Heimasíða Ásgarðs

18.01.2007 00:31

Ískalt á puttunum!

Sif Hróksdóttir,Pálmi Silfrason og Vænting (Skinfaxa) Glymsdóttir.Meiri loðboltarnir þessi folöld!

Þau voru spræk folöldin sem ég kíkti á í dag.Ég fór í skoðunarferð í hólfin og allt er í lagi alstaðar nema þar sem grafan tók í sundur vatnslögn á veginum en þau hross verða aðeins að bíða eftir því að við náum að þýða slönguna upp og redda vatni til þeirra aftur.Þau éta snjó á meðan og hef ég svosem ekki voðalegar áhyggjur af þeim.Allir eru með rúllur og enginn svangur og þá er ég róleg.

Busla uppá skaflinum á veginum sem var mokaður tveimur dögum áður!

Það var sem ég vissi í gær! Enginn smá skafl kominn á veginn hérna fyrir utan en hann nær uppá húddið á Fagra-Blakk og ekki möguleiki að reyna við hann.Hebbi minn náði að smokra bílnum framhjá gróðurhúsinu og svo var bara allt gefið í botn og þrusað í gegnum skaflana uppá veg en það tók hann þrjár tilraunir að brjótast þetta áfram og með ægilegum látum!

Óðinn Hróksson datt á rassinn í látunum .Stóri-Dímon flaut ofaná snjónum .

Ekki tók betra við útí stóðhestahúsi en þar voru kannski aðeins færri hestöfl á ferðinni en mér tókst nú samt sem áður að koma hrossunum í gegnum smá rennu á sköflunum þar og útí stóra leikhólf! Ekki var viðlit að reyna að reka þau þar í gegn þannig að ég setti tuggu þar í snjórennuna og auðvitað létu tittirnir plata sig í rennuna og þá gat ég hottað þeim í gegn .Það var líka gaman hjá þeim þegar að þeir komust útá autt aftur og fóru hrossin í rassaköstum um allt leikhólfið sitt.

Það var mikið stuð þegar að ég var búin að setja út fullorðnu stóðhestana,tittina og folöldin og allir í einum graut í snjónum.Það er alveg merkilegt hvað stóðhestarnir sem eru hérna eru rólegir og þægilegir viðureignar.Þeir snerta ekki folöldin úti heldur í mesta lagi fara að kljást við þau.Það er komin svo mikil ró í húsið hjá mér og allir svo stilltir og góðir.Ég ætla að reyna að halda þeim góðum saman áfram þessu görpum með kúlurnar og passa vel uppá það að loka þá ekki af einsog hættulega glæpa"menn" .Ef maður kemur fram við stóðhestana svipað og geldingana þá verða þeir rólegri finnst mér.Það á ekki að þurfa að loka þá inní lítlum stíum þar sem þeir sjá ekki út svo mánuðum saman og svo loksins þegar að þeir komast út og innanum önnur hross þá hreinlega springa þeir og þá verða oft slys.En auðvitað fer maður ekki frá þeim innanum mörg önnur hross og alsekki á vorin þegar að þeir fara að lifna við.Þá er einsgott að herða eftirlitið meira og passa vel uppá þá.

Yrja Prinsdóttir og Snót Prinsdóttir að gæða sér á heyinu.

Þau voru sæl og ánægð folöldin þegar að þau komu aftur inní hesthúsið og fengu tuggu og pínulítið brauð ofaná heyið sitt.Það er orðið ekkert mál að setja þau aftur inní stíurnar því þau eru farin að átta sig á hvar þeirra hlið er og þegar að þar er komið inn þá eru alltaf verðlaun í formi heys og brauðs fyrir innan.Ég stend bara og opna hliðið og þá renna þau inn sem þar eiga að vera.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295327
Samtals gestir: 33938
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:52:20