Heimasíða Ásgarðs

07.02.2007 14:45

Pjakkur litli

Pjakur þurfti mikið að skoða snjóinn áður enn hann tók á rás og fór að sprikla um allt.

Hér snýst allt um litla folaldið sem fæddist þann 28 Janúar í Höfuðborginni og kom í Ásgarðinn síðastliðinn Sunnudag.Hannn heitir pjakkur og er hinn mesti sprelligosi og erum ég og móðir hans stundum með lífið í lúkunum (ég) og hún með lífið í hófunum að bjarga honum frá hættum heimsins.Þau fóru út í gær og það var ábyggilega ferlega fyndið að sjá okkur báðar að passa uppá að hann færi sér ekki að voða.Ég var alveg viss um að hann myndi detta á hausinn í öllu frostinu og eki var slétt undir en Pjakkurinn endaþeyttist um allt gerðið og var að gera mig og mömmuna alveg gráhærðar með látunum!

Og svo var hlaupið af stað í hendingskasti!

Glennu leist ekkert á það þegar að geldingarnir sáu hana og folaldið og komu til að sjá litla krílið.Sú var fljót að hlaupa með hann í burtu.

Biskup varð alveg sjúkur þegar að hann sá folaldið! Merkilegt hvað geldingar verða spenntir þegar að folöld eru annars vegar .

Það gekk ekki vel að fá Pjakk litla inn.Óþekktin var alveg að fara með hann og ég sem var búin að plata Glennu inn með fóðurbætinu og varð ég að fara aftur út með merina og sæta lagi þegar að sá stutti stoppaði til að fá sér sopa.Ég náði taki á hnakkadrambinu á honum og inn fórum við Glenna með stubbinn .Ég þakka bara fyrir hvað merin er auðveld og góð annars væri þetta allt miklu erfiðara.

Ég fékk þá hugmynd í gær að taka mynd af júgranu á merinni og svo eftir td viku og sjá muninn.Mjólkin virðist vera að aukast í henni og er það akkúrat það sem ætlast er til.Hún hefur aukið átið og mér finnst hann Pjakkur vera farinn að drekka lengur í hvert skipti sem hann er að súpa úr mömmu sinni.Ég fékk líka góðar ráðleggingar frá okkar góða dýralækni sem sagði mér að ég væri að gera rétt í einu og öllu hvað varðaði að auka mjólkina í merinni .

Svo verð ég að setja eina af Pjakknum í lokin þarsem hann datt niður sofandi.Kúturinn litli alveg búinn eftir öll hlaupin og volgann sopann úr mömmu .Er maður ekki mikið krútt!

 

05.02.2007 01:30

Ormalyfsgjöf og nýfætt folald!

Laugardagur 3 Feb.

Möggu-Móli kominn í gúmmíkarlinn og Glófaxi alveg viss um að hann eigi að fá líka smakk úr ormalyfs túbunni  .

Við Magga tókum okkur til og ormahreinsuðum 5 folöld í dag.Þau voru sett í gúmmíkarl og strokin hátt og lágt,meira að segja eitt var rakað undir faxi og eftir hryggnum,það er svo svakalega loðið og ekki vanþörf á því að losa það við eitthvað af feldinum.

Hebbi gaf útiganginum á meðan við vorum að vinna við folöldin.

4 Feb.

Snót Prinsdóttir frá Ægissíðu að fá ormalyfirð sitt.

Gudda og Sigga dóttir hennar komu í dag að hjálpa okkur að klára að ormahreinsa foöldin útí stóðhestahúsi og var mikið stuð enda "erfiðari"folöldin eftir.Við útbjuggum nokkurskonar tökubás og eitt í einu var rekið þar inn og mýlt.Þetta gekk hratt og vel fyrir sig og vorum við 2 tíma með 11 folöld.

Yrja Prinsdóttir frá Ægissíðu fékk góðar strokur frá Hebba og Guddu og veitti ekki af.Myndarinnar folald og vænt .

Skvísa Snæsdóttir var voðalega þæg og góð stelpa.

SSSól Hróksdóttir var bara einsog tamið hross,ekkert mál að láta taka sig og troða þessu ullabjakki ofaní mann.Stolt "amma" með dömunni.

Þá var það hin Hróksdóttirin sem ég reddaði fyrir horn þegar að hún var á leið á sláturbíllinn.Fólk hafði á orði að hún liti út fyrir að vera undan Hrók en hegðaði sér alsekki einsog hún væri undan Hrók.Ég sagði að það væri kannski ekki alveg 100% allt undan honum svona samvinnuþýtt og gott,það væru alltaf eitt og eitt sem gæti brugðist þó það nú væri! EN hún kom okkur mest á óvart en það byrjaði kanski ekki vel.Gudda var komin í ham og vildi ólm vera inní stíunni í hasarnum og ég gaf það eftir enda fékk ég alveg nóg svosem deginum áður og gott að geta verið einsog prímadonna fyrir utan.Sú dökkjarpa varð náttúrulega alveg stjörf af hræðslu og þeyttist um alla stíuna en inn í tökubásinn fór hún fyrir rest.Þar tók hún nokkuð gott kast og reyndi að stökkva uppí loftið og meira segja held ég að hún hafi hreinlega hrekkt af hræðslu! En svo skyndilega var einsog allt loft væri úr kellu þegar að mannshöndin var búin að strjúka yfir hana og róa niður.Hún datt alveg á dúnalogn og lét setja múlinn á sig á átaka og ekkert mál að vinna við hana og ormahreinsa.

Mikið ánægt folald enda fékk hún brauð hjá Hebba og þáði það meira að segja úr hendi.Svei mér þá ef hún verður ekki bara söluvara blessunin.

Hér er daman komin með Monty múlinn og svakalega montin með sig.Mig vantar nafn á gripinn og datt okkur í hug nöfnin,Rúlletta-Raketta- og Hvellhetta! Hvað hæfir svona fallegu merfolaldi???

Hvað haldiði þið að hafi skeð í dag! Gsm síminn minn sem aldrei þagnar hringdi með ógurlegum látum og ég sem er EKKI að bæta við hestum hér í Ásgarðinn bráðnaði náttúrulega alveg og gat ekki annað en sagt Já" við 6 daga gömlu folaldi og móður þess sem er í vandræðum með að mjólka almennilega fyrir það.Dúddamía hvað þetta er mikið krútt .Hann heitir Pjakkur og er algjör pjakkur sá stutti.Þeyttist um allt hesthús og rann til í látunum,skoðaði allt sem hægt var að skoða með munninum sínum litla:) Ég eyddi drjúgum tíma í kvöld að fylgjast með þeim og er hann duglegur að tutla mömmuna þó lítið sé í henni af mjólk.Það er góðs viti að enn er pínu mjólk í merinni og móðurástina vantar ekki .Ég er nokkuð viss um að með nægu fóðri og alúð verður hægt að fá meiri mjólk í merina svo sá stutti dafni eðlilega.

