Heimasíða Ásgarðs |
||
16.12.2010 22:13Fengitíminn afstaðinnSibba Gibba þribbalingur Hér er búið að hleypa til og var það gert 4 Desember og notaðir voru 2 lambhrútar í verkið þrátt fyrir að ég hafi verið nýkomin af sæðingarnámskeiði. Legg ekki í þessar sæðingar alveg í ár,geri það kannski næst. Byggveisla í boði Svans í Dalsmynni Hermína missti sig bókstaflega ofaní byggfötuna! Hrússarnir í ár eru þeir Frakkur Forkson frá Ásgarði og Toppur Sindrason frá Hólabrekku. Frakkur Forkson/Sibbu Gibbu að skanna útí loftið:) Frakkur er flekkóttur frekar háfættur og með endemum duglegur að sinna starfi sínu. Það þurfti frekar að hafa auga með honum og stoppa hann af í látunum því ekki á ég hjartastuðtæki í fjárhúsunum fyrir svona gauragang. Hann er kominn af mjög frjósömum foreldrum en faðir hans Forkur er þrílembingur og móðir hans Sibba Gibba er einnig þrílembingur. Toppur bauð dömunum út að borða......Bygg:) Toppur var dannaðri en einnig duglegur. Hann er lappastyttri og gríðarlega mikill kjötkall.Geðslagið alveg til fyrirmyndar:) Hann stigast í kringum 85-85.5 eftir því sem vanir þuklarar segja. Við urðum að grafa holu í krónni og skella dömunum ofaní fyrir Toppinn. Áttum ekki háhæla hrútskó en það er í vinnslu....LOL.....:) Týndum við svo dömurnar í hann en það þótti honum afar þægilegt og ekki verra að fá sér tuggu á milli þess sem hann setti litlu lömbin í þær hehehehehehe.....:) Toppurinn er rosalega flottur hrútur enda ættin að honum ekkert slor.Hann er undan Sindra frá Bjarnastöðum sem er undan Frosta frá Bjarnastöðum (kominn á stöðina) sem er Raftsonur. Móðurættin rekur sig í Kveik frá Hesti. Ættina að honum Topp mínum er hægt að rekja aftur til 1951. Skiptin hjá þeim urðu þannig: 07-003 Forysta Frakkur 09-005 Stygg Frakkur 04-007 Bondína Frakkur 09-008 Gata Frakkur 09-001 Gráhyrna Frakkur xx-001 Dóra Frakkur 06-001 Hermína Frakkur 08-002 Kráka Frakkur 09-003 Evra Frakkur 09-006 Lind Toppur 09-010 Rák Toppur 07-001 Brynja Beauty Toppur 09-007 Fröken Óþolinmóð Toppur 09-004 Rifa Toppur 09-009 Doppa Toppur 08-001 Sibba Gibba Toppur 03-001 Karen Toppur 09-002 Gullhyrna Toppur Nú er bara að láta sig hlakka til vorsins en það er gaman að sitja yfir ánum og bíða eftir lömbunum þó maður geti orðið alveg úrvinda af þreytu. Skrifað af Ransý 05.12.2010 15:28Fyrstu hvolparnir að fara að heimann í dagBless mamma mín:) Hvolparnir eru að týnast að heiman í dag og gaman að sjá nýja eigendurnar svona hamingjusama með litlu voffaskottin sín:) Falleg tík sem fór á Akranes og framtíðin er ekki björt fyrir minkinn þar ef sú stutta stendur sig sem ég efast ekki um að hún geri:) Kalli káti orkuboltinn í hópnum. Flottastur með systur sinni. Tobbi litli með stóra frænda honum Tinna. Tinni er frá okkur og var hann miklu dekkri þegar að hann fæddist en lýstist svo svona upp.Hann er albróðir Buslu okkar (sem er 11 ára) en ekki úr sama goti og hún. Semsagt pabbi Toppa litla er albróðir Tinna:) Tinni er 10 ára gamall og rosalega hraustur og kátur hundur. Glænýjar myndir af þessum 3 hvolpum sem fara í dag eru í albúminu hér. Skrifað af Ransý 29.11.2010 22:03Heimilið þrifið út og bakstur að hefjastDugnaðurinn er mig lifandi að drepa en ég er búin að skúra skrúbba og næstum bóna hér útá hlað í dag. Ég held að málið sé að nýju gigtarlyfin séu að þrælvirka og einnig að ég jók skammtinn sjálf um helming og ég er varla búin að stoppa síðan að