinn í gær en hún var á ferðinni með hestakerru og laust pláss fyrir þær mæðgur. Hróksi ætlaði alveg að tapa sér úr gleði að fá Toppu og barnið hennar á kerruna og hélt hann eitt augnablik að það væri komið vor aftur! Já"alveg rétt............ég skellti mér á hestbak í dag í ískulda og roki en við vorum að færa hryssurnar inná túnið en nú fer að koma að því að þeim verði sleppt inná haust/vetrabeitina. Ætli reksturinn sé ekki "pínku ponsu" stærri sem ég er að fara að mynda um helgina en nú ætlum við að skella okkur í Víðalstungurétt. Þar verða hross til sölu í öllum regnbogans litum og veðrið verður að öllum líkindum mjög myndavélavænt. Þartil næst,farið varlega elskurnar mínar Skrifað af Ransý 29.09.2008 14:37Kindaþukl og kukl og klukkuð.....
Ég má bara vera ánægð með útkomuna að sögn fróðra manna/kvenna en ekkert fór í óæðri flokka og gæðin mjög svo ásættanleg. Alveg er það merkilegt að hún Tóta litla kind sem er allra minnsta kindin hér á bæ gefi svona flotta tvílembinga. Bara góð og ég verð að fyrirgefa í henni þetta eilífa (brauð) jarm í hvert sinn sem hún sér mann en hún hefur eitt það mest skerandi jarm em ég hef heyrt frá kind! Við settum á samt annan Flankason en það var svosem fyrirfram ákveðið en hann er undan kind sem ég hef mikið dálæti á. Með því að nota hrút undan henni þykist ég vera að ná fram nokkrum eiginleikum sem ég vil hafa í mínu fé,mjólkurlagni,frjósemi,gott geðslag,frekar háfætt og langur búkur. Nú svo eru þær komnar heim úr Fjárhólfinu hér í Sandgerði þær Brynja Beauty og Forysta. Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina: 1. Fiskvinnslu (Loðnu,Síld,Skreið,Saltfisk..... og láttu þér detta það í hug)
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina: 1. Reykjavík 2. Keflavíkurflugvelli 3.Njarðvík 4. Keflavík 5.Garður Og svo mætti lengi telja fleiri staði en ég held að ég sé búin að eiga heima á cirka 25 stöðum um ævina.
1. Black Beauty
1. British Top Model (kannski af því að Huggy Ragnars fékk að fara á hestbak hjá mér á Funa gamla og líkaði vel:)Annars varð ég pínku móðguð þegar að hún var búin að fara prógrammið fet-tölt-brokk-stökk/valhopp og hún klikkti út með því að valhoppið hefði verið skemmtilegast!!!
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni: 1. Sörli sonur Toppu og Trygg ertu Toppa (á þessar bækur og las þær fyrst sem unglingur)
4. Samband Hests og knapa eftir Rikke Mark Scultz (Gríðalega mikill fróðleikur í þessari bók:)
1. Svið elska ég................!
3. Steiktur fiskur í raspi.....nammi namm:)
1. hestafrettir.is 2. leit.is 3. vedur.is 4. 847.is
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: 1. Þýskaland 2. Austurríki 3. Swiss 4. Ítalía
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna: 1. Í kaffi á Hrauni í Grindavík (Að mal stanslaust um kindur,kýr og hesta:):):)Kannski mest um hesta!:)
4. Í Viðidalstungurétt í góða veðrinu núna og fullt af hrossum:)
Farin út í verkin mín
Skrifað af Ransý 22.09.2008 02:35Grindavíkur smali lokið
Allt gekk vel enda sú nýbreytni höfð að reka féð heim á tveimur dögum (var gert líka í fyrra) og reka það eftir veginum en ekki yfir hraunið sem er ansi illt yfirferðar bæði fyrir féð sjálft og hrossin og ég tala nú ekki um gangandi smala. Við Hebbi mættum í smalið en ég var ekki alveg tilbúin í að mæta með hross núna. Það var gaman að sjá allan þennan flota af fé og mikið var af mislitu enda margir hobbýbændur sem áttu þarna kindur.Einhvernveginn vill það fara svo að við sem erum með færra fé og erum að þessu kindastússi mest til gamans sækjumst í að hafa mislitt fé. Þarna voru líka ansi skrautlegar kindur af forystukyni og voru þær áberandi óþekkar skjáturnar!
Skrifað af Ransý 19.09.2008 17:21Drottning Flankadóttir týnd!Hún Drottning ásetningslambið hans Hebba er týnd og tröllum gefin! Skrifað af Ransý 17.09.2008 17:44Réttir framundan
Á næstu helgi verður smalað í Grindavíkinni og þangað er stefnan tekin. Sem betur fer þá er búið að skipta smalinu þar niður á tvo daga,bæði fyrir skepnur og menn. Mínar kindur sleppa vel við hlaup enda brauðrollur hinar mestu og kalla ég þær bara inní rétt og þaðan inní hesthús á haustin. Reyndar fóru þær Forysta og Brynja Beauty í hólf í sumar og þær verða nú bara reknar spottakorn og svo handsamaðar í rétt og beint uppá kerru og keyrt heim. Nú er bara spurningin hjá mér hvaða hrút skal setja á en hann Flanki fékk að fjúka yfir móðuna miklu í vor en kauði var farin að nota hornin heldur óspart á hann Hebba minn sem mátti ekki lengur snúa í hann baki þá renndi hann sér í afturpartinn á kallinu! Eitt er víst að sá hrútur sem skal settur á núna verður Flankasonur undan rosalega verklegri og frjósamri kind sem mjólkar alveg svakalega. Skrifað af Ransý 16.09.2008 01:08Söðlaviðgerðir hjá Helgu Skowronski Tek að mér viðgerðir og almennt viðhald á reiðtygjum. Fagleg og vönduð vinnubrögð.
Upplýsingar fást hjá Helgu Skowronski í síma 566-7380/ 897-7233 Eða í tölvupósti skowronski1000@yahoo.com
Skrifað af Ransý 15.09.2008 02:00Haustið að skella á
Hross og kindur keppast við að bæta á sig holdum til að takast á við veturinn og kom það sér afar illa fyrir hana Atfveltu kind en hún varð afvelta hér tvisvar sinnum á tveimur dögum. Mig rak á rogastans hér síðastliðinn Föstudag þegar að ég var niður á bakka að girða en ég sá mann á harðaspretti útá sjó! Skrifað af Ransý 14.09.2008 20:55TilraunabloggSmá tilraunablogg vegna breytts vinnu umhverfis hjá 123.is. Vá!Það gekk að festa þetta blogg inn með OFURHRAÐA Valgerður! Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is