Góður sopinn úr mömmu minni:)

Svo lék hann sér ósköpin öll og hljóp fram og tilbaka með látum hehehehehe...

Svo varð maður alveg ógurlega þreyttur og þurfti að fara að sofa.Enda bara 6 daga gamall og búinn að ferðast í hestakerru og koma í nýtt hesthús!

 

 

03.02.2007 15:51

Flott mynd!!!!

Hvað segiði um þessa mynd! Frábært moment hjá ljósmyndaranum .

 

30.01.2007 22:15

Bloggleti

Meiri letin í manni þessa dagana.Langar varla að blogga því það er búið að vera svo leiðinlegt myndavélaveður og þá er ekkert gaman að blogga.Reyndar fáið þið kanski klígju við myndinni hérna fyrir neðan nema að þið séuð svo miklir dýravinir að ykkur finnist hún sæt þessi skepna einsog einni góðri vinkonu minni þótti þegar að ég sendi henni póst um daginn með þessari hræðilegu skepnu í!

Og það er allt henni Buslu minni að þakka að ég veiddi þessa skepnu í gildruna því Buslan varð alveg óð einn daginn og lét einsog það væri stór mús undir brettum hérna fyrir utan húsið en ég hafði reyndar séð óvanalega stór "músaspor" hér fyrir utan um daginn og það staðfesti Busla mín með miklum æsing og kallaði hún ekki Úlfur Úlfur heldur Rotta Rotta! Þetta er fjórða rottan sem við verðum vör við hérna í Ásgarðinum í 10 ár.Við fengum þá skýringu á því með fyrri Rotturnar hjá Heilbrigðiseftirlitinu að þær hefðu að öllum líkindum dottið af ruslabílnum sem kemur frá Sandgerði.Hér ættu ekki að vera Rottur og leið okkur mun betur með þær upplýsingar.Núna eru þær að flýja stórvirkar vinnuvélar sem eru að gera grjótvarnargarða hér og auðvitað koma þær til okkar og eru alveg vissar um að við viljum hafa þær ojjjjjjjjjjj..........

Kallinn minn fékk lánaða Gröfu um daginn til að ýta við síðustu sköflunum svo hægt væri að sinna öllum bússtörfunum.Það er frábært að geta fengið hana lánaða þegar að mikið liggur við.Það var svo gaman hjá honum að hann gat engan skafl séð í friði hvort sem hann var stór eða lítill .

Nú er hann Hringur minn að koma heim líklega á morgun.Hann þurfti endilega að snúa sig svona illa á framfæti að hann er að fara í frí og dekur.Ég er búin að taka hann af sölulistanum um sinn og verður hann bara hér heima við að dingla sér í rúllu.svo sé ég til með famhaldið hvernig hann verður.Ein góð sem er svo agalega hrifin af honum spurði mig hvort hann væri ekki þá bara kominn á útsölu en ég sagðist nú fyrst verða að sjá hversu haltur hann væri hehehehehehe.Nei"svona má maður ekki segja um litla dekurdrenginn sinn .

Það kom hingað eldhress dama úr Skagafirðinum að versla sér Castor Rex kanínur og verslaði hún allt sem ég átti til sölu og núna er ég alveg ren og á engin söludýr eftir.Er þá ekki ráð að fara að kveikja líf í kanínunum og fara að para þær! Nú og svo vildi svo skemmtilega til að ég fékk gefins þennan svakalega fallega Loop högna og þarsem ég vissi að hann kom frá stelpunum í Framtíðaræktun þá hleypti ég honum inná búið hjá mér .Þetta er svakalega fallegur Glæsissonur og þá er ég ekki lítið ánægð því ég á þá tvo undan Glæsi heitnum.

Glæsir við uppáhalds iðju sína .

Við fórum í bæinn í dag að sækja meira sag og reyndar sótti Hebbi sag í Reykjavíkina líka í gær.Það fer alveg óskaplega mikið af undirburði undir folöldin útí húsi og stóðhestana.Þetta er fínt í bland við hálminn en sem betur fer þá á ég hálm fyrir veturinn en ég lúri á honum einsog ég get.

Hvernig er þetta með fólk,ætlar enginn að kaupa síðasta folaldið í Ásgarðinum?Reyndar hef ég ekki gert mikið af því að ota henni fram en Iðunn er að blómstra út og verður ábyggilega töff reiðhryssa í framtíðinni.Best að skella inn mynd af henni sem að hún Magga tók um daginn,ferlega góð mynd hjá þér Magga!

 

26.01.2007 00:53

Heitt á puttunum!!!!!

Jæja gott fólk.

Ég er farin að skammast mín að láta ykkur bíða svona lengi.Farin á fá skammir frá Kanarí hehehehehehe........Já"Boggi og Eygló þetta gengur bara ekki að þið séuð að viðra ykkur í sól og hita og fáið ekkert að vita hvað er að ske hérna uppá skerinu!

Lagsi frá Bár að hrista sig.

Einsog allir vita þá höfum við verið að drukkna úr snjó.það hefur verið strembið að gefa útiganginum og höfum við þurft að kalla í Gröfumann tvívegis svo hægt væri að koma heyi í skepurnar.Núna rignir sköflunum burt og allt í drullusvaði.

Það var stuð síðastliðinn Laugardag en þá var ég ein á bænum (kallinn að skemmta sér fyrir austan:) eða kannski ekki ein því að Magga kom og Ragga með börnin sín og eina dömu til og nú átti sko að taka undan 3 folöld.Allt gekk þetta svakalega vel hjá okkur stelpunum enda allt gert í rólegheitum og engir kallar til að fara að hlaupa um allt og æsa sig hehehehehe......Mann klægjar í puttana að raka af þeim feldinn en ég ætla ekki að raka eitt einasta folald strax.Það verður kannski gert við sýningarfolöldin eftir fáeinar vikur en þá verða þau tekin undan mæðrunum.

Pjakkur og Dímon að leika sér í snjónum.