ég gerði það. Fyrst tók ég bara eitt hylki á kvöldin en uppá síðkastið hef ég prófað að taka inn annað hylki á morgnana þegar að ég finn að mjaðmagrindin er að liðast í sundur þegar að ég stend upp og þetta er alveg að gera sig og ég himinlifandi með árangurinn! Eina sem er ekki að gera sig er vigtin.Hún stynur alltaf meira og meira eftir því sem tíminn líður og ég bara þyngist og þyngist þrátt fyrir að ég hafi skorið allt niður sem heitir óhollusta. Eða nánast allt:) Ég er meira að segja löngu hætt að drekka Cola Light sem að fór alveg hrikalega illa í lappirnar á mér. Ég fékk alltaf svo rosalegann pirring í fæturnar á kvöldin þegar að ég ætlaði að fara að sofa og tengdi ég það við Cola Ligtið enda hefur pirringurinn steinhætt eftir að ég hætti að drekka það. Þrá Þristdóttir og Von Ögradóttir í góða veðrinu. Útigangurinn er kominn á fulla gjöf en ég gaf í 3 hólf í gær og ég er ekki alveg tilbúin að sameina strax yngri hryssurnar og setja þær saman við folaldshryssurnar. Það er allt miklu rólegra þegar að gömlu skessurnar eru ekki að tuska til þær yngri. Hrókur á hlaupum Nú svo eru Hrókur og sonur hans Váli pungalingarnir á bænum með geldingunum þeim Biskup,Sudda og Kóng í hólfi og allir sáttir þar eða á minnsta kosti þegar að Hrókur stendur öðrumegin við rúlluna og hinir allir hinumegin og borða. Hrókur þarf mikið pláss og vill frið á meðan á matartíma stendur. Nú er sá árstími sem að erfiðast er að mynda og ég tók einar 300 myndir um daginn í frábæru veðri en sólin er bara svo lágt á lofti að það er til vandræða. Ég varð að eyða út 95% af myndunum og henda:( Hér eru nokkrar af veturgömlu dömunum sem allar eru undan Hrók mínum enda leynir það sér ekki hver er faðirinn. Þrúður Hróksdóttir/Litla-Löpp. Nótt Hróksdóttir/Stórstjarna. Laufey Hróksdóttir/Pamela. Hafið það svo gott elskurnar mínar þatil næst:) Skrifað af Ransý 25.11.2010 18:06Minkurinn slyngi og dýrbítarSkvetta Þær voru þreyttar og lúnar hálfsysturnar Súsý og Skvetta Busludætur um daginn eftir smá hasar við mink sem við náum engann veginn uppúr grjótvarnargarðinum hér niður á bakka. Súsý litla Sá er öruggur með sig og gefur ekki frá sér lykt og sefur sem fastast innanum öll fuglahræin sem hann hefur dregið í bælið sitt. Ég er búin að heyra mikið af ljótum sögum um illa dýrbitin lömb og er rebba að fjölga allsvakalega og sveitafélögin gera lítið sem ekkert í málunum. Sumir ekki neitt því það eru víst ekki til peningar til að halda útí skyttum. Þetta er alveg sorglegt og eigum við eflaust eftir að sjá mun meira af þessu sem að vinafólk mitt í Borgarfirðinum gekk fram á í sínu smali um daginn. Myndirnar tala sínu máli og sumar eru ekki fyrir viðkvæma! Myndaalbúmið hennar Gunnhildar frænku. Skrifað af Ransý 21.11.2010 19:53Gestahrossin og góða veðriðVirðing frá Víðihlíð eigandi Sibylle í Þýskalandi. Ég ætlaði að vera löngu búin að koma frá mér gestahrossa bloggi fyrir þá sem hér eiga hross í hagagöngu. Drottning frá Ásgarði eigandi Sybille Þýskalandi Vil taka það fram að ég er hætt í bili að taka í hagagöngu og er að hvíla bæði okkur og jörðina eftir 2007 lætin og þar í kring. Það er ekki lítil ábyrgð að hafa hross fyrir aðra og ég tala nú ekki um núna á meðan að hestapestin er að hrella hross og veturinn framundan. Þrá Þrisdóttir frá Ásgarði eigandi Ragga í Noregi. Talandi um hestapestina í öðrum dýrategundum en hrossum þá er sannað að hún fer í menn,ketti