Heimasíða Ásgarðs

05.02.2015 00:20

Fósturtalning í fjárhúsinu framundan
Fósturtalning um helgina og verður spennandi að vita hvort við náum fósturfjöldanum niður í 2 lamb á hverja á eða að það verði einhver einlembd sem hægt verði að venja undir frá þrílembu.
Engin einlemba verið síðastliðin tvö ár hjá okkur og er það ekki gott.
Gamlar vinkonur sem voru ansi oft þrílemdar voru felldar síðastliðið haust þannig að vonandi að frjósemin minnki við það og engar aðrar fari að taka uppá því að koma með þrjú.
Fyrirsætan í dag er tengdasonurinn okkar hann Andrés með Hermínuson í fanginu.

25.01.2015 21:11

Vort daglega vetrarlíf
Ég er ekki alveg að nenna þessu veðri og ætla ekki út í dag.

Kallinn er búinn að fara einu sinni út og hleypa út öndum og gefa hrossum og kindum.
Svo er það seinni ferðin til að setja inn endur og fóðra kanínur og fugla og bæta á hin ef þeim vantar meira í gogginn sinn.
Verð inni að dunda mér við að skrá inn kanínu ættfærslur og raða inn númerin á ásetningnum frá árinu 2014.
Þvo þvott og ganga frá sápunum mínum og skera niður og dunda mér í heimilisverkunum.
Vonandi að rokið fari nú ekki uppí 40 + vindstig einsog um dagin.

19.01.2015 00:11

Hrossastúss og hrútar teknir úr


Byrjaði daginn auðvitað á kaffibolla og yfirferð í netheimum.

Sauð svo fisk,kartöflur og hitaði hamsa með.
Dreif mig svo af stað niður í hesthús því að von var á hrossi hingað og annar að fara til síns heima.Ég skellti upp löngum þræði til að leiðbeina trippadótinu sem styðstu leið inní hesthús og var þetta hin flotta renna og runnu þau beinustu leið inní réttina.
Hebbi skrapp yfir á Hólabrekku og gaf rúllu.

Þegar að ég var búin að mýla hann Lúxus kallinn þá kom hestakerran úr Grindavík með gestahestinn og sá var drifinn inn og Lúxus drifinn um borð í staðinn og tók þetta alveg ótrúlega stuttan tíma miðað við um daginn þegar að hann Lúxus stóð í þeirri meiningu að hann ætti ekki að yfirgefa okkur hérna í Ásgarðinum og neitaði að fara uppí hestakerruna sem leigð hafði verið undir hann.Þá var að koma nýja hestinum útí stóð en hann átti að fara með trippa og gelddótinu og tók ég hana Rjúpu mína inn honum til halds og traust en hún átti að sjá um að leiða hann réttu leiðina í rólegheitunum eftir að trippin í réttinni voru komin aftur útí rúllu.Ég hleypti trippunum útúr réttinni og taldi að það dygði að hafa hana Súsý litlu með mér til að hotta á þau.Eitthvað hljóp í rassgatið á trippadraslinu sem að tættist á þráðinn með látum og sleit hann og inní réttina ruku þau aftur með töglin flaksandi uppí loftið og fótlyftur svo rosalega að það lá við að þau brytu á sér hökuna af monti!Eftir heilmikinn eltingarleik þá sótti ég písk og lét hvína í en þau dönsuðu bara stríðsdans um allt og léku á mig aftur og aftur.Ég fékk svo hjálp frá lítilli dömu sem þarna var og á endanum rauk hópurinn útí hagan blísperrt og sigri hrósandi yfir því hvað þau voru búin að hreyfa kellinguna sína mikið í dag.