Allt gengur sinn vanagang hér á bæ og alltaf nóg að gera.Stóðhestarnir útí húsi eru hinir þægilegustu við mig og fara allir út saman og meira segja með folöldunum.Það er bara einn ókominn stóðhestur sem á hér pantað pláss í vetur og einn sem fer að fara.Ég er alveg búin að setja stopp á fleiri hross hingað vegna þess að það er einfaldlega ekki meira pláss og svo dauðlangar mig til að fara að vera einsog annað fólk í hestunum og ríða svolítið út.Einsog staðan er núna þá hef ég ekki tíma í það en ég veit að það fer að koma að því að fleiri hross fari héðan og þá verð ég ekki lengi að koma mér af stað aftur.Reyndar er ég búin að skrá mig á námskeið hjá Mána og er virkilega spennt að mæta með hinum stelpunum og læra einhverjar nýjar kúnstir .Það er langt síðan ég hef farið á námskeið en hérna í den fór maður á hverju vori og lærði alltaf það sama........sitja rétt í hnakknum! Rosalega hefur margt breyst síðan þá og reiðkennarar í dag orðnir miklu meira menntaðir,sem betur fer.Reyndar er ég að fara af stað aftur eftir cirka tveggja ára útreiðastopp fyrir utan smalið í Grindavíkinni.Ég var að fá ný gigtarlyf sem verka svona svakalega vel á mig og mér finnst ég bara geta næstum allt .Hitt lyfið sem ég var á er ekki lengur framleitt og þetta nýja svínvirkar á mig og er ég himinlifandi með þau.Núna kemst ég beint úr rúminu án verkja og get arkað um allt þindarlaust í gegnum daginn.Þvílíkur lúxus að vera án verkja,þetta hefur ekki verið svona frábært í nokkuð mörg ár.Ég var greinilega búin að gleyma því hvernig er að vera verkjalaus.

Folöldin sem ég er að óska eftir skiptum á skjóttir hryssu til ræktunar.Ekkert smá stórir og stæðilegir báðir tveir!!!! Enda kalla ég þá alltaf folaana!

Ég fór í kvöld á frábæran Aðalfund hjá Mána.Mikið var gaman að sjá alla gömlu félagana og allt nýja fólkið líka.Grindjánar mættu vel og var mikið í gangi og gaman að heyra hljóðið í mönnum.Nýr formaður var kosinn og óska ég Begga innilega til hamingju og með ósk um farsælt starf sem framundan er.Mér líst mjög vel á fyrirhugaða Reiðhöll sem verður stutt frá nýja fína hringvellinum okkar.Það vantar ekki nema helminginn af fjárhæðinni í hana og nú er bara að vita hvernig gengur að ná rest af peningunum svo hægt verði að byrja á henni.Hún á að vera nokkuð stór eða 30x70 metrar þannig að Mánamenn og hestar ættu að hafa nokkuð gott pláss til að sprikla í.

18.01.2007 00:31

Ískalt á puttunum!

Sif Hróksdóttir,Pálmi Silfrason og Vænting (Skinfaxa) Glymsdóttir.Meiri loðboltarnir þessi folöld!

Þau voru spræk folöldin sem ég kíkti á í dag.Ég fór í skoðunarferð í hólfin og allt er í lagi alstaðar nema þar sem grafan tók í sundur vatnslögn á veginum en þau hross verða aðeins að bíða eftir því að við náum að þýða slönguna upp og redda vatni til þeirra aftur.Þau éta snjó á meðan og hef ég svosem ekki voðalegar áhyggjur af þeim.Allir eru með rúllur og enginn svangur og þá er ég róleg.

Busla uppá skaflinum á veginum sem var mokaður tveimur dögum áður!

Það var sem ég vissi í gær! Enginn smá skafl kominn á veginn hérna fyrir utan en hann nær uppá húddið á Fagra-Blakk og ekki möguleiki að reyna við hann.Hebbi minn náði að smokra bílnum framhjá gróðurhúsinu og svo var bara allt gefið í botn og þrusað í gegnum skaflana uppá veg en það tók hann þrjár tilraunir að brjótast þetta áfram og með ægilegum látum!

Óðinn Hróksson datt á rassinn í látunum .Stóri-Dímon flaut ofaná snjónum .

Ekki tók betra við útí stóðhestahúsi en þar voru kannski aðeins færri hestöfl á ferðinni en mér tókst nú samt sem áður að koma hrossunum í gegnum smá rennu á sköflunum þar og útí stóra leikhólf! Ekki var viðlit að reyna að reka þau þar í gegn þannig að ég setti tuggu þar í snjórennuna og auðvitað létu tittirnir plata sig í rennuna og þá gat ég hottað þeim í gegn .Það var líka gaman hjá þeim þegar að þeir komust útá autt aftur og fóru hrossin í rassaköstum um allt leikhólfið sitt.

Það var mikið stuð þegar að ég var búin að setja út fullorðnu stóðhestana,tittina og folöldin og allir í einum graut í snjónum.Það er alveg merkilegt hvað stóðhestarnir sem eru hérna eru rólegir og þægilegir viðureignar.Þeir snerta ekki folöldin úti heldur í mesta lagi fara að kljást við þau.Það er komin svo mikil ró í húsið hjá mér og allir svo stilltir og góðir.Ég ætla að reyna að halda þeim góðum saman áfram þessu görpum með kúlurnar og passa vel uppá það að loka þá ekki af einsog hættulega glæpa"menn" .Ef maður kemur fram við stóðhestana svipað og geldingana þá verða þeir rólegri finnst mér.Það á ekki að þurfa að loka þá inní lítlum stíum þar sem þeir sjá ekki út svo mánuðum saman og svo loksins þegar að þeir komast út og innanum önnur hross þá hreinlega springa þeir og þá verða oft slys.En auðvitað fer maður ekki frá þeim innanum mörg önnur hross og alsekki á vorin þegar að þeir fara að lifna við.Þá er einsgott að herða eftirlitið meira og passa vel uppá þá.

Yrja Prinsdóttir og Snót Prinsdóttir að gæða sér á heyinu.

Þau voru sæl og ánægð folöldin þegar að þau komu aftur inní hesthúsið og fengu tuggu og pínulítið brauð ofaná heyið sitt.Það er orðið ekkert mál að setja þau aftur inní stíurnar því þau eru farin að átta sig á hvar þeirra hlið er og þegar að þar er komið inn þá eru alltaf verðlaun í formi heys og brauðs fyrir innan.Ég stend bara og opna hliðið og þá renna þau inn sem þar eiga að vera.

17.01.2007 01:01

Reiðskólahross farin og skaflahlaup

Það er langt síðan ég hef upplifað svona erfiðan vinnudag einsog síðastliðinn Sunnudag.Allt á kafi í snjó og þurfti hann Hebbi minn sem átti nú að vera stilltur inni og jafna sig eftir nefaðgerðina að handmoka traktorinn okkar útúr vélageymslunni.Það var engin leið að fá gröfu á meðan bjart var til að moka hérna svo fært yrði með rúllur í útiganginn þannig að hann djöflaði bara traktornum yfir skaflana með látum.Ég  náði heim merunum áður því ég þurfti að taka úr hópnum 2 hross sem voru að fara sem létu ekki ná sér útivið.Þetta var heilmikill barningur því hryssurnar voru orðnar svangar og stoppuðu þær ansi vel í hesthúsinu og voru nær ófáanlegar útúr því aftur frá tuggunni og gekk  mikið á hjá okkur hjónunum að koma þeim aftur útí haga þarsem beið þeirra ilmandi tugga.Maður var allstaðar fastur í sköflum og erfitt að athafna sig.Meira að segja réttin var á kafi og hrossin rétt náðu að brölta sig í gengum skaflana þar.