og hunda og núna grunar mig að hún fari einnig í sauðfé en það eru orðnir ansi margir sauðfjárbændur sem kvarta yfir sérkennilegu kvefi í sínum kindum. Ekki þessu venjulega kvefi sem þekkist í sauðfé heldur eitthvað annað sem líkist hestapestinni. En þarsem ég hef ekki hundsvit á þessu og er ekki menntuð á þessu sviði er mér nær að steinþegja og halda bara kjafti því ekki er gott að blaðra um eitthvað sem maður veit ekkert um. Von frá Ásgarði eigandi Ragga í Noregi Veðrið er ekki til að kvarta yfir. Folaldshryssurnar fengu rúllu um daginn og lágu hér afvelta um allt af ofáti en svo tóku þær á rás niður á bakka aftur þegar að ég opnaði hliðið og hafa ekki látið sjá sig hér heima meir þannig að það var sjálf hætt að bjóða þeim í mat. Þær láta sjá sig aftur þegar að þær verða svangar eða jarðbönn verða vegna snjóa. Embla Hróksdóttir frá Ásgarði Var í 4 sæti á folaldasýningu Mána 2008 4 place at foalshow 2008 Til sölu/for sale Fylfull við Astró frá Heiðarbrún Covered by Astró frá Heiðarbrún Snjó höfum við ekki séð og er maður að vonast til að sjá nokkur korn í kringum jólin minnsta kosti. Margt var um manninn í Ásgarðinum í dag,talan er að nálgast 20 manns enda helgi og gott veður. Við erum ekki einmana í sveitinni og erum rík af vinum:) Skrifað af Ransý 13.11.2010 18:27Fashanar/hænur og pöddubloggÞetta epli var keypt í Bónus.........................! Handa litlu sætu mjölormunum að sjálfsögðu..............Hehehehehehe..............gotja..........! Og þeir eru ræktaðir hér á bæ handa Fashhanaungunum sem nenna ekki að lifa eftir að þeir koma úr eggi nema að þeim sé færður maturinn á fati/flísatöng. Það er til 1 karlfugl og 2 kvenfuglar eftir og um að gera að hafa samband ef einhver hefur áhuga á að fá sér flotta fugla sem eru mjög duglegir að verpa en unga helst ekki út sjálfir. Fashænurnar byrja yfirleitt að verpa í kringum Páskana og hætta ekki fyrren í Október. Þær eru að skila cirka 5 eggjum á viku hver hæna og eru þau helmingi minni en stórt hænuegg og mjög bragðgóð. Við höfum haft tvær aðferðir við að halda lífi í ungunum en eftir að þeir koma úr eggi lifa þeir auðveldega án matar í 1-2 daga en eftir það drepast þeir ef maður aðstoðar þá ekki með matargjöfum. Fyrri aðferðin hefur gefist mjög vel en það er ágætt að láta hænuunga klekjast úr eggi á sama degi og láta hann um að kenna Fashanaungunum átið. Seinni aðferðin er tímafrekari og þá er Fashanaungunum gefnir mjölormar með flísatöng en betra er að afhausa mjölorminn áður en unginn gleypir hann í sig því annars getur mjölormurinn gatað ungann innan frá og þá drepst hann á innan við mínútu eftir að hafa gleypt hann. Finnst ykkur þetta er rosalega spennandi búgrein Fasahanræktin! Talandi um pöddur þá rak ég á rogastans niður í haga fyrir örfáum dögum á eftirliti mínu með hrossunum. Í grimmdarinnar frosti voru lellurnar á hrossunum þaktar af flugum! Ekki mikið að frétta héðan en vonandi verður meira spennandi að ske en þetta á morgun en þá verður kellan að smala og sækja restina af kindunum uppí hólf og svo er bara að fara að dekstra í þær fóðri og dekra svo þær verði nú fjörugar við hrússana í Desember:) Skrifað af Ransý 11.11.2010 16:09FolaldafréttirVilji frá Ásgarði Astró/Sif Seldur/sold Fór rúnt í þessi tvö stóð sem hér eru en unghryssurnar eru sér og folaldshryssurnar í öðru hólfi vegna reglna um heimasóttkví. Sjöfn frá Ásgarði Astró/L-Löpp Ásett