Nágrannakonan mín kom svo að ormahreinsa folöldin sín og það var sama loftið í þeim.Þau folöld sem við flokkuðum frá og settum aftur útí rétt með fullorðinni hryssu gerðu sér lítið fyrir og slitu í tætlur hliðið og hlupu niður í leikhólfið svokallaða.Það tók svolitinn tíma að róa niður þessi þrjú sem voru inni en þau eiga að kallast spökust og stilltust af öllum folöldunum en það var ansi mikið loft í þeim til að byrja með.Svo tæklaði eigandinn þau og tantraði og áður en þau vissu af var ormalyfið komið ofaní þau.Næst var að fá sér kaffisopa og með því og gott spjall.Aftur útí kuldann og nú var það að klára verkin útí dýrahúsum.Ég tók hrútana tvo úr þá Fána og Stóra Stubb en nú eru þeir búnir með sitt verk.Þeir voru bara sáttir og röltu á sinn stað og litu ekki á kindurnar þegar að þær fóru aftur útí rúllu.Ég fór extra vel yfir hjá þeim dýrum sem ég sinnti um en það voru gimbrarnar,hrússarnir og kanínurnar.
Kallinn sá um allan fiðurfénaðinn.Það er víst að gera snarvitlaust veður og ég er að hugsa um að vera inn á morgun og senda kallinn einan út í verkin en það er auðveldur dagur á morgun í dýrahúsunum.07.08.2014 12:00

Folöld 2014/foals 2014 for sale

Hér eru folöldin í réttri tímaröð og 7 eru þegar seld.
Þetta ár einkenndist af einlitum hestfolöldum en maður þakkar bara fyrir það að merarnar komu með falleg og heilbrigð folöld inní afar grasgefið og yndislegt sprettu sumar.

Here are the foals in Ásgarði 2014 and some of them are already sold ore reserved.
Only 1 are unsold !
You are welcome to send me email and ask if you have any questions about the unsold foal :)

ransy66@gmail.com
Hnokkadís frá Ásgarði marefoal   SOLD !

Fædd/born 17.06.2014


M:Hylling frá Ásgarði

MF: Brúnblesi frá Hoftúnum (8,00)

MM:Toppa frá Ásgarði

IS2014225865 - Blika frá Ásgarði marefoal SOLD !

Fædd/born: 05.06.2014

M: IS1997255155 - Eðja frá Hrísum 2

MF:  IS1990188754 - Hrókur frá Stærri-Bæ

MM:  IS1989255155 - Kvika frá Hrísum 2


F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2

New video of Blika with her mother Eðja.IS2014125860 - Ljósfari frá Ásgarði (stallion foal) SOLD !

Litur/color Móvindóttur stjörnóttur - Silver dapple with star

Fædd/born 18.05.2014

F: IS2009125771 - Borgfjörð frá Höfnum

FF: IS1999135519 - Aðall frá Nýjabæ

FM: IS1999235420 - Perla frá Neðra-Skarði

M:  IS1994257993 - Freisting frá Laugardal

MF: IS1972137250 - Sörli frá Stykkishólmi

MM: IS1986257820 - Kvika frá Hvíteyrum

21 Maí kastaði Stórstjarna  SOLD !
Stallion foal
IS2014125864 - Heppinn frá Ásgarði
Fæddur/born 21.05.2014

M: IS2000225860 - Stórstjarna frá Ásgarði
MM:  IS1987284021 - Halastjarna frá Drangshlíð
MF: IS1975137620 - Brúnblesi frá Hoftúnum

F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2 

IS2014225861 - Tign frá Ásgarði  SOLD !

Mare foal

Litur/color Jörp-Bay

Fædd/born 22.05.2014

F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2

M:  IS2001255149 - Von frá Þórukoti

MF: IS1996155416 - Siður frá Grafarkoti

MM: IS1983255145 - Gjöf frá Þórukoti

IS2014225862 - Rák frá Ásgarði  (Not for sale)

Litur/color Jarp/vindótt/skjótt - Silver/dapple pinto

Fædd/born 24.05.2014

F: IS2009125771 - Borgfjörð frá Höfnum

FF: IS1999135519 - Aðall frá Nýjabæ

FM: IS1999235420 - Perla frá Neðra-Skarði

M:  IS1995284023 - Fjalladís frá Drangshlíð

MF: IS1989187654 - Vaðall frá Oddgeirshólum II

MM: IS19AC284590 - Villimey frá Drangshlíð

Rauðsmári frá Ásgarði  SOLD !

Hestfolald/ stallion foal 

Litur/Dreyrrauður/dark red

Five gaited clear beated

Fæddur/born 3.06.2014

M: IS2000225125 - Röst frá Mosfellsbæ

MF:  IS1994187611 - Randver frá Nýjabæ

MM:  IS1980287611 - Tinna frá Ljónsstöðum

F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2

Gassi frá Ásgarði Stallion foal SOLD !