Valgerður kom að fá lánaða hálmrúllu og stökk ég með látum með þeim hjónum og Hafliða vini mínum að ná henni út og uppá pickupinn þeirra og gekk það furðu vel hjá okkur.Auðvitað þurfti hann Hafliði að fá að skoða alla króka og kima og guð hvað hann var spenntur þegar að ég þurfti að taka eina hænuna af eggjum sem hún lá á sem fastast og vildi ekki með neinu móti gefa okkur.Hafliði er nefnilega svo mikill bóndi í sér að hann verður alltaf að fá að sjá og helst að fá eitthvað heim með sér eftir heimsókn í Ásgarðinn .

Síðan komu Biggi og Sigga að sækja Reiðskólahrossin og fylltu tvisvar fjagra hestakerruna þannig að það fóru 8 hross í höfuðborgina.Alltaf gaman að hitta Bigga og Siggu og kjaftaði hver tuskan utaná okkur .

Frigg Ögradóttir fremst síðan kemur Tign og ein óskýrð albinóamerfolald.

Öll hrossin útí Stóðhestahúsi fóru út að leika sér í snjónum þennan dag og náði ég þokkalegum myndum af þeim en ég er enn að berjast við cameruna mína hvað varðar hross á hlaupum í fjarlægð.Mig grunar að ég sé búin að stilla Iso ið alltof hátt og ætla að reyna að laga þetta á næstu dögum og gera tilraunir.Ég bar undir  öll hrossin og tók til í öllum stíunum,vatnaði og gaf og setti inn stóðhestana en leyfði folöldunum að vera lengur úti en með tuggu hjá sér.

Við rétt skutumst inn til að fá okkur að borða og svo út aftur þegar að við heyrðum ógurlega læti fyrir utan en þá var grafan loksins mætt og var að moka hlaðið og ná út litla bílnum fyrir okkur.Allt gekk það vel og við mikið fegin að ná bíltíkinni útúr skaflinum.

Enn hentist ég útí skaflana til að ná í tvö hross sem átti eftir að sækja.Flankastaðabændur mættu akkúrat þegar að ég var að klára að binda þá við stallana.Við lánuðum þeim hestakerruna og hjálpuðum þeim að koma klárunum um borð en ég held að þeir hafi bara viljað vera hérna svolítið lengur,minnsta kosti náði annar þeirra að slíta beislið sitt og hlaupa aftur langleiðina niður að hesthúsi.En allt gekk þetta vel að lokum.

Þá var bara að drífa síg útí stóðhestahús og klára þar að setja inn folöldin sem voru búin að fá alveg nóg af útiverunni.Það þurfti ekki að kalla mikið útí myrkrið,þau voru fljót að koma sér inn og í stíurnar sínar.

Það voru þreytt hjónakorn sem skriðu inn að verða eitt um nóttina og veitti mér ekkert af því að fara í heitt bað eftir daginn.Og til þeirra sem hringdu þennan dag"Ég svaraði ekki vegna anna og brölts í sköflum"Sorrý en svo varð að vera.

15 Janúar.

Ég vaknaði alltof "snemma"illa sofin og úrill við það að kallinn minn var að biðja mig um að draga litla bílinn okkar uppúr skafli.Aumingja Hebbi hafði ætlað til læknis í RVK og asnaðist til að fara Sandgerðismegin og festi bílinn svona rækilega að ég varð að draga hann útúr skaflinum á Fagra-Blakk.Ekkert varð af læknatímanum og verða saumarnir þá bara aðeins lengur í nebbanum á honum.Við vorum bæði svo þreytt og tuskuleg eftir öll skaflahlaupin daginn áður að við gerðum ekki nema það allra nauðsynlegasta þennan dag.Gáfum öllum skepnum að borða og skriðum svo örþreytt inn aftur.

16 Janúar.

Alveg er þetta með ólíkindum,maður kvartar og kveinar yfir allri rigningunni undanfarið og vælir um að betra sé að hafa snjóinn og núna er allt á kafi í snjó og þá vælir maður enn hærra! En samt er þetta fulllangt gengið hvernig veðurguðirnir hegða sér.Það er svo mikill skafrenningur að fólk sér bara ekki útúr augum og keyrir bara útaf! Við tókum okkur til í dag og fórum í bílskúrinn að telja flöskur og flokka og svo er mér litið útum gluggann og uppá Sandgerðis-Garðveg og þar var furðulega mikil umferð.Stuttu síðar hringdi dóttir mín í mig og spurði mig hvort ég vildi gera vinum hennar greiða en þau voru föst í skafli rétt við Kanínubúið.Auðvitað hentumst við af stað og það gekk ekki átakalaust að ná bílnum úr skaflinum en þetta var á sama stað og Hebbi minn festi litla bílinn okkar á deginum á undan.Þau voru voðalega þakklát greyin,hún ólétt í framsætinu og hann strákræfillinn tók í hendina á okkur fyrir greiðann.Þau höfðu ætlað að stytta sér leið en ekki tókst betur til en þetta.Þau voru að koma úr Keflavík en Garðvegur var lokaður vegna útafaksturs.

Þegar að við vorum búin að koma flöskunum á Fagra-Blakk þá drifum við okkur í Dósasel og fengum rúmar 11.000-fyrir allar flöskurna sem fóru beint í kassann í Bónus í Njarðvík.Mér var nú ekki farið að lítast á veðrið er nær dró Garðinum og var lítill Yaris á undan okkur og altíeinu þá tekur hann vinstri beygju og eltir bílför eftir bíl sem greinilega hafði keyrt útaf nokkru áður og þessi flaug útaf líka! Það var ekki verið að keyra eftir stikunum,kannski sáu þau ekki stikurnar á svona lágum bíl en við sáum vel yfir á trukknum okkar.Við keyrðum rólega framhjá þeim vegna þess að það var snjóruðningsbíll að koma og ekki vildum við vera fyrir honum.Þá flautuðu þau á okkur og Hebbi bakkaði í skyndi og skrúfaði niður rúðuna og þá GARGAÐI konan á hann"ætlarðu ekki að draga okkur upp? Jú" rétt strax við verðum að hleypa snjóruðningsbílnum framhjá okkur fyrst! Svo drógum við þau upp með herkjum en bíllinn þeirra ætlaði varla að nást uppá veginn og tókst ekki að draga hann þangað fyrren Hebbi batt hann í á öðrum stað í bílnum okkar.Þá loksins náðum við honum uppá veginn.