fyrir okkur. Allir eru frískir og enginn með hor í nebba líkt og var í sumar og haust. Röskva frá Ásgarði Astró/Heilladís Ásett fyrir okkur. Gaman að sjá hve folöldin eru frísk og pattaraleg og hryssurnar halda góðum holdum og mjólka ennþá vel. Ægir frá Ásgarði Astró/Stórstjarna Til sölu/for sale Aðeins eitt folald hefur misst hold vegna flensunnar en það er hann Vilji Astró/Sif sonur en hann er allur að blómstra og braggast.Hann er undir smásjá og verður kippt inn ef eitthvað skeður. Mímir frá Ásgarði Astró/Fjalladís Til sölu/for sale Gulltoppur frá Ásgarði Astró/Freisting Seldur/sold Mig er farið að klægja í puttana að fara að gefa út rúllu en það fer að líða að því að ég geri það þrátt fyrir að ekki séu komin jarðbönn. Má svosem draga nær Desember en þá verð ég komin af stað á traktornum og farin að gefa á alla staði. Núna eru geldingarnir og stóðhestarnir á bænum komnir á gjöf. Kindurnar eru komnar með rúllu og taka í hana af og til með beitinni:) Hann leggst bara vel í mig veturinn þrátt fyrir að kuldaboli sé að bíta í kinn. Kanínur seljast núna einsog heitar lummur! Var að uppfæra og betrumbæta nínusíðuna.........! Komin með hnapp sem að heitir Fróðleikur um kanínur og þar er nú ansi mörgum spurningum svarað er varðar kanínuuppeldi. http://kaninur.123.is/ Skrifað af Ransý 07.11.2010 21:03Sága og Vordís flugu út til Danmerkur í gærmorgunSága og Vordís frá Ásgarði flugu út til Danmerkur í gærmorgunn. Um kvöldmatarleytið var búið að fella Ságu á flugvellinum en hún fótbrotnaði illa þar. Sága í Ágúst kát og lífsglöð. Á kroppinu niður á túni. Blómarós niður á bakkanum.....:) Mikið agalega er þetta leiðinlegt þegar að svona hlutir gerast og sendi ég henni Önnu samúðarkveðjur en hún náði aldrei að hitta hryssuna sína í Danmörkunni en hafði þó heimsótt hana hér uppá Íslandi tvisvar sinnum. Ekki missir hún bara unga hryssu heldur var Sága sónarskoðuð fylfull við Astró frá Heiðarbrún 1 verðlauna stóðhesti. Vordís komst á leiðarenda og er komin í sitt hesthús og allt í fínu lagi með hana blessaða. Skrifað af Ransý 30.10.2010 22:31Hvolparnir blása útPopparnir hennar Tobbu Önnu blása út og dafna frábærlega vel. Tobba Anna er farin að missa hold og er ég farin að gefa hvolpunum mat til að hjálpa henni með þessa gráðugu gogga sína. Skemmtilegur tími framundan......eða þannig:) Við erum aldeilis búin að taka til hendinni í bílskúrnum og búið er að gera voðalega fínt og flott fyrir hvolpana sem geta núna hreyft sig og sprellað um í girðingu inni í bílskúrnum á milli þess sem að þeir hvíla sig fyrir næstu leiktörn. Hvolpagirðingin með bæli og bætti ég við hálmi frá Svani í Dalsmynni í kvöld. 4 hvolpar af 6 eru komnir með framtíðarheimili og erum við hin rólegustu með að koma þeim út. Við eigum eftir að hafa samband norður í land en það eru 2 hundar frá okkur í Skagafirðinum sem hafa reynst frábærlega í mink. Annar þeirra byrjaði nú heldur betur vel í veiðunum og tók stand á Lax í hyl! Laxinn náðist með haglara en ekki veit ég hvernig var að gera að honum eftir þá veiðiaðferð. Hér er skítaveður,kalt og blástur og ekkert gaman að vera úti. Enda unnum við nánast af okkur öll útiverk í gær til að geta verið innivið í dag. Hér er albúm með myndum af hvolpunum síðan í dag. Þetta flotta nánast ónotaða hundabúr er til sölu.Mjúk dýna fylgir með. Small Lengd 54 cm Breidd 43 cm Hæð 40 cm Verð aðeins 8000-krónur. Hafið samband í