Fæddur/born: 20.06.2014

M:Von frá Ásgarði

MF:IS2000165020 - Ögri frá Hóli v/Dalvík

MM: Sylgja frá Varmadal

F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2
Farandi  frá Ásgarði  Stallion foal  SOLD !


Fædd/born 15.07.2014

M: Þrá frá Ásgarði

MM: IS1989255076 - Mön frá Litlu-Ásgeirsá

MF: IS1998186906 - Þristur frá Feti


F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2F: IS1998137535 - Hrókur frá Gíslabæ

FF: IS1991158626 - Kormákur frá Flugumýri II 

FM:   IS1987286003 - Best frá Brekkum 2


10.06.2014 19:00

Gestahryssur Hróks komnar :)


Gestahryssur Hróks eru komnar þær sem áttu pantað undir hann og það var gaman að sjá þær bregða undir sig betri fætinum og stika niður á tún.Hún Stjarna er ein af þeim sem sýndi takta á við 6 vetra hross en það má bæta við 10 árum við þá tölu en sú gamla er 16 vetra gömul.

Á morgun verður Hrókur settur í og er fullt undir hann fyrra gangmálið en það gætu orðið lausir örfáir tollar seinna ganmálið.

07.06.2014 18:42

Kindurnar farnar í sumarhaganaGestagangur og við fórum ekki að gera neitt af viti fyrren líða tók á daginn.Það er líka nauðsynlegt að slugsa aðeins og gera ekki neitt sérstakt ekki satt.

Svo fór allt í gang,Magga fóstursystir kom óvænt í heimsókn og hjálpaði hún okkur að að raga í sundur féð og koma því um borð í hestakerruna og uppí sumarhagann.

Það eru líklega ein 35 ár síðan við Magga voru að ragast í fé saman en það var á stórbúinu Hæli í A-Hún en þar var ansi margt fé eða í kringum 700+ ef ég man rétt.

Ég held að við höfum engu gleymt og við tækluðum kindurnar hverja af annari og lömbin og hefur þetta aldrei gengið eins hratt og örugglega fyrir sig einsog núna.


15 lambær fóru uppeftir með 29 lömb og svo fóru 2 hrútar og þrír fljúgandi furðuhlutir (gemsarnir).Þær eru búnar að vera inni með hrútunum í mestallt vor og áttu það til að taka á flug ef að kindurnar og lömbin voru að koma inn eða fara út.

Við urðum að víggirða svo þær næðu ekki að stökkva útúr stíunum.

Mikið var gott að koma þessu frá og núna eru 6 kindur heima með lömbum en það eru þrílembur og gamalær ásamt einni geldri en við erum hálft í hvoru að vonast til að það leynist lamb í henni.

Eitt lamb er komið á pela og er ég í smávandræðum með það en það fékk drullu.

Gaf því skitutöflu í gær og vonandi verður í lagi með hana Blárössu litlu.

Við vorum ekki búin í verkunum okkar fyrren en á miðnætti og mikið var gott að komast úr drullugallanum ogskríða ofaní heitt bað:)

Takk kærlega fyrir hjálpina Magga mín ef þú sérð þetta !

31.05.2014 13:11

Kínverskir Silkihænu ungar tilbúinirTilbúnir Silkiungar í flottum litum og nýr litur er silfur grái liturinn og einni eru til ungar með mýrarrauðum lit með gráu í.


Fyrstur kemur fyrstur fær en þetta eru voðalega skemmtilegar og gæfar hænur.

Klikkið á linkinn og fræðist meira um tegundina:

Kínverskar silkihænur

02.01.2014 00:57

Byrjuð að skanna gömlu albúmin


Friðrik Benónýsson frændi skrifaði þetta aftaná myndina.

Þuríður Benónýsdóttir sitjandi t.h hinar að líkindum samverkakonur í Viðey.