Ég var svolítið hissa á framkomu þessarar konu við okkur sem var með frekju og ókurteisi og stóð svo með hendur á mjöðmum á meðan Hebbi var að binda í bílana og sagði ekki orð við hann! Hún þakkaði ekki fyrir heldur en maðurinn hennar gerði það þó.Þetta sýndi mér tvær hliðar á mannfólki í dag og núna verð ég að segja það að unglingurinn sem við drógum upp var ekkert nema þakklætið en fullorðna konan ekkert nema dónaskapurinn.Og svo er verið að tala um að unglingarnir séu alltaf verstir!

Við sjálf komust  heim með herkjum en á þessum klukkutíma sem við vorum í burtu var kominn stærðarinnar skafl þarsem við keyrðum í gegn þegar að við fórum í Keflavík.Öll vinnan sem grafan vann var farin á einni klukkustund og verðum við að reyna að fá hana aftur til okkar á morgun.Þið sem ætlið að kíkja í heimsókn í Ásgarðinn vinsamlegast leggið bílunum ykkar uppá vegi og labbið rest .

 

13.01.2007 23:57

Týr að fara og Rjúpa í tamningu

Týr ánægður hjá Rjúpunni.

Í dag fórum við Hebbi með Týr og Rjúpu í bæinn en Týr er að fara til Þýskalands og Rjúpa í tamningu.Ég stökk inn eitt augnablik að kíkja á Hringinn minn hjá Sigga Matt en hann er þar bara í dekri svei mér þá.Hann lítur vel út og er ánægður með vistina sem fer nú senn að ljúka en ég tek hann líklega heim um næstu mánaðarmót.Ég sá þarna ekkert smá flotta stóðhesta og verð að ná tali af Sigga og forvitmnast um einn alveg sérstaklega kunnuglega þvílíkt vel fextann stóðhest brúnann að lit.Kem honum ekki alveg fyrir mér en líklega er þetta einn af þessum frægu.Talandi um fræga!

Ég sá hann Töfra frá Selfossi hjá Gunnari og Krissu og var hann þarna að bíða eftir því að fara af landi brott.Ekkert smá flottur og vinalegur hestur! Auðvitað fékk ég að smella mynd af kappanum .Og ég ætla sko ekki að þvo mér um hendurnar eftir að hafa klappað honum bless hehehehehehe..........

Litli sæti bíllinn minn að týnast!

Við erum hreinlega að drukkna úr snjó hérna þessa dagana.Á morgun verðum við að panta Gröfu hingað því við náum ekki traktornum út úr húsi vegna þess hve stór skafl er fyrir dyrunum.Nú og þó við náum honum út þá komumst við ekki að heyrúllustæðunni fyrir sköflum niðurfrá! Ég ætla líka að taka folald/folöld undan á morgun og klára að flokka þau hross sem eiga að fara héðan.Reiðskólahestarnir eru að fara aftur í vinnu strax eftir helgina og eru þeir búnir að hvíla sig vel og njóta þess að vera útí rúllu allan sólarhringinn.Einhver fleiri hross eru að fara og léttir það alveg rosalega á mér og kannski maður geti farið að koma sér á bak eða þó það væri ekki nema að frumvinna trippi.Það væri nú ekki leiðinlegt .

12.01.2007 00:52

Klikkað veður!!!!

Klikkað veður og allt að verða vitlaust gott fólk  ............

Hesting,Helga og Rjúpa að fjúka!

Veðrið er búið að vera alveg kllikkað.Ég barðist við að gefa útiganginum í gær og flokka hesta sem á að sækja hingað um helgina.Gott að vera búin að því vegna þess hve klikkað er að gera hjá mér enda er ég ein í öllum útiverkum því kallinn minn verður að vera stilltur inni á meðan nefið er að gróa aftur fast við andlitið á honum!Læknarnir nebblilega skáru undir nefið á honum og flettu því uppað augum til að komast sem best að hrotuvandamálinu sem leysa þurfti.Ojjjjjj........og núna er kallræfillinn með hausverk og mænir útum gluggana á kellinguna festa stóra fína fjórhjóladrifna bílinn sinn í sköflum og getur ekkert hjálpað henni! En þarsem ég er hörkukelling þá mokaði ég bara bílinn lausann og festi hestakerruna aftaní og gaf svo allt í botn og kom henni uppá hlaðið með látum áður en hún varð innlyksa niðurfrá í sköflunum.Mikið er ég búin að hugsa hlýlega til hans Ragga sem lagaði drifið í bílnum! Ef það væri ekki í lagi þá þyrfti ég hreinlega að labba sveimér þá!

Snótin fýkur nú ekki langt enda kom hún feit og pattaraleg af Grundinni.

Mér tókst með naumindum að gefa í hólfið sem reiðskólahrossin eru eina rúllu og aðra í hólfið hjá geldingunum og svo eina í hólfið hjá gömlu merunum og þá var hólfið eftir þarsem eru flestar merarnar með folöldum og þar gafst ég upp þegar að ég var búin að keyra einni rúllu í þær en ég dreifði úr henni í allar áttir svo allir fengju tuggu.

Boggi og Eygló komu svo við að sækja rúllurnar sínar og auðvitað dreif ég mig inní kaffi og spjall.Síðan fór ég úteftir og gaf þar öllum að borða og drekka.Stóðhestarnir eru að byrja að fara úr hárum þrátt fyrir kuldann og sprækir eru þeir! Það er komið svo mikið eldi í þá og kæti að unun er að sjá.Þeir fengu að sprikla úti og leika sér á meðan ég kláraði verkin mín.Það var þreytt kona sem skreið heim í gærkveldi og beið mín freyðibað og steiktur fiskur.Lúxus er að eiga mann sem má ekki fara út hehehehehehe.........

Askur Stígandasonur (til sölu) Silfri og Stígur.Hörkugæjar þessir þrír.

Ekki var veðrið betra í dag,það sá ekki á milli bæja í mestu kviðunum og skafrenningurinn var mikill.Ég fór niður í heimahesthúsið til að huga að geldingunum sem voru í hólfi þar við og hleypti öllum inn og var ég alveg viss um að þeir væru við dauðans dyr eftir lætin í veðrinu! Nei"aldeilis ekki,alltaf jafn móðursjúk kellingin.Þeir varla snertu á heyinu enda voru þeir með rúllu í hólfinu sínu.Ég skildi samt hesthúsið eftir opið fyrir þá en þegar að ég kom aftur að kíkja á þá í kvöld þá var enginn inní gamla góða upphitaða hesthúsinu,allir úti í kuldanum að éta rúllu? Þeir eru alveg hættir að tolla inní bómul þessir klárar,alveg sama hvað ég reyni að pakka þeim inn og dúða.Nei"við erum íslenski hesturinn og þurfum sko ekki upphitað hesthús bara nóg að éta kelling" var svarið sem ég fékk!

Týr,Óðinn og Stóri-Dímon lentu í blindbyl á meðan ég fór heim í kaffi.