netfangið ransy66@gmail.com Skrifað af Ransý 25.10.2010 15:00Fjárpælingar í góða veðrinu í gærBuslan í gær útí góða veðrinu. Fjólurnar sá sér um allt við dyrnar hjá mér og gaman að fá að hafa þær svona lengi blómstrandi og fínar frameftir haustinu. Veðrið er búið að leika við okkur í haust og í gær stökk ég út með cameruna til að mynda gibburnar áður en ég tæki hrútana litlu inn og áður en þeir gerðu einhvern óskunda af sér. Ég fór eins hljóðlega og ég gat svo að þær sæju mig nú ekki og kæmu á harðahlaupum. Kellingin fundin og brauðrollurnar komnar í ham á harðahlaupum! Hermínan var fljót að gefast uppá hlaupunum en hún er með nokkur aukakíló í eftirdragi. Rosaleg budda þessi kind:) Forks/Sibbu Gibbu börnin. Forksonur var settur á vigt og vóg hann 47 kg. Nokkuð gott hjá henni Sibbu Gibbu með sín fyrstu lömb. Alveg rétt.........! Sláturyfirlitið er komið og er ég bara sátt við útkomuna á mínum stutta ræktunarferli. Meðalþyngd:15.56 Fita:6.20 Gerð 8.00 Toppur Sindrason frá Hólabrekku. Ég fékk þennan líka fallega hrút gefins í haust sem er af eðalkyni að norðan og er hann alveg gráupplagður til að bæta aðeins ræktunina hjá mér og eins get ég notað hann í mörg ár því hann er alveg fjar/óskyldur fénu hér fyrir sunnan. Gaman að þukla hann og gengur hann um rogginn líkt og hann sé með tunnu í klofinu. Þvílík læri á gaurnum! Einu ásetningarnir í ár,Toppur og Forkson. Geðslagið er einstakt en hann kemur til manns og vill láta klappa sér og kjassa og þá stendur dindillinn þráðbeint uppí loftið hehehehehehe..........:) Nú er bara að passa sig á því að gera hann ekki frekann með klappi og kjassi og má ég passa uppá hann Hebba minn en hann er alveg ótrúlegur í því að dekra og dekstar kindurnar hér á bæ. Enda endaði það á því að hann fékk Flanka gamla beint í mjöðmina í frekjukasti yfir því að fatan sem Hebbi var að vatna með var tóm en ekki með brauði eða méli í. Þar fékk haus að fjúka og eftir það hefur Hebbi minn hamið sig aðeins í kinda dekrinu:) En bara aðeins:) Skrifað af Ransý 19.10.2010 23:12Toppa frá Ásgarði fallinToppa gamla frá Ásgarði var felld í kvöld. Hún var orðin 26 vetra og leit aldeilis vel út og vildum við muna hana þannig. Hún er búin að vera hér í Ásgarðinum í 25 ár og aldrei misst úr máltíð og stundum datt manni í hug að lautin í bakinu á henni væri tilvalin sem fuglasundlaug. Toppa var undan Náttfara frá Ytra Dalsgerði þartil 2008.Þá varð hún skyndilega föðurlaus eftir dna test. Hún átti nokkur folöld en oft var erfitt að koma í hana fyli og var líkleg orsök of mikil hold á dömunni. Hún var tamin og var ágætis reiðhross með góðum fótaburði. Ég man eftir henni undir knapa en þá fékk ég fylgd heim í mitt hesthús og bað ég manninn sérstaklega um að vera á þægu hrossi því hann Forkur minn átti ekki góðann dag þennan dag og mátti ég eiga von á ýmsu frá honum. Toppa fór undir hnakkinn og var hún alveg spilandi á töltinu og frísk áfram og leist mér nú ekki á þetta því ég hélt að hún væri tamningatrippi sem væri við það að fara að gjósa af spennu gleði. En allt slapp þetta til og ég komst á Fork heim án láta. Eitt var það sem Toppa var alveg snillingur í! Það var alveg sama hvernig múll var settur á hana henni tókst að koma þeim öllu frammaf haunsum á sér og stóð iðulega laus í hesthúsinu næsta dag hróðug í framan:) Eitt sinn var sett á hana teymingargjörð og ólar festar frá henni og í múlinn sitthvoru megin við