Sit og skanna inn löngu látið fólk á gömlum myndum.
Aftaná sumum þeirra er texti og má líkja þeim myndum við andlitsbók þess tíma en það tók aðeins lengri tíma þá að skrifa texta og senda hann með myndinni svo til viðkomandi og fá svo fréttir síðar af viðbrögðunum.Er búin að rekast á ein skilaboð aftaná mynd frekar sorgleg er varðar andlát ungrar stúlku.Bíð spennt í hvert sinn hvað kemur í ljós þegar að ég er búin að ná myndunum varlega út með flísatöng:)
Og þökk sé íslendingabók sem er góð hjálp núna við að leysa útúr þeim ættarflækjum sem upp koma við að reyna að finna útúr öllu þessu fólki í þessu eldgamla albúmi sem ég er að skanna uppúr.
 En þetta er rosa gaman og loksins hafði ég mig af stað í þetta skemmtilega verkefni.

31.12.2013 23:47

Gleðilegt nýtt árMynd: Gamlársdagur

Öll dýrin á bænum eru komin á sinn stað og eins örugg og hægt er og vonandi að vindáttin breytist því að sprengingarnar og lætin úr Kelfavík og Sandgerði óma hingað.Einn og einn getur ekki beðið og er að bomba upp dóti.

Enn halda Garðmenn í sér:)

Útigangurinn var færður á milli hólfa en það voru tilbúnar rúllur handa þeim inná Vinklinum svokallaða og færði ég vatnið líka yfir.Ein aðkomuhryssa þar er óróleg og líður illa yfir látunum og horfir stöðugt í átt að Keflavík.Hún röltir á milli hrossana í rúllunum og hnusar af þeim og lítur svo upp og er ekki alveg að skilja hversvegna allir eru að borða og enginn er að hafa neinar áhyggjur af skruggnum sem drynja í loftunum.

Á endanum þá kom hún greyjið röltandi til mín og vildi fá smá stuðing og eina sem ég gat gert var að klappa henni og tala rólega til hennar.
Folöldin standa áhyggjulaus við hlið mæðra sinna sem hafa fínar taugar á Gamlárskvöld en hér hefur stóðið alltaf staðið af sér lætin og ekki hreyft sig úr rúllunum nema í eitt skipti þegar að haginn fylltist af reyk en þá fóru þau aðeins af stað en engin með látum,voru aðallega hissa.

Ég tók inn nýju gestahrossin 5 og gaf vel á stallana og rúgbrauð ofaná.
Þau voru aðeins orðin spennt greyin og það þurfti svolítið til að koma þeim inn en hún Ólína reddaði þessu með mér og með hjálp brauðpoka:)
Núna hlusta þau á Bylgjuna og hafa ljós hjá sér í nótt.

Kindurnar fengu sinn mat og kanínurnar bæði hey og bygg.Hrókur og folarnir tveir þeir Lúxus og Nói eru komnir inní stíurnar sínar með heynet og gott í munn en þeir slá ekki hóf á móti smá brauði frekar aðrir hé á bæ.
Allir með ljós í því húsi og tónlistin var hækkuð aðeins í græjunum.

Þá er bara að fara að hugsa um matinn í okkur Hebba minn.

Myndafyrirsætan frá því áðan er hún Eldey frá Ásgarði.

Myndafyrirsætan frá því áðan er hún Eldey frá Ásgarði.

Gamlársdagur

Öll dýrin á bænum eru komin á sinn stað og eins örugg og hægt er og vonandi að vindáttin breytist því að sprengingarnar og lætin úr Kelfavík og Sandgerði óma hingað.Einn og einn getur ekki beðið og er að bomba upp dóti.

Enn halda Garðmenn í sér:)

Útigangurinn var færður á milli hólfa en það voru tilbúnar rúllur handa þeim inná Vinklinum svokallaða og færði ég vatnið líka yfir.Ein aðkomuhryssa þar er óróleg og líður illa yfir látunum og horfir stöðugt í átt að Keflavík.Hún röltir á milli hrossana í rúllunum og hnusar af þeim og lítur svo upp og er ekki alveg að skilja hversvegna allir eru að borða og enginn er að hafa neinar áhyggjur af skruggnum sem drynja í loftunum.