Ég var alveg extra dugleg í verkunum í dag enda veitir ekki af.Ég setti út alla stóðhestana og öll folöldin,sagbar allar stíur og rakaði til,vatnaði og gaf.Setti hálm í öll kanínubúrin og inn til fuglanna sem eru í búrum.Hrærði heitann graut handa hænunum og skar niður helling af Normalbrauði handa útiganginum sem þáði brauðið með þökkum.Ég þurfti nefnilega að ná henni Rjúpu minni úr hópnum og ekki er gott að kalla í stóðið og hafa ekkert til að verðlauna það fyrir að gegna kallinu . Mér finnst ágætt að geta kallað á þau greyin því ég er svo stirð af gigtinni stundum og þá er gott að geta stjórnað þeim og kallað í þau.Rjúpa lét mýla sig úti í bylnum og teymdist einsog ljós yfir skafla og inní hesthús.Svona eiga trippi að vera,ekkert vesen bara gera það sem þau eru beðin um.Hún er nefnilega að fara í tamningu inní Fák og svo beint uppí Borgarfjörð til hans Agnars Þórs sem ætlar að vita hvað í henni býr.Svo er bara að vita hvað hann segir um hana í vor,verður hún gott útreiðahross eða kemst hún í kynbótabrautina og fer svo í framtíðinni beint í ræktun.

Hestakaup hestakaup!!!!!!!!!!! Áttu skjótta ræktunarmeri í skiptum fyrir flottan fola?Nú ef þú átt GÓÐA ræktunarmeri þá gætu folarnir orðið tveir!!!!!!!!!!

11.01.2007 12:56

Folöld austur og sóley og Tvistur heim

Síðastliðinn Mánudag fór Hebbi í bæinn til læknis en ég var heima að stússast í skepnunum.Ætlunin var að fara með tvö folöld austur og taka svo tvo hross til baka úr Reiðholtinu.Mér tókst með lagni að ná þessum tveimur folöldum um borð í hestakerruna en það var ekki auðvelt en tókst.Svo brunaði ég í bæinn en Hebbi beið þar og tók ég hann uppí inní Víðidal og svo var brunað yfir gaddfreðna Hellisheiðina.Mér var nú ekki að lítast á að ég næði fyrir myrkur að mýla þessi tvö í Reiðholtinu sem er 100 hektara hólf og ekkert aðhald.Við rétt náðum þangað áður en skollið var á niðamyrkur og vorum hrossin sem betur fer ekki langt undan en þau voru á gjafastaðnum en þau eru komin á gjöf og feit og pattaraleg eru þau! Auðvitða komu þau þegar að kellingin kallaði á þau og fyrst var hún Sóley vinkona mín og ekkert mál að seja múlinn á hana.Næst var að setja múl á Feilstjörnu en hún er orðin villt aftur og vildi sko ekki láta taka sig! Ég var svo steinhissa á þessu því hún var orðin svo mátulega spök í vor og þægileg viðureignar.Þannig að ég tók þá bara hann Tvist hans Hebba sem stóð einsog klettur og ekkert vesen á meðan hann var mýldur.Ég bað þau vinsamlegast að fara ekki langt í burtu á meðan við færum áfram á Hellu með folöldin sem biðu stillt í hestakerrunni.

Þar hitti ég Huldu og Helga og mörg "ömmubörn"bæðir frá mér og svo hross sem ég átti og seldi Huldu þarámeðal aðalræktunarhryssuna þeirra hana Golu Gustdóttur frá Hóli með algjöra kynbótabombu við hlið sér hana Melkorku Þóroddsdóttur! Hver veit nema þarna leynist rakinn gæðingur og verður gaman að fylgjast með þessu folaldi enda ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að þetta verði algjör græja í framtíðinni.Það er alltaf gott koma til Huldu og Helga enda stóð ekki á bakkelsinu og heitri súpu í þessum ískulda sem var þarna fyrir austan.

Næst var að fara til baka í Reiðholtið og auðvitað lentum við þar í kaffi og kökum,heimabökuð rjómaterta og brúnterta! Og hvað annað,ég "datt" í það og sleppti framaf mér beislinu og öll boð og bönn fuku útum gluggann .EN það kom dagur eftir þennan dag og ég þurfti ekki að örvænta heldur tók sjálfa mig í gegn næsta dag og læt þetta ekki eftir mér í bráð.Isssss.......þetta er ekkert erfitt þó maður falli í freistni svona pínulítið,bara taka á því og byrja aftur uppá nýtt enda líður mér mjög vel eftir að ég tók út sykurinn.Miklu hressari á fætur á morgnana og kem miklu meira í verk.

Svo drifum við okkur útí myrkrið að athuga hvort að Tvistur og Sóley væru ekki enn að bíða og auðvitað voru þau á sama stað og ég arkaði í myrkrinu og ískulda með langa tauma til að krækja í þau.Hebbi beið uppá veginum og svo þegar að ég var að verða komin að stóðinu þá kom bíll æðandi að með ljósum og vildi bóndinn hjálpa mér að sjá í myrkrinu en í staðinn fældist stóði í allar í áttir þegar að ljósið skall á þeim! Ég baðaði út öllum öngum og ljósin voru slökkt þegar að í stað.Ég náði að kalla þau aftur til mín og krækja taumunum í þau Sóley og Tvist og enn arkaði ég af stað ísköld en sem betur fer vel klædd.Ég var að verða komin uppá veg með þessi tvö þegar að kallinn minn birtist í myrkrinu og hrossin se ég var að teyma og allt stóði hrökk í kút og tættust um allt og ég berhent með nælontauma í þeim!Þið getið rétt ýmindað ykkur hvað ég fann til ísköld á puttunum þegar að nælonið skarst í gengum puttanna á mér! Enn rölti ég af stað og náði strax henni Sóley sem teymdist einsog engill og alla leið uppá kerruna.Þar var ég með heynet fullt af heyi og dundaði hún sér við að kroppa í sig hey á meðan ég arkaði enn eina ferðina í myrkrinu að finna hann Tvist með kaðalinn á eftir sér einsog orm.Sem betur fer þá var ég búin að kenna honum að draga taum en það er alveg nauðsynlegt að það sé gert sem fyrst til að fyrirbyggja að slys verði einsog hefði getað skeð í þessu tilviki.Þarna stóð hann þessi ræfill með tauminn undir kvið og beið eftir því að ég tæki hann.Tvistur var duglegur uppá kerruna og ánægður að fá tugguna sem þar beið.

Sóley og Tvistur á heimleið,smá olíustopp á Selfossi og hugað að hrossunum á kerrunni.

Sóley komin heim í Ásgarð og Helga Hjálmarsdóttir að heilsa uppá hana.