eyrun og á milli en allt kom fyrir ekki,Toppa stóð hreykin laus næsta dag og glotti. Enn var bætt við gjörðina og nú var reiði festur á gjörðina og allkonar bönd og ólar tengd hingað og þangað á hryssunni því það átti að venja hana af þessum ósið. Enn stóð hún glottandi laus næsta dag. Næst var settur múll og hann teipaður með teipi við faxið en allt kom fyrir ekki og enn stóð Toppa laus glottandi. Það var ekki fyrren tveir múlar voru settir á hana Toppu sem hún stóð enn bundin alveg kringlótt í framan á básnum sem hún fór að minnka þessa hegðun. Eftir þetta voru settir tveir múlar á Toppu og hún náði alltaf öðrum af sér en hinn sat fastur á henni og þótti okkur líklegasta skýringin á því hversvegna Toppa stóð bundin á morgnana að hún kynni ekki að telja uppað tveimur:) Blessuð sé minnig þín Toppan okkar,það var gaman að hafa fengið að kynnast þér og hugsa um þig í öll þessi ár. Vonandi að hún Gunnhildur hafi tekið á móti þér hinumegin,efast reyndar ekki um það og þær móttökur hafa verið góðar:) Skrifað af Ransý 17.10.2010 20:27Símalandi Ransý þögnuð í bili...:)Fór með lömbin okkar í SS í dag á Selfoss og gleymdi bæði gemsanum og lyklunum mínum þarsem við duttum inní kaffi.Ákvað að ég væri ekkert svo ómissandi þartil á Miðvikudaginn þannig að þið þarna úti sem VERÐIÐ að ná í mig vinsamlegast hringið í símann hjá kallinum mínum 896-4763. Er yfirleitt hengd föst við megnið af sólahringnum.......Einhver verður að stjórna honum.......:)! Við erum búin að girða fyrir ofan veg og búin að hleypa gibbunum þar inná. Í fyrra gerðum við tilraun með nýjan áburð en það var ferskt slor frá Frystihúsi hér í nágrenninu. Þetta svæði fékk engan áburð. Það leið ekki á löngu þartil grár mosagróinn móinn fór að grænka og verða svona fallegur yfir á að líta. Hér var áður grár mói sem lifnaði við eftir slorun. Ég er búin að fylgjast með kindunum síðustu dagana og hanga þær meira og minna í grasinu sem fékk slorið í fyrra en ganga frekar framhjá grasinu þarsem tilbúinn áburður var settur á í fyrra og í sumar. Semsagt,hér á bæ eru kindurnar að búa til hollara kjöt með heilsusamlegri omega 3 fitu. Eða það vil ég meina þartil annað kemur í ljós:) Skrifað af Ransý 08.10.2010 22:32Hálmur í hús og girðingarvinnaVar að fá himneskann,brakandi,ryklausann hálm í hús frá Dalsmynni sf en hálm nota ég undir kanínurnar og fleiri skepnur hér á bæ þiggja að fá hálm til sín líkt og dúfurnar. Þær eru duglegar að tína stráin í hreiður og gengur oft mikið á þegar að ég bæti inn hálm í búrið en þá streyma þær að til að ná sér í efni til hreiðurgerðar. Þeir sem vilja prófa þennan gæðahálm geta haft samband við þá Svan í Dalsmynni og Einar í Söðulsholti en þessir sómamenn bagga hálminn í þægilegar stærðir af litlu böggunum og vigtar hver baggi cirka 15 kg og kostar bagginn 600-krónur stykkið afhent í Söðulsholti. Hingað kom fólk í dag að velja sér hvolp og þá eru 2 úr gotinu lofaðir. Ein dökk tík og lítill flekkóttur strákur. Hjónin sem komu í dag komu með hann Tinna sem er albróðir Buslu en úr öðru goti og er Tinni orðinn 10 ára gamall og sér ekki á honum! Hann lítur alveg rosalega vel út og það var gaman að hitta þennan höfðingja sem sýndi marga kunnulega takta og oft tók hjartað í mér kipp þegar að hann sýndi nákvæmlega sömu taktana og hún Tara gamla mamma hans. Við erum á fullu að girða fyrir ofan veg kindahólfið og verðum föst í því alla helgina enda