Á endanum þá kom hún greyjið röltandi til mín og vildi fá smá stuðing og eina sem ég gat gert var að klappa henni og tala rólega til hennar.
Folöldin standa áhyggjulaus við hlið mæðra sinna sem hafa fínar taugar á Gamlárskvöld en hér hefur stóðið alltaf staðið af sér lætin og ekki hreyft sig úr rúllunum nema í eitt skipti þegar að haginn fylltist af reyk en þá fóru þau aðeins af stað en engin með látum,voru aðallega hissa.

Ég tók inn nýju gestahrossin 5 og gaf vel á stallana og rúgbrauð ofaná.
Þau voru aðeins orðin spennt greyin og það þurfti svolítið til að koma þeim inn en hún Ólína reddaði þessu með mér og með hjálp brauðpoka:)
Núna hlusta þau á Bylgjuna og hafa ljós hjá sér í nótt.

Kindurnar fengu sinn mat og kanínurnar bæði hey og bygg.Hrókur og folarnir tveir þeir Lúxus og Nói eru komnir inní stíurnar sínar með heynet og gott í munn en þeir slá ekki hóf á móti smá brauði frekar aðrir hé á bæ.
Allir með ljós í því húsi og tónlistin var hækkuð aðeins í græjunum.

Þá er bara að fara að hugsa um matinn í okkur Hebba minn.28.12.2013 00:45

Gestagangur í dag :)
Myndafyrirsæta dagsins er hann Bono gestahestur á kafi í rúllu í dag

Frekar kalt en stillt veður úti og gaman að anda að sér góða loftinu og vera útivið.
Kallinn gramsaði sem mest hann mátti eftir hinu ýmsu dóti inná verkstæði á meðan að ég fór með járnkarl og braut klakann ofanaf vatninu hjá gestahrossunum.
Þau fá vatn úti núna en ekki í hesthúsinu en við urðum að loka fyrir vatnið þar vegna þess að rör gaf sig og vatn flæddi um allt.

Mikill gestagangur í dag,fyrst komu hingað hestakallar og lítil dama með hest í kerru.

Næst komu þær systur Hebba Jóna og Kolla skoppandi og inn fórum við í kaffi og meðlæti sem samanstóð af allskonar öðru en jólamat sem maður er búinn að fá uppí kok af.Það er altaf gaman að fá gesti og mikið spjallað um liðna tíma og liðið fólk en bókin sem Krissa dóttlan mín gaf Hebba í Jólagjöf var dregin fram og auðvitað voru eyðibýlin skoðuð í krók og kima þarsem forfeður/mæður höfðu búið á.

Síðan drifum við okkur í útihúsin og það leið ekki á löngu þartil að næstu gestir ráku inn nefið og auðvitað voru þau dregin fram og aftur að skoða kindur,hesta og fugla.
Aftur inní kaffi eftir að gegninum lauk með gestina og þau voru rétt farin þegar að næsti barði að dyrum.

Við erum ekki vinalaus hér í sveitinni okkar:)

Takk allir fyrir innlit og útlit.

27.12.2013 00:21

Útigangi gefið og gestahrossGáfum útiganginum og einnig 4 nýjum gestahrossum sem verða hér í stuttan tíma og verða þau við hesthúsið svo hægt sé að kippa þeim inn áður en flugeldalætin byrjar á Gamlárskvöld.

Settum líka inn rúllu í hesthúsið svo þau hafi nú eitthvað að maula á og svo munu þau hlusta á eitthvað kósý í útvarpinu þá nótt og hafa ljós hjá sér.

Aðal stóðið fékk bara tvær rúllur núna og gerðum við annað hólf tilbúið með 3 rúllum fyrir Gamlárskvöldið og það eina sem við þurfum að gera er að opna eitt hlið og hleypa þeim yfir,þægilegra verður það ekki og sparar rúnt á traktor í snjónum sem á að fara að kyngja niður um helgina og eftir helgi.

Ég var nú eiginlega að átta mig alveg á því í dag eftir 16 tíma svefn að ég er búin að vera drulluveik yfir hátíðirnar,var búin að gleyma því hvernig var að vera ekki veik.
En ég er komin á lappirnar og er að fá aftur styrk og það er bara gaman:)

Fengitíminn í fjárhúsinu ætti að vera að líða undir lok en núna kemur það í ljós hvort að dömurnar gangi upp eða ekki á næstu 14 dögum eða svo.

