Heimasíða Ásgarðs

26.01.2007 00:53

Heitt á puttunum!!!!!

Jæja gott fólk.

Ég er farin að skammast mín að láta ykkur bíða svona lengi.Farin á fá skammir frá Kanarí hehehehehehe........Já"Boggi og Eygló þetta gengur bara ekki að þið séuð að viðra ykkur í sól og hita og fáið ekkert að vita hvað er að ske hérna uppá skerinu!

Lagsi frá Bár að hrista sig.

Einsog allir vita þá höfum við verið að drukkna úr snjó.það hefur verið strembið að gefa útiganginum og höfum við þurft að kalla í Gröfumann tvívegis svo hægt væri að koma heyi í skepurnar.Núna rignir sköflunum burt og allt í drullusvaði.

Það var stuð síðastliðinn Laugardag en þá var ég ein á bænum (kallinn að skemmta sér fyrir austan:) eða kannski ekki ein því að Magga kom og Ragga með börnin sín og eina dömu til og nú átti sko að taka undan 3 folöld.Allt gekk þetta svakalega vel hjá okkur stelpunum enda allt gert í rólegheitum og engir kallar til að fara að hlaupa um allt og æsa sig hehehehehe......Mann klægjar í puttana að raka af þeim feldinn en ég ætla ekki að raka eitt einasta folald strax.Það verður kannski gert við sýningarfolöldin eftir fáeinar vikur en þá verða þau tekin undan mæðrunum.

Pjakkur og Dímon að leika sér í snjónum.

Allt gengur sinn vanagang hér á bæ og alltaf nóg að gera.Stóðhestarnir útí húsi eru hinir þægilegustu við mig og fara allir út saman og meira segja með folöldunum.Það er bara einn ókominn stóðhestur sem á hér pantað pláss í vetur og einn sem fer að fara.Ég er alveg búin að setja stopp á fleiri hross hingað vegna þess að það er einfaldlega ekki meira pláss og svo dauðlangar mig til að fara að vera einsog annað fólk í hestunum og ríða svolítið út.Einsog staðan er núna þá hef ég ekki tíma í það en ég veit að það fer að koma að því að fleiri hross fari héðan og þá verð ég ekki lengi að koma mér af stað aftur.Reyndar er ég búin að skrá mig á námskeið hjá Mána og er virkilega spennt að mæta með hinum stelpunum og læra einhverjar nýjar kúnstir .Það er langt síðan ég hef farið á námskeið en hérna í den fór maður á hverju vori og lærði alltaf það sama........sitja rétt í hnakknum! Rosalega hefur margt breyst síðan þá og reiðkennarar í dag orðnir miklu meira menntaðir,sem betur fer.Reyndar er ég að fara af stað aftur eftir cirka tveggja ára útreiðastopp fyrir utan smalið í Grindavíkinni.Ég var að fá ný gigtarlyf sem verka svona svakalega vel á mig og mér finnst ég bara geta næstum allt .Hitt lyfið sem ég var á er ekki lengur framleitt og þetta nýja svínvirkar á mig og er ég himinlifandi með þau.Núna kemst ég beint úr rúminu án verkja og get arkað um allt þindarlaust í gegnum daginn.Þvílíkur lúxus að vera án verkja,þetta hefur ekki verið svona frábært í nokkuð mörg ár.Ég var greinilega búin að gleyma því hvernig er að vera verkjalaus.

Folöldin sem ég er að óska eftir skiptum á skjóttir hryssu til ræktunar.Ekkert smá stórir og stæðilegir báðir tveir!!!! Enda kalla ég þá alltaf folaana!

Ég fór í kvöld á frábæran Aðalfund hjá Mána.Mikið var gaman að sjá alla gömlu félagana og allt nýja fólkið líka.Grindjánar mættu vel og var mikið í gangi og gaman að heyra hljóðið í mönnum.Nýr formaður var kosinn og óska ég Begga innilega til hamingju og með ósk um farsælt starf sem framundan er.Mér líst mjög vel á fyrirhugaða Reiðhöll sem verður stutt frá nýja fína hringvellinum okkar.Það vantar ekki nema helminginn af fjárhæðinni í hana og nú er bara að vita hvernig gengur að ná rest af peningunum svo hægt verði að byrja á henni.Hún á að vera nokkuð stór eða 30x70 metrar þannig að Mánamenn og hestar ættu að hafa nokkuð gott pláss til að sprikla í.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 351
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295427
Samtals gestir: 33954
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:14:27