er von á restinni af kindunum úr sumarhaganum í þessum mánuði. Eins gott að við verðum dugleg þessa helgi svo við klárum loksins að girða og getum kannski aðeins skroppið smá í sumarbústaðaferð áður en fer að kólna. Skrifað af Ransý 06.10.2010 17:27Tobba Anna og hvolparnir6 heilbrigðir hvolpar komu í heiminni síðastliðið kvöld og nótt. 4 rakkar og tvær tíkur. Hvolparnir eru undan Tobbu Önnu sem við fengum fyrir 4 árum og er þetta hennar fyrsta got. Toppa Anna er að mestum hluta Parson Russel Terrier og vitum við ósköp lítið um hana annað en að hún er fædd í Skagafirðinum. Hún hefur reynst vel með okkar hundum á minkaveiðum og er mjög mannelsk. Faðirinn er hinsvegar hann Púlli sem er albróðir Buslu okkar úr sama goti. Líklega er þetta síðasta gotið sem kemur frá honum Púlla sem er að nálgast 12 árið en þau eru 3 systkinin sem við vitum um á lífi úr þessu goti og er það þau Busla,Púlli og Dimma hennar Svölu Rúnar í Keflavík. Nokkrar útgáfur úr sama goti:) Við eigum von á væntanlegum kaupendum hvað úr hverju því þessir hundar eru mjög skemmtilegir sem heimilihundar og einnig frábærir í mink og meira segja á fuglaveiðar. Púlli er td frábær minkaveiðihundur,tekur stand á Rjúpu,sækir fugl í sjó og fleiri afrek hef ég heyrt um. En á bakvið alla góða hunda hvort sem það eru svona Terrierblöndur einsog við erum með þarf ákveðinn en góðann eiganda. Sumir hundar hafa komið til mín aftur í skólun en Terrierinn er orðlagður fyrir það að geta snúið öllu sér í hag og klifrað uppá toppinn í valdabaráttunni inná heimilinu og þá þarf stundum að skóla þá uppá nýtt. Stundum tekst það vel og stundum hefur það virkað hér en svo hefur hundurinn farið aftur í saman farið þegar að heim er komið. Við ráðleggjum öllum sem kaupa hvolp af okkur að byrja á því að fá sér hundabúr sem á að vera bæði griðarstaður fyrir hundinn og einnig til að koma í veg fyrir allskyns vesen sem upp kemur fyrsta árið með hvolp inná heimilinu. Þegar að hundur er í sínu búri á hann að vera algerlega í friði! Það á ALDREI að setja hendi innfyrir búrið að óþörfu þarsem hundur er inni. Ef hvolpur er strax vaninn á búr þá er eftirleikurinn auðveldur og miklu meiri líkur á að fólk gefist hreinlega ekki upp á hvolpinum. Það er of algengt að fólk sjá hvolpa í hillingum og gleyma því að þeir skíta og míga útum allt,æla lifur og lungu í fína bílinn okkar og ef að bílveiki hrjáir þá ekki þá eru allir takar rifnir af útvarpinu úr bílnum,listar og gúmmíkantar teknir í frumeindir o.s.frv. Nú tel ég að ég sé algerlega búin að koma í veg fyrir að ég selji einn einasta hvolp hehehehehehe.............:) Held samt að ég sé búin að koma málum þannig fyrir fólk kannski hugsi sig tvisvar um þegar að það fær þá hugdettu að fá sér sætann lítinn hvolp með risastór sakleysileg augu og lenda svo í því að þurfa að fara með hann í svæfingu eftir margra vikna baráttu við skít,piss og heimilið í rúst. Hundabúr er algerlega málið og kemur í veg fyrir allskonar leiðinda vesen og svo líður hundunum bara vel í búri þarsem þeir eru stikkfrí eftir leik og amstur dagsins:) Skrifað af Ransý 04.10.2010 01:20Norðurferð í VíðidalstunguréttÉg get svo svarið það að þetta voru hrossaréttir sem ég mætti í en.....................! Sumir heimtu meira en aðrir líkt og Stórhólsbændur gerðu. Meira um norðurferðina á Freyshestasíðunni:) Skrifað af Ransý |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is