Fyrstu kindur fengu við hrút þann 14 desember fyrir utan eina sem var svo sniðug að troð sér undir hann Fána þarsem hann var bundinn og náði hún að fá sér gott í kroppinn og hefur ekki gengið upp mér vitandi.

Maður verður þá byrjaður á sauðburðarvakt yfir einni kind seinnipartinn í Apríl einsog ég ætlaði mér allsekki að gera.
Hinar ættu svo að byrja viku af Maí en þá er orðið svo miklu bjartara og hlýrra en í Apríl.

Við hjónin fengum okkur fish and chips í kvöld og var það alveg yndælt eftir allan hátíðarmatinn.
Auðvitað er maður búinn að ég á sig óþrif eða næstum því og gott að fá eitthað léttmeti í belginn.Annars er allt voða gott og við bara í þessum venjulegu gegningum daginn út og daginn inn en það er frekar rólegt núna og ekki mikið um aukaverkefni á þessum árstíma.

Gestahross eru jú að streyma að en hér eru nokkur pláss laus fyrir gestahross í vetur (einnig styttri tímabil) og nóg hey þannig að ef þið viljið fá pláss fyrir gæðinginn/ana þá er bara um að gera að hafa samband:)

18.12.2013 23:56

Fljúgandi hálka og útigangi gefið


Mynd: Fljúgandi hálka í dag og gekk ég um einsog mörgæs til að detta ekki í hálkunni.
Gáfum útiganginum nokkrar rúllur og fylltum svo á fjárhúsið svo að það verði ekki rúllulaust þar yfir hátíðirnar.

Hrútagormarnir þeir Fáni og Stóri Stubbur eru samviskusamlega að setja lömb í kindurnar sem var deilt niður á þá.
Allt uppá gamla mátann í ár,tími ekki að láta svampa,það er orðið svo dýrt!
1.200- kall á kindina fyrir utan akstur hingað.
Seinkaði sauðburðinum þannig að fyrsta kind á að bera í kringum 7 Maí.Svo bara bera þær koll af kolli.

Eitthvað er að verða lítið til af kanínuungum en það fóru ung kynbótadýr bæði norður í land og lengst austur á Dalatanga.
Ég taldi það sem er tilbúið til sölu núna af Rexunum og eru það ekki nema 1 Orange Rex högni-1 Opal Rex högni-2 Opal Rex læður.

Af holdakanínum eru bara til 1 silfurlitaður högni og bróðir hans svartur að lit.
2 hvítir blendingar af angóra og holdakyni er einnig til sölu og annar er alveg einstaklega skemmtilegur karakter.
Eitt got er svo enn of ungt til að fara á sölulistan en það verður núna fljótlega.

Hænurnar eru að fara á fullt í varpinu og keyptum við nýtt voða flott fóður handa þeim sem heitir Gold Mix og nú bíð ég bara eftir því að það detti úr þeim eitt og eitt gull egg.
Þær eru himinlifandi með nýja fóðrið en það gengur hraðar á það í matardöllunum heldur en gamla fóðrið.
Nú bíð ég svo bara spennt eftir því að geta boðið þeim líka uppá íslenskt ræktað bygg en það bara hlýtur að fara að koma sekkur frá vinum mínum á Snæfellsnesinu blink blink :) 

Hrókur og tittirnir uppfrá hafa það bara fínt og eru annaðhvort útí rúllu eða inni að að nasla í sig heyi,fer bara eftir veðri hvort þeir eru úti eða inni blessaðir.
Gaman að sjá þá veturgömlu hvað þeir blása út og stækka!
Myndafyrirsætan í kvöld er hann Biskup minn heitinn bróðir hans Hróks en var þetta minn aðalreiðhestur í mörg ár og mikill dekurdrengur hjá mér:)
Ég hef stundum haldið því að að þessi hestur hefði mannsvit,hann var rosa klár í kollinum og frábær félagi.Feiknaklár á ferðalögum og eitthvað var ég nú að spreyta mig á honum á keppnisvellinum en hann var bara of viljamikill og ör í svoleiðis verkefni.
Sá gat nú stikað á á brokkinu þegar að hann loksins gaf það fyrir æsing og svo þeyst áfram á botnlausu tölti sem var hans aðalgangur sem hann kaus sjálfur!
Biskup og Súsý litla
Fljúgandi hálka í dag og gekk ég um einsog mörgæs til að detta ekki í hálkunni.

