Heimasíða Ásgarðs

07.02.2007 14:45

Pjakkur litli

Pjakur þurfti mikið að skoða snjóinn áður enn hann tók á rás og fór að sprikla um allt.

Hér snýst allt um litla folaldið sem fæddist þann 28 Janúar í Höfuðborginni og kom í Ásgarðinn síðastliðinn Sunnudag.Hannn heitir pjakkur og er hinn mesti sprelligosi og erum ég og móðir hans stundum með lífið í lúkunum (ég) og hún með lífið í hófunum að bjarga honum frá hættum heimsins.Þau fóru út í gær og það var ábyggilega ferlega fyndið að sjá okkur báðar að passa uppá að hann færi sér ekki að voða.Ég var alveg viss um að hann myndi detta á hausinn í öllu frostinu og eki var slétt undir en Pjakkurinn endaþeyttist um allt gerðið og var að gera mig og mömmuna alveg gráhærðar með látunum!

Og svo var hlaupið af stað í hendingskasti!

Glennu leist ekkert á það þegar að geldingarnir sáu hana og folaldið og komu til að sjá litla krílið.Sú var fljót að hlaupa með hann í burtu.

Biskup varð alveg sjúkur þegar að hann sá folaldið! Merkilegt hvað geldingar verða spenntir þegar að folöld eru annars vegar .

Það gekk ekki vel að fá Pjakk litla inn.Óþekktin var alveg að fara með hann og ég sem var búin að plata Glennu inn með fóðurbætinu og varð ég að fara aftur út með merina og sæta lagi þegar að sá stutti stoppaði til að fá sér sopa.Ég náði taki á hnakkadrambinu á honum og inn fórum við Glenna með stubbinn .Ég þakka bara fyrir hvað merin er auðveld og góð annars væri þetta allt miklu erfiðara.

Ég fékk þá hugmynd í gær að taka mynd af júgranu á merinni og svo eftir td viku og sjá muninn.Mjólkin virðist vera að aukast í henni og er það akkúrat það sem ætlast er til.Hún hefur aukið átið og mér finnst hann Pjakkur vera farinn að drekka lengur í hvert skipti sem hann er að súpa úr mömmu sinni.Ég fékk líka góðar ráðleggingar frá okkar góða dýralækni sem sagði mér að ég væri að gera rétt í einu og öllu hvað varðaði að auka mjólkina í merinni .

Svo verð ég að setja eina af Pjakknum í lokin þarsem hann datt niður sofandi.Kúturinn litli alveg búinn eftir öll hlaupin og volgann sopann úr mömmu .Er maður ekki mikið krútt!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297242
Samtals gestir: 34220
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:31:47