Daginn er farið að lengja aftur og finnur maður það á fiðurfénaðinum hér á bæ hvað hann er að hressast og vakna til lífsins.Íslensku Landnámshænurnar eru farnar að verpa 10 eggjum á dag og Fashaninn allur að lifna við.Ég var að reyna að ná myndum af Fashananum með hænurnar sínar en það var sko erfitt.Frekar styggir fuglar og ekki mikið fyrir myndatökur þó að myndalegir séu þeir.Jónas hinn grimmi óð um með látum og tók dágóðann tíma að ná þessari mynd af honum í kvennabúrinu hans.

07.01.2007 00:15

Hjartan farinn og járningar

Sæl og blessuð öllsömul.Nú eru það nýársheitin,gott og hollt á diskinn og alveg út með allan sykur!Rosalegur óþverri er sykur,hann lamar mann alveg og gerir mann að letidýri sem hefur sig ekki upp úr sófanum.Ég svosem mátti að muna hvernig þetta var fyrir nokkrum árum þegar að ég át ekki sykur í einhverja mánuði og varð þvílíkt spræk.Þannig að nú vitiði þið það gott fólk,mín er hætt í sykrinum og þið lofið að pikka í mig ef þið sjáið mig vera að falla einhverstaðar í freistni.Það er bara gott að blogga þessu þá veit alheimurinn þetta (einsog fólk sé að velta sér uppúr því:) og ég misstíg mig síður.

Hjartan fór í fyrradag með Gunnari Arnars og núna í dag sá ég hann á dýragallerýinu hennar Írisar sprækann og kátann í Þýskalandi!Þetta er skrýtin tilfinning,var að hugsa um þennan dekurdreng og svo alltíeinu er hann kominn til útlanda og ég sé hann aldrei aftur á Íslandi.En ég veit að hann er kominn í frábærar hendur hjá Írisi og ef þið hafið áhuga á að sjá kappann og hans fyrstu skref á erlendri grundu þá er linkurinn inná gallerýið hans Hjartans http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=7248.

Hrókurinn var járnaður í dag takk fyrir! Hann er reyndar enn útí rúllu og lét ég setja skeifur á drenginn,bæði til að hann brjóti ekki á sér hófana ef hann skildi fara aftur í sýningu í vor og svo ætla ég að bregða mér á bak honum svona spari spari mér til ánægju og honum til yndisauka .Ég er líka að bíða eftir því að komast á námskeið og ætla ég að nota hann á námskeiðinu sem ég ÆTLA á ef það fer að komast einhver botn í starfsemina inná Mánagrund.Mikið hlakkar mig til að vita hvað verður í boði þar en það voru víst skemmtileg námskeið í fyrra og mikið gaman hjá fólkinu.

Hér er hann Siggi sæti eitthvað að tjá sig.Eða hann vill meina það að hann sé langflottastur og þannig skal það vera.Hann mætti í Ásgarðinn með vini sínum sem járnaði Hrók og klippti til og snyrti stóðtittina útí hesthúsi.Dímon Glampason var stilltur og góður þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið meðhöndlaður áður.Stóð kyrr og þægur á meðan allar lappir voru teknar upp og snyrtar.Auðvitað var hann Sigurður ánægður með folann sinn en því miður lagði ég ekki í að mynda þennan viðburð því Dímon var búinn að skipta um lit en hann var þennan dag leirljós.Hann kom inn blautur og auðvitað þurfti hann að velta sér svona hressilega í stíunni að megnið af undirburðinum varð eftir í feldinum .

Hann var ekki svona þægur hann Óðinn Hróksson í sinni hófsnyrtingu! Enda ekkert verið meðhöndlaður áður og var úti í allan fyrravetur og kann ekkert á þetta.Svo ætlast maður alltaf til af honum að hann geri allt einsog folarnir sem voru inni í fyrravetur og hann skilur hvorki upp né niður í manni greyið.Við urðum að binda hann og stökk hann fram og aftur og reyndi að losa sig við járningarmanninn af löppunum.En allt hafðist þetta og þá var það næsti sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér .

Og það er hann Glófaxi Parkerson sem fékk sko 10 fyrir geðslag hjá okkur og rosalega góða umsögn varðandi hófana hjá járningarmanninum! Greinilega eitthvað verið meðhöndlaður sagði hann enda hesturinn þvílíkt stilltur eða algjör engill.OG ég fæ að halda undir hann í vor og nú er spennan hvaða sparimeri verður fyrst til að kasta því það verður húsnotkun og nú er að krossleggja fingur og vona að hún Heilladís frá Galtarnesi verði snemma í þessu en ég hef tilfinningu fyrir því að þau tvö smellpassi saman.Reyndar gæti hún Skjóna mín líka passað á móti honum og svo eru þær báðar auðveldar fyrir hann og ættu að hleypa honum auðveldlega að á folaldagangmálinu.

Í morgun komu Eyríkur og Hermann að sækja flotta svarta Hervarssoninn en það á að fara að halda áfram að temja hann.Verst að ég náði aldrei almennilegri mynd af honum vegna dimmu og stanslausrar rigningar á meðan hann var hér.

 Mynd Sabine Sebald.

Eftir viku verður þetta stóra og myndarlega hestfolald fellt ef það selst ekki.Það fer um á fallegu og greiðu brokki og samsvarar sér vel.Faðirinn er Prins frá Hraukbæ sem er undan Otri frá Sauðárkróki og Skessu frá Hraukbæ.Verð 40.000- staðgreitt.

04.01.2007 01:01

Fóðra og fóðra..........

Geisli að ræða við Hrók og Tangó um nýjustu litatískuna í ár.Issssss.......þið eruð bara einlitir,ég sést í myrkri og allt strákar mínir!

Það fer allur dagurinn í að fóðra hrossin sem eru hér komin til styttri og lengri dvalar.Í gær bættust við tveir gaurar sem ákváðu að stinga af frá eiganda sínum sem hringdi alveg miður sín og vissi ekki hvernig hann færi að því að finna hrossin sín í myrkrinu sem skollið var á og rigningunni.Ég sagði honum að best væri að hringja á Löggimann sem kannski væri búinn að fá símhringingu vegna þeirra en svo var ekki.Nú svo var líka annað sem væri líklegt en hross sem hafa sloppið út koma ansi oft hingað í Ásgarðinn og stoppa hér einsog þetta sé einhver hestaskemmtistaður! Og hvað annað!!! Eigandinn kom hingað rennblautur í rigningunni alveg miður sín og var búinn að leita allstaðar annarstaðar en hér í Ásgarðinum og auðbvitað voru þeir við eldhúsgluggann hjá mér og ekki fór það á milli mála í myrkrinu enda annar hesturinn einsog endurskinmerki í framan í myrkrinu .