Gáfum útiganginum nokkrar rúllur og fylltum svo á fjárhúsið svo að það verði ekki rúllulaust þar yfir hátíðirnar.

Hrútagormarnir þeir Fáni og Stóri Stubbur eru samviskusamlega að setja lömb í kindurnar sem var deilt niður á þá.
Allt uppá gamla mátann í ár,tími ekki að láta svampa,það er orðið svo dýrt!
1.200- kall á kindina fyrir utan akstur hingað.
Seinkaði sauðburðinum þannig að fyrsta kind á að bera í kringum 7 Maí.Svo bara bera þær koll af kolli.

Eitthvað er að verða lítið til af kanínuungum en það fóru ung kynbótadýr bæði norður í land og lengst austur á Dalatanga.
Ég taldi það sem er tilbúið til sölu núna af Rexunum og eru það ekki nema 1 Orange Rex högni-1 Opal Rex högni-2 Opal Rex læður.

Af holdakanínum eru bara til 1 silfurlitaður högni og bróðir hans svartur að lit.
2 hvítir blendingar af angóra og holdakyni er einnig til sölu og annar er alveg einstaklega skemmtilegur karakter.
Eitt got er svo enn of ungt til að fara á sölulistan en það verður núna fljótlega.

Hænurnar eru að fara á fullt í varpinu og keyptum við nýtt voða flott fóður handa þeim sem heitir Gold Mix og nú bíð ég bara eftir því að það detti úr þeim eitt og eitt gull egg.
Þær eru himinlifandi með nýja fóðrið en það gengur hraðar á það í matardöllunum heldur en gamla fóðrið.
Nú bíð ég svo bara spennt eftir því að geta boðið þeim líka uppá íslenskt ræktað bygg en það bara hlýtur að fara að koma sekkur frá vinum mínum á Snæfellsnesinu blink blink

Hrókur og tittirnir uppfrá hafa það bara fínt og eru annaðhvort útí rúllu eða inni að að nasla í sig heyi,fer bara eftir veðri hvort þeir eru úti eða inni blessaðir.
Gaman að sjá þá veturgömlu hvað þeir blása út og stækka!
Myndafyrirsætan í kvöld er hann Biskup minn heitinn bróðir hans Hróks en var þetta minn aðalreiðhestur í mörg ár og mikill dekurdrengur hjá mér:)
Ég hef stundum haldið því að að þessi hestur hefði mannsvit,hann var rosa klár í kollinum og frábær félagi.Feiknaklár á ferðalögum og eitthvað var ég nú að spreyta mig á honum á keppnisvellinum en hann var bara of viljamikill og ör í svoleiðis verkefni.
Sá gat nú stikað á á brokkinu þegar að hann loksins gaf það fyrir æsing og svo þeyst áfram á botnlausu tölti sem var hans aðalgangur sem hann kaus sjálfur!

15.12.2013 23:46

Tíkunum mikið mál :)
Það er ekkert eins hressandi einsog að og vera vakin af tíkunum hálf sjö á Sunnudagsmorgni og þurfa að fara út á inniskónum og náttslopp útí kafasnjó til að hleypa þeim út að pissa og gera númer tvö.Eitthvað fékk Buslan mín of mikið að borða í gær og lét vita með háværu gelti að nú þyrfti hún út og það strax! Sú gamla arkaði útí snjóinn með nýju jólaklippinguna sína sem hún fékk í gær og var lengi lengi að finna hentugan stað fyrir þessa athöfn á meðan að hinar tvær þustu út og aftur inn með hraði.Þær vita svosem af gotterýi í bílskúrnum sem þær fá í verðlaun fyrir að koma strax tilbaka þessar elskur

Fyrirsæturnar á myndinni eru Busla mamman bráðum 15 ára og dæturnar Skvetta 10 ára og Súsý 6 ára.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 825
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208510
Samtals gestir: 23187
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:23:22