Heimasíða Ásgarðs

05.02.2007 01:30

Ormalyfsgjöf og nýfætt folald!

Laugardagur 3 Feb.

Möggu-Móli kominn í gúmmíkarlinn og Glófaxi alveg viss um að hann eigi að fá líka smakk úr ormalyfs túbunni  .

Við Magga tókum okkur til og ormahreinsuðum 5 folöld í dag.Þau voru sett í gúmmíkarl og strokin hátt og lágt,meira að segja eitt var rakað undir faxi og eftir hryggnum,það er svo svakalega loðið og ekki vanþörf á því að losa það við eitthvað af feldinum.

Hebbi gaf útiganginum á meðan við vorum að vinna við folöldin.

4 Feb.

Snót Prinsdóttir frá Ægissíðu að fá ormalyfirð sitt.

Gudda og Sigga dóttir hennar komu í dag að hjálpa okkur að klára að ormahreinsa foöldin útí stóðhestahúsi og var mikið stuð enda "erfiðari"folöldin eftir.Við útbjuggum nokkurskonar tökubás og eitt í einu var rekið þar inn og mýlt.Þetta gekk hratt og vel fyrir sig og vorum við 2 tíma með 11 folöld.

Yrja Prinsdóttir frá Ægissíðu fékk góðar strokur frá Hebba og Guddu og veitti ekki af.Myndarinnar folald og vænt .

Skvísa Snæsdóttir var voðalega þæg og góð stelpa.

SSSól Hróksdóttir var bara einsog tamið hross,ekkert mál að láta taka sig og troða þessu ullabjakki ofaní mann.Stolt "amma" með dömunni.

Þá var það hin Hróksdóttirin sem ég reddaði fyrir horn þegar að hún var á leið á sláturbíllinn.Fólk hafði á orði að hún liti út fyrir að vera undan Hrók en hegðaði sér alsekki einsog hún væri undan Hrók.Ég sagði að það væri kannski ekki alveg 100% allt undan honum svona samvinnuþýtt og gott,það væru alltaf eitt og eitt sem gæti brugðist þó það nú væri! EN hún kom okkur mest á óvart en það byrjaði kanski ekki vel.Gudda var komin í ham og vildi ólm vera inní stíunni í hasarnum og ég gaf það eftir enda fékk ég alveg nóg svosem deginum áður og gott að geta verið einsog prímadonna fyrir utan.Sú dökkjarpa varð náttúrulega alveg stjörf af hræðslu og þeyttist um alla stíuna en inn í tökubásinn fór hún fyrir rest.Þar tók hún nokkuð gott kast og reyndi að stökkva uppí loftið og meira segja held ég að hún hafi hreinlega hrekkt af hræðslu! En svo skyndilega var einsog allt loft væri úr kellu þegar að mannshöndin var búin að strjúka yfir hana og róa niður.Hún datt alveg á dúnalogn og lét setja múlinn á sig á átaka og ekkert mál að vinna við hana og ormahreinsa.

Mikið ánægt folald enda fékk hún brauð hjá Hebba og þáði það meira að segja úr hendi.Svei mér þá ef hún verður ekki bara söluvara blessunin.

Hér er daman komin með Monty múlinn og svakalega montin með sig.Mig vantar nafn á gripinn og datt okkur í hug nöfnin,Rúlletta-Raketta- og Hvellhetta! Hvað hæfir svona fallegu merfolaldi???

Hvað haldiði þið að hafi skeð í dag! Gsm síminn minn sem aldrei þagnar hringdi með ógurlegum látum og ég sem er EKKI að bæta við hestum hér í Ásgarðinn bráðnaði náttúrulega alveg og gat ekki annað en sagt Já" við 6 daga gömlu folaldi og móður þess sem er í vandræðum með að mjólka almennilega fyrir það.Dúddamía hvað þetta er mikið krútt .Hann heitir Pjakkur og er algjör pjakkur sá stutti.Þeyttist um allt hesthús og rann til í látunum,skoðaði allt sem hægt var að skoða með munninum sínum litla:) Ég eyddi drjúgum tíma í kvöld að fylgjast með þeim og er hann duglegur að tutla mömmuna þó lítið sé í henni af mjólk.Það er góðs viti að enn er pínu mjólk í merinni og móðurástina vantar ekki .Ég er nokkuð viss um að með nægu fóðri og alúð verður hægt að fá meiri mjólk í merina svo sá stutti dafni eðlilega.

Góður sopinn úr mömmu minni:)

Svo lék hann sér ósköpin öll og hljóp fram og tilbaka með látum hehehehehe...

Svo varð maður alveg ógurlega þreyttur og þurfti að fara að sofa.Enda bara 6 daga gamall og búinn að ferðast í hestakerru og koma í nýtt hesthús!

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285533
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:12:02