Við erum stóran hluta af deginu að gefa og sagbera stíur og jafna út.Núna var ákveðið að sagbera vel og jafna út stíurnar og gera það annannhvern dag.Þetta kemur ágætlega út fyrir okkur því þá er annar dagurinn léttari fyrir okkur og þá getum við farið í önnur aukaverk.Reyndar fengum við 5 hálmrúllur um daginn þannig að það kom sér afar vel og blöndum við sagi og hálm saman í stíurnar.Það var skrítið myndavéla veður í dag en sólin skein öðru megin á himninum og tunglið hinumegin!Set hérna inn eina af folöldunum í leikhólfinu.

Annars er allt loft úr manni eftir hátíðirnar og nokkuð rólegt.Daginn er farið að lengja sem betur fer og í dag ringdi EKKI vei....... gaman gaman! Maður er orðinn langþreyttur á þessari bleytutíð sem fer ekki vel með útiganginn.Ég vil heldur hafa frost en alla þessa bleytu.

Jólakötturinn hennar Grýlu???

Um daginn stóð mér nú ekki á sama! Haldiði ekki að kötturinn á næsta bæ kolsvartur hafi hlaupið uppí opið ginið á henni Buslu minni sem var ekki heldur að fatta hvað væri í gangi?Hún hefur nú nokkur minkalíf á samviskunni og reyndar kattalíf líka en Buslan gerði sér grein fyrir því hve takmörkuð hún er á þremur fótum og eineygð þaraðauki.Kötturinn má bara ekki sjá tíkina heldur stríðir henni alveg látlaust og veður uppað Buslu og slær hana utanundir með loppunni! Það er nú farið að síga í tíkina en vart má sjá hvor hefur meira gaman að þessu kisan eða tíkin .En kötturinn er auðfúsgestur því hann er veiðiköttur mikill og músagangur hér búinn að vera.Ég sé ekki eina einustu mús og er harla ánægð með það.Reyndar mætti hann alveg koma með mér útí kanínubú og taka þar til í músastóðlífinu sem þar tíðkast!

Haldiði ekki að ég eigi dóttur líka! Sem heimsótti móður sína um jólin.Það er alltaf viss stemning að fá hana í heimsókn um jólin því hún rígheldur í hefðir sem hér eru hafðar í heiðri um hver jól.Það er ekki um annað að ræða en að hún lesi öll jólakortin fyrir okkur og svo líka á pakkana.Ein jólin þegar að hún var cirka 9-10 ára þá var hún að lesa jólakortin fyrir okkur og skyndilega fer hún að hiksta stöðugt á sama orðinu og varð hálfskrítin í framan! Við vorum náttúrulega spennt að vita hvað stæði þarna og svo stundi hún upp "Gleðileg jól blablabla........kæri Hebbi ,Kristbjörg og HAFDÍS sem er fyrrverandi hans Hebba fyrir ansi mörgum árum síðan.Ég gat nú ekki annað en hlegið að þessu því þetta var algjör brandari.Ein af systrum hans Hebba hefur líklega verið búin að fá sér aðeins of mikið Jólaglögg þegar að hún var að skrifa á kortin og hefur hún ráfað ansi langt tilbaka í huganum hahahahahahaha..........

 

31.12.2006 12:55

Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið

Kæru vinir og vandamenn.Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið.

Happy new year all my freinds!

29.12.2006 00:42

Gleðilega hátíð gott fólk

Þessa fínu mynd tók hún Mona en hún kom í heimsókn til okkar í gær.Hjartan sá jarpi í miðjunni er alveg við það að fara út en mér skilst að hann verði hjá okkur í viku í viðbót en þá fer hann í flug.

Við erum búin að hafa það gott yfir jólin og borðað á okkur gat vitanlega.Ég fékk alltof mikið af nammi í jólagjöf (einmitt það sem mig vantaði utaná mig:) en það er nú í lagi vegna þess að þá á ég eitthvað gott með kaffinum handa gestum og gangandi .Ég vil senda öllum þakklætiskveðjur sem sendu okkur póstkort og jólagjafir,kærar þakkir frá okkur Hebba .Og Busla þakkar líka kærlega fyrir sínar gjafir! She loves all the good stuff you sent her Íris and Sabine .

Von Ögradóttir að skoða Monu og Þrá Þristdóttir (Feti) að kíkja á bakvið.

Ég tók allt merarstóðið heim í fyrradag inní hesthús og rétt til að sjá hvernig þau hefðu staðið af sér veðrið.Allir eru í lagi en einhver kíló hafa fokið af elstu merunum en allt ungviði í lagi.Ég náði nefnilega að gefa út rúllur þegar að veðrið dúraði niður rétt fyrir jól og það hefur gert gæfumuninn að allir voru saddir og sælir en veðurbarðir eftir öll lætin.Hebbi gaf út á meðan ég tók frá tvær 18 vetra dömur og eina unga og allar með folöld undir sér og setti í sér hólf.Ein af þeim er hún Heilladís frá Galtarnesi en það var kominn tími til að venja undan henni annað folaldið eða hana Von sem missti móður sína svo snemma á lífsleiðinni.Heilladís er búin að redda henni alveg og er Von orðin stór og stæðileg miðað við að hafa misst mömmu sína og núna er komið að henni Heilladís að fá smá dekur í staðinn fyrir dugnaðinn við að mjólka tveimur folöldum í sumar og haust.

Magga að klappa Iðunni Ögradóttur sem er orðin ekkert smá stór!

Kóngur að drekka ylvolga mjólkina úr Skjónu mömmu sinni.

Flestar merarnar mjólka vel og líta vel út og er ég ekkert að taka folöldin frá þeim úr því ég er með þær svona alveg við stofugluggann hjá mér.Þær eldri þarf frekar að passa uppá einsog td Halastjörnu gömlu en ég tók hann Heljar inn um daginn og hún kallaði ekki einu sinni á hann.Skjóna mín sem var besta reiðhryssan á bænum en er núna komin í folaldaseignir vegna þess að hún slasaðist á fæti stendur sig bráðvel og mjólkar honum Kóngi Hrókssyni vel.Hann er ýkt stór og myndarlegur strákur hann Kóngur.Hann er eins skapi farinn og hann Móli Hróksson uppí húsi,ekkert nema rólyndið og ekkert haggar þeim sama hvað á dynur .

Ég fékk svo skemmtilega mynd frá Sviss að ég verð að fá að setja hana hér inn! Það er ekki algengt að sjá útlendinga ríða út í snjó með tvo til reiðar frjálsa útí náttúrunni en það gerir hún Corinne! Það vildi ég að allt liti svona fallega út á Íslandi í staðinn fyrir alla þessa rigningu og flóð.

24.12.2006 12:50

Gleðileg Jól -Merry Christmas

Óska ykkur öllum gleðilegrar jóla og hafið það gott yfir hátíðirnar.

Merry Christmas all my freinds!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 825
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208510
Samtals gestir: 23187
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:23:22